Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚLI, 1948 7 “Hvað er sannleikur Þannig spurði Pílatus forðum. í blaðinu Free Press birtist ritstjórnargrein 19. júní síðast- liðinn, eftir hinn merka rithöf- und Bruce Hutchison,' sem er einn af aðalritstjórum blaðsins. Hann hefir skrifað stórmerka bók, er hann nefnir: “The un- known Country” — Óþekta land- ið — og margt fleira. Greinin er nafnlaus, en sökum þess efnis, sem hún fjallar um, eða þó sér- staklega vegna hins: hvernig- hann fer með það, fanst mér þetta viðeigandi nafn. Og mér fanst greinin svo einkennileg og sérstök í sinni röð að hún væri þess verð að vera þýdd, og að mörgum myndi þykja gaman að lesa hana og athuga. — Þýðandi. Margir uppgjafa stjórnmála- menn, og ýmsir aðrir, sem ekki hafa sýnt miklar bókmentagáf- ur, hafa nú tekið sér það fyrir hendur að skrifa langar bækur um Franklin Roosevelt, fyrver- andi forseta Bandaríkjanna. En eftir því sem ég hefi bezt getað skýr fundið, sést þar hvergi mynd af Roosevelt. Aftur á móti leynir það sér ekki — þótt óviljandi sé — að myndin af hverjum einasta höf- undi sjálfum starir glögt og greinilega framan í lesandann — stundum jafnvel ógeðslega glögt, ef svo mætti að orði kveða. Síðastliðið ár hefi ég lesið og gagnrýnt sex bækur eftir þessa æfisagna-gutlara. Myndirnar, sem þeir mála eru allar skemti- legar, hver um sig, sérstaklega vegna vitleysanna, sem þær flytja. Miss Francis Perkins, sem var verkamálaritari í Roosevelts stjórninni og bókstaflega tilbað hann, og var þar að auki hand- genginn vinur Roosevelts fjöl- skyldunnar, reynir að mála hann eins og engil. En engillinn, sem hún málar er samt ekki Roose- velt, heldur er það Perkins. Þrátt fyrir ítrustu tilraunir getur hún ekki leynt því, sem Roosevelt að- allega brestur til þess að vera engill. Það sem hann brestur til þess, er það sama, sem lýsir hin- um ágætu jarðnesku og mann- legu eiginleikum hans. En Miss Perkins lýsir jafnframt sinni engilhreinu pólitísku sál. — Og þrátt fyrir það að hún mundi eindregið mótmæla þessu, þá er það augljóst í hverjum einasta drætti þeirrar myndar, sem hún málar: það er ómögulegt að þekkja Roosevelt í myndinni hennar Perkins, en Perkins er °g verður þar altaf auðþekt. Mr. Farley málar Roosevelt eins og nokkurs konar djöful, en þrátt fyrir allan eldinn og brenni steininn er Roosevelt í Farley- myndinni afar klaufaleg líking af djöfli. Hin meðfædda mannúð Roosevelts skín í gegnum' alt rauða blekið hans Farleys. Aftur á móti glápir myndin hans Far- leys sjálfs óþægilega glögg í gegn um alt málverkið: þar er stjórnmálagutlarinn í litla þorp- inu; þar er pólitíski smalinn og °g undirbúnings snatinn an þess að hafa nokkurn skilning á hin- um stærri og þýðingarmeiri málum; þar er maðurinn, sem Roosevelt gerði að manni, en sem þóttist hafa gert Roosevelt að manni. Þar er pólitíski vél- stjórinn, sem óx svo mikið. að hann komst ekki í sín eigin föt, ímyndaði sér að hann gæti stjórn að hinni stóru vél Bandaríkjanna á meðan stríðið stóð yfir. Það getur skeð að Mr. Farley sjái aidrei eftir því að hafa reynt að mála þessa mynd af Roosevelt; hitt er alveg víst að hann lifir það að iðrast eftir að hafa málað myndina af Farley. Höfundur þriðju bókarinnar, Mr. James Byrnes, reynir að vera hlutlaus þegar hann málar myndin aaf Roosevelt, en hann málar þar einmitt sjálfan sig með sömu litum — sem snjallan for- ingja og pólitískan leiðtoga, ein- lægan ættjarðarvin, strangheið- virðan mann, sem lagði heilsu sína í sölurnar við árangurslaus- ar tilraunir til þess áð reyna að leysa þá hnúta, sem hann mætti í utanríkismálunum, en sem hann skildi ekkert í. Þá er Mr. Cordell Hall; hann gerir sitt allra bezta, tekur nærri sér til þess að forðast sjálfs lýsingu á myndinni, sem hann málar af Roosevelt. En þrátt fyrir allar þær tilraunir skín hann sjálfur í gegn um þá mynd sem einn hinna sterku og stað föstu klettum vorra tíma. Og sama má segja um Stinson og Mr. Harry Hopkins, sem aldrei deildi við Roosevelt, eins og þeir gerðu báðir: Hull og Stin- son. Hopkins sýnir sjálfan- sig sem trúan og ábyggilegan undir- foringja, sem fyrrum hafði ætlað sjálfum sér að verða forseta, en lagði síðan heilsu sína í hættu fyrir leiðtoga sinn, og var ánægð ur með það, eins og hann sjálf- ur komst ða orði að vera æðsti skrifstofudraugur vorra tíma. Þegar ég nú athuga alt þetta, finst mer, í minni bókmentalegu fávizku, að upp sé risin sterk og óstöðvandi bókmennta alda. Hún er sú að raunverulegir og sann- sögulir menn séu aldrei málað- ir af öðrum með réttum litum. Hin eina mannvera, sem rétt er lýst, er í skáldsögum. Vér vitum t. d. alt um Hamlet eða Micaw- ber eða John kaptein Silver eða Jim lávarð. Þar er engu haldið leyndu, ekkert falið; hver einstak ur maður er þar heill og, ef svo mætti segja, alls nakinn; alt hans líf, öll hans tilvera er sýnd og sögð í smáu sem stóru. Vér vit- um meira um Micawber, sem "birtist í brotum eða molum í einni bók, en við vitum nú eða nokkurn tíma um Churchill, sem að sjálfsögðu birtist í heilu stóru bókasafni. Vér vitum meira um Huckleberry Finn en vér getum nokkru sinni vænst til að vita um Franklin Roosevelt. Það er engin vanvirða fyrir þánn mann, sem var einn hinna allra full- komnustu mannvera, sem þessi hnöttur hefir átt, að spá því að Hucklaberry Finn verði ennþá lifandi mannleg vera — þó hann hafi aldrei verið til — löngu eftir að Lincoln er orðinn óglögg og afskræmd ímynd. I stuttu máli sagt: Sannleikur- inn finst aldrei í því sem raun- verulegt er, hvorki í bókment- um né í nokkurri annari mann- legri reynslu. Þannig má að orði kveða að sannleikurinn sé altaf skáldskapur og raunveruleikinn altaf tilbúningur. Þetta er, ef til vill, kjarni mannlegrar ógæfu vorra daga. Vér erum kynslóð, sem leitar sannleikans, sem altaf er ófullkominn og. venjulega ó- sannur; vér leitum sannleikans í stað þess að vér ættum að leita skáldskapar, sem er ytri líking hins ósýnilega innri sannleika. Það eru einungis hinir full- komnustu skáldsagna höfundar — eða höfundar hinnar fullkomn ustu lýgi — ef þið viljið heldur orða það.þannig — sem geta látið oss fullkomlega í té sannleikann í smáu sem stóru, eins og t. d. Shakespeare gerði það. Sannleikurinn er sá að ungis hið leyndardómsfulla t. d. skröksögur, dæmisögur, goða- sögur og biblíunnar, geta full- komlega birt oss það, sem bein- um orðum og öllum hinum fim- legu djöflabrögðum vísindanna tekst aldrei að gera oss skiljan- legt eða fullkomlega ljóst. Það er einungis skáldsagnahöf- undurinn, sem kallast getur sann ur spámaður. Sá, sem skrifar um hið raunverulega, verður altaf að grafa sannleikann í rusli hins raunverulega. — Fólkið heimtar það raunverulega, þegar því er sagt eitthvað um menn eins og Franklin Roosevelt; en um leið og það fær hið raunverulega, tapar það Roosevelt. Það biður um raunveruleika lífsins, en þeg- ar sú ósk er uppfylt, þá hefir það tapað svipleiftri lífsins. — Vér leitum sannleikans með vís- indalegum aðferðum, en hættum í dag eða gefumst upp við þenn- an vísindaheim á tímabili hins tildursríkasta hálfsannleika, ó- sanninda og viðbjóðslegustu lýgi, sem nokkru sinni hefir þekst á jarðríki. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. Islendingadaguriiin að Gimli 2. ágúst Frá því var skýrt í síðasta blaði, hvernig hagað yrði til með milliferðir á hátíðina að Gimli, annan ágúst næstkomandi. Hér verður lauslega drepið á það, sem helzt ’verður til skemt- .unar að deginum. Allt er þó ekki mögulegt að minnast á, það yrði of langt mál, enda lang eðlileg- ast að fólkið komi og sannfær- ist sjálft um, að þar verður gaman að vera. Fjallkona dagsins, að þessu sinni, verður ungfrú Matthildur Halldórsson, — Mattie, eins og hún er oftast kölluð af vinum sínum. — Hún er glæsileg stúlka og íslenzk vel, prýðilega að sér í báðum málunum og hef- ir starfað og starfar enn mikið í sambandi við íslenzk mál og félagsskap, sérstaklega Icelandic Canadian Club. Minni íslands flytur að þessu sinni, séra Valdimar J. Eylands, sem dvalið hefir árlangt heima em' á gamla landinu. Efast ég ekki um, að margir fagni að heilsa honum og heyra hann. Minni Canada flytur, Norman Bergman, sonur lögfræðingsins góða, H. A. Bergmans. Norman er glæsimenni, prýðilega vel máli farinn og hefir sérstaklega gott lag á að láta fólki ekki leið- ast. Hann flytur mál sitt á ensku. Kvæði verða einnig lesin fyr- ir Minni íslands og Minni Cana- da, eins og venja er til og sjálf- sagt þykir vera. Sú nýbreytni verður í þetta sinn, að fjölmenn og góð hljóm- sveit spilar á hátíðinni að þessú sinni. í þessari hljómsveit er einn íslendingur, sem nýverið er kominn frá íslandi, Tryggve Thorsteinsson, vélsetjari hjá Lögbergi. Hann hefir af greiða- semi fyrir Islendingadags-nefnd- ina, gengist fyrir því að fá lög frá íslandi til þess að spila við þetta tækifæri, og á fólk hér honum það að þakka, að því gefst kostur á að heyra íslenzk þjóðlög leikin, sem raddsett hafa verið fyrir hljómsveit heima á íslandi. — I hljómsveitinni eru yfir 30 manns, sem allir bera einkennisbúning. Nefndin hefir einnig verið svo lánsöm, að geta einnig boðið góðan söng á íslendingadaginn, þó hinn vinsæli Karlakór ís- lendinga í Winnipeg verði þar ekki að þessu sinni. Við höfum fengið tvo ágæta einsöngvara. Hina þjóðkunnu og vinsælu söngkonu, Frú Rósa Hermanns- son, Vernon og Mr. Elmer Nor- dal, sem er ungur og glæsilegur Baritone söngvari og hefir oft skemt Islendingum vel. Ýmislegt fleira verður til skemtunar áð deginum. íslenzk- ar hljómplötur verða spilaðar að morgninum og inn á milli, ef hlé verður. Allskonar íþróttir fara þar fram og mörg góð verðlaun gefin, og auk þess verður keppt um bikara íslendingadagsins. — Ennfremur verður þar sýnd bogalist. Með öllu þessu andlega verð- mæti, verða ágætar veitingar til sölu, sem framreiddar verða í hinni nýju byggingu við dans- salinn, svo fólk getur notið þar hressingar og hvíldar betur en undanfarið. Skreyting garðsins verður einnig á nokkuð annan veg en áður og mjög smekklega frá öllu gengið. Hljóðaukar verða þar góðir og almennur söngur að kveldinu, klukkan sex. Dans- inn byrjar glukkan níu og stendur framyfir miðnætti. — Buses fyrir alla, sem vilja flytja fólk fram og til baka frá Winni- peg og Gimli, svo þeir sem vilja geta notið skemtunarinnar að kvöldinu, því Busin bíða eftir þeim til klukkan tólf á miðnætti ef þeir hafa farið með þeim til Gimli. Takið eftir auglýsingu um Buses í blöðunum. Notið þau, og fjölmennið á íslendinga- daginn 2. ágúst. Þar verður mjög fjölþætt skemtun, góð skemtun, og vinarík. Komið öll, sem getið. Eg hygg, að enginn muni verða fyrir vonbrigðum að dvelja að Gimli annan ágúst, næstkomandi. D. B. Úr annálum 1626: Vetur afbragðsgóður frá jól- um. Hart vor. Selafengur á Skaga á ísi. Drukknaði einn mað- ur í Eyjafjarðará. Féll grjót á einn mann í Drangey, sá dó af því. Ókyrleiki af stuldi um land- ið víða. Hengdur einn maður undir Jökli fyrir stuld. Hengdi sig drengur einn á Hlíðarenda, áður strýktur og markaður. Sótt og manndauði okkur á Norð- austlandi. 1627: Þann 12. júní komu tyrkneskir ræningjar með skip í Grindavík og tóku það danska skip, sem þar lá með nokkrum mönnum og góssi. Kaupmaðurinn flýði. Einn- ig hertóku þeir kvinnu Jóns Guð- laugssonar, Guðrúnu að nafni, með þremur hennar sonum, item hennar tvo bræður, en hjuggu hinn þriðja til skemmda. Þar til rændu þeir öðrum sex mönnum. Þetta sama reæningjaskip tók og annað danskt skip. Höfuðsmaður íslands, Holger Rosenkrans, sem þá hafði sitt skip í Seilu við Bessastaði, er hann spurði rán í Grindavík, stefndi til sín skipi úr Keflavík og öðru úr Hafnar- firði, en hið þriðja úr Hólminum duldist inn við Leiruvoga. Lét hirðstjórinn tilbúa á Seilunni virki eður sjcans og setja á byss- ur þær fáu, sem til vöru. Þar voru í virkinu Islendingar marg- ir. Og þegar þessi tvö skip sigldu framan að Seilunni skutu hvorir um sig nokkrum skotum, þeir tyrknesku og landsmenn, og stönsuðu þá illvirkj- ar sig, sneru við og hitti annað skipið grunn og stóð á klett. Fluttu þeir þá fanga af því á hitt skipið og komu svo báðum í brott og héldu frá, en þeir lögðu eigi að þeim strákum, sem í því svamli voru að flytja góssið á mili skipanna, hvað Is- lendingum þótti þó auðvelt verið hafa. Uggur og ótti þar þá mikill um öll Suðurnes, fluttar kvinn- ur og börn, fé og búsmali á efri byggðir. Rán á Austfjörðum af Tyrkjum, ræntu fé og mönnum um Berufjörð og Berufjarðar- Athugasemd I Lögbergi, dagsett 1. júlí, er dálítill greinarstúfur um nýaf- staðnar fylkiskosningar í Sask- atchewan og er stuttlega drepið á úrslitin og orsakirnar, sem að liggja. Af því ekkert málefni er rætt til hlýtar nema það sé rætt frá báðum hliðum, þá vil ég hér með bæta orði í belginn. Ávinn- ingur Liberal flokksins er mik- ill, því verður ekki neitað, en samt kemur í ljós við atkvæða- talninguna að báðir gömlu flokk arnir til samans hlutu lítið meir en einn þriðja atkvæðanna. Til samans, segi ég, því íhaldsmenn og Liberalar sameinuðu sig í eina fylking, svo ávinningurinn verður að teljast sigur beggja flokkanna í heild. Það er nú öllum kunnugt að í British Colymbia hafa Liberalar og Ihaldsmenn sameinað sig í einn flokk, og hið sama hafa þeir gert í Manitoba og 1 báðum þessum fylkjum fara þeir nú með völdin. Hvort samvinna gömlu flokkanna verður eins sig- ursæl í Saskatchewan í næst- komandi fylkiskosningum er ekki alveg eins víst. Saskatche- wan er fyrsta fylkið sem kosið hefir C.C.F.-stjórn og er það tal- andi vottur þess að fólk þar í bæjum og byggð hefir tapað til- trú á gömlu flokkunum. Nýaf- staðnar aukakosningar til sam- bandsþings í þremur kjördæm- strönd, ráku fé og menn til skipa, um * Ontario og Bi itish Colum- bia sýna líka að fylgi C.C.F.- drápu menn og líka söxuðu og sundurhjuggu. Svo hefir sá fróði maður Kláus Eyjólfsson svo um skrifað, að þeir hafi drepið 9 menn en rænt 110. Einnig þá um síðar í júlímánuði komu þrjú ræningjaskip tyrknesk að Vest- mannaeyjum, fyrst sunnan að eyjunum, létu þar út 3 stóra báta, fulla af mönnum, og fóru þar upp á eyjarnar. Skrifar séra Ólafur Egilsson það muni verið hafa 300 manns. Þeir skiptu sér í hópa um eyjarnar með sínum, rauðum merkjum, herbúnaði, hrópum og óhljóðum, inntóku þær allar, ráku fólk og fé að Dönskuhúsum, drápu sumt og söxuðu sundur. Suma skutu þeir til dauðs. Það merkilega skáld, Jón prest Þor- steinsson, líflétu þeir, en rændu á brott hans konu, syni og dótt- ur. Þeir hinir dönsku komust á flokksins fer vaxandi og að eina vonin fyrir Liberal-flokkinn er að sameina sig Ihaldsflokkn- Sigur Liberal-flokksins Saskatchewan byggist ekki eins mikið á þessum kosninga úrslit- um eins og því hvað ötulir þeir verða á næsta þingtímabili að framfylgja og styðja þau hags munamál fylkisbúa sem á dag- skrá verða. íslendingnum, Ás- mundi Loptsson, mun gefast færi á að sýna rökvísi sína og festu. Það er alt annað að vera inni á skrifstofu Lögbergs og ræða um stjórnmálin í Saskatchewan eða að hafa verið þar og séð það öngþveiti sem fylkismálin voru í undir stjórn Liberala og íhalds manna á víxl, en þó mun Patter- son stjórnin sem frá völdum fór 1944 hafa verið verst. I kreppu- og uppskeruleysis tímum voru jarðeignir bænda seldar af því þeir gátu ekki staðið í skilum með afborganir af skuldum sín- um og urðu undir í skuldabasl- inu og neyddust til að yfirgefa heimili sín. Núverandi C. C. F. stjórn hefir búið svo um hnút- ana að heimajarðir bænda geta ekki verið teknar frá þeim og þeim vísað á dyr eins og gert var áður. Uppskerubrestur kemur hart niður á bændum og sérstaklega þegar þeir eru í skuldum. — Nú- verandi stjórn hefir leitt þau lög í gildi að ef uppskeran er minna en sex dollara virði af ekrunni til jafnaðar þá fellur eins mikið af skuldinni sem nemur eins árs vöxtum. Með þessu móti ber lánveitandi part af skaðanum og sýnist það sanngjarnt að bónd- inn beri ekki allann skaðann. Iðnaður í fylkinu hefir ekki liðið við stjórnarfar C.C.F.- stefnunnar, heldur hefir hann stórkostlega aukist, ekki ein- göngu sá iðnaður sem rekinn er af stjórninni, heldur líka ein- staklings-iðnaður. Alt bendir á að Liberal-flokkurinn sé að hverfa úr sögunni í Vestur- Cnaada og er það engin furða eins og nú standa sakir í landinu. Eg vildi óska þess að þessi fáu orð mættu verða til þess að auka umræður í íslenzku blöðunum um þau málefni sem nú hljóta að vera áhugamál allra hugsandi manna, hvernig hægt sé að leysa úr þeim þarflausu vand- ræðum sem Canadiska þjóðin er nú stödd í. — Magnús Eliasson, Vancouver B.C. flótta með bátum til meginlands. Að því, sem næst hefir o r ð i ð komizt um fjölda á þeim mann- eskjum, sem fundust á eyjunum dauðar, og ekki voru öldungis uppbrenndar, voru 34, en þeir burtræntu, sem menn vissu 242. íslendingur It Will Sooti Be Here! EATON’S MODEL AIRCR&FT CONTEST WILL BE HELD SATURDAY, JULY 24th. (Weather permitting) KEEWATIN and REDWOOD AVENUE Flights Start at 2:30 p.m. OVER $530 IN PRIZES Grand Champion Award $100 ★ ★ Prizes for longest flights in each class between specified times. GRAND CHAMPION GAS MODEL CLASS will be guest of Acme Motors Limited at the Second International Model Plane Contest, Detroit, Michigan, August 18th to 23rd on an all expenses paid trip. SPEClAL BUS SERVICE from end of Kewatin to the Field will be provided for Contestants and Spectators. T. EATON C°u LIMtTCD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.