Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 1
I PHONE 21 374 iot O orn cr"‘r‘ rers *&&& ^ v A Complete Cleaning Inslitution 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER, 1948 NÚMER 48 Til stúknanna Skuldar og Heklu í Winnipeg, Manitoba, Canada Kæru samherjar, systur og bræður. ÞÓTT VÆNGJUÐ faratæki hafi nú gert flestar fjarlægðir að litlu sem engu, þá er það þó enn svo, að fótur margra er fastur, þá fljúga vill önd. Svo er um mig að þessu sinni. Eg er sbaðbundinn hér á skrif- stofu minni í Reykjavík, en nú leitar hugurinn vestur yfir At- landsála, inn á hina miklu Vest- mörk, þar sem er “háskóli lífs fyrir manndómsins þor”, leitar á slóðir sælla og ljúfra endurminn- inga. Nú hefði eg viljað vera horfinn á hátíðarfund stúkn- anna Heklu og Skuldar, er þær minnast sextíu ára starftímabils. Á fundum þessara .stúkna átti eg marga hlýja og ánægjulega kvöldstund, og þar kynntist eg góðu fólki, sem hefur orðið mér minnisstætt og kært. Og fjar- lægðiin gerir nú sitt til að varpa á þetta forna félagslíf ljóma minninganna. Verið viss, kæru bræður og systur, að eg hef oft látið hugann reika til ykkar á þessar slóðir, varðveiti mjög ljúf ar endurminningar um félagslíf okkar og samstarf og alla dvöl mína yfirleit í landinu sólar, blóma og bjartviðris. Eg vildi hjartansfegin vera horfinn til ykkar sem snöggvast og geta rétt fram bróðurhönd með hamingju- óskum og þakklæti fyrir liðinn tíma. Eg öska ykkur inniiega til hamingju í tilefni-60 áraafmælis- ins og flyt ykkur beztu kveðjur konu minnar og heillaóskir. Beztu þakkir fyir allt gamalt og gott. Leggi drottin blesun sína yfir unnin störf og baráttuna framvegis og geri hana sigur- sæla. Tveir eru þeir óvinir mann kynsins, sem mestum þjáningum valda. Það eru styrjaldirnar og áfengið. Gegn þessum óvinum mannlegrar velferðar, verða allir mannvinir og friðelskandi menn að sækja, klæddir hertýgjum ljóssins og brennandi í anda og trú á þann Guð, sem sigurinn veitir. óvinurinn er máttugur, hann verður ekki sigraður með sljóvum vopnum, né af hálfvolg- um mönnum. Þar þarf til héil- huga menn, heita, sterka og vel vopnum búna, vopnum andans og mannkærleikans. Og aðeins hinn æðsti máttur getur veitt mönnunum nægilegt fulltingi í slíkri sókn og baráttu. Um allan heim er ágimdin enn rót alls hins illa. Hún stendur á bak við áfengisbölið og styrj- GREINDARMÆLING Á SKÓLABÖRNUM aldarbrjálæðið. Betra hlutskipti getum við ekki kosið okkur en að vinna gegn þessu og að efl- ingu bræðralags, friðar og guðs- ríkis á meðal mannanna. Eg fagna því, fyrir mitt leyti, að lafa átt þess kost síðast liðin 18 ár, að vinna hér á landi að bind- indi og öðrum menningarmál- um, ferðast um landið, kynnast góðu fólki og sjá ýmislegt gerast til heilla fyrir land og lýð. Enn ógnar áfengisbölið heill og vel- ferð þjóðarinnar, og ekki sízt æskulýðsins, en stöðugt fjölgar þeim mönnum, körlum og kon- um, sem leggja v i 1 j a lið hinu góða málefni og styðja að úrs- litasigri þess. Hjartanlegustu kveðjur til ykkar allra og annarra vina þarna í vestrinu. Blessun drott- ins fylgi störfum ykkar komandi tímum til heilla fyrir land og lýð og allt mannkyn. I trú, von og kærleika, Pétur Sigurðsson By courtesy of ''The Winnipeg Tribune” Hon. D. L. Campbell ÞINGSETNING í FYRRA LAGI Hinn nýi forsætisráðherra Manitóbafylkis, Hon. D. L. Camp bell, hefir lýst yfir því, að fylk- isþingið muni verða kvatt til funda nokkru fyr, en venja hef- ir verið til, og að samkomudagur þess verði einhverntíma í janú- ar; kveðst hann gera þetta vegna þeirra bænda, sem á þingi sitja of þurfa að komast heim fyrir vorannir; venjulega hefir þingið eigi komið saman fyr en eftir miðjan febrúarmánuð. Photo bv Karsh Hon. Stuart S. Garson í KJÖRI TIL SAMBANDSÞINGS ÁVARP Úr borg og bygð Á fundi er fræðsluráð hélt fyr- ir fáeinum dögum, var rætt um nauðsyn þess, að barnaskólar bæjarins, hafi í sinni þjónustu mann, er unnið gæti að greind- armælingum og athugunum á skólabörnum. I sambandi við umræður þess- ar bar Jónas B. Jónsson fræðslu fulltrúi fram svohljóðandi til- lögu, sem samþykkt var með samhljóða atkvæðum nefndar- manna: “Fræðsluráð leggur til, að ráð- inn verði einn kennari til þess að vinna að greindarmælingum og athugun á skólabörnum í Reykjavík, og vinni hann fyrst og um sinm undir stjórn dr. Matthíasar Jónassonar.” Mbl. 10. okt. til stúknanna Heklu og Skuldar í Win- nipeg í tilefni sextugsafmælis þeirra. í NAFNI Stórstúku íslands og allra Reglusystkina heima á gamla Fróni sendum við stúkunum Heklu og Skuld í Winnipeg bróðurlegar kveðjur og hamingjuóskir í tilefni sextíu ára afmælis þeirra. Sömu óskir og kveðjur viljum við jafnframt færa Stór- stúku Manitoba, en þar vitum við, að íslenzkir bræður og íslenzkar systur hafa löngum verið aðalstarfskraftarnir og eru enn. Við minnumst með gleði þess samstarfs, sem Stórstúka Islands hefur á ýmsum tímum átt við íslenzka templara í Vesturheimi, bæði Stórstúku Manitoba og stúkurnar í Winnipeg, og vonum, að það samstarf slitni aldrei, en fari vaxand.i Mættu vel þau bönd, er þann veg hnýtast milli íslenzks þjóðernis og íslenzkrar menningar í Vesturheimi styrkj- ast í framtíð. Við göngum þess ekki duldir, að starf stúknanna Heklu og Skuldar hefur mikla blessun af sér leitt í sextíu ár. Megi bless- un Guðs hvíla yfir starfi stúkn- anna í framtíðinni, svo að þær geti lagt fram drjúgan skerf til þess, að hugsjónir Goodtemplara reglunnar verði að veruleika í syndum spiltum heimi, því að “að vera læknir lífsins meina, er listin fagra, stóra, eina”. Mættu víðar og verkmiklar dyr opnast stúkunum Heklu og Skuld til starfs og dáða, svo að þær gætu int þá fögru og miklu list af höndum sjálfum þeim til sóma, en mörgum til gagns og' mans- Hinn nýji dómsmálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Hon. Stuart S. Garson, var útnefndur þann 17. þ. m. sem þingmanns- efni Liberalaflokksins í Mar- quette kjördæminu í Manitpba; þingmaður kjördæmisins, Mr. Glen, lét nýverið af þingmensku vegna heilsubilunar; aukakosn- ing í Marquette fer fram þann 20. desember næstkomandi. Sýnt þykir að C.C.F.-sinnar muni einnig hafa frambjóðanda í kjöri í áminstu kjördæmi. Fjölsóttur afmælisfagnaður SEXTIU ÁRA afmælishátíð stúknanna Heklu og Skuldar. sem haldinn var, í salarkynnum þeirra á Sargent Avenue í Winnipeg á mánudaginn var, 22. þ.m., var mjög fjölsótt, og bar þess ljósan vott að stúkurnar eiga sterk ítök í hugum fólks á þessum slóðum, enda má tvimælalaust fullyrða að þær hafa leyst af hendi hið mesta þjóðþrifastarf fyrir íslenzka þjóðarbrotið hér vestra. AUKAKOSNING FAIRFORD f Sunnudaginn þ. 7. þ.m. voru gefin saman í hjónaband þau Guðrún Kristín Sveinbjörnson og John Schultz. Brúðguminn er af þýskum ættum, og borið gott orð af þeim sem þekkja til. Séra S. S. Christopherson gaf saman; hafði hann skírt og fremt brúðurina. Kristín er dóttir hinna mætu hjóna Guðmundar G. Sveinbjörn sonar og Þuríðar, búamdi innan bygðar; eru þau frændmörg hér. Brúðirin var skrýdd upp á það prýðilegasta, og brúðarmeyjar sömuleiðis; brúðarmeyjar voru þær Guðrún Magnúson, frænka brúðurinnar og M. Vandenram- eede. Brúðarsveinar voru Þor- steinn bróðir brúðarinnar og Charlie Schultz bróðir brúðgu- mans. Blómamær var Audrey Schults, bróðurdóttir brúðgu- Jafnskjótt og Mr. Garson tókst á hendur dómsmálaráðherra- embættið í sambandsstjórninni, lét hann af þingmensku í Fair- ford kjördæmi; nú hefir skipast þannig til, að þar fari fram auka- kosning þann 23. desember næst- komandi ekki enn vitað hverjir verði frambjóðendur í kjördæm- inu. NÝJA RÁÐANEYTIÐ í OTTAWA hamingju. Bróðuflegast. I trú, von og kærleika. Krlstinn Siefánsson Stórtemplar Jóh. Ogm. Oddsson (St. R.) SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Frá þingi þeirra í Parísmá svo segja að alt hjakki í sama farinu. Berlínar deilan er enn óleyst, og eitt og hið sama er um Palestínu- málin að segja. Erindrekar Rússa þverskallast við öllum miðlunar- tilraunum Vesturveldanna og hamra á því nótt sem nýtan dag, að Bretland og Bandaríkin séu ■að hervæðast í óða önn með það fyrir augum, að koma Soviet ríkjasambandinu fyrir kattarnef. Sami tónninn, sami áróðurinn. Að lokinni hjónavígslu hófst brúðkaupsveizla, í samkomusal Concordiasafnaðar mikil og ágæt; prýðileg' brúðarkaka skreytti borðhaldið . . . Mikill fjöldi manns sótti at- höfnina; voru sumir komnir langt að . . . Margar kostulegar gjafir voru fluttar hinum ungu hjónum; fylgja þeim hugheilra árnaðar- óskir hinna mörgu vina og vanda mann. ♦ Mr. Bjarni Goodman, ættaður úr Selkirk, lézt nýverið hér í borginni, 44 ára að aldri; hann var jarðsunginn frá Bardals. ♦ Mr. Pétur Thorsteinsson frá Wynyard, Sask., var staddur í borginni í fyrri viku. Hið nýja, eða réttara sagt hið endurskipaða ráðanauti í Otta wa, að frá skildum tveimur und- antekningum, er nú þannig sam- sett: F orsæiisr áðherra LOUIS ST. LAURENT Búnaðarráðherra J. G. GARDINER Uianríkisráðherra L. B. PEARSON F j ármálar áðherr a DOUGLAS ABBOTT Fiskiveiðaráðherra ROBERT MAYHEW Heilbrigðismálaráðherra PAUL MARTIN Verkamálaráðherra HUMPHREY MITCHELL Hermálaráðherra BROOKE CLAXTON T eknar áðherr a JAMES MCcCANN Pósimálaráðherra ERNEST BERTRAND Ráðherra opinberra verka ALPHONSEFOURNIER Endurskipulagsráðherra R. W. WINTERS Innanríkisráðherra COLIN GIBSON Dómsmálaráðherra STUART S. GARSON Soliciior-General JOSEPH JEEN Samgöngumálaráðherra LIONEL CHEVRIER Verslunarráðherra C. D. HOWE Ráðherra hermannamálefna M. F. GREGG Ráðherra án sijórnardeildar SEN. WISHART ROBERTSON Samkoman fór fram undir stjórn hr. A. S. Bardal, stórtemp- lar, og fórst honum samkvæmis- stjórnin hið besta úr hendi. Skemmtiskráin, sem var mjög ítarleg og fulllöng eins og hún var auglýst, varð ennþá lengri við nokkur innskot á síðustu stundu, sem enginn átti von á, og mun ýmsum hafa fundist það óþarfa ábætir og tímatöf. Sam- koman byrjaði um kl. 8, og voru þá margir búnir að sitja alllengi, en henni var 'ekki lokið fyr en klukkan að ganga tólf, en þá var sest að kaffidrykkju í neðri sal hússins. Aðalræðumenn voru þeir dr. Richard Beck og dr. Rúnólfur Marteinsson, og mæltu þeir hvor um sig fyrir minni stúknanna. Auk þess flutti dr. Beck kveður frá Stórstúku Islands, og frá hr. Pétri Sigurðssyni, ritstjóra temp- laramálgagsins Einingin. Flutti hann síðan snjalt og skörulegt erindi sem að nokkru leyti var sögulegs eðlis, en að nokkru eins konar hvaðning til vopna í her- ferðinni á móti Bakkusi. Dr. Marteinsson gerði Skuld svipuð söguleg skil, og mælti um leið brennandi örvunarorðum til starfsliðs stúknanna. Var gerður besti rómur að báðum ræðunum. Einnig flutti dr. Sigurður Júl. Jóhannesson hugvekju um vín og ofdrykkju; nefndi hann mái sitt: Rödd í eyðimörku. Fanst honum málstaður templara illa staddur með samtíð vorri, en horfði þó djörfum augum fram í tímann, fullviss um endanlegan sigur í stríðinu enda þótt að ein- staka orustur kynni að ganga ó- vininum í vil. Allir vita hversu einlægur læknirinn er í slíkum málaflutningi, enda var máli hans tekið með almennu lófa- klappi áheyrenda. SJÖTÍU OG FIMM AFMÆLI ÁRA Winnipeg borg átti nýlega sjötíu og fimm ára aímæli, og var þá þegar mikið um það rætt, hvernig þessa sögulega viðburð- ar yrð; a viðeigandi hátt minst; var málið reifað í bæjarstjórn, og loks að þeirri niðurstöðu kom- ist að heppilegast myndi að fresta væntanlegum hátíðahöld- um í tilefni af afmælinu fram á næsta sumar, og varð það að ráði. Nú hefir borgarstjórn mætl svo fyrir, að hátíðahöldin vegna af- mælisins hefjist þann 6. júní næstkomandi, og það látið í veðri vaka, að þau standi yfir frá þremur dögum upp í viku; verð- ur ekkert tilsparað að gera þau sem allra tilkomumest, enda verðskuldar borgin einungis það bezta; ferðamenn, sem hingað koma, dást jaínan að því hve Winnipeg sé vingjarnleg og þrifaleg borg. HVEITI UPPSKERAN f ÁR Að því er hagstofunni í Otta- wa segist frá, nam hveituppsker- an í þessu landi í ár 393,300,000 bushelum; er þetta svipað upp- skerumagn við það í fyrra; með- an á kornslætti og þreskingu stóð, var veður með allra hag- stæðast móti, og þar af leiðandi náðist svo að segja alt korn ó- skemt. KOMMÚNISTAR VINNA Á Kveðju skeyti voru lesin. Á meðal þeirra var erindi í ljóðum frá gömlum Winnipeg manni og stúkubróður, Þórði "Christie, í Vancouver, B. C. Átakanleg og áhrifamikil kvík- mynd “Drunken Driving” var sýnd. Má telja víst að templarar gætu gert málstað sínum meira gagn með sýningu slíkra mynda, en með mörgum ræðum um bind indi. Yfirleitt fór samkoman ánægjulega fram. Enda þótt lengi væri setið munu allir hafa farið ánægðir heim, og óska af- mælisbörnunum Heklu og Skuld langra lífdaga og framkvæmda á ókomnum árum. FERÐALAGI FRESTAÐ Frá borgarstríðinu í Kína, er það nýjast að frétta, að Komm- únistar sýnast vinna jafnt og þétt á; hafa þeir nú á valdi sínu 13 höfuðborgir hinna einstöku fylkja af 35. Forustumenn Na- tionalista hafa skorað á Truman forseta, að veita þeim nýtt pen- ingalán og auknar byrgðir vopna; um undirtektir forseta er enn eigi vitað. KONA KEPPIR VIÐ GARSON Fjörutíu og átta ára gomul húsmóðir Mrs. Earl Keating, hefir verið útnefnd af hálfu C. C. F. flokksins sem gagnsækj- andi Garsons dómsmálaráðherra við aukakosninguna til sam- bandsþings, sem fram fer í Mar- quette kjördæminu þann 20. desember næstkomandi. Svo hafði verið tilættlast, að brezku konungshjónin, ásamt dóttur þeirra Margaret Rose prinsessu heimsækti í vetur Ástralíu og New Zealand og legði upp í ferðalagið í febrúar- mánuði næstkomandi, nú hefir það verið formlega tilkynt frá konungshöllinni i London, að ferðalagi konungsfjölskyldunnar hafi verið frestað um óákveðinn tíma, vegna lasleika hans há- tignar konungsins; er mælt að hann þjáist af dofa í fæti vegna óheglulegrar blóðrásar. LOFTÁRÁSIR MEGIN- HÆTTAN í NÝRRI STYRJÖLD Tedder lávarður, formaður herforingjaráðs breska flughers- iris, flutti í dag ræðu, í tilefni af herferðinni, sem breska stjórn in nú beitir sér fyrir til að fá fleira fólk til að ganag í landher, flugher og flota. — Lagði lávarð- urinn áherslu á það, að ef til nýrr ar styrjaldar komi, stafi mesta hættan af árásum úr lofti. Til þess að vera sterkir fyrir, verðum við jafnan að vera við öllu búnir, sagði lávarðurinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.