Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 4
* LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. ÁGÚST, 1948 --------Hogberg--------------------- Q«fi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG >9b Sargent Ave.. Winnipeg, Man Rítstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and pubiished bj' The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-S;cond Class Maii, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Minni Íslands eftir séra Valdimar J. Eylands, Gimli, 2. ágúst, 1948 Þegar eg kom til íslands, fyrir rúm- lega ári síðan, tók það mér með blíðu brosi á yndisfögrum sumarmorgni. Þeg- ar eg fór þaðan, nákvæmlega ári síðar, kvaddi það mig með kossi, og breiddi út faðm sinna undurfögru fjalla, lauguðum skini miðnætursólarinnar, sem helti mildum og draumkendum ljóma yfir bauður og haf. En sambúð mín við ís- land, hvað náttúruna snerti, var oft annars lík mrðlungs hjónabandi. Það hvessti oft skyndilega, og stundum opnuðust flóðlokur himinsins með slík- um tilþrifum, að vart hefir meira gengið á forðum, eftir að Nói smíðaði örkina góðu. Landið agaði mig, eins og önnur börn sín um aldirnar, oft strang- lega með sín ísköldu él, en á milli sýndi það blíðu Sína og dásamlega fegurð, og ég vissi að það meinti alt vel. Allir dag- arnir sem eg dvaldi þar, þótt margir þeirra væri dagar storma og stríðs í náttúrunni og mannlífinu, urðu mér lærdómsríkir, og hlaðnir margvíslegum ógleymanlegum minningum. Það sem eg segi hér verður því ekki venjulegt ís- lands minni, heldur einskonar skyndi- myndir sem svífa á hugarhimni mínum, myndir af föðurlandinu og frændunum þar, eins og landið og þjóðin kom mér fyrir sjónir eftir tuttugu og fimm ára dvöl hér í Vesturheimi. Því verður naumast með rökum neit- að, hverja skoðun sem menn annars kunna að hafa á þegnskyldu og þjóð- ræknismálum, að ísland er föðurland okkar allra sem þar vorum fæddir og uppaldir að einhverju leyti. Sú mold sem maðurinn sprettur upp úr, sú sveit sem elur hann, það þjóðfélag sem lifir og hrærist í því landi-alt þetta hefir sér- stöðu í huga flestra manna, þótt þeim sé það ekki æfinlega ljóst. Þetta á sjálf- sagt við um öll lönd, en hvað oss snertir, sem hér komum saman til hátíðahalds, á það sérstakelga við um ísland. Síðan eg kom heimanað og heim, hefi eg oft verið spuður að því hvernig mér hafi litist á ísland. Eg svara hiklaust: Mér hefir ávalt litist vel á ísland og aldrei bet ur en nú. Að vísu er landið sjálft altaf eins, en viðhorf mannsins breytist, eftir aldri og reynslu. Ef þú sem heyrir mál mitt, ert íslendingur, að ætt og uppruna, ef þú átt þar bernskuminningar og vini, þá vil eg segja við þig: Það er dásamleg og ógleymanleg reynszla að koma þang- að aftur. Skilningarvit þín verða næm- ari en áður fyrir fegurð og sérkennum landsins. Jafnvel æskustöðvarnar birt- ast í nýju Ijósi, og þig furðar það að þú skulir ekki áður hafa séð ýms undur og blæbrigði í skauti náttúrunnar, sem nú blasa við sjón þinni. Fjöllin virðast blárri, fjarvíddin hreinni, og vötnin tærari fyrir sjón hins framandi manns, en hins sem ávalt elur aldur sinn í heimahögum. Það verður meira að segja viðburður á æfi þinni að heyra aftur börn hinnar íslenzku náttúru tala máli sínu. Þú heyrir lóuna syngja sín fögru ljóð, þú heyrir spóann vella; þú sérð búsmalann í haganum. Þig langar til að faðiha alla þessa gömlu góðvini. En ánægjulegast af öllu er þó að heyra alstaðar á mannamótum og á flutnings- tækjum allskonar, og í útvarpinu, ást- kæra ilhýra málið, íslenzkuna talaða. Þú finnur til þess að þú ert aftur horf- inn til upphafs þíns, þú ert aftur kom- inn heim. Mundu það, hver sem þú ert, sem hlustar á mál mitt, að þótt þú langför- ull leggir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Þótt þú dveljir langvistum erlend- is, og þér gangi margt í vil, þótt þú standir í stærri þakkarskuld við hið nýja fósturland, en nokkurt annað land, vegna þess, hversu vel það hefir farið með þig og þína, þá getur þú aldrei eignast nema eitt föðurland. -— Föðurlandið er það land sem feður þín- ir og mæður hafa helgað með lífi sínu og dauða; það er landið þar sem móðir þín söng vögguljóðin yfir þér, grét yfir þér, og bað fyrir þér. Það er landið þar sem bernskuspor þín liggja, og þar sem þig dreymdi hina fegurstu æskudrauma. Það er landið þar sem þú gekkst hreinn og saklaus inn í töfrandi hyllingalönd framtíðarinnar. Það er landið með fjöllum og dölum, fossandi ám og nið- andi lækjum, blómskrýddum grundum og brunnum hraunum. Það er landið • sem hafið lemur í ægilegum trylling, og þar sem lognaldan kveður sín ljúfustu vögguljóð við ströndina. Það er landið þar sem forfeður þínir hvíla í kirjugarð- inum, og þar sem þeir sem landið byggja nú munu hljóta hinztu hvíld í örmum móðurmoldar. Það er landið þar sem nóttin er eins björt eins og dagur, og þar sem dagurinn er stundum nærri eins dimmur eins og nóttin. Það er landið þar sem veðráttan er oft grálynd og grimm, en það er þó íslenzkt veður. Þannið er föðurlandið; þannig kom ísland mér fyrir sjónir. Svo ógleymanlega er mynd þess greipt í hjarta þitt, að yfir heim eða himin, hvert sem hugar þín önd skreyta fossar og fjallshlíð öll þín fram- tíðarlönd. En það er ekki aðeins hin steinrunna og streymandi náttúra sem vekur athygli hins framandi manns sem til íslands kemur, heldur einnig hin stór- virka nýsköpun sem blasir við á öllum sviðum, og svo fólkið sjálft, þjóðin sem að henni starfar og stendur. Einhvers- staðar heyrði eg getið um enskan mann sem tók sér ferð á hendur til ísalnds skömmu eftir aldamótin síðustu. Hann var með öllu ókunnugur þjóðinni og högum hennar fyr og síðar, og spurði því leiðsögumann sinn hevrsu lengi ís- land hefði verði bygt. Honum var svar- að, sem rétt var: Rúmlega þúsund ár. “Það hlýtur að vera ósatt, svaraði ferðamaðurinn, “eða hvað hafið þið verið að gera allan þennan tíma?” Og það var von að honum færust svo orð. Þá voru fáar bygginar til nema úr torfi, engar brýr á ánum og engir vegir að heitið gæti neinstaðar nema troðning- ar eftir hesta. Búskapurinn var eins frumstæður og verða mátti, og sjávar- útvegurinn sömuleiðis. Flest allir voru fátækir, og lífið alt ömurlega lýjandi, þrotlaust stryt. Ef til vill er þetta það land sem þú manst eftir,' og það þjóðlíf sem þú hvarfst frá. En þetta land er ekki lengur til, og þetta þjóðlíf er nú sem liðinn leiðinlegur draumur. Um ís- land nútímans, má vissulega nota orð hinnar helgu bókar: Sjá, alt er orðið nýtt! Er þú kemur til þess íslands sem nú er, verður þér ef til vill á að spyrja: Hvernig hefir svo fámenn þjóð geta komið svo miklu í verk á svo stuttum tíma? Eftir doða og deyfð aldanna hefir komið svo mikill fjörkippur í allar fram- kvæmdir með þjóðinni að það má heita æfintýri líkast. Hvað veldur? Svarið er: Fengið frelsi. Hinn þróttmikli kynstofn sem ávalt hefir búið í lapdinu hefir nú fyrst á hinum síðustu árum, fengið • tækifæri til að njóta sín. Er þú kemur til íslands, eftir langa fjarveru, verður þér fyrst og fremst starsýnt á Reykjavík. Hér var fyrir fá- um árum lítill bær, en er nú orðin eins konar vasaútgáfa af heimsborg. Eingin þjóð í heimi á eins f jölmenna höfuðborg í hlutfalli við íbúatölu landsins. Er sagt að hún telji um 54 þúsund íbúa. Þér finst þú ekki geta trúað eigin augum fyrst er þú kemur þangað. Bærinn hefir vaxið með slíkum ofsahraða, að ef það væri ekki fyrir hin ramíslenzku götu- nöfn, myndurðu halda a ð þ ú værir staddur í einhverjum erlendum stórbæ. Hér eru heil hverfi og götur, þar sem hinar glæsilegustu hallir standa hlið við hlið á breiðum steinsteypum strætum. Þá eru bílarnir af nýjustu og bestu gerð, glansandi eins og þeir væru nýkomnir úr verksmiðjunni. Það úir og grúir af þeim allstaðar. Sagt er að um sex þús- undir þeirra séu skrásettir í borginni. Við höfnina iðar alt af lífi og fjöri. Ný- sköpunartogararnir fara og koma, búnir hinum nýjustu tækjum, og glæsi- leg stranferðaskip líða að og frá landi. Það er oft þungur niður í loft- inu. Flugvélar, með íslenzkum fána- merkjum, bruna fram og aftur yfir bæinn, hefja sig upp eða setjast á Reykjavíkurflugvöll, sem er starfrækt- ur af íslendingum einum. Flugfélag ís- lands og Loftleiðir, annast innanlands- flug og utan. Prúðbúið fólk streymir aftur og fram um strætin; þar ægir saman hinu gamla og nýja; þar fara hefðardömur í þjóðbúningum, tískudrós ir klæddar eftir nýjustu sniðum frá París eða London, virðulegum herra- mönnum í lafafrökkum, með harða hatta og stafi í hönd, og vestislausum, berhöfðuðum æskumönnum. Verzlunar- búðir eru allstaðar, og víða smekklega skreyttar. Af öllum vörum sem á boð- stólum eru, ber nú mest á bókum. En þær eru prentaðar og seldar í ótrúlega stórum upplögum. Komir þú inn á heim- ili hinna svonefndu betri borgara bæj- arins, getur að líta hverskyns þægindi sem mannshugurinn kann að girnast. Þar eru dýrindis húsgögn frá Dan- mörku, gólfteppi frá Asíu, kæliskápar, eldavélar, og útvarpstæki frá Ameríku, en dásamlegust er þó hitaveitan úr iðr- um íslands sjálfs. í slíkum húsum er ekki þörf á miðstöðvartækjum. Heita vatnið streymir inn látlaust og jafnheitt sumar og vetur. Þetta sparar ekki að- eins ræstingu híbýlanna heldur einnig miljónir sem annars þyrftu til innkaupa á erlendu eldsneyti. Hver sem fram- andi kemur til Reykjavíkur, fær þá hug- mynd, að hér er vissulega nýtízku bær, og að hér líður fólkinu vel. Og ekki þarf neinn djúft að kafa eða langt að leita til að sannfærast um, hve mikil fjar- stæða það er, sem stundum er fullyrt, að íslendingar hafi sóað mestu af stríðs hagnaði sínum í óhóf pg munað. En þú ert ef til vill gamall sveitamað- ur, og þekkir ekki þessa nýju höfuðborg föðurlandsins. Þú hverfur út í sveit, heimsækir átthagana, “Þar sem fyrst stóð vagga vor á vorri feðragrund og fram vér gengum fyrstu spor af föður studdir mund þann blett með léttri lund vér lítum þessa stund og heilsum aftur æskudalnum fríða”. Skyldi hann þekkja þig aftur, eða þú hann? — Þar er einnig margt orðið breytt. — Fjarlægðirnar, sem áður voru svo taf- samar og þreytandi, eru horfnar. Áætl- unarbílar þeysa fram og aftur um landið daglega. Þú ferðast nú á klukkustund eða jafnvel skemri tíma, eftir vegum sem mundu teljast sæmilegir í hvaða land'i sem er, þá vegalengd sem áður þótti góð dagleið gangandi manni. — Þú kemur á gamla bæinn í dalnum þar sem þú ólst upp. Túnið er ekki lengur þýft og ógirt eins og það var í gamla daga, nú er það stórt og slétt eins og fjalagólf. Gamli hóllinn fyrir framan bæinn hefir verið rifinn niður og hafður í ofaníburð til nýrrar túnræktunar. Gamli torfbær- inn hefir ef til aúII farið sömu leiðina, og nú er komið snoturt steinsteypuhús þar sem hann áður stóð. Það er vatns- leiðsla í húsinu og símalína liggur þang- að heim. Ef enginn er bæjarlækurinn til raforku, er þar vindmylla til ljósá. Þú berð að dyrum, ekki þrjú högg með svipuskaftinu eins og í gamla Öaga, held ur bankar þú hæversklega á vísu borg- aranna, og til dyra gengur kona sem þú getur ekki komið fyrir þig, en finst þú þekkja samt. í svip og látbragði ber hún einkenni föður eða móður sem þú þektir áður á þessum slóðum. Hún og maðurinn hennar hafa ekki látið lokka sig í hinn óvissa, en stundum fljót- fengna gróða sjávarþorpanna. Þau trúa því enn að bóndi sé bústólpi og að bú sé landstólpi. Hún býður þér inn, og ber á borð fyrir þig alt það bezta sem til er í bænum, eins og mæður hennar hafa gert í þúsund ár. Þú spyrð um bú- skaparháttu og líðan. Jú takk, það er alt í bezta lagi. Fólkið er að vísu fátt á heimilinu, en það kemur ekki að sök. — Tæknin er komin í stað mannaflans sem áður var. Þú lítur í kring um þig, og skilur hvað hún á við. í hlaðvarpanum stendur dráttarvél, sláttuvél, rakstrar- vél, og fleiri nýtízku landbúnaðartæki. Þú tekur eftir því að túnið er fullsprottið, sá tími er kominn, sem merktur er á gamla almanakinu með orðinu: Heyann- ir. En bóndinn er í skemtiferð með öðr- um bændum sveitarinnar í fjarlægum landshluta. Þú ert hissa á háttalagi bóndans, en ert þó svo hæverskur að þú vilt einskis spyrja. En konan les hugsanagang þinn, og svarar því sem þú vildir spyrja um: Við byrjum ekki sláttinn eins snemma og áður var. Við gefum túninu tækifæri til að spretta til fulls. Þetta er rifið upp á nokkrum dög- um. Ef tíðin er góð, er þessu strax lokið. Við setjum töðuna hvorki í sæti né bind um hana; þegar hún er þornuð er henni ýtt inn í hlöðu, og búið. Ehigjasláttur er víða enginn, en öll áherzlan lögð á tún- rækt, kúabú og mjólkurframleiðslu. — Sauðfjárræktin er víða orðin lítil vegna fjárfellisins, en þó eitthvað standi eftir af fénu, þarf húsmóðirin ekki að brjóta bak sitt við ullarþvottinn, ullin er nú seld óþvegin í kaupstaðina, og verkuð þar í sérstökum þvottahúsum. En hvort sem þú kemur í bæ eða bygð, er þér allstaðar tekið með hinni mestu alúð og vinsemd. Er það kemur í ljós að þú ert Vestur-íslendingur, er eins og fólkið eigi í þér hvert bein. — Spurningum rignir yfir þig. Hann eða hún fóru héðan fyrir svo eða svo mörg- um árum. Veiztu nokkuð um þau? — Hvernig líður löndum okkar í Ameríku ? Enginn, sem flytur erindi um Vestur- íslendinga þarf að óttast að hann fái ekki áheyrn, og þegar hann hefir lokið máli sínu kemur fólkið og þrýstir hönd hans innilega. Og handtakið er ekki fyrir hann einan, heidur og fyrir alla hina sem ekki gátu komið heim í þetta sinn. — En þótt þér lítist vel á landið og fólk- ið sé þér innilegt, finnur þú samt að þu átt ekki heima hér. E"ósturlandið kallar; það hefir farið vel með þig og þína, og það heimtar það sem eftir er af kröft- um þínum. Þér er ljúft að svara kalli þess. Þú ferð heiman að og svo aftur heim. Þú ferð með ljúfar minningar. Þú ferð aftur úr landi feðra þinna, trúar- sterkari en nokkru sinni áður á framtíð þess. Þú hefir nú séð með eigin augum að fólkinu líður vel, að þjóðinni hefir aldrei liðið betur, né búið við hagstæð- ari kjör. Aldrei hefir íslenzk æska verið jafn frjálsmannleg og fögur sem nú; aldrei hafa íslendingar trúað jafn fast- lega á landið sitt sem nú, né elskað það heitar. Þrátt fyrir geysilega verð- bólgu, og aðsteðjandi viðskiptakreppu, hefir íslenzka þjóðin aldrei verið eins vel á verði um hagsmuni sína, og aldrei betur vígbúin til að heyja stríðið fyrir tilveru sinni sem nú. Þú hverfur með klökkum huga frá þessu landi, og kveð- ur þessa vösku þjóð, og biður: “drjúpi ’hana blessun Drottins á um daga heimsins alla”. Jökulsárbrúin nýa vígð í dag Hengibrúin nýja yfir Jýkulsá á Fjöllum verður vígð í dag. Brú þessi styttir bílveginn til Aust- urlands um 70 km. Áður fóru bifreiðar yfir Jökulsá á hengi- brúna við Ferjubakka. Er brú þessi mesta brúarmannvirki, sem byggt hefur verið hér á landi. Hæð hennar, milli turna er 104 metrar. Það eru 16 ár síðan brúnni var valinn staður, þar sem hún nú hefir verið reist. Var þá gerður nákvæmur uppdráttur af bökk- um árinnar og jafnan síðan ver- ið athugað hvort áin breytti sér, en reynslan hefir sýnt að svo hef- ir ekki verið. Údr tekin í notkun í fyrrahaust. Vinna hófst við brúna í miðj- um júní mánuði 1946. Var það sumar unnið um þriggja mán- aða skeið við ýmsan undirbún- ing að smíði brúarinnar. í fyrra sumar var enn hafin vinna við brúna um miðjan júní og var smíði hennar lokið í september og tekin í notkun 20. september. Efniviður allur er hinn vand- aðasti í brúnni. Fjórir stálstreng- ir, sem strengdir eru milli turna, sitt á hvorum árbakka, halda brúnni uppi. Brúarsmíðin. Brúin er að öllu leyti gerð samkvæmt tillöguuppdráttum vegamálastjórnarinnar, en upp- drættina hefir Árni Pálsson verkfræðingur gert og hefir hann jafnframt haft alla verkfræði- lega stjórn á hendi við smíði brúarinnar með aðstoð Snæ- bjarnar Jónssonar verkfræðings. Strengirnir eru gerðir í smiðjum British Ropes Ltd., en stálbitar hjá Dorman Long and Co. Verk- stjóri við brúargerðina var Sig- urður Björnsson, en við stál- vinnu Mr. Sullivan frá Dorman Long. Nokkrir breskir menn hafa unnið við smíði brúarinnar, en alls unnu 6ö menn við brúar- smíðina, þegar flest var. Kostnaðaur við brúarsmíðina nemur 2,2 miljónum króna. Við vígsluathöfnina á morgun mun Emil Jónsson samgöngu- málaráðherra mæta, ásamt embættismönnum héraðsins og öðrum gestum. Mgbl. 10. júlí Hann dró hana að sér og kyssti hana með ástríðuþrungnúm ákafa. Enginn hefði getað ímynd- að sér að þau væru gift. Þau voru það heldur ekki. ♦ — Heldurðu að eg syngi af tilfinningu? — Nei, ef þú hefðir einhverja, myndirðu alls ekki syngja.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.