Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 4
 LÖGBERG, _FIMTUDAGINN, 22. JÚLÍ, 1948 --------iLogberg------------------------- GefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG ■595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögbergr” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-Socond Class Mail, • Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Foringjaval í öndverðum næsta mánuði heldur Liberalflokkurinn alþjóðarþing sitt í Ottawa með það fyrir augum, að velja eftirmann Mr. Kings og semja nýja stefnuskrá; er þess að vænta, að svo verði hátt til lofts og vítt til veggja, að meginþorri þjóðarinnar geti aðhylzt hana; á því hvílir framtíð flokksins, eigi aðeins hin næstu ár, heldur og einn- ig langt fram í tímann. Þótt ótrúlegt sé, verður maður þess langt of víða var, að menn láti sér það í léttu rúmi liggja, hver verði eftirmað- ur Mr. Kings; þetta sýnist því furðu- legra sem vitað er, að hinn nýi foringi verður að minsta kosti um stundar sak- ir, næsti forsætisráðherra í Canada. Það mun nú nokkurnveginn á al- manna vitorði, að Mr. King sé hugar- haldið um það, að núverandi utanríkis- ráðherra, Mr. St. Laurent, takist flokks- forustuna á hendur og verði jafnframt næsti forsætisráðherra; kemur víst flestum saman um það, að Mr. St. Laur- ent sé manna bezt til forustu fallinn, sakir mannkosta, lærdóms og glæsilegs persónustyrks; þess verður samt sem áður vart, þó skömm sé frá að segja, að Mr. St. Laurent sé fundið það til foráttu, að hann sé fransk-canadiskur Quebec- búi og ofan á kaupið kaþólskur; slík firra ætti fljótt að vera kveðin niður, því hún brýtur að öllu í bága við viður- kent trúarbragðafrelsi og lýðstjórnar- hugsjónir þjóðarinnar. Var ekki Sir Wilfrid Laurier Quebec-búi og kaþólsk- ur líka, og hefir nokkur annar maður risið hærra í stjórnmálasögu Canadisku þjóðarinnar eða notið almennari ást- sælda? Þó skoðanir skiptist um margt, skipast þær lítið í því tilfelli. Núverandi landbúnaðarráðherra, Mr. James A. Gardiner, hefir kunngert að honum leiki hugur á foringjastöðunni, og tjáist hafa fengið áskoranir úr öllum fylkjunum í þá átt. Mr. Gardiner er harðsnúinn stjórnmálaberserkur, en hann er ábærilega af hinum gamla skóla, og þessvegna mun vafasamt hvort hann myndi reynast nægilega víðsýnn og vængbreiður til að ráða fram úr þeim fjölþættu viðfangsefnum, er ný viðhorf, eigi síður innan Liberal- flokksins en á öðrum sviðum, óhjá- kvæmilega hljóta að skapa. Margir hall ast á þá sveif, og það ekki að ástæðu- lausu, að velja yngri mann til foringja- tignar, en þá Mr. St. Laurent og Mr. Gardiner, sem báðir eru hálf-sjötugir að aldri, þó vænta megi að reynsla hinna eldri manna komi sanngjarnlega til greina. Af hinum yngri mönnum, er einkum talað um þá Macdonald forsætisráðh. í Nova Scotia, Abbott fjármálaráðherra, Martin heilbrigðismálaráðherra. Clax- ton hermálaráðherra og Stuart S. Gar- son forsætisráðherra í Nanitoha, og munu naumast vera deildar meiningar um það, að hann er þeirra hæfastur; en eins og sakir standa, má Manitobafylki illa án Mr. Garsons vera, því hann hefir í hvívetna reynst fylkisbúum hinn nýt- asti forustumaður, hagvitur og fylginn sér vel; hann getur seinna tekið sæti í sambandsstjórn og jafnvel tekist flokks forustu á hendur, þó eigi verði af því í þetta sinn. Að öllu athuguðu, virðist flest. mæla með því, bæði vegna Liberalflokksins og þjóðarinnar í heild, að Mr. St. Laurent verði valinn til foringja á áminstu flokksþingi, því með þeim hætti mun canadiskri þjóðeiningu bezt borgið. -f -f > Ágæt ritgerð um Steingrím Thorsteinsson í maí-hefti tímaritsins Scandinavian Studies, er ágæt ritgerð um Steingrím Thorsteinsson skáld, eftir Dr. Richard Beck; eru sérkennum þessa mjúk- strengjaða skálds gerð glögg skil í rit- gerðinni, jafnframt hinni nöpru - kald hæðni, sem einkennir fjöldann allan af lausavísum þess. Steingrímur skáld söng sig, flestum samtíðarmönnum sín- um fremur inn í vitund þjóðar sinnar; hann frumorti og þýddi söngtexta í hundraða tali, sem almenningur, jafnt til sjávar sem sveita, lærði utan að og hafði unun af; hefir Dr. Beck með á- minstri ritgerð, eins og raunar svo mörgu öðru, unnið hið þarfasta verk með því að kynna Steingrím skáld ensku mælandi heimi. v Eins og gefur að skilja, eykur það að mun á gildi áminstrar ritgerðar, hve* margt er þar sýnishorna af Ijóðum skáldsins í formfögrum, enskum þýð- ingum, en þýðendur eru Sir William A. Craigie, Jakobina Johnson, Runólfur Fjeldsted, Watson Kirkconnell og Vilhjálmur Stefánsson. Fjölþættri menningarstarfsemi Stein gríms skálds, er ýtarlega lýst í ritgerð Dr. Becks, og ber slíkt að þakka og meta. — -f -f f Þjóðþing kvatt til funda Meðal þeirra sniðugustu fyrirbrigða, sem gerðust á nýlega afstöðnu útnefn- ingarþingi Demokrata í Philadelphiu, verður að telja það, er Truman forseti kunngerði, að hann hefði afráðið að kveðja þjóðþing Bandaríkjanna til funda þann 26. yfirstandandi mánaðar; kom tilkynning þessi eins og þruma úr heiðskíru lofti, því þingi hafði svo að segja verið ný-slitið, og ekki til þess vh> að, að nein sérstök mál lægi fyrir, er ekki hefðu mátt bíða reglubundins þingtíma. Mr. Truman kvað megin á- stæðurnar fyrir því, að nauðsynlegt væri að kalla saman aukaþing, vera einkum tvær; hin fyrri lyti að því, að ráða bót á þeim vanda, sem frá vaxandi dýrtíð í landinu stafaði, en hin síðari áhrærði víðtækar breytingar á heil- brigðismálalöggjöf þjóðarinnar, er eigi hefðu náð framgangi á hinu reglu- bundna þingi. Republicanar tjást ekki sjá neina að- kallandi nauðsyn á aukaþingi, og bera Mr. Truman það á brýn, að verið sé að gera tilraun að dytta eitthvað að hrynjandi höllum Demokrata í tilefni af næstu forsetakosningum, þó litlar lík- ur séu á að honum verði kápan úr því klæðinu. — f f f Fjölskyldustyrkurinn Þegar núverandi sambandsstjórn hratt í framkvæmd löggjöfinni um fjölskyldustyrk í landinu, brugðust ýmsir helztu forkólfar fésýslumanna reiðir við, töldu löggjöfina hreinan og beinan sósíalisma, auk þess sem hún frá fjárhagslegu sjónarmiði, hlyti að verða þjóðinni um megn; nú eru báðar þessar yfirborðsástæður foknar út í veður og vind; að minsta kosti er sósíal- isma-grýlan með öllu úr sögunni, og það ber heldur ekki á því, að fjárhagur þjóðarinnar hafi lamast til muna vegna þessa nýmælis; löggjöf þessi hefir kom- ið þjóðinni að ómetanlegu gagni, og lagt grundvöll að hraustari og frjáls- mannlegri æsku í landinu, en áður gekst við. — f f f Lætur af flokksforustu Mr. John Bracken hefir kunngert, að hann láti af forustu íhaldsflokksins eins fljótt og því verði viðkomið; tjáist hann hafa tekið þessa ákvörðun að lækniö- ráði. Mr. Bracken gerðist forsætisráð- hérra í Manitoba árið 1922 og gegndi því embætti í 20 ár; enginn frýaði hon- um vits né heldur bar honum á brýn skort á stjórnmálakænsku. Árið 1942 tókst Mr. Bracken á hend- ur forustu íhaldsflokksins í Canada, og kom það flatt upp á marga fyrri fylgis- menn hans; fáum mun nokkru sinni hafa komið það til hugar í alvöru, að Mr. Bracken yrði forsætisráðherra í Canada jafnvel þó heilsa hans eigi bil- aði, því til þess var hann ábærilega of mikill tækifærissinni. íhaldsmenn þótt- ust himinn hafa höndum tekið, er Mr. Bracken gekk á mála hjá þeim fyrir sex árum; þeir eru engu nær valdatakmark- inu en áður, nema síður sé. Þegar ösin dreyfist Margt kemur manni til hugar við lestur þeirrar skýru og skil- merkilegu greinar, sem Dr. Rich- ard Beck skrifar um heimferð sína, á Lýðveldishátíðina 1944. Það fyrsta, sem mér kom til hug- ar, er hann lýsir flugi sínu yfir slóðir Grænlands, er gæfumun- urinn á honum og þeim mönn- um„ sem komu þar í fyrndinni, af íslenzku bergi brotnir, og manni er sagt, að sjónir hafi tap- ast á. Líklega við ömurleg örlög. Hér er maður, sem bæði fyrir stórbættar kringumstæður lífs- kjaranna fyrir einstaklinga og heild, sem og fyrir eigin hæfi- leika og viljafestu, hefir sigrast svo á lífsins erfiðleikum, að hann er að verðugu kosinn sendiherra þjóðarbrotsins vestra, til ætt- landsins við stór-gleðiríka hátíð, og svífur nú um loftin blá í víð- feðmi hafs, hauðurs og himins- ins sjálfs. — Máske ferðin þarna um, hafi að einhverju — ég óska miklu leyti — verið svar upp á för Leifs vestur, fyrir svona mörgum öldum síðan. Það eru oft marglitir þræðirnir í vefnum og seinlegt að vefa þá — ekki sízt þegar um það ræðir að spjaldvefa eða knypla. — Öll lýsing hátíðahaldsins á íslandi, virðist manni svo ljós, að vel er hægt að lifa í anda með því, við lestur frásagnar- innar. Almanakið Eitt af mörgu, sem Dr. Beck hefir vel gert fyrir íslendinga vestra, er að ritstjórna Almanak inu. Það er ekkert minna en vel- gerningur, að gefa það út og þá líka að vera ritstjóri þess. Von- andi að það verði mögulegt lengi enn. Tímatal, fróðleikur, skemt- un í frásögnum, sögulegur fróð- leikur frá því er á daginn dríf- ur hér vestra, alt þetta hefir fundist, ár af ári, í þessu sér- staka riti. Almanakið 1948, er engin und- antekning þessara atriða, heldur gildur förunautur þeirra er á undan hafa komið, fyr og síðar. Víst er það stór merkilegur og mikill partur af sannri, íslenzkri trygð, að Thorgeirsson’s bræð- urnar gefa Almanakið út. Væri betur að fleiri sýndu íslenzkri útgáfu hér vestra svipaða trygð. Það mega þó menn muna og hugsa útí, að þó að rót þeirra sem hér eru barnfæddir, sé hér, þá verðskuldar minning þeirra, sem á undan hafa gengið, í fleiri tilfellunum, að því sem á ís- lenzku er gefið út vestra og nauðsyn er að hafa, meiri og minni nauðsyn — að minsta kosti — sé sýnd veruleg athug- un og viðhald. í Almanakinu í ár, fyrst tíma- tal og fróðleikur í því efni, sem gott er að muna, stutt og skýrt fram settur, sem og veðurathug- anir. Þegar þessum fróðleiksköflum og tímatalinu sleppir, mætum við nokkru sem við könnumst vel við og áttum okkur á. — Myndir af vinum og samferða- mönnum á töluvert langri leið, hér vestra. Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson skáld, rithöfundur, læknir, ritstjóri, eljumaður við alt sem hann hefir snert við, og kona hans frú Haldóra Þorbergs dóttir. Mér finst myndin af þeim vera ágæt — fjarska falleg í rauninni. Svo margt af lífsrún- um ferðalagsins, er skrifað í and- lit þeirra, sem sýnir að þau hafa ekki einungis lært í skóla innan fjögra veggja, heldur og líka í skóla lífsins. Á meðal þeirra kvenna, sem ég kyntist "íyrst hér vestra var stúlka að nafni Dóra Féldsteð. Það féll vel á með okkur og við urðum góðir vinir. Hún var fíngerð og bjó yfir undrum af smekkvísi og viðkynningu við margar bækur. Bróðir hennar Runólfur Féldsteð, síðar séra Runólfur, var um þær mundir að ganga á Wesley College og hjá honum eignaðist hún bæðí víðtæka þekkingu á skáldum, rithöfundum, sém og bækur til lesturs. Þetta minkaði ekki, er hún giftist Sigurði Júlíusi Jóhannessyni, heldur óx og þrosk aðist; Dóra kunni svo vel að meta alt, sem var fallegt, fínt og virkilegt. Og hún kann það enn. Hún átti falleg draumalönd og bygði vel og trúlega sína virkileikans heima. Það mun verða erfitt að finna betur skrifað um nokkurn sam- ferðamann, svona í stuttu máli, en Dr. Beck skrifar hér um Dr. Sigurð Júlíus Jóhannesson. — •Skilningur hans á manninum, er dásamlega djúpur og lýsingin öll réttmæt og falleg, sem og þau fáu orð, sem hann skrifar um frú Halldóru. — Þá kemur í Almanakinu æfi- minning látins manns, Halldór Gíslason að nafnj. prófessor. — Hún er rituð af séra Guttormi Guttormssyni öðrum stór-hæfi- leika manni, hér vestra, sem vígt hefir krafta sína kirkjunni og hennar málum, beint talað. Þegar maður sér nafn séra Guttorms, kemur í huga manns eitt og annað um þá framúrskar- andi hhæfileika menn, sem ís- lendingar áttu sín á meðal fyrir löngu síðan, eða hér framan af: “Enginn hefir gert annað eins á Wesley College og Gutti”, heyrði ég Hjört Leo segja í Winnipeg, fyrir mörgum árum og hann til- greindi feikn af tungumála- og stærðíræðisnámi, sem Guttorm- ur gerði á þeim skóla, og sem kæmi flestum til að sundla við að athuga. Annar maður sagði, að Runólfur Féldsteð hefði “talað grísku upp úr svefninum”, svo mikill var áhugi hans fyrir því námi, enda tók hann verð- laun í gulli, í því. I æfisögu séra Hjartar Leo, sem séra Guttorm- Guttormsson skrifaði fyrir nokkrum árum, má sjá nokkuð um það, sem séra Hirti var gefið. Hann var skáld, stærðfræðingur, kennimaður, mælskumaður með afbrigðum. Telpa sem var á barnaskóla hjá honum, úti í sveit, og kærði sig ekkert mikið um bækur, sagði að sér væri alt- af vel við hann af því hann hefði verið börnunum góður. Einn í hópi þeirra mörgu glæsimenna, sem Vestur-íslendingar áttu þá og eiga enn, var séra Carl J. Olson. Hánn mentaðist sunnan línunnar, en starfaði snemma norðan hennar. Mælsku hans og námshæfileikum var snemma viðbrugðið og í starfsferli hans má alstaðar rekja þá miklu á- Járnbrautarverkfalli afstýrt Svo að segja um elleftu stundu eða einungis 15 klukkustundum áður en gert var ráð fyrir að als- herjar verkfall járnbrautar- þjóna í Canada yrði hafið, kunngerði verkamálaráðherra sambandsstjórnar, Mr. Mitchell, að afstöðnum ráðherrafundi á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, að yfirvofandi verkfalli hefði verið afstýrt, með því að samkomulag hefði náðst milli forráðamanna járnbrautarfélag- anna þeirra; samtök járnbrauta- þjóna höfðu farið upprunalega fram á 35 centa kauphækkun á klukkustund; fyrst var þeim boðin 7 centa hækkun, þar næst 10 centa og loks 15 centa hækk- un, og synjuðu málsvarar járn- brautaþjóna öllum slíkum til- boðum; að lokum varð það að ráði, að kaup járnbrautaþjóna yrði hækkað um 17 cent á klukkustund frá 1. marz síðast- liðnum að telja. Járnbrautarfélögin, eða öllu heldur forráðamenn þeirra herma, að áminst kauphækkun, feli í sér 75 miljón dollara aukin herzlu, sem hann hefir lagt bæði á trú og siðgæði. Þá skrifar í Almanakið séra Sigurður S. Christófersson, um skáldið Sigurbjörn Jóhannsson, er það, eins og vænta mátti, sér- lega falleg grein og skrifuð af hlýleik miklum í garð ' þess er um ræðir, einnig eru sýnishorn ljóðanna hugðnæm. Sigurbjörn mun vera faðir skáldkonunnar þjóðkunnu og listrænu, frú Jakobínu Johnson. Næst er prýðileg og all-fróð- leg grein um Jón K. Ólafsson fyrrum ríkisþingmann í Norður- Dakota. Það opnar fyrir manni dyr að ýmsum fróðleik og at- burðum, er maður les hitt og þetta, sem þarna er. Kona. Jóns K. Ólafsson, frú Kristin, heyrði ég sagt, að hefði verið önnur fyrsta íslenzka stúlkan, sem orðið hefði kennari í Manitoba. Hin stúlkan var Miss Inga John son, síðar frú Ingigerður Jóns- son kona Dr. Björns Jónssonar. Enn skrifar um merkishjón í Argyle bygð, J. G. Oleson með þeirri list sem honum er lagin. Hún er full af góðvild og skýr- leik á málefninu, sem hann tal- ar um, og mun ekki neitt bera hér útaf því. Þá er: Við legstað skáldkon- ungsins, eftir Dr. Beck. Talar hann þar um Einar Benediktsson og það öllum mönnum til bóta, að lesa það. Guðmundur Jónsson frú Hús- ey hefir oft skrifað fréttagrein- ar í Lögberg — og máske víðar, sem og aðrar greinar og pistla sem gaman hefir verið að lesa. Hér kemur hann með gamansög- ur, sem ekki standa öðru slíku að baki nema eina vildi ég gjarna undanþiggja, þá um tík- ina, sem lögð var á brjóst kon- unni. Þó hún sé jafn snjöll ög hinar, þá er hugsunin of óhugð- næm til þess að halda henni uppi. Vildi ég því óska að þegar hún kemur næst í hendur sóma manna, að þeir stingi henni “undir stól” það er niður hjá sér. Að öllum hinum sögunum er verulega gaman, dægrastytting að lesa og vel gert að viðhalda þeim, sem sýnishorni þess hæfi- leika, sem sýnist búa ríkt í þess- um manni. — Helztu viðburðir meðal íslend inga í Vesturheimi, sem Alman- akið endar á, innihalda mikinn fróðleik af ýmsum tegundum, sem allir ættu að lesa. Almanakið í heild, er hið prýðilegasta, fult af litbrigðum mismunandi frásagna, er minna mann á að tillög þeirra er vel gera, til mannfélagsins eru eins mismunandi og litir regnbogans. Mér finst að Almanakið ætti að vera á hverju íslenzku heim- ili. — Rannveig K. S. Sigbjörnsson útgjöld á ári, er einungis verði bætt upp með hækkuðum farm- gjöldum. TRADITIONS OF CIVILITY by Sir Ernest Barker. — Cambridge University Press, 370 bls. Verð 21 sh. — Höfundur þessarar bókar, sem nýlega hefir látið af kenslustarfi í pólitískri hagfræði við Cam- bridge-háskóla, birtir hér safn af ritgerðum um ýmis efni, er öll varpa ljósi á það sama: listina að vera siðmenntaður. Augljós er aðdáun hans á forngrískri menningu. Hann er jafnfróður um grísk áhrif á líf og hugsun Englendinga og Oliver Crom- well og ensku þjóðina. Þessar 8 ritgerðir eru mjög athyglis- verðar og sýna,-hve sterk áhrhif sögunnar og fornmenntanna hafa orðið á nútímamenninguna í beztu merkingu þess orðs..Þeir, sem efast um menningargildi sögunáms, ættu að lesa þessa bók. Hún veitir og mfkla fræðslu um þann grundvöll, sem ensk nútímamenning hvílir á.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.