Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 1
 PHONE 21374 4 ^jð^e ^^dcrets ^oíUvG^ L0-^ntt S l A Complele Cleaning totð ^ „o fltt' Inslilulion PHONE 21 374 io^ fVettt'<!TS ;dererS gfoS?0® Xjtttt A Complele Cleaning Insliiuiion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 22. JÚLÍ, 1948 NÚMER 30 ’ Flokksþing Demokrata velur Truman að merkisbera Senator Alben Barkley varaforsetaefni Flokksþing Demokrata hófst í Philadelphíu á mánudaginn þ. 12. þ. m., og stóð yfir í þrjá daga; megin verkefni þingsins var, að velja forsetaefni flokksins, varaforsetaefni, og semja nýja stefnuskrá, sem nokkur von væri um að fyndi náð í augum kjósenda; að því er blaðafregnir herma, var þing þetta að meira og minna leyti, auðkent af ósam- ræmi frá upphafi til enda. Suð- urríkin voru bálreið við Tru- man yfir því að hann vildi rétta hlut Negranna; að þessu kvað svo ramt, að þingfulltrúarnir frá Alabama gengu af fundi; um val forsetaefnis var lítið rætt. Tru- man forseti hlaut útnefningu við fyrstu talningu, og sama var um meðreiðarsvein hans að segja, Senator Alben Barkley sjötugan; en hvað sem svo um Mr. Truman má segja, virtist það einstætt, að flokksþingið hafði ekki upp á annan betri að bjóða; er riú auðsjáanlega tlla komið fyrir þessum sögufræga, ameríska stjórnmálaflokki, er í samtíð vorri átti öðrum eins hugsjónamönnum á að skipa eins og þeim Woodrow Wilson og Franklin D. Roosevelt. Brezkur blaðamaður, sem við- staddur var áminst flokksþing, kvað alt sem þar fór fram, hafa mint sig á óvenju dapurlega út- fararathöfn. Lœtur af forustu Mr. John Bracken leiðtogi íhaldsflokksins í Canada, hefir látið af flokksforustu vegna heilsubilunar; á flokkurinn því ekki annars úrkosta en kveðja til flokksþings við fyrstu hentug leika og velja sér nýjan leiðtoga; sagt er að helzt komi til mála þeir George Drew forsætisráð- herra í Ontario eða Joþn Diefen- baker sambandsþingmaður fyrir Lake Centre kjördæmið í Sask- atchewan. Líklegt þykir að á- minst flokksþing verði háð í Winnipeg. Þann 15. þ. m., lézt á hermanna spítala í Washington, D. C., General John J. Pershing, sá er hafði með höndum forustu amer- íska hersins í fyrri heimsstyrj- öldinni frá 1914—1918. Hann var 87 ára að aldri. General Pers- hing var mikilhæfur maður, og naut almennra vinsælda, jafn- vel utan herþjónustu sem innan; hann var lagður til hinstu hvíld- ar í þjóðgrafreit Bandaríkjanna, Arlington Cemetery, að við- stöddu miklu fjölmenni. Kveðjusamsœti Síðastliðið mánudagskvöld efndi Þjóðræknisfélagið til kveðjusamsætis fyrir séra Eirík S. Brynjólfsson og frú hans Guð- rúnu, sem nú leggja af stað á- leiðis til íslands í dag. Séra E. H. Fáfnis forseti íslenzka lúterska kirkjufélagsins, flutti borðbæn. Séra Philip M. Pétursson forseti Þjóðræknisfélagsins, hafði veizlu stjórn með höndum; ávarpaði hann heiðursgesti fögrum hlý- yrðum og þakkaði þeim ljúfa samvinnu. Mr. J. J. Bildfell á- varpaði og heiðursgesti nokkr- um velvöldum orðum og afhenti þeim að gjöf frá Þjóðræknisfé- laginu, alla árganga tímarits íélagsins í vönduðu skraut- bandi. — Séra Eiríkur þakkaði fyrir hönd sína og konu sinnar gjöfina og hið myndarlega samsæti, og bað Þjóðræknisfélaginu og Vest- ur-íslendingum í heild, blessun- ar í framtíð allri. — Lögberg árnar séra Eiríki og fjölskyldu hans góðs brautargengis. Skotið á leiðtoga í vikunni, sem leið, var skotið á foringja kommúnistaflokksins ítalska, Palmiro Togliatti, er hann var að ganga af þingfundi í Róm; særðist hann allmjög og var fluttur á sújkrahús; í fyrstu var honum naumast hugað líf, en nú er talin nokkur von um að hann komist til heilsu; ung- ur lögfræðinemi frá Sikiley, var valdur að áverkanum; árásin á Mr. Togliatti leiddi til verkfalla vítt um landið, sem lauk þó brátt, með því að hinn særði leiðtogi skoraði á fylgismenn sína að taka þegar upp vinnu. Minni Islands ST. G. STEPHANSSON Gamla ísland, ættland mitt, Ægi girt og fjöllum. Rétt að nefna nafnið þitt nóg er kvœði öllum! Hljómar innstu óma þá allra ræktar-tauga, stolt og vonir víxlast á — vöknar nærri um auga. Árdags-sólu opnast nýtt útsýni, er hækkar — við að fara frjálst og vítt föðurland manns stœkkar. Hillir úti upp úr sæ ættjörð gleggst við sonum, bernsku minning blíðkast æ, birtir yfir vonum. Legg þú auðna ár og frið íslands ver og grundum. Hitt veit enginn eins og við, að oss langar stundum. Hörpu að lokka Oreif af, inn á frónska móa syngja austur yfir haf akra vora og skóga. Æsku-systkin, ástarþökk, — af þó legðust fundir — fyrir orð og atlot rökk, ótal glaðar stundir! Feðrum, sem að framtak oss festu í skapi ungu, mæðrum, sem við kvæði og koss kenndu oss þessa tungu. KVEÐJA OG ÞAKKIR Þegar við hjónin ásamt sonum okkar, hverfum héðan eftir rúm- lega ársdvöl, þökkum við ógleym anlega vinsemd og gestrisni í orði og verki. Starfið í Fyrsta Lúterska söfn- uði, hefir verið mjög ánægju- legt, og samvinnan við safnaðar- nefndina, djáknanefndina, söng- stjóra, organista, söngflokka og umsjónarfólk kirkjunnar, gat ekki betri verið. — Safnaðar- fólkið tók fagran þátt í kirkju- lífinu og mikið og göfugt var starf kvenfélaganna. Og ekki gleymist Sunnudagaskólinn, æskulýðsfélagið og bræðrafé- lagið — the Men’s club. Guð blessi söfnuðinn, safnaðarstarf- ið og ágætan og frjálslyndan sóknarprest, er hann nú kemur heim eftir göfugt, farsælt og mikið starf heima á íslandi. Víða var ferðast um íslenzkar bygðir, allt vestur á Kyrrahafs- strönd; guðsþjónustur fluttar og erindi um Island, hag þess og menningu. Alsstaðar var okkur tekið með vinsemd, hlýleika og frábærrí gestrisni. Fjöldi fólks, sem ann af hjarta íslandi og öllu, sem íslenzkt er, hefir hlustað með hrifningu á góðar frétfir um framfarir og batnandi hag íslenzku þjóðarinnar. — Blómlegar byggðir og fögur heimili höfum við séð, framtak, menningu og manndóm. Alt geymist þetta í ljúfum minning- um. — Gott hefir verið sam- starfið og lærdómsríkt við prest- ana innan Kirkjuíélagsins og utan. Allir hafa þeir verið okk- ur eins og beztu bræður. Samsæti ’ var okkur hjónum haldið af Fyrsta lúterska söfnuði, stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- iris og prestafélagi Kirkjufélags- ins. Voru okkur þar færðar dýrmætar gjafir, ræður fluttar og kvæði. — Ótal margar ánægju stundir höfum við átt í vina- fagnaði á heimilum kærra vina í Winnipeg og víðsvegar í land- inu. Fjölmargir hafa gefið okk- ur fagrar gjafir til minningar um dvöl okkar hér, og munu þær ævinlega verða okkur undurkær ar. — Þetta allt og ótal margt annað, alla vinsemd auðsýnda ungum sonum okkar, fyrirbænir og blessunaróskir, þökkum við af hjarta. — Við biðjum Guð að blessa ykkur öll og varðveita, í fögru og frjósömu og sólríku landi. — “Vegir skiljast”. En vináttu- bönd hafa verið tengd. Oft munu hugir okkar hverfa King- að og minnast svo margs með ánægju og þakklæti. Guð blessi þau bönd, er tengja saman íslenzkt fólk hér og heima á íslandi, og gefi að þau megi vaxa og styrkjast. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur bjarta framtíð í vaxandi farsæld lands og þjóðar. Lifið heil Guðrún Guðmundsdóttir. Eiríkur S. Brynjólfsdóttir. Frá vinstri til hægri: Björn, National Broad casting Co., Washing- ton; Hjálmar, einn af ritstjórum Minnepolis Tribune, Gunnar B. Björnsson, fyrrum rit- stjóri Minneota Mas- cot, Valdimar meðrit- stjóri St. Paul Dis- patch-Pioneer og út- varpsþulur og Jón, er starfar hjá miklu aug- lýsingafélagi í Min- neapolis. Gunnar B. Björnson og fjórir synir — Aðalsmenn í ríki blaðamenskunnar Síðastliðinn föstudag sæmdi ritstjórafélag eystri bygða Min- nesota-ríkis þá Gunnar B. Björns son fyrrum ritstjóra -og sonu hans fjóra, sem allir eru blaða- menn, “honorary degress”, eða heiðursskírteinum fyrir framúr- skarandi hæfileika og starfsemi á vettvangi blaðamenskunnar; eiga þeir sérstöðu í þsesu efni, og mega réttilega teljast aðalsmenn í sínum verkahring. Það er jafnan gott til þess að vita, er góðu fólki fjölgar í mannheimi, því í því tilfelli er góð vísa sjaldan of oft kveðin; nú eru barnabörn þeirra Gunn- ars B. Björnssonar og frú Ingi- bjargar orðin tíu; þann 10. apríl fæddist Valdimar og frú Guð- rúnu önnur dóttir þeirra, er nefnd var Kristín RannVeig; þann 24. júní eignuðust þau Björn og frú hans dóttur, sem Eileen Erin heitir, og hinn 15. þ. m. fæddist þeim Jóni og Matt- hildi sonur, er nefndur hefir verið Jón Ragnar. Ritstjóri þessa blaðs sem er náinn vinur Björnsson-fjölskyld unnar, fagnar yfir þeirri sæmd, sem þeim Bjömsson-feðgum hefir maklega fallið í skaut; en honum gengur illa að átta sig á því, hvers vegna systurnar, þær Helga og Stefanía, voru settar hjá, því honum skilst að þær séu í engu eftirbátar strákanna, nema síður væri. Hér fer á eftir ritstjórnargrein um þá Björnsson’s feðga úr sunnudagsútgáfu blaðsins Min- neapolis Tribune: Honors for Seven, Including ihe Bjornsons The First District of the Minnesota Editorial association honored seven Minnesota news- paper men Friday at Owatonna in its amiable tradition. One was J. C. Morrison, editor and pub- lisher of the Morris Tribune for more than 50 years. Another was Harry Rasmussen of the Austin Daily Herald. And then there were five members of the almost fabulous Bjornson family which has been leaving its com- petent mark on Minnesota jour- nalism for more than 40 years. Gunnar Bjornson and his four sons have become one of the pleasantest of the state’s news- paper legends over that period. From the turn of the century until 1944 the Minneota Mascot in Lyon cóunty was the Bjornr son family’s pride and joy. Gunnar pioneered, but his four boys followed along the Mascot trail with a zest and eagerness that warmed his heart. Hjalmar and Valdimar set type by hand. Later on Bjorn was to master the mysteries of the Linotype machine. Jon, the youngest, proved an apt pupil in the Mascot school. In all five of the Bjornsons there was a deep pride in the Minneota community, and a fine sense of editorial responsibility to it. They wrote well; they maintained high standards of professional integrity; they read avidly, with a sharp hunger for good books. But this is too much in the past tense. While the Bjornsons are no longer functioning as a family team upon the Mascot, they are still very much a family newspaper phenomenon whose roots run deep into tF»t Min- neota weekly. The Tribune has a special interest in the Bjornson family, for three of the sons have written for it, and one of them, Hjalmar, is now a member of its editorial page staff. It must also confess to a rather generous measure of awe and admiration for Mrs. Gunnar Bjornson, who has never been daunted by having five news- papermen in one family, and whose pride and patience, under s u c h extraordinary circum- stances have been unlimited. Minnesota’s rural press has many distinguished graduates, and many distinguished present members. The Bjornsons, father and sons, are practically a “must” on any roll of honor, and so are J. C. Morrison and Harry Ras- mussen. They have all helped to fashion a newspaper tradi- tion in Minnesota which is sinewy and stout and honest. The good wishes of hundreds of their friends, associates and neighbors must have gone with them Friday night. They are a credit,4surely, to their state and their profession.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.