Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ, 1948 HANNES J. MAGNÚSSON Hinn óþekkti hermaÖur Réttum tveimur árum eftir að heimsstyrjöldinni lauk, var sú ákvörðun tekin af brezkum stjórnarvöldum að láta grafa upp lík einhvers óþekkts hermanns, er fallið hafði á vesturvígstöðv-t unum, og jarðsetja það með mik- illi viðhöfn -í enskri mold. Hinn 11. nóvember árið 1920 var svo kistan með jarðneskum leyfum hins óþekkta hermanns flutt til Westminster Abbey og jarðsett þar í viðurvist ýmissa helztu stórmenna Englands. — Sami siður var síðar upp tekinn í öðrum þeim löndum, sem stærst ar fórnir höfðu fært í þessum blóðugasta sorgarleik veraldar- sögunnar, sem þá þekktist. Síðan þetta gerðist, er svo á hverju ári, á vopnahlésdaginn 11. nóvember, lagður blómsveig ur á gröf hins óþekkta hermanns. í sumum löndum er eldur látinn loga á gröfinni dag og nótt og heiðursvörður haldinn um hana eins og helgan stað. Þótt þetta séu harla litlar yf- irbætur fyrir allar hinar blóð- ugu syndir heimsstyrjaldarinnar, vilja þjóðirnar þó væntanlega sýna með þessu, að þær vilji ekki aðeins heiðra minningu þeirra manna, sem bera hin stóru og þekktu nöfn, heldur einnig allra hinna, milljónanna, sem hvíla nú í hinum nafnlausu gröfum, og á tíðum í framandi mold. Það hefir skapazt sú hefð í okkar herskáa heimi að telja það helzt til hetjuskapar, sem stend- ur í sambandi við styrjaldir og vígaferli. Mennirnir, sem skrif- að hafa veraldarsöguna, hafa lagt grundvöllinn að þessu mati á hetjulundinni. Nöfn herkonunga og yfirgangs manna, sem lögðu undir sig lönd og þjóðir blóðugir til axla, skipa stærst rúm á blaðsíðum sögunn- ar, og oft miklu meira en trúar- hetjum og siðspekingum er þar úthlutað, sem báru þó blys sann leikans og réttlætisins fram fyrir mannkynið. Svo hefir fjarlægð- in í tíma og rúmi sveipað eins konar ævintýralegum frægðar- ljóma um þessa menn, sem ungir menn öld eftir öld hafa látið blekkjast af. Við þetta mat á hetjumenninu eigum við að miklu leyti að búa enn í dag. Við íslendingar höfum þó haft ástæðu til að mynda okkur raunsannari skoðanir í þessum efnum en ýmsar aðrar þjóðir. — Þjóð, sem setið hefir á friðarstóli í margar aldir, hlýtur að leggja annað mat á hetjudáðir en styrj aldarþjóðir. Okkar stríð hefir verið háð við grimm og óblíð náttúruöfl, því er okkur tamast að meta hetjur og hreystiverk eftir einhvérjum fangbrögðum við náttúruöflin, íslenzkar stór- hríðar eða úfinn sjó. Sízt skal úr því dregið, að á þeim vígvelli hafi mörg hetjudáðin verið unn in, og ég skal játa, að það þarf hugrekki til að horfast í augu við dauða eða limlestingu á víg- vellinum, en því má heldur ekki gleyma, að það þarf stundum engu minna hugrekki og hetju- lund til að berjast við alla þá erfiðleika, vonbrigði og ósigra sem mannlegt líf svo oft er mót- að af. Það er ritað og rætt um hetjudáðir hermannanna á víg- völlunum. Blöð og útvarp styrj- aldarþjóðanna halda þeim afreks verkum mjög á lofti. En það er miklu hljóðara um konu her- mannsins og allar þær miklu fórnir, sem hún verður að færa, og þrekraunir, sem hún verður að vinna í þögulli baráttu fyrir lífi sínu og barna sinna. Eg þori ekki að segja, hvort er meiri hetja, maðurinn, sem berst á vígvöllunum, eða konan, sem ef til vill berst alein heima víð 0 allar þær ógnir og bölvun, sem styrjaldir skapa. Eins x)g okkur verður venju- veraldarsögunnar, svo hættir okkur einnig til að meta sam ferðamennina eftir alinmáli auðs, metorða og mannaforráða, eftir því hve hátt þá ber í þjóðfé laginu og hve samfél. hefir feng ið þeim mörg virðuleg störf. En þegar dýpra er skyggnzt í hið mikla völundarhús, sem við nefn um þjóðlíf, hljótum við að viður kenna, að það eru ekki fyrst og fremst þessir menn, sem eru hinar eiginlegu máttarstoðir menningarinnar, þótt ekki beri að vanmeta störf þeirra. Nei — það eru hinar óteljandi, nafn- lausu hetjur, sem skrá sögu sína í sand hinna óbrotnu, daglegu starfa. Það eru hetjur hversdags lífsins. Það eru ekki herforingjarnir sem vinna styrjaldirnar, þótt svo sé oft látið í veðri vaka. Það eru óþekktir, nafnlausir menn, sem oft falla og gleymast, en ryðja þó brautina til sigurs um leið. Þannig er því einnig háttað í hinni miklu sókn mannkynsins til meiri menningar og þroska Mikilmennin kveikja að vísu ljósin, en svo kemur alltaf ein- hver óþekkt hönd, eða óþekktar hendur, sem bera þau fram gegnum aldirnar. Vegur kristn- innar og annarra andlegra menn ingarstrauma hefir ekki legið gegnum hallir þjóðhöfðingjanna eða annarra valdamanna þjóðfé- laganna, nei, þeir voldugu menn ingarstraumar hafa valið sér hinar þögulu leiðir mannfélags- ins. Þar eru hinar óþekktu hetj- ur hversdagslífsins að skapa ver aldarsögu, sem ef til vill verður aldrei skráð, en er þó uppistað an í hinum mikla og margþætta vef menningarinnar, sem kom- andi kynslóðir bera gæfu til að njóta. Eg hefi aldrei kynnzt neinum manni, sem unnið hefir nokkrar hetjudáðir á almennan mæli kvarða, en ég hefi kynnzt fjölda mörgum konum og körlum, sem ég hika þó ekki við að telja hetj- ur. Eg þekkti eitt sinn gamla konu Hún var búin að ljúka löngu og miklu dagsverki, þegar ævikvöld ið kom. Hún var búin að ala upp mörg börn og meðal annars átti hún son fátækan, er hafði fyrir mörgum börnum að sjá. Kraftarnir.leyfðu nú ekki leng ur neina vinnu, en syninum fá- tæka vildi hún hjálpa, og það gerði hún með þeim hætti, að hún dró af matnum sínum, þegar þess var kostur, og sendi hann til fátæku sonarbarnanna, þegar ferð féll. Hún drakk kaffið sitt sykurlaust, en safnaði sykur- molunum og sendi þá sömu leið- ina. Þetta var ein hin kærleiksrík- asta kona, sem ég hefi þekkt, og eru þær þó margar og víðar. — Þessa konu set ég á bekk með Helgu Haraldsdóttur og Auði Vésteinsdóttur, þótt hún ynni engin sambærileg þrekvirki. Myndu þær ekki verða marg- ar íslenzku alþýðukonurnar, sem myndu hækka og stækka í augum okkar, ef við þekktum kjör þeirra og hvernig þær bregð ast við þeim, og myndi það vera nokkur- stétt í landi voru, fyrr eða síðar, er þjóðfélagið standi í meiri þakkarskuld við en þess ar íslenzku alþýðukonur, þessar nafnlausu hetjur, sem í yfirlæt islausri þögn, og oft umkomu- leysi, hafa byggt upp grunn samfélagsins án viðurkenning- ar og án þakka? Jón Ttrausti hefir á ógleyman- legan hátt reist þeim óbrotgjarn an minnisvarða, þessum nafn- lausu alþýðukonum í öllu sínu umkomuleysi og mikilleika í senn. Halla í Heiðarhvammi er glæsilegur fulltrúi íslenzkra al- jýðukvenna, sem verður stærst lega starsýnast á hin stóru nöfn og ógleymanlegust í hinum mestu erfiðleikum. En Halla í Heiðarhvammi er ekki aðeins hin íslenzka alþýðukona. Hún er ímynd þeirrar þrautseigju, trú- mennsku, en- jafnframt þess stórlætis, sem hefir orðið þess valdandi, að íslenzka þjóðin hef ir aldrei gefizt upp. Eg efast um, að saga hinnar íslenzku alþýðu- konu hafi nokkurn tíma verið verið skráð af meiri skilningi og þekkingu en Jón Trausti hefir gert í Heiðarbýlissögum sínum Fyrir nokkrum áratugum var fjölmenn stétt í þessu landi, sem nú er að hverfa með öllu, en það voru hinir svonefndu vinnu- menn og vinnukonur. En það var eins og kunnugt er verkafólk, sem var á sama heimilinu. Sum- ir, sem mesta tryggð sýndu þess um heimilum, sáu þar fleiri en eina kynslóð koma og hverfa. í æsku minni kynntist ég nokkr- um konum og körlum úr þessari stétt, og eftir því sem árin hafa liðið, hefi ég betur kunnað að meta þetta fólk. Það hefir stækk- að í augum mínum og vaxið að manngildi. Nöfn þessara karla og kvenna komust aldrei í blöð- in. Þau unnu, engin stórvirki á almennan mælikvarða. Þau lifðu alla ævi í þögn án nokkurrar op- inberrar viðurkenningar. Heim- ur þeirra var eldhúsið, fjósið eða beitarhúsin, en ég efast um, að nokkur þjóðhöfðingi eða hefðar- maður í hinum æðstu sætum þjóðanna þyldi samanburð við þetta óbrotna alþýðufólk að þegnskap og trúmennsku við all- ar skyldur lífsins. Þessar ó- þekktu hetjur hversdagslífsins, voru á sínum 'tíma salt þjóðfé- lagsins, því að sé það nokkuð sem öðru fremur gerir þjóð sterka og hamingjusama, þá er það þetta að allir þegnar hennar geri skyldu sína. — Sú dyggð er móðir allra annarra dyggða. Einhver myndi á nútímamáli nefna fólk þetta hina kúguðu stétt, og stundum, ef til vill, með einhverjum rétti. Eg efast þó um, að verkafólk nútímans lifi heilbrigðara og farsælla lífi. Og án þess að á nokkurn sé hallað, efast ég um, að það hverfi með stærjra pund yjfir landamærin miklu, og ég efast loks um, að það greiði ættlandi sínu betur uppeldisskuldina en þessir trúu þjónar hins liðna tíma gerðu, en með því áliti er ekki verið að kasta neinum steinum að verkalýð nútímans. Eg hefi oft hugsað um það, hve komast mætti hjá miklu böli í heiminum, ef þeir, sem völdin hafa og ýfirtökin í þjóðfélaginu, væru svolítið örlátari á réttmæta viðurkenningu fyrir vel unnin störf, ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði. Auk þess sem slík viðurkenning er einn hinn mesti aflvaki bæði í lífi einstakl inga og þjóða, myndi hún brúa Dað djúp óvildar, tortryggni og jafnvel h'aturs, sem ríkir á milli Deirra, sem vinna og veita vinnu. þróttamaðurinn, sem er að ceppa að marki, veit, hvaða gildi Dað hefir að fá viðurkenningu og hvatningu. Glöggur og reynd- ur kennari veit, hve máttugt uppeldismeðal það er að veita réttmætá viðurkenningu fyrir það, sem vel er gert. Það hefir hjálpað mörgum nemanda til að komast yfir þröskuld, sem hon- um áður fannst óyfirstíganlegur. Eg veit ekki, hvort hin harð- vítuga, pólitíska flokkabarátta eða einhver stirðbusaskapur í skapgerð okkar veldur því, að við íslendingar eigum ákaflega erfitt með að viðurkenna nokk- uð það, sem vel er gert. Þegar við höfum ekki ástæðu til að finna að, þá þegjum við. það er okkar viðurkenning. Þessi þumb araháttur er búinn að drepa á- hugann hjá mörgum nýtum starfsmanni í æðri sem lægri stöðum þjóðfélagsins, og hann á eftir að orka seiðdrepandi á marg an áhugamanninn, hvort held- ur það er maður, sem vinnur and leg störf, eða verkamaður við hin daglegu störf þjóðfélagsins. — Á heimili, þar sem húsbóndinn þakkar aldrei starf hjúa sinna, verður aldrei vel unnið. — í kennslustofu, þar sem sjaldan eða aldrei er lofuð frammistaða nemendanna, skapast aldrei vinnugleði eða skólahugur og þjóðfélag, sem lætur lof eða last vera bundið við pólitíska flokks- þjónustu, eignast fáa þegnskap- armenn. Slíkt er skipulögð skoð- anakúgun og hættulegri viður- kenning en sjálf þögnin. — Þar verður allt starf bundið við pen- inga, metorð og allskonar hlunn indi. Það er undarlegt, hvað við erum sparir á réttmætt þakklæti og viðurkenningu, og þó kostar það ekki neitt. Stundum þó ef til vill það að brjóta af okkur viðj- ar einhverra hleypidóma og þurrka ofurlítið af pólitískum gleraugum okkar. En vanþakk- lætið og þögnin eru miklu dýr- ari, því að þau draga úr afköstun um á öllum sviðum þjóðfélagsins og ala upp eintóma miðlungs- menn, eða minna en það. En ég var að tala um hetjurn- ar. Eg þekkti eitt sinn mann, sem árum saman þjáðist af sjúkdómi, er hann vissi, að var ólæknandi. Eg dáðist að sálarró hans og æðruleysi. Jafnvel þeir, sem voru heilbrigðir og áttu við með læti að búa, gátu sótt til hans styrk og þor. Hann gat brosað í sínum líkamlega vanmætti, þeg- ar aðrir æðruðust út af smámun um. Sál hans var hert í deiglu erfiðleika og þjáninga. Þennan mann set ég á bekk með Þor- móði Kolbrúnarskáldi, sem dró örina glottandi út úr brjósti sínu. Fáir þekkja sögu þessara nafn- lausu hetja, sem berjast á víg- stöðvum sjúkdómanna, Sjúk- dómarnir eru heimsböl, en jafn- vel í skjóli þeirra skapast hetj- ur, sem geta fyllt börn meðlæt- isins aðdáun. Söguöld vor íslend inga er rík af hetjudáðum. Yfir þeirri öld hvílir glæsilegur frægðar- og hetjuljómi. En það er mikið vafamál, að fleiri hetj- ur hafi verið uppi á söguöld en jafnvel svartasta niðurlægingar- tíma þjóðarinnar. 1 hinum mikla nafnlausa val þeirra, sem fallið hafa í baráttunni við ís og hung- ur, eld og kulda, áþján, nauðir svartadauða, hvílir mörg hetjan, sem engar sögur fara af. Við göngum á kumblum þess- ara kynslóða með þeim óljósa grun, að þarna hvíli kúgaðar og lítilsigldar kynslóðir, og þökk- um ef til vill hamingjunni fyrir, að við erum ekki eins og þessir voluðu forfeður okkar. En: “Vittu, þótt heimskinginn hræki á þann svörð, þar Hjálm- ar frá Bólu er grafinn í jörð, að konungur liggur þar liðinn”. — Undir þessum grónu kumblum hvílir mörg hetjan, margur nafn laus konungur í nafnlausu ríki. Án þrautseigju og hetjulund- ar þessara nafnlausu forfeðra okkar værum við nú í dag ekki sjálfstæð menningarþjóð. — Svo órjúfandi böndum er nútíðin tengd fortíðinni, og hver einasta þjóð, sem slítur þau bönd, sem tengja hana við fortíð sína og sögu, verður útlendingur í sínu eigin landi. Fornaldardýrkun, sem veldur því, að menn horfa miklu meira aftur en fram getur að vísu orð- ið að sjúkdómi, en saga og reynsla fortíðarinnar er þó sá eini grundvöllur, sem hver þjóð verður að byggja menningu sína og tilveru á. Og þó er megin- hluti sögunnar óskráður, saga hins óþekkta hermanns. Hirð- stjórar og höfuðsmenn, biskupar og prestar, þeir voru ekki sjálfir þjóðin, þótt margir þeirra ynnu mikið og gott menningarstarf. Þjóðin var hinn nafnlausi fjöldi sem vann hörðum höndum að framleiðslu verðmætanna. — Það er til standmynd í einu listasafni Parísarborgar, sem þessi saga er um: Eitt sinn, þegar listamaðurinn var að vinna við myndina, kom svo mikið frost, að hann óttaðist að myndin yrði ónýt, en hann hafði ekki ráð á að kveikja upp í vinnustofu sinni. Með því að myndin var nú fullgerð, en leir- inn ekki fullþurr, tók hann sæng urföt sín og vafði þeim um mynd ina til að verja hana frostinu. Næsta morgun fannst lista- maðurinn helfrosinn í rúmi sínu en listaverkinu, lífshugsjón hans var borgið. Þessi maður var meiri og göf- ugri hetja en samlandi hans, Napóleon mikli, þótt hann með blóðugu ofbeldi gæti lagt undir sig mikinn hluta Evrópu. Þessi saga um lietamanninn leiðir hugann hingað heim til Is- lands aftur. Hún minnir á aðra hetjudáð, sem unnin var af ís- lenzkum manni. — Eitt sinn var Guðmundur Arason, síðar biskup, á ferð vest ur yfir Heljardalsheiði um há- vetur og var að fara á fund Brands biskups á Hólum. Margt manna slóst í för með honum að vanda, bæði karlar og konur. En þegar upp á heiðina kom, skall á blindhríð með hörkufrosti. Eftir ráðum Guðmundar var þá snúið við, og varð það til að bjarga lífi m^rgra, en þó tvístraðist hópur- inn, og sumir urðu úti. — Með Guðmundi voru tveir lærisvein- ar hans, börn að aldri, og tvö stúlkubörn. Annar sveinninn lenti í vatni og kól til bana á skammri stund. Önnur litla stúlk an gafst upp, en þá fór Guðmund ur úr kyrtli sínum, vafði utan um stúlkuna og gróf hana síðan í fönn. Nokkru síðar gáfust einn ig hin börnin tvö upp. Guð- mundur lagðist þá niður með þau í faðminum og vafði um þau klæðum sínum, en allir aðrir reyndu að komast til bæja og bjarga lífi sínui Daginn eftir var komið að leita þeirra. Var þá sveinninn andaður í fangi Guðmundar, en báðar stúlkurnar voru lifandi og óskemmdar. Sagan gerir sums staðar frem- ur lítið úr karlmennsku og hetju lund Guðmundar biskups Ara sonar. En á Heljardalsheiði birt ist hann sem hetja. Menn geta unnið hetjudáðir fyrir margra hluta sakir. Sumir vinna þær fyrir metnaðar sakir, t. d. ganga á kaðli yfir Nigara- fossinn. En það er aðeins eitt, sem gerir menn að sönnum hetj- um: það er ást á hugsjónum, ein- staklingum eða ættjörðinni. Það er kærleikur í einhverri mynd. Eg býzt ekki við, að Guðmund- ur Arason hefði reynzt frábær hermaður á vígvelli, en sú mikla og heita glóð, sem vermdi allt hans dapra líf, var fórnarlundin og kærleikurinn, og það var sú innri glóð, sem kom honum til að bjóða dauðanum byrginn úti í íslenzkri , öræfastórhríð til að bjarga tveimur barnslífum. “Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpuð”, segir Einar Bene- diktsson einhvers staðar. Hetj- urnar í ríki friðarins stefna eftir því vegabréfi, en ekki eftir nein um járnhörðum skipunum. Þær spyrja ekki um gróða eða tap, ekki peninga, metorð né mann- virðingar. Við höfum átt og eigum enn marga karla og konur með hug- arfari Guðmundar góða, en þó óttast margir, að þessi gullforði okkar sé að ganga til þurrðar að sama skapi sem krónunum í landi okkar fjölgar. Margir ótt- ast, að við séum að ala hér upp þjóð, sem leggur mælikvarða peninganna á flesta hluti. Með Gullveigu hélt óhamingjan inn- reið sína í ríki guðanna. Pening arnir eru góðir þjónar, en hættu legir húsbændur, og í ríki pen- inganna, ríki eigingirninnar fæð ast engar hetjur. Það, sem einkennir mjög hina síðustu tíma, er óvenjulega skjót röð stórfenglegra atburða. Mann kyn allt spyr með eftirvæntingu: Hvað kemur næst? Ungir og aldn ir hlusta með eftirvæntingu og oft kvíða eftir hinum stórbrotnu tíðindum að utan. Það er eins og einhver ómótstæðilegur kraftur togi hugina í eina átt, út á við Ekkert þykir fréttnæmt, sem gerist hið innra. Þeir atburðir, sem þar gerast, eru svo smáir, að þeir hverfa í skugga hinna. Eg veit ekki, hvort menn hafa gert sér grein fyrir þeirri menningar- legu hættu, sem hér er í uppsigl ingu. Líf manna er samanslung- ið úr óteljandi smámunum, hversdagslegum atburðum og hversdagslegum skyldum, og það er ekki hægt að hlaupa frá þeim, án þess að eyða verði í þá þróun, sem mannlegu lífi er ætl- að að taka, og ég held, að það þurfi engan spámann eða sjáanda til að verða þess var, að þessi flótti hugans út á við er farinn að losa um mörg bönd, sem áður voru traust. Lítilsvirðing á smá- mununum er upphaf rótleysis. — Sá, sem kann ekki að meta augna blikið, lærir aldrei að fara vel með tímann. Maðurinn, sem fyrir lítur eyrinn eða krónuna, kann aldrei með fé að fara. Maðurinn sem fyrirlítur hin smærri hlut- verk og skyldur, er ekki líkleg- ur til að verða trúr hinum stærri. Og ég verð að segja, að ég óttast, að sú kynslóð, sem nú er að alast upp, sé einmitt að mót- ast af þessu viðhorfi til líðandi stundar. Stóru atburðirnir geta verið eins og nokkurs konar krydd á hversdagsleikann, en hið einfalda og óbrotna líf er nú samt, þegar öll kurl koma til grafar, hið eftirsóknarverðasta í öllum sínum einfaldleik og fjöl- breytni í senn. Lífið fær ekki ljóma sinn og gildi að utan. Það fer eftir því, með hvers konar augum við horfum á dásemdir þess. Þess vegna verðum við að varðveita hina innri sýn okkar, ekki síður en hina, sem út á við snýr, ef við eigum ekki að bíða við það menningarlegt tjón. Og eitt er víst: Menning okkar og farsæld, siðmenning framtíð- arinnar, verður að miklu leyti komin undir því, hvaða mat við leggjum á þessa hluti. Hvaða mat við leggjum á manngildið. Hvaða mat við leggjum á hetjulundina. Á meðan almenningur hyllir her mennsku og herfrægð, verða til stríð, með allri þeirri bölvun, sem þeim fylgir. Á meðan öll á- róðurstæki þjóðanna keppast við að gera þá menn að mestum hetj um, sem flestum mannslífum granda, er kynt undir glóð ó- friðar og blóðsúthellinga. Á meðan við íslendingar hugsum í stéttum og flokkum, og viður- kennum það eitt vel gert, sem flokksmaður okkar gerir, rækt- (Frh. af hls. 3) KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyTÍr hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.