Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. AGÚST, 1948 Áll 14 1UVI KVENNA Ri.txt'l&ri: INGIBJÖRG JÓNSSON Mjólk nauðsynleg fyrir eidra fólk Miðaldra og eldra fólk ætti að drekka að minsta kosti tvo bolla af mjólk á dag vegna heilsu sinn ar og til þess að styrkja beinin. Fæðufræðingar hafa komist að því að margt eldra fólk drekk- ur litla mjólk vegna þess að það heldur að hún sé einungis nauð- synleg hinum ungu og uppvax- andi. Önnur almenn skoðun er sú að á eldri árum tapi líkaminn þeim hæfileika að safna málm- efnunum úr mjólkinni — cal- cium og phosphorus. Þessar skoðanir og matar- venjur geta haft alvarlegar af- leiðingar fyrir heilsu og þrótt eldra fólksins. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í mörgu fólki um fimtugt og eldra, sérstaklega konum, héfir málmefnið minkað í beinunum. Þetta getur orsak- ast af of litlu calcium í matar- æði og leiðir oft af sér beinbrot í ellinni. Kunnugt er hve eldra fólki hættir við beinbroti. Sum- ir, sem þetta hafa rannsákað, geta þess til, að mörg beinbrot eldra fólks, sem álitin voru af- leiðingar ag byltu, voru í raun og veru orsök byltunnar — hið óstyrka bein hrökk í sundur og mánneskjan datt. Rannsóknir, sem nýlega hafa verið gerðar á konum á aldrin- um fimtíu, sextíu og sjötíu ára, hafa leitt í ljós að þær drekka venjulega aðeins einn bolla af mjólk á dag, en þær þarfnast að minsta kosti tveggja bolla á dag til þess að líkaminn fái nægilegt calcium, protein og phosphorus. Rannsóknirnar sýndu jafnframt að líkaminn á þessum aldri var meðtækilegur fyrir þessi efni og gat safnað þeim fyrir ef þau voru í fæðunni. Hvað veiztu um DDT? Hreint DDT er hvítt, kristallað efni. Nafn þess var tekið upp af herjum Bretlands og Bandaríkja anna. Efni þetta var fundið upp árið 1874 af Othmar Zeidler efnafræðingi við háskólann í Strassburg. Efni þessu var lítill gaumur gefinn, þangað til árið 1939 að svissneskur vísindamaður, Paul Muller að nafni, hóf rannsóknir með efnið að nýju. Hann er tal- inn fyrstur hafa gert sér grein fyrir nytsemi efnisins til eyð- ingar skordýrum.. Árið 1942 tók herinn efnið í sína notkun til eyðingar á lús og flugum. Síðar reyndist það hæft til varnar gegn malaríu — mýr- arköldu. — Efnið má nota bæði sem duft, blandað öðrum föstum efnum — til auðveldari dreif- ingar — og einnig sem upplausn — vökva. — Vegna eitrunarhættu er ekki ráðlegt að nota DDT til eyðingar skordýra er ásækja kornbirgðir, er notaðar eru til manna- eða dýraeldis. Blanda, sem inniheldur 5% af DDT er nægilega sterk til eyð- ingar flugum, sem hafast við í húsum inni. Varúðarreglur um notkun D D T 1. Notið ekki stærri skammt en ráðlegt er í leiðarvísum um notkun. 2. Dreifið því ekki á dýr né gefið þeim það inn. — DDT er eitur öllum blóðheitum dýrum, ef allvænn skammtur er étinn. 3. Notið ekki efnið nálægt opnum eldi, því að DDT er leyst upp í olíu-upplausnum. Reykið ekki við dreifingu DDT. 4. Andið ekki að yður lofti, sem inniheldur mikið DDT, hvort heldur er um vökva-upp- lausn eða duftblöndu að ræða. Dveljið því ekki lengi í lokuðu herbergi, þar sem DDT hefir ver- ið stráð. 5. Dreifið ekki né notið DDT- duft á eða nálægt fæðu. 6. Skiljið ekki eftir olíu-upp- lausn — DDT-blöndu — á skinni. Húðin drekkur í sig upplausnina. Þvoið vel hendur úr sápu og vatni, ef slík upplausn kemst á þær. Um barnauppeldi Illa vanin börn eru öllum hvlmleið, þreytandi fyrir for- eldrana og plága fyrir alla, sem hafa eitthvað með þau að sýsla. Hér eru nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga og styðja að góðu uppéldi. Það er nauðsynlegt að sýna börnunum ástúð, og að náinn fé- lagsskapur sé með börnunum og foreldrum. Barnið verður að hafa tæki- færi til að hafa eitthvað fyrir stafni að taka ákvarðanir snemma. Það er oft auðveldara að gera hlutina sjálfur ert að láta barnið hafa fyrir því, en það er ekki rétt gagnvart barninu. Barnið lærir sjálfs-stjórn á því að hafa umsjón og eftirlit, og starfa sjálft. Það lærir ein- beitni á að taka ákvarðanir. Líkamleg refsing ætti altaf að vera síðasta úrræði og eftir að barnið er orðið 8 ára að aldri gera þessháttar refsingar oft meiri skaða en gagn. Gott fordæmi er bezta uppeldis meðal. Vilji foreldrar að börn- in læri kurteislega framkomu verða þau að vera kurteis sjálf, bæði hvort við annað og við börn sín. Þegar barnið er agað, á að framkvæma agann með stillingu. Aldrei í reiði. Talið við börnin eins og verur sem eru að vaxa og þroskast. Bezt er það uppeldi, sem hjálpar börnum til að skilja og reyna hverjar eru afleiðingarn- ar af góðri hegðan eða illri. — Úr Better Homes and Gardens. ♦ Laukur við sárum og kvefi í stríðinu notuðu rússneskir læknar safa úr lauk við mikið bólgin sár, með þeim árangri að bæði bólga og verkir hurfu og sárin fóru að gróa innan fárra daga. Ameríkumenn hafa nú einangr að nokkur efni sem finnast í lauk og ef til vill verða nothæf sem lyf, eftir að tekizt hefir að framleiða þau í efnaverksmiðj- um. Þeir fullyrða að allmikið af bakteríum drepist við að menn eti hráan lauk og það sé hreint ekk! fráleit lækning á þrota í hálsi, t. d. eftir ofkælingu að borða hráan lauk. Við rannsókn á lauk hafa þeir ennfremur komizt að því að or- sök þess að við tárfellum við að saxa lauk, séu ósýnilegir dropar eða úði sem innihalda brenni- stein og úða upp í augun, þegar safamikill laukurinn er sneiddur niður. Dómarinn: — Mér finnst eg kannast við yður. Ákærður: — Já, eg kendi dótt- ur yðar söng. Dómarinn: — Þrjátíu ár við vatn og brauð. Norman S. Bergman: A TOAST TO CANADA At Gimli, 2nd of August, 1948 Herra forseti, virðulega Fjallkona! Ladies and Gentlemen: I have the honour, this after- noon, of proposing the toast to Canada. My first problem was to decide what I should say. My first curiosity was to see just where I would appear on the program. When I found that I was number thirteen on the pro- gram today I was disturbed. I immediately recalled to mind all the superstitions surrounding the figure thirteen. I was worried lest some misfortune might be- fall me, either before I proposed this toast or during the time that I was speaking. It did not take long, however, for me to wonder if similar thoughts would cross your mind when you saw the program. Would you think that it was your luck that was not good when you saw that I was to speak? It has been customary at all ethnic group gatherings for the proposer of the toast to Canada to strongly emphasize that the group’s first loyalty is to Can- ada and not to the country of their racial origin. With that declaration no one here will dis- agree.. I must confess that my first thoughts in proposing this toast were along those lines. Then I began to wonder whether or not it was really appropriate to pursue this line of thought today. In the past few years men of Icelandic origin have received public recognition of the highest order. They have won their awards mainly through their work as outstanding Canadian >citizens. The members of the Icelandic ethnic group are, therefore, recognized throughout this land as good Canadians. Because of the fine example set by those who have gone before us it is no longer necessary for us to proclaim our loyalty to this country. It is only necessary to demonstrate by our own con- duct that we will continue to be good citizens in the fullest sense of the word. Only in that way can the high standard of citizen- ship set for us be maintained. In looking back over approxi- mately three-quarters of a cen- tury of the history of our racial group in Canada, during which time many members of our racial group wore the uniform of this country with distinction in two world wars, two examples stood out strongly. The first was that those who gave their lives in defence of their land demon- strated that this country of ours was worth dying for. The second example was that of those whose contribution was in a civilian capacity. This contribution was equally as great for it was longer sustained. They demonstrated that this country was worth living for. What greater tribute, then, can we pay to those who have gone before us than to take stock today and find out how we, who remain, can make some con- tribution as Canadian citizens which can compare with the record of those who have gone before. I have three suggestions to make td all Canadians of Ice- landic racial origin, which sug- gestions I submit form the key to good citizenship. If we adopt these suggestions we will not have to rely on the reputation made for us by our predecessors. We will be good Canadian citizens in our own right and we can continue to be proud of our Icelandic racial origin. My first suggestion is that we must give greater study to Can- adian domestic affairs, both local and national. Because of the disturbed international situafion so much prominence is attached to international affairs that Can- adian issues are obscured. The housewife who spends too much time worrying about her neigh- bor’s problems cannot keep her own house in good order. The Canadian citizen who concen- trates too much on the scare headiines of today will not have full knowledge of the issues he has to face in Canada tomorrow. We face important times here at home, and we have important issues to decide. It is essential today that all Canadians be as completely informed as possible on all Canadian issues in order that they may arrive at fully considered conclusions and that the gains that have been won for us in the past, for a better Canadian way of life, may be consolidated. My second suggestion is ap- plicable only to our own ethnic group and more particularly to my own generation. I suggest that we give greater study to the Icelandic language, the Icelandic history and the Icelandic litera- t.ure. If we maintain our loyalty to the country of our adoption, a loyalty which has been well demonstrated in the past, we will not be unpatriotic if we have full knowledge of the country of our origin. Rather, we will be able to answer the questions of our fellow Canadian citizens with intelligence and authority. Not only will we find romance and relaxation in this study, but we will find that this broader education will assist us in con- sidering those problems which will confront us in the future. We must remember that we will be looked to to pass this knowl- edge on and, I submit, we have a duty so Ito do. My third and final submission is, that the basic foundation of good citizenship in any demo- cratic country is a complete knowledge of, and adherence to, the principles of the Christian faith. I have yet to meet the man of our ethnic group who attained any major prominence who did not give first credit to the mother who instilled in him and the wife who held him to the Christian principles of his earliest education. I wish to pay tribute, here and now, to the women of Icelandic racial origin who have contributed so much, so quietly yet so substantially, to making their sons and hus- bands the fine Canadians they have been, and thereby making possible their success in a new land and in many instances a new vocation. If we can instill in our children that same full and abiding faith in the Canadi- an way of life then the high reputation of all those of Ice- landic racial origin as Canadian citizens will remain safe and that influence will tend to make the future of Canada secure. Hann —í síma—: Heyrðu, Maja má eg koma í heimsókn til þín í kvöld? Hún—Já, elsku Pési minn, komdu. Hann:—Hva, eg heiti ekki Pési. Hún:—Eg heiti heldur ekki Maja. ♦ — Reykið þér? — Nei. — Drekkið þér? — Nei. — Borðið þér þá hey? — Nei. — Hvað er þetta, þér líkist hvorki manni né skepnu. GULLBRÚÐKAUP * Sunnudagin nþann 11. júlí s.l. var mikill mannfjöldi saman kominn í samkomuhúsi Lundar bygðar, hafði Coldwell sveitar- stjórnin sent út boðsbréf, til þess að gefa fólki tækifæri að heiðra Mr. og Mrs. Ágúst Magnússon í tilefni af hálfrar aldar hjúskap þeirra, og mun hafa verið á fimta hundrað hanns þar saman- komið. Er það talandi vottur um þær miklu vinsemdir, sem þessi heiðurs hjón njóta. Þau hafa líka áunnið sér þetta vinargengi með góðri framkomu og nytsömu æfistarfi. Þegar Coldwell sveit- in var fyrst skipulögð 1913, varð Ágúst fyrsti ritari og gjaldkeri syeitarráðsins og gegndi því starfi í 25 ár, var reglusemi hans og vöndugheitum viðbrugðið. — Það er heiður fyrir alla íslend- inga þegar þeim er trúað fyrir vandasömu og ábyrgðarmiklu starfi, það er stór sómi vor allra þegar þeir reynast því trausti vaxnir. Hann var ennfremur skrifari Norðurstjörnu skóla héraðs í 20 ár. Kona hans; Ragnheiður, er myndarkona hin mesta, og hefir tekið mikinn og góðan þátt í kvennfélagsmálum þessara bygða, fyrst sem meðlimur kvennfélagsins Frækorn, meðan þau dvöldu á bújörð sinni, ekki all-langt frá Norðurstjörnu- skóla, og síðar hér á Lundar í kvennfélaginu Eining. Hún var búkona mikil og dugleg, stund- aði hún aðallega búskapinn, og stjórnaði verkum heima, meðan maður hennar gætti sinna vetka á skrifstofunni. Samsætið fór hið bezta fram, það byrjaði með guðræknis at- höfn, sem séra H. E. Johpson stýrði; sunginn var sálmurinn “Hve gott og fagurt”. Eftir það flutti bæn Dr. Haraldur Sigmar frá Vancouver, sem staddur var á Lundar. Tók þá við stjórn- inni Mr. Kári Byron oddviti Coldwell sveitar. Ávarpaði hann fyrst gullbrúðhjónin og veizlu- gesti, með nokkrum orðum. Þar næst mælti Miss Salome Hall- dórsson fyrir minni Mrs. Magnús son. Mr. Dan Lindal flutti minni gullbrúðguma. Alls héldu 15 manns ræður. Kvæði var flutt af V. J. Guttormsson; lesið kvæði frá Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son, bréf og erindi frá séra Al- bert ' Kristjánsson. Mun það nokkurskonar met meðal Islend- inga, að til jafnaðar töluðu tæpar fimm mínútur hver. Þeir sem fluttu tölur voru þessir — auk þeirra sem áður er getið: — B. E. Johnson frá Winnipeg, sem einnig las fjölda af heilla- og árnaðarsk-eytum; Skúli Sigfús- son, fyrrum þingmaður, Paul Reykdal, Sigurður Sigurðsson, fyrrum sveitar-oddvitar, — tveir síðastnefndu — Dr. N. Hjálmars son, Dr. H. Sigmar, séra H. E. Johnson, Kris Halldórsson þing- maður, Mr. C. F. Greenham sveit arráðsmaður, Agnar Magnússon, lýsti hvernig sambúð hjóna og barna hefði verið og þyrfti að vera, og þakkaði fyrir sig og bræður sína, einnig fyrir syst- urnar þrjár, Alexöndru, Magny, og Ágústu, — systurdætur Ágústar er ólust upp hjá þessum hjónum, svo þakkaði Ágúst fyrir sig og konu sína, Mr. J. A. Erlendsson núverandi sveitar-skrifari í Coldwell sveit, afhenti heiðursgestunum gjafir, með ávarpi frá sveitarráðinu. Var það “Parker-51’’-leyndar- penni með áletrun: “Ágúst Magnússon, 25 years faithful service, Municipality of Cold- well”. Einnig hans nafn á blí- antinum. Og frá fólkinu: silfur- skál með peningum, sem á var letrað: Febrúar 5., 1948, Mr. og Mrs. Agúst Magnússon, frá vin- um og vandamönnum, Lundar júlí 11., 1948. Auk þess voru margar og góð- ar gjafir frá ættfólkinu. — Lítil stúlka, Maria Magnússon og lítill drengur Jerry Magnússon, afhentu ömmu sinni forkunnar fagran blómvönd. Mrs. B. Björnsson forseti kvennfélagsins Eining bar fram ávarp frá kvennfélaginu, og afhenti Mrs. Magnússon mjög fagra brjóst- nál, áletrað: “R. M. 5. febr., ’48, from Eining” — sem gjöf frá því félagi. Milli ræðnanna söng blandað- ur kór, undir stjórn V. J. Gutt- ormssonar. Hefi ég sjaldan eða aldrei heyrt betur sungið á Lundar, enda var söngurinn öll- um til ánægju. — Auk þess sem flokkurinn söng, var almennur söngur milli þátta, aðstoðaði Miss. Irine Guttormsson, við hljóðfærið en Vigfús J. Gutt- ormsson stýrði söngnum. Ágúst Magnússon er fæddur í Kothvammi á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu, 25. október 1863, voru foreldrar hans Magnús Magnússon og kona hans Mar- grét Jónsdóttir, mun ættin hún- versk að mestu. Ágúst var upp- alin hjá frænda sínum Jóni Árna syni er bjó á Illugastöðum á Vatnsnesi. Síðar stundaði hann sjóróðra á Suðurlandi, vetur og vor, en bændavinnu Norðan- lands á sumrum. Fékk hann nokkra undirbúningsmentun og ætlaði sér að ganga á bunaðar- skóla, en vegna þess harðæris er þá gekk yfir Norðurland 1886, breytti hann áformi sínu, og fór til Vesturheims . 1887. Ásetti hann sér að koma foreldrum sín- um úr bágindunum sem þá voru heima. Fór hann með eimskip- inu Camoence; voru í þeirri ferð nálægt 300 íslendingar, flestir af Norðurlandi. Ifólks- flutningsskipið Grecian flutti hópinn yfir Atlantshafið til Quebec, þar skildust félagarnir, Ágúst og Sveinn Bergmann — Thorbergsson — við hópinn og réðust til vinnumensku til verzlunarstjóra Hudsons-flóa félagsins, T. C. Rae, er hafði sinn verzlunarstað í Matawagam- negue í Ontario fylki; skildist þeim að þeir hefðu ráðist -aðeins til tveggja mánaða og var kaupið tvö pund sterling um mánuðinn, síðar reyndist að rangt hafði verið túlkað, svo þeir fengu sig ekki lausa svo fljótt. — Þegar lestin nam staðar í Matagame voru þar um 30 Indíánar, er fögnuðu húsbónda sínum Rae, mjög virðulega; með þessum Indíánum unnu þeir Ágúst og Bergmann. Vinn- an var erfið og fæðið lélegt. Set ég hér dálitla skýrslu um hag þeirra félaga, 'og eru heimildir teknar úr Nýja íslands sögu Thorleifs sál. Jackson, en mun í byrjun frásögn Ágústar. “Til fæðis var hverjum manni út- mæld tólf pund af hveiti til vik- unnar, tvö pund af svínsfleski og te eftir þörfum, annað var ekki til matar á ferðalögum. — Aðal sumarvinnan var að flytja vörur félagsins, um 300 mílur frá járnbraut, var mikið farið eftir vötnum á stórum Barkar- bátum, er báru hver um 30 hundruð pund og 4 menn. Allur farangur sem var mest hveiti, var borið á millum vatna, oftast gegnum veglaust skóglendi, bátar einnig bornir um bilið á millum vatna, lengsta bil var um 3 mílur og þá farinn einn fjórði úr mílu í senn, haíður sel- flutningur, hver maður átti að bera 200 pund, eða tvo tveiti- sekki, og stundum meir. Vana- lega voru átta bátar í hverri ferð. Eg get ekki stilt mig um að tilfæra hér dálítinn kafla úr hinni umgetnu bók Thorleifs: “í þeim ferðum var altaf sof- ið undir beru lofti, að vetrum við elda, hva ðkalt sem var, að- eins hinir efnuðustu Indíánar áttu sér Barkarkofa, hinir brutu lim af trjánum og bygðu skjól- (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.