Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚLÍ, 1948 Or borg og bygð Buses frá Winnipeg og Gimla á íslendingadaginn 2. ágúsl, n.k. Þau taka fólk á eftirgreindum stöðum kl. 9 og kl. 10 að morgn- inum, miðað við fljóta tímann: 1. Valor Road og Sargent 2. Dominion og Sargent 3. Arlington og Sargent 4. McGeé og Sargent. Notið tækifærið. Margir hafa undanfarið kvartað undan að Buses hafa ekki verið fengin undanfarið. Notið þau nú. — Ef ekki, þá verða þau ekki fengin oftar og þá þýðir ekki að kvarta við nefndina um það. Munið einnig, að inngangur í garðinn er seldur með farmiðunum og munið, að fargjaldið er $2.10 og aðgöngumiðar í garðinn 50 sent fyrir fullorðna en frítt fyrir börn innan tólf ára. Miðasölu með Buses verður lokað föstudaginn 30. júlí. —• Síðasta Bus fer frá Gimli kl. 12 á miðnætti. Miðar til sölu í Björnssons Book Store, 702 Sargent Avenue og The *Elic- trician, 685 Sargent Avenue. ♦ Mr. Bjarni Kolbeins, er ný- lega kominn hingað til borgar, ásamt frú sinni, úr heimsókn frá íslandi; komu þau hjón hingað til lands með S. S. Tröllafossi; þau dvöldu heima síðan í ágúst mánuði í fyrra, að undantekinni mánaðardvöl á Englandi, en þar er frú Kolbéins fædd. — Bjarni kom hingað vestur um haf 1913, fór brátt til Vancouver og þar hefir hið rausnarlega og gest- rsina heimili þeirra hjóna jafn- an staðið. Bjarni er Húnvetn- ingur að uppruna; þau hjón höfðu ósegjanlega ánægju af dvölinni á íslandi; þau dvöldu hér í borginni í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. Ásmundur P. Jóhannson, en eru nú lögð af stað vestur til hinnar fögru Kyrrahafsstrandar. ♦ Ungfrú Hrefna ólafsdóttir frá Knarrarnesi í Vogum kom til borgarinnar í fyrri viku, í stutta heimsókn; hún starfar í þjón- ustu sendiherra-hjónanna, Hon. Thor Thors og frú Ágústu Thors, Washington. — Ungfrú Hrefna á ættingja í Minnedosa og brá sér þangað í kynnisför. •f Frú Kristrún Sigmundsson frá Arlington, Virginia, er ný- lega lögð af stað til íslands í tveggja mánaða heimsókn; hún er fædd og uppalin í Reykjavík, systir Sveins prentara Oddsonar hjá The Viking Press Ltd., hér í borg og þeirra OddsoA-bræðra; frú Kristrún er hin mesta ágætis kona, og var því viðbrugðið, hve rausnarlega hún jafnan tók á móti íslenzku námsfólki, er til Bandaríkjanna leitaði meðan á stríðinu stóð; hún fór heim með Tröllafossi, hinu mikla og fagra skipi Eimskipafélags Islands. f Magnús Markússon skáld er nýfluttur frá Ste. 24 Dorothy Apts., og á nú heima að 704 Langside Street. Sími 88 118. Nú er fullráðið að Dr. Richard Beck flytji ræðu á sunnudaginn kemur við afhjúpun á minnis- varða Jóhanns Magnúsar Bjarna sonar skálds, sem fram fer í Elfros. •f . Frú Jónasína Jóhannesson, sem um langt áraskeið hefir átt heima á Simcoe Street, og er vinmörg hér í borg, lagði af stað vestur til Burnaby, B. C., á laugardaginn 'var, og ráðgerði að dvelja þar framvegis hjá dóttur sinni og tengdasyni. -f Jón Valdimar Eylands, sonur þeirra séra Valdimars og frú Lilju Eylands, sem dvalið hefir árlangt á íslandi, ásamt foreldr- sínum og systkinum, kom hingað flugleiðis aðfaranótt síðastliðins sunnudags; bar hann landi og þjóð söguna hið bezta. Séra Valdimars og fjölskyldu mun von hingað frá New York þann 27. þ. m. -f Síðastliðið fimtudagskvöld varð Gísli Markússon Blöndal fyrir bifhjóíi, er maður að nafni Arthur G. Reynolds ók: og beið Gísli bana af árekstrinum; slysið vildi til á mótum Arlington og Home stræta, og var Gísli þá á heimleið úr byggingu þjóðrækn- isfélagsins á Home Street, þar sem áður var Jóns Bjarnasonar skóli, en þar skemti hann sér tíð um við spil á kvöldin. Gísli var 82ja ára að aldri, hæglátur og vinsæll maður; hann var föður- bróðir óperusöngkonunnar víð- kunnu, Maríu Markan-östlund hann lætur eftir sig þrjár dætur, og er ein þeirra Mrs. R. Bowley. Útför Gísla fór fram síðastliðinn þriðjudag. -f Ungfrúrnar, Guðný Halldórs- dóttir frá Reykjavík óg Elise Meygr frá Oslo, eru um þessar MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Guðsþjónustur í Fyrstu lút- ersku kirkju eftir sumarfríið, verða fluttar sem hér segir: — íslenzk messa sunnudaginn 8. ágúst, kl. 7 e. h. — Ensk messa sunnudaginn 12. sept., kl. 11 f.h. f Argyle presíakall Sunnudaginn 25. júlí, á 9. sunnud. eftir Trínitatis: Baldur, kl. 11 f. h. — Grund, kl. 2,30 f.h. — Glenboro kl. 7,00 e. h. — Séra E. H. Fáfnis prédikar við þessar þrjár guðsþjónustur. — Allir boðnir velkomnir. Eric H. Sigmar. , -f Gimli prestakall 25. júlí: Ensk messa að Gimli, kl. 11 f.h. — Messa að Húsavick kl. 2 e. h. — Allir boðnir og velkomnir. Skúli Sigurgeirson. Árborg-Riverton prestakall 25. júlí: Víðir, ensk messa kl. 2 e. h. — Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h. — 1. ágúst: Framnes, messa kl. 2 e. h. — Riverton, ís- lenzk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. f Ensk guðsþjónusta, ferming og altarisganga í Concordia- kirkju, sunnudaginn 25. þ.m., kl. I eftir hádegi. s. s. c. f Lúterska kirkjan í Selkirk Messa byrjar á ný sunnudag- inn, 8. ágúst. — Ensk messa kl. II árd. — íslenzk messa kl. 7 síðdegis. Fólk vinsamlega beðið að veita þessu athygli. S. Ólafsson. mundir staddar í borginni. Þær komu frá Berkley, California, þar sem þær hafa stundað nám við háskólann og eru á heimleið. Guðný er dóttir Halldórs Thor- steinssonar útgerðarmanns og konu hans frú Ragnhildar Péturs dóttir frá Háteigi, Reykjavík. — Ungfrúrnar eru til heimilis hjá Mr. Finni Johnson, meðan þær dvelja hér í borginni. f- Dáinn er að heimili sínu í Blaine, Washington, Áskell Brandsson, 72 ára gamall. Hann dó snögglega af hjartabilun. Var því fráfall hans vinum og vanda mönnum sárt og sviplegt harms efni. Hann nefndi sig ætíð Kela Brandsson og með því nafni var hann þektur. Hans verður nán- ar minst síðar. A. E. K. f Hinn 9. júlí andaðist að heim- ili sínu í Blaine, Ingibjörg Dorotea Erlendsdóttir, Kárason. Hún var fædd í Reykjavík, 14. marz, 1876. Foreldrar: Erlendur Hannesson og María Gísladóttir. Hún fluttist með mógur sinni til Canada 1900, að föður sínum látnum. Fluttist vestur að hafi 1905 og bjó fyrst á Pomt Roberts og síðar í Bellingham. Giftist 1907 eftirlifandi manni sínum, Guðbjarti Kárasyni, úr Stranda- sýslu. Þau eignuðust þrjá syni: Maríus Ágúst, dáinn 1937, mesta efnismanni, Halldór Karl, á kennaraskólanum í Bellingham og Erlendur Helgi, vinnur á inn-. flutninga- og tollgæzlu skrif- stofunni í Blaine. Meðal annara náinna skyldmenna eru Hall- dóra, Bertína, Hel'ga — Mrs. Fergusson og Jóhannes, öll systkini og búa í Vancouver, B.C. A. E. K. f Laugardaginn 17. júlí voru gef Manitoba Birds COWBIRD—Molthrus Ater Distinction. A small Blackbird, with short, sparrow-like bill. Male is jet black-with metallic reflections and a seal- brown head. Female is uniform ashy-brown, lighter on throat. Western females show a faint striping below that is less apparent in eastern specimens. Juveniles are simi- lar to females, but more light-buffy with many soft, brok- en, dark stripes below, and all feathers edged with buffy ochre. Field Marks. A small Blackbird, with dark eyes and short bill; no decided markings anywhere. Notes: a harsh rattle and a grating squeak. Nesting. Eggs laid in nests of other, usually smaller birds. Entirely parasitic. Once the foster-parents accept the in- truding egg they do not make any difference between it and their own. It hatches a few hours earlier than other eggs and consequently is stronger and is able to monopo- lize the food from, and finally hoist the rightful occupants from the nest. Economic Slalus. From a study of their food, Cowbirds would seem to be purely useful birds. They consume large amounts of weed seeds and harmful insects.and only small quantities of waste grain and wild fruit. However, as practically every Cowbird raised to the fledgling stage means the elimination of nestful of other Species, puts a different value on their activities. This space coniribuied by Shea'i Winnipeg Brewery Limiied MD212 in saman í hjónaband í Fyrstu Lútersku kirkjunni í Winnipeg, af séra Sigurði Ólafssyni, Gilberi Raymond Tryggvi Ámundsson, Selkirk, Man., og Guðrún Elanor Olive Johnson, sama staðar. Við giftinguna aðstoðuðu Mrs. Helga S. Gregory, og Mr. Clifford S. Ámundson, bróðir brúðgumans. Meðan á skrásetningu stóð sungu þær Mrs. Th. Thorvaldson og Mrs. Gíslason. Brúðguminn er sonur hjónanna Ágúst Ámund son og Stellu May Stefánson, sem bæði eru dáin. Brúðurin er dóttir Mrs. Clöru S. Johnson, Selkirk og látins eiginmanns hennar, Oliver J. Johnson. Að giftingar athöfn afstaðinni, var setin vegleg veizla á Royal Alexandra hóteli af 60 vinum og vandamönnum. Þar sungu Mrs. Th. Thorvaldson og Miss Thor- valdson, og naut fólk þar ánægju legrar stundar frameftir kvöld- inu. — Frá Sumarbúðum Bandalags Lúterskra Kvenna Fyrsti hópur barna hefir nú dvalið í sumarbúðunum á þessu sumri. Börn á aldrinum 6—10 ára. Þennan tíma dvöldu nálægt sextíu manns, að starfsfólki meðtöldu. Miss Jennie Johnson kenslukona frá Winnipeg hafði aðalumsjón með öllu starfi og leysti það verk af hendi af mik- illi snild. Fimm konur frá Winnipeg höfðu á hendi alt starf í eldhúsi og borðstofu: Þær Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. G. Jóhanns- son, Mrs. J. Gillies, Mrs. V. Pelink og Mrs. Helga Johnston. Mrs. W. Olson, einnig frá Minni- peg var þar sem hjúkrunarkona. Miss Joyce Anderson, Winnipeg, er sundkennari sumarbúðanna fyrir sumarið. Þrír piltar og þrjár stúlkur voru leiðtogar Phone 21 101 ESTXRÍATBS FREE J. M. INGIMUNDS0N Asplialt Roofs and Insnlated Sidlng — Repairs 532 SIMOOE ST. Winnipeg, Man. — Councilors — eru þrír þeirra frá Selkirk og þrír frá Winnipeg. Alt þetta starfsfólk að sundkenn aranum undanteknum, gefur alt þetta starf. Sunnudaginn 11. júlí var gest- kvæmt í sumarbúðunum; voru þar ýmsir langt að komnir. — Guðsþjónusta var haldin kl. 2 e. h. Séra Kolbeinn Simundsson frá Seattle prédikaði. Var það innilegt gleðiefni að hann og börn hans þrjú voru stödd hér þann dag. Mánudagskvöldið 12. júlí var loka-samkoma þessa flokks. Vand að prógram undir umsjón Miss Johnson fór fram; æði fjölmenn hópur gesta var þar viðstatt. — Dáðust allir að, hve vel börnin leystu af hendi hlutverk sín. — 13. júlí fóru börnin heim og síð- an komu eldri unglingar og nýtt starfsfólk, sem einnig munu gefa sitt starf. — Bandalag Lúterskra Kvenna þakkar af hjarta öllum þeim sem gefa krafta sína og tírfra til þessa starfs, og biður að þeim megi verða það ríkulega endurgoldið. Ingibjörg J. Ólafsson. ♦ The Icelandic Lutheran Church was the scene of a wed- ding June 26th at 6.30 p.m., when Gudrun, eldest daughter of Mr. and Mrs. Th. Gudjon Bjornson, of Riverton, became the bride of James Chapman, son of Mr. and Mrs. George W. Chapman, of Winnipeg. Rev. E. Brynjolfson officiated. Wedding music was played by Mr. Lupton. Miss Gwen Patrick was soloist. The bride wore white satin and the bodice with a nylon yoke and lily point sleeves and a coronet of seed pearls held a fingertip veil. She carried Joan- na Hill roses. Miss Alice Bjornson, sister of the bride, was bridesmaid, and Robert Dryborough was best man. Ushers were Leo Beau- champ and Arthur Chapman. A reception was held at the St. Regis Hotel. Following a wedding trip to Kenora, Mr. and Mrs. Chapman will reside in Winnipeg. -♦- Þeir séra Egill H. Fáfnis kirkju félagsforseti frá Mountain, N.- Dakota, og séra Halldór E. John son ritari Þjóðræknisfélagsins frá Lundar, voru í borginni á mánudaginn. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar \,------------L----—----- The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James St. Phone 22 641 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 qents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ lslendináadaáurinn í GIMLI PARK MÁNUDAGINN, 2. ÁGUST, 1948 Forseti, STEINDÓR JAKOBSSON, Fjallkona Miss MATTHILDUR HALLDÓRSSON Hirðmeyjar, Miss SIGRID BARDAL og Miss SIGRÚN ADA THORGRÍMSSON Skemtiskrá hefst kl. 2 e .h. íþróttir byrja kl. 11 f. h. SKEMTISKRÁ: 1. O Canada 2 Ó, Guð vors lands 3. Forseti, Steindór Jakobsson setur hátíðina 4. La Verendrye hljómsveitin leikur, undir stjórn Mr. Henry Duyvejonck 5. Ávarp Fjallkonunnar, Miss Matthildur Halidórsson 6. Einsöngur, Mrs. Rósa Hermannsson, Vernon 7. Ávarp gesta 8. Einsöngur, Elmer Nordal 9. Minni íslands, ræða, séra Valdimar J. Eylands 10. Einsöngur, Mrs. Vernon 11. Minni íslands, kvæði. — Gunnar Sæmundsson 12. Einsöngur, Elmer Nordal 13. Minni Canada, ræða. — Mr. Norman Bergman 14. Einsöngur, Mrs. Vernon 15. Minni Canada, kvæði, Mrs. Lenora Jóhannson, Hilker, (J. J. Bildfell) 16. Hljómsveitin GOD SAVE THE KING Skrúðganga. Fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. Klukkan 6 Community söngur undir stjórn Paul Bardal. Kl. 9 dans á Gimli Pavilion. O. Thor- steinson Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í skemtigarðinn 50 cent fyrir fullorðna en frítt fyrir börn innan tólf ára. Gjallarhorn verða þau beztu. Sérstakur pallur fyrir gullafmælisbörnin og gamla fólkið á Betel. Hljómsveitin leik- ur að morgninum. Ágætar veitingar. Far með járnbraut er $1.75 fram og til baka. Vanalegar áætlanir. Buses fara frá Valour Road og Sargent kl. 8.40, Dominion og Sar- gent, Arlington og Sargent, McCee og Sargent kl. 9 f. h. til Gimli. Far $2.10 og miða verðu,r að kaupa fyrirfram í Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., eða The Electrician 685 Sargent. Miðasölu lokað 30. júlí, föstudag.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.