Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 2
/ 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER, 1948 GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR JOHNSON GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR JOHNSON f. 5. febrúar 1868 — d. 13. desember 1947 Fyrir ellefu mánuðum síðan í dag, var til grafar borin, að afstaðinni útfararathöfn í kirkju Melankton safnað- ar, sem sr. E. H. Fafnis stýrði, í Upham, N. D., Guðrún Ólafsdóttir frá Stóru Hvalsá í Hrútafirði. Var hún ekkja Guðbjartar Jónssonar, Magnússonar pósts frá Hróá í Stein- grimsfirði, landnámsmanns og bónda í Mouse River byggð- inni. En hann lézt 24.. júlí 1939. Þau höfðu heitið hvort öðru æfitrygðum í Prestsbakka kirkju í Hrútafirði, 4. júlí 1895 og fylgst að í farsælu hjónabandi um rúmlega 44 ára bil. Sagan um sambúð þeirra og starf nær því næstum yfir hálfa öld, og gerist í tveimur heimsálfum. Það er að sjálfsögðu ekki margbrotin saga eða viðburðarík. Bæði munu þau hafa verið fædd í fátækt, eins og tíðast var tilfellið með alþýðu- fólk í ættlandi voru á þeim árum. Fátæktin mun og hafa verið fylgikona þeirra alla æfi síðan, austan hafs og vestan. En þau létu hana aldrei buga sig, heldur varð hún þeim stöðug hvöt til framsóknar fyrir sig og börn sín. En saga þessara hjóna er ekki aðeins frásögn um strit og stríð, heldur einnig um framsýni, þrautseigju, mikinn dugnað og furðan- leg afrek þegar á alt er litið. En hversu mörgum þáttum sem æfisögur mannanna kunna að vera slungnar, enda þær æfinlega í aðaltriðum á sama hátt. Kvörn tímans malar jafnt og þétt, og jafnar að lokum alt við jörðu sem til lífsins fæðist. Konungurinn í allri sinni dýrð, og kotungurinn í fátækt sinni, falla jafnt fyrir höggum hins slynga sláttu- manns. Þar jafnast kjör allra manna. En minningarnar lifa. Sálirnar vaka í sólbjörtum löndum, þar sem syrgjandi ástvinir eiga þess vísa von að fá um síðir að njóta samvista við þá sem þeir hafa elskað og mist. Þeirra Guðbjartar og Guðrunar hefir áður verið getið á prenti. Sigurður Jónsson frá Syðstumörk skrifaði um þau ásamt öðru byggðarfólki í Almanak Olafs Thorgeirssonar árið 1913, og séra Kristinn Ólafsson ritaði minningarorð um Guðbjart heitinn árið 1939. Farast hinum síðarnefnda svo orð um Guðrúnu: “Ef hún greind kona og mæt, og mun hann (Guðbjartur) með réttu hafa talið það mestu gæfu lífs síns, að njóta samfylgdar þessarar ágætu konu.” Þetta eru fögur ummæli og sönn, og í þeim er mikið sagt um heimilislíf þeirra og sambúð. Guðrun var eðlisgreind kona í bezta lagi, framsýn og gætin. 1 æsku átti hún sterka þrá til bóklegrar menntunar, en tækfærin til slíkra hluta voru fá og smá. Þó gáfst henni tækifæri til að stunda nám við Kvennaskólann að Ytri-Ey um tveggja ára bil. Þótti það mikið nám í þá daga. Því næst stundaði hún farskóia- kennslu í Hrútafirðinum í nokkur ár. Má hafa það til marks um hve farsæl kennsla hennar var og persónuleg áhrif, að þegar dóttir hennar, 53 árum síðar kom á þessar slóðir, þá mundu ýmsir lærisveina Guðrúnar enn eftir hinum gamia kennara sínum, og töluðu um hana með sérstökum hlýhug og virðingu. En kennaraferill hennar varð ekki langur. Aðalhlutverk hennar í lífinu var að vera kona og móðir. Kom þá dugnaður hennar í ljós, og mannkostir, og var hvorutveggja þörf í hinu snauða lífi frumbyggjans. Það er jafnan hlutskifti góðrár konu að flytja sól og birtu, yl ástríkis og kærleika sem vermir og blessar inn á heimili sitt. En það er lika vegsemd hennar að veita hugrekki og nýja trú þegar öll hlið virðast lokuð fyrir erfiðleika og þrengingar. Þetta hlut- skifti leysti Guðrun af hendi með sóma, og þessi vegsemd var henni gefin í ríkum mæli. Meðfætt glaðlyndi hennar, stefnufesta og persónumáttur gerðu hana að leiðarljósi bónda síns og baina, svo búskapurinn og barnauppeldið heppnaðist miklu betur en mönnum fanst efni standa til. Yfirleitt má segja að Guðrun hafi verið mikil gæfukona. Vegna greindar sinnar og mannkosta var hún vel metin af samferðamönnum sínum, og þótti tillögugóð um öll þau byggðarmál sem hún lét sig varða. Sigurður Jónsson segir um hana í áður nefndri Almanaksgrein; “að hún hafi verið áhugamikil og ötul í öllum félagsmálum nýlendubúa.” En gæfa hennar og þeirra hjóna var þó mest í börnum þeirra. Um þau segir séra Kristinn í æfiminningu Guðbjartar: “Þau hafa rutt sér braut til menningar og frama, svo slíks munu fá dæmi, þótt hagur heimilisins væri jafnan þröngur.” Þeim varð sex barna auðið, sem öll eru á lífi nema Jón, sem lézt úr spönsku veikinni 1918, þá tuttugu og eins árs, hinn efnilegasti maður. Tveir sona þeirra eru lögfræðingar, Níels, sem til skamms tíma var dómsmálaráðherra í Norður Dakota, í Bismarck, N. D. og Einar ríkissóknari í Lakota, N. D. Tveir eru dugandi læknar í Rugby, N. D., þeir Ólafur og Kristján. Einkadóttir þeirra, Þórunn Lilja, er prestskona í Winnipeg. Barnabörnin eru 14 að tölu. Auk þessara lætur hún eftir sig allmarga frændur á Islandi. Á meðal þeirra eru níu börn Guðjóns bróður hennar, sem bjó allan sinn búskap í Hrútafirðinum. Fimm þeirra eru enn í hinni gömlu sveit sinni, en fjögur flutt til Reykjavíkur. Systur átti hún einnig á Islandi, þá er Bjarnína hét, en er nú dáin. Dóttir hennar er gift og búsett á Akureyri. Rúmlega tuttugu ár eru liðin síðan þau hjón seldu land sitt og brugðu búi. Fluttust þau þá til bæjarins Upham, og áttu sér þar síðan lögheimili. En er árin liðu og kraftarnir tóku að dvína dvöldu þau oft langvistum hjá bömum sínum, en til þeirra voru þau ávalt velkomin, og nutu hins mesta ástríks hjá þeim. Síðastliðin 10 ár hefir Guðrun dvalið hjá dóttur sinni á vetrum, en jafnan horfið heim á leið með vorinu. 1 fyrra haust kom hún ekki norður svo sem venjulega, og hefði ekki gert þótt skilyrði hefðu verið fyrir hendi. Heilsu hennar var þá svo komið að hún varð að leggjast á spítalann í Rugby. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt, en lézt 13, desember, s. 1. í langri legu sinni naut hún allrar þeirrar aðhlynningar sem vísindin og kærleikshendur sona hennar gátu veitt. Það var hennar mikla gæfa að vera elskuð og virt fram til hinztu stundar, og hafa aldrei þá tilfinningu að hún væri orðin gömul eða að sér væri ofaukið hjá börnum sínum. I draumórum sínum og dauðastríði dvaldi hún oft heima á gamla búgarðinum, — unz önd hennar fékk hvíld og hún hvarf til samfunda við hann sem hafði staðið í stríðinu og unnið sigrana með henni. Jarðarfarar dagurinn, 16. desember var dimmur og drúngalegur. Á prestssetrinu á Utskálum blakti íslenzka flaggið í hálfa stöng. Gestur kom að garði og spurði: “Hvað veldur því að hér er flaggað hálfri stöng? Hvort mun nokkur dáinn hér í sveit?” Var honum svarað: “Nei, hér er enginn dáinn. En vestur í Ameríku er verið að jarða konu í dag sem fór nauðug frá íslandi, og sá það aldrei síðan. Bömin hennar sem hér dvelja nú um stundarsakir, vilja með þess- um hætti senda henni hinztu kveðju og þakkir — yfir hafið . . .” Winnipeg, 16. nóvember, 1948 V. J.'E. Hátíðarguðsþjónusta í Bessastaðakirkju s. 1. sunnudag VIÐGERÐ HENNAR ER NÚ LOKIÐ SIÐASTLIÐINN SUNNUDAG fór fram hátíðaguðsþjónustu í Bessastaðakirkju, í tilefni þess, að kirkjan er nú tekin aftur í notkun, eftir hina miklu viðgerð, sem gerð hefir verið á henni. Ríkisstjómin vatr þar viðstödd, og enis hafði verið boðið þangað sendiherrum og fulltrúum erlendra ríkja, alþingismönnum og þeim sem á einhvern hátt hafa unnið að hinum nýju gripum, sem settir hafa verið í kirkjuna. Um 20 prestar voru og viðstaddir. Sóknarnefndarmönnum Bessastaðasóknar var líka boðið að vera við hátíðaguðsþjónustuna og nokkrum öðrum. Dómkirkjukórinn annaðist sönginn, undir stjórn Páls ísólfs- sonar, er lék á hið nýja kirkju- orgel. Rétt fyrir kl. tvö gengu prest- amir í skrúðgöngu í kirkjuna, en þá vom aðrir kirkjugestir þang- að komnir og gengu þeir fyrir Sigurgeir biskup og Bjarni Jóns- son vígslubiskup. En nokkru síð- ar gengu forsetahjónin í kirkj- una, í fylgd með Emil Jónssyni ráðherra. Guðsþjónustan hófst með því, að sr. Fr. Halgrímsson las bæn. Þvínæst söng kirkjukórinn sálm Matthíasar, “ó, maður hvar er hlífðarskjól, á heimsins köldu strönd”. Að því búna flutti biskupinn ræðu frá altarinu, þar sem hann mintist m. a. sögu Bessastaða- kirkju, þeirrar viðgerðar, sem hún nú hefir fengið, og þeirrar sérstöðu sem hún hefiir, á for- setasetri landsins. Þá var sunginn sálmurinn “Kirkjan er oss kristnum móðir” er sr. Helgi Hálfdánarson hefir þýtt, en á milli þess, sem kó>rinn söng sálmaversin, lásu prestar úr Kjalarnessprófastsdæmi ritn- ingargreinar, þeir Hálfdán próf- astuir Helgason frá Mosfelli sr. Eiríkur Brynjólfsson frá Útskál- um, sr. Halldór Jónsson frá Reynivöllum og sr. Jón Árni Sig- urðsson frá Grindavík. Stóðu þeir sitt hvoru megin við altarið. Síðan lýsti biskup kirkjuna tekna í notkun, með svipuðum hætti, og þegar nýjar kirkju eru vígðar. En að því búnu spilaði Páll íslofsson sitt góðkunna Maríuvers. Þá var sunginn lof- söngur úr Regiem eftir Luigi Cherubini og þá sálmaversið “Þín kirkja góði Guð”. — Nú flutti sóknarpresturinn sr. Garð- ar Þorsteinsson stutta og hjart- næma prédikun og lagði útaf sögninni um draum Jakobs. Síð- an var sunginn sálmurinn “Beyg kné þín fólk vors föðurlands” eftir Matth. Joch. Þá tónuðu þeir fyrir altari sr. Garðar Þorsteins- son og biskup. En að endingu vair sunginn þjóð söngurinn. Var kirkjusöngurinn með ágætum. Að aflokinni guðsþjónustu nutu boðsgestir kennimenn og aðrir veitinga á heimili forseta- hjónanna. Nokkur atriði úr sögu kirkjunnar Eftirfarandi greinargerð hef- ur blaðið fengið til birtingar frá túðsmanni Bessastaða Jóhanni Jónassyni: Það er talin hafa verið kirkja á Bessastöðum síðan kringum árið 1100. 22. apríl 1773 ákveður konungur byggingu þessarar kirkju. Var smíði aðalkirkjunnar lokið um 1802, en turninn var eft- ir. Var honum 1 o k i ð 1823. En kirkjan var ávalt gallagripur, lek, köld (óupphituð), með drags- úg o.s.frv. Endurbygging kirkjunnar var á öndverðu árinu 1946 falin húsa- meistara ríkisins. Hófst hún í apríl 1946, hefir því staðið yfir í 2% ár. Þannig er umhorfs í kirjunni nú eftir viðgerðina: Ef litið er til vestuir frá kórn- um er yst í kirkjunni, vinstra megin, prestsstúka og hægra megin pípuorgel og söng pallur. Orgelið er nýleg bresk uppfinn- ing, ætluð litlum kirkjum þar sem ekki er pláss fyrir háar org- elpípur sem raðað er á venjuleg- an hátt. Er pípunum komið fyrir af mestu snild eftir vissum regl- um í þessu orgeli svo þær sjáist ekki. En er þó hér um fullkomið pípuorgel að ræða. Eru tónarnir J'egurri og endingin margföld borin saman við kirkjuharmoni- um. í fordyrinu eru múrsteinar í gólfi, sem áður voru í miðgangi sjálfrar kirkjunnar. Krossmarkið yfir altarinu er verk Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara, sem einnig hefir skor- ið prédikunarstólinn. Altarið er klætt hvítum dúk er blint fólk hefur ofið. — Altar- isklæðið er gert úr líni, sem ræktað er á Bessastöðum. Hefir frú Unnur ólafsdóttiir teiknað það og unnið, saumaþræðirnir eru einnig úr Bessastaðalíni. Stafirnir I. H. S. eru saumaðir um allan dúkinn. Dúk þenna gerði frú Unnur handa forseta- hjónunum, en þau ákváðu að gefa Bessastaðakirkju hann sem altarisklæði til ævarandi eignar. Messuhökul kirkjunnar gerði frú Unnur ólafsdóttur. Hann er úr íslensku efni, nema gullpráð- urinn. Hvíti ísaumurinn er úr þræði af bleiktu Bessastaðalíni, steinn í krossinum frá Glerhall- arvík í Skagafirði. Efnið var ofið í Gefjun, nema fóðrið sem blind- ir menn hafa ofið. Umsjón með endurbygging- unni hefir Björn Rögnvaldsson byggingameistari haft, með allri rafmagnsvinnu Valgarð Thorodd sen, rafveitustjóri í Hafnarfirði, málningu annaðist Osvald Knud sen, Reykjavík. Bekki, prédik- unarstól m.m. hefir gert Björn Þorsteinsson, trésmíðameistari í Reykjavík Verksjóri var lengst af Páll Valdason, Hafnarfirði, bútagólfið lagði Carl Jörgensen trésmiður í Reykjavík. Fornir gripir kirkjunnar. Á altarinu eru tveir bronce- stjakar stórir frá árinu 1734 en þá gaf Cathrine Holm, ráðskona Puhrmanns amtmanns á Bessa- stöðum þá, kirkjuni til ævarandi eignar.—Hinar frægu “baksturs- öskjur” sem Ólafur Stephensen stiftammaður og kona hans gáfu kirkjunni 1774; þetta er ná- kvæm etfirmynd, en frumgjöfin er geymd í Þjóminjasafninu. Ennfremur kaleikur, patina og vínkanna, alt úr silfriog alt gam- alt. Það elsta í kirkjunni mun vera skírnarfonturinn, sem er úr úr steini með málmskál Bak við hann er legsteinn Magnúsar, en það var erfitt að komast að honum. Þar sem Magnús var fyrsti íslenski amtmaðrinn á Bessatöðum, merkur maður og athafnasamur, ættfaður þekktr- ar ættar (Stephensenættarinnar), sá sem lét byggja Bessastaða- stofuna (sem síðar varð latínu- skólahús og nú forsetasetur) — þótti rétt að legsteinn hans væri í veggnum á þeim eina stað sem legsteini var ætlaður staður fyrir augum állra. En legsteinn Páls {Frh. á bls. 3)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.