Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST, 1948 7 Strandaglópar á Irlandi Nokkrir íerðaþætiir írá síðastLiðnu sumri Eftir Eirík Sigurðsson íslendingar og írar eru frænd- ur, en kynni þjóðanna eru lítil á síðari öldum. En nú eru bæði löndin, ísland og írland, mikil- vægar millistöðvar á flugleiðum á milli heimsálfanna. Það kem- ur því fyrir, að flugvélar þurfa að sveigja af leið, og þá geta ís- lendingar orðið strandaglópar á írlandi og írar á íslandi. — í þessari grein er sagt frá slíku atviki og tækifæri til nýrra nýrra kynna, frá síðastliðnu sumrL Síðastliðið sumar ferðuðumst við hjónin um Norðurlöndin þrjú: Danmörku, Noreg og Sví- þjóð. Vorum við rúma 2 mánuði í ferðinni. Dvöldum við fyrst rúmlega mánaðartíma í Dan- mörku, lengst á norrænu kenn- aranámskeiði á lýðháskólanum í Askov. Lögðum svo leið okkar frá Kaupmannahöfn um Gauta- borg, Osló og Stokkhólm. — Hér verður aðeins skýrt frá ferðinni heim frá Stokkhólmi, sem hafði það til síns ágætis, að hún gekk ekki eftir áætlun, og varð að ýmsu sögulegri en okkar óraði fyrir, er við lögðum af stað. Fimmtudagurinn 21. ágúst rann upp heitur og fagur 1 Stokk hólmi í sumar. Við hjónin vor- um árla á fótum, því að þennan dag ætluðum við með flugvél frá ameríska flugfélaginu A.O.A. heim til fslands. Klukkan hálf tíu komum við á skrifstofu flugfélagsins. Þar hitt- um við íslenzk hjón, sem urðu ferðafélagar okkar yfir hafið. Það voru þau Arnþrúður Sigurð- ardóttir frá Akureyri og maður hennar Einar Steinarsson, járn- smiður í Reykjavík. Þau hjónin Hrefna Hallgrímsdóttir og Jón Sigurgeirsson kennari frá Akur- eyri komu þama einnig til að kveðja okkur, en þau höfðu greitt fyrir okkur á margan hátt í Stokkhólmi og sýnt okkur bæ- inn. Nú hófst vigtun á farangri far- þega. Sá ég að ýmsir Ameríkan- ar greiddu talsverðar upphæðir fyrir yfirvigt á farangri sínufn. Enda átti að greiða 5.00 krónur sænskar —ca. 10.00 kr. ísl.— fyr- ir hvert kíló, er var yfir 30 kg. fyrir hvem farþega. Eg fór nú að óttast að farangur okkar mundi vera of mikill, því að eg átti enga sænska peninga. Næsti Amerkumaðurinn, sem var á undan mér greiddi 170 krónur fyrir yfirvigt á flutnkigi. Svo fóru töskurnar mínar á vigtina. Eg spurði um, hvort þær væru of þungar. “Nei, engin yfirvigt,” svaraði afgreiðslumaðurinn. Mér létti. — Nú var aðeins tollskoð- unin eftir. Sú áttunda í ferðinni. Klukkan 11 var ekið af stað út á Brommaflugvöllinn. Þar fór fram tollskoðun. Flugvélin “Os- lo” hóf sig upp af vellinum kl. 12.05. Við íslendingarnir sátum saman. Farþegamir voru 38 og hvert sæti skipað. Fagurt var að fljúga yfir vötn, skóga og akurlendi Svíþjóðar. En bráðlega hækkanði flugvélin, og er skemmst af því að segja, að flugvélin ruggaði svo mikið á leiðinni til Oslo, að mörgum leið illa og urðu fegnir, er hún sett- ist á Gardermoen-flugvellinum við Osló, kl. 1.45. Var þar veit- ingaskáli og fengu farþegarnir þar veitingar. Þarna á flugvellinum var steikjandi hiti, logn og sólskin. Við biðum þarna í meira en tvær klukkustundir, af því að skipta þurfti á einhverjum hlut í ein- um h r e y f 1 i flugvélarinnar. Klukkan 4.10 var svo lagt af stað á ný, og var nú stefnt vestur yfir háfjöll Noregs. Báru flug- þernur farþegum nú veitingar og hófust þær með staupi af víni. Höfnuðum við íslendingarnir allir þessum d r y k k. En síðar fengum við ljúffenga máltíð mjög snyrtilega fram borna. Yf- ir háfjöllum Noregs gekk fretta- miði um flugvélina. Vorum við þá í 2590 m. hæð. Klukkan 6,15 vorum við yfir skerjagarðinum norska rétt norðan við Bergen, og var fagurt að líta yfir sund og eyjar. Var nú flogið í 2000 m. hæð yfir hafinu og hreyfðist flugvélin ekki. Nokkru síðar sá- um við Shetlandseyjar —Hjalt- land—, en þó óglöggt. Fór nú að hvítna í öldutoppum og veðr- ið gerðist svalara. Og brátt huldi þoka allt útsýni. Sáum við nú aðeins furðulegar þokumyndir um stund fyrir neðan okkur, en við vorum í björtu lofti og sól- skini. Það er góður tími til að hugsa í flugvél á leið yfir hafið. í hug mér koma ýmsar myndir úr ferðalaginu, sem hafði verið í alla staði ánægjulegt. Eg minnt- ist hinna björtu sólskinsdaga á lýðháskólanum í Askov, þar sem mættist fólk frá öllum Norður- löndunum. Eg minnist norræna kvöldsins, þar sem allar norrænu þjóðirnar kynntu lönd sín. Við íslendingarnir sýndum þar kafla úr Fjalla-Eyvindi og íslenzka kvöldvöku með rímnakveðskap og þjóðkvæðum. Auk þess tví- söng. Eg minnist dýragarðsins í Kaupmannahöfn, Thorvaldsens- safnsins, þjóðminjasafnsins danska og skemmtistaðarins Tív- oli. Frá Árósum minnist eg fjög- urra indælla daga er við dvöld- um hjá dönskum vini mínum í Galten á Jótlandi. Á einum af þeim dögum skoðuðum við Him- infjallið. Frá Gautaborg er mér minnis- stæðast er við gengum gegnum hinn dásamlega skemmtigarð “Slotsskogen”. Og þar sá eg full- komnast náttúrugripasafn í ferð- inni. Frá Osló er mér efst i huga þjóðminjasafn Norðmanna á “Bygdö”, einkum hin gömlu vík- ingaskip, og það sem fannst með þeim í haugunum. Sýnir það listfengi og verklega menningu Norðmanna um það leyti, sem ísland byggðist. Þá m i n n i s t eg loks hinnar fögru höfuðborgar Svíþjóðar með sund sín og eyjar, brýr og trjágarða Einar af þeim minning- um eru frá skemmti staðnum “Skansen”, og um drottingarhall- irnar fögru á “Drottningholm”. í huga mínum er eintóm birta um sumarið. Sólskin og dásam- legir blómagarðar. Og nú erum við aftur á leið heim. Og þrátt fyrir dýrð sumarsins, er það þó einnig dásamleg tilhugsun. Við flytjum sólskinið með og geym- um það — í minningunni. Eg kem aftur til sjálfs mín og lít út um gluggann. Ekki sjást Færeyjar ennþá, og þokan liggur eins og teppi yfir hafinu. Það gengur fréttamiði um flug- vélina. I miðanum stendur að flugvélin hafi breytt um stefnu og stefni nú á Shannon-flugvöll- innn á írlandi, því að ekki sé hægt að lenda á Keflavíkurflug- vellinum vegna þoku og illveð- urs. — Þarna höfðum við það. Bráðum strandaglópar suður á Islandi! Útséð var um að við kæmumst til íslands í dag. Við þóttumst vita, að við yrðum skil- in eftir á írlandi, en flugvélin mundi halda áfram vestur um haf. Flugþernan kom nú til okkar brosandi og útskýrði mjög vin- gjarnlega, að við þyrftum engu að kvíða, þótt svona færi. — Við yrðum send til íslands með fyrstu ferð, og flugfélagið mundi sjá um okkur að öllu leyti á ír- landi. Það þóttumst við nú allt vita. En við óttuðumst að þurfa að bíða talsvert eftir ferð heim, og ekki vissum við um neinar ferðir milli íslands og írlands. Og óneit anlega vorum við komin talsvert úr leið. Og sennilega yrðum við aftur að fara til Hafnar eða Stokkhólms til þess að fá ferð heim. Á leiðinni til írlands sóttu að mér ýmsar hugsanir. Hvers vegna voru nú örlagavöldin að senda okkur hingað? Var það til að minna á, að við íslendingar erum ekki aðeins afkomendur landnámsmanna frá Noregi, held ur einnig Keltanna frá írlandi? Margt af landnámsmönnunum, sem komu frá írlandi, Skotlandi og Suðureyjum, voru af kelt- neskum ættum bæði frjálsir menn og ófrjálsir. Jón Aðils sagnfræðingur, hefir haldið því fram, að um helmingur allra landnámsmanna hafi komið hing að vestan um haf. Ekki sízt ætti Eyfirðingum að vera þetta hug- leikið íhugunarefni, þar sem Eyjafjörður er eitt af þeim hér- öðum, sem byggðist mest vestan um haf, og fyrsti landnámsmað- ur hér — Helgi magri — var af keltneskum uppruna og fæddur í írlandi. Móðir hans var Rafarta dóttir Kjarvals írakonungs. — Ef til vill sjáum við eitthvað af frændum okkar, þegar við kom- um til írlands. Þá er mér ekki síður minnis stætt, að Jón Aðils hélt því fram, að gullaldarbókmenntir okkar væru afleiðin af blóðblöndun Kelta og norrænna manna hér. Sömuleiðis hin frjálslega forna stjórnarskipun. Keltar eru draum óramenn og mjög hneigðir fyrir skáldskap, en Norðmenn fremur hagsýnir framkvæmdamenn. — Upp úr þessum jarðvegi hafi hin merkilega ljóða- og sagnagerð sögualdarinnar sprottið. Ef þetta er rétt, væri ástæða til að við ræktum frændsemi okkar við íra. Mér hefir alltaf þótt þessi hugmynd mjög merkilega. Eg hrekk upp úr þessum hug- leiðingum mínum við það, að við erum komnir að ströndum Skotlands. Það er flogið nokkuð hátt, og við sjáum aðeins lands- lagið í stórum dráttum: fjöll, vötn og bæi. Fljótlega erum við yfir Irlandshafi Svo er flogið inn inn yfir írland. Við fljúgum rétt yfir borgina Belfast. Og eftir stutta stund erum við yfir írska fríríkinu. Nú er orðið skuggsýnt. Áfram er haldið og flugvélin lendir á Shannon-flugvellinum kl. 9.15 eftir 5 klst. flug frá Osló. Á flugvellinum er hár turn með skærum hreyfanlegum ljósum efst, og er þaðan stjórnað allri umferð um völlinn. Okkur er sagt að taka farangur okkar með og fórum við upp á toll- stöðina. Þar tekur hár, röskleg- ur, svarthærður íri á móti okk- ur Islendingunum. Við fengum strax traust á þessum manni, enda reyndist hann okkur í alla staði ágætlega. Hann tekur töskur okkar í geymslu, rekur tollgæzlumanninn í burtu, og segir að hér þurfi enga tollskoð- un. Hann býður okkur að taka upp úr töskunum það, sem við þurfum. Því næst fylgir hann okkur inn í afgreiðslusali stöðv- arinnar, og var gengið í gegn um stóran biðsal með stoppuðum, húsgögnum og inn í geysistóran matsal. Þennan sal höfðu fjögur flugfélög til afnota. öll voru þessi húsakynni nýleg og aðeins ein hæð. Hér var nóg landrými, því að þetta er úti í sveit við botn Shannonfjarðarins á Suður-ír- landi, langt frá öllum borgum. Eg hygg að þessar byggingar og flugvöllurinn séu að mestu frá síðustu styrjöld. Ekki bragðaðist okkur vel mat urinn. Við fengum steikt kjöt og var það ekki gott. Kartöflurnar voru ósoðnar, en steiktar í feiti á svipaðan hátt og við steikjum kleinur. Verður þá dálítil húð á þeim. Ekki fannst okkur þær góðar þannig matreiddar. Um kvöldið fór bíll með okkur í gistihús þar nærri. En þegar okkur var vísað til herbergja, vakti það nokkra gamansemi hjá hvorttveggju hjónakornunum, að öllum voru ætluð eins manns herbergi. Annað fannst þar ekki. Húsakynni voru snotur og snyrti herbergi ágætt. í setustofunni voru kort af írlandi á hverju borði undir gleri. Gistihús þetta var aðeins ein hæð og loftið Sex eða átta svipaðar byggingar stóðu þar í hring. Allt voru þetta nýjar byggingar. Við sváfum vel um nóttina. — Fannst það að vísu einkennilegt ævintýri að gista hér, og sann- .aðist það fornkveða, „að engin ræður sínum næturstað”. — Þó höfðum við nokkrar áhyggjur vegna fólksins heima, sem senni lega vissi ekkert, hvað orðið hefði af okkur. Morguninn eftir var gott veð- ur, sólskin og hiti, en dálítil móða í lofti. Allt í kring sjáum , við sléttur og endalaust gras- lendi og víða var hey í bólstrum. Og beint á móti gistihúsinu voru þrír írskir bændur að slá með orfum og ljáum. Minnti það okkur á heyskapinn heima. Við gengum nú niður á flug- völlinn og fréttum þar, að við mundum eiga að fara um kvöld- ið. Þar fengum við morgunkaffi. Við höfðum enga enska peninga, en bankinn á flugvellinum keypti af okkur 50 íslenzkar krónur, svo að við gætum farið inn í borgina Limerick, en þangað var sagður 40 mínútna akstur með áætlunarbíl. En enginn áætlunarbíll færi fyr en klukk- ananl2. — Af flugvellinum sendum við hjónin símskeyti heim. — Það skeyti hefir aldrei komið fram, og hefir annaðhvort írum eða Englendingum þótt það tortryggi legt vegna öryggis brezka heims veldisins, því að við sendum það á íslenzku! Rétt fyrir klukkan 12 biðum við eftir áætlunarbílnum. — Þá sáum við lítinn bíl hinum megin við götuna, og hjá honum stóð maður, sem benti okkur að koma. Þetta var amerískur flug- maður, með rúmlega ársgamalt barn í fangi, og var hann að fara inn í Limerick. Hann bauð okk- ur með sér. Við settumst þrjú aftur í bílinn, og var heldur þröngt, en Einar sat fram í og sat undir barninu, og sofnaði það á leiðinni. En flugmaðurinn ók hratt og sagði okkur á leið- inni, að hann hefði nýlega verið veðurtepptur fimm sólarhringa á Islandi og skemmt sér ágæt- lega í Reykjavík. Þannig feng- um við ókeypis far til Limerick og báðum flugmanninum allra heilla, er við kvöddum hann. Limerick er fornfræg borg með um 50.000 íbúa. Þaðan er skammt að ánni Shannon, en í henni er mikill laxveiði. Sáum við fallega laxa víða til sölu í búðargluggum. En ósköp fannst okkur fólkið fátæklegt. Hvergi hafði ég á ferð minni í sumar séð fólk ganga eins fátæklega til fara. Börnin voru bæði óhrein og rifin. Og svo virtist fjöldi karlmanna vera iðjulausir á göt unum um miðjan dag. Sumir litu út eins og betlarar. Við fórum þar inn í allstóran matsölustað og ætluðum að kaupa okkur máltíð. En gátum ekki fengið mat á þessum tíma. Við fengum okkur þá kaffi. En það var svo vont og brauðið svo lélegt, að við dauðsáum eftir peningunum. Síðar komum við inn í nokkr- ar verzlanir. Ein af þeim var geysistórt verzlunarhús, þar sem allt mögulegt fékst og var ódýrt. Við keyptum þar nokkra smá- hluti fyrir þá fáu skildinga, er við höfðum. Á eftir gengum við um stund um bæinn, unz við staðnæmdumst á einum stað við aðalgötuna, þar sem áætlunar bílarnir námu staðar. Þarna safnaðist nú brátt talsverður hópur manna. En þegar bíllinn kom, var hann nærri fullur, og aðeins fáir menn komust upp í hann, en við og margir fleiri stóðum eftir á gangstéttinni. — Bráðlega kom annar áætlunar bíll, einnig alveg fullur, og fór framhjá. Við stóðum þarna um stund og töluðum um, hvaða brögðum við ættum nú að beita. Þá snerum við okkur að tveim stúlkum, sem einnig urðu þarna eftir. Það kom þá upp, að þær voru starfsstúlkur af flugvellin um og höfðu orðið eftir eins og við. Þær stungu upp á, að við gengjum til enda borgarinnar, og gerðum við það. Á leiðinni hittum við verndarengil okkar — stöðvarstjórann af flugvellin- um. Héldum við svo með honum og stúlkunum út á flugvöllinn. I En ekkert fengum við íslending- arnir að borga. Það sá stöðvar- stjórinn um. Það litla, sem ég sá af búskap- arháttum íranna, benti til, að þeir væru á eftir tímanum hvað áhöld snertir. Framtakssamir eru þeir heldur ekki taldir, og er því fátækt mjög almenn, þótt land- ið sé frjósamt og gott. Við biðum nú á flugstöðinni til kvöldsins. Þar bar margt fyrir augu, því að stöðugt var fólk að koma og fara. Þarna var alls konar fólk frá ýmsum löndum. Til merkis um umferð- ina þarna á flugvellinum sagði stöðvarstjórinn okkur, að þenn- ah dag hefðu komið 20 flugvélar frá A. O. A., auk allra flugvéla frá öðrum flugfélögum. Þennan dag biðu þarna, ásamt okkur frönsk hjón með tvö börn sín. Var maðurinn einhver yfir- maður í hernum. Þetta fólk var magurt og þreytulegt. Var það sýnilega að koma sunnan úr hitabelti, og bar þess merki. — Hefir sennilega verið á leið til Frakklands eftir dvöl í heitu löndunum. Er við höfðum verið í biðsaln- um nokkurn tíma, vék sér að mér ungur maður, dökkhærður, og heilsaði á íslenzku. Þarna var þá kominn ungur Reykvíkingur, sem hafði komið frá Ameríku um morguninn. Sagði hann, að flugvél sú, sem hann kom'með, hafi ekki getað lent á íslandi, og sé hann þess vegna kominn hingað, og með henni hafi verið tveir farþegar til íslands auk sín. Sagði hann, að von væri á aukaflugvél frá Ameríku um kvöldið, og ætti hún að taka okkur til Islands, en verið gæti, að hún færi fyrst með okkur til Hafnar. Klukkan hálf tólf um kvöldið fórum við svo átta farþegar með þessari flugvél, og var hún send með okkur beint til íslands. — Þótti okkur það gleðitíðindi. — Kvöddum við stöðvarstjórann, þökkuðum honum góða fyrir- greiðslu og flugum svo út í sót- svart næturmyrkrið. Við hölluðum okkur út af og blunduðum yfir lágnættið, því að ekkert sást nema bjarminn frá ljósum flugvélarinnar. En klukk an tvö reis ég upp og sá þá, hve dásamlegt var út að líta. Fyrir neðan ókkur var grá þokan yfir hafinu, en fyrir ofan heiðríkt loft með stjörnuskini og norður- ljósum. Eg gleymi aldrei þessari dásamlegu sýn þarna uppi í há- loftunum. Skömmu síðar sást móta fyrir landinu eins og ein- hverjum dimmum hlut úti í sort anum. Svo kom í ljós einhver ljós blettur, og ég álít, að það hafi verið Mýrdalsjökull. — Við komum þar upp að ströndinni. Suður með landinu sáum við móta fyrir því óljóst. En nú fór flugvélin að lækka sig, og.þá varð þokan nærgöngulli við okkur. Og skömmu síðar stakk flugvélin sér niður í dimmt og rakt þoku- beltið, og öll hin dýrðlega sýn háloftanna hvarf sjónum. — Það var mér undrunarefni, hvernig flugvélin fór að finna völlinn ~i svona myrkri • og þoku. En allt gekk eins og í sögu. Eftir nokk- urn tíma sáum við ljósin á Keflavíkurflugvellinum fram undan okkur, og áður en við viss um af, var flugvélin setzt á ís- lenzka grund. Þá var mín klukka 4.10, enskur tími, en ís- lenzk klukka 3.10. — Við höfðum verið 4.30 klst. frá írlandi. Við tókum saman pjönkur okkar og stauluðumst út í náttmyrkrið. En þegar við komum út úr flugvél- inni, var bæði rok og rigning. En hvað að fást um það! Við vorum þó loksins komin heim eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag frá Stokkhólmi. — Og heima er alltaf bezt. Samvinnan febr., 1948. KVEÐJA ftil séra Eiríks Brynjólfsson og konu hans Guðrúnar í tilefni af komu þeirra til Brownbyggðar, 14. júní 1948. Þið komuð og sýnduð oss kærleiksrík hót, og klakann úr hjörtunum brædduð, og báruð svo ótvílugt ættlandsins mót, við okkur sem jafningja rædduð. Og hrifningu vöktu þau hugtökin þýð, og háttlægni jafnvel af presti. Þótt afskektir búum með allskonar lýð, við eignuðumst fyr nokkra gesti. Er flutt hafa yl þessum fámenna hóp, og fögnuð, og vinljúfar mundir. Af góðvilja hreinum þið greinduð vor hróp, og gáfuð oss indælar stundir. Við komuna þökkum, og kynningar stund, þó hverfa skjótt hlytuð þið frá oss. — Frá hversdagsins annríki lyftist vor lund. — Hún lifir í minningum hjá oss. Að heilsast, og kveðjast, er lögmál vors lífs, en ljósbrotin þáðra samfunda, fá grysjað, og mildað oss kólguna kífs að hvörfunum síðustu stunda. Nú líðið þið bráðum á Loftknerri heim, til landsins í heimskauta sænum. En prestinum leizt það svo langt útí geim, að h'kindum ófært smá kænum. En vilji hann bíða, og vaka um stund, í vorkyrð hjá Útskála bænum. Hver veit nema síðar hans svífum á fund með sumarsins ylríka blænum. 1 guðs friði, vinir! Nú gef ykkur hvíld, frá gaspri um daginn, og veginn. Að mættu þið una frá amanum skýld Af almætti, vildi ég feginn. Jóhannes H. Húnfjörð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.