Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 \>V«vvle ^Cle^eTS DT« Y. *£** L,Ouna y-O^ S V A Complete Cleaning Institution PHONE 21 374 J PS?4 ,D \ Complete Cleanino Ir.slitnt'on 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 5. ÁGÚST, 1948 NÚMER 32 Ávarp Fjallkonunnar, Miss Matthildar Halldorsson, flutt að Gimli ágúst 1948 Mintú Oilandi. Myndauðga land! Til hæða úr hafi risa, í hjúpi bláum öldnu fjöllin þín, Söngvar fossa fegurð þeirra lýsa og feyknir margar birtir þú í sýn. Átt haustkveld björt af bliki norðurljósa er breiða traf um víðan himingeim, þín jarðarmögn, sem ösku og eldi gjósa, og ennþá kennir Fljótshlíð sviða af þeim. Þó vetrar hjarn gegn lífi semji sakir, og sundum nyrðra hafþök berist nœr, Þá sól um óttu á ránarveldi vakir um vordag langan, þjóðarhagur grær. Fámenn þjóð, sem bjó við elda og ísa og alda helsi léns og konungsvalds, með forráð heimt nú fagnaðs söngvar rísa frjáls af helsi, án blóðs til lausnargjalds. Gleymsku hún mál sitt og menning ei seldi, en minningar geymdi úr fortíðar sjóð. í stuðla greypta hún stofnana feldi og stílfesti tunguna í sögur og Ijóð. Hvernig sem framtíð hlutar þjóðar kjörum, hún um aldir geymi ’inn dýra sjóð. Listamálið lifi henni á vörum. Lýsi þjóðarmenning fram um slóð. Gunnar Sœmundsson. Séra Valdimar J. Eylands og frú Lilja Eylands. Um ný- lega afstaðin mánaðamót kom séra Valdimar J. Eylands heim ásamt fjölskyldu sinni eftir ársdvöl á íslandi, þar sem hann gegndi prestsþjónustu í Útskálaprestakalli við hinn ágætasta orðstír. . Lögberg býður séra Valdimar og fjölskyldu innilega velkominn að heiman pg heim. Synir íslands og dætur! 1 rúman aldarfjórðung hefi ég komið fram fyrir sjónir ykkar á þessari hátíð, sem haldin er einu sinni á ári, til að minnast sér- staklega landanna ykkar tveggja, ísiands og Canada. En þó að ég hafi ekki ætíð ver- ið ykkur sýnileg, þá hefi ég ætíð fylgst með ykkur og verið með ykkur í anda frá þeim degi að fyrstu Vesturfararnir sigldu frá ströndum mínum til þessa lands fyrir 75 árum síðan, og ég mun halda áfram að bera umhyggju fyrir ykkur og niðjum ykkar, eins lengi og íslenzk sál finst í þessari álfu. Fram á þennan dag hafið þið sýnt mér ást og tryggð langt fram yfir það sem hægt var að ætlast til. Eg þakka af hjarta alla þá hjálp, sem þið sýnduð þjóð minni á þeim árum sem hún þurft hennar mest við. Sér í lagi þakka ég þó fögru ljóðin sem mér hafa svo oft borist af vörum skáldanna ykkar. — Sum þeirra eru það fegursta sem tungan okkar á að geyma. Á þessum degi færi ég ykkur kveðjur frá systkinúm ykkar heima og frá landinu ykkar. — Systkinin gleðjast yfir velferð ykkar og senda hlýjustu kveðj- ur; og til þeirra sem frá Islandi fluttu, færi ég kveðjur frá fjalli og dal, fossi og berglind, lóu og sólskrýkju, sóley og baldursbrá, með þökk fyrir gamlar stundir. Það hefir margt drifið á daga ykkar þessi síðastliðnu 75 ár. — Sumir hafa hagnast en aðrir tap að. Margir hafa fallið en fleiri sigrað. Um eitt hafið þið þó ver- ið lánsöm fram yfir marga aðra. í síðustu heimsstyrjöldunum hefir það orðið hlutskifti margra í þessu landi að þurfa að kjósa um hollustu við ættland sitt eða við kjörland sitt. Þyngri raun verður ekki lögð á drenglynda menn. Þið fáið það ekki nógsam lega þakkað að forlögin hafa hlíft ykkur við að þurfa að velja um þessa kosti. Þjóðin mín er friðsöm og ósk- ar þess heitast að hún þurfi aldrei að taka upp vopn. Ykkur get ég engu betur óskað en því, að synir ykkar og sonarsynir, um alla ókomna tíð, þurfi aldrei aftur að grípa til vopna eða að falla fyrir vopnum. Þessi ósk getur aðeins rætza, ef bræðralags hugsjónin er efld og glædd með- al mannanna. Þessi hugsjón hef- ir í margar aldir verið að þrosk ast með íslenzku þjóðinni og ég vona að þið, sem hér búið, megi verða friðflytjendur í ykkar eigið þjóðlífi fyrst og fremst og svo þjóða á milli. Eg veit að niðjar ykkar hér, sem aldrei hafa séð Island og sem ekki kunna lengur íslenzka tungu, munu ekki bundnir mér eins traustum böndum eins og þið sem eldri eruð. Samt treysti ég því að þeir haldi áfram að elska og virða þjóðina og landið, sem gaf þeim lífið sjálft og þann arf, sem orðið hefir þeim dýr- mætastur og aldrei mun bregðast eins lengi og nokkur rækt er við hann lögð. Eg óska ykkur allrar blessun- ar í/lengd og bráð. Eg veit að þið bregðist aldrei skyldum ykkar gagnvart landinu ykkar nýja, né heldur þeim skyldum sem þið I hafið gagnvart forfeðrum ykkar og þá landnemunum sjálfum allra helzt. Megi þið ætíð elska — “ljósið, frelsið, vorið”. Fjölsótt og falleg hátíð Það er enginn verri þó hann vökni, segir gamalt og gott orð- tak; þetta kom í ljós á íslend- ingadeginum á Gimii á mánudag inn var, þvi þótt regnskúrir dyndi yfir nokkurn hluta þess tíma, er á skemtiskrá stóð, var ekki annað sjáanlegt en flestir bæri sig karlmannlega og léti dembuna eigi á sig fá; aðsókn að hátíðinni var með ágætum, skemtiskrá vönduð og hæíilega löng; forsetinn, Mr. Steindór S. Jakobsson, .stjórnaði hátíð- inni með góðri háttlægni og rögg. Mjög var það á orði haft, hve hve Fjallkonan Miss Matthildur Halldórsson, var aðsópsmikil og hve skörulega hún flutti mál sitt; þá voru og hirðmeyjar hennar hinar glæsilegustu. Ávörp fluttu Hon. Erick Willis, ráðherra opinberra mann virkja, Barney Egilsson bæjar- stjóri á Gimli, Grettir L. Jó- hannsson ræðismaéur og séra Philip M. Pétursson. Aðalræðumenn voru þeir séra Valdimar J. Eylands og Norman S. Bergman lögfræðingur; voru ræður þeirra ágætlega samdar og fluttar af miklum skörungs- skap. Með einsöngvum skemtu þau Rósa Hermannsson-Vernon og Elmer Nordal; vakti söngur þeirra almenna hrifningu. Hljómsveit undir leiðsögn Mr. Henry s Duyvejonck, lék af og til allan daginn, og tókst yfir- höfuð hið bezta til, einkum við landnema minnisvarðann. — íslenzku lögin, er hljómsveitin lék, vöktu almennan fögnuð áheyrenda. Hátíðin var um alt hin virðu- legasta og bar á sér ákveðinn þjóðræknisblæ. — Heimsókn frá Indlandi Það er ekki oft, að Indverjar leggja leið sína til íslands. En í gær kom Indverji til mín í skrif- stofuna. Hann heitir Dr. M. S. Patel og á heima í Bombay. — Hann fékk áhuga fyrir Islandi fyrir rúmlega tuttugu árum, er hann var skólabróðir Richard Becks prófessors, en þeir stund- uðu báðir nám við Cornell há- skólann. — Dr. Patel er á leið vestur um haf og dvaldi hér aðeins í tvo daga. — Hann hafði mikinn á- huga fyrir hitaveitunni og not- aði tækifærið til að viða að sér bókum um ísland á ensku. Víkverji í “Morgunblaðinu ’ 25. júní. Símskeyti frá íslandi Reykjavík, 2. ágúst. íslendingadagurinn, Gimli Steindór Jakobsson president, sendum ykkur, íslendingadags- nefnd og öllum þátttakendum hátíðarinnar innilegar óskir. — Hjartans þakkir til allra vina vestan hafs! Guð blessi ykkur öll! — Guðrún Guðmundsdóttir, Eiríkur Brynjólfsson, Brynjólf- ur og Guðmundi. Tíunda fylkið Við nýlega afstaðið þjóðarat- kvæði í Newfoundland varðandi framtíðarstjórnarfar landsins, urðu úrslit þau, að nokkur meiri hluti hallaðist á þá sveif, að þjóðin sameinaðist Canada og yrði tíunda fylkið í fylkjasam- bandinu canadiska; nú hefir for- sætisráðherrann í Canada, Mr. King, lýst yfir því, að samningar verði hafnir á næstunni við forráðamenn Newfoundlands, og að ráðgert sé, að upptaka lands ins í fylkjasambandið fari form- lega fram þann 1. júlí 1949. Aukakosningar Kunnugt er að kosningum í 2 kjördæmum í Saskatchewan, Cumberland og Athabaska frest að til 22. júlí síðastliðins; úrslit fóru á þann veg, að Liberalar unnu bæði þessi þingsæti. C.C.F. flokkurinn, sem Douglas for- sætisráðherra veitir forustu, hef- ir 31 sæti á þingi, en Liberalar 21. Fylkiskosningar í Quebec Þann 28. júlí síðastliðinn, fóru fram fylkiskosningar í Quebec og lauk þeim með nálega ein- hliða sigri fyrir núverandi stjórnarflokk, Action Nationale, er Duplessis stjórnarformaður veitir forustu; alls eiga sæti á fylkisþingi 92 þingmenn; stjórn- arflokkurinn fékk kosna 82 þing menn, Liberalar 8, en tveir utanflokka frambjóðendur náðu kosningu; foringi Liberala og fyrrum forsætisráðherra, Mr. Godbout, féll í hinn pólitíska val. Fundur í Moskvu Erindrekar Breta, Erakka og Bandaríkjamanna, hafa nýverið setið fund í Moskvu með Stalin forsætisráðherra ráðstjórnar- ríkjanna, í þeim tilgangi að reyna að greiða úr flækjunni, sem skapast hefir vegna aðflutn ingsbannsins til Berlínar, er Rússar hrundu af stokkum; enn er ókunnugt um undirtektir eða málalok. Pétur Magnússon bankstjóri látinn í Bo6ton Hinn 17. þ. m. fór Pétur Magnússon til Boston til þess að láta gera á sér mikinn uppskurð og lagðist hann inn á Massachu- sets General Hospital í Boston. Læknar töldu að sjúkdómurinn væri svo alvarlegur að mjög vafasamt væri um líf hans. Var uppskurðurinn framkvæmdur s.l. miðvikudag og lifði Pétur í 3 daga en andaðist s.l. laugardag. Á sunnudag fór fram mmningar athöfn í Boston að viðstöddum sendiherra íslands í Washington, Thor Thors og frú hans og ræðis manni íslands í Boston Mr. E. O. Pride. Hinn látni hafði óskað eftir að líkið yrði brennt og var það gert í Boston í gær. — Frú Ingibjörg, sem fór með manni sínum til Boston, er bráðlega væntanleg heim og munu þá jarðneskar leifar hans verða fluttar heim samtímis. — Mun minningarathöfn um Pétur Magnússon fara fram hér heima. Mbl. 29. júní. Örúðkaup Hinn 3. þ. m., voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrar- kirkju þau séra Pétur Sigur- geirsson og ungfrú Sólveig Ás- geirsdóttir; faðir brúðgumans, biskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, fram- kvæmdi hjónavígsluathöfnina; brúðurin er dóttir Ásgeirs Ás- geirssonar kaupmanns í Reykja- vík; er hún bróðurdóttir þeirra Jóns Ásgeirssonar og Steina Ás- geirssonar, sem mörgum hér eru að góðu kunnur. Lögberg flytur þessum ungu hjónum innilegar árnaðaróskir. Pálmi á förum til íslands Þú ferð að kanna fornar slóðir, þú finnur margan æsku bróðir, þér fagna fossar, fjöll og dalir, þig faðma, kyssa sprund og halir. Séra Eiríkur Brynjólfsson, frú hans og tveir synir; myndin var tekin, er prestsfjölskyldan var að leggja af stað heim af Stevenson flugvellinum í Winnipeg þann 22. júlí síðastliðinn. — Þrándur þumbari. Jlatul 9 JLcuie. Dear God, give unto us this day An inner wisdom that our hearts may say, With steadfast truth and all humility, “This land I love. Her heart is heart of mine She gives me right to worship To earn my daily bread, Privilege of expression Freedom from fear and dread. She gives me time for laughter, And solitude for tears; The right to fight her battles To enjoy her peace-filled years. My Canada I cherish Her mountains and her streams; The vastness of her prairies, The tundras silent dreams. In years this land is tender— Her life has not been long. ’Tis mine to guard her virtue. ’Tis mine to keep her strong. In Canada my neighbor Is Canadian as I. We shed Old World intolerance And walk with heads held high. Dear God, this day the wish we ask of Thee Keep Canada in truth and honor, free From oppression. Mold hope and piety Into the land we love. L.A.H.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.