Lögberg - 19.08.1948, Síða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1948
3
Arskýrsla forseta . . .
Nýtízku gleriðnaður
(Frh. af hls. 2)
gerðu vel að minnast elliheimilisins að Mountain, sérstak-
lega nú er það er aðeins herzlumunurinn að það geti tekið
til starfa. Leggjumst allir á eitt.
Laun presta vorra kann einhver að segja að séu einkamál
safnaðanna og prestsins; en ég vildi vekja athygli þingsins
hér vegna þess að ekki mun fjarri að launakjör presta okk-
ar hafi nú síðari árin, alveg sérstaklega orðið óviðunanleg.
Dýrtíðin er að sjálfsögðu ein af fleiri orsökum, að hann,
sem vér teljum Guðs starfsmann öðrum fremur meðal vor,
hefir skort jafnvel margt það sem nauðsynlegt er til lífs-
framfæris. Vakandi söfnuðir annara kirkjudeilda höfðu
jafnvel talsvert fyrir stríðið byrjað að auka laun presta
sinna; áttu um það þingsamþyktir er hvöttu söfnuði til þess
“að vera minnuga þeirra er gera Drottins verk meðal yðar”.
Sumir presta okkar líða í þögn; af kristilegri hógværð
biðja þeir ekki um hækkun, og þögnina skilur söfnuðurinn,
viljandi eða óviljandi, sem að hér sé ekkert athugavert. Ef
þögnin getur sparað peninga, þá er bezt að þegja. Látum
okkur svara sjálfum oss spurningum sem þessum: “Hefir
presturinn minn fengið launahækkun sem svarar til auk-
innar dýrtíðar?” “ Hefir hver ein verðhækkun á nauðsynj-
um fært prestsfjölskylduna feti nær fátækrastofnuninni”.
Það er ekki nóg að hugsa og þegja, heldur að hugsa og
gjöra svo eitthvað. Eg legg þetta fram fyrir ykkur í allri
einlægni og kærleika.
Sameiginlegt starf vort með United. Lutheran Church in
America, mætti segja að væri aðeins það, að leggja saman
við þá kristnu bræður vora, þær kærleiksgjafir — voluntary
benevolence, — sem vér ekki œtlumst til að nota sjálfum
oss til handa heima í söfnuðum vorum. “The Income
Objective”, er það sem aðal-kirkjuheildin — við þar með
taldir, — sér fyrirfram að þarf til þess að starfið haldist
við. Við gefum til þessa. Við hvetjum sjálfa okkur með því
að setja okkur takmark að ná. Það, að ég gef svona mikið
þetta ár, gefur engum rétt. til þess að segja að ég skuldi
honum sömu gjöf, sömu upphæð, næsta ár. Þannig er
ómögulegt að heimfæra neinum söfnuði eða gefanda, the
“Income objective” til skuldar. En það var ekki einstakling
eða söfnuð fyrir þeirri samvizku tilfinningu og kristnum
drengskapar-hug, að gera eins vel og áður í þessu tilliti, ef
Guð hefir blessað hann svo sem áður. Það er milli þín og
guðs jafnan, hvort þú gefur nokkuð til eflingar starfi
kirkjunnar út á við. Þetta ár hafa fimm söfnuðir náð hug-
sjóninni um gjöf til sameiginlegs starfs, og fjórir þeirra
gefið meira en hugsjónin hvatti þá til. Hér er gull-fallegt
dæmi sett. Þetta geta söfnuðir okkar. Eg veit að fleiri af
okkar söfnuðum geta fetað í fótspor þessara safnaða. Krist-
innar samvizku okkar vegna, þurfum við að gera betur. —
“Sýnið mér trú yðar af verkunum”, sagði Frelsarinn. Reyn-
um að gjöra betur. Kristindómurinn getur frelsað heiminn,
ef vér gefum honum vængina til að fljúga til endimarka
jarðarinnar. —
Pasters’ Memorial Fund hefir aukist lítið á árinu. Virðist
sem að eftir slíkum sjóði sé ekki munað nema hvatning og
sérstök viðleitni sé gjörð til þess að fá gjafir í sjóðinn. En
minna má á að $5000.00 eru markmið sem var sett og að
ennþá hafa aðeins $819.00 komið í sjóðinn.
“Endurminningin er svo glögg”, um þá sem með oss hafa
svo lengi lifað og starfað en kallaðir voru til hinstu hvíldar.
Á það vildi ég minna okkur öll, að til hinstu hvíldar hafa
gengið á þessu ári 2 ágætis konur sem líf sitt og starf höfðu
alveg sérstaklega tengt við okkar kirkjufélagsstarf. Er þar
fyrst að nefna Heiðursmeðlim kirkjufélagsins, ekkjufrú
Erika Thorlakson. Hún andaðist í Seattle, Wash., í fyrstu
viku nóvembers s. 1. haust. Jarðarför hennar fór fram í Sel-
kirk, Manitoba 11. nóvember 1947, að viðstöddu fjölmenni
ástvina og kristinna vina. Persónulegt líf hennar, ásamt
gjöf hennar til kristins mannfélags og kirkju, sem eru börn
þessarar ágætiskonu, börn, sem hafa um alt verið stórvirk
1 félagsskap vorum, minningin um hana, mun lengi vara
meðal okkar og blessa okkar kirkju og kristni. Guð blessi.
minningu hennar.
Þá vjldi ég og minnast þess að það hjarta, sem sló svo
viðkvæmt gagnvart þeim öldnu, skildi svo vel þörf þeirra er
að lífskvöldi voru komnir, fórnaði þreki sínu og sálargáfu
“gömlu börnunum”, það hjarta sló hinsta sinni 9. janúar
1948. Þá var þreytunni létt af, er hjúkrunarkonan, fyrrum
heimilismóðir að Betel, flutti heim til hinna eilífu landa.
Þá risu að fótskör guðs margar bænir frá brjóstum “barn-
anna á Betel”, að blessa minning hennar, er hún var af
englum borinn upp stigann, í faðm Drottins. Guð blessi
minning hennar.
Þannig hefi ég viljað benda ykkur á hve með guðs mætti
vér getum sigrað; hversu starf vort, er vér höfum bundist
félagsböndum um, megi þroskast; megum vér í öllu okkar
starfi finna það heilaga köllun að lifa fyrir aðra, í hugsun
og athöfn allri. Biðjum svo með skáldinu:
“Send mér eld í anda eilífðar úr heimi.
Drottinn. Lífs af lindum
ljós þitt til mín streymi.
Grafist gamlar sorgir
gleymist dagsins mæða.
Sé mín þrá og sigur,
sókn til þinna hæða”. — E.M.J. —
. E. H. Fáfnis.
Glerið á eftir að vinna ný
lönd, vegna þess að það brennur
ekki, fúnar ekki og er mesti ein-
angrarinn, sem til er. í framtíð-
inni verða hús byggð úr gler-
steini og gler notað í húsgögn.
Tæknin hefir gert kleift að
fara öðruvísi með glerið en fyrr
á öldum. Það má saga það eins
og tré, vinda það upp eins og ull
og vefa það eins og silki, nota
það í öngultauma. Glerið, sem
brezkir vísindamenn geta búið
til núna er svo sterkt að það má
leggja það á ís (Jg hella á það
bráðnu blýi án þess að það
springi, og það er hægt að nota
það í pressujárn.
Vegna þess að tveimur efnum i
lenti saman hjá Fönikíumönn-
um fyrir 3300 árum, getur fólk
nú haft glugga í húsunum sín-
um og geta kíkt á stjörnurnar og
tunglið og skoðað sóttkveikjur,
og nú er hægt að byggja heil hús
úr gleri og jafnvel vefa fatnað
úr gleri. Bretar eru farnir að
vefa úr hárfínum glerþræði. Úr
einni únsu af gleri er hægt að
gera 483 kílómetra langan þráð,
sem er fimm sinnum fíngerðari
en mannshár en samt sterkari en
stál, brennur ekki og brotnar
ekki og er bezti einangrari í
heimi.
Glerþráður þykir einkar hent-
ugur í gluggatjöld vegna þess að
hann getur ekki brunnið, en lít-
ur út eins.og silki. Hann er mjúk-
ur og áferðarfallegur og er því
notaður í hálsbindi karla og í
brúðarkjóla, kvenhatta og skó.
Og það er hægt að lita hann alla-
vega litan, svo að hann sómir sér
vel í fatnaði.
Ekki er hægt að nota nema úr-
vals gler í glerþráðinn. Sérstök
hráefni eru brædd og látin
storkna í baunir. Þær eru brædd
ar á ný og er hægt að teygja 160
kílómetra langan þráð úr hverri
baun.
En þráðurinn er til margra
annara hluta nytsamlegur. Úr
honum er gerð glerull, sem virð-
ist svipuð bómull að sjá, en með
silkigljáa. Hún er notuð sem
stopp í hús og einangrari utan
um pípur. Glerullin hefir líka
þann kost að hún leiðir ekki
hljóð, og er því ágætur einangr-
ari gegn því. í nýjum húsum í
Englandi, sem eru með glerull
milli lofta, heyrist ekki þó barið
sé með hamri á gólfið uppi yfir
manni. Og glerullina má líka
nota til þess að sía öll óhrein-
indi úr loftinu. Er hún sett á vír-
grindur, sem látnar eru í opna
glugga og komast þá engin ó-
hreindi inn þó að moldrok sé úti.
Fast gler er nú farið að nota í
steina til að byggja hús úr. Þar
getur birtan borist gegnum alla
veggi. Þessir glersteinar eru af-
ar sterkir en ódýrir og léttir í
sér. Einskonar glernegling bind-
ur þá saman, svo að engan nagla
þarf í húsið.
Og til innanhússnota er nú
hægt að fá ýmiskonar áhöld úr
gleri. Borðbúnaður úr gleri var
dýr áður og vildi brotna. — Nú
hefir fundis járnlaus glersandur
í Skotlandi, sem hægt er að
vinna úr algerlega gagnsætt
gler, sem er miklu sterkara og
fallegra en sést hefir áður.
Og svo gler sem þolir hita. —
Eigendur “glerhúsa” framtíðar-
innar munu sjóða matinn í gler-
ofnum og steikja egg á gler-
pönnum, hita upp stofurnar með
miðstöðvarofnum úr gleri og
brýna rakvélarblöðin sín með
glerbrýnum og spila á gler-
píanó. —
Bretum hefir líka tekist að
framleiða nýja tegund af gler-
augum, sem hlífa augunum við
ofbirtu, því að glerin varna
skaðlegu geislunum að komast
að augunum. Þessi gleraugu má
bæði nota sem sólgleraugu og
eins handa þeim, sem vinna við
sterka birtu, svo sem logsuðu-
mönnum. Það eru infrarauðu
geislarnir en ekki birtan sjálf,
sem meiða augun. Og nú er farið
að selja gleraugu, sem loka þessa
geisla úti.
Glervökvi er notaður til að
verja hitavatnspípur ryði og
glerþráður til að sauma saman
sár. Og glerkveikir í lampa
brenna ekki en gera sama gagn
og gömlu kveikirnir.
Fálkinn.
Þakklœti
Við, sem skrifum nöfn okkar
undir þessar línur, erum í svo
stórri þakklætisskuld, að okkur
langar til að biðja Winnipeg ís-
lenzku blöðin, að flytja nokkur
þakklætisorð til þeirra mörgu
vina, sem mintust fimmtíu ára
giftingarafmælis okkar, þann
ellefta júlí síðastliðinn og gjörðu
það með þeim myndarskap, vel-
vild og alúð, eins og séra. H. E.
Joh.nson hefir greinilega útlistað
í sínum fréttagreinum.
Við þökkum af alhug, alla þá
velvild sem okkur var sýnd;
með ræðum, kvæðum, unaðsrík-
um söng, heillaóskum og verð-
mætum gjöfum, og alla þá marg
breytilegu fyrirhöfn og kostnað.
Við verðum sérstaklega að minn-
ast þess að oddviti, skrifari, og
meðráðamenn Coldwell sveitar,
voru forgöngumenn og stjórn-
endur á þessu fjölmenna gleði-
móti, svo að þar er stærsta þakk-
lætisskuldin; en fleiri hundruð,
bæði menn og konur, tóku svo
mikinn og stóran þátt í þessum
vinahótum, að við kunnum ekki
að þakka sem vera ber, og biðj-
um því gjafarann allra góðra
hluta og hugsana, að launa fyr-
ir okkur, og gefa ykkur öllum
þátttakendum, sem dveljið fjær
og nær, hin beztu lífsins gæði,
og framtíðar vellíðan.
Ragnheiður og Ágúst Magnússon.
Gamalmennin trúa öllu, mið-
aldra efa allt, en unglingarnir
vita allt. — Ocar Wilde.
TIL MR. og MRS. ÁGÚST MAGNÚSSON
á 50 ára giftingarafmæli þeirra
Flutt 11. júlí 1948
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
Heilladísir hálfa öld
hafa verndað ykkur bæði
margvísleg hin góðu gjöld
goldið hafa þúsundföld
daga og nætur hyltu höld
heilnæm kendu lífsins fræði
heilladísir hálfa öld
hafa leitt og verndað bæði.
Þakka ykkur viljum við
verkin miklu, trygð og gæði
með oss strídduð hlið við hlið
heilla málum veittuð lið
Efla frið og fagran sið
fýsti ykkur jafnan bæði.
Biðja Drottinn viljum við
veita ykkur eilíf gæði.
V. J. Guttormsson.
Business and Professional Cards
SELKIRK NETAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeining, ný
uppfynding, sparar eldiviö,
heldur hita.
KEI/L.Y SVEINSSON
Sími 54 358.
187 Sutherland Ave., Winnipeg.
JOHN A. HILLSMAN,
M.D., Ch. M.
627 Medical Arts. Bldg.
Office-99 349 Home-403 233
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONE 87493
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APTS.
594 Agnes St.
ViOtalstími 3—5 eftir hádegri
Office Ph. 95 668 Res. 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrlster, Solicitor, etc.
617 Mclntyre Block
WINNIPEG CANADA
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hra. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Rea. 230
Also ÍELDSTE^l TENTH ST. BRANOON 447 Poriage Ave. Winnipeg Offlce Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment
Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.at). Verzla I heildsölu meö nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.sftni 25 355 Heima 66 462 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG
DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO QEN. TRUSTS BUILDINO 283 PORTAOE AVE. Winnipeg, Man.
Ta'isími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nej v og kverka sjúkdómum. 209 Medlcal Arts Bldg. Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. SARGENT TAXI • PHONE 34 556 For Quick ReHahle Service
DR. ROBERT BLACK SérfræOingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 93 851 Heimasfmi 403 794 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgö. o. s. frv. PHONE 97 638
EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. íslenzkur lyfsali Fólk getur pantaC meóul og annaÓ með póstl. Fljót afgreiðsla. * Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO. Portage og Garry St. Slmi 98 291
A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um Ot- farlr. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 Helmilis talsfmi 26 444 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEO Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be apprecfated
Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 96. House 108. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fraeh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 Mc INTYRE BLOCK Winnipeg1, Canada Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.' Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH
Phone 49 469 Radlo Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. TBORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG '