Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER, 1948 3 /ÍHUGAAÍÁL UVENNA Ritstión: INGIBJÖRG JÓNSSON “Magazines” eru kærkomnar jolagjafir á Islandi EINN OKKAR mætustu mauna, sem ávalt fylgist með því, sem er að gerast með ættþjóð okkar og ber hag hennar fyrir brjósti, hefir bent okkur á, að þeir, sem liafa í huga að senda.vinum sínum og frændum á íslandi gjafir um jólin, gætu ekki valdið kærkomnari gjöf en áskrift að einhverju góðu ensku tímariti héðan að vestan. ~ Sökum skorts á erlendum gjáldeyri á íslandi eru pantanir blaða, bóka og tímarita héðan mjög takmarkaðar. Sennilega sér nú enginn maður á íslandi Can- adísk eða Amerísk tímarit, nema að honum séu send þau sem gjöf. Þessar gjaldeyris hömlur munu vera óhjákvæmilegar, en nærri má geta að þær eru frændum okkar þar erfiðar. Það er sem blæja hafi verið dregin fyrir gluggan, sem vísar hingað vest- ur. Stór hluti íslenzku þjóðarinn- ar talar og les ensku tungu. A stríðsárunum og fram á síðustu ár hafa bókabúðirnar þar feng- ið helztu “Magazines” héðan að vestan og þau hafa verið mikið lesin. Vitanlega fluttist einnig inn ýmislegt rusl eins og til dæm is skrípamyndaritin — hasara- blöð, eins og þau eru nefnd þar. 1 þeim er enginn missir. En það er mikið tap fyrir eins bókelska þjóð og fróðleiksfúsa og íslend- inga að sjá á bak hinum beztu tímaritum héðan: Atlantic Monthly, Saturday Night, Read- er’s Digest, Magazine Digest, Mc- Lean’s, Saturday Evening Post, American, Collier’s og fl. Það er því ekki að efa að mörgum á íslandi myndi þykja vænt um að fá eitt þessara rita reglulega. Þá eru hin ágætu kvenna og heimilisrit, sem hér eru gefin út, sérlega vinsæl hjá konum á ís- landi. Þær fylgjast með tízkunni í þessum ritum og sauma eftir þeim fyrirmyndum, sem þær sjá þar; þær hafa gaman af að revna matarforskriftirnar og lesa ýmis- legt um heimilishald eins og því er lýst þar o.s.fr. íslenzkri konu myndi þykja það “flott” jólagjöf, ef henni væri sent reglulega: Chatelaine, Ladies’ Home Journ- al, McCall’s, Home Beautiful eða Good Housekeeping. Hægt er að fá áskriftir að þess- um Magazines hjá News Dealers og í Magazine deildum stóru verslaninna. Verð þeirra er vit- anlega hærra ef þau eru send erlendis. T. D. er McCall’s $2.50 hér í Oanada, en $3.50 ef það er sent til Islands. Það er fyrirhafn- arlítið að senda svona gjöf; versl- unin sér um að ritið sé sent reglulega, en ef gefandinn vill, getur hann sent jólakort til vin- ar síns með tilkynningu um það að hann sé orðinn áskrifandi að ritinu, og á hverjum mánuði, þegar vinur hans fær ritið, mun hann hugsa til gefandans með hlýjum hug. — Flest okkar fáum mörg tíma- rit og blöð á hverjum mánuði, þegar við höfum lesið þau, liggja þau venjulega hér og þar engum til gagns, því enginn lítur fram- ar í þau. Og svo hreinsum við til í húsinu með því að fleygja þeim út eða brenna þau. í stað þess að eyðileggja þessi maga- zines, gætum við sent þau nán- um vinum og frændum á íslándi, þeim þætti mikill fróðleikur í að sjá þau og myndu sannarlega meta þá hugsunarsemi að við sendum þeim pakka af blöðum og tímaritum á mánaðar eða tveggja mánaða fresti; þau mypdu vera þeim sem ný, ef þeir hafa ekki lesið þau áður. — Þegar eg dvaldi á íslandi 1934 —36 saknaði eg ýmislegs að heiman frá Canada, en þó sér- staklega hina mörgu, fjölbreyttu timarita og eg man að eg endaði ilest bréf vestur með þessum orðum: “Gleymið ekki að senda mér öll Magazines strax og þið hafið lesið þau.” Og mikill feng- ur þótti mér í blaðapökkum að heiman. Nú er eins ástatt fyrir mörgum á íslandi. Þar er fólk, sem hefir dvalið árum saman hér vestra og hefir vanist þessum ritum og saknar þeirra nú. Póstgjaldið til Islands frá Can- ada fyrir “Printed Matter'” með venjulegum skipapósti er 1 cent fyrir 2 únzur eða 8 cents pund- ið, en pakkinn má ekki v e r a þyngri en 6 pund og 9 únzur hver. Póstgjald í Bandaríkjun- um er iy2 cent únzan. Kærkomnustu sendingarnar héðan að vestan eru að sjálf- sögðu íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringla, því ávalt munu íslendingar fegnir fréttum af frændunum hér og vilja halda sem nánustu sambandi við þá; enda sjá þeir um, að engar höml- ur séu á kaupum Vestur-íslenzku biaðanna og jafnvel styrkja út- komu þeirra íjárhagslega, þrátt íyrir gjaldeyris vandræðin. — Þá má ekki gleyma okkar eigin tímaritum, þau mundu mörgum kærkomin: Tímarit Þjóðræknis- félagsins, Icelandic Canadian, Almanak Ólafs Thorgeirssonar, Sameiningin, Brautin, og Árdís. Vonandi greiðist bráðlega úr gjaldeyris örðugleikunum á ís- landi en í millitíðinni gefst hverj um einstakling í okkar vestræna hóp tækifæri til að gera frænd- um okkar og vinum á Islandi dá- lítinn greiða með því að senda þeim sem flest blöð og tímarit, sem þeir verða að vera án að öðrum kosti. Er ekki að efa að margir Vestur-Islendingar verði þakklátir þessari bendingu, ekki síst svona rétt fyrir jólin. \ EINFALDAR HEILBRIGÐISREGLUR Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur, segir mál- tæið, og á það vel við um heils- una, því að engan fjársjóð eig- um við betri en góða heilsu, þó að fáir kunni að meta hana, fyrr en þá ef til vill um seinan. Heilbrigt líferni er án efa bezta ráðið til þess að halda góð- ri heilsu, og hér fara á eftir fá- einar óbrotnar lífsreglur til eftir- breytni: Gangið svo snemma til hvíldar Ú kvöldin, að þér fáið helzt 8—9 tíma svefn á sólarhring — ónóg- ur svefn slítur líkamanum meira en vinna. Etið jafnan á ákveðnum mat- málstíma, en ekki á milli mála, og tryggið matinn vel. Sjáið um að hafa hreint loft í híbýlum yðar nótt og dag, og njótið útilofts og sólar eftir því iem hægt er daglega. Forðist að- gerðaleysi og einnig ofreynslu. Maturinn á að vera hæfilega soðinn, vel tilreiddur, óbrotinn, en ekki of tilbreytingarlaus. Loks er eitt, sem stuðlar mjög að góðri heilsu og vellíðan, en það er að temja sér ánægju og mægjusemi. ♦ Börnin: SVEFNTÍMI BARNA Það er að vísu misjafnt, hve mikinn svefn börn þurfa, til þess að þau þroskist og dafni eins og Heimilið sem hjörtun byggja "Hin mikla þörf að þér byggið elliheimili að Mouníain, sem fyrst." — DR. B. J. BRANDSON ÞANNIG FÉLLU orð einum ágætasta syni íslenzku byggðarinnar í Norður Dakota, er hann eygði þörf hinna öldnu og stundum ein- mana frumbyggja og landnámsmanna og kvenna, sem áttu akilið laun erfiðis og fórn- ar fyrir komandi kynslóð. Og orðin tóku rget- ur í hjörtum sannra íslendinga í Vesturheimi. Nokkur ár og þroskandi andrúmsloft þessar- ar ágætu hugsjónar hafa liðið síðan, en það reyndist satt, svo sem jafnan að fögur hug- sjón er aldrei til ónýtis borin. Um síðir ber hún ávöxt minningu þess er mælti fram, til heiðurs, og þeim sem hana tileinkuðu sér til gæfu, og framtíðinni til blessunar. Þetta fundu svo margir 19. sep.c s. 1. þegar um 1500 manns lögðu leið sína til Mountain, N. Dakota, :: að taka þátt í og helga staðinn þar sem nú var að rísa heimili handa öldnu. Þann dag voru draumax og hugsjónir svo margra að rætast; vonir að verða að virkileika, hjartans ósk að uppfyllast. Og þegar einhvcr ökunnugur spurði þennann dag “Hver byggir hér með slíkri risnu og reisir svo fagran bautastein frumbyggjunum” var auðvelt að svara. “Þ:ö byggja hjörtu þeirra sem heitt unna og aldrei gleyma fórn brautryðjand- ans.” “Já svo byggjum vér því vér höfðum áhuga á verkinu.” Neh. 4:6. Orð hins mæta sonar voru heyrð af söfnuðum íslendinga í Dakota ríki fyrst og fremst, íslenzka kirkjufélagið lagði styrkjandi hendi fram og menn og konur annara íslenzkra byggða Bandaríkjanna námu hljóminn af ham- arshöggunum og sendu erni sín í musteri þetta. Og kanadískir vinir gengu líka í hópin. Já hvílík fylking að bera hugsjón fram til sigurs. Hve heimskur sá, sem hyggst að hnekkja framgangi slíks málefnis, sem margir hafa lagt óskir og bænir sínar í, með tímanum skal höll þessi rísa. Sönn hjartagæska er allri efnishyggu sterkari. Já svona gætum vér lengi látið hugann njóta pess sem vel er gert. Þennan 19. september var hornsteinn heimilisins, sem þér sjáið á teikningunum lagður. Hann er í suðausturhorni byggingarinnar. Yfirsmið- ur heimilisins gaf steininn sjálfan. Síðan hefur verkinu miðað áfram vel, numið land einhversstaðar, sem þó munu finna er fóturinn stirðnar og sjón vetur jafanóðum og fé til fullgjörðarbyggarinnar kemur inn. Þú sem les þessar línur átt hér tækifæri við hendina. Þitt hjarta getur byggt full- komnar þetta minnismerki frumbyggjanna. Vér sem á staðnum erum, erum verkfæri í höndum ykkar, hjálpa oss að hætta ekki fyr en fulibúið er. Þið sem guð hefir blessað jarðneskum auði, sendið okkur þakkargjöf í þetta heimili. í Enda Þótt Dakotasöfnuðurnir íslenzku hafi hafist hér handa um fram- kvæmdir, á þetta*heimili ekki að vera aðeins fyrir þeirra fólk. íslendingar alstaðar að munu eiga hér rétt til inngöngu. Hversu margir kunna þeir ekki að vera sem farið hafa út í h e i m og sótt eld sér og sínum, cfc 1 numið land einhversstaðar, sem þó munufinnaer fóturinn stirðnar og sjón förlast að heim til Dakotabyggðarinnar er gott að koma og eiga vísan samastað þar sem, minningar íslenzkar lifa lengst. Arfur hetjuframt .kdn ; er óbrotgjarn. Þú getur bókstaflega setið við arineld, heimilisins, því áfin er á hverju gólfi, þessa húss, og rakið við snarkandi glæðurnar lífsþráð liðinna ára. Já og líka ofið hann saman við lífsþráð annara sem eins og þú sigruðu stundum brattan sjó og þó fundu höfn, örugga. Myndirnar sem hér fylgja sýna nokkuð af því sem var að gerast daginn sem hornsteinninn var lagður. Konur byggðarinnar veittu af ís- lenzkri raus. Mountain bær hikaði ekki við að leggja í yfir $20,000.00 vatnsleiðslufyrirtæki til þess að þetta heimil mætt standa í bæ sem hefði öH nútíma þægindi og eldsvarnir. Borgarstjórinn herra Magnús Björnson bendir á skurðinn þar sem vatnspípurnar voru lagðar. Það verk er nú fuHkomnað, og vatnið streymir inn í heimilin og nýju bygginguna. Ríkis- stjórinn hr. Fred G. Aandahl flutti hér aðal ræðuna; sést hann þarna í samtali við formann byggingarnefndarinnar hr. Freeman M. Einarson, en til yinstri er prestur Dakota prestakallsins séra E. H. Fafnis, sem einnig er forseti kirkjufélagsins íslenzka. Herra Gameliel Thorleifsson lagði horn- steininn þennan dag og flutti skörulegt og djúphugsað erindi á þessari söguríku stundu á íslenzku. Þau áttatíu ár og nokkur fleiri sýndust liggja létt á herðum öldungsins þennann dag. Við hornsteinslagninguna aðstoðuðu, ríkisstjórinn, byggingameistarinn Jón Stephanson, frá Moose Jaw, Saskatchewan. Aðrir sem ræður fluttu, voru Nels G. Johnson Attorney General, Dómari Guðm. Gríms- son, Dr. Baldur Ólson fyrir hönd Betelnefndarinnar, Arni Eggert- son, fyrir hönd Þjóðræknisfélags ins, Dómari Thompson frá Cav- ilier fyrir hönd sveitarinnar, Ásmundur Benson lögmaður einn úr byggingarnefndinni flutti og hvétjándi orð til mann- íjöldans. Fred Snowfield ríkis- lögsóknari Pembinasveitar flutti ræðu. < Einsöngva s.ungu sr. E. H. Fafnis og frú G. S. Goodman frá Milton. Einnig komu fram þarna Thomas Jordan yfirumsjónar- maður byggingarfyrirtækisins og yfirsmiðurinn ágæti Karl Hanson frá Akureyri, og Winni- peg. Dásamlegt veður signdi daginn blessun sinni. Stjórn þess arar hátíðar var í höndum hr. F. M. Einarssonar og sr. E. H. Fafnis. Sannarlega var dagurinn og tækifærið eitt hið sögurikasta sem nokkur íslendingabyggð hef ir nokkru sinni átt. Okkur dreymir um aðeins einn stærri dag sem við vitum að k e m u r næsta sumar með ykkar hjálp og það verður dagurinn sem heimil- ð verðurvígt til starfs og bless- unar fyrir þau fjörutíu öldur- menni og konur sem þarna hafa pláss ásamt starfsfólkinu sem valið verður eftir hjartalagi og huggæsku. Megum við sem flest eiga þátt í þeim degi. Geta má og þess að öll athöfn- in var tekin á hljóðritara og mun þannig geymast. E. H. Fafnis. Það tekur móðurina tuttugu 1 ár að gera mann úr syni sínum. Það tekur aðra konu tuttugu ! mínútur að gera hann að ræfli. vera ber, en fari börnin á mis við nægilegan nætursvefn og hvíld, bíða þau óneitanlega tjón á heilsu sinni. Láta mun nærri, að börn og unglingar þurfi að sofa á sólarhring eins og hér seg- ir: 1 árs—14—16 stundir; 2 og 3 ára—13—14; st.; 4, 5, 6, 7 og 8 ára—12—13 st.; 8, 9, og 10 á:a— 11% st.; 11 ára—11 st.; 12 ára— 10y2 st.; 13 ára—10 st.; 14 og 15 ára—9% st.; 16 ára—9 st. ana fyrir hönd landheigisgæsl- unnar, en Paul Hansen fram- kvæmdarstjóri fyrir hönd skipa- smíðastöðvarinnar. Siuíi lýsing á skipinu. Skipið verður um 650 rúmlest- ir, lengd 201 fet, breidd. 32 fet og dýpt 17 fet. Það á að geia geng ið 17 mílur á klst., hefir 2 skrúf- ur og 2 Dieselmótora, hvern á ca 1600 ha. Skipið verður útbúið með tiliti til björgunar, sérstak- lega á strönduðum skipum og ennfremur er gert ráð fyrir, að hægt sé að hafa skóla um borð fyrir 10—15 yfirmannaefni, og er yfirleitt ætlast til þess, að skipið verði hið vandaðasta í alla staði. Afhendingartíminn er 30 mánuðir. Mbl. 9. okt. ÚRANUS HLEYPT AF STOKKUNUM I gær var hleypt af stokkun- um í skipasmíðastöð Aiexander Hall í Aberdeen, nýsköpunar- iogaranum Úranus RE 343. “Úranus” er af minstu gerð nýsköpunartogaranna, 175 fet á lengd. Eigandi hans er h.f. Júpít- er hér í Reykjavík, en fram- kvæmdastjóri félagsi.ns er Tryggvi Ófeigsson. Var hann viðstaddur athöfnina, ásamt dótt ur sinni, Herdísi, er skírði skip- Allir tala um olíu, allir vilja eiga olíu; þó vill nú engin framar eiga olíulampa og jafnvel held- ur sitja í myrkri. Svona er ný- menningin. Samið um smíði á varð- og björgunarskipi fyrir strandgæsluna Það verður jafnframt skólaskip fyrir 10—15 menn STRANDGÆSLA ríkisins hefur gert samnnig við skipasmíða- stöðina í Álaborg um byggingu hins nýja björgunar- og varðskips ríkisins. Skip þetta sem á að verða hið vandaðasta, skal jafnframt vera nokkurskonar skólaskip fyrir yfirmannaefni landhelisgæsl- unnar. 1 gærkveldi birti Skipaútgerð ríkisins svohljóðandi frétta- tilkynningu um þetta: Samningar undirritaðir I gær voru undirritaðir samn- 1 gær. ingar við skipasmíðastöðina í Álaborg um byggingu varð- og björgunarskips. Eysteinn Jóns- son ráðherra og Pálmi Loftsson forstjóri undirrituðu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.