Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 4
•i ILoeberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa TJALDIÐ FELLUR Eftir freklega tuttugu og eins árs stjórnarforustu í þessu landi, hefir Mr. King látið af völdum, og verður það sem eftir er kjörtimabils að eins óbrotinn þmgmað- ur í neðri málsstofu sambandsþingsins; við embættis- afsögn hans féll tjaldið í lok eins hins allra gagnmerk- asta þáttar í þróunarsögu canadíska þjóðarinnar frá stofnun fylkjasambandsins. í stjórnartíð Mr. Kings, hefir þjóðin svo að segja í öllum efnum fært þanmg út kvíar, að aðdáun hefir hvarvetna vakið; ekki aðeins vegna þeirra risaskrefa, sem hún hefir stigið á vettvangi hinnar efnalegu af- komu, heldur og engu síður vegna þeirra djúpstæðu áhrifa, sem hún h e f i r haft á viðhorf og framvindu heimsmálanna; engin önnur þjóð, þegar tekið er til þess hve Canadiska þjóðin enn er fámenn, og telur aðeins eitthvað um tólf miljónir íbúa, getur litið yfir í samtíð vorri jafn fjölþættan frægðarferil og þessi unga þjóð getur með fullum rétti gert; þegar hún mælir, hlustar allur heimurinn á rödd hennar og fagnar einarðari og frjálsmannlegri forustu hennar, nema ef vera skyldi Rússinn, sém sýnist eiga alveg ótrúlega örðugt með að átta sig á því hvað í vestrinu búi og hvers sé þaðan að vænta; vonandi sannfærist hann þó einn góðan veðurdag um það, að fyrir vestrinu vaki aðeins gott eitt. — hugsjón persónufrelsis og alþjóða friðar. Þróun Canadísku þjóðarinnar í stjórnartíð Mr. Kings, er vitaskuld ekki eins manns verk; að halda slíku fram væri hvorki meira né minna en helber firra; sér til aðstoðar hefir Mr. King jafnan valið hina hæfustu menn, er svo voru honum jafnaðarlega samhentir, að um ráðaneytið m á 11 i réttilega segja, að þar væri í rauninni ein hjörð og einn hirðir; þegar þannig hagar til má jafnaðarlegast góðs árangurs vænta. Mr. King hefir lifað óbrotnu lífi alla sína ævi; hann hefir verið manna starfsamastur og unnið svo að segja myrkranna á milli; hann hefir janfan haldið hvíldardag- inn heilagan og kosið að samstarfsmenn sínir í ráðu- neytinu gerðu og eitt hið sama; virku dagarnir væri nógu margir og nógu langir til þess að skila mætti auð- veldlega sæmilegu dagsverki, enda mætti auðveldlega bæta við þá hænufeti ef svo byði við að horfa. Mr. King hefir látið það manna bezt, að samstilla til átaks jafnt á tímum friðar sem stríðs, hin mörgu, og um margt fjarskyldu þjóðflokkabrot, er land þetta byggja, og af þeirri ástæðu út af fyrir sig, þó ekki væri fleiru til að dreifa, stendur canadíska þjóðin við hann í ævarandi þakkarskuld; hann hefir verið, og er þann dag í dag, einn hinn fágætasti sáttasemjari, sem þjóðin hefir eignast; þetta er nú löngu viðurkent, og það engu síður af þeim, er um eitt skeið hötuðust við hann og gerðu honum alt til miska. Hin fölskvalausa frelsisást, sem Mr. King var í blóð borin, hefir svipmerkt allan hans langa og lit- brigðaríka starfsferil og skapað honum ódauðlegt nafn í sögu hinnar canadísku þjóðar. í ræðum sínum og afskiptum af opinberum málum, hefir grunntónninn í málaflutningi Mr. Kings fyrst og seinast lotið að mannhelginni og virðuleik einstaklings- ings, en einmitt þar er að finna traustustu hornsteina hins sanna lýðfrelsis; í einræðislöndunum eru slík verð- mæti að vettugu virt. AF SJÓNARHÓL 60 ÁRA ÁFANGA Eftir prófessor RICHARD BECK (Ræða fyrir minni stúk. “Heklu”, flutt á æfmælishátíð íslenzku stúknanna í Winnipeg, 22. nóvember 1948). Enginn félagsskapur lifir og dafnar um áratuga skeið, nema hann eigi sér verulegan tilverurétt, flytji lífrænan boðskap og vinni að tímabæru og þörfu hlut- verki. Annars fellur hann skjótt að velli því að tíminn, hinn óvægi dómari, skilur hveitið frá hisminu í félags- legum efnum eigi síður en öðrum, og það eitt þróast til langframa á því sviði, sem ekki er fúið í rót, en nærist við lífstrauma vakandi hugsjóna í verki. Þegar þetta er í minni borið, og allar aðstæður teknar til greina, verður það augljósara en ella, hversu merkur atburður 60 ára afmæli íslenzku Good Templ- ara stúknanna er í félagsmálasögu íslendinga í Vestur- heimi. Teljandi eru þau félagsleg samtök þeirra, sem eigá sér að baki jafn langan, óslitinn starfsferil. Dr. Sigurður J. Jóhannesson, hinn ótrauði forystumaður bindindismálsins austan hafs og vestan, komst því réttilega að orði, er hann s a g ð i í afmælisgrein um íslenzku stúkurnar fimmtugar: “Annars er vert að geta þess, að sá félagsskapur, sem hér er um að ræða, á hreinni braut að baki sér en flest önnur félög, sem fæðst hafa og starfað í vestur-íslenzku félagslífi.” Mak- lega bætti hann við þessum orðum: “í Good Templara reglunni hafa staðið og starfað mætir menn og kær- leiksríkar konur úr öllum flokkum vor á meðal.” Vel er því og meir en verðugt, að hátíðlegt sé haldið LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER, 1948 60 ára afmæli íslenzku átúknanna, og innilega þakka eg forstöðunefndinni fyrir þá sæmd, sem hún hefir sýnt mér, með því að óska þess, að eg mælti hér fyrir minni stúk. “Heklu”, minnar eigin stúku, þó að mér finnist, hinsvegar, að eg hafi lítið til þess unnið. Það liggur í augum uppi, að 60 ára starfssaga verö- ur eigi, í tiltölulega stuttri ræðu, rakin nema í nokkrum höfuðdráttum. Þeim, sem frekar vilja fræðast um stofn- un og starfsferil stúk. “Heklu”, vísa eg til sögu hennar í Minningarritinu, sem út kom í tilefni 25 ára afmælis hennaf árið 1913, og samin var af séra Guðmundi Árnasyni, einum hinum ágætasta og áhugasamasta fé- laga hennar, og til hins ítarlega erindis “Hékla 50 ára”, sem Stefán Ejnarsson ritstjóri, einnig einn af einlægustu og dyggustu starfsmönnum stúkunnar, flutti á 50 ára afmælissamkomu stúknanna og prentuð var í Heimskringlu 12. janúar 1938. En eigi verður stúk. “Heklu” svo minnst ,að stúk. ‘ Skuld” komi þar eigi einnig við sögu, því að hin síðar- nefnda er, eins og alkunnugt er, beinn afspringur hinn- ar fyrrnefndu. Liggur það utan vébanda þessarar ræðu að rekja þá atburði nánar, en hitt er ekki nema rétt- mætt að benda á, að stúk. “Skuid” kom ekki í heiminn fæðingarhríðalaust, enda voru tildrög stofnunar henn- 9-r á sínum tíma í spaugi nefnd “Heklugosið”. Veit eg eigi getið um í annálum neitt “Heklugos”, sem borið hafi jafn ávaxtaríkan eða þjóöhollan árangur, því að eg ætla sér Guðmund hafa rétt að mæla, er hann segir í sögu stúk. “Heklu” í Minningarritinu: “Einmitt það að stúkurnar urðu tværi jók áhuga og starfsviðleitni Good Templara um helming. Stúkurnar kepptu hvor við aðra. Báðar fjölguðu meðlmum. Samkeppnin efldi þær, en lamaði ekki.” Löngu langt er einnig síðan, að um heilt gréri þeirra í milli og hefir samvinnan að sam- eiginlegum áhugamálum verið hin ágætasta. Nú halda þær einnig, eins og sjálfsagt var og sæmandi bræðra- og systrafélögum, 60 ára afmælishátíð sína samtímis, enda þótt stúk. “Hekla” sé nokkru eldri, stofnuð 23. desember 1887. “Varðar mest til allra orða, undirstaðan rétt sé fundin”, segir hið spaka skáld. Eiga þau sannindi sér- staklega við um menningarleg félagssamtök. Rúmt 60 ára frjósamt starf stúk. “Heklu” — en það á vitanlega við um stúkurnar báðar — ber því vitni, að þeir menn og þær konur af íslenzkum stofni, sem þar lögðu grund- völlinn,' beindu okkur brautina til núverandi áfanga, öyggðu það félagslega umbótastarf sitt á traustum grunni, enda var það rótfest í jarðvegi göfugrar og mannbætandi hugsjónar, markvissri b a r á 11 u gegn áfengisbölinu með öllum þess illu fylgifiskum. Þakklátum huga minnumst við því á þessum sögu- ríku tímamótum stofnenda stfxk. “Heklu”, er jafnframt voru brautryðjendur Alþjóðareglu Good Templara með- al íslendinga vestan hafs. En þessir voru fyrstu em- bættismenn stúkunnar: Ólafur S. Þorgeirsson, æðsti templar Guðm. Þórðarson, vara-templar Einar Sæmundsen, ritari Bjarni Lúðvíksson, fjármálaritari Kristján Guðmundsson, gjaldkeri Stefán Erlendsson, kapilán Andrés Reykdal, dróttseti Sigurður Árnason, vörður Halldór Auðunnsson, útvörður Halldór Oddsson, aðstoðarritari Sigurlaug Bjarnadóttir, aðstoðardróttseti W. J. Fin^ey (Friðfinnur Jóhannesson), umboðsmaður Margrét Skaftason, gæslumaður ungtemplara Jón Júlíus, fyrrv. æðsti templar Auk ofantaldra fjótán embættismanna, tóku þess- ir tíu aðrir einnig þátt í stofnun stúkunnar: Guðm. Jónsson, Bjarni .Jónsson, Tómas Jóhannesson, Sigurð- ur Sölvason, Níels M. Lambertsen, Þóra Sæmundsen, Jóna Magnúsdóttir, Jakobína Guðlaugsdóttir, Sarah Simons og Ingibjörg Thorgrimsen. Úr þessum hópi frumherja varanlegrar bindindis- starfsemi meðal Vestur-íslendinga er nú enginn ofan moldar, það eg til veit. Blessuð sé minning þeirra allra! Við ávörpum þá fögrum orðum skáldsins: “Þökk sé öllum þeim, er stóðu þéttast, fastast merki hjá! Friður með þeim sé, er sofa Sæmdarverki dánir frá !” Skylt er og að geta þess, að þræðina frá stofnun stúk. “Heklu” má rekja til íslands, því að sumir þeir, sem þar voru að verki, höfðu kynnst Good Templara reglunni og starfi hennar heima á ættjörðinni. Farast séra Guðmundi þannig orð um það atriði í sögu stúk- unnar: “Var það slíkum mönnum að þakka, að íslenzk Good Templara stúka komst á fót í Winnipeg.” Fór því ágætlega á því, að á afmælishátíð þessari hafa þeg- ar fluttar verið bróðurlegar og faguryrtar kveðjur frá Stórstúku íslands og íslenzkum templurum heima fyrir. Þá er stúk. “Hekla” hafði verið stofnuð bættust heni brátt nýir félagar, svo að snemma í marz. 1888 eru þeir orðnir um 70 talsins, og fór þeim fjölgandi fram eftir vorinu og sumrinu; nokkur afturkippur kom þó í stúkuna og starf hennar um þær mundir, við klofning þann innan hennar, sem leiddi til stofnunar stúk. “Skuldar”, en furðu fljótt rétti “Hekla” við eftir það áfall, enda bættist henni á næstu árum mikill og góður liðsauki. Er ekki að efa, að bindindisáhugi hafi einkum ráðið hjá mörgum, er í stúkuna gengu, en félagslega þörfin vafalaust einnig átt sinn mikla þátt í því, hve margir leituðu þangað á þeim árum. Hér er aðeins unnt að geta sérstaklega örfárra þeirra félaga stúk. “Heklu”, sem bættust í hópinn á fyrstu starfsárunum og stóðu þar fremstir í fylkingu um langt skeið. Bergsveinn M. Long gekk í stúkuna 14. marz 1890 og var síðan til dauðadags (1937) einn af athafnasömustu starfsmönnum hennar og máttar- stólpum. Þ. 11. marz 1892 gekk Guðrún Jóhannsdóttir Búason í stúkuna, og varð brátt hin atkvæðamesta starfskona að bindindismálum bæði innan stúku sinnar og Stórstúkunnar; hún sat einnig allmörg hástúkuþing og var fyrsti íslendingur, sem kosinn var í framkvæmd- arnefnd hástúkunnar. Guðmundur Anderson, sem gekk í stúkuna árið 1890, var einnig einn af ágætustu félags- mönnum á fyrstu árum hennar, sat á mörgum stór- stúkuþingum og var oftar en einu sinni kosinn stór- templar. í sögu stúkunnar eftir sér Guðmund í Minning- arriti hennar er getið fjölmargra félaga hennar frá því tímabili og þar eru einnig birtar myndir og æviágrip margra þeirra, sem gengu í stúkuna á fyrstu árum hennar og rnjög koma við sögu hennar með mörgum hætti. Úr þeim hópi eru þessir enn starfandi í stúkunni eöa hafa verið það fram á síðustu ár: Helga og Lawr- ence Thomsen, Hreiðar Skaftfeld, Jódís Sigurðsson, Sumarliði Matthews, Guðbjörg Sigurðsson og Sigur- björn Pálsson. Úr stúkunni “ísland”, er var starfandi um nokkur ár, bættust stúk. “Heklu” einnig snemma á árum mætir og merkir félagar, svo sem Hjálmar Gíslason, sem enn er einn hinn tryggasti starfsmaður stúku sinnar. Af skiljanlegum ástæðum hefi eg, á þessum tíma- mótum í sögu stúk. “Heklu”, einkum dvalið við nöfn þeirra manna og kvenna, sem brautina ruddi, en marga aðra mætti telja, sem voru félagar hennar lengur eða skemur á því tímabili, og eigi allfáa úr hópi þeirra, sem víðkunnastir hafa orðið á ýmsum starfssviðum meðal íslendinga vestan hafsins. Hinu ber þó sérstaklega að fagna, að eftir því sem hópur hinna eldri forystumanna og kvenna innan stúk- unnar varð fámennari, hlupu aðrir í skörðin, tóku upp merkið og halda því enn drengilega á lofti, trúir stefnu- skrá stúkunnar og Reglunnar og bindindishugsjón sinni. Þó eg hafi eigi ,af fyrrgreindum ástæðum, néfnt nöfn þessara stúkusystkina minna, votta eg þeim einlæga virðingu mína og þakka þeim hin góðu kynni á farinni leið og sérstaklega einlægt og ómælt bindindisstarf þeirra og trúfestina við hinn göfuga málstað okkar. Hvað er þá orðið okkar starf ? Eða öllu heldur, ykk- ar starf? Hvað hefir stúk. “Heklu” ánnunnist á liðnum 60 árum? Fyrst er þar á blaði bindindisstarfið, sem vitanlega hefir, beint og óbeint, verið aðalstarfið, Stúkan hefir, með ýmsum hætti, lagt sinn skerf til bindindisfræðsl- unnar, unnið að takmörkun vínsölu og látið sig varða lagasetningar bindindismálunum viðkomandi, og tekið þátt í útbreiðslustarfinu, svo sem stofnun stúkna á ýms- um stöðum í Manitoba, sem íslenzkir templarar hafa staðið að. Ber þá að geta stærsta afreksins, sem stúkurnar hafa innt af hendi félagsstarfsemi sinni til stuðnings, en það var bygging samkomuhúss þeirra, og átti stúk. “Hekla” að sjálfsögðu sinn drjúga hlut í því þarfa og þakkarverða fyrirtæki. Þessir menn voru í hinni sam- eiginlegu fulltrúariefnd stúknanna meðan húsbyggingin stóð yfir (árið 1906) og höfðu alla umsjón með henni: Kristján Stefánsson, Jóhannes Sveinsson, Bjarni Magnússon, Jón Tr. Bergmann, Gunnlaugur Jóhanns- son, Ásbjörn Eggertsson, Guðmundur Bjarnason, Sig- fús Jóelsson og Magnús Jónsson. Þarf eigi að fjölyrða um það, liver hagur starfsemi stúknanna varð að hinu nýja félagsheimili sínu, enda má segja, að það hafi, að kirkjunum íslenzku undan- teknum, verið eini griðastaður íslenzkum félagssam- tökum og samkomuhöldum í Winnipeg-borg, og er það íslenzkum templurum til ævarandi sæmdar, að þeir réðust í það stórvirki snemma á árum að reisa þetta myndarlega samkomuhús sitt. Hefir það með ýmsum hætti verið lagfært og endurbætt. Hafa viðhald þess og umbætur kostað ærið fé og útheimt geysimikið starf og fórnfýsi af h á 1 f u fulltrúanefndar stúknanna og annara félaga þeirra, og skyldi það metið og þakkað að verðleikum. Hefir stúk. “Hekla”, sem vænta má, ekki látið sitt þar eftir liggja. Hún hefir einnig átt sína miklu hlutdeild í líknar- og mannúðarstarfi stúknanna, sem einkum hefir verið í því falið, að þær hafa haldið við sjúkrasjóðum, sem fé hefir verið veitt úr til stuðnings og líknar veiku fólki. Nema framlög stúknanna úr þeim sjóðum samtals mörgum tugum þúsunda dollara. Það er bróðurkær- leikur í verki. Þá er þjóðræknislega hliðin á starfi stúknanna, og eiga þær þar báðar jafnan hlut að máli, þær hafa eigi aðeins frá fyrstu tíð og fram á þennan dag, haldið fundi sína á íslenzku, heldur stofnuðu þær snemma á árum laugardagsskóla í íslenzku fyrir börn og unglinga og starfræktu hann, með góðum árangri, um langt skeið, eða þangað til þjóðræknisfélagið kom til sögunnar og tók við umsjón hans. Harla margþætt er því 60 ára starfsemi stúknanna orðin, og hlutdeild stúk. “Heklu” í henni, eigi aðeins frá bindindislegu sjónarmiði, heldur einnig menningar- lega og félagslega, almennar talað. Félagslíf og menn- ingarviðleitni íslendinga í Vesturheimi hefði orðið drjúgum fátækari og svipminni, ef íslenzkir templarar hefðu þar eigi að verki verið. Eins er þó ógetið í því sambandi, og hreint ekki hins ómerkilegasta, en það er þátttaka og forysta ís- lenzkra templara í starfi Stórstúku Manitoba, en þeir hafa frá því um aldamót skipað þar nær alla embættis- mannasessina og jafnframt látið í té aðalstarfskraft- ana. Ýmsir félagar úr stúk. “Heklu” hafa árum saman átt sæti í framkvæmdarnefnd stórstúkunnar, en skylt er að geta þess sérstaklega, að Arinbjörn S. Bardal hefir í meir en aldarfjórðung verið stór-templar, enda hefir hann nefndur verið sverð og skjöldur Stórstúk- unnar. Hafi íslenzkir templarar vestan hafs því þakkir (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.