Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER, 1948 3 MRS. BJÖRG MAGNÚSSON MINNINGARORÐ Eins og sagt hefir verið frá í íslenzku blöðunum, andaðist hún á heimili sínu á Lundar, Þriðjudaginn, 19. október. Hún var ættuð úr Suður-Múlasýslu á ís- landi, f æ d d í Fannadal í Norðfirði, 11. febrúar, 1863. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðmundur Jónsson og Sigurbjörg Sigfúsdóttir. Vestur um haf kom hún 25 ára igömul, árið 1888, og tók sér bólfestu í Winnipeg, ári síðar giftist hún þar Ólafi Magnússyni. Að 7 árum liðnum fluttu þau til Mary Hill, sem er nálægt Mani- toba-vatni. Síðar námu þau land í nágrenni við Lundar bæ. Þar bjuggu þau allmörg ár, og þar komu þau upp börnum sínum. Þegar ellin færðist nær fluttu þau að Lundar. Þar andaðist hann fyrir nokkrum árum síðan. Hún hélt áfram að vera á Lund- ar, bjó þar ein og hafði laglegt og gott heimili. Börnin hennar, sem þó áttu heima annarstaðar veittu henni kærleiksríka um- hyggju, en hún hafði ánægju af því að líta eftir hag sínum sjálf Islenzkt sjálfstæði var ríkt í eðli hennar. Heilsu hafði hún fremur góða fyrir aldurinn, og síðasta legan var stutt. Ánægð við Guð og menn kvaddi hún þennan heim, á sjötta árinu yfir áttrætt. Hugarfar hennar stefndi að því sem gott var og fagurt. Hún unni kirkju og kristindómi og studdi þau málefni eftir mætti. Heimilið var aðail starfið. Að því vann hún með anda og hönd. Ástvinum sínum var hún alt í öllu. Hún hafði yndi af blómum og unað af því að annast þau. Sál hennar fann nautn í söng- list og ljóðum. Fagurt hugarfar hennar, birtist einnig í gjöfum og annari hjálpsemi þeim til handa sem erfitt áttu. Nytsemd, listfengi og velvild fléttuðust saman í æfistarfi hennar. Þau hjónin eignuðust 4 börn. Guðmundur sonur þei'rra féll í fyrra veraldar-stríðinu. Á lífi eru: Guðny Sigurbjörg, kenslukonaj í Winnipeg; Magnús Ágúst, kvæntur mað- ur í Bisset, Manitoba; Sveinn kvæntur maður í Win- nipeg. Útför hennar fór fram á Lund- ar, laugardaginn, 23. október. Kveðjumálin voru flutt af séra Rúnólfi Marteinsyni, í Lútersku kirkjunni þar og í grafreit bæj- arins. Kirkjan var alskipuð fólki. Blessuð sé minning hennar. “Hvað er ekki í einu ljóði falið, einum söng frá góðu hjarta? Já, alt sem fagurt er skal verða talið” Rúnólfur Marteinsson Œtlar ríkisstjórnin ekkert að gera? Eftir dr. JÓN búASON Grein þessi er hér birt aS tilmælum höfundar. — Ritstj. EKKI ER ÉG að kref ja landsstjórnina aðgerða með þessari fyrirsögn. En ef minnst er á síðustu fregnir af Grænlairdi, er þetta venjulegasta viðkvæðið: Ætlar ríkisstjórnin ekkert að gera ? Útvarpið hrópar um land allt og Alþýðublaðið ritar með hálfsíðu-fyrirsögn: Business and Professional Cards "Slórkosllegl fu.tidið í jörðu magn af blýi á Grænlandi." SIGURBJÖRN SVEINSSON rithöfundur, sjötugur Vinarkveðja: Islenzkrar þjóðar óskamögur, afmælisbarn við farinm veg. Haustsólin, blessuð, björt og fögur brosi þér núna yndisleg. Sjötugan öldung sæmi hún sinni heilögu geislarún. Þú hefir lifað ljúfa daga við listastörf, — við þrár og mennt. Ritmennska þín er sólskinssaga. Sögurnar aldrei getur fennt þó fari um landið frost og snær, fárviðri tímans standast þær. Ungmennaskarinn anm þér, vinur, æskan lífsglaða fagnar nú. Ættlandsins niðja óskahlynur, arftaki að Snorra list ert þú. Barnasögum margt blómið grær, en “Bernskunnar” tónum enginn nær. Þá eru ljóðin ljúfu, þýðu og lögin þín mild en tónaskær. Hjarta þíns listablysin blíðu brenna í sál, og lýsa fjær. Voru í þessum vermireit vakin blómfræ í hyerri sveit. / Sjötíu ár þú berð á baki, bjartur er ennþá svipur þinn. Hlýja sem fyrr í handartaki, hljómfagur snjalli rómurinn. Ellin þér naumast gerir geig, goðkynjuð sálin ern og fleyg. Árnar þér, vinur, árs og friðar alþjóð og lofar verkin þín. Hafstraumur lífsins hljóður niðar. Haustsólin mildum geislum skín. — Jleill þér sjötugum, Sigurbjörn ! Sæmd þimni fagna landsins börn. H. Th. B. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ Eins og samkepni á sviði viðskip>talífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. GRÍPIÐ TÆKIFÆRJÐ! THE (OLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG. "Talið, að Grænland muni verða mesia blýframleiðsluland í heim- inum." Þetta "stórkosilega magn af blýi hef ir f u n d i z i við King Oscars Bay á Ausiur-Grænlandi. Er lalið, að það sé svo mikið og auðveli að vinna það, að þar verði á næsiunni hægl að fram- leiða meira blý, en nokkurl land. Hefir danska stjórnin gefið út opinbera tilkynningu um fund þessarar námu. "Áæilað er, að það blý, sem fundizl hefir, muni nema um 1 miljón smálesia, en það samsvarar um ársframleið- slu af blýi í heiminum undanfar- ið” (Alþbl. 17-9-48). I skeyti til Morgunblaðsins 18. september er talið, að verðmæti þessa blýs "nemi um 500 miljón- um (danskra) króna" eða fimm- falda þá upphæð, sem Danmörk fékk fyrir vestur indísku eyjarn- ar okkar, sem hún seldi í hemild- arleysi 1916. “Námurnar eru mjög aðgengi- legar við ströndina. Lauge Koch býsi við að finna fleiri málma í jörðu í Grænlandi. Fundur þess- ara náma er talixm merkilegasti fundur í Grænlandi síðan kryo- litnámurnar fundust á öldinni sem leið.” (Morgunblaðið 18-9Á8) Fjörður Óskars konungs, er á ca. 71V2 nbr. næsti stórfjörður fyrir norðan -öhumlengri (Scoresby- sund). Er Óskarsfjörður þó frek- ar sund en fjörður, en öllum- lengri er lengsti fjörður Græn- lands eins og nafnið segir til um og greinist hann í marga firði er innar dregur, svo sem segir í Krókanefssögu. Ein miljón tonna af blýi, 500 miljón króna virð, (sem sjálfsagt er langsamlega of lágt reiknað), er aðeins forsmekk ur af stórkostlegri námu-auð- legð, sem á eftir að finnast í Grænlandsbyggðum, er svo voru nefndar í fomöld, en það er austurströnd Grænlands frá 70° nbr. og norður úr. "Það var iilkynni hér í Kaup- mannahöfn í dag, að danskir vís- indamenn hefðu nýlega fundið dálíiið af úraníum í Grænlandi" (Morgunbl. 17-9-48), en útvarpið mun hafa verið búið að flytja fréttina áður. Það var löngu talið víst, að úraníum mundi vera til á Grænlandi. Þar sem Grænland er þrisvar sinnum stærra en öll Norðurlönd með Finnlandi, væri hugsanlegt, að allt úraníumið væri ekki fundið þar enn?! Sleinolía finnsí á Grænlandi. "Danksa jafnaðarmannablaðið (sijórnarblaðið) segir frá því að sieinolía sé í jörðu á Grænlandi á svæði, sem er slærð við Sjáland." (F. Ú. 15-9-47). Olíusvæði það, sem um er að ræða, er á Eisunesi, milli Bjarn- areyjarsunds og Umanak-fjarð- ar. Leðju-gosstöður sögðu til steinolíunnar þarna. Við hreins- un steinolíurnar fæst bensín, smurningsolía, og svo mörgum hundruðum skiptir af ýmisleg- um efnum. I Bandaríkjimum eru þessi efni undirstaða stórfellds efnaiðnaðar. Eisunes er eitt af hinum auðugu námusvæðum j Grænlands, fullt af ágætum kol um og járnlögum. Um 1 til 2 mánuði í íyrra sum- ar og nú í sumar, hefir v e r i ð íeynd vísindaleg málmleit á Grænlandi. Um árangur þeirrar leitar er öllu haldið leyndu nema því, sem stjórninni í Kaupmanna höfn finnst æskilegt, að allir fái að vita. Sennilega hefir fleira fundizt en það, sem var, eða þótti full rannsakað eða heppilegt að birta. Meira að segja hefir aðeins sáralítill hluti Grænlands fengið þá jarðfræðilegu rannsókn, sem er skilyrði fyrir því, að vísinda- leg málmleit geti hafizt. Og hin vísindalega málmleit sjálf er varla hafin enn. Áður en vísindaleg málmleit kom til sögunnar, var Grænland þriðja land í heimi, þar sem flest- ir málmar og verðmæt steinefni höfðu fundizt. Það þarf t. d. ekki vísindalega málmleit til að sjá heil fjöll og eyjar úr marm- ara, ágætum og ýmislega litum. Getur marmari verið efni til ýmislegs og merkilegs iðnaðar, auk þess sem hann getur verið útflutningsvara sem efni. Á Grænlandi austan og vestan eru svo stórkostleg og góð kolalög, allt upp í 3 metra þykkt, að Grænland er sennilega eitt af mestu kolalöndum í heimi. Ná- lægustu kolalög þess við ísland eru við Hamlet-fjörð, er gengur í norður frá mynni Öllumlengri, eins og sagt er í Krókanefssögu. Fjarlægðin frá Kolbeinsey þang- að er 30 danskar mílur (dægur- sigling forn) í norður. Kolalögin liggja þarna opin vestan við fjörð inn og í hlíð dalsins norður af firðinum, og eru þau þar jafnað- gengileg til töku og grjótið sjálft. Kolin á Austur-Grænlandi eru. sams konar og á Svalbarði, og liggja þau lög vestur Norður- strönd Grænlands og yfir á eyj- (Frh. á bls. 7) Hátíðarguðsþjónusta í Bessastaðakirkju s. 1. sunnudag (Frh. af bls. 2) Stígssonar var fenginn Þjóð- minjafsafninu. Kirkj ugarður inn. 1941 var kirkjugarðurinn um hverfis alla kirkjuna og leit út eins óg títt er um kirkjugarða víða í sveitum hér á landi. Síð- an hefir tekist smátt og smátt að slétta talsverðan hluta garðs- ins og setja flatar hellur á grafir í stað legsteina. Er nú áhugi hjá sóknarnefnd og fleirum að gera því sem eftir er garðsins í gam- alli mynd sömu skil, svo allur garðurinn verði sléttur grasflöt- ur með flötum hellum á leiðum. — Slík hella átti að vera komin á leiði Gríms Thomsens og konu hans en hefir dregist vegna inn- flutningsvandræða á steinsmíða- tækjum (sögum). Mbl. 3. nóv. SELKIRK METAL PROOUCTS LTD. Heykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviö, heldur hita. KETJ.T SVEINSSON Sími 64 358. 187 Sutherland Ave., \VTinnái*eg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 94 624 Ofíice Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, SolicJtor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA íebdsteID EWELLEF 447 Porlage Ave. Winnipeg Also 123 TENTH ST. BRANDON Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.atf. Verzla f helldsölu meö nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrlfst.sfmi 26 355 Heima 66 462 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslml 95 826 Heimllis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlml: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur < augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Helmaeími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islentekur lyfsali Fólk getur pantað meöul og annaö meö póstl. Fljót afgTeiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkklstur og annast um ttt- farlr. Allur fktbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimllis talsími 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson PHYSICIAN and SURGEON WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Ph. 96 441 PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Ghartered Accountants 219 MoINTTRE BLOCK Winnipeg*, Canada Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 627 Medical ArU. Bldg. Office 99 349 Home 403 288 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORO APTS. 594 Agnes SL Viötalstlmi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlie hrs. 2.30—6 p.m Phones: Office 26 — Res. 230 Ofíice Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson , 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 962 WINNIPEO Dr. Charles R. Oke Tannlcekntr For Appointments Phone 94 908 Offiee Hours 9—6 404 TORONTO QEN. TRTT8T8 BTTILDINO 283 PORTAGE AVE Winnipeg, Man. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgö, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lö gfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Slmi #8 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fraeh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS 8TREE3T Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH Bus. Phone 27 989 Res. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. i. Rovatzos, Proprletress Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.