Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1948 3 Sveitadrengur í Flóanum, bókasölumaður í Noregi, kjólaframleiðandi í Kaliforníu Rabbað við Krisiinn Guðnason, “Eg er hreykinn af að vera Is- lendingur að ætterni”, sagði Kristinn Guðnason, forstjóri frá Kaliforníu, þegar ég átti tal við hann nýlega. “Og ég hefi notið góðs af að vera íslendingur í Bandaríkjun- um, því að það eru svo fáir land ar þar — ég sá eini í fataiðnað- inum — að fólki þykir nýjabrum að verzla við mig”. Kristinn Guðnason er forseti eins stærsta kjólaframleiðslu- firma í Bandaríkjunum, Alice Frock Co. Sonur hans Haraldur er vara-forseti og annar sonur hans, Earl, fjálmálaritari firm- ans. Allir hafa þeir forstjóra- vald innan firmans. Firmað er 25 ára gamalt Alice Frock Co., er 25 ára gam alt. Kristinn stofnaði það með konu sinni 1923 og undir stjórn hans og forsjá hefir firmað vax- ið upp í milljóna-fyrirtæki. — Umsetning þess s. 1. ár var t. d. þrjár milljónir dollara eða 19.5 milljónir ísl. króna. “Firmað óx hægt og sígandi eins og börnin í uppvextinum”, sagði Kristinn. “Nú er það kom- ið af gelgjuskeiði. Innan fárra ára verður umsetning okkar ekki minni en 10 milljónir doll- ara árlega.” Ættaður úr Flóanum Kristinn fæddist á Þorleifs- koti í Flóanum árið 1883. Hann var yngstur fjögurra systkina. Bróðir hans er Jón Guðnason fisksali hér í Reykjavík og syst- ir frú Auðbjörg Svenson, sem nú býr í Bandaríkjunum. Kristinn var aðeins 6 ára, er faðir hans dó. Þá var Kristinn fyrst sendur að Hjálmholti í Flóa, síðan að Haukholti í Hrunamannahreppi. Fjórtán ára kom hann til Reykjavíkur. Hann forstjóra frá Kaliforníu réðst í vinnumennsku og átti að fá 40 krónur á ári. Húsbóndinn sendi hann þá á hákarlaveiðar og voru honum borgaðar 40 kr. á mánuði fyrir það. Eftir 6 mán- uði átti Kristinn að fara heim í vinnumenskuna aftur og skila húsbónda sínum 240 krónunum, sem hann hafði unnið inn við veiðarnar en fá sínar 40 krónur í árslaun. Kristni þótti þetta hart, svo hann ákvað að fara hvergi, heldur tók sér far með norskum hvalveiðabáti og kom til Noregs 16 ára gamall. Fyrsta starfið var bókasala “Eg fékk vinnu hjá Illustreret Familieblad strax og ég kom til Noregs”, sagði Kristinn. “Eg seldi bækur fyrir það og gekk prýðilega. Á skömmum tíma hafði ég unnið mig úr aumustu örbirgð í sæmileg efni”. Eftir fimm ára dvöl í Noregi og Danmörku fór Kristinn til Ameríku. Hann hætti þá sölu- mannsstarfinu um stund og vann fyrir sér við almenna vinnu í Chicago í Illinois og Portland í Oregonfylki um 5 ára skeið. — “Eg skildi ekki þá, að ég er sölumaður af guðs náð”, sagði Kristinn. “Mér gekk ekkert við almennu vinnuna. Öll þessi 5 ár sem verkamaður hafði ég aldrei meira en 15 dollara á viku”. Á þessum erfiðu árum keypti Kristinn lóð í Portland, smíðaði gólf á henni og setti upp eins- konar tjaldhús á gólfinu. “í þessu tjaldi eru báðir drengirnir mínir fæddir, því við bjuggum í því um þriggja ára skeið”. Farið fram á kauphækkun Þegar ég spurði Kristinn að því. hvernig hann fyrst komst Krislinn Guðnason. til vegs í Bandaríkjunum, svar- aði hann: i “Eg átti konu og tvö börn og hafði ekki nema 15 dollara á viku, svo ég fór einn daginn til foBátjórans og bað um kauphækk un. Hann var harðjaxl mikill og sagði mér hreint út, að ég væri ekki meira en 15 dollara virði, hann hefði ekki beðið mig að giftast og því síður að hlaða nið- ur tveim börnum, og' að hanii hefði langa skrá með nöfnum ungra manna, sem gjarnan vildu fá vinnu hjá sér fyrir 12 dollara á viku. Eg mætti því hætta, hve- nær sem ég vildi. En þetta var mætur karl”, heldur Kristinn áfram. “Þegar hann var búinn að ryðja úr sér skömmum í dálítinn tíma, benti hann mér á að hingað til hefði ég eingöngu verið að vinna með skrokknum. “Því þá ekki að nota hausinn líka? Þú hefir haus líka!” sagði hann vip mig. Þetta varð til þess að ég fór að hugsa ráð mitt”, segirKrist- inn.“ Og ég komst að þeirri nið- urstöðu, að ég væri á rangri hillu. Eg ákvað að komast inn í viðskiftalífið aftur eins og ég hafði verið á Norðurlöndunum”. Gerisf sölumaður “Um þessar mundir vann ég hjá Flieschner, Mayer og Co. — Sala hafði gengið treglega hjá þeim, svo að allar hillur voru fullar af vörum. Þegar forstjór- inn sagði mér nú, að fara að nota hausinn, spurði ég hann hvort hann vildi ekki lofa mér að reyna að selja eitthvað af fötunum, sem til voru á l“lager”, Þetta var auðsótt og Kristinn fékk 500 kjóla til sölu. Hann var * búinn að selja þá alla að viku lokinni. “Eg hafði því ekki 15 dollara á viku heldur 185 dollara á mán- uði. Að tveim árum liðnum hafði ég 10.000 árstekjur. Gerisf sinn eigin herra Frá Portland í Oregonfylki fluttist Kristinn til Kalifomiu. Þar vann hann fyrst sem sölu- maður hjá kjólafirma en stofn- aði síðan sitt eigið firma, Alice Frock Co., árið 1923, sem hefir stöðugt vaxið undir stjórn hans. Nú á firmað 14 kjólaverksmiðj- ur í Kaliforniu og hefir tízku- sýningarstofu í Los Angeles. — Firmað er eitt hið allra stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjun- um. — “Eftir því sem ég bezt veit, þá er ég eini íslendingurinn í kjólaiðnaðinum”, sagði Kristinn. “Sennilega eru 95% verzlunar- manna í honum Gyðingar. Eg hefi samt ekki átt neitt erfitt með að halda velli, því ég hefi alltaf lagt áherzlu á vöruvönd- un og fullkominn áreiðanleik í viðskiftum”. Kristinn er áhugasamur, trú- maður. Hann er meðlimur trúar félagsins Gideons. sem er kristi- legt trúarfélag verzlunarmanna Arskýrsla trúboðsnefndar . . . (Frh. af bls. 2) Melankton söfnuður í Upham, N.-Dak., nýtur þjónustu prests er Rev. Amundson heitir, og tilheyrir hann öðru kirkjufélagi. Einnig hefir forseti Kirkjufélagsins, Séra Egill H. Fáfnis, flutt þar íslenzkar messur við tækifæri. * Fjárframlög Board of American Missions hefir á árinu frá 1. júlí 1947 til 30. júní 1948 lagt fram eftirfylgjandi fjárupphæðir til trúboðsstarfs innan Kirkjufélags vors: Til Blaine-Point Roberts prestakalls $1,155.00- Til Vancouver prestakalls ................ 1,531.00 Til Seattle prestakalls .................... 501.00 Námsstyrkur til prestaskólastúdents ........ 350.00 Til blaðsins “Parish Messenger” ............ 270.00 Framlög alls á árinu $3,807.00 Frá byrjun samstarfs vors við United Lutheran Church in America og fram á þennan dag hafa þeir hinir örlátu og hjálpfúsu bræður vorir rétt oss $33,059.31 til útbreiðslu Guðsríkis vor á meðal. Eiga þeir mikið þakklæti skilið fyrir ]?að sem áunnist hefir. Trúboð erlendis Síðastliðin sjö ár höfum vér engann trúboða haft í útlönd- um. En vér megum samt aldrei gleyma því, að vér erum skyldugir til þess að gjöra alt sem í voru valdi stendur til þess að útbreiða gleðiboðskapinn um heim allan. Boðorð Drottins vors er, “Farið og gjörið allar þjóðir að lærisvein- um”. Þó vér ekki getum sjálfir farið til útlanda í trúboðs- erindum, þá getum vér sent bænir vorar og peningalegan styrk. Trúboðshugsjónin má ekki deyja út í hjörtum vorum. Vér þurfum að styðja trúboð erlendis og Lutheran World Action eftir allra beztu getu. Akurinn heima fyrir er hvítur til uppskeru. Akrarnir fyrir handan höfin þurfa einnig ræktunar við. “Um hinztu stundu hann þig kallar, er hnigin senn er æfisól; þá degi lífs að húmi hallar, er hálfgjört enn það, Guð þér fól. Þar til hin hinzta dagsbrún deyr, í Drottins nafni vinn þú meir”. Á kirkjuþingi á Gimli, Man., 19. júní 1948. Fyrir hönd Trúboðsnefndar Kirkjufélagsins B. A. Bjarnason, skrifari. í Bandaríkjunum. Deild úr þessu félagi hefir nú verið stofnuð hér á landi fyrir tilstilli Kristins. — Tuttugu og fimm áhugamenn hafa stofnað hana og hafa þeir pantað 500 Biblíur, sem þeir ætla að gefa íslenzkum hótelum, svo eitt eintak verði í hverju hótelherbergi á landinu. Á Biblíunni mikið að þakka “Eg á Biblíunni mikið að þakka”, segir Kristinn. “Þar er mikill sannleikur og speki, sem hefir verið mér ómetanlegur fjársjóður. Auk þess er það Biblíunni að þekka, að ég get enn talað og lesið íslenzku. Þeg- ar ég fór frá Noregi keypti ég mér Biblíuna á íslerizkú og þeg- ar ég kom til Ameríku keypti ég Biblíuna á ensku. Síðan las ég í báðum, bar þær saman og lærði enskuna á þenna hátt”. Kristinn er með fræðimann með sér hér heima, Mr. Narra- more. Hann er frá Columbia-há- skólanum og hefir haldið hér fyrirlestra á vegum Kristins og Gideons-félagsins. Þegar ég spurði Kristinn að því, hvort mikið sé um íslend- ínga í Kaliforniu, segir hann: “Það eru þrír Islendingar í vinnu hjá mér. Tveir þeirra, Einar Andersen og Jerry John- son, eru sölumenn, en sá þriðji er kona, Florence Fredrikson, er stjórnar auglýsingadeildinni hjá mér. Mér líkar afbragðs vel við þetta fólk og hefi ekkert á móti því að fá fleiri íslendinga til mín’-. Sýning í háborg lízkunnar I félagi við nokkra aðra fata- framleiðendur í Bandaríkjunum hélt Kristinn tízkusýningu í París nýlega. Haraldur, sonur hans, og Florence Fredrikson fóru til Parísar og sáu um sýn- inguna, sem vakti feikna at- hygli. Sennilega mun Kristinn fara af landi brott á mánudag eða þriðjudjig. Hann hefir áhuga á að komast til annarra Norður- landa í sumar, en hefir ekki enn getað fengið farmiða. Að lokum sagði hann: “Það er mikill áhugi fyrir Is- landi í Bandaríkjunum. ísland gæti vafalaust fengið rnikið af ferðamönnum þaðan. Þið þurfið bara að byggja nokkur góð hótel og auglýsa svo rækilega í Bandaríkjunum. Þá fáið þið mikinn ferðamannastraum”. H. Jónsson. Vísir, 3. júlí. Það var verið að gera við þjóð brautina, svo að sérstakur mað- ur var fenginn til að stöðva bíla, sem að komu, og segja bílstjór- unum að keyra varlega fram- hjá. En nú vildi svo til, að maður- inn, sem fenginn var í þetta starf, var hás, svo að þegar fyrsti bíll- inn kom, stöðvaði hann hann og hvíslaði að bílstjóranum: — Það er verið að gera við veginn. — Já, hvíslaði bílstjórinn á móti. — Eg skal passa að vekja þá ekki. ♦ Hún: — Segðu mér nú eins og er. Líkar karlmönnum eins vel við konur, sem tala eins mikið og hinar. Hann: — Hvaða hinar? Uppi í sveii — Heyrið þér, vitið þér, hvað er orðið áliðið? — Svona miðvikudagur, hugsa ég- — Nei, ég meina hvað er klukk an, því að ég þarf að ná í járn- brautarlestina. — Þá stendur það alveg á sama því að það kemur engin lest fyr en á laugardag. -f — Eg geri ráð fyrir, að þú álítir mig fullkominn heimskingja. — Nei, nei, enginn okkar er fullkominn. Business and Professional Cards SELKIRK METAL PR0DUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviö, heldur hita. KEIíIíY SVEINSSON Sími 54 358. 187 Sutherland Ave., Winnipeg. JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office-99 349 Home-403 233 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 694 Agnes St. ViBtalstimi 3—5 eftir h&degl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 íiffisfm JEWELLERS 447 Porlage Ave. AUo 123 TENTH ST. BRANOON Winnipeg Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu meö nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 55 462 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taislmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœkntr For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 565 For Quick Heliahle Scrvicr DR. ROBERT BLACK J. J. SWANSON & CO. Sérfrœöingur í augna, eyrna, LIMITED nef og hdlssjúkdómum.. 308 AVENUE BLDG WPQ. 401 MEDICAL ARTS BLDO Fasteignasalar. Leigja htls. Ot- Graham and Kennedy St. vega peningalán og eldsábyrgö. Skrifstofuslmi 93 851 bifreiöaábyrgö, o. s. frv. Heimasími 403 794 PHONE 97 538 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annaö með pósti. Fljót afgreiðsla. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfræOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um Ot- farir. Allur fltbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmj 27 324 Heimilis talslmi 26 444 GUNDRY PYMORE Limited Brltish Quality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEO Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreciated Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distrlbutors of Frash and Frozen Elsh. Cavalier, N. D. Offtce Phone 95. House 108. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. 73 917 PHONE 94 981 Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227 219 McINTYRE BLOCK Wlnnlpegt Canada Wholesale Distributors •/ FRESH AND FROZEN FISH Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Eciuipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEQ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.