Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ, 1948 Hvar eru íslenzku handritin bezt komin? Eítir dr. Sigurð Nordal , I. í samningum þeim, sem enn eru á döfinni, um reikningsskil milli hinna fyrverandi sambands ríkja, íslands og Danmerkur, hafa íslenzku fulltrúarnir lagt megináherzlu á það atriði, að ís- lenzk handrit, sem nú eru geymd í dönskum bókasöfnum, verði ílutt þaðan til Islands. Sumum kann að finnast þetta harla óhú- mannleg ósk á þessari öld póli- tískrar raunhyggju, en aðrir munu líta svo á, að hér sé frek- lega gengið á gróna hefð. íslend ingar geta engan efnalegan hagnað haft af endurheimt handritanna, heldur hljóta að baka sér með henni drjúgan út- gjaldaauka. Vér höfum ekkert bolmagn til þess að knýja fram ósánngjarnar kröfur, enda höf- um vér í skiptum vorum við aðrar þjóðir einatt verið lítil- magnar og hart leiknir, en aldrei beitt yfirgangi. Hér hlýt- ur þá að vera um mál að ræða, sem skiptir Islendinga sérstak- lega miklu, en öðrum þjóðum er torskilið, og því ætti stutt greinargerð fyrir viðhorfi voru að eiga nokkurt erindi til nor- rænna lesenda. Það skal tekið fram skýrum stöfum þegar í upphafi, að einungis íslenzk handrit í dönskum söfnum koma hér til greina að svo stöddu. — Málið hefir einnig verið rætt í nokkrum sænskum blaðagrein- um, þar sem vikið hefir verið að íslenzkum handritum í Svíþjóð. En um þau hafa engin tilmæli komið fram af hálfu íslendinga, svo að ég tel ástæðulaust að gera þau að sérstöku umræðuefni. II. “Sögueyjan” er nafn, sem heita má að heyri til barnalær- dómi hinna skandínavísku þjóða, og þótt undir þessu gælunafni leynist að öllum jafnaði mjög svo mikil vanþekking, bæði á “sögunni” og “eyjunni”, felur það í sér rótgróna viðurkenn- ingu á tveimur staðreyndum: að fornsögurnar séu íslenzkar Og jafnframt það, sem íslendingar hafi helzt unnið sér til ágætis í heimsins augum. Til þess að meta til fulls, hvers vriði forn- menntirnar eru íslendingum, verða menn að kunna skil á mörgum hlutum. Svo má líta á sem öll saga Islendinga á þjóð- veldistímanum sé undirbúning- ur bókmenntastarfsemi þeirra á 12.—14. öld. Að henni virðist þjóðin hafa einbeitt beztu hæfi- leikum sínum og kröftum. Ekki aðeins gæði þessara bókmennta gegna furðu, heldur og megin þeirraj. hlutfalli við mannfjölda. Áhrif frá Eddunum og fornsög- unum hafa markað djúp spor í menningu og sögu íslendinga jafnan síðan. Hlutur þeirra í sögu Noregs og andlegu lífi allra norrænna þjóða seinustu aldirn- ar er kunnari en frá þurfi að segja. Ýkjulaust má telja þær klassískastar allra miðaldabók- mennta í Evrópu, og ef til vill eru þær hið frumlegasta og var- anlegasta, sem Norðurlönd hafa yfirleitt lagt af mörkum til heimsbókmenntanna. Vér stönd- um hér andspænis einni af þeim fjarstæðum menningarsögunnar, sem hlýtur að vekja því meiri undrun sem menn kynnast henni betur. Þessar bókmenntir voru raun- ar á blómaskeiði sínu mjög fjarri því, að vera alþýðlegar í þeim skilningi, sem mörgum er tamur enn í dag: að þær væru meira eða minna ópersónulegar skrásetningar alþýðumunnmæla. Þær voru greinilega höfðingja- bókmenntir og náðu líka há- marki snilldar. En þær voru al- þýðlegar að tiginbornu látleysi og þjóðlegum anda, þær voru sprottnar úr jarðvegi safnfélags, þar sem höfðingjavald og lýð- frelsi fór saman, og þær urðu þegar fram liðu stundir, svo kunnar alþjóð manna, að slíks eru engin dæmi um bókmenntir nokkurs annars lands, áður en pientiistin kom til sögunnar. Á þeim tímum, er handrit í öðrum löndum voru dýrar gersemar, sem ekki var á færi annarra en auðugra stoínana og ríkismanna að eignast, hljóta skinnbækur að hafa verið svo að segja á hverju strái á íslandi. Þetta er í raun- inni engu minna undrunarefni en sú bókmenntastarfsemi, sem á undan var gengin. Beinn vitnis burður um þetta eru þær leifar, sem varðveitzt hafa fram á þenn- an dag og af verða dregnar álykt anir um mörgum sinnum fleiri handrit, er glatazt hafa. Óbeint styðst þetta við örugga vitneskju um eindæma almenna lestrar- og skriftarkunnáttu íslenzkra búandmanna á siðaskiptaöld. — Þeirri þjóð, er fyrst hefur samið slíkar bókmenntir og síðan til- einkað sér þær með þessum hætti, verður naumast láð, þótt hún eigi bágt með að sætta sig við það hlutskipti, að nú fyrir- finnst ekki nein fornskinnbók á Islandi, og þótt tilhugsunin um örlög hinna fornu handrita á síðari öldum veki hryggð, sökn- uð og beiskju í brjósti hvers íslendings. III. Orsakirnar til þess, að megin- hluti íslenzkra skinnbóka fór forgörðum á tímabilinu 1550— 1700, en leifar þeirra voru flutt- ar úr landi, eru margvíslegar — Það má telja víst eða sennilegt, að vandlæting siðskiptafrömuð- anna hafi komið hart niður á ka- þólskum tíðabókum, heilagra manna sögum og á einhverjum fornsögum, sem þóttu of verald- legs efnis, en þó væri fjarri sanni að telja slíkt meginorsök. Meiru olli vaxandi fátækt lands- manna, einkum eftir lok 16. aldar, bein afleiðing miskunnar- lausrar skatt heimtu og óheilla- áhrifa dönsku einokunarverzlun arinnar á atvinnuvegi þjóðarinn ar. Mikið hefur farið í* súginn vegna hraklegra húsakynna og ennfremur af þeim sökum, að menn freistuðust iðulega í neyð sinni til að “hagnýta” sér skinn, sem bækur voru skráðar á. En úr hvorugu þessu má þó heldur of mikið gera. Útlendingum, jafnvel þótt lærðir menn séu, veitist jafntor- velt að gera sér réttar hugmynd ir um andlegt líf Islendinga á þessu skeiði sem útbreiðslu bók- menntanna meðal alþýðu manna fyrir siðaskiptin. Þegar maður rekst á ummæli eins og þau, að “menntalíf þjóðarjnnar hafi lið- ið algjörlega undir lok” á 17. öldinni, er þar að vísu um að ræða ágætt dæmi rökvísrar sagnritunar, þar sem fyrst er gengið að því vísu, að bókmennta áhugi sé kominn imdir efnalegri velmegun. En eigi að síður er sú skoðun reist á mikilli vanþekk- ingu á staðreyndum. Sannleikur inn er sá, að þrátt fyrir allt and- streymi örlaganna var 17. öldin að mörgu leyti eitt af blómaskeið um íslenzkrar menningar. Þetta lýsir sér ekki aðeins í skáldskap heldur og meiri hlutdeild alþýðu manna í bókmenntastarfsemi og í endurvöktum áhuga leikra sem lærðra á sögumlegum fræð- um. Þótt ólíkindalegt megi þykja, átti þessi áhugi einmitt drjúgan þátt í hinum dapurlegu afdrifum skinnbókanna. Þess verður fyrst' að minnast, að margar skinnbækur höfðu einnig fyrr á öldum smám sam- an slitnað og eyðzt af lestri og vanhirðu. Af þessu leiddi, að sí- fellt varð að halda bókastofnin- um við með nýjum eftirritum. Eftir að pappírsnotkun varð al- menn, á síðari helmingi 16. ald- ar, var fljótlega hætt að gera eftirrit á bókfell. Skinnbækurn ar fornu voru því orðnar höfuð- stóll, sem á var gengið, en ekki aukið við lengur. Einmitt af því að fornbókmenntirnar voru ekki orðnar úreltar í augum þjóðar- innar, menn litu ekki á skinn- bækurnar sem forngripi, heldur bækur til fróðleiks og skemmt- unar, tóku þeir nýja lampa fram yfir gamla, auðlæsilegri eftirrit á pappír fram yfir skinrfbækur. Jafnskjótt og pappírseftirrit hafði verið gert af skinnbók, vofði glötunin yfir henni. Það var ekki nema fyllilega eðlilegt, að 17. aldar menn væru álíka glámskyggnir á mismunandi málfræði- og heimildargildi skinnbókar og pappírsbókar og menn fyrr á öldum höfðu verið á muninn á frumriti og eftirriti. Þeim mun aðdáunarverðari er skilningur þeirra fáu, er betur vissu, og ber þar hæst Árna Magnússon. Það var ekki fyrr en löngu eftir hans dag, að útgef- endum fornrita yrði ljós gildis- munur handrita. Mundi þykja fært að dæma allan bókmennta- áhuga og menntun af Bretum á dögum Elísabetar drottningar fyrir þá sök, að frumritin af verkum Shakespeares hafa glat- azt? Og hver veit, hversu mörg handrit, er síðar verður saknað, lenda í pappírskörfum höfund- anna á vorum tímum, er bækur þeirra hafa verið prentaðar? Við þessar aðstæður áttu skinn bókasafnarar fremur hægt um vik, og verður að harma, að þeír skyldu ekki hafa verið á ferðinni fyrr, en þó einkum, að sá maður, er var þeirra allra mikilvirkast- ur og skarpskyggnastur, skyldi ekki koma til skjalanna fyrr en á elleftu stundu. Hversu hefði nú farið um skinn bækurnar og fornbókmenntirnar ef afskipti þessara safnara hefðu ekki komið til? Að því verða vitanlega aðeins getur leiddar. Um skinnbækurn- ar er vafalítið, að mörg þeirra brota, sem varðveitzt hafa til þessa, mundu hafa týnzt með öllu. Sumt væri að líkindum ó- glatað enn, einkum stóru skinn- bækurnar , t. d. Flateyjarbók, sem gengið hefðu að erfðum í velmegandi ættum. En eftirrit- un handrita var stundum af miklu kappij-einnig á 18. öld og langt fram á hina nítjándu, og því er ekki sennilegt, að fleiri bókmenntaverk hefðu glatazt fyrir fullt og allt. En hljótum vér Islendingar þá ekki þrátt fyrir allt að vera þakklátir handritasöfnurunum fyrir björgunarstarf þeirra? — Tvímælalaust, að svo miklu leyti sem skinnbækur hefðu farið for- görðum án þeirra tilverknaðar. En frá mannlegu sjónarmiði ætti þó að vera skiljanlegt, hvernig Islendingum hlýtur að vera inn- anbrjósts, er þeim verður til þess hugsað, að þessar dýrmæt- ustu gersemar þeirra eru allar í erlendum söfnum, en engin í vörzlum þeirra sjálfra. Grískur maður harmar að sjálfsögðu, hversu mörg af ágætustu lista- verkum fornaldarinnar hafa glatazt með öllu, en þó mun honum svíða missirinn með öðr- um hætti, er hann virðir fyrir sér The Elgin Marbles í British Museum en þegar honum verð- ur hugsað til Seifsstyttu Feidías ar, sem glötuð er um aldur og ævi. Það er eftirtektarvert, að einhver skilningur á þessu er fólginn í þeim lagafyrirmælum í ýmsum löndum, er banna flutning fornmenja úr landi, þótt hins vegar séu engin ákvæði í þeim um viðurlög fyrir van7 hirðu eða glötun slíkra gripa, sem eru í eigu einstaklinga. Það má sannarlega ekki meta lítils slíkar tilfinningar á því tímabili rammrar þjóðernis- hyggju, sem vér nú lifum, en í sjálfu sér eru þær einar haldlít- ill samningagrundvöllur. Verður annar traustari fundinn? — Eg leiði hér hest minn frá umræð- um um hinn lagalega rétt, enda er gildi hans í milliríkjamálum mjög svo takmarkað. En hvað skal þá segja um “siðferðilegan rétt?” Eg get ekki annað en öf- undað þá menn, sem eru svo stálslegnir í lögmálum siðfræð- innar og siðferðilegu breytni, að þeir treysta sér til að afgreiða það mál með einum pennadrætti. Mín skoðun er sú, að eðlilegast sú, að það vandamál, hvar ís- lenzku handritin séu bezi kom- in, verði ekki aðeins athugað í ljósi nútímaskilnings á eigna- rétti eða sögu liðinna alda, held- ur fyrst og fremst með verkefni og skyldur ■ framtíðarinnar í huga. IV. Hvað er mönnum heimili að eiga? Fyrr á tímum mátti heita, áð engar skorður væru við því settar. Órahægt og gegnum ægi- legar þrengingar á vettvangi fé- lags og alþjóðamála virðist mann kynið vera að ryðja sér braut til skynsamlegri skilnings á eðíi og takmörkun eignaréttarins. En ýmiss konar umbaétur í þeim efn um, t. d. afnám þrælahalds og átthagafjötra, tákna þó sam- kvæmt eðli sínu brotthvarf frá frumstæðu ræningjasiðferði og skref í áttina til nýrrar menn- ingar. Þær þjóðir, sem búið hafa við hernám nazista, hafa öðlazt nýja reynslu um þann háska að selja sál sína, þá virðingu fyrir sjálfum sér, sem dýrmætari er öllum öðrum eigum manna. Það liggur í augum uppi, að fyrir- Dani hafa íslenzku handritin að- eins gildi sem sýningarmunir og fræðaheimildir. Danmörk mætti heita jafnauðug án þeirra. Fyrir ísland hafa þau allt annað og meira gildi. Islenzkar fornbók- menntir eru í heimsins augum eina lamb fátæka mannsins og hinar fornu skinn bækur einu sýnilegu leifarnar frá mesta blómaskeiði þjóðmenningar vorr ar. Geymsla þeirra í erlendum söfnum hlýtur sífellt að rifja upp mesta niðurlægingarskeiðið í stjórnmálum vorum og efnahög um og gera oss þann þátt sögunn- ar miklu minnisstæðari en æski- legt væri. Eg er ekki í hópi þeirra manna, er líta svo á, að núlifandi kynslóðir í Danmörku beri ábyrgð á þeim þjáningum, sem forfeður þeirra leiddu yfir þjóð vora. En hins vegar finnst mér ekki, að Danir nú á tímum, ættu að vera fastheldnir á þau sigurmerki frá þeim dapurlegu tímum, sem unnt er að skila aft- ur. Eg er sannfærður um, að hverjum Dana, sem þekkti rauna sögu Islands á 16.—18. öld til nokkurar hlítar, mundi vera hugarléttir að því að segja eitt- hvað á þessa leið við Islend- inga: “Vér getum ekki vakið þá frá dauðum, sem urðu hungur- morða á þessum öldum. Forfeð- ur vorir hefðu líka án efa hagn- azt enn meir á íslandi, ef þeir hefðu haft vit á að reka þar skynsamlega viðskiptapólitík. — Ekki tjóar heldur að jagast út af peningum, sem fyrir löngu eru farnir í súginn og kaémi yður að litlu haldi í lífsbaráttunni héðan af. En takið í guðanna bænum aftur við öllu því herfangi frá þessum tíma, sem enn er í vor- um fórum, og reynið svo að gleyma því, sem ekki verður aft- ur tekið. Ef gömlu skinnbæk- urnar geta orðið yður til harma- bótar og yndisauka, ef þær eru brot af yðar sál, en ekki vorri, þá eigið þér þær með fullum rétti!” Það hefir styrkt trú mína á menniná á þessum tvísýnu ólgutímum að mæta einmitt þess um skilningi hjá mönnum, sem hátt ber í dönsku menningarlífi, Og frétta af svipuðum ummæl- um í dönskum blöðum. Slíkt vitnar um lausn af klafa trén- aðra skoðana á eignaréttinum og þeirrar þjóðrembingsfullu eigingirni, sem heldur dauða- haldi í kjörorðið forna:Væ víclis! — Sigraðir menn verða að sætta sig við allt!* V. Hvað er mönnum heimill að selja og við hvaða verði hafa menn rétí íil að kaupa? Það er kunnara en um verði deilt, að nokkur hluti _ hinna íslenzku handrita í Danmörku var feng- þangað að láni, en aldrei skilað aftur. Nokkuð var flutt utan samkvæmt konunglegri áskorun, er heita mátti jafngild beinni fyrirskipun á þeirn tímum. Árni Magnússon safnaði miklu, með- an hann var umboðsmaður dönsku stjórnarinnar á íslandi. Honum veittist það léttar eða tókst það stundum eingöngu vegna þeirrar aðstöðu sinnar. Þegar hann arfleiddi Kaup- mannahafnar háskóla að safni sínu, gerði hann það blátt áfram af þeirri ástæðu, að þá var ekki til nein stofnun á Islandi, sem hann gæti trúað fyrir því. Nokk- uð af handritum var gefið ein- staklingum í Danmörku af eig- endum þeirra á Islandi eða jafn- vel keypt fyrir peninga. Ætla mætti, að enginn vafi gæti í því leikið um hin síðast töldu, að þau hafi verið réttmæt eign kaup endanna. Þó kemur enn hér tvennt til álita. — Sé litið á allar éignir sem geymslufé, svo sem jafnréttmætt virðist frá siðfræðilega sem hag- rænu sjónarmiði, liggur þegar í augum uppi, að þeir menn, sem gáfu eða seldu handritin úr landi, hafa gert slíkt af fákænsku og í blindni. Réttur til eignaaf- sals hlýtur að takmarkast af á- byrgð, ekki aðeins gagnvart erf- ingjum þess, sem hlut á að máli, heldur og gagnvart þjóð hans. I ævafornum norrænum lögum voru slíkar skorður settar við því, hvað manni var leyfilegt að selja. Erfingjar hans gátu, þeg- ar svo stóð á, krafizt innlausnar á óðali eða jarðeign. Fullyrða má líka, að nútímamenn finni æ skýrar til þess, hversu óviður,- kvæmilegt er, að stóreignir séu fluttar úr landinu, þar sem þeirra er aflað, og falli öðru landi í skaut, vegna gjafa eða arfleiðslu. — I annan stað má spyrja, hvort kaupverð þeirra gripa, sem hér um ræðir, hafi verið í nokkru samræmi við verðmæti þeirra. Vér tölum um reyfarakaup, og nútímalöggjöf viðurkennir ekki þá viðskiptaaðferð, að kaupandi hagnýti sér purkunarlaust fá- kænsku eða neyð seljandans. — Kaup geta líka verið rán. Vér dáumst naumast lengur óskorað að bragðvísi Jakobs, er hann hafði frumburðarréttinn út úr * Úr hinu mikla safni Árna Magn- ússonar æskja íslendingar vitanlega aBeins hinna íslenzku handrita. Pengi safniS af beim ljósmynduS eftirrit — annaf>hvort filmur e8a ijðsmyndir, aS svo miklu Ieyti, sem þau hafa ekki þegar veriB gefin út I ljðsprentuSum útgáfum, sbr. hina frægu fornritaút- gáfu Ejnars Munksgaards, Corpus codicum Islandicorum medii ævi, — mundi fræ8agildi safnsins haldast 6- skert aS mestu. Munurinn á því, sem íslendingar endurheimtu og því, sem Danir héldu, yrði að nokkru leyti fðlg- in í minjagildi sem er allt annaS fyrir Dani en íslendinga, og aS nokkru leyti í möguleikanum á þvl að lesa hina erfiðustu ritstaSi, þar sem venjulegar ljósmyndir hrökkva ekki til. En til þess a8 ráSa fram úr slíkum ritstöS- um ættu íslenzkir málfræSingar aS vera öSrum færari framvegis eins og hingaS til. Esaú fyrir einn málsverð af baunum. Hugsum oss, að Kaup- mannahöfn væri í umsátri og borgararnir ættu um það tvennt að velja, að verða hungur- morða eða selja gersemarnar í Nationalmusæum fyrir dálítið af korni. Mundu menn ekki taka þann kostinn að bjarga lífinu? Nordahl Grieg kemst svo að orði í dásamlegu kvæði um Lundúnir: Sjálfgert, að sprengja saki! En sú þykir blessun hlaðin, sem brýzt inn í gotneskt guðshús en geigar frá barmi í staðinn. — Þýðing M. Á. En mundu menn telja þetta heiðarleg viðskipti eftir á? Á íslandi eru til fornar sagnir um jarðir, sem seldar voru fyrir einn ketbita í hallærum. Þó að vera megi, að engin handrit hafi ver- ið seld með slíkum atvikum í bókstaflegum skilningi, þá var fátækt íslendinga á 17. öld svo mikil og söluverð handritanna, er nú verða ekki metin til fjár, slíkir smámunir, að enginn ær- Jegur maður getur kinnroðalaust haldið því fram, að hér hafi ver- ið um réttmæt kaup að ræða. VI. Hvar má búast við, að hin ís- lenzku handril komi að mesium og bezíum nolum eftirleiðis? Ef vér lítum svo á, að handritin séu vörzlufé, lítum ekki fyrst og fremst á réttinn til að eiga, held- ur skyldurnar, sem því fylgja; þá hverfum vér frá fortíðinni og tilfiiiningamálunum og snúum oss að framtíðinni og viðfangs- efnum hennar. Þótt ekki megi gera of lítið úr öðrum sjónar- miðum, ætti málið að vera auð- ræddast og auðskýrðast frá þeirri hlið. Þessa skoðun hafa og íslenzku samningamennirnir lát- ið ótvírætt í ljós, og þar vakir ekki það eitt fyrir þeim, hvað íslandi sé fyrir beztu, heldur umheiminum. Þetta viðhorf kannast menn mæta vel við í öllum menningarþjóðfélögum. Þegar t. d. stórjörðum er skipt, er tilgangurinn ekki sá einn að sjá fleiri bændum fyrir jarð- næði, heldur er það fyrst og fremst gert í því skyni að auka afrakstur jarðarinnar. — Verði brezku kolanámurnar þjóðnýtt- ar, er það vegna þess, að eigend- ur þerira hingað til hafa brugð- izt þeirri skyldu að nýta þær nógu skynsamlega. Það er alkunna, að frá önd- verðu og fram á þennan dag hafa íslendingar átt meginþátt í því að búa fornritin til prentun- ar og skýra þau. Þeir stóðu hér betur að vígi en aðrar þjóðir vegna þess að íslenzk tunga er enn í dag að mestu óbreytt frá því í fornöld og samhengi bók- mentanna yfirleitt órofið. — Á- stæðan til þess, að íslenzkir út- gefendur og skýrendur fornrit- anna dvöldust og störfuðu all- flestir erlendis fram að síðasta mannsaldri, var sú, að þeir áttu ekki annars úrkosta. Handritin voru utanlands og enginn há- skóli í íslenzkri tungu og bók- menntum og öðrum í sögu ís- lands, var Kaupmannahafnar- háskóli einnig háskóli Islands í þessum fræðum. Segja má þó, að umskiptin verði fyrst gagn- ger eftir 1918, er réttur íslenzkra (Frh. á bls. 3) KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.