Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21374
a VA®9**0^
V pa**4 ^13* ^ A Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21 374 ? "V
ctett A Complele
Cleaning
• Instilulion
61. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 9. DESEMBER, 1948
NÚMER 50
ísvarinn fiskur var í október
seldur fyrir hálfa tólftu miljón króna
MEÐALSALA í FERÐ VARÐ HÆRRI í BRETLANDI
Félag Islenskra botnvörpuskipaeigenda birti í gærkvöldi
skýrslu sína um ísfisksölur togaraflotans í októbermánuði, bæði
í Bretlandi og Þýskalandi. I skýrslunni segir m.a. að í 42 söiu-
ferðum togara og níu flutningaskipa, hafi ísvarinn fiskur verið
seldur fyrir alls rúmar 11.5 milj. króna, en skipin lönduðu alls
10.841 smál. af fiski. ísfisksalan í
Danskir tollverði vilja fá að október var um 1,3 milj. kr.
afklæða ferðamenn minni en 1 september.
Eins og fyr segir, var alls far-
in 51 söluferð til Bretlands og
Þýskalands. Skiftast ferðir skip-
anna þannig, að til Þýskalands
fóru 32 togarar, en til Bretlands
10 togarar og 9 fiskflutningaskip.
Þýskaland.
í október nam isfislíssalan til
Þýskalands rúmlega 8,1 milj. kr.
Þar lönduðu togararnir 8.183
smál. fiskjar. Nýsköpunartog-
ararnir 29, sem þar seldu afla
sinn, lönduðu að meðaltali í ferð
266 smál. og meðalsala nam 10.-
145 sterlingspundum. Þ r í r
gömlu togaranna seldu í Þýska-
landi. Meðalafli þeirra var 147
smál., og meðalsala í ferð 5,592.
pund.
Breiland
Fiskflutningaskipin níu og tog-
arnir 10, sem seldu afla sinn í
Bretlandi, fluttu þangað alls
2.675 smál. af fiski, og nam sölu-
verð hans samtals rúmum 3,4
milj. kr. Þrír togaranna voru ný-
sköpunarskip. Þeir fluttu að
meðaltali í ferð 272 smál., og
meðalafli þeirra var nokkru
hærri, en hjá togurunum, sem
fóru til Þýskalands, eða 10.765
sterlingspund í ferð. Gömlu tog-
ararnir seldu fyrir 6117 stp. að
meðaltali og meðalafli þeirra var
129 smál. Flutningaskipin níu,
sem fluttu f i s k til Bretlands,
iönduðu alls 937 smál. af fiski
Meðalsala þeirra í ferð nam 6.-
236 stp.
í seplember.
í september f ó r u togararnir
alls 51 söluferð til Bretlands og
Þýskalands. Þá nam sala ísfisks-
ins alls 12,8 milj. kr. Þá fóru
togararnir 45 söluferðir til Bret-
lands.
Mgbl. 2. nóv.
K. höfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
Danskir tollmenn hafa undan-
farið afklætt fjölda manns við
tollskoðun og er talið að tíundi
hver maður, sem fer í gegnum
tollskoðun sé afklæddur og leit-
að á honum þannig. Hefir þessi
aðferð við tollskoðun vakið al-
menna reiði í Danmörku. Það
virðist ekki skifta máli hvort
tollarar gruni menn um græsku,
heldur taka þeir hina og þessa
ferðamenn fyrir af handahófi.
Neilaði að láta afklæða sig.
I gær tóku tollverðir vegabréf
af danskir konu, sem var á leið
til Noregs vegna þess, að hún
neitaði að láta afklæða sig við
tollskoðun. Hélt hún því fram að
tollmenn hefðu enga heimild, eða
stoð í lögum til þess, að afklæða
fólk og bar konan fyrir sig, að
þessi aðferð væri hneykslanleg
og auðmýkjandi.
Frumvarp til laga.
Fjármlaráðuneytið hefir í dag
borið fram frumvarp til laga um
að lögleiða að tollmenn afklæði
ferðamenn við skoðun og að
ferðamönnum verði neitað um
að fára úr landi ef þeir þrjóskast
við að láta klæða sig úr fötum.
Politiken segir, að það sé ó-
þolandi aðferð, sem tollverðir
hafi við skoðun hjá fólki og
hreint ofbeldi og svívirða. Segist
blaðið vonast til þess, að Ríkis-
þingið neiti að samþykkja frum-
varpið.
Mgbl. 5. nóv.
AFMÆLI VÍKINGS
Þann 30. nóvember síaðstlinn
á 11 i stjórnmálavíkingurinn
heimsfrægi, Winston Churchill
fyrrum forsætisráðherra Breta
sjötíu og fjögra ára afmæli; er
hann kom inn í neðri málstofu
brezka þingsins þá um daginn,
var hann hyltur svo ákaft af öll-
um þingheimi, að fagnaðarlátun-
um ættlaði aldrei að linna.
Mr. Churchill nýtur enn
ágætrar heilsu og starfar jafn-
aðarlegast fram á rauða nótt
ÞINGMANNSEFNI f
FAIRFORD
Á þriðjudaginn í vikunni, sem
leið, var James Anderson lög-
fræðingur í Ashern útnefndur
sem merkisberi samvinnustjórn-
arinnar í Manitoba við aukakosn
ingu til fylkisþings, sem fram fer
í Fairford kjördæmi þann 23
yfristandandi mánaðar; talið er
víst að C.C.F. flokkurinn hafi
einnig frambjóðanda í kjöri.
Eins og vitað er, sagðf Mr.
Garson Fairfordkjördæminu
lausu, er hann tókst á hendur
Dómsmálaráðherra embætti í
Ottawa.
Mr. Garson hafði gengt þing-
mensku fyrir Fairford kjördæmi
um tuttugu ára skeið.
Tvennskonar Stjórnarvöld
í Berlín
Fyrir skömmu gerðust þeir
atburðir að komúnistar tóku með
öllu á vald sitt ráðhús Berlínar
og settu þar á fót sína eigin borg-
arstjórn, sem þeir sögðu að gilda
ætti fyrir alla borgina; sem svar
við þessu settu vesturveldin sitt
eigið borgarráð fyrir vesturhelm-
ing borgarinnar, eða þann hluta
hennar, sem þeir ráða yfir; síð-
astliðinn sunnudag fóru fram
kosningar í vesturhluta borgar-
innar til borgarráðs, og lauk
þeim á þann veg, að Social Demo
kratar fengu um 85 af hundraði
allra greiddra atkvæða. Liberal-
ar fengu um 10 af hundraði, en
Kommúnista aðeins 5 af hundr-
aði.
í austurhluta borgarinnar, sem
Rússar ráða yfir logar um þessar
mundir alt í verkföllum, sem
síðúr en svo er séð fyrir endann
á; er mælt að vistaskortur sé þar
nú með allra tilfinnanlegasta
móti.
Vilja fá flotastöðvar
1 fyrri viku f 1 u 11 u dagblöð
Winnipegborgar þá frétt, að
vernarsamband Vesturveldanna
vildi fá flotastöðvar á íslandi og
í Noregi og Danmörku.
Njósnarflugvél yfir Keflavíkurflugvelli
Amerísk farþegaflugvél komst
með naumindum hjá árekstri
Um kl. 11 síðastl. laugardagskvöld var amerísk íarþegaffUgvél
að lenda á Keflavíkurflugvelli. Var flugvél þessi í 15 hundruð feta
hæð, og að því komin að renna sér niður á völlinn, er flugmenn sjá
allt í einu, að brugðið er upp hvítu ljósi rétt fyrir framan þá. Var
ekki um að villast, að þarna var á ferð flugvél, sem verið hafði
ljóslaus þangað til flugmenn hennar hafa orðið varir við farþega-
fiugvélina rétt á eftir sér og séð, að árekstur var yfirvofandi Þá
hafa þeir brugðið upp ljósinu til þess að forðast voðann, sem vofði
yfir þeim. Og það dugði þeim, hversu óljúft sem þeim hefir verið
að gera vart við sig. ‘
Pearl Palmason
LEIKUR YFIR ÚTVARPIÐ
15. DESEMBER
Fiðlusnillingurinn, P e a r 1
Palmason, mun halda hljómleika
yfir útvarpið frá Toronto, á mið-
vikudagskveldið 15. desember.
Hún verður á Distinguished Art-
isís skemtikrá, en fyrir það út
Varp eru valdir aðeins hinir
snjöllustu listamenn.
Hljómleikaskrá hennar er þessi:
1) . Preludio anti Gavotte from
Partita No. 3 — J. S. Bach.
2) . Poeme — Ernest Chausson.
3) . Two selections — Marie
Therese von Paradio, Jota
Aragonesa (Albeniz).
(Arranged by the Russian-Am-
erican Violinist, Samuel Dushk-
(in.) — CBW 9:30 p.m. — CBK
8:30 p.m.
ÞÝZKI RITHÖFUNDUR-
INN EMIL LUDWIG
LÁTINN í SVISS
Emil Ludwig, hinn heimsfrægi
þýzki rithöfundur, lézt í Sviss
þann 18 sept., 67 ára að aldri.
Banamein hans var hjartabilun,
en af þeim sjúkdómi hafði hann
þjáðst um árastkeið.
Eiml Ludwig fæddist í Breslau
árið 1881. Hann var lögfræðingur
að menntun, en helgaði sig ung-
ur ritstörfunum og skrifaði mik-
inn fjölda bóka. Var hann orðinn
heimsfrægur fyrir ævisögur sín-
ar löngu áður en nazistar komust
til valda í Þýzkalandi, en þá flúðj.,
hann land og var landflótta eftir
það í Sviss og Ameríku.
Ludwig ritaði ævisögur Vil-
hjálms annars, Napoleons, Bis-
marcks, Hindenburgs, Masaryks,
Goethe, Rembrandts, Lincolns,
Símonar Bolivars, Roosevelts
og Stalíns. Af öðrum bókum
hans má nefna 14. júlí, bók um
Krist, sögu Nílarfljótsins og sögu
þýsku þjóðarinar í 200 ár. Ein
síðasta bók Ludwigs var ritgerða
safnið Of Life and Love, sem
kom út í Bandaríkj unum eftir
stríðið.
Við sama heygarðshornið
Frá Ottawa er símað á mið-
vikudagsmorguninn, að aðaljárn-
brautarfélögin í Canada séu
staðráðin í því, að lara fram á
það við járnbrautaráðið í Otta-
wa, að þeim verði veitt leyfi til
nýrrar framgjaldahækkunar,
sem nemi 20 hundraði, þessi
nýja fregn hefir vakið óhug hjá
mörgum manninum, er svo lítur
á, að nóg sé um dýrtíðina eins
og stendur.
NÝJUSTU FREGNIR
Eftir öllum eyktamörkum að
dæma, er naumast annað fyrir-
sjáanlegt, en kommúnistum í
Kína muni lánast að króa af um
250 þúsundir Nationalistafylk-
inganna á svæðunum vestan við
Tinstin — Pukow járnbrautina;
er stjónarherinn þar í háskalegri
gildru, þrotinn svo að segja að
vistum og lítt vopnum búinn.
NÝ TEGUND HVEITIS
í nýjum fregnum er frá því
skýrt, að maður að nafni W.
Single, sem heima á í New South
Wales í Ástralíu, hafi uppgötvað
nýja tegund hveitis, er sé marg-
falt harðgerðari en þær hveiti
tegundir, sem fram að þessu
hafa verið kunnar; staðhæft er
að þessi nýja tegund þoli betur
kulda og drep en nokkrar aðraj
tegundir.
Hvaða nafn þessari nýju hveiti
tegimd verður valið, er enn eigi
vitað.
FRÁ KÍNA
Sókn kommunista í Kína
harðnar með hverju líðandi degi,
og er síðast af þeim orustu vett-
vangi að frétta, að höfuðborgin,
Nanking, sem Nationalistar enn
ráða yfir, sé í hinni mestu hættu
stödd; það fylgir og sögu, megn
óánægja sé farin að gera vart
við sig í herbúðum Nationalista
vegna úrræðaleys Chiangs Kai-
Sheks, auk þess sem ýmsir af
hans dáendum telja vafasamt
um einlaægni hans og forustu-
hæfileika.
WILHELM HALDERSON
LÁTINN
Síðastliðinn mánudag lézt á
Grace sjúkrahúsinu hér í borg-
inni Wilhelm Halderson kaup-
maður 59 ára að aldri, vinsæll
atorkumaður; rak hann hér um
langt skeið verzlun með hey og
annað skepnufóður.
Mr. Halderson lætur eftir sig
ekkju, Valdísi, og þrjá sonu, Wil-
helm, Allan, og Marvin, og eina
dóttur Mrs. T. O. Finnbogason,
öll í Winnipeg, einnig þrjár syst-
ur, Mrs. Ward Shaver, Winnipeg,
Mrs. Harry White og Miss Anna-
belle í Vancouver; þá lifa og
tveir bræður hans, Halldór og
Franklin í Winnipeg.
Útför þessa mæta manns fór
fram frá Fyrstu lútersku kirkj-
unni á miðvikudaginn. Séra
Valdimar J. Eylands flutti hin
hinztu kveðujmál.
»
Engin lilkynning.
Engin tilkynning hafði komið
um flugvél þá, sem þarna var á
ferð, svo á því leikur enginn
efi, að flugmenn þessir hefðu
ekki látið sjá til sín, nema til að
forða lífi sínu. I amerísku flug-
vélinni voru um 30 farþegar.
Um sama leyti og þetta skeði,
en áður en hinir amerísku flug-
menn höfðu haft tækifæri til að
segja, hvað fyrir þá hafði borið
yfir vellinum, heyrðu varðmenn
í flugturni vallarins dyn í flug-
mótorum, er voru öðru vísi en í
þeim mótorum, er þeir þekkja.
En hver tegund flugmótora hefir
sérkennilegan dyn, og þekkja
kunnugir menn tegundir vél-
anna af hljóðinu.
Hvaða þjóð rekur
njósnir hér?
Að sjálfsögðu verður ekkert
um það fullyrt, hvaða þjóð það
muni vera, sem rekur flugnjósn
ir um Keflavíkurflugvöll í
skammdeginu, eða sendir flug-
menn sína í leyniferðir hingað,
til þess að æfa þá í að rata hing-
að á vissa staði, án þess að þeir
hafi nokkra leiðbeiningu frá
landi hér.
Geta má þess um leið, að fjarri
fer því, að þetta sé í fyrsta sinn,
sem vart hefir orðiði við laumu-
flugvélar yfir Keflavíkurflug-
vellinum og hér í nánd. 1 fyrra
vor sáust t.d. einar þrjár fjögra
hreyfla flugvélar yfir vellinum
í mikilli hæð, er ekki gerðu vart
við sig og enginn hér í nálægum
löndum vissi neitt um.
Mgbl. 4. nóv.
SKEMTILEGUR “FRÓNS”
• FUNDUR
Þjóðræknisdeildin “Frón” hélt
ársfund sinn síðasliðið mánu-
dagskveld. Allir embættismenn
voru endurkosnir nema Jón
Ásgeirsson, sem baðst undan að
taka að sér embætti í þetta skipti.
Nefndina skipa þessir menn:
Forseti, Prófessor T. J. Oleson
Varaforseti, Steindór Jakobsson
Ritari, Heimir Thorgrímsson,
Vararitari, Davíð Björnsson
Féhirðir, Jochum Ásgeirsson,
Varaféhirðir, Pétur Pétursson
Fjármálaritar, Gunnar Erlends-
son,
Varafjármálaritari, örn Thor-
steinsson,
Yfirskoðunarmenn, Johann Beck
og Grettir L. Johannson.
Má segja að hér sé valinn maður
í hverju rúmi og fögnuðu félags-
menn því, að þessir menn, sem
allir eru miklum störfum bundn-
ir, gáfu kost á sér að sinna þessu
nauðsynlega þjóðræknisstarfi.
Forsetinn benti réttilega á hve
æskilegt það væri að félagsmenn
alment sýndu meiri áhuga fyrir
málefnum deildarinnar, aðeins
á þann hátt væri hægt að búast
við fjörugum fundarhöidum og
góðum árangri af störfum deild-
arinnar.
Að loknum fundarstörfum fór
fram stutt en ágæt skemtiskrá.
Séra Valdimar J. Eylands flutti
erindí, sem hann nefndi “Hauð-
ur og Haf”. Var það lýsing af
Suðurnesjum og fiskiútvegnum
þar, en út frá Suðurnesjum eru
einhver allar auðugustu fiskimið
landsins. Dáði ræðumaður mjög
hina vösku íslenzku sjóm^nna-
stétt. Erindið var í senn skemti-
legt og fróðlegt.
Þau systkinin Albert og
Evelyn Thorvaldson skemtu með
pianóleik og söng. Albert er
nemandi Gunnars Erlendsonar
og hlaut ágætis einkun við vor-
prófin frá Royal Conservatory
of Music. Hann virðist vera efni
í ágætan pianóleikara. Evelyn
hefir einstaklega fagra og mjúka
rödd. Var gerður mjög g ó ð u r
rómur að skemtun þeirra systk-
ina. Foreldrar þeirra eru Mr'. og
Mrs. T. R. Thorvaldson, er Mrs.
Thorvaldson víðkunn fyrir ágæt-
is sönghæfileika.
Fremur var fáment á fundin-
um, stafaði það sennilega af
hinni háskalegu hálku á götun-
um þetta kveld. I. J.
SAMEINUÐU
ÞJÓÐIRNAR
v Næstkomandi laugardag ef
ekkert ófyrirsjáanlegt kemur
fyrir í millitíðinni, lýkur þing
sameinunðu þjóðanna fundum
sínum í París eftir þungan og
langan róður; svo mun til ætlast,
að næsta þing þessara alþjóða-
samtaka, s^m svo margar vonir
eru tengdar við, komi að nýju
saman í New York þann 7. apríl
1949.
Þingstörfin reyndust örðug,
þótt engan vegin sé vonlaust um
lausn megin ágreiningsmála í
framtíðinni.
HELGAÐ GUTTORMI SKÁLDI SJÖTUGUM
Að kanna að jöfnu heims og himinstig,
er hlutverk skálds, er sókn vill aldrei linna.
Þeim gengur jafnan skár að skiljá sig,
er skygnast líka inn til okkar hinna,
sem verðum enn þó augun kenni glýju
eitt agnarbrot í þroskans symfóníu.
Að vera bóndi og vera skáld -í senn,
er vökudraumur lífsins instu raka.
Það vita bæði guð og góðir menn
hve gott er af þeirn fjársjóðum að taka,
sem mold og andi móðurhöndum strjúka
og miðlast þeim, er kviðling lætur fjúka.
Á þeysireið um blómguð Bragalönd
þú birtist eins og furðuverk í skýjum;
með drottning lista þér við hægri hönd
þitt hjarta fagnar ljóðadegi nýjum,
er þokusálir út á hafið hrekur
og hetjuskáld til nýrra dáða vekur.
I brimi ljóðsins laugast andi þinn —
sjálf leitin verður hverjum fundi meiri.
Þeim verður betra að brýna róminn sinn,
er búast við að nokkur til sín heyri,
er sál þín hefzt til hæztu söngvamiða
í hetjumóð og væntir engra griða.
Ég veit að ísland fléttar fagran sveig
og færir þessu óskabarni sínu.
Þó víða geti gisinn akurteig,
er gróðursælt í ljóðarjóðri þínu,
því ljóðið skapar undralönd og álfur
þó enginn hlusti nema dirottinn sjálfur.
EINAR P. JÓNSSON