Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 2
%
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST, 1948
Arskýrsla skrifara og trúboðsnefndar hins Evangeliska lúterska
kirkjufélags Islentlmga í Vesturheimi lögð fram á Gimli, 1948
Herra forseti! Háttvirta kirkjuþing!
Samkvæmt þeim ársskýrslum, sem mér hafa í hendur
borist frá hinum ýmsu söfnuðum vorum, vil ég hér með
leggja fram samandregna skýrslu um ásigkomulag kirkju-
félagsins eins og það virðist nú vera.
Á safnaðarskrá vorri eru 42 söfnuðir, sama tala og í fyrra.
Hefi ég fengið greinilegar skýrslur frá 25 af þeim, auð form
frá 4, en alls engar skýrslur frá 13 söfnuðum. Hefi ég því
verið neyddur til að styðjast við gamlar skýrslur frá þessum
17 söfnuðum til þess að geta komist að heildarniðurstöðu
um meðlimafjölda kirkjufélagsins og aðrar nauðsynlegar
upplýsingar. Getur því tæplega heitið að skýrslan sé ná-
kvæmlega rétt, en hún er eins nálægt því að vera rétt eins
og ofangreindar kringumstæður leyfa.
Fastir prestar eru 11; í fyrra voru þeir 9. Á prestaskrá
kirkjufélagsins eru 15 prestar, sama tala og í fyrra.
Ellefu prestaköll hafa fasta presta; þrír söfnuðir, sem
ekki hafa heimaprest hafa samið um prestsþjónustu við
presta í öðrum héruðum. Tíu söfnuðir eru, án ákveðinnar
prestsþjónustu.
Tala safnaðarmeðlima er: Fermdir 5,226; ófermdir 2,221;
Alls 7,447. Þessar tölur eru hærri en í fyrra. En tala altaris-
gesta hefir minkað um 154, og er nþ 1,640.
Skírnir barna hafa verið 207, fullorðinna 5, alls 212. —
Fermingar 120. Dauðsföll 80.
Sunnudagaskólar eru 28 — 5 fleiri en í fyrra; — kennarar
og starfsfólk 184; nemendur í sunnudagaskólum 1,414 — 197
fleiri en í fyrra. —
Einn söfnuður, Hallgrímssöfnuður í Seattle, starfrækir
kristilegan skóla á vikudökum — Weekday School: kenn-
arar eru 2, nemendur 15.
í kirkjufélaginu öllu eru tveir karlaklúbbar, meðlimir
samtals eru 51. Fjórir klúbbar fyrir karla og konur telja 61
meðlim; þessir klúbbar eru allir í Argyle prestakalli. —
Safnaðar kvenfélög eru 36, en meðlimir þeirra 920 alls, 218
fleiri en í fyrra. Ungmennafélög eru 9 með 259 meðlimi,
ofurlítið hærra en í fyrra.
Kirkjubyggingar eru virtar á $181,600; prestshús $38,020;
aðrar eignir $18,000. Safnaðar eignir samtals eru $237,630,
sem er $35,210 meira en í fyrra. Skuldir á móti safnaðar-
eignum eru $4,900, og hafa þær vaxið um $3,100 á árinu.
Fé nptað til safnaðarþarfa á árinu var $40,575, sem er
$7,062 meira en í fyrra. Gjafir safnaða til starfs út á við
voru $6,132, og eru gjafir þessar $2,850 meira en í fyrra.
Starfsfé alls $46,707, sem er $9,912 meira en í fyrra.
Þrjár prestsekkjur og einn prestur njóta eftirlauna.
Skýrsla þessi er samandregin; en sundurliðuð skýrsla er
til sýnis hér í kirkjunni og verður væntanlega birt í gjörða-
bók þingsins. —
Framkvæmdarnefndin hefir haldið þrjá fundi á árinu.
Hefir hún eftir beztu getu reynt að framfylgja boðum síð-
asta kirkjuþings og að ráða sem bezt úr öllum þeim málum
sem fram hafa komið á fundum og milli funda. Snemma á
árinu gjörði framkvæmdarnefndin þá ráðstöfun að stofna
nýtt embætti í kirkjufélaginu, sem sé “Stewardship
Secretary”. Hlutverk þess er að vekja og efla áhuga safnað-
anna fyrir hinum ýmsu velferðamálum kirkjunnar. Kosn-
ingu í þetta embætti hlaut Séra Eric H. Sigmar. Mun hann
sennilega leggja fram skýrslu á þessu þingi.
Á fundi, sem haldinn var þ. 20. apríl s. 1., var tekið til um-
ræðu og ákvörðunnar þýðingarmikið mál. Skrifara Kirkju-
félagsins hafa borist bréf og beiðni úr ýmsum áttum, þar
sem hann er beðinn að útvega skírnarvottorð eða önnur
gögn til að sanna aldur manna. í sumum tilfellum hefir hann
getað sinnt þessum kröfum og veitt vottorð; í öðrum tilfell-
um hefir hann þurft að leita til annara, á víð og dreif, sem
hafa aðgang að gömlum kirkjubókum og prestsþjónustu
skrám. En margir bíða enn eftir sínum sannanagögnum, og
spursmál hvort hægt verður að útvega þau.
Nefndin viðurkendi þetta sem alvarlegt mál, sem þyrfti
að ráða fram úr hið bráðasta. Með einróma samþykt nefnd-
arinnar, var það ákveðið að allar prestsþjónustubækur
presta sem áður voru starfandi í Kirkjufélaginu ættu að
vera geymdar hjá skrifara kirkjufélagsins. Hið sama var
látið gilda um kirkjubækur fyrverandi safnaða. Fram-
kvæmdarnefndin fól skrifara að innifela í ársskýrslu sinni
þá beiðni til presta og kirkjuþingsmanna, að þeir taki það
að sér að koma öllum slíkum bókum til skrifara kirkju-
félagsins sem ahra fyrst, svo framarlega að þeim er það
mögulegt. —
Þegar þetta hefir komist í framkvæmd, og slíkar bækur
eru í varðveizlu skrifarans, getur fólk í öruggri von leitað
til hans eftir vottorðum og fengið þau. Það væri áreiðan-
lega mikils virði fyrir fólk að vita að svo sé. Framkvæmdar-
nefndin vonast eftir góðum undirtektum í þessu máli.
Vil ég svo að endingu þakka það traust er mér var áuð-
sýnt, er mér var falið skrifara embætti kirkjufélagsins á
hendur, og vona að ég hafi ekki brugðist því trausti. Eg
hefi reynt að gjöra mitt bezta, og fel Drottni árangurinn.
Á kirkjuþingi á Gimli, Man., 19. júní 1948.
B. A. Bjarnason,
skrifari kirkjufélagsins.
ÁRSSKÝRSLA TRÚBOÐSNEFNDAR 1948
Á síðastliðnu starfsári hefir Trúboðsnefnd Kirkjufélagsins
verið samansett af þessum mönnum:
Séra Sigurður Ólafsson, forseti;
Séra B. A. Bjarnason, skrifari og féhirðir;
Séra Skúli J. Sigurgeirsson;
Magnús Gíslason, og
Freeman M. Einarson.
Nefnd þessi hefir haldið þrjá fundi á árinu, og rætt fram
og aftur um ástandið á trúboðsakri vorum, mjög ítarlega.
Tilraunir hafa verið gjörðar til að bæta úr prestsþjónustu-
leysi á hinum ýmsu svæðum; en hvergi hefir það tekist
eftir beztu vonum. Nefnilega, þau prestaköll sem prestlaus
voru við byrjun starfsársins eru enn án fastrar prestsþjón-
ustu. Þó er tæplega mögulegt að segja að það sé Trúboðs-
nefndinni að kenna, að svo er ástatt. Nefndin hefir gjört
alvarlegar tilraunir, eins og þessi skýrsla mun bera með
sér; og slíkar tilraunir munu halda áfram svo lengi sem
Trúboðsnefndin sér einhverja góða möguleika til að bæta
úr skák.
Horfurnar eru að ýmsu leyti sumstaðar bjartari en þær
voru í fyrra. Aftur á móti er þörfin meiri og brýnni nú en
áður. Trúboðsnefndin á næsta ári hefir því mikið verkefni
fram undan sér, engu síður en nefndir liðinna ára.
Það sem umfram alt annað bindur hendur nefndarinnar,
og dregur mest úr framkvæmdarmöguleikum, er presta-
fæðin í Kirkjufélagi voru. Hæfir og þóknanlegir verkamenn
eru enn of fáir. Þó eru tveir ungir menn úr okkar hópi að
lesa prestleg fræði; eru það þeir Stefán Guttormsson og
Hjörtur B. J. Leo. Fleiri ungir og efnilegir menn þyrftu að
fara að þeirra ráði, og búa sig undir hið kennimannlega starf.
Með þeirra hjálp gæti Trúboðsnefndin lagt fram mikið
glæsilegri skýrslu en henni er nú mögulegt.
Frá starfinu og tilraununum á hinum ýmsu trúboðssvæð-
um hefir nefndin eftirfylgjandi greinargjörð fram að leggja
fyrir kirkjuþing.
Seatile, Washington
Hallgrímssöfnuður í Seattle, Washington, er ennþá á fram-
faraskeiði. Meðlimatala er nú 278 alls, en 193 fermdir. Með-
limir, sem gengið hafa til altaris á árinu, eru 103. Allar þessar
tölur eru hærri en í fyrra, og sýna að söfnuðurinn hefir
vaxið á árinu.
Rífleg fjárframlög safnaðarmeðlima tíðkast enn eins og
áður. í úmslögum hafa komið inn $1,500, en í lausasamskot-
um $500 á árinu; þar í viðbót er sérstakt Jóla-offur að
upphæð $100.
Til trúboðs og annara velferðamála hafa söfnuðurinn og
safnaðarfélög lagt $550 á árinu; en þar í viðbót hafa^safnaðar
meðlimir lagt um $1,650 til hins fyrirhugaða elliheimilis í
Blaine, Washington.
Eins og skýrt var frá í síðustu ársskýrslu Trúboðsnefndar,
réðist Hallgrímssöfnuður í það að kaupa prestshús er kostaði
nálega $9,000. Til reiðu hjá söfnuðinum var byggingarsjóður
er nam $6,000; mismunurinn, sem nemur $3,000, var fenginn
til láns hjá Board of American Missions, U.L.C.A. Samkvæmt
skilmálum, ber söfnuðinum að endurgreiða B. A. M. $200
á ári og 2% rentur. Gegn þessu láni eru kirkjubyggingin
og prestshúsið veðsett.
Á yfirstandandi ári borgar söfnuðurinn presti sínum, séra
Haraldi S. Sigmar, $1,440 í laun; en frá Board of American
Missions fær hann $360 í viðbót, eða alls $1,800. Þar við
bætir B. A. M. $90 í dýrtíðaruppbót, en söfnuðurinn borgar
$120 í skrifstofukostnað. En vegna yfirstandandi gífurlegrar
dýrtíðar, hefir þetta verið prestinum ófullnægjandi til lífs-
framfærslu. Hefir hann því, með samþykki Board of
American Missions, tekið að sér kenslustarf við University
of Washington, sem nemur þremur kenslustundum í viku.
Sunnudagaskólanemendur eru 90 innritaðir. Kvenfélagið
telur 50 meðlimi, en ungmennafélagið 30. Messusókn er
sögð að vera um 80 manns. Starfið í Hallgrímssöfnuði gengur
eftir beztu vonum.
Blaine og Point Roberts
Á kirkjuþingi í fyrra var vígður til prests Candídat Arthur
S. Hanson. Hafði hann þá tekið köllun til starfs hjá söfnuð-
um vorum í Blaine og Point Roberts, Washington. Innsetning
hans í embættið fór fram þ. 31. ágúst s. 1. Síðan hefir hinn
ungi og efnilegi prestur starfað vel og dyggilega, bæði innan
safnaðar og ut'an. Hann messar í Blaine söfnuði á hverjum
sunnudegi, og í Point Roberts annan hvern sunnudag. Einu
sinni í mánuði hefir hann skifti við Dr. Sigmar, þannig að
hann prédikar í Vancouver en Séra Haraldur messar á ís-
lenzku í Blaine. —
Ber það vott um vinsældir prestsins í Blaine, að hann
hefir verið beðinn að flytja annað slagið guðsþjónustur
yfir útvarp frá Bellingham; einnig hefir hann verið beðinn
að vera kapelán fyrir American Legion í Blaine, og að
hjálpa til með Boy Scout starf þar. Fyrst og fremst vill haún
þó sinna þörfum safnaðarins, og vill ekkert á sig leggja sem
tekur of mikinn tíma frá starfi hans í söfnuðunum.
Samkvæmt síðustu ársfjórðungsskýrslu, er meðlimatala
Blaine safnaðar alls 155 manns, sem er 28 fleiri en í fyrra;
en fermdir meðlimir eru 94. Point Roberts söfnuður telur
56 meðlimi alls, 14 fleiri en í fyrra; fermdir meðlimir eru
41, eða 17 fleiri en í fyrra. Meðal messusókn í Blaine er 50
manns, en í Point Roberts 35 manns. Kvenfélagið í Blaúie
telur 30 meðlimi, en ungmennafélagið 19; í Point Roberts
er ungmennafélag sem telur 24 meðlimi. Nemendur í sunnu-
dagaskólum eru 42 í Blaine og 30 í Point Roberts.
Blaine söfnuður borgar helming prestslauna þetta árið
á móti helming frá Board of American Missions. Hvor um
sig borgar nú $900. Gjört er ráð fyrir því, að styrkveiting
þessi fari minkandi um $180 á hverju ári þar til söfnuðurinn
er orðinn sjálfstæður efnalega. Point Roberts söfnuður —
Þrenningar söfnuður — greiðir $400 fyrir prestsþjónustu á
ári hverju. Á yfirstandandi ári greiðir Blaine söfnuður
prestinum $200 fram yfir starfslaun til að mæta ýmsum
kostnaði í sambandi við starfið.
Prestakalli þessu virðist vera vel borgið.
Vancouver, British Columbia
Hinn ungi söfnuður lúterskra íslendinga í Vancouver,
British Columbia, hefir tekið góðum framförum á árinu.
Við áramótin síðustu taldi hann 176 fermda meðlimi, en
hefir nú komið tölunni upp í 201. Allir meðlimir, fermdir
og ófermdir, voru þá samtals 188, en eru nú 224. 1 kvenfélagi
safnaðarins eru 40 konur, en í ungmennafélagi 40 meðlimir.
Til altaris ganga 80 meðlimir safnaðarins. Meðal messusókn
er nú talin 89 manns.
Prestur safnaðarins, Dr. Haraldur Sigmar, segir frá góðum
framfarasporum í ársfjórðungsskýrslum sínum. í vetrar-
byrjun var breytt um messutíma. Guðsþjónustur höfðu
verið haldnar að kvöldi til, en sunnudagsskólin eftir hádegið.
Þá var byrjað á því, að hafa messur og sunnudagaskóla á
sama tíma, kl. 2 e. h. Árangurinn var greinilega góður, því
messusókn óx frá 51 og upp í 89 og sunnudagaskólinn var
einnig betur sóttur.
Ungmennafélag safnaðarins og söngflokkurinn hafa vaxið
og tekið framförum í starfi sínu. Eru nú karlmenn safnað-
arins að hugsa til karlaklúbbs stofnunar; spáir það góðu
fyrir framtíðina, því þeir eru margir afbragðs góðir kirkju-
legir starfsmenn.
Söfnuðurinn nýtur enn þá gestrisnis Danska lúterska
safnaðarins í Vancouver, og hefir aðgang að kirkju þeirra
fyrir safnaðar þarfir. En þótt það komi sér ætíð og alstaðar
vel að eiga góða nágranna, þá eru íslendingar þannig að
eðlisfari að þeir kunna bezt við það að vera sjálfstæðir. —
íslenzki söfnuðurinn í Vncouver vill eignast sína eigin
kirkjubyggingu, og safnar stöðugt í kirkjubyggingarsjóð. —
Nemur sá sjóður nú a. m. k. $2,500. Þótt kirkjueign tilheyri
enn þá framtíðinni, hefir söfnuðurinn keypt sér vandað
Minshall rafurmagns orgel se mer virt á $1,500. Vonandi
verður ekki mjög langt þangað til kirkjueignar-draumar
safnaðarins rætast einnig.
Á árinu 1947 varði söfnuðurinn $2,203 til safnaðarþarfa, en
$645 til trúboðs og annara velferðamála. Safnaðarmeðlimir
skera auðsjáanlega ekki við neglur sér, þegar þeir leggja
fram gjafir sínar og offur til kirkjulegs starfs.
Söfnuðurinn er á stöðugri leið til efnalegs sjálfstæðis. Á
yfirstandandi ári greiðir söfnuðurinn $840, en Board of
American Missions $960, upp í laun prestsins. Styrkur þessi
frá B. A. M. er $120 minni en í fyrra, og er gjört ráð fyrir
slíkri stöðugri lækkun með hverju ári. Söfnuðurinn hefir
einnig tekið að sér að greiða prestinum $100 upp í starfs-
ko^tnað. Ónefndur vinur safns^Sarins greiðir mánaðarlega
$25 upp í húsaleigukostnað prestsins, en afganginn borgar
söfnuðurinn. Dýrtíðaruppbót borgar Board of American
Missions, sem nemur 25% af þeirra hlut prestslaunanna. —
Allir trúboðar og prestar, sem launaðir eru að öllu eða ein
hverju leyti af Board of Amerícan Missions, fá slíka dýr-
tíðaruppbót ásamt fastákveðnum launum sínum. Hið sama
gildir sennilega um starfsmenn annara deilda United
Lutheran kirkjudeildarinnar. Lágmarkslaun fyrir trúboða í
þjónustu Board of American Missions eru $1,800 á ári, með
25% dýrtíðaruppbót aukreitis.
Valnabygðir í Saskatchewan
Á kirkjuþingi í fyrra áttu nokkrir Trúboðsnefndarmenn
samtal við Séra Kristinn K. Ólafsson. Árangurinn varð sá,
að Séra Kristinn tók að sér messuferð til Vatnabygða, og
flutti þar sjö guðsþjónustur á tveimur sunnudögum í ágúst-
mánuði. Messusókn var í flestum tilfellum ágæt, en al-
staðar góð. —
Þetta er sú eina messu-þjónusta sem Kirkjufélagið hefir
veitt Vatnabygðum á umliðnu ári. Þótt þessi þjónusta sé
vel og þakksamlega þegin, er mikil þörf á því að gjöra mikið
meira. Það hefir verið og er vakandi viðleitni Trúboðsnefnd-
arinnar að reyna að koma þar á fastri og skipulegri prests-
þjónustu. Skýrsla Séra Kristins ber það með sér, að hann er
samdóma nefndinni í því, að þrátt fyrir hrakfarir liðinna
tíða, sé enn þá gott tækifæri þar fyrir hæfan kennimann,
sem sé hinu umfangsmikla starfi þar á slóðum vel vaxinn.
Rétt eftir síðasta kirkjuþing bárust nefndinni þau tíðindi
að samkvæmt erfðaskrá Bjarna nokkurs Thordarsonar hafi
söfnuður vor í Foam Lake, Sask., eignast hús þar í bæ til
afnota sem prestshús. Er húsið virt'á $2,500. Þó að hús þetta
sé í austur-enda prestakallsins, er eign þess þó gott spor í
framfara áttina. Ef nú fengist prestur til að flytja í húsið,
og taka til starfa, færu kirkjulegar horfur þar brátt batnandi.
Þegar Trúboðsnefndin fór þess á leit við Board of
American Missions, að prestur yrði kallaður til Vatnabygða,
svöruðu þeir að annað spor yrði fyrst að stíga áður en um
prestsköllun væri að ræða. Fyrst yrði að senda þangað mann
til að kanna alt svæðið, heimsækja alla íbúa og komast að
raun um andlegt og kirkjulegt ástand og viðhorf jjar. Mundi
þetta vera nokkurskonar kirkjulegt manntal — Survey and
Religious Census — um alla bygðina. Árangurinn af þessari
rannsókn mundi sýna Board of American Missions, hve
margir mundu styðja kirkjulega starfsemi vora, hvaða
framtíðar möguleikar væru fyrir hendi, og hve mikinn
fjárhagslegan styrk kirkjuheildin þyrfti að leggja að mörk-
um til bjargræðis starfi prests og safnaða prestakallsins.
Þetta væri sú aðferð sem Board of American Missions hefði
notað víðast hvar, og hafi sú aðferð reynst þeim bezt.
Trúboðsnefndin samþykti það; að fara að ráðum þessum,
og tók til óspiltra málanna með nauðsynlegar ráðstafanir
þar að lútandi. Hefir nefndin það í hyggju að þetta “survey”
verði gjört á þessu yfirstandandi ári. Erum við einnig von
góðir um árangurinn. Ef alt gengur eftir vonum, verður ef
til vill mögulegt að flytja næsta kirkjuþingi þau gleðiríku
tíðindi að fenginn sé hæfur prestur fyrir Vatnabygða-
prestakall, og að samstarf prests og safnaða sé að komast á
skipulegan og varanlegan grundvöll. Horfurnar eru bjartari
en áður. Guð gefi að úr þeim rætist vel og farsællega.
Churchbridge Prestakall
Séra Sigurður S. Christopherson hefir þjónað söfnuðum
vorum í Churchbridge prestakalli bæði lengi og vel. Hann
hefir ætíð átt erfitt uppdráttar efnalega, en hefir af trú-
mensku við málefni Drottins ætíð sótt fram undir merki
krossins í bjargfastri sigurvon. Hann nýtur nú hinna litlu
eftirlauna sem kirkjuheildin getur veitt sínum öldruðu
prestum, og er líklegur til að leggja frá sér fastastarf mjög
bráðlega. Eiginlega hefir hann nú ekkert fastákveðið prests-
starf hjá sínu prestakalli, en hefir leitast við að þjóna þeim
samt eftir beztu getu. Eftir því sem við bezt vitum, er hann
líklegur til að flytja þaðan áður en langt líður. Verður þá
eitt prestakallið enn prestslaust. Þar er Concordia söfnuður
eiginlega sá eini söfnuður sem nú er starfandi, því Lögbergs
söfnuður er vegna burtflutnings fólks orðinn svo afar lítill
að hann sendir ekki framar skýrslu til Kirkjufélagsins.
Concordia söfnuður hefir farið fram á það við Trúboðs-
nefndina, að prestur verði þejm sendur til að starfa þar í
sex vikna tíma á yfirstandandi sumri. Hvort mögulegt verð-
ur að mæta þessum tilmælum, er ekki enn hægt að segja.
Trúboðsnefndin mun í framtíðinni að sjálfsögðu reyna að
bæta úr þörfinni á þessu svæði eins og á öðrum eftir þeim
möguleikum sem fyrir hendi liggja. Vonum við þó að söfn-
uðurinn reyni að nota sér starfsvilja Séra Sigurðar á meðan
hann stendur þeim til boða.
Manitoba
Eftir því sem bréfaskifti við embættismenn Winnipegósis
safnaðar sýna, hefir tala íslendinga þar gengið mikið saman
svo að spursmál er um framtíðarlíf safnaðarins. Séra B. A.
Bjarnason, skrifari nefndarinnar og Kirkjufélagsins, hefir
verið beðinn að heimsækja söfnuðinn, flytja þar messu og
hafa fund með safnaðarfólki til að ræða um framtíðarmögu-
eika safnaðarstarfsins þar. Söfnuðurinn hefir þegið þetta
tilboð, og beðið hann að koma til þeirra annaðhvort um
fyrstu eða aðra helgi í júlí. Ef mögulegt verður að halda
þar áfram safnaðarsthrfi, verður það að sjálfsögðu viðleitni
Trúboðsnefndarinnar að svo megi verða.
Séra Skúli Sigurgeirsson hefir farið reglulegar messu-
ferðir til Lanrguth, og Séra Sigurður Ólafsson hefir veitt
Guðbrands söfnuði í Brown messuþjónustu. Dr. Rúnólfur
Marteinsson hefir heimsótt Lundar söfnuð og messað þar
nokkrum sinnum. Séra Skúli Sigurgeirsson þjónaði í Silver
Bay og Vogar héraði um tíma í fyrra sumar, og fer ef til
vill þangað aftur síðari hluta sumars ef svo verður um
samið. —
(Frh. á bls. 3)
\