Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 1
Öl. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1948 NÚMER 33
Ri. Hon. Louis St. Laureni, hinn nýkjörni leiðtogi
Liberalflokksins, sem verður næsti forsætisráðherra
í Canada.
✓
Ekki batnar það enn
Dýrtíðin í þessu landi vex svo
ört, að nú kostar það helmingi
meira að draga fram lífið en’ár-
ið 1939, og þess verður heldur
ekki vart, að stjórnarvöld lands
ins láti sig málið nokkuð veru-
legu skipta. Liberalar hafa ný-
lega háð flokksþing sitt, samið
ið nýja stefnuskrá og valið nýj-
an leiðtoga. Hvaða áhrif ætli
slíkt hafi á dýrtíðarmáiin? Spyr
sá, sem ekki veit.
C. C. F.-sinnar eru nú í þann
veginn að halda flokksþing í
Winnipeg og íþaldsmenn í
Ottawa. Skyldi mikið verða rætt
um dýrtíðarmálin í þeim póli-
tískum samkundum? Eða verð-
ur það framvegis látið viðgang-
ast, að nokkrir einstaklingar
safni auð með augun rauð, er
aðra brauðið vantar?
íslenzkir fálkar til
varðgæslu á brezkum
flugvöllum
Með leiguflugvél Flugfélags
íslands voru í gær sendir þrír
fálkar, sem flugmálaráðuneytið
brezka fær.
Er hugmyndin að venja þessa
fálka og nota þá til að reka
fugla frá brezkum flugvöllum,
en fuglar, sem sækja að flugvöll
um torvelda oft lendingu og
flugtak flugvéla og geta hæglega
valdið slysum.
Fyr í sumar var búið að senda
héðan tvo fálkaunga til Bret-
lands, sem nota á í sama tilgangi.
Richard Beck Jr.
Vinnur verðlaun í
víðtœkri samkeppni
Richard Beck jr., sonur þeirra
dr. Richard og Berthu Beck í
Grand Forks, Norður-Dakota,
vann nýlega $100.00 verðlaun í
samkeppni — Model Car
Competition — gagnfræðaskóla-
nemenda víðsvegar úr Banda-
ríkjunum fyrir bíllíkan, sem
hann hafði gert. Hlaut Richard
sem er 15 ára gamall, önnur
verðlaun í yngri deild þátttak-
enda frá Norður-Dakota, en
þeir voru fjöldamargir. — Hefir
þetta vakið athygli og verið
sagt frá því bæði í blöðum og
útvarpi þar í ríkinu.
Félagsskapur sá, sem stendur
að umræddri samkeppni, nefnist
“Fisher Body Craftsman’s
Guild” og eru bækistöðvar hans
í Detroit, Michigan. Hefir hann
það markmið að vinna að þrosk-
un verklægni og skapandi hæfi-
leika hjá drengjum á skólaaldri.
Dómnefnd samkeppninnar skipa,
meðal annara, margir víðkunnir
verkfræðingar og menntafröm-
uðir í Bandaríkjunum, enda er
hún háð í nánu sambandi við
skóla landsins.
Nýjar rafstöðvar í
V estmannaeyjum
og Norðfirði
Þessa dagana er verið að ganga
frá nýrri rafstöð í Vestmanna-
eyjum. Hefir hún verið í bygg-
ingu undanfarið, en í fyrradag
fóru þrír Bretar frá verksmiðj-
unni, til þess að ganga frá síð-
ustu tengingum í sambandi við
stöðina og reyna hana. Rafstöð-
in er dieselstöð, sem framleiðir
2500 hestöfl, eða 1600 kw.
Rafstöðin var keypt á vegum.
Vélar og skip h. f. Firmað hefir
einnig selt rafstöð til Norðfjarð
ar og eru vélar í hana á leiðinni.
Bretarnir, sem nú eru í Vest-
mannaeyjum fara til Norðfjarð-
ar er þeir hafa lokið störfum sín
um 1 Eyjum. Norðfjarðarstöðin
er 600 hestöfl.
Mbl., 16. júlí.
Skip keypt til að nota úr
vélar
Bjarni Pálsson vélfræðingur
og forstjóri Vélar og Skip h. f.,
er nýkominn úr ferð til Bret-
lands. Þar keypti hann tvö skip
fyrir íslendinga. Annað skipið
keypti Guðmundur Oddsson
skipstjóri og ætlar hann a<^ nota
vélina úr skipinu í skip, sem
hann á í smíðum í Noregi. Hitt
skipið keypti Viktor Jakobsson
á Akureyri og ætlar hann að
að nota vélina úr því í 1. v.
Bjarka, sem nú er með gufuvél.
Bjarni segir að nokkuð fram-
boð sé á skipum í Bretlandi um
þessar mundir. T. d. hefir hann
tilboð í 220 feta skip, sem var
bygt sem tundurduflaslæðari í
Ameríku í 'styrjöldinni, en hef-
hefir lítið sem ekkert verið not-
að. Skip þetta er með fjórum
vélum og gengur 18,5 sjómílur.
Telur Bjarni Pálsson, að þetta
skip væri sérstaklega hentugt,
sem varðskip hér við land, en
einnig megi nota það, sem flutn-
ingaskip. Er hægt að komast að
hagkvæmum kaupum á skipinu.
Mbl., 16. júlí.
Margir keppinautar
Eins og vitar er, halda íhalds-
menn flokksþing sitt í Ottawa
til að velja eftirmann Mr. Brack-
en’s, er senn laétur af forustu
flokksins; mælt er að tíu garpar
muni keppa um hnossfö, þó lík-
legastir þyki til foringjatignar,
þeir George Drew og John
Diefenbaker.
Mr. Drew er þjóðkunnur aft-
urhaldsmaður í húð og hár, en
Mr. Diefenbaker framsóknar-
maður um margt.
1 Merkileg útgáfustarfsemi
| Norræna félagsins og
Helgafells
Norræna félagið og bókaútgáf-
an Helgafell hafa nú hafist handa
um útgáfu, sem dregist hefir alt
of lengi og mun vekja almenna
ánægju. Það eru bækur um lönd
og þjóðir Norðurlandanna. Fé-
lögin haía nú sent frá sér fyrstu
bókina og er vel að byrjað er á
minnstu þjóðinni, Færeyjum. Er
sú bók fyrir margra hluta sakir
hin glæsilegasta og merkileg út-
gáfa.
Efni bókarinnar er skift í átta
aðalkafla: Náttúran, þjóðin, fisk
veiðar, landbúnaður, hvalveiðar,
fuglatekja, saga Færeyja og
merkisstaðir. Hið góðkunna fær-
eyska skáld, Jörgen-Franz Jak-
obsen, sem ffestir íslendingar
þekkja af skáldsögu hans,
Barbara, sem hér kom út fyrir
nokkrum árum og varð metsölu
bók, hefir einnig skrifað bókina
um Færeyjar og er hún lista-
verk. Jörgen-Franz var mikill
ættjarðarvinur og fluggáfaður.
Hann lést á hæli í Danmörku
fyrir nokkrum árum. Aðalsteinn
heitinn Sigmundsson þýddi bók-
ina frábærilega vel og bætt
nokkrum köflum inn í, en hann
var eins og kunnugt er nákunn-
ugur Færeyingum og færeyskri
menningu og unni þjóðinni mjög.
Formálsorð ritar Vilhjálmur
Þ. Gíslason, skólastjóri. En efni
bókarinnar er aðeins talið til
hálfs, því síðari helmingur bók-
arinnar er myndir, hátt á annað
hundrað fallegra og glæsilegra
mynda frá Færeyjum. Er fyrst
heilsíðumynd af einum merk-
asta manni, sem sú þjóð hefir
alið, Johannes Patursson og
því næst af helztu skáldum þjóð
arinnar, vísindamönnum og öðr-
um áberandi mönnum eyjanna
og síðan kemur sægur af mynd-
um af atvinnulífi, merkum bygg
ingum og bæjum og loks mikið
úrval ágætra landslagsmynda.
Hafa félögin látið taka þær ílest-
ar sérstaklega í bókina og haía
þeir Börge Bildsöe-Hansen
Kbhvn. og Poul Als, Færeyjum,
tekið mestan hluta þeirra.
Bókin er mjög fallega prentuð
og pappír fallegur og frágangur
allur Helgafelli til sóma. Bókin
kostar þó ekki nema 50 kr. í
sterku bandi. - Mbl., 7. júlí.
Mannslát
Þorsteinn Matthíasson, 77 ára
að aldri, lézt á miðvikudags-
morguninn á heimili systur sinn-
ar, Mrs. Olson, 629 Young
Street hér í borginni; hann
hafði átt við langvarandi van-
heilsu að stríða. — Þorsteinn
heitinn var lengi búsettur að
Winnipeg Beach.
KORNSLÁTTUR
er nú nokkuð alment hafinn í
Vesturlandinu, en tepst til muna
vegna rigninga; uppskeruhorfur
hafa batnað síðustu vikurnar.
Kristján Gunnar Anderson
Glœsilegur námsf erill
1 vor er leið útskrifaðist frá
Manitoba Háskólanum Kristján
Gunnar Anderson, með ágætis
einkunn í rafmagnsfræði —
Electrical Engineering. —
Kristján er fæddur í Glenboro,
Man., 23. ágúst 1926. Foreldrar
hahs eru Páll A. Anderson, bif-
reiðarstöðvareigandi í Glenboro,
og kona hans Guðrún. Páll er
sonur Andrésar Andréssonar úr
Bárðardal, Suður-Þingeyjar-
sýslu, og Vígdísar Friðriksdóttur.
En Guðrún er dóttir Kristjáns
Hannessonar og Hólmfríðar
Kristjánsdóttur í Víðigerði í
Eyjafirði: Bróðir Guðrúnar,
Hannes, er fyrirmyndarbóndi á
gamla heimilinu, Víðigerði, en
annar bróðir hennar er Jónas
Kristjánsson, forstjóri mjólkur-
samlags Kaupfélags Eyfirðinga,
Akureyri.
Á háskólaárunum gat Kristján
Gunnar sér góðan orðstýr og náði
að jafnaði ágætis einkunn í
flestum fögum sinnar deildar,
eins og vænta mátti, því snemma
höfðu hæfileikar hans og ástund-
un komið í ljós. 1 barnaskólanum
og miðskóla gerði hann öllum
greinum góð skil en þó hneigðist
hugur hans sérstaklega að vís-
indagreinum og þar skaraði
hann jafnan framúr. í frístund-
um sínum heima lék hann sér að
því að smíða og setja saman
útvarps- og viðtökutæki sem
voru svo nothæf, að hann gat út-
varpað á ýmsum bylgjulengd-
um. —
Að loknu miðskólanámi í
Glenboro, 1944, var honum veitt
ur frá Manitoba háskólanum,
námsstyrkur til tveggja ára sem
nam alls, $650.00.
Síðastliðin sumur hefir
Kristján unnið í skólafríinu aust
ur í Ontario fyrir General
Electric félagið, og skömmu
eftir að útskrifast hlaut hann
stöðu sem “Disign Engineer, in
the Transformer Dpt. General
Electric Co., Toronto”.
Miss Donna Torfason
Þessi glæsilega, unga stúlka,
var krýnd Drottning á Miðsum-
ars-hátíð, sem Scandinavar
héldu í Vancouver þann 20.
júní síðastliðinn.
Mr. og Mrs. Ágúst Magnússon
í fyrri viku birti Lögberg ágæta frásögn af fjölmenni og
virðulegri gullbrúðkaupsveizlu fyrir þau sæmdarhjónin
Mr. og Mrs. Ágúst Magnússon að Lundar, eftir séra Halldór
E. Johnson; svo hafði verið til ætlast, að mynd af þeim
hjónum yrði samferða greininni, en myndin barst blaðinu
eigi í tæka tíð; úr þessu er nú bætt. — Lögberg flytur þess-
um vinsælu merkishjónum hugheilar árnaðaróskir í tilefni
af gullþrúðkaupi þeirra.
KVEÐJA FRÁ KEFLAVÍK
til séra Valdimars J. Eylands og fjölskyldu
Ljúft var að heilsa löndum þeim,
er leiðina svana fóru vestan.
Hingað var stefnt um heiðan geim
háloftaslóð með þokusveim.
Ættarlands þrá, — já, hyggjan heim
hefir þeim byrinn gefið mestan.
Ljúft var að heilsa löndum þeim
er leiðina svana fóru vestan.
Isafold, vorra áa grund, —
íslenzkrar þjóðar stærilæti, —
fagnandi mætum hal og hrund,
heimti sín börn á vinafund.
Lét þeim uppfyllast óskastund,
ættlandið sjá og stíga fæti.
Isafold, vorra áa grund
íslenzkrar þjóðar stærilðeti.
Hér var svo dvalið, starfað strítt, —
stormótt er oft á vertíðinni.
Suðurnes virðast grett og grýtt,
gestsaugun lítið sjá þar frítt,
ekkert sem laðar bjart né blítt,
utan blessað hafið með auðlegð sinni.
Hér var þó dvalið, starfað strítt.
Stormótt er oft á vertíðinni.
Ársdvölin rennur alda skeið
aldrei fær tíminn numið staðar.'
Senn verður farin svanaleið,
Sóley var kvödd og loftin heið.
Fjarvíddin aftur björt og breið
byrgir, — svo hverfa stundir glaðar.
Ársdvölin rennur aldaskeið
aldrei fær tíminn numið staðar.
Glöggskygnan, reyndan gáfumann
gott fanst öllum að heyra tala.
Aðalsmark Guðs í orðum brann
andinn frá hæðum styrkti hann.
Leiðsögn hans merk um lífsins rann
Lyfti hjörtum til himinsala.
Glöggskygnan, mælskan gáfumann
gott fanst öllum að heyra tala.
Útskálar kveðja klökkum róm
klerkinn Valdimar, mynd hans geyma.
Konu hans rétta broshýr blóm,
börnunum glaðan fuglahljóm. —
Öll við lútum þeim dapra dóm, .
að dvölin sé liðin, árið heima.
Útskálar kveðja klökkum róm
klerkinn Valdimar, — mynd hans geyma.
Hallgrímur Th. Björnsson.
I