Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.07.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 22. JÚLÍ, 1948 3 Saga Israelsþjóðarinnar Nýlt rit eftir Ásmund GuSmundsson prófessor Sá atburður gerðist fyrir skömmu, að lýst var yfir stofn- un nýs ríkis við botn Miðjarðar- hafs, 2670 árum eftir að lítið ríki með sama nafni, ísraelsríki, leið undir lok á sömu slóðum. Mörg- um hefir síðan verið hugsað í austurveg, og þeir atbilrðir, sem þar hafa verið að gerast, hafa fylt mikið rúm í heimsfréttun- um undanfarnar vikur — enda er að margra dómi þaðan að vænta þeirra tíðinda, sem geta haft í för með sér örlagaríkar af- leiðingar fyrir sögu alls mann- kynsins. Sennilega er það tilviljun ein, að rétt um sama leyti og þetta er að gerast, kemur út á öslenzku í fyrsta sinn saga hinnar fornu Israelsþjóðar, skráð eftir öllum þeim heimildum, sem til eru um hana, og samkvæmt beztu vís- indalegum rannsóknum þeirra heimilda. Er það Saga ísraels- þjóðarinnar eftir Ásmund Guð- mundsson prófessor, gefin út af H.f. Leiftri í Reykjavík. “Bók þessi er ætluð almenningi, en þó fyrst og fremst guðfræðingum og kennurum”, segir í formála Og höfundi hefir tekizt að gera bók sína þannig úr garði, að hún geti fullnægt þessu tvöfalda hlut verki. Hún er í senn Ijóst og fjörlega rituð, aðgengileg hverj- um manni, og nákvæm og á- byggileg fræðibók. Höfundurinn rekur sögu ísraelsþjóðarinnar, allt frá hin- um fyrstu drögum, sem til henn- ar verða rakin. Þegar Chabírú, Hebrear, þ. e. farandættir, hirð- ingjaflokkar af eyðimerkursvæð inu austan Jórdanar, og jafnvel alla leið austan frá Úr í Kaldeu, syðst í Mesópótamíu, þar sem æfaforn og blómleg menning hafði þróazt, fara að leita inn í Kanaansland, og til þeirra daga, þegar Gyðingar vörðust umsát um Jerúsalem, þrotnir að birgð- um vatns og vista, líkt og nú, en urðu að lyktum að láta undan síga fyrir hersveitum Rómverja sterkasta herveldis þeirra tíma, og borgin helga var í eyði lögð svo' að ekki stóð eftir steinn yfir steini. Milli þessara takmarka gerðist löng og sundurleit saga, oft lituð blóði og tárum drifin, saga um sigra og ósigra, glæsi- leik og gæfuleysi, frelsi og áþján, útiegðir og endurheimt hins fyrirheitna lands. Er sú saga að mörgu leyti einstæður þáttur í sögu mannkynsins, en þó eink- um fyrir það, að með þessari litlu, hrjáðu, sundurlyndu þjóð, sem taldi sér það hlutskjpti upp- fylling guðlegra fyrirheita, að búa á krossgötum stórveldanna vera sífellt bitbein þeirra á víxl, þróaðist hærri siðgæðisandi og. háleitari trúarþroski, en nokkurs staðar var hægt að finna með samtíð hennar, og gnæfir enn í boðskap spámanna hennar hátt yfir aldirnar, sem liðnar eru, síðan bókmenntir hennar voru skráðar. Saga Gyðingaþjóðarinnar síð- an hún hraktist burt úr sínu fyr- irheitna landi eftir eyðingu Jerúsalemborgar árið 70 e. Kr. og til þessara daga, er húu hugð- ist á ný að stofnsetja ríki ísraels í hinu sama landi, er einnig ein- stætt fyrirbrigði í veraldarsög- unni og vafalaust á margan hátt girnileg til fróðleiks. Hún er ekki skráð í þeirri bók, sem hér um ræðir, en það væri þarft verk, að sú saga væri einnig skráð af fordómalausri rannsókn og þekkingu, því að í mörgu mun hún vera oss íslendingum á huldu, og því hægt um vik, að halda að mönnum ýmsum fjar- stæðum um það, hvar nú sé hinn ar sönnu ísraelsþjóðar að leita. En enda þótt sú saga sé ekki enn skráð á íslenzku, getur einn- ig saga hinnar fornu Israelsþjóð- ar gert margt skiljanlegra í því, sem nú er að gerast í því landi, sem oss er tamt að nefna landið helga, fyrir þá sögu, sem eitt sinn gerðist þar. Þess vegna er það víst, að ísraelssaga Ásmund- ar prófessors verður mörgum kærkomin, einmitt á þessum tíma. Hún á ekki aðeins erindi til presta og kennara, heldur til allra, sem unna sögulegum fróðleik og vilja skilja þá at- burði, sem eru að gerast merki- legastir með samtíð sinni. Bókin er prýdd fjölda mynda, og vel til útgáfunnar vandað af forlagsins hálfu. Björn Magnússon. Tíminn, 10. júní. Þeir vitru sögðu: Montaigne: “Eg hefi áhuga fyr ir öllum hlutum heimsins. Jörð- in kemur mér að gagni, af því að ég geng á henni; sólin, af því að hún veitir mér birtu, en stjörnurnar hafa sín áhrif á mig”. Thomas Fuller: “Stærilæti og fátækt virðist ekki eiga sam- stöðu í tilverunni, en eru þó býsna oft samfara hvort öðru”. Hvar eru íslenzku handritin bezt komin? (Frh. af bls. 2) stúdenta til Garðstyrks var af- numinn með sambandslögun- um og fyrstu stúdentarnir voru skrásettir til háskólanáms í ís- lenzkum fræðum í Reykjavík. Aðeins einn íslenzkur stúdent, innritaður eftir 1918, hefir tekið háskólapróf í norrænni — danskri — málfræði sem höfuð- grein í Kaupmannahöfn, en hins vegar hafa 18 meistarar og 17 kandídatar í íslenzkum fræðum lokið námi í Reykjavík á árun- um 1923—1945. Átta þeirra hafa þegar varið doktorsritgerðir, tveir í Kaupmannahöfn, tveir í Osló, fjórir í Reykjavík. Á þessu tímabili hefur háskólakennurum í þessum fræðum fjölgað úr tveimur í sjö, og aðsókn stúdenta fer sívaxandi. Um það verður ekki efazt, að hér eru góð skil- yrði til víðtækrar starfsemi í þessari grein. Ýmsu hefir verið komið í verk á þessum árum, og enn meira ætti að mega vænta, er stundir líða. En hér eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Fyrr á tímum unnu margir skandínavískir mál fræðingar kappsamlega að út- gáfum íslenzkra og norrænna fornrita, allt frá Verelíusi, Res- en og Peringskiöld til Ungers, Bugges og Kalunds, svo að nokk- urra nafna sé getið. Hins vegar hafa harla fáir núlifandi fræði- menn austan hafs verið starfandi á þessu sviði, og enginn athafna- samur að marki. Skýringin er blátt áfram sú, að Norðurlanda- þjóðirnar og fræðimenn þeirra hafa snúið sér frá fornöld og bókmenntum íslendinga að sinni eigin sögu, tungu og bókmennt- um í æ ríkara mæli — ef til vill svo ríkum mæli á stundum, að varhugavert mætti þykja. — Að minnsta kosti er það staðreynd sem ekki verður hrakin, að því fer fjarri, að áhugi á notkun handritanna hafi aukizt í þeim löndum, þar sem þau nú eru nið- ur komin, eftir því sem þau hafa verið þar lengur geymd. Þetta stafar alls ekki af því, að verk- efni séu þegar tæmd. Aðeins ör- fá handrit hafa verið gefin út með þeim hætti til þessa> að hægt sé að líta svo á að ekki þurfi um að bæta. Það eru ekki sízt þessi rök, sem til þess liggja, að óskir Islend- inga um endurheimt handrit- anna hafa gerzt æ eindregnari síðustu tuttugu árin, eða síðan 1924. Vér höfum ekki borið þær fram fyrr en vér fundum og vissum, að handritin mundu ekki liggja ónotuð hér á landi. heldur hefðum vér betri skilyrði til að vinna úr þeim en aðrar þjóðir. Þegar því heyrist enn við borið, að heimflutningur hand- ritanna til Islands mundi hafa í för með sér óviðurkvæmilega einangrun þeirra frá umheimin- um, mætti halda, að slíkar radd- ir kæmu úr gröfum framliðinna, en ekki af vörum lifandi manna. Þegar þess er gætt, að auk Norðurlanda hljóta þau lönd beggja megin Atlanzhafs, þar sem ensk tunga er töluð, að verða frjósamasti jarðvegur fyrir þau fræði, sem hér um ræðir, a. m. k. fyrst um sinn, og ef jafnframt er haft í huga, hvernig ísland liggur við flugleiðum framtíðar innar, verður ljóst, að Reykja- vík er í rauninni betur í sveit komið en öðrum höfuðborgum Norðurlanda. Hér verður enn að drepa á mikilvægt atriði. Væru handrit- in á Islandi, mundu allir erlend- ir fræðimenn, sem vildu kynna sér þau, eiga kost á að læra lif- andi íslenzkt mál á auðveldan og eðlilegan hátt, meðan þeir dveljast hér, og standa fyrir bragðið-allt öðru vísi að vígi gagnvart fornmálinu. — Þeir mundu hitta hér fyrir óvenju- lega áhugasaman hóp eldri og yngri fræðimanna, og þeim mundi gefast tækifæri til að kynnast hinni sérstæðu náttúru landsins og lífskjörum þjóðar- innar. Frá tíu ára námsdvöl minni í Kaupmannahöfn er mér það kunnugt af eigin reynd, að því nær allir útlendir stúdentar og fræðimenn, sem þangað komu fást við fornnorræna málfræði, leituðu aðstoðar og leiðbeininga hjá íslenzkum stúd entum. Það er naumast á al- manna vitorði á Norðurlöndum, hversu margir erlendir mál fræðingar hafa stundað nám Háskóla íslands á tímabilinu 1918—1939, ekki aðeins frá Ev- rópulöndum, heldur og frá Ameríku og sambandslöndum Breta. Ef flutningur handrit- anna til íslands gæti neytt æ fleiri iðkendur norrænna fræða til þess að leggja leið sína þang að, væri þeim fræðum með því einu mikill greiði gerður. Það þarf ekki að lesa margar blað- síður eftir fræðimann á þessu sviði til þess að ganga úr skugga um, hvort hann hefir komið til íslands og er handgeng inn lifandi íslenzku máli eða ekki. Lærðir háskólakennarar frá Norðurlöndum hafa látið svo um mælt við mig eftir fárra daga dvöl á íslandi, að þeir fyndu, að kennslu sinni mundi verða ávinningur að förinni jafnvel þótt þeir yrðu þegar að hverfa heim aftur. Væru hand- ritin í vörzlum Islendinga sjálfra mundu þeir telja sér það ljúfa skyldu að gert yrði miklu meira en áður með opinberum ráðstöf- unum til þess að greiða fyrir þeim erlendu náms- og fræði- mönnum, sem að garði bæri. VIÍ. Þeir tiltölulega fáu Norður landabúar, sem muna yfirleitt eftir því, að Island sé til, virða fyrir sér framtíðarhorfurnar samskiptum íslendniga við Norðurlandaþjóðirnar með ugg og döprum vonum í senn. — Á styrjaldarárunum var oss varn að alls sambands við Norður lönd. Landið var hersetið af liði tveggja stórvelda, þótt ólíku væri saman að jafna við hernám Noregs og Danmerkur, og enn er ekki bitið úr nálinni um stöðu þess gagnvart Vesturveld unum. Vitanlega verða Norður- landaþjóðirnar að eiga við sig sjálfa, hvort þær teldu sig nokkurs missa í við það, ef ÍS' land slitnaði úr hinum gömlu menningatengslum við Norður lönd og horfði einungis í aðrar áttir. Hins vegar hafa komið fram margendurtekin ummæ um það af hálfu íslendinga á síð ustu árum, að vér óskum eins- kis fremur en að varðveita og styrkja vináttusamband vort við frændþjóðirnar, en baráttu Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldivið, heldur hita. KEIiLY SVEINSSOX Simi 54 35S. 187 Sutherland Ave., VVinnipeg. JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office-99 349 Home-403 233 þeirra og raunum höfum vér fylgzt með af einlægri samúð Bæði þetta og hinn vaxandi á- hugi á fornbókmenntum vorum og sögu er sprottið af þörfinni að átta sig með nýjum hætti á nýrri reynslu og vandamálum. Á hinn bóginn finnum vér ef til vill sárar en nokkru sinni fyrr til þess tómlætis, sem vér höf- um búið við og eigum enn við að búa af hálfu hinna Norður- landaþjóðanna. Það þykir enn sem fyrr sjálfsögð skylda, að vér Dekkjum almennt talsvert til skandínavísku þjóðanna, kunn- um skil á tungum þeirra og bók- menntum, jafnvel þótt margir af lærdómsmönnum þeirra í nor- rænum fræðum, er tæplega geta fylgzt með ( sérgrein sinni án iess að hagnýta sér íslenzk rit um þau efni, séu hvorki læsir á vora tungu né viti yfirleitt neitt um það, sem gerist á Islandi. — Þetta misræmi er vatn á myllu leirra íslendinga, einkum af hinni yngri kynslóð, sem öðlazt íafa menntun sína í Bretlandi og Ameríku, án þess að tengjast nokkrum persónulegum kynnum við Norðurlönd, og líta svo á, að vér höfum lagt meira af mörk- um í menningarviðskiptum vor- um við þau en vér höfum fengið staðinn. Þessir menn telja miklu skynsamlegra að hlaupa með öllu yfir þann óþarfa milli- lið, en sækja oss fremur erlenda menntun beint til stórþjóðanna, sem Skandínavar sjálfir horfa upp til. — Hvað kemur nú þetta íslenzku handritunum við? Meira en lítið og á margvíslegan hátt. Afhend- ing þeirra mundi verða slíkur stórviðburður í þjóðlífi voru, að erlendir menn eiga erfitt með að gera sér það í hugarlund. — Þeim óbifanlega ásetningi vor- um að varðveita þjóðmenningu vora, hvað sem á dynur, mundi íún verða ómetanlegur styrkur. Hún væri norrænt drengskapar- bragð, sem yrði meira metið en þúsundir af skálaræðum um sögueyna”. ísland mundi við þetta tengjast Norðurlöndum með nýjum hætti, ekki aðeins vegna þess, að vér teldum það óvéfengjanlegt vitni um rétt- lætistilfinningu, sem annars kveður ekki of mikið að í milli- ríkjaviðskiptum, heldur mundi oss finnast sem í því fælist sætt ir við margt, sem á undan er gengið í sorgarsögu umliðinna alda, og jafnframt skuldbindmg um, að vér gerðum meira eftir en áður til þess að útbreiða þekk ingu á fornmenningu vorri með- al norrænna þjóða. Oss er hollast að líta sem berustum augum á þetta mál. — Ósk Islendinga um endurheimt handritanna er þess eðlis, að úr því að hún er einu sinni komin fram og orðin þeim ljós, mun hún aldrei geta gleymst né nið- ur fallið. Svo virðist sem mörg- um Dönum meðal hinnar eldri kynslóða þyki hún ósanngjörn í dag. En verði hún uppfyllt, er ekkert líklegra en að afkomend ur þeirra mundu líta á slíkt sem sjálfsagðan hlut á morgun, og það því fremur se mvonir standa til, að fræðastarfsemi Islendinga framvegis muni réttlæta þá ráðstöfun æ betur, eftir því sem stundir líða. “Akranes” júní 1948 S. O. BJERRING * PHONE 87493 Canadian Stamp Co. Dr. S. J. Jóhannesson RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes SL N 324 Smilh Sl. Winnipeg ViÖtalstlmi 3—5 eftir hádegi Office Ph. 95 668 Re^. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barristei;, Solicitor, etc. 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA wfisii JEWELLERS ggWipS 447 Porlage Ave. Also 123 TENTH ST. BRANOON Winnipeg Manitoba Fisheries WINNTPEG. MAN. T. Rercorltch, Iramkv.at). Verzla I helldsölu meö nýjan otí frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst sími 25 356 Helma 66 462 DR. A. V. JOHNSON Denfist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taisfmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur l augna, eyrna, nef og hálasjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusímf 93 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON’S DRUC PARK RIVER. N. DAK. islenzkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pðstl. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um Ut- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar i minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Helmllls talsimi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnipeg', Canada Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN: TRUSTS BUILDINO Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlcekn ir , For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO OEN. TRUST8 BUILDINO 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick ReHable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ Fasteigfnasalar. Leigja hús. Öt- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 B38 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfræOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Sími 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON ýour patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. f. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.