Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 5. ÁGÚST, 1948 3 Ávarp forseta þjóðræknisfélagsins á Gimli, 2. ágúst 1948 Eg' vil þakka forseta dagsins fyrir þetta tækifæri að koma fram og mæla örfá orð fyrir hönd Þjóðræknisfélags fslend- inga í Vesturheimi. Og er ég geri það, vil ég nota mér tæki- færið til að bjóða velkojninn heim, fyrverandi forseta Þjóð- ræknisfélagsins og aðalræðu- mann hér í dag, séra Valdimar J. Eylands. Þetta er fyrsta tæki- færið, sem mér hefir gefist að heilsa honum og fagna komu hans hingað aftur, og geri ég það af heilu hjarta. I raun og veru hefði e. t. v. farið miklu betur á því, að hann væri enn forsetinn -og gæti talað hér í dag, ekki að- eins sem aðalræðumaður dags- ins, nýkominn úr Islandsferð sinni, en einnig sem forseti Þjóðræknisfélagsins. Það hefði ekki átt illa við. En þó segi ég þetta ekki í þeim skilningi að ég sé vanþakklátur þeim sem sáu sér fært að kjósa mig í það emb- ætti á síðasta þingi félagsins. Fyrst að mér veittist sá heið- ur, tel ég mér það nú bæði rétt og skylt að bera fram kveðju Þjóðræknisfélagsins og óska d,eg- inum í dag og nefndinni, sem stendur fyrir honum og öllu því góða fólki sem hingað hefir komið, allra heilla og læt þá von í ljós að hugmyndin, sem á bak við þetta hátíðahald stendur, þ. e. a. s. ræktarsemi við hið íslenzka eðli í okkur öllum og alt sem íslenzkt er, deyi aldrei » út en þróist og dafni um öll ókomin ár í framtíðinni. Það er von mín og ósk. Eg veit, er ég segi þetta, að einhverjir meðal ykkar munu segja við sjálfa sig eða við þá, sem sitja við hlið ykkar, að þessi von, þessi ósk, sé lítið annað en hégómi einn, þar sem flestir viti að íslenzkan, sem mælt mál, sé smám saman að deyja út hér vestra, og að innan fárra ára- tuga verði fáir eða engir, sem íslenzku tala. Ekki ætla ég mér að spá fyrir neinu í framtíðinni um hvað verði eða verði ekki. Heldur vil ég leggja spurningu fyrir ykkur um, hvað sé raunveruleg þjóð- rækni? — Fyrst og fremst, auðvitað, er það ræktarsemi við þjóð okkar, eða réttara sagt, þjóð forfeðra okkar, þjóð feðra og mæðra, þ. e. íslapd, og þar að auki ræktar- semi við þjóð okkar hér, þjóðina sem allir yngri fslendingar hér vestra eru fæddir inn í og upp- aldir í, og sem er heimaþjóð þeirra, Canada eða Bandaríkin. Það stendur í lögum Þjóðræknis félagsins að við eigum að ger- ast nýtir borgarar hér og við eigum “að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi”. Og í þriðja atriði annarar greinar í lögum félagsins er sagt að við eigum “að efla samúð og samvinnu millum Islendinga vestan hafs og austan og kynna hérlendri þjóð hin beziu sérkenni þeirra”. Það er fyrsta atriðið um að verða sem beztir borgarar hér og síðari helmingurinn þriðja atriðsins, sem ég vlidi draga at- hygli ykkar að við þetta tæki- færi. Það er í eðli hvers manns að hugsa hlýtt til þeirrar þjóðar, sem hann er kominn af. Það er ein tegund þjóðrækni. — En til þess að aðrir, annara þjóða menn, geti öðlast líkan skilning um verðmæti þjóðarinnar, verða synir hennar og dætur að geta komið því þeim fyrir sjónir á einhvern gagnlegri og fullkomn- ari hátt en aðeins að segja frá þeim verðmætum. Það verður að vera ekki aðeins í orði, en einnig í verki, sem við auglýsum ágæti þeirrar þjóðar, menningu hennar og þjóðareinkenni, sem við erum sprottin af. Til þess að við getum sannað hérlendu fólki öll ágæti íslands og hinnar ís- lenzku þjóðar, verðum við að gera meira en aðeins að lifa inn í okkur sjálf, að halda okkur frá öðru fólki sem er af öðrum þjóð- um, að haga okkur sem útlend- ingar í ókunnu landi sem hafa rætur sínar erlendis, að tala út- lent mál og kenna börnum okk- ar að gera hið sama, og að kenna þeim að leggja meiri rækt við gamla landið en við þetta land, sem þau þekkja þó bezt og sem er þeim kærast. Þessi afstaða hefir sína kosti. En bezta þjóð- ræknisstarfsemin hér er sú að reyna að taka einhvern verkleg- an þátt í sem allra flestum opin- berum málum meðal allra stétta og meðal allra flokka og á alian heiðarlegan hátt að standa fram arlega í þjóðfélaginu og sýnt með því að íslendingar geta meira en talað um ágæti þeirra, forfeðra þeirra og þjóðar þeirra, að þeir geta einnig verið framtakssamir og veitt forstöðu í nauðsynjamálum, engu síður en aðrir menn og betur en margir, að þeir eru jafningjar hverra manna sem eru. Með þeirri af- stöðu bæta þeir hróður þjóðar- brotsins hér í Canada og fyrir sunnan landamærin í Bandaríkj- unum og sýna hérlendu fólki á áþreifanlegan hátt, hverskonar fólk það er, hvað það getur, og alla kosti þess, sem kom frá þessari litlu afskekktri eyju í norður-Atlantshafi og settist hér að í þessari heimsálfu fyrir 75 árum. — Kveðja til séra Eiríks Brynjólfssonar, við heimferð hans til íslands Til frænda og vinanna vestur þú valdir þér leið yfir sæ, og varst okkur velkominn gestur með vekjandi samúðar blæ. Við fundum í anda og orði þann yl sem að tengir vor bönd, því sögunnar sígildi forði er samband við feðranna strond. Þú sást okkar sveitir í blóma með sumarsins töfrandi skraut, er flutti þér hugljúfa hljóma í hylling á framandi braut. Þú gafst okkur glaðværar stundir og geisla af vonblíðri sál, þó svíði nú saknaðar undir af samúð vér drekkum þér skál. Haf þökk fyrir kynningu kæra er kætti vorn anda og sjón, þú vísaðir leið til að læra þá list, sem að hyllir vort Frón. M. Markússon, 90 ára, 27. nóv. 1948. Þetta er líka sönn þjóðrækni, þó að við höfum ekki altaf hugs- að um það sem verulega þjóð- ræknisstarfsemi. En sannleikur- inn er, að stundum hafa þeir, sem unnið hafa bezt og sam- vizkusamlegast það verk, sem þeim hefir verið úthlutað að vinna, og talað sem minst um það, unnið beztu þjóðræknis- starfsemina og aukið álitið á íslandi og íslendingum í augum hérlendra manna. Eg hugsa í þessu sambandi um lækna og lögfræðinga og dómara, beggja megin landa- mæra-línunnar, um kennara og fræðimenn í barnaskólum, mið- skólum og háskólum, um menn og konur í allskonar stöðum, sem unnið hafa verk sitt vel og heiðarlega, eins og t. d. bændur, verzlunarmenn og iðnaðarmenn, og ég er að hugsa um stjórn- málamenn í fylkis- og sambands- stjórnum, og ekki sízt, að ég nefni aðeins tvo, sem nú eru uppi, menn eins og t. d. Joseph T. Thorson, sem var fyrsti og eini íslendingur hér vestra að skipa sæti í ráðuneyti Sam- bandsstjórnar Canada og sem er nú yfirdómari fjármálaréttar þessa lands, og Byron Johnson, sem er forsætisráðherra British Columbia fylkis. Einnig vildi ég nefna víðþekktasta Islending allra núlifandi íslendinga, Vil- hjálm Stefánsson. Þessir menn teljast til Vestur- íslendinga. En Austur-lslending- ar eru einnig að kynna heimin- um Jsland, ágæti þjóðarinnar og hæfileika leiðandi manna henn- ar. Thor Thors, sendiherra Is- lands til Bandaríkjanna og Cana- da er einnig formaður fulltrúa- sveitar Islands á Sambandsþjóða fundi — United Nations, — og að ég nefni aðeins einn í viðbót, Steingrímur Arason hefir vakið orð á sér á fundum UNESCO — United Nations Educational Scientific and Cultural Organi- ation — sem haldið hefir fundi í New York undanfarnar vikur. Þetta er alt að vinna þjóð- ræknisstarfsemi og þetta er að vera þjóðrækinn. Með því móti sem ég hefi greint, þar sem um okkur Vestur-lslendinga* er að ræða, uppfyllum við þriðja at- riði annarar greinar grundvallar laga Þjóðræknisfélagsins, “að kynna hérlendri þjóð hin beztu sérkenni íslendinga”. Og með þessu megum við skilja að þjóð- ræknisstarfsviðið er margbrotið og stórt og að það getur verið miklu víðtækara en margir gera sér hugmynd um. Þess- vegna þegar um þjóðrækni og þjóðræknisstarfsemi er að ræða, verðum við að skilja að ógjörlegt er að reyna að þrengja starf- sviðið eða að takmarka það eða að halda því innan nokkurra landamæra. Við getum sýnt það á svo margvíslegan hátt hvað það þýðir, að vera góður íslend- ingur og hvað það er, sem ein- kennir íslenzkt eðli bezt. Þess- vegna verður hver maður að ráðgera við sjálfan sig, hvernig og á hvaða sviði hann getur aug- lýst ágæti þjóðar sinnar, eða birt hið bezta af hinu íslenzka eðli sem býr 1 sálu hans og hjarta. — Þess vegna, er ég kem hér fram í dag, fyrir hönd Þjóðrækn isfélagsins, finst mér ég geta varla óskað ykkur betur eða flutt betri eða áhrifameiri hvatn ingarorð en þau, að vona að all- ir, sem hér eru saman komnir, megi altaf um öll ólifuð æfiár verið góðir íslendingar. Eg óska deginum til heilla og þakka íslendingadags-nefndina, fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins fyrir tækifærið að flytja þessa kveðju. Philip M. Péiursson. Business and Professional Cards Um 300 þúsund trjáplöntur verða gróðursettar í sumar Skógargræðsla hefir aldrei verið meiri Svo virðist, sem eftirspurn um trjáplöntur til skrúðgarða við heimahús, sé minni í ár en und- anfarið. Mun það stafa af því, að girðingarefni er nú því nær ófáanlegt. Þetta sagði Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri í viðtali við Morgunblaðið í gær. Hinsvegar er nú miklu meiri eft- irspurn um tré til skógargræðslu og mun Skógrækt ríkisins ekki geta fullnægt eftirspurninni. Skógrækt ríkisins hefir á þessu vori haft til ráðstöfunar 150 þús. birkitré, af ribstrjám 2000, sól- ber 2000, af víði 6000 og reyni 6000. Þá hafa komið frá Toregi 15 þús. plöntur af furu og 50 þús. plöntur af rauðgreni. Með flug- vél frá Noregi, sem er væntan- leg 27. þ. m., mun Skógræktinni berast 25 þús. rauðgreni og 40 þús. litlar furuplöntur. Fræárin brugðusi I vor hefir verið mikil eftir- spurn um úrvalsreyni. Af þeim plöntum hafa aðeins fáar verið til sölu, eða um 1500 stk. Hér veldur mestu um, að fræárin 1942, 1943 og 1944 voru mjög lé- leg. Skógræktin hefir aldrei tekið fræ af öðrum reyni, en þeim íslenzka eða norska. — En hér í Reykjavík er danskur í miklum meiri hluta. — Danski reynirinn þolir illa kulda. Miklar framkvæmdir Eins og ég sagði áðan, segir Hákon Bjarnason, mun í ár verða ákaflega mikið um skóggræðslu. Öll héraðskógræktarfélögln á landinu, sem eru 22, hafa gert stórar pantanir. Eru sum félaganna með mikl- ar framkvæmdir í þessum efnum á prjónunum. Þess má geta, að í fyrra gróðursettu Suður-Þing- eyingar mest allra héraðsskóg- ræktarfélaga. — Þeir voru með 25000 trjáplöntur. — Næstir voru Eyfirðingar með 20.000. í hlíðum Vaðlaheiðar, sem snúa að Akureyri mun vaxa upp áður en mjög langt um líður, mjög fal- legur skógur. Þriðju hæstu í fyrra voru Skagfirðingar með 15000 plöntur. Ef bæjarbúar fjölmenna á skógræktardaginn á morgun, mun það hægðarleikur að gróður setja þar 5—10 þús. plöntur. Þess skal getið hér, að Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur lét gróðursetja rúmlega 2000 plönt- ur í fyrra í Rauðavatnsgirðing- unni. Þessi þrjú skógræktarsambond á Norðurlandi, sem hér voru til greind, munu í ár gróðursetja miklu fleiri plöntur. Á Þingvöllum Þá skýrði Hákon Bjarnason frá því, að Þingvallanefnd muni nú í vor láta gróðursetja um 25000 grenitré í Þingvallagirð ingu, í námunda við Skógarkot. Nokkrir einstaklingar munu einnig nú í vor gróðursetja mik- inn fjölda af trjáplöntum. — Stærstu aðilarnir í þessu starfi eru dr. Helgi Tómasson, yfir- læknir, sem gróðursett hefir trjáplöntur svo þúsundum skipt- ir í landi sínu, Hagavík við Þing- vallavatn og Sigurður O. Björns- son, prentsmiðjustjóri á Akur- eyri. — Heiðmörk Að lokum barst talið að Heið- mörk. Eg get lítið sagt um hana, sagði Hákon Bjarnason, Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur hefir tekið landið að sér. En mér er kunnugt um að mörg félagasam- tök hér í bænum hafa mikinn hug á að fá þar úthlutað á- kveðnum reitum til trjáræktun- ar og annarar umsjár. Munu þessi félög byrja strax og lokið er við að girða landið. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldivitS, heldur hita. RELIjY sveins’son Slmi 54 358. 187 Sutherland Ave., Wlnntpeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA íiiDsiilr JEWELLERS ÍSNJÖgS 447 Porlage Ave. A Iio 123 TENTH ST. BRANOON Winnipeg Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Berco'vitch, framkv.atf. Verzla I heildsölu meC nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 56 462 DR. A. V. JOHNSON DenU.it 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taisími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræöingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medlcal Arta Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur i augna, eyrna, nef og hdlasjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Hedmaslmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. lalenzkur lyfsali Fölk getur pantað meðul og annað með pðsU. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um Qt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimills talsfmi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Phyaician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 96. House 108. PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Jiccountanta 219 McINTYRE BLOCK Winnipeg1. Canada Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKBLBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEQ JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. • 627 Medical Arts. Bldg. Office-99 349 Home-403 233 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes SL Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DRí E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GJEN TRUSTS BUILDING 283 PORTAOE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 565 For Quick Reiiahle Bervice J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsáhyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOimgar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britiah Quality Fiah Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Frsah and Frozen Fisto. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholeaale Diatributora of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.