Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.08.1948, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1948 --------Hogtoerg--------------------- Gefíð flt hvem flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 59.S Sargent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. • Authorized as.Socond Class Mail, Post Offíce Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Nýr foringi og ný stefnuskrá Forsætiáráðherrann í Canada, Mr. King, sem kjörinn var leiðtogi Liberal- flokksins þann 7. ágúst 1919, hefir nú látið af flokksforustu, og lætur auk þess innan skamms af embætti, þótt enn sé eigi vitað með vissu um dagsetningu embættisafsagnar hans. Mr. King hefir gegnt forsætisráð- herra embætti í tuttugu og eitt ár, eða freklega það, og sett með því met í stjórnmálasögu brezka heimsveldisins; hann sat við stjórnmálastýri canadisku þjóðarinnar í síðustu heimsstyrjöld og veitti þjóðinni svo örugga og viturlega forustu, að lengi mun í minnum haft; hann var aldrei neinn verulegur á- hlaupamaður, en rasaði sjaldan um ráð fram og íhugaði hvert vandamál gaum- gæfilega ofan í kjölinn áður en hann tók fullnaðarákvörðun, en úr því var heldur engu um þokað, því stefnufesta hans var jafnan heilsteypt og óhvikul. Mr. King hefir eigi aðeins á löngum og litbrigðaríkum stjórnmálaferli sín- um haft djúpstæð áhrif á þróun hinnar canadisku þjóðar síðastliðinn aldar- fjórðung eða meira en það, heldur hefir og viturlegrar forustu hans gætt all- verulega á vettvangi heimsmálanna, svo að þar hafa fáir samtíðarmanna hans komizt til jafns við, að undanskild um þ.eim Churchill og Roosevelt forseta; að bjart verði um nafn Mr. Kings í sögu canadisku þjóðarinnar verður eigi efað; hann muii jafnan talinn verða einn hinna mætustu og merkustu sona þess- arar ungu og vaxandi þjóðar, og vafa- laust skipar sagan honum á bekk með þeim Macdonald og Laurier. Eins og nokkurn veginn virtist einsætt frá byrjun, var núverandi ráð- herra utanríkismálanna, Louis St. Laurent, kjörinn eftirmaður Kings sem. leiðtogi Liberalflokksins, og verður jafnframt næsti forsætisráðherra í Canada; á hæfari manni átti flokkurinn ekki undir neinum kringumstæðum völ. Mr. St. Laurent er þjóðkunnur mælskumaður og flestum samtíðar- manna sinna í þessu landi, lærðari í alþjóðalögum; mun slíkt koma að góðu haldi eins og viðhorf heimsmálanna er um þessár mundir, flókið, tvísýnt og varhugavert; svo mikils og almenns fylgis naut Mr. St. Laurent á flokksþing inu, að hann hlaut kosningu við fyrstu talningu atkvæða; næstur honum að kjörfylgi, mun hafa gengið Mr. James A. Gardiner, landbúnaðarráðherra; einnig hauð sig fram til foringjatignar C. C. Powers, fyrrum flugmálaráðherra. Mr. St. Laurent er sextíu og sex ára að aldri, fæddur í Quebec; faðir hans var franskur, en móðirin af írskum ætt- um. Mr. King er af skozkum uppruna og hefir, eins og þegar hefir verið vikið að, manna lengst haft stjórnarforustuna með höndum; það sýnist því engan veg- inn ósanngjarnt, að fulltrúi þess þjóð- flokksins, er næst gengur að mann- fjölda Engil-Söxum í landinu, taki við stjórnartaumum, og það því fremur sem vitað er, að í landinu eru frá stjórn- skipulegu sjónarmiði séð, tvö opinber tungumál, enskan og franskan. Það kemur glögt í ljós við yfirvegun frétta af flokksþinginu, að þar hefir svifið yfir vötnunum andi hinnar fylztu hreinskilni, og má slíkt teljast góðs viti, því nóg er víða af óheilindum samt; stjórninni var sagt alveg ófeimnislega til syndanna og á kýlum stungið þar sem þess var ábærilega mest þörf; meðal annars afgreiddi flokksþingið í einu hljóði kröfu um það, að skipuð yrði konungleg rannsóknarnefnd til þess^að taka til hinnar ýtrustu yfirvegunar farmgjaldakerfi landsins, þrátt fyrir undangengna mótspyrnu af hálfu stjórnarvaldanna í þá átt; í þessu fólst mikill sigur fyrir forsætisráðherra Mani- tobafylkis, Mr. Garson, er í raun og veru hélt uppi vörn fyrir fylkin sjö gegn hinni illræmdu farmgjaldahækkun, sem knú- in var fram á öndverðu sumri. Forsætisráðherra Nova Scotiafylkis, Mr. Macdonald, sem jafnan hefir þótt manna berorðastur, lét þannig um mælt í ræðu á flokksþinginu: “Þótt vel hafi tekist til um forustu fráfarandi leiðtoga flokksins, og góðs megi vænta af eftirmanni hans, má flokkurinn eigi ætla, að honum einum beri til þess guðlegur réttur að stjórna landinu”. Þetta ber þess ljósan vott, að erindrekar hafa ekki hikað við að segja meiningu sína, hvernig sem á stóð og hver sem átti í hlut. Hér fara á eftir megin atriði þeirrar stefnuskrár, er áminst flokksþing af- greiddi: Afstaðan milli fylkja og sambands- stjórnar, sé grundvölluð á tilboði hins síðarnefnda aðila frá 1945. Afnám tollmúra, aukin viðskifti inn- an brezkrar veldisheildar og nýir við- skiftasamn. við Bandaríkin; afnám á viðskiftahömlum og vörubanni eins fljótt og frekast er unt. Lýst ánægju yfir löggjöf stjórnarinnar varðandi hag heimkominna hermanna. Viðvíkjandi stefnu stjórnarinnar í hervarnarmálum, skuli samvinna við aðrar þjóðir í þeim efnum koma fyrst til greina, er grundvölluð sé á gagn- kvæmum stuðningi og sjálfsvarnar þörf. — Útvíkkun núgildandi ákvæða varð- andi fólksflutning inn í landið, og þá fyrst og fremst með hliðsjón af þeim, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla af völdum stríðsins og ættmennum Canadabúa, er hingað vilja koma; en áherzla er jafnframt á það lögð, að slík- ur innflutningur brjóti eigi í bága við skipulagsbundna efnahagsafkomu þjóð arinnar. Á vettvangi búnaðarmálanna taldi flokksþingið brýna þörf á því, að vinna að bættum og víkkuðum markaðsskil- yrðum fyrir afurðir búnaðarins, jafnt innan lands sem utan, hlynna að sam- vinnufyrirtækjum og hlutast til um það, að bændur gæti fengið lán með sem allra vægustum og aðgengilegustum vaxta- kjörum. Varðandi fiskiveiðarnar mælti flokks þingið eindregið með því, að áherzla yrði lögð á að bæta á því sviði markaðs skilyrðin og leita nýrra markaða, ásamt hafnarbótum við ár og veiðivötn. Þingið mælti einnig með því, að raf- orkulöggjöfin yrði vandlega endurskoð- uð með það fyrir augum, að hún komi að sem allra fullkomnustu notum fyrir allan almenning. Viðvíkjandi félagslegu öryggi var þingið á einu máli um það, að koma á í landinu almennum heilsutryggingum, rýmka um afnot atvinnuleysistrygginga, stuðla að örorkutryggingum og hækkuð um lífeyri fyrir blinda og aldurhnigna. Mælt með fullkomnari löggjöf um verndun jarðvegs og gróðursvæða, en fram að þessu hefði gengist við. Þingið mælti einnig með fjárhags- legri aðstoð við Strandfylkin vegna ó- hagstæðra flutningsgjalda. Með hliðsjón af samstarfi verka- manna og atvinnurekenda, mælti þingið eindregið með því, að verkamenn eða fulltrúar þeirra, ættu sæti í öllum stjórn skipuðum nefndum, varðandi hag þeirra, að réttlát vinnulaun yrðu trygð, og ör- yggi verkamannasamtakanna yrði einnig að fullu trygt og viðurkent. Með hliðsjón af samgöngu og farm- gjaldamálum, vísast til fyrri ummæla í þessari grein, að viðbættu fylgi þingsins við lúkning St. Lawrence skipaskurðar- ins og þjóð-bílavegarins yfir landið. Þingið lagði og sérstaka áherzlu á stóraukna vinslu náttúrufríðinda lands- ins í samráði við stjórnarvöld hinna einstöku fylkja. Sem táknrænt vitni um canadiska þjóðeiningu, taldi þingið sjálfsagt, að þjóðin eignaðist sérstæðan, canadiskan fána. Flokksþingið var og á einu máli um það, hver nauðsyn bæri til að rýmkva um og endurbæta húsakosU landsins, og að sambandsstjórn stuðlaði að slíku með fjárhagslegum stuðningi ef slíkt teldist nauðsynlegt. Þá taldi og flokksþingið sig með öliu mótfallið því, að Liberalflokkurinn í Canada sameinaðist um sambræðslu í stjórnarforustu við nokkurn annan stjórnmálaflokk í landinu. Af þessu, sem hefir sagt verið, er það sýnt, að hin nýja stefnuskrá Liberal- flokksins, er um flest hin glæsilegasta og líkleg til margháttaðra umbóta í þjóðfélaginu, verði henni röggsamlega fylgt fram, sem naumast ætti að þurfa að draga í efa. í kveðjuræðu sinni á flokksþinginu, lét Mr. King meðal annars þannig um mælt: “Svo getur farið, áður en minst varir, að hinar frjálsu og frelsisunnandi þjóðir heims, verði einu sinni enn á sama mapnsaldrinum, að verja frelsi sitt á vígvelli, og skera úr því hvort lögmál blóðs og dauða eigi að drottna fram- vegis yfir mannkyninu, eða lögmál friðar, iðju og heilbrigöi. Allar ofbeldis- stefnur, sem haldið er við með hervaldi, verður að kveða niður, hvort heldur þær ganga undir nafni Fasista, Nazista eða kommúnista, því þær eru allar í beinni mótsögn við persónufrelsi einstaklings- ins og lúta að ótakmörkuðu ríkisvald- boði”. Minning góðskálds og Eflir prófessor Richard Beck Ræða flutt við afhjúpun mianis- varða Jóhanns Magnúsar Bjarna sonar rithöfundar, í Elfros, Saskatchewan, Vér minnkum á því að gleyma og glata þeim dýrkeyptu menn- ingarverðmætum, sem gengnar kynslóðir hafa látið oss í arf. Vér vöxum að sama skapi,, menn- ingarlega talað, við að varð- veita slíkar erfðir og gera þær sem ávaxtaríkastar í lífi voru og starfi. Þetta á ekki síst við um minninguna um þá menn og þær konur, sem með frjósömu ævi- starfi sínu og göfugmennsku hafa auðgað oss í andlegum skilningi, gert líf vort litbrigða- ríkara, og stráð veg vorn sam- ferðamanna þeirra blómum gleði og gæða. Maðurinn, sem vér minnumst hér í dag,. Jóhann Magnús Bjarnason skáld, átti áreiðan- lega heima í þeim flokki, hvort sem litið er á ævistarf hans eða góðhug hans og framkomu í garð samferðasveitarinnar. Um það munu allir þeir, er báru gæfu til að kynnast honum, verða sam- mála. Og afhjúpun þessa minnis- varða hans er einmitt órækur og fagur vottur þess, hve$ ítök hann á í hugum sveitunga sinna og annara vina og aðdáenda, nær og fjær. Með þeim hætti er honum einnig goldin að nokkru sú þakkarskuld, sem vér íslenzk- ir menn og konur í landi hér stöndum í við hann, og landar hans beggja megin hafsins. Tel ég mér það mikinn sóma, að eiga, með þátttöku minni 1 þess- ari minningarathöfn, hlut í greiðslu þeirrar skuldar við vorn horfna vin, góðskáld og göfugmenni, því að ég átti hon- um að þakka, eins og fjölda- margir aðrir, trygga vináttu ára- tugum saman, auk ánægjunnar og hins andlega gróða, sem lestur rita hans hefir veitt mér. “Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja”. Sannleiksgildi þeirra orða Da- víðs Stefánssonar verður oss sérstaklega augljóst þessa stund, og þau snerta næma strengi í brjóstum vorum, er minningin um Jóhann Magnús Bjarnason fyllir hug vorn og hitar oss um hjartarætur. Margs er einnig að minnast, þegar vér, af þessum sjónarhóli, rennum augum yfir æviferil hans, rithöfundar- og menningarstarf. Vér minnum ljóðskáldsins. — “Sá deyr ei, sem heimi gaf líf- vænt ljóð”, sagði Einar Bene- diktsson spaklega. Jóhann Magnús Bjarnason orti nokkur slík ljóð, kvæði, sem eiga sér lífsgildi, af því að þau eru sprott- in upp úr jarðvegi lífsins sjálfs, ávöxturinn af reynslu skáldsins, eigin athugun hans og íhugun. Verður það sérstaklega sagt um þau kvæði hans, sem fjalla um frumbyggjalíf íslendinga vestan hafs. Hjartnæmri mynd og glöggri er brugðið upp í kvæðinu “Islenzkur sögunarkarl í Vestur- heimi”; Jafn áhrifamikil og raun sönn er lýsingin á Grími á Grund, íslenzka hreystimenninu, sem lætur eigi hin þyngstu örlög vinna bug á hetjuhug sínum. En rík samúð skáldsins með öllum þeim, sem eiga við bág kjör að búa og á brattann að sækja í líf- inu, er hinn heiti undirstraum- ur þessara og annara slíkra 25. júlí 1948. kvæða hans. Sú djúpstæða og kærleiksríka samhyggð með olnbogabörnum lífsins var eitt af grundvallar-einkennum hans og svipmerkir öll rit hans. Jóhann Magnússon Bjarnason lifir í hinum beztu ljóðum sín- um. Um annað fram minnumst vér hans eigi að síður sem hins afkastamikla og vinsæla sagna- skálds. Við hönd skáldsins höf- um vér fullir eftirvæntingar fylgt Eiríki Hanssyni í spor; — grátið og hlegið með honum; — tekið innilegan þátt í blíðum og og stríðum kjörum frumbyggja- lífsins, sem saga hans lýsir svo eftirminnilega, og orðið hugstæð- ar hinar mörgu sérkennilegu persónur, karlar og konur, sem á vegi hans verða og þar koma fram á sjónarsviðið. Vér höfum svifið með skáldinu á flugléttum vængjum ímyndunar hans og með Braziliuförum hans ratað í hin furðulegustu ævintýri 1 undralandinu suður þar. Vér höfum dvalið með honum Vor- næiur á Elgsheiðum og séð land- námið íslenzka í Nýja Skot- landi, sveipað ævintýrabjarma, rísa úr sævi minninganna. Og vér höfum setið hjá honum Hausikvöld við hafið og hlýtt á hann segja frá minnisstæðu fólki af íslenzkum kynstofni, er mitt í hringiðu hins vestræna þjóðahafs hafði haldið glaðvak- andi íslendingseðlinu í brjósti sér og varðveitt þjóðarmetngð sinn og trúnaðinn við hið göfug- asta í uppruna sínum. Frásagnargleði skáldsins, bæði í hinum lengri og styttri sögum hans, hefir hrifið oss og heillað, hugarflug hans og hæfileiki til að gæða • sögupersónur og at- burði lit og lífi. 1 merkilegu bréfi, sem Step- han G. Stephansson skrifaði Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni um skáldsögu hans Eirík Hans- son um þær mundir, sem hún kom út, spáði skáldið því, að Eiríki hans myndi verða vel fagnað og verða maður langlíf- ur, og Stephan bætti við: “Hann kemur úr nýjum heimi, hann eykur við landnám íslenzkra bókmennta. því verður honum vel tekið. Hann er “Landnáma” Vestur-Islendinga — meira en ártal, nöfn og plægðar ekrur, — fólkið, sem landið nam,' landið, sem numið var, og þjóðin, sem það fólk bjó við, því verður hann framtíðarbók”. Hér er réttilega bent á það merkisatriði, að Jóhann Magnús gerðist með þessu riti sínu, sem fleirum þeirra, landnárrismaður í ríki íslenzkra bókmennta, og athygli dregin að sögulegu gildi skáldsagna hans. En þær eru og þá ekki síst Eiríkur Hansson, auðugar að raunsönnum, áhrifa- miklum og samúðarríkum myndum úr lífi og baráttu ís- lenzkra landnema vestan hafs, enda var höfundurinn barn frumbýlingsáranna, sjálfur þátt- takandi í stríði og sigrum land- nemanna. Saga þeirra var því sál hans samanofin, andi land- námstíðarinnar og áhrif hennar runnin honum í merg og bein. Jáhann Magnús Bjarnason mun því lengi lifa í skáldsögum göfugmennis sínum. Jafnframt minnumst vér hans sem hins frjósama og sér- stæða æviniýraskálds, en með ævintýrasögu sinni Karli liila og með hinum hinum mörgu og fögru ævintýrum sínum lagði hann merkilegan og um margt frumlegan skerf til íslenzkra bókmennta. Sjálfur sagði hann, að sér hefði þótt einna vænst um sum þeirra af öllu því, sem hann hafði skrifað. Fór það að vonum, því að þau eru komin beint undan hjartarótum hans. Hvergi er göfug lífsskoðun hans, samúð og ást á hinu fagra og góða, klædd fegurri eða til- komu meiri búning, heldur en í ævintýrum hans. Hún klæðist þar skáldlegum táknmyndum, sem tala bæði til listrænnar til- finningar lesandans og gera hann heilskyggnari á andleg verðmæti. Litla stúlkan í ævintýrinu “Sigurvegarinn” ber sigur úr býtum í samkeppninni við hin börnin og hlýtur lárviðarsveig- inn, af því, að meðan þau voru að leika sér, “batt hún um sár þeirra, sem rifu hendur sínar og andlit á þyrnum rósanna, og hún þerraði tár þeirra, sem grétu.” Lokaorðin í ævintýrinu “Krabbamein hjartans og heila- tæringin” eru á þá leið að kær- leikurinn til allra manna lækni öll mannlífs mein. Mun með sanni mega segja, að í þeim fel- ist kjarni lífsskoðunar skáldsins, og sæmir því ágætlega, að þau hafa letruð verið á minnisvarða hans. En þó Jóhann Magnús Bjarna- son bæri í brjósti, eins og þau orð lýsa fagurlega, víðfeðman góðhug til allra manna, stóð hann jafnframt djúpum rótum í sínum íslenzka þjóðemislega jarðvegi. Vér minnumst hans þess vegna sem hins sanna og góða íslendings. Innan við tíu ára aldur fluttist hann vestur um haf; eigi að síður urðu hon- um, eins og fram kemur í bréfum hans og ritum, ljúfar og trega- sárar minningarnar frá æskuár- unum á Fljótsdalshéraði hug- stæðar til daganna enda. — Hann var Íslendingur inn í hjartaræt- ur og unni íslandi heitt og fölskvalaust. Þjóðrækni hans og ættjarðarást voru meginþættir í heilsteyptri skapgerð hans og sérkenna rit hans. Hann þreytt- ist aldrei á að lofsyngja íslenzkt atgjörvi og íslenzk afrek. í einni sögu sinni lætur hann ís- lendinginn sigra í allsherjar kapphlaupi manna af mörgum þjóðum, og ég efast ekki um, að hann hafi verið sér þess með- vitandi, að þar væri um að ræða markvissa táknmynd af því kapphlaupi, sem Islendingar hafa orðið að þreyta, í viðtækara skilningi, á alþjóðaskeiðvellin- um í Vesturheimi. Mikill var því metnaður Jóhanns Magnúsar fyrir hönd ættþjóðar hans, ís- lendinga í heild sinni, honum fannst ekkert annað sæma þeim en mikið og veglegt hlut- skipti. Og slíkur metnaður er heilbrigður og eggjandi til dáða. Stephan G. Stephansson hafði hið sama í huga, er hann í einu kvæða sinna minnti oss landa sína á ábyrgðarmikið hlutverk vort hér í álfu með orðunum: “Við fósturlandsins frægðarstarf, með föðurlandsins sæmd í arf, af höndum inna æviþraut með alþjóð fyrir keppinaut”. (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.