Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST, 1948
FRÁ VANCOUVER, B.C.
Júlí 21., 1948
Nú er unnið af kappi við að
gjöra við og byggja upp aftur
það, sem flóðið skemdi í Fraser
árdalnum og víðar hér á strönd-
inni. Ekki eru komnar neinar á-
reiðanlegar skýrslur um hvað
skaðinn er mikill, en nefndir
sem stjórnin hefir skipað, eru að
vinna að því. Árnar á þessu
svæði eru nú mestmegnis komn
ar aftur í farvegi sína, en víða
eru stórar tjarnir sem ekkert út-
rensli hafa, og er verið 'að pumpa
út vatnið með öflugum “Power
Pumps”, og virðist að það takist
vel, þó það sé mikið verk. Sam-
skot voru tekin í British Colum-
bia fyrir þetta fólk sem varð fyr
ir þessu áfalli af völdum flóðs-
ins, og kom þar inn í þann sjóð
á þriðju milljón dollars. Bæði
Salvation Army og Red Cross,
hafa gefið í matvælum, fatnaði
og nauðsynlegustu húsgögnum
sem kemur upp á mörg þúsund
dollara, sem hefir mikið hjálp-
að í bráðina. Fylkisþingið var
kallað saman í “Extra Session*
til að samþykkja fjárveitingar,
sem fylkið þarf að leggja til. .Svo
hefir Sambandsstjórnin í Ott-
awa lofast til að taka róttækan
þátt í því, að koma þessu fólki
aftur á fastan fót efnalega, eins
og það áður var.
Þann 28. júní, buðu þau hjón
Mr. og Mrs. Valdi Grimson, heim
til sín öllum sem vildu, frá
Gamalmenna Heimilinu til að
drekka með þeim eftirmiðdags-
kaffi, og voru tólf sem tóku boð-
inu, því nokkrir voru burtu frá
heimilinu þennan dag, sem ann-
ars hefðu verið með í förinni. —
Mr. Grimson keyrði allan hóp-
inn í bíl fram og til baka. Skemti
fólkið sér við að skoða heimili
þeirra hjóna bæði úti og inni, og
ræða saman, svo voru sungnir
nokkrir íslenzkir söngvar, sem
allir viðstaddir tóku þátt í eftir
beztu getu. Seinast settust allir
til borðs, þar sem voru framreidd
ar kaffi og alskonar kræsingar
og strawberries og isrpómi, eins
og hver vildi. Fyrir þetta heim-
boð votta allir hlutaðeigendur
þeim Mr. og Mrs. Grimson, inni-
legasta þakklæti.
Þann 25. júní, eins og ákvarð-
að hafði verið, var haldið íslend-
ingamót í Hastings Auditorium,
þar sem Mrs. H. F. Danielson
flutti fyrirlestur, sem hún nefndi
“ísland í ljóma minninganna”.
Samkomunni stjórnaði Mr.
Odinn Thomton, forseti “Strand
ar”. Aðalþátturinn í skemti-
skránni var _ fyrirlestur Mrs.
Danielson, sem var bæði langur
og skemtilegur, seaa gekk út á
að segja frá ferðalagi sínu á ís-
landi, er hún var þar seinast. —
Var það ágæt skemtun fyrir
gamla fólkið sem þekti svo vel
til, þegar hún var að segja frá
ýmsum plássum sem hún ferð-
aðist um. Fékk fyrirlesarinn á-
gæta áheyrn, og var henni þakk-
að fyrir skemtunina og komuna,
með dynjandi lófa-klappi.
Þar voru til staðar tvær syst-
ur frá Wynyard Sask., Una og
Svava Kristjánson sem skemtu
með söng. Miss Lena Kristján-
son söng tvo einsöngva, svo
sungu þær tvo “duets”, var
þeim sérstaklega vel tekið er
þær sungu “Norður við heim-
skaut -, tvíraddað. Þær voru kall
aðar upp aftur og aftur og klapp
að óspart lof í lófa. Þessar syst-
ur sem mér var sagt að væru tví-
burar, eru dætur Mr. og Mrs.
Hákonar Kristjánssonar að
Wynyard, Sask. Gaman væri að
mega eiga von á því, að þessar
systur syngi fyrir okkur aftur,
einhverntíma í framtíðinni. Mr.
Jónas Stefánson frá Kaldbak
flutti stutt erindi, og flutti frú
Danielson kvæði, sem hefir ver-
ið birt í báðum íslenzku blöðun-
um. Mrs. Lillian Sumarliðason
aðstoðaði við hljóðfærið.
Það mátti heita að þessi sam-
koma væri vel sótt, þegar það
er tekið til greina hvað margir
landar hér eru á skemtitúrum út
um allar trissur. Svo voru líka
þetta kvöld, Joe Louis og Jersey
Joe að reyna til að rota hver
annan, austur í New York. Var
öllum þeirra þrælabrögðum
rækilega lýst í útvarpinu, svo
milljónir sátu við útvarpið til að
hlusta á þessa ruddamensku, því
var samkoman ekki eins vel sótt
eins og búist hafði verið við.
Þann 20. júní var haldið hið
13. “Annual Midsummer Festi-
val”, sem ' The Scandinavian
Central Committee” heldur ár-
lega í Seymour Park. j þetta
sinn mistókst hátíðahaldið sök-
um þess að það var rigning mest
allan daginn, svo það voru að-
eins um tvö til þrjú þúsund
þúsund manns sem sóttu sam-
komuna, í staðinn fyrir að ár-
lega hafa komið þar saman
milli fimm og sex þúsund
manns. Þessi félagsskapui* sam-
anstendur af fimm scandinava
þjóðflokkunum hér í borginni,
Norðmönnum, Dönum, Svíum,
íslendingum og Finnum. Hafa
Íslendingar tekið þátt í þessum
félagsskap síðan hann var
stofnaður, og haft menn í fram-
kvæmdanefnd félagsins. — Nú
fyrir þetta ár, er Mr. B. O. Há-
varðsson varaforseti félagsins.
Eitt aðalatriðið á þessunj hátíða-
höldum ár hvert er það, að hver
þjóðflokkurinn í þessum félags-
skap velur eina stúlku, sem á að
vera í vali fyrir drottningu þess
félagsskapar fyrir hvert ár. Er
ein af þeim fimm sem í vali eru,
kosnar á þessari hátíð ár hvert.
Þessar stúlkur eiga að koma þar
fram, hver í sínum þjóðbúningi.
íslenzka stúlkan í þetta sinn var
Miss Donna Torfason, og var
hún kosin fyrir drottninguna
fyrir þetta ár. Miss Tortason er
dóttir þeirra Mr. og Mrs. Sigurð
ar Torfasonar sem eru búsett hér
í Vancouver. Eg vonast til að
geta látið birta mynd af henni í
íslenzku blöðunúm, eins og hún
kom þar fram í íslenzka búningn
um. Þetta er í fyrsta sinn sem
íslenzka stúlkan hefir orðið fyr-
ir valinu. Var Donna drottning
krýnd þar samkvæmt reglum fé-
lagsins, eins og lög gera ráð
fyrir. —
Þann 13. júlí heimsóttu ís-
lenzka gamalmenna heimilið,
Mr. og Mrs. H. F. Danielson frá
Winnipeg og skoðuðu heimilið
bæði úti og inni. Dáðust þau að
því eins og allir hafa gjört sem
hafa séð það. Mrs. Danielson
flutti hér erindi fyrir gamla
fólkið, sagði þeim frá ferðum
sínum á Jslandi er hún var þar
seinast, var það góð skemtun,
því margir hér voru kunnugir
þeim plássum sem hún var að
segja þeim frá. Þakkaði forstöðu
konan þeim hjónum fyrir kom-
una og skemtunina, og Þórður
Kr. Kristjánsson flutti kvæði til
Mrs. Danielson.
Mr. og Mrs. Björn Thorvald-
son frá Los Angeles, California,
voru hér á ferðinni um mánaða-
mótin. Eru þau bæði uppalin í
íslenzku bygðinni í Norður Da-
kota. Bjöm er sonur þeirra vel-
kunnu frumbýlinga í Akrabygð-
inni, Mr. og Mrs. Stigur Thor-
valdson en Mrs. Thorvaldson er
Guðný dóttir Friðriks Jóhannes-
sonar sem var um langt skeið
búsettur í Svoldarbygðinni. —
Voru þau hjón búip að heim-
sækja gamlar stöðvar í Norðiu-
Dakota og víðsvegar hér fyrir
norðan landamærin. Mr. B. O.
Jóhannson frá Seattle var í för
með þeim, Mrs. Jóhannson er
systir Björns.
Nýkomin úr ferðalagi um
Californiu eru þau Mr. og Mrs.
G. F. Gislason. Mr. Gislason á
þar bróðir og margt kunningja-
fólk á þeim slóðum, og skemtu
sér vel.
Dr. og Mrs. H. Sigmar og Mr.
og Mrs. H. L. Thorlakson eru á
ferðalagi í California, er búist
við þeim til baka fyrir þann
25. þ. m. Mr. Thorlakson er
einn af ræðumönnunum á ís-
lendingadaginn í Blaine.
Mr. Ófeigur Sigurðson og
Thorarinn Guðmundsson eru
komnir til Deer, Alberta. — Þeir
eiga þar báðir vini og vensla
fólk, og kunna vel við þar á
sumrin, báðir áttu þar heima um
langt skeið.
Mr. og Mrs. Valdi Grimson
lögðu á stað í bíl sínum til Mos-
art í Saskatchewan og fleiri
staða þar eystra, þau áttu þar
heima um nokkur ár. Þau
bjuggust við að verða þar um
mánaðartíma. í för með þeim
voru Mr. og Mrs. Thorður Gunn-
arson. —
Mrs. Kristin Pritchard frá
Prince Rupert er hér um þessar
mundir að heimsækja móður
sína Mrs. Steinunni Loptson. —
Hæsti gjafalistinn til Gamal-
menna heimilisins hér, kom frá
Victoria, en næst hæsti listinn
kom frá Prince Rupert. Við eig-
um það Mrs. Pritchard að
þakka, því hún hefir frá því
fyrsta veitt því málefni svo öfl-
ugt fylgi. Hún er nú búin að sjá
þetta heimili sem hún hefir átt
svo mikinn þátt í að varð stofn-
að, og er hún mjög ánægð yfir
því hvað hér er alt vel um búið
fyrir gamla fólkið.
Þann 25. júní voru gefin sam-
an í hjónaband af Rev. T. Hart-
vig Arthur John Pilling frá
Gibbons B. C. og Sylvia Eirikson
yngsta dóttir þeirra Mr. og Mrs.
A. C. Eirikson að 1714 Pandora
St., hér í borginni. Framtíðar-
heimili ungu hjónanna verður
í Vancouver.
Þann 12. júlí lézt snögglega að
heimili sínu, Eric Freeman Hall,
— Halldórson — 61 ára. Flutti
hann hingað vestur fyrir nokkr-
um árum frá Dauphin, Mani-
toba. Hann lifa ekkjan og einn
sonur Alvin Tric í heimahúsum,
fimm systur, Mrs. A. W. Jansson,
Mrs. S. G. Sigurðsson, Miss Syl-
via Halldorson, Miss Magnia
Halldorson, Mrs. E. Hrappsted,
og tveir bræður W. K. Halldor-
son og A. P. Hall, öll til heim-
ilis í Vancouver. — Var þessi
útför fjölmenn svo útfararstof-
an var þétt skipuð og kistan þak
in blómum frá hinum mörgu
vinum og ættingjum hins látna.
Mr. Hall var einn af nefndar-
mönnunum í íslenzka gamal-
menna heimilis-nefndinni hér í
Vancouver. Var hann sérstak-
lega vel látinn af öllum sem
kyntust honum. Dr. H. Sigmar
þjónustaði við útförina.
Nýlega voru hér á ferðinni
Mrs. W. I. Harley og sonur henn
ar frá Wainright Alberta, og
Mrs. F. T. Merril og yngri dóttir
hennar frá Billings Montana. —
Þær eru systur og höfðu mælt
mót með sér hér, til að heim-
sækja foreldra sína Mr. og Mrs.
S. Guðmundsson og eina systir
sína Mrs. A. R. Irvine sem er
búsett í North Vancouver. —
Skemti þetta fólk sér vel meðan
það dvaldi hér. Svo fór Mrs.
Harley til Montreal til að heim-
sækja gifta dóttir sína sem þar
er búsett, Mrs. Merrill fór héð-
an til Long Beach Califomia að
heimsækja eina systir sína sem
þar býr. Mrs. P. Mallinder. Það
var mikill fagnaðar fundur, þeg
ar alt þetta fólk kom saman. —
Sumt af því hafði ekki séðst í
í fleiri ár. —
Þetta ferðafólk hefi ég orðið
var við síðan ég skrifaði sein-
ast: Mrs. Margaret Vopni frá
Tantallon Sask., Inga Gislason,
Mrs. S. Backman, S. Thompson
og M. Thompson, frá Winnipeg.
Thor Gislason frá Árborg, Man.
Elisabeth Björnson frá Selkirk,
Man., A. A. Hanson frá Seattle,
Washington, Mrs. Elin Kristján-
son frá San Diago, California,
Sandy Helgason og Guðríður
Helgason frá Riverton, Man.,
Rev. og Mrs. G. P. Johnson,
Johnson, frá Bellingham, Wash.,
Mrs. Ásta Johnson og M. G.
J. P. Isdal frá Blaine, Wash.,
Steena Johnson, Winnipeg.
Næsta sunnudag munu allar
leiðir Islendinga liggja til
Blaine. Það er auglýst ágæt
skemtiskrá. Eins og undanfarin
ár, er búist við að margir sæki
þetta hátíðahald héðan frá Van-
couver. —
S. Guðmundsson.
“Þú komst, þú sást, þú sigraðir”
Til séra Eiríks frá Útskálum, við burtför hans frá Winnipeg 1948.
“Eg kom, ég sá, ég sigraði”
kvað Caesar forðum, næsta mikillátur:
Hann unnið hafði heimsveldi
og hugðist ráða flestar lífsins gátur.
Við söfnumst hingað, séra Eiríkur,
að sýna þér og túlka vinsemd okkar.
Þú kveður hér, af öllum elskaður. —
Þar engu ráða trúarskil né flokkar.
“Hann kom, hann sá, hann sigraði”
er sagt um þig í dag í einu hljóði:
“Þér gæfan fylgi”. — öll í einlækni
við óskum þess í hugsun, ræðu og ljóði.
Þú komst — En fáir þektu þig,
og því var spurt: “Já, hvernig skyldi’ hann vera?
Hvort skyldi’ hann “þúa” þig og mig,
hann — þessi bráðabirgða nýi “séra”?
Þú sást með auga’ hins glöggva gests
vort góða land og þína kristnu bræður;
með innri sjón hins sanna prests
að samúðin er afl, sem mestu ræður.
Þú sigraðir — þeir sigra flest,
er sálaryl að megin vopni beita. —
Við kveðjum þig, vorn góða gest,
og guð þig leiði, hvert sem sporin leita.
Sig. Júl. Jóhannesson.
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
Dr. Best reyndi að fá
"^Einkaskeyti til Mbl.
“Social demokraten” skýrir
frá því, að dr. Werner Best, sem
var ríkisfulltrúi Þjóðverja í
Danmörku á meðan á hernám-
inu stóð, hafi verið í erindum
Þjóðverja á Jslandi fyrir stríð og
hafi hann átt að útvega Þjóð-
verjum flugstöðvarréttindi þar.
Best er nú fyrir rétti í Dan-
mörku, ákærður fyrir stríðs-
glæpi.
Þýzkur kaupmaður og andnas-
isti, Lienau að nafni, hefir skýrt
frá þessu í viðtali við blaðið. —
Hann segir, að þýzka stjórnin
hafi sent sig til Islands vorið
1939 til þess að rannsaka hvort
hægt væri að nota íslenzkt þang
til iðnaðar. Göring hafi árið áð-
ur gefið íslendingum sjóflugvél
og hafi hún átt að vera beita til
að fá íslendinga til að sam-
þykkja að Þjóðverjar fengju hér
í sól og vor við ysta haf.
flugstöðvar á íslandi
lendingastaði fyrir flugvélar.
Lienau segist hafa hitt dr.
Best hjá Timmermann, konsúl
Þjóðverja hér í bænum. Best var
í sendinefnd, sem átti að reyna
að fá flugstöðvarréttindi hjá
íslenzku stjóminni. Og einu
sinni, segir Lienau, að hann hafi
sagt í reiðikasti:
“Það er furðulegur þýzkur
konsúll, sem ekki getur fengið
íslenzku stjórnina til að verða
við tilmælum Þjóðverja”.
Timmermann hafi svo verið
kallaður heim skömmu síðar. —
— Páll.
Mbl., 6. júlí.
Hann: — Eg vona að þú dansir
við mig einhverntíma í kvöld.
Hún: — Já, auðvitað dansa eg
hefi bara komið hingað í kvöld
til þess að skemta mér.
Tileinkað séra Eiríki Brynjólfsson og frú hans,
Guðrunu Guðmundsdóttur og sonum þeirra,
Brynjólfi og Guðmundi.—
Við heimför þeirra til íslands, 22. júlí 1948.
I.
Eiríkur og frú hans fagna,
að fljúga og kljúfa skýjatraf
heim til íslands, söngs og sagna,
í sól og vor við yzta haf,
þar sem vinafjöldinn fríði
faðminn breiðir móti þeim
eftir ársins útiveru
1 öðru landi, — Vesturheim.
Það var gróði okkur öllum
íslendingum vestra hér,
að fá ykkur í heimsókn hingað
og heyra, sjá og kynnast þér
Eiríkur frá Goða-görðum
og Guðrún, sem af öðrum ber.
þið hafið í orði og athöfn
eitt það kennt sem fagurt er.
Þeir, sem mannlífs akur yrkja,
eining treysta og kærleiksbönd
í gleði og sorg, til eins og allra,
auðnan leiðir sér við hönd.
Starf og orku í stuðla fella.
Standa heilir nær og fjær.
Heyrist yfir heima alla
er harpan þeirra ómar skær.
Eitt er víst. Við sáran söknum,
að sjá ykkur nú fara heim
og missa af þeim anda og ástúð,
yl og krafti er veittuð þeim
sem innangarðs og utan voru.
öllum eruð þið svo kær.
Þið hafið komið, séð og sigrað
og sáð því fræi er alltaf grær.
Vér söknum öll. Með góðum gestum
gleðjumst þó er fara heim. —
Og hver veit, ef á verði vökum,
að verðum betri öllum þeim
sem með oss búa, stríða og starfa
og stefnum örugg fram á leið
á vegi þeim, sem vel þú lagðir
og varðaðir um höfin breið.
H.
Brynjólfur með bjarta lokka
og blíða svipinn heimalands.
Leikur sér um æðar allar
afl og fjör hins litla manns.
Þú munt verða þarfur maður
þjóð og landi í frama og sátt,
þegar kallar stund og staða,
starf og orku í sólarátt.
III.
Borinn ertu Leifs í landi
ljúfi drengur, Guðmundur,
Álfunni sem fann til foma
fyrstur manna Eiríks bur.
Enginn kann þá sögu að segja
um sigra þá er vinnur þú.
En allt mun þar til giftu og gleði
gagna lýð. Það er mín trú.
IV.
Farið heil og heilladísir
halda munu um ykkur vörð
héðan heim og heima líka
og hvar sem að þið haldið vörð.
Berið kveðju lýð og landi
og ljúfum vinum allra kærzt
frá vinunum í Vesturheimi. —
Verið sæl unz hittumst næst.
Davíð Björnsson