Lögberg - 25.11.1948, Side 7

Lögberg - 25.11.1948, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER, 1948 7 Minningarorð um FRÚ ÖNNU ÓLAFSSON ÞANN 27. október síðastliðinn seig frú Önnu Ólafsson hinsti blundur á brá að lieimili Helgu dóttur sinnar og manns hennar Jóns T. Árnasonar, fyrrum kaupmanns, 648 Victor Street hér í borginni, eftir lang- an og svipmikinn ævinferil, því hún var níutíu og þriggja og hálfu ári betur, er dauða hennar bar að. Frú Anna var fædd í Bygg- garði á Seltjarnarnesi hinn 5. dag maí mánaðar árið 1855. Foreldr- ar hennar voru Sveinbjörn Guð- mundsson og Petrína Regína Rist. Anna var eigi fædd, er föð- ur hennar misti við; níu ára að aldri fluttist hún með móður sinni og stjúpföður, Ásgeiri Möll- er að Læk í Melasveit og þar átti hún dvalarstað unz hún giftist fyrra manni sínum, Ólafi Arna- syni og fluttust þau þá til Akra- ness; þeim Önnu og Ólafi varð fjögurra barna auðið og voru þau þessi: Páll, er lézt 22 ára að aldri; Einar, kaupmaður og málara- meistari á Akranesi; Petrína Regína, búsett í Win- nipeg; Máfríður, er lézt 5. ágúst í ár í bænum Cleveland í Utahríkinu í Bandaríkjunum. Fyrra mann sinn, Ólaf, misti Anna á Akranesi eftir tiltölulega stutta sambúð ... Seinni maður Önnu var Jónas Ikkaboðsson ættaður úr Dala- sýslu; þau bjuggu um hríð á Akranesi, fluttu þaðan til Reyk- javíkur og áttu þar heima í þrjú ár, en fóru til Vesturheims árið 1911, og þar lézt Jónas ári síðar. Með Jónasi eignaðist Anna fimm börn er nú verða hér talin: Halldóra, búsett í Winnipeg; Asgeir, er dó níu ára að aldri; Benedikt, málarameistari í Winnipeg; Helga til heimilis í Winnipeg, Sveinbjörn prestur, búsettur í Duluth í Minnesotaríkinu; öll komust börn Önnu, þau, er fullorðinsaldri náðu, vel til manns og njóta trausts og virð- ingar samferðamanna sinna, enda drengilega alin upp og af góðum stofni komin. 1 kvæðinu, sem Þóroddur Guð- mundsson frá Sandi y r k i r til móður sinnar, stendur þessi gull- fallega vísa, sem mér finst fyrir margra hluta sakir táknræn eins og væri hún í rauninni mælt fyr- ir munn eftirlifandi barna frú Frú Anna Ólafsson önnu; mér skilst að þau hljóti að hugsa eitthvað svipað og Þóroddur skáld; munurinn að- eins sá, að hann yrkir um móður sína, sem enn er á lífi, en börn Önnu geyma nú móður sína í endurminningunni, en vísan sem vikið var að, er á þessa leið: “Þú elskar og dáir ljóð og listir. Líf þitt er dýrlegt, sem helgi- sögn. Þú landsins dóttir og ljóssins systir, hve lángjöful voru þér guðleg mögn. —Hvar sem í alheimi önd þín gistir að eilífu blessi þig heilög rögn.” Ekki man ég til þess, að fund- um okkar frú Önnu bæri saman á Islandi; en skömmu eftir að eg kom vestur, tókst með okkur góð vinátta, er styrktist að sama skapi og viðkynningin varð lengri. Frú Anna var mikil að vallar- sýn og tíguleg í fasi; hún var ó- venju fagurvaxin kona, sem eng- ir erfiðleikar, engar eldraunir gátu beygt í baki. Hugboð hefi eg um það, að lengi framan af ævi hafi frú Anna þreytt krapparóður við hin örðugustu lífskjör án þess að láta á sjá, eða leggja árar í bát; ekkert myndi hafa verið fjarskyldara skapgerð hennar, en það; hún bjó yfir sjaldgæfri lífsgleði og drakk í sig lífsþrótt úr ríki hinna æðri máttarvalda; sá sem átti hana að vini var ekki einn á ferð, því svo var hún auðug að ástríki og umhyggjusemi, að naumast varð lengra komist, né fegurri áfanga í þeim efnum náð. Frú Anna var ein af hinum glæsilegustu konum sinnar sam- tíðar, og bar í rauninni allstaðar af fyrir fríðleiks og atgerfissakir, hvar sem sást til ferða hennar; slíkar konur verða eigi auð- gleymdar; út frá lífi þeirra og starfi, mannkostum og minning- um, leggur bjarma, sem Lýsir langt fram á veg. Dvalartíma sinn í þessu landi eignaðist frú Anna mikinn fjöldá trúnaðarvina, er dáðu persónu- leik hennar og andlega göfgi; hér leið henni vel og var borin á höndum barna sinna og annara vina; þó var hún altaf annað veif- ið með hugann heima, þar sem hún hafði slitið barnaskónum og háð hina ströngustu lífsbaráttu; hún naut ósegjanlegs yndis af lestri blaða og bóka heiman af íslandi, en spurði þó jafnan fyrst frétta af Akranesi, eða um það hvort eg hefði við hendi eintak af samnefndu tímariti, sem þar er gefið út; og væri svar mitt jákvætt, hýrnaði til muna yfir hinni háöldruðu sigurhetju; hún unni fæðingarlandi sínu og ís- lenzku þjóðinni hugástum og vildi veg Islands í öllu. Auk barna sinna, sem nú hafa nefnd verið, lætuir frú Anna eftir sig hálfbróður Kristján Möller, málarameistara í Reykjavík. Útför frú Önnu fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á laugar- daginn þann 30. október að við- stöddu miklu fjölmenni; allir fundu til þess, að verið væri að kveðja tápmikla og göfuga kvennhetju, sem gengið hefði á guðsvegum langa og kærleiks- ríka ævi, og yrði hvíldin góð. Prestur Fyrsta lútersku safn- aðar, séra Valdimar, J. Eylands, flutti fögur kveðjumál, auk þess sem sonur hinnar látnu, sr. Svein björn Ólafsson, flutti við lík- börur móður sinnar yndisleg kveðju og þakkarorð fyrir hönd systkina sinna og venslaliðs. Jarðsett var í Brookeside graf- reit. Einar P. Jónsson. TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED •*■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TAKE “TIME-OUT” . . . to visit EATON'S Sporting Goods Section, and view the extensive assortment of hockey equipment for Midgets right up to Seniors. Competent clerks are on hand to aid and advise you in your choice. Sporting Goods, Third Floor *T. EATON C°u-™ Minnitt BETEL í erfðaskrám yðar Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. GUNNAR ERLENDS50N Umboðsmaður fyrir ELSTU hljðöfærabúð Vestur- landslns J. J. H. McLEAN & Co. Ltd. Rdðgist við ofannefndann við- víkjandi vali hljóðfcera Pianos: HEINTZMAN — NORDHEIMER og SHERLOCK MANNING MINSHALL Orgel fyrir kirkjur RADIOS og SOLOVOX Sími 88 753 HEIMILI: 773 SIMCOE STREET SEND YOUR FALL CLEANING AND LAUNDRY NOW F0R FAST SERVICE Use Perth’s Carry and Save Store or Phone 37 261 PERTH’S Œtlar ríkisstjórnin ekkert að gera? (Frh. af hls. 3) arnar norðan við Kanada. Kola- svæðið á Vestur-Grænlandi er á Króks fjarðarheiði, Eisunesi og Bjarney og víðar. Þau kol eru úr pálmaskógum og mjög feit og vel fallin til að bræða þau. Við bræðsluna fæst bensín, olía og yfir þúsund margvísleg efni önn- ur. Þessi efni voru á Þýzkalandi fyrir stríð undirstaða hins ágæta og víðfræga efna- og meðala-iðn- aðar Þjóðverja. Fyrir stríð vildu samtök á Bretlandi, er réðu yfir til að bræða kol á Vestur-Græn- landi, en fengu ekki. Þessi kol eru nú brotin lítils háttar með ófullkomnum véla- kosti á einum stað til allra þarfa á Grænlandi <?g handa skipum, er sigla við Grænland og frá Grænlandi, og janfvel stundum að meira eða mina leyti leiðina til Grænlands aftur. Notagildi vestur-grænlenzkra kola, er tekin voru úr Græn- iandsfarinu “Godthaab” 1919, og landsstjórnin lét rannsóknar- stofu Islands rannsaka, reyndust að notagildi ca. 5,400 hitaeinging- ar. Um gæði kolanna sagði Rann- sóknarstofan: “Kolin brenna fremur ört, ef þau hafa nægi- legt loftaðstreymi, og eru ekki daunill, enda er örlítið um brenn istein í þeim. Fyrst í stað brenna kolin með löngum loga, en hann slokknar brátt, og úr því brenna þau logalítið. Askan er miklu léttari í sér en venjuleg steinkola aska. Yfirleitt virðast kolin ágæt is eldsneyti, og eru áreiðanlega eins góð og skotzk kol. (Græn- land á Krossgötum, bls. 60). Um gæði kolanna úr námu, er eitt sinn var brotin á Eisunesi, sagði it. B. Krenohel skrifstofustjóri í ritgerð um námugröft á Græn- landi: “Gæði kolanna eru hér um bil hin sömu og venjulegra New- castel-kola. Hitagildi þeirra er ca. 6,400 hitaeiningar, og askan er sáralítil” (Danske Atlander- havsöer, bl. 528). I Grænlandsóbyggðum (á aust- urströndinni) finnast eflaust rík- ar járnnámur. I sambandi við kolalögin á Vestur-Grænlandi eru lög af rauðum járnsteini. Járninnihald hans er ekki mjög hátt (mig minnir 48%). I mjög gömlu basalti á þessum slóðum er og mikið járn, og í því eru stórir klumpar af hreinu járni, er s í a z t hafa frá grjótinu, er hraunið rann. Síldveiðimenn myndu segja, að það væri járn- legt þarna. Auðæfi þau, sem geymd eru í kolalögum Grænlands og olíu, eru ómælanleg og ómetaleg til fjár. Svo mikil eru þau auðæfi og svo lífsvarðandi eru þau. Orkulindir heimsins ganga óð- fluga til þurrðar, svo þau lönd, sem ekki eiga sjálf olíu og kol, er þar að kemur, verða illa stödd. Þði munuð segja, að þá komi atómorkan — já, og Grænland á nóg af henni. En atómorkan verður líklega aldrei nothæf nema í geysistó'rum aflstöðum, þaðan sem leiða má aflið um stór lönd með mörgum stórum borg- um og verksmiðjum. Og hvar er vissa fyrir því að atómorkan verði ódýrt afl í nálægri framtíð? Af úraníum er sáralítið til í heim inum og ekki er það gefið núna! Meðal hinna mörgu dýru mál- ma og efna, er fundizt hafa á Grænlandi, er gull og silfur og dýrir steinar. Séra Ívar Báðarson Grænlendmgur, ráðsmaður á biskupssetrinu í Görðum, segir um 1360, að á Grænlandi sé gnógt af silfurmálmi. Auðvitað sagði hann þetta satt, en hvar eru sifurnámurnar? — 1 og við rústir Eskimóakofa í Júlíönuvon hafa fundizt hreinir silfurstein- ar, þ. e. klumpar af náttúrlegu, óbræddu, hreinu silfri, en hvar er náman? Hún kemur fyrr eða síðar í ljós. — Allt framfjallið í Eystribygð er sunnudursprungið fullar af annarlegum efnum djúpt úr jörðu. Eystribyggð er því eitt af álitlegustu námusvæð- urn Grænlands. Á Vestur-Grænlandi eru miklar og ágætar grafit- og as- bestnámur. Þar eru og kopar- námur. Igviglut í Miðfjörðum er einasti staður í heimi, þar sem kryólit hefir fundizt. Það er því einokunarvara, og það harla mjög eftiirsótt, því kryolit er bráðnauðsynlegt hjálparefni við aluminíumframleiðslu. Eitt sinn var rætt um að koma hér upp al- uminíumframleiðslu við fossafl- ið. Mundi eign kryolitnámunnar sízt veikja aðstöðu vora til þess. Hlutafélag vinnur nú kryolit- námuna. Hefir danska stjórnin lagt námuna fram sem helming á móti verksmiðjum hluthafanna í K-höfn, skipakosti og mann- virkjum á Grænlandi o.s. frv. og telur danska ríkið sig eiga helming hlutabréfanna. Útborg- aður arður af þeim helmingi var á fjárlögum Danmerkur fyrir 1946 áætlað 4.6 milj. danskra króna, eða af öllu hlutafénu alls 9.2 milj. d. kr. Hversu miklu kryolltútflutningurinn nemur alls, veit óg ekki, en hann er jafn- gildi dollara eða betur. Mikið má það vera, ef landssjóður Is- lands og verzlunarjöfnuður þarfnast ekki þessara dollara. Sú vair tíðin, að við u r ð u m nauðugir að sætta okkur við það, að Danir sætu löglaust yfir hlut okkar í öllum málum, einn- ig að þeir arðrændu föðurleifð vora Grænland og þrælkuðu í- búa þess miskunnarlaust. En nú er tíminn og aðstaðan orðin önn- ur. Nú get um við lagt hvaða á- greinings mál við Danmörku, sem vera skal, í alþjóðadóm, einnig hið löglausa hald Dana á Grænlandi og auðæfum þess. Hví látum við Dani nú halda Grænlandi og auðæfum þess? Hví krefst landsstjóm vor þess ekki, að það sé afhent hinum réttu eigendum, og málinu skot- ið til dóms, ef ekki em gefin greið svör. Erum vér máske með biðinni að launa Dönnum það, að þeir kaupþrælka og pína af- komendur landa vorra á Græn- landi og halda löglaust handrit- unum, o.s.frv. eða er það ætlun ís lenzku þjóðarinnar, að lands- stjórn vor gefi Dönum Græn- land með öllum auðæfum þess og minningum, eins og sjálfsagða uppbót á fyrri viðskipti? Viljið þið góðir landar og æsku lýður Islands ekki samþykja slíka gjöf, þá takið Grænlands- málið fyrir á mannfundum og rökræðið það, og að athuguðu máli skuluð þið gefa Alþingi og landsstjóm vorri aðvart um, að þið krefjist, að Grænlandsmál- inu verði án frekari biðar vís- að í alþjóðadóm, vilji Danir ekki strax afhenda íslandi Grænland. Mörgum sinnum hefir verið bent á það, að fyirir framtíð ís- lands sé það lífsnauðsyn, að það tryggi sér hin miklu námuauð- æfi Grænlands sem efni til að vinna úr með orku íslenzku foss- anna við hinar góðu íslausu hafn ir á íslandi. sér alhliða eða marg- víslegar Um leði og Ísland hefir tryggt efnivörur frá Grænlandi, eru með því sköpuð hin ákjósan- legustu skilyrði fyrir stórfelld- um vélknúnum stóriðnaði á ís- landi, því frá verksmiðjum við íselnzku hafnirnar þarf enga járbrautarflutninga, heldur ligg- ur frá þeim sjálísögð hin bein- asta og ódýrasta flutningabraut, hafið, út til allra stranda heims. Heimsverzlun og stórfelldur kaupskipafloti mun skapast á landi voru. Þetta eru ekki aðeins glæsilegustu framtíðairmöguleik- ar íslands, heldur einnig svo stórfelldir, að allt annað hverfur eins og smámunir í samanburði við þessa möguleika, sem ísland á að öllu leyti sjálft með lögum og rétti, en eru nú að nokkru leyti enn í iránsmanna höndum. I Grænlandsmálinu eru Islend- ingar að berjast fyrir lífsrétti sín um, fyrir möguleikanum til að geta í framtíðinni lif að sem sjálf- stæð og sjálfbjarga menningar- þjóð. Grænlandsmálið er barátta þjóðar vorrar fyrir lífi sínu. Þetta er framtíðarmál, og á sem slíkt fyrst og framst tilkall til þess, að æskulýður landsins sinni því og taki það upp á airma sína og beri það fram til sigurs. íslenzkir æskumenn! Leggið þessu máli eins heilhuga og ein- huga lið og þið eruð drengir til! Baráttan er hafin, og málið er komið inn í íslenzka pólitík, þótt það sé ekki flokksmál. Og barátt- an stendur, máske, ekki mest um hin efnislegu atiriði, sem ég hefi dvalið við, heldur um heiður ís- lands og sögu, tækifæri til að bjarga og hjálpa afkomendum hinna fornu íslenzku landnáms- manna á Grænlandi, sejpi nú eru kúgaðir af erlendri þjóð með svörtustu kaupþrælkun, sem bæði er storkun við siðmenningu vorra tíma og við þjóð vora, sem næstum með öllu var útrýmt með þessu þrælataki sjálfs hel- vítis. Oss ber skylda til að reyn- ast Grænlendingum sem bróðir bróður. Og gagnvart feðrum vor- um og framtíðinni ber oss skylda til, að láta ekki arfleifð v o r a lyndan ganga, heldur reka réttar vors með sóma, og hefja nýja landnáms- og söguöld. Jón Dúason Tíminn 25 sept. Unusal ^re-CljrtSítmaSÍ cBargain $ú,00 Cream '■J Oil Wave Quality guaranteed. Plenty of curls and smart ringlet ends. A wave t h a t everyone will admire. c . . $Q.50 opecial yj Price includes Shampoo and Fingerwave. Willa Anderson Will Look After You. She Is Efficient and Artistic. True-Art Beauty Salon 206 TIME BLDG„ 333 Porlage Avenue, Corner Hargrave Phone 94 137

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.