Lögberg - 22.07.1948, Síða 6

Lögberg - 22.07.1948, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ, 1948 Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Richard Cameron læknir frá Suður- Carolina, kom til Washington í gær og var tekinn fastur og settur í fangelsi í gærkveldi. Honum er gefið að sök að hann hafi verið með í banaráðum við Lincoln forseta. Það komst upp, að Jeff Davis, hefði verið næturgestur á heim- ili læknisins í Piedmont, undir því yfir- skyni, að hann væri að leita sér lækn- inga. Það er ekki neinum vafa bundið að Booth, morðinginn, var aðeins að framfylgja fyrirskipun erki-óþokkans. Megi uppskera böðulsins verða mikil, og bráð”. — Margréf lagði hendurnar um hálsinn á móður sinni. Þær mæltu ekki orð, þær gátu aðeins grátið, og beiskur grátekki var það eina sem rauf þögnina. II. BÓK I. KAPÍTULI Æðsta kona landsins Athafnalífið í litla húsinu á Capitol- hæðinni fór nú stórum vaxandi. Húsið, sem hinn einráði herra þess hafði valið fyrir ráðhús þjóðarinnar, var að líkind- um hið íburðarminsta hús, sem til slíkra framkvæmda hefir verið valið. Það var lítið tveggja hæða hús, úr múr- steini, og stóð við yfirlætislausa götu. Sjö gluggar voru á hliðinni, sem fram að götunni vissi og fylgdi hverjum glugga óhreinn dökkur hleri. í setustof- unni voru fáir munir. Spegill mikill hékk á einum veggnum, á öðrum máluð mynd af Stoneman, í fullri stærð, og á milli glugganna héngu myndir af Was- hington, Irving og af nunnu. Á meðai. hinna mörgu stofnana sem hann styrkti með peningagjöfum, var stofnun föður- lausra barna sem nunnufélag kaþólskt veitti forstöðu. Á bakherbergi hússins var einn gluggi sem vissi út að ofurlitlum gras- bletti, sem var fyrir aftan húsið. — í því herbergi hafði Stoneman skrifstofu sína og bókasafn. Húsmunirnir þar inni voru verðmætir. Stólar og legubekkir, fóðraðir með leðri. Stórt skrifborð og algengt borð og á hillu yfir eldstæðinu, var raðað myndum af kunningjum hans og persónulegum vinum, og nokkr um verömætum prentmyndum. Þetta var ráðstefnustofa Stonemans, og enginn fékk þar óboðinn inngöngu, né heldur án þess að segja til erinda sinna, og við það áttu menn við gul-mó- rauðu og dökku konuna með flöktandi augun sem beið í setustofunni og tók á móti öllum gestum Stonemans. Bæk- urnar í skrifstofunni sýndu, að þær hefðu ekki verið mikið ómakaðar und- anfarin ár, þó að val þeirra benti bæði á smekk og mentunarþroska. Þar voru verk Pliny, Cæsar, Cicero, Tacitusar, Sophoclesar og Hómers, og bækurnar báru með sér, að þær væru þar ekki fyr- ir skart, eða yfirlæti, heldur að þær hefðu verið lesnar af manni er kunni að meta fegurð þeirra, og unni þeim sök- um bókanna sjálfra. Þetta hús var nú miðstöð ráðandi stjórnarflokksins, og miðstöð afla þeirra, sem hlotið höfðu það hlutverk, að skapa framtíðar hugsjónir og líf þjóðarinnar. Senatorar, þingmenn, póli tískir áhangendur, stórir og smáir, listamenn, fréttaritarar, sendiherrar og stjórnarráðsmenn kepptu hver við annan um að sýna hinum ókórónaða konung þjóðarinnar lotningu, og heilsa einkennilegu döku konunni sem lykla- völdin hafði í húsinu, sem æðstu konu landsins. — Þegar að Charles Summer kom, kom fyrir nokkuð einkennilegt. Samkvæmt samkomulagi átti Lydía Brown að gjöra Stoneman aðvart með því að þrýsta á raftakka, sem að gaf leiðtog- anum til kynna að kominn væri gestur; það gerði hún og, er-Summer kom. — Stoneman staulaðist á fætur og fram að vængjahurð sem að hann gat séð út um hver að kominn var, og í þetta sinn var honum umhugað um, að sjá þennan stolta og kaldhrissingslega mann heilsa upp á negrakonuna, sem að hann óum- flýjanlega varð að mæta sem sínum jafn ingja, en hún var leikin í að láta alla, sem heimsóttu gamla manninn, finna til yfirburðanna, sem hin mannfélagslega staða hennar veitti henni. á þeirri tíð var Summer álitinn að vera valdamesti Senatorinn í Washing- ton. Það var skaðlaus ímyndun, sem að honum þótti vænt um, en sem að Stone- man gerði gys að. Senatorinn frá Massochusetts var nýbúinn að halda ræðu í Boston, þar sem hann lagði aðal-áherzluna á jafn- gildi manna”, en Senator Summer var einn þeirra manna sem ekki gat liðið negra nálægt sér, og lagði heldur lang- an krók á hala sinn heldur en að þurfa að mæta þeim. Stoneman sá nú þennan mann, ganga hægt og hátíðlega til móts við Negra- konuna, snerta fingurnar á hægri hendi herinar og sleppa þeim svo, eins og að hann hefði snert skorkvikindi, hlátur- inn spriklaði í Stoneman, þar sem hann staulaðist til sætis síns og strauk hönd- unum um kné sér af ánægju, á meðan að hann hlustaði á Dydíu Brown láta svo lítið, að veita Senatornum viðtal í næsta herbergi. “Heimurinn er of aðdáanlegur til þess að þurfa að fara úr honum”, sagði Stoneman og hláturinn sauð í honum. “Eg held ég annars hætti alveg við að deyja”. Þegar Senator Summer fór, var kominn matmálstími, og tveir menn voru sérstaklega boðnir til dagverðar- ins með Stoneman. Hægra megin við húsbóndann sat foringi úr hernum, sem vikið hafði verið úr þeirri stöðu, sökum óviðráðanlegra ástríðu fjárhættuspila. Hann var rjóð- ur í andliti, hafði grátt hár, og var glað- vær í bragði, og virtist njóta ánægju og gleði lífsins, þrátt fyrir það mótdræga sem fyrir hann hafði komið. Það voru engir klúbbar til í Washing- ton á þessum tíma, aðrir en spilahúsin, en á annað hudrað þeirra stofnana ráku iðn sína með afli. Stoneman tók þátt í athafnalífi þess- ara stofnana. Hann var að finna nálega á hverju kveldi hjá Hall og Pemberton, Faro Palace á Pennsylvania Ave. Stað- ur sá var orðlagður fyrir máltíðar sem þar voru reiddar og seldar. Það var þar sem Stoneman hitti sveitarhöfðingja Howle og kyntist honum. Howle var hæfileikamaöur, kaldur, djarfmannleg- ur og svo eiríkennilega eðlilegur og út- smoginn lygari, að hann hreif ímyndun- arafl Stonemans með þeirri list sinni. “Það veit hamingjan, Howle”, sagði Stoneman við Howle, nokkru eftir að þeir kyntust. “Þú gerðir ljóta glappa- skotið þegar þú gékkst í herinn. — Þú ert fæddur stjórnmálamaður. Þú ert það, sem ég kalla eðlis-lygari, alveg eins og það er eðliskend hestsins að skeiða og hundsins að vísa veiðimann- inum á bráð. Þú lýgur af svo mikilli list og með svo mikilli tign, að það tekur listinni sjálfri fram. Ef að þú hefðir lagt stjórnmálin fyrir þig, þá hefðir þú auð- veldlega getað orðið ríkisritari, að ég nú ekki tali um varaforseti. Eg mundi segja forseti, ef að það væri ekki reynd- ur sannleiki, að afburða hæfileikamenn vorir, komast aldrei í þá stöðu. Upp frá þessu varð sveitarhöfðingi Howle aðdáandi og einlægur fylgismað- ur Stonemans. Hann varð meira en fylgísmaður. Stoneman átti hann með húð og hári, ekki aðeins fyrir það, að Stoneman hefði tekið hann að sér alls- lausann og í kröggum, heldur líka fyrir það, að hann sá og viðurkendi yfirburða hæfileika og dyrfsku leiðtogans og hinn eldheita stjórnarbyltinga anda hans. Á vinstri hönd Stonmans sat Negri, um fertugs aldur, glæsilegur maður álit- um, að því leyti sem hægt er að viðhafa þá lýsingú á blökkumönnum, sem erft hafa líkamlega einkenni Arían-kyn- stofnsins, en sem enn hafa dökk-gul augu undir áberandi augnabrúnum, sem úr sindra neistar frumskóganna í Afríku. Það var óhugsanlegt að líta í hið útmeitlaða andlit hans með þykku vörunum, miklu og fagurlega sköpuðu nefi, mikla hálsi og breiðu herðum, og sjá augun í honum blika undir breiðum brúnum og miklu enni, án þess að sjá þar mynd frumskóganna, “Cesars höf- I uð, og augu villiskóganna”, sagði einn I af listamönnunum, sem málaði mynd þessa manns, um hann. Hár hans var svart og gljáandi, og lágúfið yfir enni hans, og var til að sjá á nrilli þess að vera liðað og krullað. — Hann var með afbrigðum snjall ræðu- maður og gat hrifið Negrana á vald sitt með orðgnótt sinni. Lydía Brown hafði vakið eftirtekt Stonemans á þessum manni, Silas Lynch, og komið því til leiðar að Stoneman setti hann til menta. — Hann hafði útskrifast með heiðri og gjörst prestur hjá Medódistum. Hann hafði þegar unnið svo mikið álit og orðspor á meðal hinna frelsuðu meðborgara sinna, að ekkert hús reyndist nógu rúmmikið, til þess að hýsa þá sem á hann vildu hlusta. Um leið og Lydnch sté léttilega inn í borðsalinn, og gekk fram hjá dökku konunni, hefði eftirtektarsamur maður getað séð, að hann þrýsti hendi hennar og að hún svaraði því handtaki með undirfernislegu brosi, en Stoneman, sem stóð við endann á borðinu, sá ekkert. Lydía Brown, tók sér sæti við borðið gegnt Stoneman, og réði með sýnilegu valdi, eða myndugleik, yfir borðhaldinu. Hver svo sem hin verulega staða henn- ar var á heimilinu, þá vissi hún hvernig að hún átti að haga sér í stöðu þeirri sem hún sjálf hafði kosið. Engin önnur persóna hefir nokkurn- tíma varpað eins einkennilegum og ill- úðlegum skugga á líf heillar þjóðar, eins og þessi Negrakona gerði á líf Banda- ríkjaþjóðarinnar á raunatíð þjóðarinn- ar. Þungbúni maðurinn, aldraði sem horfði framan í gul-dökka andlitið á henni og fylgdi með augunum hinu lymskulega augnaráði hennar, var að ná tangarhaldi á þjóðinni. Var það fyrir ætlun hans, að gjöra þessa konu að fyrir mynd í lífi þjóðarinnar, og siðferði henn ar að siðferðilegri fyrirmynd? Jafnvel hvíti áhangandinn, sem sat andspænis Lynch roðnaði í framan þegar slíkar spurningar komu fram í huga ‘hans. Mannhatarinn aldraði, sem einn vi^si fyrirætlanir sínar, var í bezta skapi, og harðneskjusvipurinn á andlit- inu á honum þyðnaði ofurlítið yfir matnum, samtalinu og sögunum sem sagðar voru. Lynch hafði augun stöðugt á Stone- man. Hann þekti sögu hans og skap- gerð, og hafði í huganum byggt fram- tíðarferil sinn á sambandi sínu við hann. Þessi maður, sem hafði ásett sér að verða einræðisherra lýðveldisins, var af umkomulausu fólki kominn. Faðir hans var ómerkileg persóna, en samt kenndi hann Stoneman skósmíði. En móðir hans, sem var fluggáfuð og átti yfir ó- bifanlegu viljaþreki að ráða, kom hon- um einhvern veginn í gegnum háskóla- nám. Hann hafði snemma strengt þess heit, að hann skyldi verða auðuguí maður og snúið baki við öllum hömlum sem honum fanst vera á vegi sínum að því takmarki og svo gekk hann langt í þá átt, að hann útilokaði alla dag- drauma úr huga sór. Yonir hans um auðlegð rættust aldrei. Lee og her hans eyðilögðu járn- verkstæðin hnas í Pennsylvania. Hann lenti inn í og vandist á fjárspila þátt- töku á spilahúsunum, sem bæði vandi hann á óhóf og sökkti honum í skuldir. Á meðan að hann var í blóma lífsins, átti hann bæði mikið af reiðhestum og veiðihundum. Hann smíðaði sér sjálfur ístöð sem þénuðu fótum hans og var með afbrigðum snjall veiðimaður. Eitt var það sem hann aldrei forsóm- aði, og það var að sækja þingfundi og sýna þar vald sitt, hvort heldur var á nóttu eða degi, heilbrigður eða veikur. Valdafýsn hans var takmarkalaus og metorðagirnd hans framan af brenn- andi. Valdaríki hans á því tímabili átti rót sína að rekja til þess, að hann hafði gefið upp alla embætta von, aðra en að vera konungur stjórnmálaflokks sírís. Honum hafði verið boðinn ráðherra- staða í stjórn Harrisons, hins eldra, en boð það hafði verið afturkallað fyrir ein- hverjar ástæður. Honum hafði verið boðið embætti í stjórn Lincolns, sem eitthvert óskiljanlegt vald hafði eyði- lagt. Hann var eina mikilmennið, sem á þessari tíð hafði enga tilhneigingu til að flaðra, eða ljúga, og einmitt sökum þess, að hann hafði losað sig við alla stjórnmálalega eigingirni, var hann valdamesti leiðtoginn sem nokkurn tíma hafði í Hvíta húsið komið. Fyrirlitning hans fyrir almennings- I álitinu var takmarkalaus. Djarfur, frum legur, virti allar bendingar allra sam- þjóða manna að vetttugi; var hann eins og útvalin til yfiráða í ósköpum þeim sem yfir dundu eftir forseta morðið. Dyrfskan var mörkuð allsstaðar á hið mikilúðlega andlit hans. — Hin allra skæðustu bituryrði síri lét hann dyngja yfir þá sem hugdeigastir voru í hans eigin stjórnmálafl., og fletti ofan af ieyndarmálum lífs þeirra unz að þeir földu andlit sín íangist og drógu sig í hlé. Hann var aldrei langorður, glettni hans illgirnisleg, fyndni hans stingandi og grimmúðug og gróf. Honum var byltingahneigðin meðfædd. Hann fyrir leit allar venjur og henti gaman að allri ábyrgð. Á hertýgjum hans var aðeins einn veikur blettur, en heimurinn vissi aldrei neitt um hann, og það var brennandi ást sem hann hafði á börnum sínum báðum. Það var sú hlið á sálarlífi hans sem hann hafði falið fyrir öllum mönn- um. Fáguð sjálfselska, sem stafáði máske frá því, að hann vonaði að geta lifað lífi sínu í þeim upp aftur. Það var sú eina mannlega, eða kærleiksríka til- finning sem til var í sálu hans. Og ef um stórkostlegar ágirndar fyrirætl- .anir var að ræða, í sambandi við hinar almennu stjórnarfyrirætlanir hans, og að hann dreymdi um miljónir sem hann ætlaði sér að handsama; þá var það ekki fyrir hann sjálfan, heldur börnin hans. — Þeir Howle, Lynch og Stoneman sátu í skrifstofu foringjans eftir að máltíð- inni var lokið. Stonemanyvar hugsandi. í huga hans voru hinar stórkostlegu fyrirætlanir hans, augnaráð hans var alvarlegt, fast, og gegnum smjúgandi, og augun eins og tveir kaldir ljósdeplar. “Herrar mínir”, sagði hann að lokum. “Eg ætla að biðja ykkur að takast á hendur fyrir stjórnina, þjóðina og ykk- ur sjálfa, hættulegt, en þýðingarmikið verk. Eg segi ykkur sjálfa, sökum þess, að þrátt fyrir allan fagurgala, þá er hver einstaklingur sjálfum sér næstur. Sem betur fer, þá er Lincoln úr vegi og geng- inn til sinnar hinstu hvílu — sem er honum og þjóðinni fyrir bestu. — Dauði hans var óhjákvæmilegur, til þess að bjarga lífi hans. Hann var þarfur mað- ur á meðan að hann lifði, en þarfari er hann dauður. Stjórnmálaflokkurinn okkar hefir mist forseta sinn en fundið Guð — því þá að vera sorgbitnir?” “Við munum nú ná okkur aftur eftir sorgina”, sagði Howle. Stoneman lét sem hann heyrði ekki athugasemd þessa og hélt áfram. “Hlutirnir hafa eins og borist í hend- ur mér, og ég er nærri því farinn að halda að Guð sé með mér og hafi litið í náð sinni til mín á gamals aldri. Hið heimskulega hatur Norðanmanna á Sunnanmönnum fyrir glæp sem þeim kom síöast allra manna í hug að fremja, er auðvitað aflið sem við verð- um að nota, en það verður að nota það varlega. Fyrsta aftaka Suðurríkja leið- toga sem yrði gefin svo heimskuleg á- stæða að sök, mundi vekja yfirgnæfan- legt andstöðuflóð. Fólkið er samsafn af geðveikum heimskingjum”. “Eg hélt að þú værir samþykkur af- töku uppreisnarleiðtoganna?” sagði Lynch undrunarfullur. “Eg var það, en nú er það of seint. — Hefðu þeir verið yfirheyrðir af bráða- birgða herrétti á vígvellinum og skotnir þá hefði allt farið vel. Nú er tilfinning fólksins of viðkvæm. Grant réðst að Stanton í sambandi við hantöku Lees, og Stanton þorði ekki annað en hætta við að taka hann fastann. Sherman nettaði að taka í hendina á Stanton á sýningarpallinum þar sem herfylkingar hans gengu framhjá og það var mesta furða að hann skyldi ekki slá Stanton um koll. Þeir klöguðu Sherman fyrir svik og landráð, fyrir að semja við Joseph E. Johnson eins og Lincoln hafði lagt fyrir hann. Lincoln var dauð- ur og samningar hans svikráð! En hefði hann lifað, þá hefðum við verið kvödd til þess að gleðjast yfir veglyndi hans og þjóðrækni. Hvernig á maður að lifa í þessari veröld og halda jafn- vægi?” “Eg held að Guð hafi leyft dauða Lin- colns, til þess að opna veginn fyrir leið- toga leiðtoganna”, sagði Lynch. Stoneman brosti, þrátt fyrir allt hans skapmagn, lét lofið eins sætt í eyra, og konunum, miklu sætara en það lét í eyra sliggengu dökk-brúnu konunnar, sem lyklavöldin hafði í húsi hans.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.