Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚLÍ, 1948 5 LVENN/4 Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Söguríkar bygðir Við gistum á Ósi við íslend- ingafljót; vöknum snemma við kyrðina, sem svo mjög stingur í stúf við hávaða borgarinnar. — Útsýnið frá Ósi er fagurt og mun landnámsmönnum hafa fundist hér búsældarlegt þegar þeir reru upp ána í fyrsta sinn, engja- breiður og graslendi beggja vegna, enda var þetta áfanga- staður þeirra, en þeir komust ekki lengra en að Gimli, vegna þess, hve áliðið var, en þar óx kargaskógur alla leið niður að ströndinni. Árið eftir, 1876, komu fyrstu þrír landnámsmennirnir hingað og settust að þar sem Möðruvell- ir voru seinna, í bjálkakofa, sem Hudson Bay félagið átti, kofinn var síðar kallaður Bóla, þVí þar varð fyrst vart bólunnar og þaðan breiddist hún út. Fyrsta hússtæðið, sem þeir völdu, var einmitt þarna við ós- inn á kílnum, sem liggur norður úr fljótinu. Þar voru fyrir nokkr ir Indíánar í tjöldum sínum og vildu þeir varna Islendingunum frá því að byggja þarna, sögðu að landnámssvæði þeirra næði ekki lengra en að austurbakka fljótsins. Þegar þeim var sýnt fram á að þeir hefðu á röngu að standa, sættu þeir sig við það og gerðu komumönnum ekki mein, enda var fyrirliði þeirra, Ramsey að nafni, talinn ágætis maður. Áður en brautir voru ruddar og aðal umferð um ný- lenduna var á vatninu og ánni, mun Ós hafa verið áningarstað- ur; hinir fyrstu umferðarkaup- menn komu þangað með varning sinn og skiptu við bygðarbúa. Hinn merki leiðtógi, Sigtrygg- ur Jónasson, nam land á ár- bakkanum, næst Ósi og nefndi Möðruvelli; hefir það jafnan verið höfuðból. Hann hefir rétti- lega verið kallaður faðir Nýja íslands og hann hvíllr í grafreit þessarar bygðar. Handan við Ána er Lundur og er það einn söguríkasti og merk- asti staður Vestur-íslendinga því þar var komið á stofn fyrstu prentsmiðju Islendinga í Vestur- heimi og fyrsta vestur-íslenzka blaðið gefið út. Það var Fram- fari. — Mitt í þrengingum skorts og veikinda, leggur þessi fá- menni og fátæki hópur íslenzkra frumherja í Nýja-íslandi, fram $500.00 til að kaupa prentsmiðju áhöld frá Minneapolis, og fyrsta blaðið kemur út haustið 1877. Tveir árgangar komu út af blað- inu. — Hér í þessari bygð komu ís- lendingar fyrst upp sögunar- myllnu, og er sagt að þessi at- vinnugrein hafi haldið mörgum mönnum kyrrum í býgðinni, er annars hefðu leitað burt á út- flutningsárunum, 1878—’81, eitt er víst að í þessari bygð var mannflest samt sem áður eftir þá miklu útflutninga. — Vinum okkar, Valdimar Björns syni óg frú Guðrúnu, lék hugur á að skoða Geysir bygðina og skreppa vestur til Árborgar; veðrið var yndislegt og “bænda- býlin þekku” vingjarnleg og aðlaðandi. Við fundum víst öll til þess, hve frumherjarnir, sem nú • hvíla undir grænni torfu, lögðu hart að sér til að gera garðinn frægan; við fundum líka til þess hve nú er skamt á milli íslands og Nýja-íslands; hér finst okkur sem öll íslenzk hjörtu slái í takt. Viðdvölín í Ár- borg var stutt, viðtökur þeirra fáu íslendinga, sem við hittum, ástríkar og ógleymanlegar. Klukkan hálf tíu morguninn eftir er lagt af stað á póstflutn- ingabátnum, norður á Winnipeg- vatn; sólfar var mikið, en dálítil undiralda er út úr ósnum kom. Áin rennur í norð-austur, en nú beygjum við til suðurs. Til hægri handar eygjum við Sandy Bar, áningastað á frumbyggja-árun- um, sem Guttormur hefir gert ódauðlegan í ljóði. Til vinstri handar, er Mikley, sem fyrst var bygð af Islendingum 1876. Við siglum suður fyrir eyna og norð ur með austurströndinni, þar er bygðin. Er nær kemur og við komum auga á Gimli, spyr Valdimar Björnsson um nafn á þessum bæ, ég segi honum að þetta sé Skógarnes. Hann spyr, held ég, um öll örnefni á eynni, um ættir landnemanna og nöfn afkomenda þeirra. Við lendum við bryggju á Mikley um hádegis.bil og njót- um þar, eins og títt er, alúðar og gestrisni; en með því að ég hefi áður minst á ferð til Mikleyjar í þessum dálkum, verður ekkert af því endurtekið; þó langar mig til að minnast á skemtilegt at- vik. — Um kveldið göngum við niður bryggjuna í Mikley; þar ber skip að land, S.S. Spear, eign Sigurd- son Fisheries Riverton, áhöfnin er* hópur glæsilegra og kátra ungra manna. Skipstjórnin segjir þeim fyrir verkum á íslenzku skiphöfnin svarar á íslenzku og þeir heilsa okkur á íslenzku, “þetta, hefi eg aldrei upplifað, síðan ég var á hernámsárunum í Rsykjavík,” segjir Valdimar Björnsson—“og það undirstrika eg” segjir frú Guðrún “þetta minnif mig á Isafjörð.” Einn af hinum fyrri ritstjórum Heimskringlu, Eggert Johann- son, minntist fagurlega frum- bygða Nýja Islands og fyrir það ber honum þakkir. Rithöfundur- in og skáldið, Þosteinn Þ. Þor- steinsson bætir upp það sem hon- um yfirsést, varðandi næstelsta landnámið í Vestur-Canada Mik- ley, en, þar kemst hann svo að orði: “Þótt í þessari lýsingu Eggerts sé Mikleyar ekki séstaklega getið þá mun þar einna fegurst um að litast í nýlendunni og útsýni mjög aðlaðandi. Hefir mörgum íslendingum, sem ferðast hafa um Nýja ísland, fundist sú eyja minna mest á heimalandið, Má ske því valdi hinn djúpi friður, sem þar ríkir í sumardýrðinni, eða hin sæbratta strönd, en það getur einnig hafa verið hin mikla gestrisni og alíslezka viðmót eyjarskeggja, sem minti á ísland — eða alt þetta þrent-’. Þ.Þ.Þ. Sennilega munu flestir Vestur íslendingar, að minsta kosti ný- íslendingar, kunnugir þeir sögu- kaflar og^ sögustaðir, sem minst hefir verið á í þessum þáttum, en þó er holt að rifja þetta upp af og til, því sagan og sögustað- irnir tengja nútíð við fortíð og með því að vera minnugir á for- tíð okkar, sýna sögustöðum og menjum rækt, mun hið íslenzka þjóðarbrot fá hér dýpri rætur .og styrkari stofn. ENDIR. ■* Sólskinsdrykkurinn Hér er uppskrift af hreinasta “sólskinsdrykk’-. Þeir, sem reynt hafa, segja, að hann hafi hrest sig og styrkt á fáum dögum: — Safi úr einni appelsínu, safi úr hálfri sítrónu, ein hrá eggja- rauða, ef vill, örlítið af strau- sykri. Öllu þessu er blandað saman og drukkið á fastandi maga. Bob Jackson, l e f t, and Charlie Crowe, right, put the finishing touches to their entries. Left to right: Glen Mac- Kinnon, Ben Hashimoto, Ian Blicq, Charlie Crow, Bob Jackson and George Chapman. Members of the “Dope Fiends” prepare for test flights. Annual Model Aircraft Contest Helgi Pjeiurss dr. Nýr samanburður sem gæii miðað iil nokkurs auk- ins skilnings á lífinu í alheimi. I. Næstsíðasta vísan í Völuspá er þessi: Þá kömr enn ríki at regindómi öflugr ofan sá’s öllu ræðr. Finnur Jónsson telur líklegast, að vísuhelmingur þessi sé inn- skot. En um þann, sem “kömr öflugr ofan”, segir hann: “Hvern hér sé átt við er alls óvíst”. Og er von hann segi það. Eg veit nú raunar ekki nema þetta sé merkilegasta vísan í Völuspá, þó að ekki sé nema helmingur; og áf stórtíðindum er sagt, þó að í fáum orðum sé Mér virðist, sem sagt muni þarna vera frá samskonar tíðind um og í ritgerð Plótíns “um fegurð hins hugséða heims” — Perí tú noetú kallús; — en mér virðist mjög líklegt, að hún sé með því allra merkilegasta, sem ritað hefir verið á grísku. Plótín er að lýsa komu einhvers í hin- um hugséða heimi, og mætti visSulega um hann nota öll þau orð, sem höfð eru í Völuspár- vísunni. Hann kemur “að ofan” og “að regindómi”. Það er aðeins sagt: hann — hode. — “Hann” kemur úr einhverjum ósýnileg- um stað”, “fer hátt á loft” og er svo bjartur að hann “fyllir allt af ljóma”. En þeir, sem eru við- staddir þessa komu, eru sjálfur Zevs, sem var annars truað á sem hinn æðstu guð; en með honum eru hinir aðrir guðir, sem hann hefir forystu fyrir, og vættir — daimones — og sálir. En það eru ekki allir, sem þola ljómann, sumir snúa sér undan. Og þar kemur fram regindóm- urinn, að um nökkurskonar dóms dag er að ræða. II. Það má vel skilja þegar þetta mál hefir verið rannsakað, eins og ég hefi gert, að það, sem þarna er verið að segja frá, er í raun réttri heimsókn á einhverri jarðstjörnu frá jaíðstjörnu, þar sem lífið er lengra komið, og að þeir, sem “þola Ijómann” frá foringja fararinnar, hverfa með honum burtu til hins fullkomn- ara lífs. Einhver mikill höfðingi lífsins kemur í heimsókn til jarðstjörnu þar sem ekki er eins langt komið, og erindið er að hjálpa þeim, sem þar eru til að halda áfram á braut fullkomnun- arinnar. En til þess að slík hjálp geti orðið veitt og þegin, þarf að vera mjög miklu lengra komið en hér á jörðu er. Hér er sam- bandið mest við illa staði, og jafnvel svo að segja má, að skuggi helvítis grúfi yfir jörðu vorri. Og ef einhver efast, þá gæti hann reynt að spyrja þá, sem liggja lifandi grafnir undir hinum nýju sprengjurústum í Jerúsalem eða eru að berjast við dauðann, sundurmarðir og sundurbrotnir, á einhverju sjúkrahúsi þar í borg. III. Dómsdagur sá, sem fyrir hönd um er hér á jörðu, er nokkuð annars eðlis en sá, sem vikið er á í þessu svo merkilega Völuspár- erindi, og miklu gjör þó í hinni stórfróðlegu ritgerð Plótíns. — Hér á jörðu er um það að ræða hvort mannlíf á að geta komið á framfaraskeið, eða blátt áfram að líða undir lok. Merkur útlend ingur, sem ég hefi átt nokkur bréfaskipti við og sagt frá þeirri skoðun minni, að mannkynið sé : á glötunarvegi, hefir svarað á ' þá leið, að sér virðist ekki ástæða Highlight of the Model Aero- plane builders year, the annual T. Eaton Co., Model Aircraft contest is slated to be held, weather permitting, next Satur- day afternoon at Redwood and Keewatin. First flights in the contest will commence promtly at 2.30 p.m. With a prize list exceeding til svo alvarlegs ótta. En þessi gáfaði útlendingur hefir ekki getað sannfært mig um að þessi uggur minn sé ástæðulaus. — Aldrei hefir á friðartímum verið líkt því eins ákaflega verið búið til hernaðar og nú. Og hvílíkur herbúnaður! Aldrei hafa í neinu hér á jörð verið neitt líkt því aðrar eins framfarir og nú eru í að íramleiða útbúnað til að eyði- leggja mannlíf og mannaverk. Þeim, sem best er treystandi til að dæma^ virðist koma saman um, að ekki þurfi nema eina flug vél til að leggja í rústir hinar stóru borgir hér á jörðu, eins og London eða New York; og ef um flugvélaflota væri að ræða útbúinn hinum lýgilega stór- virku drápstækjum nútímans, þá mætti á stuttri stundu út- rýma heilli stórþjóð. Mér virð- ist ekki auðvelt að skilja, hvern- ig nokkur getur verið í vafa um, í hvaða átt annað eins og þetta bendir. — IV. En hvað gæti svo orðið til að bjarga? Mér virðist ástæða til að vera sannfærður um, að ein- ungis geti verið um eitt að ræða. Vér verðum að læra að leita eft- ir hjálp til mannkynja sem aðr- ar jarðstjörnur alheimsins byggja, og langtum lengra eru komin á braut fullkomnunarinn ar en vér hér á jörðu. Framfarir mannkynsins hefjast ekki af al- vöru fyr en líf á öðrum jarð- stjörnum er uppgötvað, og nauð- syn og möguleiki á sambandi við það. Þess vegna var verk Brúnós svo áfar merkilegt, að hann sá í þessu efni svo miklu lengra en glöggar en áður hafði verið gert. Og þess vegna hefir skaðinn, sem af því hlaust, að verki þessa sjaldgæfa vitrings var ekki sinnt, verið svo óskaplegur. Sweden- borg hélt það að vísu áfram á mjög merkilegan hátt, en þó ekki nema að nokkru leyti. Ög þó að hinn sænski vitringur sætti ekki öðrum eins meðför- um og Brúnó, þá var þó hvergi nærri verk hans að verðleikum metið, og því haldið áfram eins og þurft hefði. Og ekki verður því neitað, að ennþá eru mjög daufar horfur á því, að mann- kyn vort á að eiga framfaralíf fyrir höndum, eða líða undir lok fyr en varir, er blátt áfram það, hvort tekst eða ekki, að halda nógu vel áfram af Brúnó og Swedenborg. Helgi Pjeturss. Lesb. Mmb. $530.00, $100.00 of which will be awarded to the Grand Champion of the m e e t, models from rubbered-powered sticks, to the latest in gas models, will take to the air, each contestant hoping to be named Grand Champion. In addition to the above prize, the Grand Champi- on in Gas Model Class will be Minmngarorð Mikill og sár harmur var kveðinn að foreldrum og syst- kinum og öðrum ættingjum Jakobs Holt Elíassonar, er hann druknaði hér í Rauðánni þann 23. júní. Jakob heitinn var fæddur 12. júní 1929 í Mozart í Saskatchewan, sonur fyrrv. póstmeistara-hjóna frú Helgu og Jens Elíassonar, sem eru ný flutt til Winnipeg. Hann ólst upp í glöðum systkinahóp. þrjár systur og fjórir bræður lifðu ljúfa æskudaga með vinum og félögum í 'faðmi frjálsrar og fjölbreytilegrar náttúru. Jakob heitinn var háttprúður og yfirlætislaus í æskulýðshópn- um. Hann hafði yndi af hljóð- færaslætti og lék vel á fiðlu, og varð þannig til mikillar gleði bæði á heimili sínu og annars- staðar. Með foreldrum sínum vann hann af vandvirkni og trú- mensku við hin algengu störf sveitarinnar. En hann þráði að auka þekkingu sína til þess að verða sjálfstæður, dugandi at- orkumaður til heilla fyrir land sitt og þjóð og hóf þessvegna nám við Manitobaháskóla og lagði fyrir sig námsgreinar er snerta jarðrækt og vélavinnu. the guest of Acme Motors Ltd., at the Plymouth Motor Corp’n Second International M o d e 1 Plane Contest to be held in Detroit, Michigan, August 18th to 23rd, 1948, on an all exepenses paid trip. For the convenience of spec- tators and entrants alike, the T. Eaton Co. Ltd. will run special buses to the Flying Field from Logan and Keewatin. Jakob heitinn var hár og grannur, ljós á hár og bláeygur, ennið hátt og bjart. Hann var íþróttamaður góður og hafði meðal annars hlotið verðlaun fyrir fræknleik í íslenzkri glímu. Margt annað var honum vel lagið, er sýnir, að hann bjó yfir góðum hæfileikum. Þannig er minningin um hugljúfan son. Átakanlega sárt er um það að hugsa, að hann var kallaður héðan svo ungur, en “það er huggun harmi gegn, að látinn lifir. I trú er horft til hinna fögru heima þar sem ung- ur maður er kvaddur til göfugra starfa í ríki Guðs. Fjölda margir vottuðu for- eldrum og systkinum innilega hluttekningu og djúpa samúð í sárri sorg. Hjartans þakkir eru þeim öllum fluttar og Guð beð- inn að endurgjalda þeim af rík- dómi náðar sinnar. Jakob heitinn var jarðsunginn 26. júní, frá útfararstofu A. S. Bardals, að viðstöddum mörgum ættingjum og vinum. Frú Rósa Vernon söng af innileik og hríf- andi fegurð tvo söngva og séra Eiríkur S. Brynjólfsson flutti kveðjuorð. Yfir athöfninni var blær saknaðar og trega, en þar lýsti líka ljós trúar og vonar. E. S. B. FARM ELECTRIFICATION NOTICE Attention Farmers IN RURAL MUNICPALITY OF BIFROST Section Township Range 13-14, 23 to 26, 35-36, 22 1E 13 to 36, 22 2E 13 to 36 22 3E 16 to 21, 27 to 34, 22 4E Farmers in the above area who have not already signed an application for electric service and wish to be included with the above district are advised to contact immediately their Secretary-Treasurer, Mr. E. Gislason, at ARBORG, prior to August 14th, 1948, when the sign-up of the above district will be closed. Farmers applying for service after the closing date may receive service when sufficient applications have been received to form a group of ten. Con- struction to serve additional farmers forming such a group cannot be commenced until at least a year after construction to serve farmers comprising this original area is undertaken. THE MANIT0BA POWER G0MMISSI0N Your Hydro -- Use it !

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.