Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.08.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 5. ÁGÚST, 1948 Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. Með hrylling og kinnroða horfðu efld- ir karlmenn, þann dag, á böðulinn vef ja þrefaldan fjötur að klæðum saklausrar, amerískrar móður og hinn fjórða að öklum henni. Meðan á þeim verknaði stóð, hné hún í ómegin og féll aftur á bak að einum aðstoðarmanninum, yfir- komin af þreytu, angist og dauðans ótta. En þeir héldu henni uppi. unz böð- ullinn hafði fullkomnað verk sitt. Óhugur, óvissa og hrollur læsti sig um líf borgarlýðsins og þjóðarinnar, þegar fréttirnar um þennan undra verknað herréttarins bárust út og um leyniverksmiðju, þar sem vitnisburðir voru búnir til, og þar sem dómsákvæði og valdaboð væru að ehgu virt. Almenningsálitið var þó áhrifalítið enn sem komið var. Það var nokkurs- konar dáðleysis-tímabil — andlegt lömunartímabil. Það hafði mistök. — Krafan um hefnd, blind grimmd og æst, hafði ekki runnið sitt skeið. Stjómin gat engu til leiðar komið og fólkið hrópaði húrra! Frú Cameron hafði reynt að ná tali af forsetanum, en árangurslaust. Henni var í hvert sinn og hún kom, sagt, að fara að sjá hr. Stanton. Hún þverneit- aði að hafa nokkuð saman við hann að sælda, en leitaði aftur hjálpar til Elsu. Hún hafði frétt, að sama vitnið, sem hafði borið vitni gegn frú Surratt, ætti að vera aðalvitnið í máli Cameron læknis og hún var mjög óttaslegin. “Góða Elsie, fáðu hann föður þinn til að skrifa forsetanum bréf fyrir mig. — Hvað sem stjórnmálaskoðunum hans líður, þá getur hann ekki verið faðir þinn, án þess að vera hjartagóður mað- ur”. — Elsie fölnaði í framan við þessa bón. Það var einmitt bónin, sem hún óttað- ist. Hún varð hálf hrædd, þegar að hún hugsaði um föður sinn og Stanton. Hún gat aðeins lauslega ímyndað sér, að hve miklu leyti að Stanton nyti aðstoð- ar föðursins. Hann mintist sjaldan á stjórnmál við hana, þó honum þætti undur vænt um hana. “Eg skal reyna, frú Cameron”, sagði Elsie lágt. “Faðir minn er í borginni í dag og borðar hjá okkur í kvöld, áður en hann fer til Pennsylvania. Eg skal fara undir eins.” Elsie hélt beint heim til sín, hún vissi að faðir sinn var maður sem hafinn var yfir, að erfa smá erjur við náungann, þó á hinn bóginn, að hann gæti verið ósveigjanlegur og grimmur, þegar til stjórnmálanna kom; samt var hún hálf kvíðandi fyrir endalokum erindis síns. “Faðir, ég hefi mikilsverða bón, sem ég ætla að biðja þig”, sagði Elsie. þegar að hún fann föður sinn. “Jæja, barnið mitt, þú þarft ekki að vera svona alvarleg. Hvaða bón er það?” — “Eg á vini, sem eru í stór vandræð- um staddir, frú Cameron frá Suður- Carolína og Margréti dóttir hennar”. “Vinir þínir?” spurði Stoneman hálf hissa. “Hvar í heiminum hittirðu þá?” “Á sjúkrahúsinu náttúrlega. — Frú Cameron fær ekki að sjá mann sinn, sem hefir setið hér í fangelsi í meira en tvo mánuði. Hann fær ekki að skrifa henni og heldur ekki að meðtaka bréf frá henni. Hann er að verja líf sitt fyrir rétti, er veikur og hjálparlaus og er neitað um afskrift af kærunni á hendur honum, en leigð vitni, og leynilögreglu- menn, hafa brotist inn í húsið hans, leit- að í öllum skjölum hans og leggja land undir fót til að sanna á hann glæp, sem honum hefir aldrei til hugar komið að fremja. Þetta er hrópleg svívirðing. Þú ert ekki meðmæltur slíku, það er ég viss um”. — “Til hvers er fyrir mig að segja mein- ingu mína um þetta, þegar að þú hefir allareiðu ráðið fram úr því?” svaraði Stoneman glaðlega. “Þú hefir enga samhygð með slíku óréttlæti?” “Sannarlega ekki, barn. Þetta fárán- lega fálm í Stanton til að hengja heila hópa af mönnum, sem framarlega standa í málum Suðurríkjanna, fyrir þátttöku þeirra í glæpnum sem að hann Booth framdi, er heilber heimska. Eng- um, sem nokkurt vit hefir, dettur í hug að þeir séu sekir. Eg nota mér stundum glamur almennings í stjórnmálaþjón- ustu. En ég er ekki asni. Þegar að ég fer á veiðar, þá fer ég áldrei með tappa- byssu í höndunum, eða að elta ungviði. “Þú ætlar þá að skrifa forsetanum bréf og biðja hann um leyfi handa Cameron-mæðgunum til að heimsækja Cameron læknir?” Stoneman gretti sig í framan. “Hugsaðu þér, faðir minn, að þú væfir í fangelsi og vinalaus og ég væri að reyna að fá að sjá —” Suss, suss, mín kæra, það er ekki svo að skilja að ég sé ófús — ég var að hugsa um hve óumræðilega kátbroslegt það væri, ef ég færi að biðja manninn, sem óhappa vegna, á heima í Hvíta húsinu, bónar, og umfram alt þennan útlending frá Tennessee! En ég skal gera það fyrir þig. Þú veist, að ég hefi aldrei neitað um hjálp þegar sjúkir hafa átt hlut að máli, eða menn, og konur sem í vand- ræðum eru stödd. “Aldrei, faðir minn. Eg var viss um að þú mundir gera þetta”. Faðir hennar skrifaði bréfið undir eins og fékk henni það. Elsie beygði sig og kysti hann. “Ég get ekki sagt þér, hversu glöð ég er að vita, að þú átt engan þátt í rang- læti því, sem verið er að fremja”. “Þú hefðir ekki átt að láta þér detta í hug að ég væri sá heimskingi, en ég fyrirgef þér það, sökum kossins. — Hlauptu nú með bréfið til þessara upp- reisnar vina þinna, landráða-buddan þín. — Bíddu!” — Hann staulaðist á fætur, lagði hendina mjúklegá á höf- uðið á dóttur sinni, beygði sig og kysti á hárið á henni. “Eg er að hugsa um, hvort þú getir ímyndað þér hve vænt að mér þykir um þig? Hvernig mig hefir verið að dreyma um framtíð þína? Eg sé þig máske ekki á hverjum degi, eins og ég þó þrái, því ég er upptekinn við úmfangsmikil verk- efní. En ég hugsa alltaf meira og meira um þig og Phil. En einhvern tíma skal ég hafa eitthvað óvænt handa ykkur báðum”. — “Kærleikur þinn er það eina sem ég bið um”, svaraði Elsie blátt áfram. Innan klukkustundar var frú Camer- on komin á fund forsetans. Bréfið frá Stoneman hafði greitt henni aðgang til fundar við hann tafarlaust. Hún sagði forsetanum frá vandræðum þeim sem hún var stödd í, með hógværð, málsnild og festu, en forsetinn hlustaði á hana í órólegri þögn. Andlit Johnson forseta var rjótt, hreifingar hans og Játbragð hikandi og augnaráð hans óstöðugt og flögrandi og stakk öllu þessu mjög í stúf við valdsmannsbraginn sem óafvitandi krýndi háa, dökkleita manninn, sem hlustaði á mál hennar þar áður, með svo mikilli samúð og viðkvæmni í sam- bandi við son hennar Ben. Eftir að frú Cameron hafði lýst raun- um sínum, spurði forsetinn: “Hefurðu séð Stanton?” “Eg hefi séð hann aðeins einu sinni”, svaraði frú Cameron með nokkrum hita. “Og það er nóg fyrir mig. Ef að sá maður væri Guð almáttugur í himnaríki þá skyldi ég ganga í lið með djöflinum og berjast á móti honum”. Forsetinn leit upp og brosti ofurlítið. “Eg mundi ekki segja að skap þitt væri vængbrotið, eða lamað. Mér þætti gaman að vera viðstaddur og heyra þig segja þetta við minn virðulega hermála- ritara”. — “Viltu veita mér bón mína?” “Eg skal hugsa um málið”, sagði for- setinn, undanfærnislega. Frú Cameron fór ekki að lítast á. “Herra forseti”, hélt hún áfram, og var all þung beiskja í rómi hennar. “Eg hélt að ég þyrfti aðeins að sjá þig og skýra mál mitt fyrir þér, til þess að þú veittir mér þessa bón. Það er vissulega ekki nema réttlátt að maður fái að sjá elskendur sína, tala við málaflutnings- menn um mál þeirra, fá að vita um, hvað maðurinn minn er sakaður, og verja líf hahs, þegar á það er ráðist, og hann í fátækt hans og alls-leysi er rændur af einráðum stjórnarvöldum. Hann er far- inn að heilsu, og sárin sem hann fékk, er hann barðist undir samríkjafánanum til sigurs í Mexico, há honum enn. Hvað svo sem hægt væri að segja um stefnu hans, að því er þetta stríð sem nú er lokið, kann að mega segja, þá er það svívirða, að þjóðin, sem hann lagði líf . sitt í sölurnar fyrir, skuli nú skifta við hann eins og landráðamann sem rétt- vana er í fangelsi haldið”. “Þú verður að muna, frú, tók forset- inn fram í, “að kringumstæðurnar eru óvanalega erfiðar, og að kröfur fólks- ins, hvað ósanngjarnar sem þær eru, krefjast að þær séu teknar til greina af þeim, sem með völdin fara. Aðstæður þínar eru mér hrygðarefni, og ég vona að það verði mögulegt fyrir mig að veita bón þína”. “En ég þarf að fá að vita þetta strax”, sagði frú Cameron. Maðurinn minn sendi mér boð um, að ég yrði að fara heim undir eins, en ég get ekki farið án þess að sjá hann fyrst. Eg dey heldur en gera það”. Hún færði sig nær forsetanum og hélt áfram með brennandi áhuga: “Herra forseti, þú ert fæddur í Norð- ur-Carlolina — þú ert af skoskri Covenanter, — þjóðfélagssamband Skota frá 1650 — og í æðum þér renn- ur blóð þeirra. Þú ert ættingi míns eigin fólks, tár þess ög þrautir á liðnum árum er okkar sameiginlegi arfur og erfða- réttur. Þú verður að hlusta á mál mitt, og neitun tek ég ekki til greina. Gef mér nú umboð til þess að sjá manninn minn”. — Forsetinn hikaði við, var auðsjáan- lega í mikilli geðshræringu. Kallaði á ritara sinn og gaf umboðið. Frú Cameron og Elsie, sem með henni var, gengu út úr Hvíta húsinu, og beint til Capitol fangelsinsins. Þar stönsuðu þær við fangelsisdyrnar og Elsie tók til máls: “Frú Cameron. Eg er hrædd um að þú sért alveg peningalaus. Þú verður að lofa mér að hjálpa þér, þangað til að þú getur endurgoldið mér það”. “Þú ert sú hugsunarsamasta og elsku legasta stúlka sem að ég hefi kynnst um dagana. Eg hefi stundum verið að hugsa um, hvernig að ég eigi að fara að gjalda þér helminginn af því sem þú hefir gjört fyrir okkur. “Viðleitni mín í þeim efnum, hefir falið í sér sína eigin umbun”, svaraði Elsie. “Má ég hjálpa þér?” “Ef ég þarf þess, já. En ég vona að þess þurfi ekki með. Eg hefi enn dálítið af gulli, sem að Cameron læknir var svo forsjáll að safna á stríðsárunum. — Eg tók helminginn af því með mér, þeg- ar að ég fór að heiman, og við grófum hitt í jörðu og vona að ég finni það þeg- ar að ég kem heim aftur. Og ef við skyldum geta hagnýtt okkur þessa tuttugu baðmullar bagga, sem við átt- um og földum, þá komumst við af”. “Eg skammast mín fyrir land mitt, þegar að ég hugsa um allan þann ó- drengskap, sem Cameron læknir hefir orðið að mæta, og hann pabbi er líka reiður”, sagði Elsie dálítið hreykin. “Eg er mjög þakklát honum föður þínum fyrir bréfið. Mér þykir leitt að hann skuli vera farinn úr borginni, svo að ég get ekki þakkað persónulega fyrir það. Þú verður að gjöra það fyrir mig”. Umboð forsetans, sem frú Cameron var með í höndunum, var ekki tekið til greina af fangaverðinum, og frú Camer on varð að ganga fram og aftur um göturnar í þrjá klukkutíma, fyrst óþol- inmóð, síðar í örvæntingu. “Heldurðu að þessi maður, Stanton, dyrfist að óhlýðnast skipun forsetans?” spurði frú Cameron. “Nei”, svaraði Elsie, “en hann er að teygja tímann eins mikið og hann þorir, af einskærum óþokkaskap. Að síðustu kom sendimaðurinn sem sendur var til hermáladeildarinnar, með leyfi til þess að npta umboðið frá æðsta valdsmanni þjóðarinnar, foringja lands- og sjóhersins. Að síðustu var hurð fangelsisins opn- uð, og eiginkonan og móðirin lág harm- þrungin við hjarta manns síns. Þau töluðu saman í tvo klukkutíma um það sem á dagana hafði drifið síð- an að þau skildu í Piedmont. Þegar að hún vék frá hverju umtalsefninu, eftir annað, að hættunni sem yfir manni hennar vofði, gerði hann lítið úr henni og taldi henni trú um að hún væri á- stæðulaus. “Vitleysa, mín kæra. Eg er saklaus eins og barn. Hr. Davis hafði húðsjúk- dóm þegar að hann kom til mín, og ég hýsti hann til að draga úr sársaukan- um sem honum fylgdi. Það verður ekk- ert úr þessu. Eg er ánægður nú, eftir að hafa séð þig. Ben kemst á fætur eftir nokkra daga. Þú verður að fara strax. Þú getur ekki ímyndað þér ástandið heima. Eg fól Jake að líta eftir hlutun- um þar. Eg treysti honum fyllilega, en það er ekki hægt að vita, hvað fyrir kann að koma. Eg hefi ekki nokkurn frið í mínum beinum þar til að þú ert komin heim”. Þó að þessi hugprúði maður talaði með fullri vissu og léttum huga um hætt- una sem yfir honum vofði, var hann ekki í minsta vafa um endalok hennar, eftir aftöku frú Surratts. Hann var sannfærður um, að sama aðferðin sem notuð var við hana, biði sín, en hann óttaðist það ekki, og leit fram á æfi- kvöldið með ró og jafnaðargeði. Lífs- löngun hans var að fjara út. Það eina sem hann þráði, var að sjá konu sína og börn. Árangurslaust reyndi hún að vekja hann til umhugsunar um hættuna. “Hættan, sem ég er í, er engin”, góða mín”, svaraði hann rólega. En heima stafa ógnir og vandræði af þrælavald- inu. Hugur minn er ekki bundinn við þessa fangelsisveggi, heldur við fólkið sem er í kröggum statt heima. — Þú verður að fara heim. Nágranni okkar Lenoir, er að deyja, og konan hans hef- ir aldrei vaxið upp úr barnsskónum. Marion litla er þroskaðri og sjálfstæð- ari. Mér eins og finst þau séu okkar eigin börn. Það eru svo margir þar sem þurfa á okkur að halda. Þeir hafa altaf þurft á okkar leiðsögn og aðstoð að halda. Þú getur gjört meira fyrir þetta fólk, en nokkur annar. Lífsstaða mín er að græða sár annara, og þú hefir altaf verið mín hægri hönd. Veittu mér nú þessa bón”. Að síðustu lofaði hún að fara heim til Piedmont og að leggja af stað dag- inn eftir. “Kystu Ben og Margréti fyrir mig og segðu þeim, að ég komi bráðum heim og verði með þeim”. Meinti hann þá í anda, en ekki líkamlega, því hann hafði ekki hina minstu lífsvon. Ofurlítill óstyrkur var í rödd Cameron læknis þegar að hann kvaddi konu sína. Þrýsti henni að brjósti sér og sagði: Þú hefiK alltaf verið kærastan mín, ljúf, hugrökk og trú!” III. KAPÍTULI Gleði lífsins Tveimur vikum eftir að frú Cameron og Margrét dóttir hennar fóru, fór Ben burt úr sjúkrahúsinu, í fylgd með Elsie, sem leiddi hann og gætti fótataka hans, því hann var enn ekki búinn að ná sér. Hún hafði lofað Margréti systir hans, að hafa eftirlit með honum þar til að hann væri búinn að ná sér. Elsie var kært að verða víð þeirri bón vinkonu sinnar vegna, en hún var hálf smeik við að gjöra sér grein fyrir ánægju þeirri sem henni sjálfri var að vera í návist hans. Hún taldi sér trú um hvað eftir annað að þar væri ekki um aðra kend að ræða en þá; sem óeigin- gjörn þjónusta vekti þegar um velgjörða verk væri að ræða. Bati Bens var bráður, og það var ekki langt þangað til að sýnilegt var að hann var að ná fullri fjöri og njóta gleði lífs- ins. Hann neitaði með öllu að trúa, að faðir sinn væri í nokkurri hættu. “Faðir minn samsærismaður og morð ingi!” hrópaði hann og hlóg. “Hann ' dræpi ekki flögu án þess að biðja fyrir- gefningar og að því er samsæri og skuggaleg leyndarmál snertir, þá hefir hann aldrei átt leyndarmál um sína daga, og hann gæti ekki einu sinni þagað yfir leyndarmáli, þó hann hefði eitthvert. Móðir mín geymir öll fjöl- skylduleyndarmál okkar. Glæpur gæti ekki frekar festst við föður minn, en fló á skinni!” “En við verðum annað hvort að fá hann leystann úr fangelsinu, eða fá bráðabirgðar fríleyfi fyrir hann, svo að hann geti varið mál sitt”, sagði Elsie. “Já, satt er það, en við skulum ekki ergja okkur út úr því fyr en á þarf að halda. Eg hefi aldrei séð neitt svo slæmt, að það gæti ekki verið verra. Hugsaðu bara um hvað ég hefi gengið í gegnum. Stríðið er búið. Vertu róleg”. Hann Ieit blíðlega til Elsie og sagði: “Taktu banjoið og spilaðu, “Út úr eyðimörkinni”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.