Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.11.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER, 1948 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON Jr. Hann var látinn vera þarna í pínu- kassanum í þrjátíu og þrjá klukkutíma áður en hann var tekinn út. Hendur hans og fætur voru stokk bólgnar og þegar að hann reyndi að ganga slagaði hann og féll. Varðmaðurinn sem þarna var viðstadur, kom honum aftur á fæt- urnar, en kapteinninn sagði við raust: “Eg er hræddur um að við höfum sleppt honum út of snemma, en ef hann talar ekki þá getur hann farið til baka og ent út mánuðinn.” Það leið yfir vesalings negrann og þeir báru hann inn í klefann hans. Phil ásetti sér að gjöra alt sem í hans valdi stæði, með réttu eða röngu, illu eða góðu, til að frelsa Ben Cameron úr höndum þessara djöfla. Hann vissi enn ekki hvar klefi sá var sem þeir héldu honum í. Hann hélt áfram þessu yfirskini vingjarnlegrar forvitni, stóð í sambandi við Kafteininn, og Kafteinninn í sambandi við peninga buddu Phils. Hann fékk boð um eftir- tekta verða athöfn sem fram ætti að fara í fangelsinu og hann flýtti sér á staðinn. Kafteinninn gaf honum í skyn að nokkuð nýtt væri á ferðinni og tók hann með sér þangað sem hann sá hvar raðir af fangelgis húsum sem bygð voru úr trjábolum stóð. Að innan voru klefarn ir í þeim fóðraðir með sterkum borðum sem negld voru á bolina og efst á hverri klefa hurð, um tíu fet frá jörðu, var ofur lítil rúða í hurðinni hérum bil átta þumlungar á kant. Frá þessum klefum mátti h e y r a hreyfingu og mannamál, blótsyrði, stunnur og hróp um vægð, öllu saman- blönduðu. “Hvað gengur hér á?” spurð Phil. “Djöflagangur”. Sagði Kafteinninn hlægjandi. “Það lítur út fyrir það.” Heilmikill dýnkur heyrðist inni í einum klefanum eins og að þungur hlut- ur félli á gólfið, og svo varð alt hljótt. “Það er slæmt að við getum ekki séð þetta altsaman”, sagði Kafteinn- inn. “Hvað meinar þetta?” Spurði Phil. Aftur hlóg Kafteinninn hrottalega. Eg hefi mann með herra blóði í æð- um þarna inni, sem verið er að lægja í rostann. Hann gerðist máldjarfur við mig og eg er að láta hann skilja hverjir það eru sem að ráða hér. “Hvað ertu að gjöra við hann”? Spurði Phil sem nú var farinn að verða órór. “Ó, eg er að gjöra að gamni mínu við hann ! Eg setti tvo íllvíga hvíta drykkjurúta inn til hans og sagði þeim að reyna að laga í honum tennurnar og nudda dálítið um andlitið á honum til þess að undirbúa hann undir hlut- verk hans á meðal almúgafólksins.” Svo hlóg hann aftur. Phill lagði eyrað við skráargatið og hélt uppi hendinni. “Gefðu hljóð þeir eru að tala.” Hann heyrði rödd Ben Camersons, sem sagði: “Segðu það aftur.” “Sem þér þóknast herra.” “Nú báðir saman og dálítið hærra.” “Sem þér þóknast herra.” “Sú tegund sem kemur er herra hennar kallar.” “Tegundin sem kemur þegar herra hennar kallar.” “Nú báðir saman — hundurinn sem undir er virðist hafa ofmikið ofaná sér, það er eins og munnurinn á honum sé fullur af baðmull.” Þeir höfðu þetta upp eftir honum, en nokkuð hærra. “Algengur — róu — skeltur — ílla- ættaður — hundur.” “Já herra.” . “Hafið þið þetta upp.” “Algengur — róuskeltur — íllaætt- aður — hundur.” “Tveir af þeim.” “Nú altsaman, og samtaka — við — erum — það.” “Já herra,” tóku þeir upp sam- róma.” “Með fyrirgefningar bón til hund- anna — ” “Og hvernin stendur á að herra ykkar heiðrar hundabúrið, með nær- veru sinni í dag?” “Hann barði Negra á höfuðið, svo hart að hann kiknaði í ökla liðnum, og að hann hefir tekið kvíld frá starfi sínu.” “Það er satt Towser, ef að eg hefði þig og hann Tige í nokkra klukkutíma á dag til að temja þá gæti eg gjört góða veiði hunda úr ykkur.” Svo varð þögn. Phil leit upp og brosti. “Hverju er það líkast?” Spurði K'afteinninn í efablöndnum róm.” “Mér heyrist það vera líkast því, ef að sunnudagaskóla kennari væri að kenna nemendum sínum ný fræði.” Kafteinninn tók upp lykil sinn og sagði “Það er eitthvað athugavert við þetta.” Hann opnaði dyrnar og skaust inn. Ben Cameron sat á bakinu á óþokk- unum báðum, hélt í hárið á þeim og var að berja hausunum á þeim saman. “Komið þið inn herrar mínir, sýn- ingin stendur yfir — dýrin standa sig ágætlega.” sagði Ben. Þegar Kafteinninn sá hvað um var að vera bölvaði hann sárann og hefði sjálfsagt hafist handa til hjálpar sendi sveit sinni, ef Phil hefði ekki ráðist á hann, rekið aftur á bak upp að vegg klefans og tekið fyrir kverkarnar á hon- um, og lyklana af honum. “Ef að þú opnar á þér munninnn, mann hundurinn þmn þá læt eg t a k a þig fastann, og hneppa þig í varðhald. Eg hefi allar þær sannanir sem eg þarf. Eg er foringi í her Bandaríkjannna — hinum verulega landher þerira — ekki í neinni rándeild. Þessi maður hérna er vinur minn. Komdu með okkur á skrifstofu þína og strykaðu út úr bókum ykkar ákær- urnar á móti honum.” “Kafteinninn þorði ekki annað en hlýða, og Ben og Phil héldu aftur heim til Piedmont. Þegar Elsie heyrði söguna um ó- hæfu þá, sem höfð var í frammi við Ben sýnd niún honum óvanalega m i k i n n hiýhug, en hann vissi að það sem fyrir hafði komið hlaut að verða til þess að færa þau fjær hvort öðru, en þau hefðu áður verið. Ósjálfrátt fann hann kalda og ósveigjanlega andúð frá föður henn- ar leggja um sig eins og hrímþoku vetr- arins, sem varð til þess, að efia og auka hans eigin mótþróa og metnað, þrátt fyr ir það þó hann vissi, að Elsie hefði aldrei til hugar komið að gefa hönd sína og hjarta nokkrum manni án vilja og sam- þykkis föður síns, en metnaður Ben Camerons var of róttækur til þess, að hann hefði geð í sér til að leita sam- þykkis Stonemans um ráðahag við dótt- ir hans, og svo var vöknuð tilfinnnig hjá lionum fyrir því, að skoðanamunurinn á milii Stoneman föður Elsie, og síns fólks, væri svo róttækur að yfir hann yrði aldrei komist. Phil varð frægur af þessari ferð, og það lék um hann nokkurskonar netju ljómi að minstakosti að því er Cameron fjölskylduna snerti Margret var fáorð, en viðmótið hennar talaði skýrar en nokkur orð hefðu gjört, en honum fanst það ódrengilegt að færa sér tilfinningar hennar í nyt, undir kringumstæðunum. En hann var ekki seinn til að sýna, að honum var móðurleg viðkvæmni, og þakklæti frú Cameron kærkomið. Það voru nokkrir nágrannar saman komnir á Cameron heimilinu þetta sama kvöld, til þess að tala við læknirinn, um ástand- ið — um vonir fólksins, ótta þess og sorgir, og hlustaði Phil þar á þær átak- anlegustu og alvarlegustu samræður sem hann hafði nokkurntíma heyrt. Samræðurnar virtust vera eðlilegar, af stöðu þeirra og lífi. En þær voru alt annars eðlis og alvarlegri, en þær sam- ræður er hann hafði vanist, yfirlætis- leysi, göfgi, þolgæði og hógværð þessa fólks, náði æ sterkari tökum á Phil. Það varð honum geðþekkara með hverjum líðandi degi. Marion fór ekki dult með aðdáun sína á Phil, og var sífelt að stríða hon- um á Margreti. Miðvikudaginn næstan eftir að Phil kom til baka frá Columbia var hún úti með séra Hugh McAlpin allan daginn, svo Phil fór að hitta Mar- ion sér til afþregingar. “Hvað viltu gefa mér til að stríða þér á Margréti þegar hún er viðstödd?” Spurði Marion. Phil roðnaði út að eyrum. “Þú skalt ekki dyrfast að reyna slíkt, ef þér er ant um að lifa!” “Þú veist þér er ekki fjarri skapi að vera strítt á henni.” Sagði Marion glettnislega. “Máske ekki þegar það er gjört prívatlega á milli mín og annars eins vinar og þú ert —” “Þú nærð aldrey í Margréti, nema þú berir þig betur eftir henni, en þú hef- ir gjört. “Þá finn eg náð í þínum augum.” ‘Nei, eg ættla mér að gifta mig á meðan að eg er ung.” “Og hver er svo hugsjón þín í líf- inu?” “Að fylla heiminn með fögrum blómum, hlátri og söng — sérstaklega mitt eigið heimili og taka aldrei hend- inni til neins sem að eg get látið mann- inn minn gjöra fyrir mig. Hvernin lýst þér á það?” “Eg held það sé yndislegt,” svar- aði Phil alvarlega. Á föstudaginn næstan á eftir þess- um atburðum skrifaði Cameron læknir leiðara í Piedmont blaðið “Eagle” undir sínu eigin nafni, þar sem hann for- dæmdi meðferðina á Ben sem ófyrir- gefanlegan yfirgang og einstaklings réttar rán. Klukkan þrjú þann sama dag kom Gilbert Kafteinn foringi herdeildarinnar sem var þar í bænum, með flokk her- manna með sér á skrifstofu blaðsins. Einn þeirra hafði með sér sleggju og á tíu mínútum höfðu þeir brotið alt sem brotið varð, á skriftstofunni, sópuðu síðan öllusaman út á götu, settu það þar í hrúgu, hveiktu í hrúgunni og brendu upp alt sem brunnið gat. Þann sama dag var eftirfarandi yfirlýsing fest upp á hurð dómssalsins í bænum. Til fólksins í Ulster héraði: < Ávítanir í sambandi við verk al- mennra starfs þjóna hins opinbera verða máske liðnar, en heraflinn sem yfir þess héraði ræður er ekki í þjón- ustu fólksins í Suður Carolina. Við er- um herrar þess. Ósvífnis aðfinslur blaða, að því er hermálin snerta verða ekki liðnar. G. C. Gilbert Kafteinn og foringi. En Gilbert Kafteinn lét e k k i við þetta sitja. Hann ákvað að sýna fólki að hann léti ekki við orðin ein sitja, svo hann tók Cameron læknir fastann og gaf honum að sök, að hann væri leið- togi hinns ráðandi hugsunarháttar fólksins í Ulster héraðinu. Hann sendi deild af Negra her- mönnum til að taka læknirinn fastann og flytja hann til Columbia og sakaði hann um, að veita endurreisnar lögun- um mótspyrnu, og til foringja þessa flokks, kvaddi hann Gus, sem nú hafði verið reistur upp í undirforingja tign (Corporal), Gus var sagt, að hann skyldi bíða þangað til að hann væri viss um að læknirinn væri kominn heim í hús sitt, en ganga þá að með hreysti og taka hann fastann. Þegar Gus og menn hans komu heim til Cameron læknis sást þar engin hreifing. Þeir gengu rak leitt inn í húsið og inn í skrifstofu læknisins, en urðu ekki varir við neinn. Gus skifti þar liði sínu setti varðmann við allar dyr hús- ins, en tók tvo liðsmenn með sér og fór upp á loft og beint inn í herbergi frú Cameron, þar sem Cameron læknir lág á legubekk og var að hvíla sig því hann hafði verið sóttur til sjúklings þá um morguninn sem bjó í nokkurri fjarlægð og var þreyttur. Þó að púki frá undirheimum hefði komið inn til hans hefði læknirinn ekki orðið reiðari, eða meira hissa, en að sjá Gus og þessa menn sem með honum voru koma inn. Hann spratt upp af legu- bekknum og stóð frammi fyrir fyrver- andi þræli sínum, réttur sem teinn, ka- frjóður í framan og hvesti á hann augun um og sagði: “Hví dyrfist þú?” Gus fór að skjálfa og misti skamm- byssuna sem hann hélt á úr hendinni, og sjálfur fleygði hann sér á gólfið á grúfu, þeir sem með honum voru hróp- uðu upp og þutu út og kölluðu til manna sinna. “Forðið þið ykkur! Forðið þið ykk- ur! Hann hefir drepið Gus! Skotið hann með augunum. Hann hefir töfrað hann. Skæð þið alt liðið fjótt.” Þeir flýttu sér allir á fund Gilberts Kafteins. Kafteinninn skipaði Negrunum að fara til tjalda sinn, en kvaddi alla hvítu hermennina sem hann átti ráð á sér til fylgdar og fór heim til Camerons- læknis og tóku hann fastann, og björg- uðu Gus, sem var næstum búinn að ná sér, og sat undir tré á flötinni hjá hús- inu og tóku hann með sér. Kafteinn Gilbert var í vondu skapi. Hann neitaöi að veita lækninum nokk- *urt ráðrúm til að skrifa fáeinar línur og láta fólk sitt vita hvað komiö hefði fyrir, því það var alt í burtu að heiman þegar þetta gerðist. Frú Cameron var í heimsókn hjá kunningja konu sinni, Ben hafði farið til “Lovers Leap” með Elsie og Margrét var á göngu túr með Phli. Þeir tóku hann með sér og settu hann í gæslu varðhald og vóru tuttugu hermenn setti rtil að gæta hans. Þetta gekk alt svo fljótt fyrir sig, að það voru sárafáir menn í bænum sem vissu nokkuð um það, en þegar það fór að kvisast komu margir til hans, til að votta honum samúð sína, og skyldu ekk- ert í hvernin að á þessu gæti staðið. En þó það furðaði sig á handtöku læknisins, þá var það enn meiri furða, að eftir að hann hafði verið þrjátíu mínútur í varð- haldinu þá kom til hans undirforingi úr hernum og með honum voru hermaður og Negri sem var járnsmiður, og hélt negrinn á tveimur digrum keðjum, með fjötur á báðum endum. Cameron læknir horfði á komu- mennina í svip, og svo þegar svívirð- ingin sem blasti við honum varð honum ljós, rétti hann úr sér og fölnaði í fram- an. Hann bar hendina upp að andlitinu og jafnvægi færðist aftur á hugsun hans, hann leit á fjörana sem Negrinn hélt á og svo á liðsforingjann, og spurði: “Hefir þú verið sendur til að setja þessa fjötra á mig?” “Mér hefir verið falið að gjöra það * herra minn,” svaraði liðsforinginn og benti negranum á að framkvæma sitt verk. Negrinn gekk fram og lauk upp lásum fjötranna og bjó sig undir að setja þá á hendur og fætur læknisins. Fjötrar þessir voru ákaflega þungir, gjörðir úr járnteinum sem voru þrír fjórðu úr þumlungi í þvermál, og festir saman með keðju sem var svipuð og teinarnir að gildleik. “Þetta er óhæfa!” stundi læknirinn upp, og leit í vandræðalega í kring um sig eftir einhverju sem hann gæti varið sig með, svo leit hann aftur á liðsforingann og sagði: “Eg krefst herra minn að fá að tala við yfirforingjann. Honum getur ekki verið alvara með að það sé nauð- synlegt, að setja þessa f jötra á aldraðan mann til að halda honum í fangelsi, sem að tvöhundruð hermenn halda vörð um.” “Það er þýðingarlaust, því hann hefir sjálfur skipað mér að gjöra þetta.” “Eg verð að sjá hann. Það eru eng- in dæmi, til að slík forsmán hafi verið höfðu í frammi við neinn Ameríku mann. Eg krefst réttar þess, sem öllum þeim sem á enska tungu tala var veitt- ur með “Magna Charta” (Hinni miklu réttarskrár) að engin skuli vera tekinn fastur, settur í fangelsi, eða sviftur heimilisrétti án dómsrannsóknar og landslaga.” “Sverðseggjarnar eru einu lögin sem þú verður að lúta. Fyrirskipanir m í n a r þola enga bið. Eg ráðlegg þér sjálfs þín vegna að lúta þeim, eins og góður hermaður, Cameron læknir, þú veist að ég verð að hlýða skipunum yf- irboðara minna.” “Þetta getur ekki verið fyrirskipun nokkurs ærlegs hermanns,” sagði fang- inn æstur. “Slíkar skipanir gefa ekki aðrir fangaverði,” en böðlar og skriðdýr enginn hermaður, sem er í þjónustu sið- aðra þjóða getur beygt sig undir slíka skipun. Stríðinu er nú lokið suðurríkin yfirunnin, og eg á ekki annað föðurland en Bandaríkin, sem eg barðist einu sinni fyrir við Buena Vista. Eg mótmæli þess- ari óhæfu!” Sveitarforingin hörfaði lítið eitt til baka, fyrir eldmóði læknisins. “Takið þið líf mitt! Drepið þið mig ” hélt Cameron læknir áfram og rétti út handleggina. “Drepið— Eg er á valdi ykkar, og hefi enga löngun til að lifa, við slík, kjön Drepið, en neyðið ekki uppá mig og fólk mitt, svívirðingu sem er dauðanum verri.” ’“Gerðu skyldu þína, járnsmiður,” sagði lifsforinginn, sneri sér við og gekk til dyra. Negrinn færði sig nær lækninum, en fór þó varlega. Hann reyndi að festa fjöturinn á hægri handlegg læknisins. Cameron Læknir, greip negrann á augabragði, hóf hann á loft og rak hann niður á gólfið, en steig sjálfur aftur á bak upp að veggnum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.