Lögberg - 19.08.1948, Síða 7

Lögberg - 19.08.1948, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, 1948 7 Svœfing og deyfing Þróun skurðlækningar er ná- tengd hinni yngri vísindagrein, svæfingu og deyfingu. Fornalda- og miðaldalæknar, notuðu að vísu ýms lyf svo sem ópíum og alkahol, til þess að draga úr mestu kvölunum, sem skurðaðgerðum voru samfara, en ekkert þessara lyfja dró úr þeim að neinu ráði. Áður en farið var að svæfa með ether og chloroformi um miðja nítjándu öld, kusu flestir heldur að deyja “alveg”, enda þótt þeir hefðu enga batavon en að þola þær ógnarkvalir, sem skurðaðgerðum voru sam fara. Nú á dögum eru til marg ar tegundir svæfi- og deyfingar lyfja. Margir sjúklingar vita ekki einu sinni af því þegar þeir anda að sér svæfilyfinu, því að þeir hafa áður verið gjörðir meðvitundarlausir með hugvit- samlegu bragði, sem vísindin hafa fundið upp. Mesta gjöf mannkynsins Enda þótt uppgötvun svæfi- lyfjanna, sé stundum talin mesta gjöf Ameríku til mannkynsins, var uppgötvun þeirra háð tilvilj un. A. m. k. þrír menn vildu eiga heiðurinn af henni, tveir tann- læknar og einn læknir, sem not- aði hana í nokkur ár, án þess að kunna að meta gildi hennar. — Deilur um uppgötvunina hófust strax, og jafnvel þann dag í dag leikur nokkur vafi á um ýms smáatriði. Ether og glaðloft, fyrstu svæfi lyfin, voru þekkt af læknum fyr ir 1840. Meira að segja voru þau þekkt sem nautnalyf eða ölvun- arlyf bæði meðal stúdenta, sem stofnuðu til sýninga • á “ether glaðværð” og ennfremur voru umferðasýnendur, sem fengu einhvern af áhorfendum til þess að anda að sér ether eða glaðlofti til skemmtunar áhorfendum. 30. marz 1842 notaði Crawford W. Long, sem var læknir í smá- borg einni í Georgia, etþer til að svæfa sjúkling og nam burtu æxli sem hann hafði aftan á hálsi. Uppskurðurinn gekk vel og næstu ár skar Crawford upp nokkra sjúklinga og svæfði þá með ether. Að því er virðist hef- ir hann ekki verið sérlega hrif- inn af þessum svæfingum sínum, því að hann vakti ekki eftirtekt á þeim fyrr en etherinn hafði náð viðurkenningu annarsstað- ar. — Skemmtu með glaðlofti Um svipað leyti, var ungur tannlæknir, Horace Wells, við- staddur er umferðasýnandi skemmti með glaðlofti. Veitti hann því athygli, að einn þeirra sem skemmti hrasaði á bekk og hruflaði sig illa, en virtist ekki kenna til sársauka. Á eftir spurði hann manninn nánar og játaði hann að hafa ekkert kennt til. Wells fékk dálítið af efninu hjá sýningarmanninum og gerði tilraunir á sjálfum sér og vinum sínum m. a. með tanndrátt, sem hann gerði án þess að sjúkling- urinn kenndi sársauka. Því næst fékk hann leyfi skurðlæknanna við General Hospital í Boston, til að sýna að- ferð sína og gerði hvorttveggja að svæfa og draga tönnina, en um leið og hann dró tönnina hljóðaði sjúklingurinn. Stynja í svæfingu Það er nú vitað að sjúklingar hljóða eða stynja oft í léttri svæfingu án þess að hafa með- vitund. Til allrar óhamingju, voru áheyrendur Wells tor- tryggnir og þessi óheppni varð til þess að hann var álitinn svik- ari. — Einn hinna viðstöddu, William T. G. Morton hafði mik- Til Ágústs og Ragnheiðar Magnússon í gullbrúðkaupi þeirra 11. júlí 1948 SAMRÆMI í þessari tilveru það er svo margt sem þyrfti að laga og breyta. þar sumt er of dimt en sumt er of bjart og samræmis erýitt að leita. En sá sem það smíðaði í upphafi alt á eftir að laga það betur; því vansmíð og ofsmíð þar enn vega salt, — um eilífð það fullkomast getur. Það gott er að lifa með samræmdri sál; þið sjáið hvað það væri gaman ef skaparinn ætti sér manngildis mál og mældi alt tvent og tvent saman. En oft eru hjónabönd hendingaspil; fólk hittist á lífsvillu brautum það fálmandi leitar að einhverjum yl í andlegum kulda og þrautum. Og sjaldan er hnappheldan ofin úr ást, sem eilífðar samræmi blessa: því jötun og dyrgja oft samferða sjást, og sameinuð dvergur og skessa. Er höfundi lífsins þau unnu sinn eið hann ódæma sjálfræði gaf þeim. Já, það er svo skrítið, en skaðvænt um leið: hann skifti sér hreint ekkert af þeim. Þau lærðu það aldrei, því fer nú sem fer, í forlaga bókina að skrifa; en eitt útí horni hvort sönglaði sér, í samræmi kunnu ekki að lifa. En sálin í lífinu samræmið er; ef sönglar þar hjáróma strengur, þá söngurinn allur í ólagi fer og er^itt að njóta hans lengur. En til eru skólar, þess skyldu menn gá, er skilning og samræmi kenna; og þar má í friðsömu fordæmi sjá hvar farsældar vitarnir brenna. Því heimilis andrúm, sem öllum er kært, er eftirmynd friðsælla jóla; og ótölumargir hafa auðgast og lært í Ágústs- og Ragnheiðar skóla. Sig. Júl. Jóhannesson. inn áhuga fyrir því að fram- kvæma tannlæknihgar kvala- laust og síðar fékk hann að sýna aðferð sína við sama sjúkrahús og Wells, en í þetta sinn gekk allt vel. Hann hafði sannfærzt um að ether var engu síðri en glaðloft og hann framkvæmdi svæfinguna á sjúkl. Gilbert Abott, einn framúrskarandi skurðlæknir, dr. John Collins Warren nam burtu axli, sem var undir kjálkabarði sjúklings, sem lýsti yfir því, er hann vaknaði af hinni stuttu svæfingu, að hann hefði engan sársauka fundið. Þetta var 16. okt. 1846 og er talið að reglulegar svæfingar hafi byrjað þar með, Fregnirnar bárust fljótlega til Evrópu, og brátt var ether not- aður við alla meiriháttar upp- skurði. Árið 1847 notaði, Sir. James Simpson, skozkur læknir, Chloroform í fyrsta sinn. Það var fimm sinnum áhrifameira en ether, og náði fljótt meiri út- breiðslu í Englandi. Simpson var prófessor í yfirsetufræði við Ed- inborgarháskóla og meðal þeirra fyrstu sem notuðu deyfingarlyf við fæðingar. Eether og chloroform voru ó- metanleg hjálpartæki við fram- för í skurðlækningum, en ýms óþægindi sem notkun þeirra var samfara, svo sem uppköst, dró þó nokkuð úr notkun þeirra, sér- staklega við fínni uppskurði, svo sem á augum. Ýmsar aðferðir voru reyndar, svo sem frysting o. fl., en þær reyndust lengi vel ófullnægjandi. Staðdeyfing Carl Koller, augnaskurðlækn- ir í Vín og seinna í New York, er höfundur staðdeyfinga. Hann hafði prófað ýmis efni, þegar hann ásamt Sigmund Freud, sem þá var ungur taugasjúk- dómafræðingur, rannsakaði al- menn áhrif kokains, sem þá var nýlega fundið upp og framleitt hreint. Er Koller hafði veitt athygli hinum deyfandi áhrifum þess á slímhúð tungunnar, bjó hann til upplausn sem hann reyndi á aug um dýra og síðar eigin augum. Það reyndist ágætlega. Brátt eftir að uppgötvun hans var kunn 1884, fóru sérfræðingar að gera tilraunir með hið nýja lyf. Meðal hinna frægustu þeirra var William S. Halsted, amerískur skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna ýmsar skurðaðgerðir og eru sumar aðferðir hans notaðar enn í dag. Innan árs frá upp- götvun kokains, hafði Halsted innleitt nýja tegund deyfingar, sem var í því fólgin að kokain- upplausn var* sprautað umhverf- is taugastofn og dofnaði þá á- kveðið svæði t. d. limur, neðri 1 kjálki o. s. frv. Þetta nefnist leiðsludeyfing og er notuð við smærri uppskurði. Kokain Verulegar framfarir urðu samt ekki á þessu sviði fyrr en betri lyf en kokain urðu tiltæk, því að bæði var það hættulegt nautnalyf og auk þess of eitrað í skömmtum, sem hæfilegir voru til deyfingar. Staðdeyfing varð því ekki almenn fyrr en hið veikara og minna eitraða novo- cain var framleitt af þýzkum efnafræðingi Alfred Einhorn, árið 1904. Það deyfir ekki slím- húð eins og kokain, en hefir eng- ar eiturverkanir við venjulega notkun. Fjölda deyfingarlyf hafa verið búin til síðan, með lítið eitt breytilegum eiginleikum. Það var aðeins stigmunur milli leiðsludeyfingar og þess að dæla kokain inn í sjálfan mænugang- inn til þess að deyfa meiri eða minni hluta af sjálfum bolnum. Nokkur svæfilyf hafa verið uppgötvuð síðan etherinn kom til sögunnar, en ekkert sem hefir tekið honum fram, nema í sér- stökum tilfellum. Eitt hinna nýju svæfilyfja, cyslopropan, sem mikils má vænta af, er löngu þekkt efni, en eiginleikar þess sem svæfilyf voru uppgötvaðir Samvinnuhreyfingin í Svíþjóð er í örum vexti Viðial við Þorvarð Árnason Þorvarður Árnason verzlunar stjóri Gefjunnar, er nýlega kom inn úr mánaðar ferð til Svíþjóð- ar og Englands. Blaðamaður frá Tímanum rabbaði við hann að því tilefni núna eitt kvöldið. Þorvarður hefir áður verið í Svíþjóð. Hann dvaldi þar ár- 1929 af Henderson og Lucas, kanadískum læknum. Eftir fimm ára nákvæmar tilraunir, skýrðu þeir frá því, að lyfið virt- ist ekki hafa nein truflandi áhrif á efnaskipti líkamans, og ekki heldur eituráhrif á nein líffæri. Það framkallaði skjótt meðvit- undarleysi, og áhrif þess hverfa fljótt. 1 örfáum tilfellum virðist það hafa áhrif á hraða hjarta- sláttarins og því augljóst, að það var aðeins á færi þeirra, sem höfðu æfingu að svæfa með því, — því að það bafði vissa tilhneig ingu til að lækka öndunartíðnina jafnvel við létta svæfingu. Vöðv ar slappast sérlega vel við það og er það því sérstaklega hag- kvæmt við uppskurð á brjóst- og kviðarholi. Kælideyfing Upphaflega var deyfing með kælingu, gerð í tilraunaskyni á dýrum, sem höfðu sykursýkis- drep, er það kom í ljós að til- hneiging til dreps og schocks fór minnkandi eftir því sem limur- inn var meira kældur. Afleiðing þessara og annara tilrauna, var sú, að kæling hefir reynzt vel við blæðingar, aflimanir, kali, bruna, eiturslöngubiti o. fl. Lengi var erfitt að viðhafa svæfingu við uppskurði á brjóst holi. í byrjun þessarar aldar voru slíkir skurðir stundum gerð ir þannig, að nokkur hluti líkam ans var luktur í lofttómu rúmi, til þess að koma í veg fyrir að lungun þrýstust saman, er brjóst holið var opnað. Mikil framför við slíka skurði var það að gefa svæfilyfið gegnum slöngu, sem felld er loftþétt í efra barkaop. Er það einnig notað við andlits- uppskurði. Amerískir læknar hafa fullkomnað þennan útbún- að svo, að tekizt hefir að halda hundi í svæfingu niðri í vatni í nokkrar stundir, án þess nokk- uð vatn kæmist ofan í lungun. Deyfing við fæðingu Ef til vill eru mestu framfar- irnar á sviði deyfinga hinar lang varandi deyfingar grindartaug- anna við barnsburð, sem tveir amerískir læknar fundu aðferð við 1942. Lyfið, sem notað er, metycain, af novocain-flokknum. Það linar kvalirnar við samdrætt ina, en virðist ekki hafa áhrif við samdrætti legsins. Það hefir engin áhrif á meðvitund og ekki heldur á andardrátt móður eða barns. í sumum tilfellum er það talið flýta fæðingunni. Þessi deyfingaraðferð hefir verið not- uð í vaxandi mæli síðastliðin fimm ár, en útheimtir þekkingu og æfingu þess sem framkvæmir hana, ef vel á að takast. Sama er yfirleitt að segja um alla ný- tízku svæfingu og deyfingu, því að hafa verður gát á mörgu, svo sem andardrætti, púls, blóðþrýst ingi o. fl. og hafa við hendina ýms hjálpartæki, t. d. súrefni o. fl., ef á þarf að halda. 1 Ameríku þarf svæfingamað- ur fimm ára nám til þess að fá skírteini og verður að starfa a. m. k. tvö ár við einhvern hinna 131 spítala, sem viðurkenndir eru sem kennslustofnanir og undir eftirliti sérfræðings. Auk þess verður hann að taka skriflegt, munnlegt og verk legt próf. Janet Sheps. Vísir. langt 1945—’46 og stundaði þá nám og störf í samvinnufræðum bæði í Stokkhólmi og bænum Vesteras, sem stendur við Lög- inn og er á stærð við Reykjavík. Þorvarður þekkir því sænska samvinnuhreyfingu og samvinnu menn frá þeim tíma. — Hefir samvinnustarfsemin Svíþjóð aukizt og fært út kví- arnra síðustu tvö ár? — Já. Hún er í hröðum og ör- uggum vexti. Hlutdeild kaupfé- laganna í verzluninni vex stöð- ugt og margskonar ný samvnnu- fyrirtæki rísa upp. — Svo það er þá ekki bundið af gömlum kvöðum og hlutföll- um þar. En varstu var við nokkr ra sérstakar nýjungar í verzlun- arháttum? — Já. Kaupfélagið í Stokk- hólmi er nú sem óðast að koma sér upp matvörubúðum þar sem menn afgreiða sig að verulegu leyti sjálfir. Þetta fyrirkomulag er eftir amerískri fyrirmynd. — Þegar menn koma inn í búðina taka þeir lítinn vagn og ýta honum á undan sér og týna í hann úr hill unum þá pakka sem þeir vilja kaupa. Venjulega fer fólk út um aðrar dyr en það kom inn um. Þar er búðarfólkið, sem lætur þá utan um vörurnar og tekur borg un. Allar vörur eru vitanlega greinilega merktar, svo að fólk átti sig á hvað á að taka. Þetta sparar mikla vinnu og gerir þannig verzlunina ódýrari. Stefnt er að þv að fólk geti fengið allskonar matvöru í einni búð eða að minnsta kosti sama húsi. Þar er þó kannske sérstakt afgreiðsluborð fyrir kjöt o. s. framvegis. Svo eru aftur á móti svoköll- uð vöruhús kaupfélaganna. — í Vesteras til dæmis átti kaupfé- lagið 65 matvörubúðir hingað og þangað um bæinn og eitt stórt vöruhús. Þangað fara borgarbú- ar sínar kaupstaðaferðir, ef svo má segja. Þar fást alskonar vör- um í ýmsum deildum. Þar eru veitingarstaðir, rakarastofur og yfirleitt allskonar þjónusta, sem á annað borð er fáanleg. Þetta telja Svíar ódýrasta og hentug- ast fyrirkomulag á vörusölunni, en þeir eru hagsýnir og spar- samir. — Finnst þér, að þeir séu það í ríkara mæli en við? — Það er allt annað. Þegar við komum til Svíþjóðar 1945 var vísitalan þar tæp 150 stig. Við íslendingar höfðum þá fullar hendur fjár á sænskan mæli- kvarða og sáumst lítt fyrir sum- ir hverjir. Við hentum kannske gaman að því, ef Svíar lögðu á sig að ganga í 10 eða 15 mínútur til að spara strætisvagna aurana, en við sáum það þó fljótlega að þeir töldu okkur blábjána í pen- ingasökum. Það er gott að vera í Svíþjóð til að skilja það, að sparsemi er dyggð. — Það fer nú kannske að mega sjá deili til þess hérna heima hjá okkur. En hver er afstaða sænskra kaupfélaga í álagningar málum? — Sænsku kaupfélögin hafa árum saman reynt að hafa álagn inguna sem allra minnsta, þar sem aftur á móti til dæmis ensku kaupfélögin fylgja þeirri gömlu reglu frá brautryðjend- um samvinnuhreyfingarinnar, að selja með svokölluðu dag- verði kaupmanna. Þá á afkoman að vera sæmilega trygg, jafnvel þó að eitthvað beri út af, en það sem afgangs verður kemur alltaf til skila eftir á. Þá finna líka hinir minna þroskuðu félags- ■ menn muninn á því að vera ' kaupfélagsmaður eða ekki, þeg- ar arður fellur til útborgunar. Sænskir samvinnumenn segja hinsvegar, að þeir geri þjóðfélag inu meira gagn með því, að selja á lágu verði, því að alltaf skipti ýmsir við kaupmenn og þeir fái hagstæðari kjör á þennan hátt. Hér á landi má segja að kaupfé- lögin hafi farið bil beggja í þess um efnum. En það held ég, að sænska reglan geri kröfu til meiri þroska hjá viðskiptamönn unum, ef hún á að gefast vel. — Hvernig leizt þér annars á þig í Bretlandi? — Eg held að Bretar standi nú á tímamótum. Nýlendurnar eru mjög að efla iðnað sinn og leita beinna viðskiptasambanda, svo að hlutverk Bretlands í heims- veldinu breytist mjög. Ungir menn, sem fóru um tvítugt úr landi í brezka hernum og voru ' síðan víða um heim, hafa mjög mótast af því. Sumir eru ekki samir menn á taugum, eirðar- lausir og óþreyjufullir. — Og meðal ungra manna er mikill hugur að flytja úr landi, til Suð- ur-Afríku eða Ástralíu til dæmis En gamla kynslóðin telur það guðleysi og spillingu. Hún trúir því, að Bretar séu útvalin þjóð guðs, og Bretland sé það land, sem hún eigi að lifa í og lifa fyr- ir. En það er eitthvað sterkt og ■ heilt í menningu Breta, eldri sem yngri. Það er eins og þeir búi yfir siðferðilegum þrótti, sem ekkert vinnur á. Eg hefði gaman af að kynnast þeim nánar. — Styrjaldaráhrifin eru auð- vitað allsstaðar mikil. — Þau eru það að sjálfsögðu, en þó held ég, að þau séu hvergi meiri en hér, þar sem ég hefi komið. Efnishyggjan og ófyrir- leitin gróðafíkn hefir gripið svo um sig hér, og ég veit ekki hvað getur orðið úr sumu því fólki, sem hefir verið að mótast í þessu umhverfi. — Við erum illa komnir að vissu leyti og ég held nú, að það eina sem bjargað geti menningu þessarar þjóðar, sé það, að alvara lífsins minni okkur ótvírætt á það, að engin þjóð getur lifað nema hún eigi nógu marga, nógu heiðarlega menn til að bera uppi alla spillinguna og ósómann. — Eg held við höfum bezt af því að verða fyrir vekjandi áhrif um sem fyrst. En í styrjaldar- löndunum sjálfum hefir fólkið alltaf þurft að leggja hart að sér á ýmsan hátt og aga sig með sjálfsafneitun og það er lán með óláni. — Hvað viltu svo segja mér fleira úr ferðinni? — Eg fór um París á leiðinni til Englands og var þar í þrjá daga. Það er yndisfögur borg. Eg varð hugfanginn af bygging- um hennar. Versalir eru fagrir og glæsilegir, enda fór mikið af þjóðarauði Frakka á tímum sól- konungsins í þær byggingar. — Frúarkirkjan, sem byggð er um 1200, er furðuverk. Bogarnir, súl- urnar, hvelfingarnar, gluggarnir allt eru þetta listaverk og þetta myndar svo samfelda heild að undrun sætir. Hver einstök súla er listaverk og þó er húsið í heild fegurst og tilkomumest. — Mér fannst það, að sjá þessar bygg- ingar, hafa svipuð áhrif og að hlusta á stórbrotna hljómlist. — Það er vorkunn, þó að Frökkum væri sárt um að gera París að vígvelli og láta sprengja og brjóta þetta allt. — Mér finnst ég skilji þetta betur nú en áður. Þessar bygg- ingar hafa verið stolt og gleði þjóðarinnar öldum saman frá kyni til kyns. Þær eru því helgi- dómur þjóðar sinnar. Við íslend- ingar eigum engin slík mann- virki, en við eigum okkur samt þjóðleg verðmæti, íslenzka menningu, sem ætti að vera okk ur helgidómur, sem við værum einhuga um að verja og vernda. Tíminn, 1. júl 1948

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.