Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 4
* LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1948 --------Hogberg--------------------- Gefið út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 P.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskriít ritstjörans: EDITOR LÖGBERG 596 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Liögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent AVenue, Winnipeg, Manitoba, Cantuia. Authorized as.Socond Class Mail, Post Oíí'ice Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Einurð í stjórnmálum Það hefir illu heilli tíðum verið stað- fest með þögninni, að á vettvangi stjórnmálanna væru allir skapaðir hlutir leyfilegir, eða jafnvel meira en það; að það gerði svo sem hvorki til né frá, þó sjálfir leiðtogarnir skreyttu sig með lánuðum fjöðrum; að flokkshags- munirnir yrðu ávalt að skipa fyrirrúm, að það varðaði í raun og veru hvorki meira né minna en pólitískri skóggangs sök, að segja til syndanna jafnvel þó um óyggjandi staðreyndir væri að ræða; þessi óheilindi hafa leitt til þess, að margir ágætismenn hafa ógjarna vilj- að gefa sig við stjórnmálum og eiga það á hættu, að smitast af umgengni við loddara og pólitíska falsspámenn. Stjórnmál varða hvern einasta og einn þjóðfélagsþegn; hjá því verður eigi komist, og þar af leiðandi veltur velfarnan sérhvers þjóðfélags á því, að hollir menn og heillyndir hafi forustu með höndum. Sá er vinur ,sem vamms segir, er gott og gamalt orðtak, og þó það sé einnig nökkuð til í því, að sannleikanum verði hver sárreiðastur, þá verður þó jafnan hollara, að segja hverja sögu eins og hún er, vafningalaust, undandráttar- laust; hræsnin í stjórnmálunum eitrar engu síður út frá sér en hún gerir á öðr um sviðum mannfélagssamtakanna. Sé flokkshollustan tekin fram yfir sjálfa þjóðhollustuna, er málum illa komið og á glapstigu stefnt. Á nýlega afstöðnu flokksþingi Liber- ala í Ottawa, var Liberalstjórninni ó- spart sagt til syndanna og víxlspor hennar síður en svo réttlætt; þetta var alveg eins og það átti að vera; á hinn bóginn var stjórninni veitt verðug við- urkenning fyrir sérhver þau skref, er hún, að dómi þingsins, hafði stigið í sanna umbótaátt; þetta var líka alveg eins og það átti að vera, því sanpimat á mönnum og málefnum er hvorki meira né minna en siöferðisleg skylda. Sá maðurinn, sem einna berorðastur var á áminstu flokksþingi Liberala, var Mr. C. C. Power, fyrrum flugmálaráð- herra, er þjóðin stendur í djýpri þakkar skuld við vegna viturlegrar forustu hans á vettvangi canadískra flugmála meðan á stríðinu stóð; hann minti stjórnina meðal annars á það, hve ó- viðurkvæmilegt það væri að hinar og þessar reglugerðir sem frá stríðstíman- um stöfuðu, væri enn í gildi, þó tilveru- réttur þeirra væri í raun og veru úr sög- unni; hann varaöi og við því, hve hættu legt það væri sönnu lýðræði, að tíðka um of ráðuneytissamþyktir — Orders in Council, er skert gæti fullrétti þjóð- þingsins, er fólkið sjálft kysi og bera ætti fulla ábyrgð gagnvart því. Mr. Power hefir alla sína ævi verið frjálshugsandi Liberal, sem ekki hefir látið binda sig á klafa; hann er sterk- trúaður á lífsmagn Liberalstefnunnar, en finnur jafnframt. til þess, að flokkur- inn þurfi á nýju blóði að halda, eigi hann að vernda virðingu sína og inna af hendi það mikla þjóðmenningarstarf, sem honum er ætlað. í niðurlagi hinnar gagnmerku ræðu, sem Mr. Power flutti á flokksþinginu, komst hann svo að orði: “Þegar sérhver canadískur þegn, ungur eða gamall, án tillits til þjóðernis legs uppruna, og án tillits til þess hvar í sveit hann er settur, getur í fullri ein- lægni sagt við sjálfan sig, að hann eigi sérhvern þumlung af þessu landi, hvert fet af hæðum þess og hálsum, hverja mílu hinnar víðáttumiklu sléttu, hvern vatnsdropa, hvert akurlendi, hvert stór- fljót og hvert reginfjall, þá fyrst getum við sagt með fullum rétti, að canad. þjóð in sé mikil þjóð, eigi aðeins mikil hvað jarðnesk auðæfi áhrærir, heldur og mik- il vegna samstiltra auðæfa andans”. Glepsur Eins og Lögberg hefir skýrt frá, er nýlega komin út bók eftir Dr. Hillsman. Bókin heitir: “Ellefu menn og sárahníf- ur”. Höfundurinn er flestum íslending- um kunnur: ágætur skurðlæknir, kvæntur Margréti, dóttur þeirra Dr. sál. Brandsons og konu hans. — Dr. Hillsman var herlæknir í síðasta stríði. — Eg ætla mér ekki að skrifa ritdóm um þessa bók. Það hefir þegar verið gert af öðrum. Mig langar aðeins til þess að birta úr henni fáeinar glepsur til að sýna, hverskonar bók það er, og einnig til þess að birta andlega mynd af höf- undinum. I. Hungruð börn “Eg sá fyrstu hungruðu börnin á Frakklandi þegar við komum þangað, sem heitir Fort St. Ouen. Þar var aldur- hniginn frakkneskur maður, sem hafð- ist við í kumbalda skamt frá okkur. — Hann var þar með fimm börn — sonar- börn sín — og móður þeirra. — Hann reyndi með öllu ærlegu móti að halda í þeim lífinu. Faðir barnanna hafði verið hertek- inn og fluttur til Þýzkalands til þess að vinna þar nauðungarvinnu. Sokknu augun og uppþembdu kvið- irnir á þessum hungruðu börnum hverfa mér aldrei úr minni meðan ég lifi. Eg gat ekki varist þeirri hugsun að ég ætti það Atlantshafinu að þakka að ekki væri eins ástatt fyrir mínum eigin börnum. Eg þarf ekki að taka það fram að ég sagði piltum mínum frá þessu; ekki heldur þarf að segja frá því að þeir fóru tafarlaust til barnanna með alls konar björg, er nægði þeim svo mánuðum skifti. — H. Hermanns dauði Eg man kveldið, sem komið var með hann. Það var mátulega dimt til þess að eldarnir úr byssukjöftunum gætu lýst upp sjóndeildarhringinn. Eg hafði farið út úr lækningaskálanum til þess að reykja á meðan næsti sjúklingur var undirbúinn. Eg sá að sjúkravagn- inn kom upp að viðtökutjaldinu. Eg sá hvar mótaði fyrir mönnunum, sem báru sjúkrabörurnar; þeir gengu hægt og varlega. Einn af piltunum mínum kom og sagði mér að ég þyrfti að koma tafarlaust. Eg fór þangað sem sjúkrabör urnar voru. Þar lá særður hermaður; augun voru lokuð; andlitið leit út eins og hvítt vax; blóði hafði þegar verið rent inn í annan handleginn. Eg gáði að slagæðinni, hún var afllítil og óreglu leg: “Hvernig líður þér, hermaður góð- ur?” spurði ég. Hann opnaði augun — og brosti: auðséð að hann tók það nærri sér: “Vel, læknir”, svaraði hann. Augun lokuðust aftur. Eg tók ofan af honum ábreiðuna. — Hann var óhreinn, sumstaðar voru blóðpollar en sumstaðar storkið blóð í ábreiðunni. Herþjónninn klipti utan af honum fötin. Þá kom í ljós stórt sár á hægra lærinu. Vöðvarnir bunguðu út, rifnir og tættir í sundur og hitinn gufaði út frá þeim. Ekkert annað sár var sjá- anlegt að framan. Herþjónninn sneri honum við, hægt og varlega. — Hann vaknaði og ætlaði að reyna að segja eitthvað, en alt í einu beit hann á jaxl- inn og kendi auðsjáanlega til mikils sársauka. Annað minna sár var á bak- inu hægra megin. Nú sáust þess engin merki útvortis að nokkursstaðar blæddi. Við lögðum hann niður hægt og varlega. Hann stundi við lágt, og var eins og sársaukinn minkaði; augun lok- uðust aftur. Við nánari skoðun varð það ljóst að honum var að blæða inn- vortis frá stórri æð, sem ervitt væri að komast að. Við rendum inn í hann eins miklu blóði og hægt var. Eg kallaði alla pilt- ana saman, sagði þeim að búa hann und ir hættulega tilraun til bjargar; og þeir byrjuðu tafarlaust. Eg fór út á meðan til þess að fá mér örlítinn reyk. Skothríðin hélt áfram. Loftið í vestri var eldrautt frá sprengingunum. Eg var að hugsa um særða drenginn; hann var svo einstæðingslegur. Eg hugsaði um fólkið hans; hvað skyldi það vera að gera? Ef til vill að vinna sín daglegu störf og vissi ekkert um það vonlitla stríð sem við ætluðum að heyja til þess að reyna að bjarga piltinum. Eg sór fólkinu hans það með sjálfum mér að við skyldum gera okkar allra bezta. Sjúkrabörumennirnir lyftu hon- um varlega upp á skurðarborðið. Ljós- birtan vakti hann: “Við þurfum að gera svolítið við þig, hermaður góður”. — Sama daufa brosið: “Jæja, læknir”, svaraði hann, svo hljótt að tæpast heyrðist. Þegar alt var tilbúið, skar ég djúpan skurð. Blóðrásin var svo gífurleg, að ég gat ekkert séð. Eg reyndi að setja klampa á æðina, sem blóðið streymdi mest frá, en það var ómögulegt. Þá reyndi ég að skera annan djúpan skurð, til þess að ná í aðalæðina, og það tókst. Þetta var alt gert á örstuttum tíma. Eg rétti mig upp til þess að hvíla bakið, en um leið var eins og ég heyrði sagt í hálfum hljóðum í fjarlægð: “Eg er hræddur um að hann sé dáinn”. — Eg leit framan í svæfingalæknirinn og á sjúklinginn: Já, hann var dáinn. Ennþá hélt skothríðin áfram. Sjúkra börumennirnir fóru fram hjá mér með líkið, vafið í ábreiðu. Eg get ekki lýst því hvernig mér leið. Eg gekk frá uppskurðarborðinu hægt og þreytulega áleiðis að tjaldinu mínu. Mér fanst ég eiga það skilið að hvíla mig stundarkorn. Alt í einu nam ég staðar — ég sá nýja moldarhrúgu. Herpresturinn var að vefja ábreiðu utan um lík. Eg leit á það og þekti piltinn. Mér leiö verulega illa. Eg fylgdist með til þess að vera við jarð- arförina — það mátti þó ekki minna vera. Athöfnin byrjaði; menn komu smátt og smátt. hægt og hægt. Þeir tóku ofan húfurnar sínar. Eg leit framan í þá — þessi hermaður var ekki einn, hann átti marga vini. Þeir vissu ekki hvað hann hét, en hann var vinur. Eg leit út á göt- una; dálítill hópur af frakkneskum bændum stóð þar og allir hneigðu höf- uðin. Þeir krossuðu sig. Líkið var látið síga hægt og viðkvæmt niður í gröfina. Athöfnin var á enda. Allir fóru í burt nema tveir menn; ég beið þangað til gröfin var fylt. Þessir tveir menn, sem biðu, löguðu yfirborð grafarinnar. Og þeir gerðu það svo undur nákvæmlega. Þeim hefir víst fundist að það ætti að líta vel út. — Vesalings pilturinn; þarna lá hann aleinn úti í horni á frakkneskri sléttu: “Áður en við förum héðan, verð- ur þú búinn að fá marga félaga, ungi maður”, hugsaði ég um leið og ég kvaddi hann. Eg lagði af stað frá gröfinni; þá sá ég hvar frakknesk kona haltraði inn um hliðið. í annari hendi hélt hún á staf en undir hinni hendinni á eins miklu af blómum og henni var mögulegt. — Hún kraup niður og átti auðsjáanlega ervitt með það og raðaði blómunum einu og einu á gröfina með auðsærri við- kvæmni. Nokkrar fleiri konur krupu þar með henni. Þær voru allar með blóm. Innan stundar var gröfin öll hul- in blómum. Eg gekk yfir til þeirra og sagði: “Fallega gert, góðu konur!”. Mér leið betur. m. Hollenzka stúlkan Hún var reglulegt uppáhald Canada- drengjanna. Það er nú einhvern veginn svona, að allir þessir krakkar sýndust vera svo líkir börnunum, sem við fórum frá heima. Bjarta hárið og bláu augun gerðu hana ennþá vinsælli en hin börn- in, sem oft voru í eldhúsinu. Matreiðslu maðurinn var sérstaklega hrifinn af henni. — Ef til vill hefir hann átt eitt- hvað heima hjá sér sem hún minti hann á. Við kendum allir í brjósti um hana. Hún var svo aumkunarverð: grindhor- uð og hafði auðsjáanlega soltið. Þegar matreiðslumaðurinn var ekki að vinna, sat hann oftast undir henni. — altaf að gefa henni eitthvað að borða. Það var einn af þessum venjulegu dögum, þegar það skeði sem hér fer á eftir. Það var að dimma í eldhúsinu, því komið var hálfrökkur; litla stúlkan sat á öðru hnénu á matreiðslumanninum og and- litið var alt útatað í berjalegi. Undirfor- inginn kom inn um dyrnar og feldi um leið byssu, sem einhver hermaður hafði óvart skilið þar eftir. Skotið fór úr byssunni og varð af því heljar hár hvell- ur. — Litla stúlkan varð máttlaus í fang- inu á matreiðslumanninum og leit fram an í hann kjökrandi. Hann kom með hana til okkar í fanginu; hann sýndist ekki vilja sleppa henni. Hún hafði enga hugmynd um hvað skeð hafði. — Hún Ieit framan í okkur á víxl og augun voru eitt stórt spurningarmerki. Við færð- um hana úr fötunum og kom þá í ljós lítið sár í gegn um brjóstið vinstra meg in og stórt sár hægra megin. Það sogaði í henni með hryglu þegar hún andaði og hún átti ervitt með að ná lofti. — Hægri handleggurinn hékk alveg mátt- laus niður með síðunni: öxlin var mulin í smástykki. Það var auðséð í byrjun að engin von var til þess að hún gæti lifað En við gerðum alt, sem við gátum. Við rendum góðu canadisku blóði inn í æð- arnar og tafarlaust var reynt að gera við sárin; þau voru saumuð og öxlin sett í gips plástur. Eg fór til hennar þegar hún var komin í Irúmið sitt. Hún sýnd- ist vera svo ósköp lítil og einmanaleg, þar sem hún lá hjá særðu hermönnun- um. Oxygen kom að dálitlu gagni, en það var aðeins fárra klukkustunda spursmál. Eg fór inn í herbergið mitt og var að hugsa um það, hvaða álit for- eldrar hennar mundu hafa á okkur. — Mér var ómögulegt að hvílast. Eg fór aftur inn í sjúkratjaldið. Undirforing- inn, sem byssuna feldi, var þar með for- aldrum litlu stúlkunnar. Eg leit á þau bæði. Við vorum allir hugsjúkir eins og sekir menn. Svipur foreldranna sýndi bæði það að þau voru alveg vonlaus og einnig hitt, aö þau tóku þessu eins og nokkru, sem ekki þýddi að æðrast yfir. Eg skýrði prestinum frá því, sem skeð hafði; hann talaði við foreldrana, svo þakkaði hann mér fyrir það, sem ég hafði gert. Eg fór út í göngin; þar sat matreiðslumaöurinn á gólfinu og huldi andlitið í höndum sér: “Hvernig væri það að fá sér kaffisopa til hressingar?” sagði ég. Hann leit upp og hristi höfuð- ið. Eg var kallaður til þess að sjá annan sjúkling. Þegar ég kom aftur inn í sjúkratjaldið, var litla stúlkan að skilja við. — IV. Jæja, stríðinu er lokið og ég er kom- inn heim. Eg hefi lært margt: Eg hefi lært að bera djúpa viröingu fyrir með- bræðrum mínum, án tillits til þjóðernis, trúarskoðana eða hörundslitar. Eg hefi sannfærst um það að hugrekki er hið algengasta einkenni manna yfir höfuð, og að það á sér jafnt stað hvaða þjóð og hvaða stétt, sem hlut á að máli. — Það sannarlega skorti ekki hugrekki hjá óvinum okkar. Eg hefi séð menn rísa himinhátt í sjálfsfórnar athöfnum og ég hefi líka séð menn falla niður í það helj ar djúp grimdar og hryðjuverka að tæp ast er hægt að trúa. Eg hefi séð menn rifna og tætta í sundur, en ég hefi aldrei heyrt eitt einasta æðruorð af vörum nokkurs hermanns. Þeir tóku allir hlut- skifti sínu með jafnaðargeði. — Eg hefi séð marga menn deyja; hvert einasta dauðsfall var eins og sárbeitt járn, sem stungið væri mér alla leið inn í hjarta- rætur og sýndi mér, hversu vanmáttug- ur ég væri. — Eg hefi líka sannfærst um það að í hættum eru allir menn hræddir. Hver, sem segist ekk ifinna til hræðslu, þegar hættu ber að höndum, er annaðhvort flón eða lygari. Eg hefi sannfærst um það, að hugrekki er í því fólgið aö mæta hættunum óhikað þrátt fyrir hræðsl- una. Eg átti ervitt með að kveðja piltana. Það var svo margt, sem mig langaði til að segja, en svo undur fátt og lítið, sem ég gat sagt”. Sig. Júl. Jóhannesson,þýddi. Engin síld síðan um helgi í fyrra komin 121 þús. mál á land Engin síldveið var í gær. Hefir sama og engin síld borist til síldarverksmiðjanna norðan lands síðan um helgi, og. engar fregnir borizt um síld úti fyrir Norðurlandi. í gær var veiði- flotinn aðallega út af Skagafirði og Siglufirði, nema fáein skip sem farið höfðu austur um til að hyggja að síld, en án árang- urs. I gær var sæmilega gott veiði- veður, hæg austangola á miðun- um og bjart. Síldar var leitað úr flugvélum í gær, en ekki sást nein síld. Ríkisverksmiðjurnar á Siglu- firði eru nú búnar að taka á móti tæpum 35 þús. málum af síld, en annars staðar hefir ver- ið landað um 3 þús. málum hjá ríkisverksmiðjunum og lítilshátt ar hjá öðrum síldarverksmiðj- um. — Á sama tíma í fyrra voru ríkis verksmiðjurnar búnar að fá 121 þúsund mál. Tíminn, 16. júlí. — Þegar kona í raun og veru elskar mann, getur hann fengið hana til þess að gera allt, sem hana langar til að gera.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.