Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1948
Úr borg og bygð
Upplýsingax
óskast, vegna ættingja á ís-
landi, um Halldóru Einarsdóttur
frá Akureyri, áður gifta Helga
Thorlacíus, og Jónasínu, dóttur
þeirra. — Hver sá, sem vitneskju
hefir um bústað og kringumstæð
ur þessara mæðgna, geri svo vel
að senda upplýsingar til:
P. O. Box 284,
Winnipeg, Canada.
Þann 21. júlí lézt að Winni- i
pegosis Gunnar Friðriksson, 82
ára að aldri, ættaður úr Þing-
eyjarþingi.
-f
Mr. August Johnson frá
Winnipegosis, hefir dvalið hér
um slóðir nokkuð á aðra viku;
hann var staddur á íslendinga-
deginum á Gimli.
♦
Frú Kristjana Jackson frá
Grand Forks, N. D., var stödd í
borginni í fyrri viku ásamt dótt-
ur sinni.
•f
0
Mrs. D. M. Johnson, sem í
nokkur undanfarin ár hefir átt
heima hér í borginni, er nú flutt
til Selkirk — 246 Superior Ave.
•f
Þann 24. júlí síðastliðinn voru
gefin saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju, þau
Miss Dorothy Margaret Egilsson
og Paul R. Bergman. Rev. H. G.
Munro frá Carivale, Sask., fram-
kvæmdi hjónavígsluna. J. H.
Minni8t
BETEL
í erfðaskrám yðar
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
»32 SIMCOE ST. Winnipeg, Man.
Lupton var við hljóðfærið en E.
Eggerston söng einsöng. Brúð-
urin er dóttir P. G. Egilssonar
frá Calder, Sask., sem fyrir
nokkru er látinn og eftirlifandi
ekkju hans, en brúðguminn
sonur Mr. og Mrs. W. Berg-
man. Svaramenn voru Miss Eg-
ilsson og Mr. William Jackson.
Að vígsluathöfn afstaðinni, var
setin vegleg veizla að heimili
foreldra brúðgumans, 1444
Wellington Crecent. — Heimili
þeirra Mr. og Mrs. Bergman
verður í Winnipeg.
f
Gefið í Blómasveiga-sjóð kvenn-
félagsins "Björk", Lundar:
The St. Backman Chapter
$10.00, í minningu um ágæta
vinkonu Mrs. Soffíu Lindal frá
Joseph og Kristín Thorgeirson.
— Með in'nilegu þakklæti.
Mrs. Björg Howardson.
Lundar, Man.
. ♦
Gefið í úlvarpssjóð
Fyrsta lúterska safnaðar, maí,
1948: — The Icelandic Ladies
Aid “Fjólan“, Brown, Man.,
$5.00; Mr. og Mrs. Paul Robert-
son, Moosehorn, Man., $3.00;
Frida Romberg, Kenora, Ont.,
$1.00. — Meðtekið með þakk-
læti.
N. O. Bardal. féhirðir
♦
Gjafir til Betel
Mr. og Mrs. S. Sigurbjörnsson,
Leslie, Sask., $5.00; Mr. A. M.
Ásgrímson, Hensel, North-Da-
kota, $10.00; A Friend, Betel,
$5.00; Mr. Lárus Scheving Ólafs-
son, Akranesi, Iceland, fjórar
bækur: 1. Fifulogar, höfundur
“Erla”; 2. Gríma og Rósa í síld-
inni; 3. Sögur og sagnir; 4.
Kvennréttindafélag íslands 1907
—1947. — Mrs. Kristín Goodman,
Milton, N.D., í minningu um
Miss Ingu Johnson, $5.00; og í
minningu um Grím Grímsson,
$5.00; Mr. Henry Sigurðson,
Buffalo, N. Y., $10.00; Mr. O. B.
Olson, Winnipeg, $25.0Q. —
Kærar þakkir fyrir allar þessar
gjafir, fyrir hönd nefndarinnar.
T. T. Swanson, féhirðir,
308 Avenue Bldg., Winnipeg.
•f
Mr. Magnús Paulson fésýslu-
maður frá Toronto, Ont., hefir
^aul’sí CoUege
WINNII’EG, MANITOBA
í samvirinu með Háskóla Manitohafylkis.
(I) 1, 2, 3 og 4 háskólaár, 1 og 2 ár^I vlsindum (Science)
i (II) Undirbúnings háskólakensla fyrir nemenflur I Architec-
ture, verzlunarfræSi, mentun, mælingafræSi, leikmanna-
fræSi, læknisfræSi og guSfræSi.
(III) MiSskólakensla I deild IX, X, XI, XII.
(IV) TekiS á móti heimavistar, og aSkomnum nemendum.
Ireitið kensluskrár og annara upplýsinga til skólastjóra.
v-ff-f-f-f-ff-f-ff-f^-f-*
*
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að veirð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
Aðr&r auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
♦ ♦fffffffffffff
Jofjn’ð CoUpge
The Church of England Co-Educational College
Affiliated with the University of Manitoba
Junior Division Arts and Science Theology
Valuable Scholarships Comfortable Residence
For full particulars write to the Warden.
Broadway and Hargrave, Winnipeg Phone 97 893
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
r V- -'. \
íslenzk guðsþjönusta sunnu-
daginn 15. ágúst, kl. 7 e. h.
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
f
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn 15. ágúst: — Ensk
messa kl. 11 árd. — Ensk messa
kl. 7 síðd. — Allir boðnir vel-
komnir. S. Ólafsson.
f
Argyle presiakall
Sunnudaginn 15. ágúst. — 12.
sunnudagur eftir Trínitatis: —
Brú, kl. 2 e. h. — Glenboro kl.
7 e. h. — Allir boðnir og vel-
komnir. Séra Eric H. Sigmar.
♦
Árborg-Riverion prestakall
15. ágúst: — Geysir, ferming
og altarisganga kl. 1 e. h.
B. A. Bjarnason.
Hvers vegna tapaði Drew atkvœðum?
Ritstj órnargrein
úr Ottawa Citizen
dvalið í borginni nokkra undan-
farna daga í heimsókn til frú
Guðnýjar Paulson.
-t
Frú Signy Eaton, kona Mr.
John David Eaton’s forseta T.
Eaton verzlunarfélagsins, leggur
af stað flugleiðis í Norðurálfu-
ferð þann 18. þ. m. I för með frú
Signýju verður móðir hennar,
frú Anna Stephenson og Mr. og
Mrs. Boynton Holms frá New
York. Mrs. Holms er frænka frú
Signýjar í föðurætt og var
Beatrice Gíslason fyrir giftingu
sína. Ferðafólk þetta kemur til
Reykjavíkur þann 20. þ. m., og
dvelur ellefu daga á Islandi.
f
Miss Guðrún Bildfell kenslu-
kona, er nýlega komin heim eftir
nálega ársdvöl í Los Angeles.
f
Mrs. H. G. Henrickson er ný-
komin heim sunnan frá Naw-
akwa Lutheran Camp nálægt
Gettisburg í Pennsylvania, þar
sem hún var boðsgestur um
hríð.
“Bindindissambandið” í Ont-
ario hefir sýnt fram á það að á-
ferigisverzlunin þar í fylki hafi
hlotið all-mikinn snoppung við
síðustu kosningar. Er það í fyrsta
skifti í mörg ár sem brennivíns-
valdið hefir á nokkurn hátt orð-
ið að lúta í lægra haldi.
Þegar kosningaúrslitin eru
skoðuð niður í kjölinn, sést það
glögt að drykkjustofufargan
íhaldsstjórnarinnar með Drew í
broddi fylkingar hefir átt sterk-
an þátt í því, hversu mörgum at-
kvæðum hún tapaði; kvað svo
mikið að því sumstaðar, að þau
atkvæði réðu úrslitum kosning-
anna.
Flokkurinn hélzt vlð völd for-
ingjalaus með rúmlega 40 %
atkvæða: 58% greiddu atkvæði
á móti honum.
Óefað hafa margir kjósendur
fordæmt það athæfi stjórnarinn
ar að leyfa prívat sölu áfengis
einstökum mönnum til ágóða,
án þess að taka til greina vilja
kjósendanna eða ráðgast um það
við þá. Greinilega kom einnig í
ljós andúð fólksins gagnvart
stjórninni fyrir það tiltæki henn
ar að þröngva drykkjukrám inn
í fimm borgir í fylkinu án sam-
þykkis.
Þá hafa kjósendur munað eft-
ir því að stjórnin hafði lofað að
afnema áfengis framleiðslu sem
prívat stofnun og að afnema all-
ar brennivíns auglýsingar; þessi
loforð bæði hafði hún svikið, og
sýndu atkvæðin það að kjósend-
ur höfðu ekki gleymt því; enn-
fremur var það stranglega for-
dæmt að stjórnin hafði svikist
um að láta framfylgja bindindis-
lögum landsins á þeim svæðum
fylkisins, sem þau voru í gildi.
Stjórnin tapaði fjórlán af
átján sætum í Toronto, Hamil-
ton og London. En þessar borgir
voru þrjár af þeim fimm borgum
þar sem stjórnin þröngvaði inn
drykkjustofunum. Það voru aðal
lega tveir menn, sem beittu sér
fyrir stofnun drykkjukránna:
þeir Leslie Blackwell dómsmála
stjóri og Drew sjálfur. Blackwell
fékk 8000 atkvæðum færri en
við síðustu kosningar á undan
Virðuleg athöfn
Afhjúpun minnisvarða Jó-
hanns Magnúsar Bjarnasonar,
fór fram að Elfros, sunnudaginn
25. júlí, að viðstöddu fjölda
fólks úr Vatnabygðum og víð-
ar að, þrátt fyrir mjög óhag-
stætt veður. Hófst athöfnin í
grafreit Elfrosbæjar, með því að
Dr. K. J. Aústmann flutti ávarp
og lýsti þar á hvaða grundvelli
áletran minnismerkisins væri
valin: að gefa sem gleggsta
mynd af skapgerð og lífsskoðun
skáldsins.
Að því loknu afhjúpuðu þeir
minnismerkið sameiginlega séra
Rúnólfur Marteinsson og- Dr.
Austmann. Þá las séra Rúnólfur
áletrunina fyrir þá sem við-
staddir voru, og bar fram þá
ósk, að minningin um hinn
ágæta mann, sem minnismerkið
væri helgað, mætti verða fyrir-
mynd og hvatning til dreng-
skapar og siðgæðis, er hann átti
í svo ríkum mæli..
Sökum hins óhagsstæða veð
urs, var ákveðið að framhald
á minningarathöfninni, færi
fram í kirkju Elfrosbæjar.
Séra Rúnólfur hafði þar stjórn
með höndum og voru sálmar
sungnir bæði í byrjun og í lok
athafnarinnar. Eftir að hafa
flutt bæn og lesið tilvalin ritn-
ingarorð, hélt séra Rúnólfur
einkar hlýja og fagra minningar
ræðu um Jóhann Magnús, þar
sem hann minnist náinna kynna
þeirra og samstarfs. Lagði hann
sérstaka áherzlu á gjaflund
hans, fórnfýsi og göfugmensku.
Einnig framlag skáldsins til fé-
lags- og menningarmála á ýms-
um sviðum. Þá minntist hann
einnig hinnar tryggu og ágætu
konu J. M. B., Guðrúnar Hjör-
leifsdóttir og fyrirmyndar sam-
búð þeirra hjóna. Því næst söng
hin góðkunna söngkona, Mrs.
Rósa Hermannsson-Vernon, ná-
frænka Jóhanns Magnúsar, hið
fagra kvæði skáldsins, “Vöggu-
ljóð”, undir hinu þýða og áhrifa
ríka lagi Jóns heitins Friðfinns-
sonar tónskálds. Tókst söng-
konunni, eins og vænta mátti,
prýðisvel túlkun ljóðs og lags.
Dr. Richard Beck fyrverandi
forseti Þjóðræknisfélagsins, er
var fulltrúi þess við þetta tæki-
færi, flutti kveðju félagsins og
las upp faguryrt bréf frá nú-
verandi forseta þess, séra Philip
M. Pétursson. Síðan flutti Dr.
Beck gagnorða og snjalla ræðu
með sínum alþekkta skörung-
skap um J. M. B. og ritstörf
hans. Tel ég sjálfsagt að bæði
ræðan og kveðja Þjóðræknisfé-
lagsins verði birt í blöðunum við
fyrsta tækifæri.
Að lokum flutti Dr. Aust-
mann tilfinningaríkt ávarp, þar
sem hann lýsti djúpri þakklætis
kend sinni til hins látna skálds,
fyrir þau miklu og víðtæku áhrif
sem líf hans og fyrirdæmi hafði
þessum og Drew féll, fékk aðeins
10.000 af 27.000 atkvæðum —
rúmlega einn þriðja part.
I kjördæminu High Park hef-
ir verið vínsölubann um mörg
ár. Þar var nú kosinn C. C. F.
maður, sem alla æfi hefir verið
strangur bindindismaður; hann
heitir William Temple. í kosn-
ingabaráttunni lagði hann mesta
áherzlu á það, hve nauðsynlegt
væri að fella stjórnina vegna
þess, hversu mikill brennivíns-
verndari hún væri. Með því að
kjósa hann sýndi fólkið hvað í
hug þess bjó. Að fella Drew og
kjósa Temple í því kjördæmi,
var sannarlega snoppungur fyrir
stjórnina.”
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
N. B. Hver veit nema slysin
og glæpirnir, sem áfengisnautn-
in veldur daglega hér í landi, sé
að vekja fólkið? S. J. J.
á lærisveina hans og þá, sem
honum kynntust. — Vakti Dr.
Austmann ennfremur máls á
því, að hér mætti ekki staðar
nema, að hugsjónum og minrf-
ingu Jóhanns Magnúsar yrði á
lofti haldið með stofnun sjóðs, er
notaður væri til styrktar náms-
fúsum unglingum, eða annarar
menningarviðleitni. Finnst hon-
um eins og fleirum, að kaldur
steinninn sé ófullkominn minn-
ing um J. Magnús Bjarnason.
Að lokinni minningar athöfn-
inni, sem fór hið bezta fram,
bauð íslenzka kvenfélagið í El-
fros, sem hefir mest og bezt unn-
ið að framgangi þessa máls með
drengilegri aðstoð og ráðum Dr.
Austmanns, öllum viðstöddum
til sameiginlegrar kaffidrykkju
í samkomuhúsi bæjarins. Voru
þar rausnarlegar veitingar fram
bornar og munu full 200 manns
hafa notið þar gestrisni og á-
nægjulegra samverustunda. —1
Þá jók það einnig á ánægju
gestanna að þeir séra Rúnólfur
og Dr. Beck ávörpuðu fólkið yf-
ir borðum. Hélt sá síðarnefndi
fjöruga ræðu fyrir minni
kvenna. Þakkaði sérstaklega
kvennfélagskonunum verk þeirra
og rausnarlegar veitingar. Var
gerður að því hinn bezti rómur.
Þá skal þess getið, að Dr.
Austmann tók myndir af minnis
merkinu, sem vonast er eftir, þó
aðstæður væru slæmar veðurs
vegna, að hafi tekist svo vel að
hægt verði að birta þær síðar.
Eg*hefi viljað með þessum fáu
línum, gefa þeim, sem ekki gátu
verið viðstaddir þessa hátíðlegu
athöfn — en höfðu þó á annan
hátt stutt að framgangi þessa
máls, — ofurlitla hugmynd um,
hvað fram fór. Mun flestum
hafa borið saman um, að athöfn
in færi hið bezta fram.
Að síðustu vil ég fyrir hönd
þeirra, er aðallega hafa fyrir
þessu staðið, færa öllum þeim
fjær og nær, er þessu máli hafa
veitt fylgi á einn eða annan hátt,
beztu þakkir fyrir þeirra þátt-
töku, og þá sérstaklega þeim,
Mrs. Vernon, séra Rúnólfi, Dr.
Beck og Dr. Austmann, er með
söng og ræðum gjörðu þessa
athöfn svo hátíðlega.
En unnendur J. Magnúsar
Bjarnasonar eiga enn eftir að
stófnsetja og reisa slarfandi
minnisvarða, er hæfi hugsjónum
og skapgerð okkar göfuga og
fórnfúsa vinar.
Elfros, Sask., 3. ágúst, 1948.
Virðingarfylst
Rósm. Árnason.
The Swan Manufacturing Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
Heimlli 912 Jessie Ave.
281 James St. Phone 22 641
• •
HANGIKJOT!
af beztu tegund, ávalt fyrirliggjandi í kjötverzlun okkar.
Sanngjarnt verð
SARGEMT MEAT MARKET
528 SARGENT AVENUE — SÍMI 31 969
United Church of Canada
UNITED
COLLEGE
In affiliation with
The University of Maniíoba
Students are offered courses in:
FACULTY OF ARTS AND SCIENCE leading to the
B.A. Degree.
JUNIOR DIVISION WORK for the B.Sc. and pre-
professional courses for: Architecture, Pharmacy,
Commerce, Engineering, Law, Medicine, etc., are
also offered.
COLLEGIATE—Grade XI (Matriculation), Grade XII
(Entrance to Second Year and Normal School).
FACULTY OF THEOLOG Y—Diploma and B.D.
Courses.
RESIDENCE for men and women,
CENTRALLY LOCATED, large campus, skating rink.
OPENING DATES FOR 1948-49
Collegiale Division Sept. 13th
Junior Division Arts and Science Sept. 20th
Senior Division Arts and Science Sept. 27th
Theology Oct. 5th
For further information and Calendar apply to the Registrar,
UNITED COLLEGE
PHONE 30 476 or 72 291
Porlage al Balmoral
Winnipeg, Manitoba
«