Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 5
' LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1948 5 /ílilGAMÍL rVENNA Ritatjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þátttaka kvenna í mannfélagsmálum Þetta ár hafa verið prentuð í Bandaríkjunum þriggja centa frímerki með myndum af kvenn frelsishetjunum þremur: Eliza- beth Stanton, Lucretia Mott og Carrie Chapman Catt; er það gert til minningar um hundrað ára réttarbaráttu amerískra kvenna, frá 1848 til 1948. Á þessu tímabili hafa orðið róttækar breytingar á stöðu konunnar í þjóðfélaginu í flest- um löndum heimsins. Fyrir þann tíma voru þær að mestu bundnar við heimilið; þær máttu engin afskipti hafa af opinber- um málum, þær fengu ekki að- gang að háskólunum þó þeir hefðu verið starfræktir öldum saman og flestar stöður utan heimilis. voru þeim lokaðar. Nú er svo komið að þær hafa fengið atkvæðisrétt í stjórnmál- um; þær sækja háskólana nærri eins margar og karlmenn, og konur sitja flestar stöður, sem þeim áður var bægt frá. — Þær eru fésýslumenn, læknar, lög- menn, dómarar, blaðamenn, vís- indamenn, byggingameistarar, rithöfundar, listamenn og stjórn málamenn. Að vísu eru þær miklu færri en karlmenn, sem þessar stöður taka að sér, enda er það eðlilegt, því ávalt munu flestar konur verða bundnar mikinn hluta æfi sinnar við það hlutverk sem er mikilvægasta hlutverkið: að ala upp hina ungu og uppvaxandi kynslóð. — Hinsvegar er það mikið fagnað- arefni, að konur, er hafa kring- umstæður til þess, hafa nú frelsi til þess að beita hæfileik- um sínum á öllum sviðum, bæði sér og öðrum til heilla. Þegar maður yfirvegar starf nútíðar konunnar utan heimilis- ins fer það ekki fram hjá manni að þær hafa notfært sér þessi réttindi sín miklu meir á einu sviði en öðrum. T. d. eru þær nú -£smám saman að ná undir sig völdum í kirkjulegum félags- skap. Páli postula myndi ekki hafa litist á blikuna, ef hann hefði verið uppi nú og sæi hvern ig er komið málunum á þessum vettvangi; en eins og menn muna, hafði hann ekki konur í miklum hávegum, eins og eftir- fylgjandi greinar gefa til kynna: “Konan á að læra, í allri undir- gefni; en ekki leyfi ég konu að kenna eða taka að sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrlát: — 1. Tím. 2:11. — “Skulu konur þegja á safnaðar- samkomunum, því ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og lög- málið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima, því það er ósæmilegt fyrir konur að tala á safnaðar- samkomu — 1. Kor. 14:34. — Kirkja nútímans hefir snúið baki við þessum kenningum postulans. Konur taka nú óhikað til máls á safnaðar samkomum, og spyrja engan um leyfi. Þær kenna; flestir kennarar sunnu- dagaskólanna eru konur. Og smám saman eru þær að ná völdum, þær eru að sjálfsögðu í djáknanefndum, en nú eru þær einnig tíðum í stjórnarnefnd safnaðanna og jafnvel forsetar þeirra. Kvennfélögin eru og öflug innan kirkjunnar og einn aðal máttarstólpi hennar. — Og svo vilja þeir verða prestar líka; er skemst að minnast þess að nýlega birtist í fréttum frá Danmörku, að það hefði orsakað talsvert umtal að þrír kvenn- kandidatar í guðfræði vildu fá vígslu og var sumum prestunum slíkt mjög á móti skapi; en þær voru samt vígðar til prestsþjón- ustu. — Hvort þessi breyting innan kirkjunnar er til batnaðar, hvort hún stafar af vaxandi fram sækni kvenna eða vaxandi af- skiptaleysi og hlédrægni karla í kirkjulegum málum, skal hér ekki dæmt um, en auðsætt er, hvert stefnir. I þessum málum og öðrum hafa konur sýnt og sannað, að þær hafa hæfileika til að taka að sér stjórnarstöður, það er því undrunarverðara, hve lítið þær hafa gefið sig að stjórnmálum landsins. Fólki, sem enn er á lífi, er það í fersku minni, hve hart þær börðust fyrir því að fá atkvæðisrétt í landsmálum. — Þær sveltu sig, sátu í fangabúð- um og börðust við lögregluna. Og loks fengu þær atkvæðisrétt- inn. En hvað skeður? Áhuginn hjaðnar, mikill hluti kvenna færir sér alls’ ekki í nyt þennan rétt, greiðir ekki atkvæði, styð- ur ekki konur til þingmensku. Þrjátíu ár ^ru liðin síðan kon- ur í Canada fengu atkvæðisrétt. Þjóðin á 255 fulltrúa á sambands þingi. Þar á aðeins ein kona sæti, Mrs. Gladys Strum og tvær í öldungaráðinu. — Saga kvenna í sambandsstjórnmálum Canada er hvorki mikil eða merkileg. Fyrsta konan, sem kosin var á þing var Miss Agnes Macphail. Hún var endurkosin þrisvar sinnum og var talin ágæt ur þingmaður, og hún myndi eiga sæti enn á þingi, ef konur hefðu fylkt sér einhuga að baki hennar. En margar þeirra gerðu gys að henni af því hún var ógift, og þingbræður henn- ar líka; ætla mætti að slíkt kæmi ekki að sök; einmitt þess vegna hafði hún betri aðstöðu til að gefa sig alla að stjórnmál- um. Hún beið ósigur 1940 fyrir framboðsmanni Liberalflokks- ins, sem var í þann veginn að fara í stríðið. Mrs. Martha Black, 70 ára að aldri, bauð sig fram fyrir hönd Conservative flokksins 1935 í kjördæmi manns hennar, sem var sjúkur. Þegar hann náði heilsunni, vék hún úr sæti fyrir honum 1940. Mrs. Doris Nielsen var sú þriðja; er hún ræðuskörungur mikill og hefði sennilega ílengst á þingi, ef hún hefði ekki að- hylzt kommúnista stefnuna. Þegar þingmaður Edmonton East F. C. Casselman, varð bráð- kvaddur 1941, var kona hans, Cora, kosin í hans stað. Hún var Liberal og flokkurinn veitti henni alskonar virðingar, enda er hún mikilhæf kona. Mr. Mackenzie King kaus hana í canadisku sendinefndina á al- þjóðaráðstefuna í San Francisco Þetta var mikill heiður og ætla mætti að canadiskar húsmæður hefði verið það fagnaðarefni að eiga þar fulltrúa. En hvað fanst kjósendunum í kjördæmi henn- ar? Þær vörpuðu henni úr sæt- inu og kusu karlmann í stað hennar. Þá er aðeins Mrs. Gladys Strum eftir. Hún þykir alls ekki standa karlmönnunum að baki á þingi. En athýglisvert er það, að kvennþjóðin í heild virðist lítinn gaum gefa henni. og ef dæma á eftir því sem á undan er gengið, verður það ekki konum að þakka, haldi hún sæti sínu framvegis. Það er og undarlega hljótt um þær konur, sem eiga sæti í öldungaráðinu. Þær eru Minningarorð um Einn af hinum mætustu mönn um sem ég hefi kynst á lífsleið- inni var Sigtryggur sál. Ólafs- son, vanalega nefndur Tryggvi Ólafsson. Var hann minn íyrsti kennari vestanhafs og bjó ég lengi að hans kenslu því hann var afbragðs kennari. Hann var þá barnaskóla kennari að Akra N.-Dak., en ég naut heimakenslu hjá honum fyrsta veturinn sem ég dvaldi í Ameríku. Tryggvi var fluggáfaður sæmdarmaður. Með honum flaug ég þennan vetur um fag- urlönd bókmentanna. Hann er einn af þremur persónum í Vesturheimi — það er að segja íslenzkum — sem . gleggstan skilning höfðu á bókmentum, að mínum dómi. Er yndælt að geta átt samræður og samvistir með slíku fólki. Bókmentirnar koma að miklu meira gagni geti maður um þær rætt við hrifnæmar og skilningsskarpar sálir. — Gull- korn, sem einum kann að yfir- sjást kunna að vera greind af öðrum og með því að gera sam- anburð á eigin skilningi og ann- ara, lýsist efnið og verður skilj- anlegra. Enga met ég meira né man svo vel sem þá vini mína sem greiddu mér götur um óðals eignir skáldanna og ritsnilling- anna. Þegar sú samvinna nær hæsta takmarki, verður maður sammála við þessa vini sína. — Eftir að ég hvarf frá Norður- Dakota og hafði stundum fáa við að ræða, datt mér tíðum í hug: “Hvaða skilning myndi nú Tryggvi leggja í þessa málsgrein eða ljóðlínu. Hann var einnig — og það er nú aðalatriðið — drengur hinn bezti, hann var góður maður í orðsins fylsta skilningi. Góður maður, að mínum skilningi, er sá maður er gerir sér ávalt far um að vera á réttu hliðinni í hverju máli og er þar heill og óskiftur, hefir einurð og djörf- ung að halda því fram sem hann veit réttast, en er þó altaf í leit eftir meiri og fyllri sannleika. Góður maður vill altaf öllum vel en lætur sér þó einna annast um þá er lægri hlut hafa borið í lífs- baráttunni, vill helzt að allir njóti þess bezta sjálfum sér til ánægju og þroska, svo sem þeir geta á móti tekið. Góður maður gerir sig ekki ánægðan með það misrétti sem leyfir einum að byggja sér höll meðan annar get- ur ekki reist sér sómasamlegan íbúðarkofa, fyrir sig og sína. — Góður maður vill að allir geti notið hamingju og heilbrigðs lífs. Góður maður er samvizku- samur og trúverðugur, stendur við öll sín loforð, rækir öll sín störf með árvekni, bregst dldrei skyldum sínum sem borgari, ná- granni, faðir og eiginmaður. Alt þetta reyndi þessi andaði vinur minn að gera og þess vegna var hann góður maður og minning hans björt hjá ástvinum hans og nágrönnum. Tryggvi var fæddur í Greni- vík í Höfðahverfi við Eyjafjörð árið 1876. Var hann sonur Odds skipstjóra Ólafssonar en kona Odds og móðir Tryggva hét Guðrún ólafsdóttir. Var hann vel ættaður, Oddur faðir hans var sjógarpur hinn mesti og afla- kló. Var hann fyrsti skipstjór- inn á hákarlaskipi, sem sigldi umhverfis ísland og þótti það þrekvirki mikið svo lítil sem eyfirsku þilskipin þá voru. Tryggvi ólst upp með foreldr- um sínum, sem bjuggu í Greni- vík. í fáorðum söguköflum af sjálfum sér — það mun hafa ver- ið áform hans að rita æfisögu sína í stuttu formi en einhverra hluta vegna náði hún ekki lengra en yfir fyrstu tuttugu ár- tvær: Mrs. Cairine Wilson og Mrs. Iva Fallis. Var sú fyrri skipuð af Mr. Mackenzie King 1930 en hin síðari af Mr. R. B. Bennett 1935. Framhald. Sigtrygg Olaísson in eða liðlega það, — farast hon- um svo orð um sjálfan sig: “Þótti ég nokkuð undarlegur í háttum, fór einförum og var oft- ast hljóður. Eg var hins vegar sólgin í sögur og æfintýri og lifði að mestu í heimi sagnanna. Ekki þótti ég athafnamikill til vinnu en hugurinn leitaði út á sjóinn, sem lá framundan bæn- um, stundum spegilsléttur og fagur en stundum úfin næsta”. Tryggvi hlaut almenna fræðslu bæði í heimahúsum og að Ysta- felli hjá Sigurði Jónssyni, síðar alþingismanni og hinum mesta sæmdarmanni í hvívetna. — Var þá bókasafn bygðarbúa að Ysta- felli og blaðaði Tryggvi óspart 'í skruddunum. Mun áhugi hans fyrir fögrum bókmentum þar hafa vaknað. Síðar stundaði hann nám á unglingaskóla, sem stofn- aður hafði verið í Hléskógum í Höfðahverfi fyrir forgöngu Ein- ars Ásmundssonar í Nesi. Bald- vin sonur séra Gunnars á Höfða, kendi þarna ensku. Hafði hann verið í Ameríku og kunni málið vel. “Varð mér mikið gagn að því námi, er ég flutti til Amer- íku”, segir Tryggvi. Á níundu áratug síðustu ald- ar gekk harðæri mikið yfir Is- land, sérstaklega Norðurland. Flutti þá Oddur frá Grenivík til Ameríku með öllu sínu skyldu- liði. Lýsir Tryggvi sál. burtför sinni frá íslandi og siglingunni út Eyjafjörð: *“Eg settist austanvert við véla rúms kappann og horfði á austur landið — austurland Eyjafjarð- ar — líða framhjá. Eftir nokkra stund blasti höfðinn við beint framundan. Alt í einu kom fæð- ingarstaður minn, Grenivík, í Ijós. Myndin var fögur og unaðs- rík, túnið skrúðgrænt og gras- sælt, litla, hvítmálaða kirkjan og gamli torfbærinn og svo hæðir og hólar í baksýn, klæddir geislablæju nætursólarinnar, en ofar glóðu hvítmötluð fjöllin. Þessi sýn grópaði sig inn í minn- inguna og varir þar til daganna enda. Eg sat á þiljum þar til skipið fór fyrir Gjögurinn”. Fjölskyldan settist fyrst að í Minneota-nýlendunni x Minni- sota, en þar átti Jónas bróðir Odds heima. Á næstu árum vann Tryggvi við algenga bændavinnu, en stundaði þó nám í alþýðuskólum á vetrum fyrstu veturna. Hann las líka af kappi heima. Hallæris kreppa mikil gekk þá yfir Norð- ur-Ameríku. Seldist þá hveiti- mælirinn á 36 cents og alt verð- lag eftir því. Árið 1900 eða sex árum eftir að hann kom til Ameríku, inn- ritaðist Tryggvi í kennaraskóla Minnisotaríkisins og stundaði þar nám í sjö mánuði. Sóttist námið vel og útskrifaðist hann með góðri einkun. Veturinn 1901—1902 kendi hann barna- skóla Akrabygðar í Norður-Da- kota. Árið 1902 giftist hann Önnu Samson, dóttur Samsons Bjarnarsonar. Var Anna hið mesta valkvendi á margan hátt. Snemma á árinu 1903 fluttu ungu hjónin til Pembina og vann Tryggvi þar í landatöku-skrif- stofunni þar til 1905. Fluttu þau þá aftur til Akra og tók Tryggvi nú aftur að kenna þar og hélt því starfi þar til 1916. — Munu lærisveinar hans og meyjar minnast hans ávalt með þakk- læti því hann var lipur, góður samvizkusamur kennari. Þau hjónin höfðu fengist við búskap samtíða kennslunni frá 1908, en frá því hann hætti störfum, gaf hann sig algjörlega við búskapinn. Hann var dugleg ur og laginn búmaður og farn- aðist vel. Hann misti sjónina árið 1929. Ráðfærði hann sig þá við kennara og umsjónarmann blindra manna og vildi læra að lesa blindra letur með fingrun- um. Ráðlögðu þeir honum að láta af þeirri fyrirætlun, þar sem hann var svo aldraður. Hann hélt samt fast við fyrirætlun sína og tókst bæði að læra lest- ur á Braille og að skrifa á rit- vél. Sagði hann mér í bréfi hversu erfiðlega það gekk og þakkaði konu sinni, uppörfun hennar og aðstoð, að þetta tókst. Anna kona hans andaðist ár- ið 1942 eftir langvarandi og þjáningarfull veikindi. — Var eiginmanninum mikill harmur kveðin við fráfall þessarar á- gætu konu, Fyrir vanheilsu hennar varð hún að láta af bú- stjóm árið 1938. Tók þá Samson sonur þeirra við bújörðinni, en þau fluttu til Akra þar sem fóstursonur þeirra og frændi Önnu sál. átti heima. Þarna voru þau milli vina og vanda- nianna og leið vel. Börnin komu svo að segja daglega og fjöldinn allur af vinum þeirra. Tryggvi var sívinnandi og sat tímunum saman við ritvélina, fékkst hann bæði við að semja sögur og kvæði. Þegar ég heim- sótti hann síðast árið 1942 var hann að semja sögu íslenzku landnemanna í Norður-Dakota, að tilmælum mentamála-deildar innar í Norður-Dakota. Eftir lát konu sinnar dvaldi Tryggvi hjá börnum sínum: — fyrst hjá syni sínum og tengda- dóttur, Mr. og Mrs. Samson Ól- afsson, síðar hjá dóttur sinni og tengdasyni Mr. og Mrs. H. R. Hannesson. Heilsu hans fór hnignandi og í marsmánuði árið 1947 fékk hann aðkenningu af slagi. Endur tóku þau sig síðar og hann and- aðist 4. maí s. 1. Er þar til grafar genginn einn af hinum mætustu Islendngum í Ameríku. Slíkir menn hafa aukið hróður vors kyns í Vestur álfu. Megum við ávalt minnast þeirra og megi slíkir verða hin- um ungu til fyrirmyndar. H. E. Johnson. — Eg elska svissnesku Alpana. Þeirra vegna hefi ég eignast marga gleðistund. — Já, en þú hefir aldrei farið til Sviss. — Eg veit það, en konan mín dvaldi þar í hálft ár. Minning góðskálds og göfugtnennis (Frh. af bls. 4) Alþýðuskólakennsla var, sem kunnugt er, ævistarf Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, því að hann vann ritstörf sín í hjáverk- um fram á síðari ár, og hinir mörgu nemendur hans minnast hans sem ástsæls og ágæts kennara, er bar frábæra um- hyggju fyrir velferð þeirra. En vér vinir hans, og allir, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum, ^minnast hana sem hreinlundaðs göfugmennis. — I framkomu haris og kynnum við hann lýsti sér fágætlega sú bjartsýna og fagra lífsskoðun sem er aðalsmark rita hans. I bréfi til eins vina sinna stuttu áður en hann léz't, vitnar hann til þeirrar gullnu lífsreglu, sem spekingurinn kínverski, Lao- tse, gaf lærisveinum sínum: “Að vera þeim góður og einlæg- ur, sem eru góðir, og vera þeim líka góður og einlægur, sem ekki eru góðir, því að þá verða að lokum allir góðir”. í bjart- sýnni trú sinni á hið góða í mönnunum lifði Jóhann Magnús og starfaði, eins og dagfar hans bar vitni og rit hans sýna. Virðulegan og margfaldlega verðskuldaðan minnisvarða höf- um vér hér í dag afhjúpað Jó- hanni Magnúsi Bjarnasyni til heiðurs, en sjálfur hefir hann í minningu samferðasveitarinnar og ritum sínum reist sér enn óbrotgjamari bautastein. — Hann lifir áfram í kvæðum sín- um, sögum og ævintýrum, því að þar slær hjarta hans. — Og hverjum, sem les rit hans opnum huga, hita þau um ajartarætur, auka góðhug þeirra til sam- ferðamannanna og efla hug- sjónaást þeirra. Því að skáldið skildi svo vel þann sannleika, að “hvað er vort líf, ef það á engan draum”. Að minningu slíkra boðbera göfugra og tímabærra lífssann- inda er holt að hlúa, og við hana er gott að vermast. “Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja”. Sannleikurinn er . . . Þar. sem aðslæður leyfa, eða hægt er að liðka til, eru símar lagðir inn eins fljótt og auðið er. Samt sem áður verðum við oft að bíða lengi eftir nauð- synlegu efni; og þangað til að fram úr slíku ræðst, getum við einungis lagt inn síma í þeirri röð sem

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.