Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. DESEMBER, 1948
ÞRJÚ FALLEG BRÚÐKAUP
SUMARIÐ HEIFIR nú kvatt fyrir nokkru, litskrúð
þess lagst í dvala, en minningarnar lifa í hugum manna.
Á meðal þess marga og fallega, sem maður minnist frá
þessu nýliðna sumri, eru þrjú brúðkaup, er haldin voru,
í þessu héraði, sitt í hverju lagi, en öll svo lík um öll aðal-
atriði, að ekki verður þar munur gerr.
Tuttugasta og sjöunda júni,
var mikil og vegleg v e i z 1 a á
heimili þeirra Þorsteins og Ragn-
hildar Guðmundsson, er búa
skamt frá Leslie, er kjördóttir
þeirra Hulda Sigríður Margrét
og Skúli Franklin Thorsteinsson,
voru gefin saman í hjónaband.
Hjónavígslan fór fram í Wyn-
yard Séra J. R. Jolly, Anglican
prestur, gifti. Auk brúðarsveins
og brúðarmeyjar, voru viðstödd
foreldirar beggja aðila. Brúðgum-
inn er sonur Mr. og Mrs. Harald-
ur Thorsteinsson, í Leslie.
Þegar fólk á marga vini ,svo
að erfitt er að koma því fyrir
sig, að bjóða persónulega öllum
sem allir aðstandendur vildu að
kæmu, þá er það snajallræði,
sem tekið var upp í þessum
þremur veizlum, sem hér skal
lítillega minst, að kunngera það
áður, að allir séu velkomnir á
vissum tíma, að heimilinu. Þetta
var gert í þessum tilfellum.
Upp úr hádegi byrjaði fólk að
hópast heim á heimili þeirra
Þorsteins og Ragnhildar og sá
starumur hélt áfram að koma,
þar til klukkan að ganga sex.
Öllum var vel fagnað og veizlu-
kostur nógur og ágætur, talan
varð nokkur hundruð mans. Og
það var mikið eftir að borða þeg-
ar sá síðasti fór. Brúðurin var í
hvítum, dragsíðum silki kjól með
brúðarslör yfir sér og bar blóm.
Fór þar alt vel saman. Brúðar-
gjafir voru bæði margar og
fallegar. Fyrir giftingua hafði
brúðarefninu verið haldnar tvær
veizluf í Leslie bæ. Önnur var
sérlega fallegt eftirnóns “Tea”,
eða tedrykkja eftir nón, sem
kaupmannsfrúin Mrs. Spring-
man bauð allar konur velkomn-
ar til. Önnur sérlega fín kona,
í Leslie, skeinkti kaffið. Bæði
borðbúnaður og veitingar, voru
af beztu tegund. Eitthvað milli
tuttugu til þrjátíu konur komu.
Það kveld var ‘shower’ haldinn
í Unitde kirkjunni í Leslie, fyrir
brúðarnefnið og þar var fjöldi
fólks og margar og fallegar gjaf-
ir. Skömmu eftir giftinguna var
“giftingardans” fyrir þessi ungu
hjón haldin í Leslie og fór prýði-
lega fram og vel sóttur.
Heimili þessara ungu hjóna, er
í Leslie,'þar sem Mr. Thorsteins-
son veitir umsjón annari sam-
vinnu verzluninni. Mrs. Thor-
steinssori stafaði við aðalverzl-
unina, en er nú sest að á heimili
sínu.
♦
Tuttugasta og fimta júlí, voru
hátíðahöld á héimili þeirra Mr.
og Mrs. Helgi Eyólfson, er búa
nokkuð fyirir sunnan Leslie, á
sérlega reisulegu heimili, sem
þau hafa með frarhúrskarandi
duganði og myndarskap, reist af
grundum Vatnabygðar. í þessari
bygð eru þau og börn þ e i r r a
upprunnin.
Hátíðahöldinn þenna dag voru
til komin af því að dóttir þeirra
Olive Lillan ásamt eiginmanni
sínum Alvin Edward Kugler
hafði komið nýgift heim frá Tor-
onto. Miss Eyólfson var fyrst í
stjórnarþj ónustu þar esytra, en
síðan stundaði hún barnakenslu
í skólum Toronto-borgar. í Sas-
katchewan hafði hun hlotið alla
sína mentun og stundaði barna-
kenslu um tíma hér áður en hún
fór austur. Mr. Kugler stundar
sálfræðisnám (phychology) við
Toronto University.
Veðrið var fremur stirt þennan
dag, en margt manna kom samt,
þar sem öllum hafði verið boðið
að koma. Veitingar voru bæði
miklar og ágætar. Nýgiftu hjón-
in aðstoðuðu foreldra sína við
að tka á móti gestunum og þó
brúðguminn sé af annari þjóð
en íslenzkri, fórst honum alt vel
í framkomu sinni við gesti sína.
Gjafir voru bæði margar og
fallegar. Myndir, prívat, sýndu
þau okkur, þar á meðal mynd af
stórri, fallegri, lúterskri kirkju,
í Toronto. Það var kirkjan sem
þau voru gefin saman í. Á meðal
gestanna var Dr. Richard Beck,
sem þá var staddur í bygðinni og
Dr. Crux nýi læknirinn í Elfros
ásamt frú sinni, Mrs. Crux er
systurdóttir Helga Eyólfsonra.
Úr Austurbygðinni hér, voru Mr.
og Mrs. Helgi Helgason og marg-
ir fleiri.
Ungu hjónin fóru með haust-
inu austur til Toronto aftur, Mr.
Kugler á Háskólann, en frúin
til þess að taka við kenslustörf-
um í Toronto aftur.
-t-
Þriðju brúðkaupið af þessum,
var 5. september, á heimili þeirra
Mr. og Mrs. Helgi Helgason, við
Foam Lake, er Grimur Laxdal
gekk að eiga Agnetu dóttur
þeirra Helgason’s hjóna Hjóna-
vigslan fór fram á því stóra og
fallega Helgason’s heimili, að
viðstöddum fjölda skyldmenna.
Séra Wright, prestur United
Church í Foam Lake, gifti. Brúð-
guminn er sonur Mr. og Mrs.
Thordur Laxdal, í Kuroki, Sas-
katchewan og því sonarsonur
þeirra vel þektu hjóna á sinni
tíð, einkum á meðal eldri íslend-
inga, Gríms Laxdal og frúar
hans. Bæði látin nú. Mr. og Mrs.
Helgi Helgason, hafa mikið kom-
ið við sögu þessarar bygðar, eru
vinamörg og að góðu kunn.
Ungu hjónin eru vel kynt í
sínum hópi og samaldrar þeirra
fögnuðu tiðindunum með stórum
“shower”, í Foam Lake á undan
brúðakaupinu. Brúðkaupsdagur-
inn var bjartur og heiður og
margt manna safnaðist að Helga-
son’s heimilinu. Sólin skein björt
um geislum á blóm og brúðar-
skart, brosandi andlit u n g u
brúðhjónanna og þeirra mörgu
gesta. Alt var á iði úti og inni,
eftir nónið og í fallegum trjá-
garð ivið húsið, nutu menn hina
ágætustu veizlu kosta. Brúðar-
gjafir voru margar og fallegar.
Á meðal gestanna og alls þess
fjölda skyldmenna, sem þetta
fólk á, heima í haraði, voru fór-
eldrar brúðgumans, Mr. og Mrs.
Bjarni Thorlacius, frá Kuroki.
Mrs. Thorlacius er föðursystir
brúðgumans. Einnig voru við-
stödd Mr. og Mrs. Fowler frá
Saskatoon, en Mrs. Fowler er
móðursystir' brúðarinnar og
fjöldi fleira af aðkomandi skyld-
mennum. Á meðal vandalausra
var Dr. Rubin og frú, ásamt
börnum þeira, frá Foam Lake.
Mrs. Laxdal starfaði vði Royal
bankann í Foam Lake, áður en
hún giftist en Mr. Laxdal stund-
aði háskólanám um nokkur ár,
við University of Saskatchewan
í Saskatoon,- Saskatchewan, en
leggur nú fyrir sig verzlunar
atvinnu, í Foam Lake hjá Breið-
dals Bræðrum.
Samkvæmið var, sem hin tvö
mjög ánægjulegt í alla staði. Þau
voru öll sviphýr og eru minninga
falleg. Hugheliar hamingjuósk-
ir fylgja öllu þessu unga fólki inn
á framtíðarlöndin.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
Viðurkenndur verði réttur íslendinga til
atvinnureksturs og yfirráða á Grænlandi
Pétur Ottesen ber fram till. til þál. um þetta efni.
Pétur Ottesen flytur nú aftur í Sþ. tillögu sína til þingsályktunar um
réttindi íslendinga á Grænlandi
TiU. hljóðar svo: x
“Alþingi álytar að skora á ríkisstjórnina að gera nú þegar garngskör að því, að viðurkenndur
verði réttur fslendinga tli atvinnurekstarair og yfirráða á Grænlandi og við strendur þess”
Greinargerð till. er á þessa leið:
“Tillaga um þetta efni, sem
eg flutti á síðasta þingi, varð ekki
útraédd. Var tillögunni vísað til
utanríkismálanefndar, en hlaut
ekki afgreiðslu frý nefndinni. Er
nefndin var nokkru fyrir þing-
lok krafin sagna um það, hvað
því ylli, að hún hefði látið undir
höfuð leggjast að inna af hendi
þá sjálfsögðu skyldu við Alþingi
að afgreiða tillöguna af sinni
hálfu, bar varaformaður nefnd-
arinnar, þingmaður Stranda-
manna, fram þá afsökun, að for-
maður utanríkismálanefndar
hefði þá um alllangt skeið verið
veikur og því minna um fundar-
höld í nefndinni en ella mundi
verið hafa, auk þess væri ekki
venja að halda fundi nema þeg-
ar ríkisstjórn óskaði þ e s s sér-
staklega. Eins og bent var þá á
af mér, ná þessar afsakanjr harla
skammt, þegar svo stendur á, að
um þingmál er að ræða, sem vís-
að hefir verið til nefndarinnar.
Ber utanríkismálanefnd í slíkum
tilfellum, eins og öðrum nefnd-
um í Alþingi, að skila innan
hæfilegs tíma áliti um slík mál
til þingsins, svo að þau geti hlot-
ið afgreiðslu. Er nú þess að
vænta þegar eg undir meðferð
málsins á Alþingi geri að nýju
tillögu um, að máli þessu verði
vísað til utanríkismálanefndar,
— en samkvæmt hlutarins eðli á
málið að fá athugun í þ e i r r i
nefnd, — að nefndin leggi alúð
við málið og afgreiði það svo
tímanlega frá sér, að nægur tími
gefist til, að það geti hlotið fulln
aðarafgreiðslu frá Alþingi.
Mér þykir ekki ástæða til, á
þessu stigi, að fara mörgum orð-
um um þessa tillögu. I því efni
læt eg nægja að vísa til þeirra
raka, sem fólust í greinargerð
þeirri, sem tillögunni fylgdi á
síðasta þingi, og allýtarlegrar
ræðu, sem eg flutti, er eg lagði
málið fyrir Alþingi.
Reynslan á þessu ári hefir enn
sýnt það berlega, hvaða þýðingu
það getur haft fyrir íslendinga
að geta hagnýttt sér þau lands-
og sjávargæði á Grænlandi, sem
þeir telja sig eiga rétt til. Vegna
af brests á þessu ári og raunar
fjögur ár í röð, að sumarlagi, er
verulegur hluti þeirra manna,
Vm að vélbátaútveginum standa,
kominn á kné fjárhagslega. Allt
að því helmingur þeirra, sem
gerðu út á síldveiðar á síðast-
liðnu sumri, geta nú ekki leyst
sjóveð af bátum sínum. Því síð-
ur geta þessir menn greitt áfall-
in vátryggingargjöld eða vexti
og afborganir, hvort heldur um
er að ræða stofnlán eða reskstr-
arlán. Og síztaf öllu eiga þeir
þess nokkum kost að afla sér
nýrra nóta eða annarra veiðar-
færa, sem þó eigi verður hjá
komizt, ef þessi atvinnuvegur á
ekki að stöðvast. Ýmsúr útgerð-
armenn og útgerðarfélög, sem
voru vel efnum búin fyrir nokk-
urum árum, eiga nú ekki fyrir
skuldum og sumir hverjir ekk-
ert svipað því, ef skuldaskil færu
fram, enda var því yfirlýst á
nýafstöðnum landsfundi útvegs-
manna, að enginn grundvöltur
hefði verið undir rekstri vélbáta-
útvegsins síðustu fjögur árin.
Samtímis því sem bátaútveg-
uir íslendinga hefir komizt í þess-
ar viðjar fjárskorts og úrræða-
leysis, hefir verið í næsta ná-
grenni íslands, við Grænlands-
strendur, svo mikill uppgripaafli,
að fá eða engin dæmi eru til slíks
á þeim fiskismiðum annars stað
ar, sem þekkt eru og auðugust
hafa verið talin. Færeyingar
gerðu.út á annað hundrað kútt-
era á Grænlandsmið á s.l. sumri.
Sökkhlóðu þeir skipin á örstutt-
um tíma af rígaþorski. — Stpnd-
uðu þeir handfæraveiðar og
drógu fiskinn á bera króka, sem
fiskurinn gleypti rétt fyrir neðan
borðstokkinn strax á fyrsta gjót,
og þurfti því aldrei svo mikið
sem að taka grunnmál.
I fregnum, sem borizt hafa frá
Danmörku, er svo að orði komizt
um fiskimergðina við Grænland,
að ef Danir fyrir alvöru legðu
stund á þorskveiðar við Græn-
land, mundu þeir auðveldlega
geta birgt Evrópu upp með öllu
því fiskmeti, er hún þarfnast,
og janframt hafið útflutning á
fiski til Ameríku. Ef það er rétt
til getið, sem í fregn þessari felst
um væntanleg fiskveiðiafrek
Dana á Grænlandsmiðum, má
fara nærri um það, hvílíkt verks-
við væri við slík skilyrði fyrir
hina hraustu, harðfengu og afla-
sælu íslenzku sjómenn, sem van-
ir eru úthafsveiðum oft og löng-
um við erfiðar aðstæður og
kröpp kjör.
Skyldi það vera ómaksins vert
fyrir íslenzk stjórnarvöld að
sýna það mannsmót sem í því
felst að taka rögg á sig og greiða
íslendingum götu til athafna við
þessa veiðignægð og hagnýtingu
á henni með því að láta til skar-
ar skríða um rétt voru á Græn-
landi? Hvað skyldu forráða-
menn íslendinga halda, að þeim
haldist það lengi uppi að sofa á
svæfli athafna- og andvaraleysis
í þessu stófellda hagsmunamáli
íslenzku þjóðarinnar.”
Vísir, 6. nóv.
iELSiKK METAL PROCUCTS LTD.
KeyKhá£ar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hrelnir. Hitaeining, ný
uppíynding, sparar- eldiviö,
heldur hita.
RELLY SVEINSSON
Sími 54 358.
187 Sutherland Avo., Winrkpeg.
ÁGÚST HELGASON
í BIRTINGAHOLTI
LÁTINN
♦ m
Ágúst Helgason, bóndi í Birt-
ingaholti, lézt í fyrradag, 86 ára
að aldri.
Hann fæddist í Birtingaholti
17. október 1862, s o n u r Helga
Magnússonar, bónda þar, og
konu hans Guðrúnar GuðmundS'
dóttur, bónda í Birtingholti
Magnússonar. Hann lærði söðla-
smíði á æsku árum og síðar bók-
band. Hann reisti bú á Gelti í
Grísmnesi árið 1883 en fluttist
fjórum árum síðar að Birt-
ingaholti og bjó þar alla
tíð síðan. Snemma voru hon-
um falin margháttuð trúnaðar
störf fyrir sveit sína og hérað.
Hreppstjóri var hann um langt
skeið og sýslunefndarmaður, for-
maður Búnaðarfélags Hruna-
manna og formaður stjórnar
kaupfélags Árnesinga. Hann var
skipaður í yfirfasteignamats-
nefnd landsins 1919. Hann gerð-
ist snemma áhugamaður um
bætta búnaðarháttu og framfar-
ir í verzlunarmálum bænda og
var þar\ brautryðjandi á mörg-
um s v i ð u m. Hann átti þátt í
stofnun fyrsta rjómabús lands-
ins, var einn af forgöngumönn-
um um stofnun Sláturél. Suður-
lands, Smjörbúasambands og
éúnaðarsambands Suðurlands,
Kaupfélags Árnesinga og Fiski-
ræktar og veiðilfélags Ámesinga.
Hann var og fyrirmyndar bóndi
og hlaut heiðuslaun úr styrktar-
sjóði Kristjáns konungs hins ní-
unda árið 1906. Árið 1926 átti
hann sæti á þingi. Ágústs var
minnzt í byrjun fundar í sam-
einuðu þingi í gær.
Tíminn, 6. nóv.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St.
Phone
Winnipeg
94 624
Office Ph. 95 668
Res. 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Ban'ister. Sollcitor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
Aho
123
TENTH ST.
BRANOON
Winnipeg
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.at].
Verzla I helldsölu meB nýjan og
frosinn flsk.
303 OWENA STREET
Skrlfst.slnil 26 365 Helma 65 402
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
606 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Taislmi 95 826
Heimllls 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
BérfrœOingur I aupna, eyma, nef
og kverka sfúkdómum.
209 Medlcal Arts Bldg.
Stofutlml: 2.00 U1 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
SérfrœOingur i augna, eyrna.
nef og hAlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofuslml 93 851
Heimasfml 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenzkur lyfsali
FÖIk getur pantað meCul og
annaS með pósU.
Fljöt afgreiðsla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK STRÖET
Selur likkistur og annast um Qt-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsimi 27 324
Helmllls talskpi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Ph. 96 441
PHONE 94 981
H. J. H. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
219 McINTYRE BLOCK
Winnipegv Canada
Phone 49 469
Radio Service Speciailsts
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELBON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEQ
JOHN A. HILLSMAN.
M.D., Ch. M.
627 Medical Arts. Bldg.
Office 99 349 Home 403 288
PHONE 87493
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APT8
694 Agnes St.
ViÖtalstímí 3—5 eftir hAdee*
!
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 2S0
Offlce Phone Res Phoue
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
628 MEDICAL ARTS BLDQ.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406
TRUST8
TORONTO QEN.
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
Dr. Charles R. Oke
TannUeknir
For Appolntments Phone 94 908
Offlce Hours 9—6
404 TORONTO OEN. TRUSTP
BUILDINO
283 PORTAGE AVE
Winnipeg, Man
SARGENT TAXi
Phone 76 001
FOR QUICK RELIABLE
SE'RVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDO WPQ
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frV
PHONE 97 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœOingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BQ
Portage og Garry St.
Slmi 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British QuaUty Fish Netting
58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDBON
Your paUonage will be appreclated
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frásh
and Frozen B'ish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
G. F. Jonasson, Pres. * Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Wholesale Distributors ot
FRESH AND FROZEN FI8H
Bus. Phone 27 989 Re*. Phone 36 151
Rovalzos Flower Shop
Our Speclaltles
WZDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietreas
Formerly Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
I