Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. DESEMBER, 1948 7 ÞORSTEINN M. JÓNSSON: ÞEGNSKAPUR Erindi flutt á fundi norðlenzkra presta og kennara á Akureyri 20. september, 1947 HEIÐRUÐU PRESTAR og kennarar og aðrir áheyrendur ! “Það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera”. — í þessari fáorðu setningu hins mikla meistara íelst fullkomin siðakenning, fullkomin grundvallairregla viðskipta manna sín á milli, svo þau verði öllum hagkvæm. í henni felst svo umbúðalaus speki, að allir geta skilið hana, jafnt þeir sem eru fákunnandi og þeir fjölvísu. Samkvæmt henni getur hver maður fundið hverjar eru sanngjarnar skyldur hans við aðra m e n n. Þessi kenning er og fullkomin jafnréttiskenning. Hún ætti að var grundvallar stjórnarskirá allra stjórnarskráa siðmannaðra landa. Og hún boðar þegnskap manna í öllum viðskiptum sín á milli; þegnskap gagnvart þjóð sini og þegnskap þjóða gagnvart þjóð sinni og þegnskap þ j ó ð a gagnvart hver annari innan mannkynsheildarinnar. Þ e s s i kenning væri ein nóg til þess að vera stjórnarskrá hins nýja þjóðabandalags, ef hún væri haldin og í heiðri höfð af öllum þeim fulltrúum, sem þar e i g a sæti. Ef slík stjórnarskrá væri í heiðri haldin af öllum þjóðum, þá væri s t r í ð úr sögunni, þá væri fjárhagsörðugleikar og hungur óþekkt lengur, og þá breyttist jörðin smátt og smátt í þá paradís, sem allar kynslóðir hafa þráð og dreymt um. Mikið af böli mannanna eru sjálfskaparvíti. Þau eru allskon- ar brot á lögmálum heilbrigðs leysi, og athuga lítilsháttar, — hvað afleiðingar hafa orðið af sýndum þegnskap og sviknum þegnskap fyrir líf þjóðarinnar. Á Alþingi árið 1000, þegar deilt var um, hvort skyldi ráða hér í landi heiðinn siður eða kristinn, og við sjálft lá að þing- heimur berðist, þá sýndu báðir aðilra, heiðnir menn og kristnir þegnskap með því, að slá af kröf um sínum, og fengu þingheim til þess að samþykkja, að þjóðin skyldi hafa einn sið og ein lög. Slíkur var þegnskapur íslend- inga á tímamótum hins forna átrúnaðar og kristinnar trúar. En menningarstraumur beggja trúarbragðanna runnu hér sam- an í einn farveg og urðu þjóðinni til þroska og velfarnaðar. Árið 1012, þegar hafin var or- usta á Alþingi og fallinn var son- ur eins ágætasta höfðingja þjóð- arinnar, Síðu-Halls, þá bauð Hallur að sonur sin skyldi óbætt- ur falla ef bardaginn hætti. — Slíkur var þegnskapur hans. Og lífs. Og eitt almennasta brotið er hann afstýrði því, að fleiri menn þegnskaparleysið. Þegnskapar- leysið er b 1 i n d eigingirni, er verður öllum til tjóns, eins þeim slæma þegni, er braut þegnskaparskyldur s í n a r og öðrum. Vér erum eins og skip- hÖfn á siglingu. Ef einhver skipsmanna, skipstjóri, stýrimað- ur, vélstjóri eða háseti vanrækir skyldustarf sitt, þá getur það valdið slysi, jafnvel svo miklu, að skipið farist með skipshöfn allri. Þar með f e r s t og sá, er sveik þegnskap sinn. Stjórnendur og þjóðir hafa oft og einatt svikið þegnskap sinn við mannkynið. Því hefir farið eins og farið hefur. Þess vegna hefir mannkynið oft hrapað nið- ur af þeim hæðum, sem það var buið að ná á framþróunarbraut sinni, þótt fallið hafi sennilega aldrei orðið eins mikið og í sein- ustu heimsstyrjöld. En í þessu stutta erindi ætla eg mér að ræða fyrst og fremst um þegn- skap okkar íslendinga. Eru Islendingar almennt góð- ir þegnar, eru þeir almennt slæmir þegnar? Hefir íslenzka þjóðin gert þessa setningu meist arans, “það, sem þér og þeim gera”, að sinni grundvallar- stjórnskrá? Eg ætla hvorki að svara þessum spurningum ját- andi eða neitandi, heldur draga fram nokkur dæmi úr lífi þjóð- arinnar, sem sýna þegnskap, og önnur, sem sýna þegnskapar- yrðu drepnir á Alþingi í þáð sinni. En þingheimur kunni líka að meta þegnskap hans, og bætti honum son hans með fernum manngjöldum. Þarna verður þegnskapur Síðu-Halls honum til fjár og ævarandi frægðar, og hefir hann þó hvorugs vænzt, heldur þjónað siðalögmáli sinn- ar eigin vitundar. Og þegnaskap sýndi og þjóðin öll, er hún bar- áttulaust á Alþingi 1096 játaði tíundarlögin. Vegna þegnskapar Síðu-Halls og annara ágætra Is- lendinga á 11. öld, leið þjóðinni vel um langt skeið, og menning hennar þroskaðist. En því mið- ur varð það ekki þegnskapur Síðu-Halls, sem til langframa varð ríkjandi í þjóðareðli íslend- inga, en samt hefir þjóðin á öll- um öldum átt ýmsa góða þegna. Lítill var þegnskapur feðra vorra á 13. öld. Þá voru þeir fjar stæðir kenningunni: “Það, sem þér viljið að mennirnir geri yð- ur, þá skuluð þér og þeim gera”. Þess vegna glataði þjóðin frelsi sínu. Eigingjarnir valdasjúkir menn, skilja ekki hvað er sapn- ur þegnskapur, þeir skildu það ekki á 12. öld, og þeir skilja það ekki enn. Sá, sem ekki reynist góður þegn þjóðfélags sínu, fremur ranglæti, en ranglætið verður oft sem farsótt, er veikir heila þjóð. Barétta hins gróandi lífs við sýklana í hvaða mynd sem ,|l‘ GRlPIÐ TÆKIFÆRIÐ Eins og samkepni á sviöi viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendiun til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. GRfPIÐ TÆKIFÆRIÐ! THE COLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENUE WINNEPEG. er kostar þrautir og þjáningar, og syndir feðranna koma niður á börnum þeirra í marga liði. Um margar aldir urðu íslending ar að gjalda fyrir þegnskapar- leysi feðra sinna á 13. öld. Þeir höfðu svikið sjálfa sig og afkom- endur sína. En á þrautatímum þjóðarinn- ar afplánaði þjóðin smátt og smátt syndir feðranna með starfi, árvekni, sparsemi og — nýtni. Hún varð að gera þetta til þess að geta lifað, en við þetta óx þegnskapur hennar og loks sýndist sem hún hafi afplánað þegnskaparbrot feðranna að fullu. Hún fær full yfirráð yfir sjálfri sér og landi sínu. En rétt á eftir gerist það, sem öllum er nú í fersku minni. Vér Islend- ingar verðum allt í einu rík þjóð en án sérstakuega mikilla starfa eða hagsýni, og án allra fórna, sem á venjulegum tímum skapa heilbrigðan og eðlilegan ábata. Á fjörur okkar rekur auðæfi og það er þessi rekagróði, sem gerði þjóðina ríka. Það var ekki ósvip að og þegar rekabændur áður fyrr meir græddu á því, að skip fórust og brak þeirra» og varn- ingur, er hafði verið innan þilja í skipunum, rak á fjörur þeirra. Á strísárunum græddu Islend- ingar á styrjöldinni. Þeir græddu peninga á böli og hörm- ungum annarra þjóða. Gróðinn var nokkurskonar blóðpeningur- Og þjóðin eða mikill hluti hennar settist að veizlu. Það var etið og drukkið. Það var svallað og sofið. Og þótt einstöku aðvör- únarraddir heyrðust, þá var þeim ekki sinnt. Nú er þjóðin eins og að vakna til vits á gerð- um sínum, ekki ólíkt eins og öl- vaður maður, er hann vaknar eftir ölvímusvefninn og timbur- mennirnir gera vart við sig. Þjóðin, eða mikill hluti henn- ar, sýndi lítinn eða engan þegn- skap á stríðsárunum. Eyðsla og óhóf drykkjuskapur og svall, — fjármálaglæfrar og kröfufrekja við aðra eru aldrei þegnskapur. Og að stríðinu loknu miklaðist þjóðin yfir auðæfum sínum, hélt sér alla vegu færa, þóttist í skyndi geta orðið öndxegisþjóð í stórstígum framförum og menn ingu, en áleit að til þess arna þyrfti hún ekki að leggja á sig nema litla vinnu og sízt af öllu skynjaði hún, að hún þyrfti að sýna nokkra sjálfsafneitun tilð þess að ná settu marki. Innflutn- ingur heildsala verzlana og ýmsra einstaklinga varð gegnd- arlaus. Alls konar skraut og fán- ýtt skran var flutt inn. Bílar voru fluttir inn í þúsundatali, gömul húsgögn, ensk og dönsk, fleiri skipsfarmar, og ekki hugs- að um verð á þeim, en miklazt yfir að eignast þau, því þau voru sögð að hafa verið eign frægra manna, greifa og alls konar stór menna. Þá var ferðaflangur Is- lendinga og gegndarlaus og á- byrgðarlaus eyðsla sumra þeirra í útlöndum, þjóðinni til mikils álitshnekkis, auk þess, sem á þennan hátt eyddist mikill gjald eyrisforði. Nú er stríðsgróði íslendinga farinn veg allrar veraldar, og er- lendis eru íslendingar, þar sem þeir eru að ráði nokkuð þekktir, að sjálfsögðu, víða skoðaðir sem fávísir ráðleysingjar. Og álits- hnekkir þjóðarinnar er henni meira tjón en týnsla alls stríðs- gróðans. En þó er það allra versta ótalið í sambandi við stríðsgróðann og meðferð hans, og það er, hvað upvaxandi kyn- slóð ber lítið skynbragð á heil- brigða meðferð fjármuna. Hún hefir séð, að fjármuna hefir ver- ið aflað án mikils erfiðis og henni hefir bókstaflega verið kennt að ausa þeim út. Sumir menn nota ósannindi sér til framdráttar, og sérstak- lega er það alítt, þegar um stjórnmál er að ræða. Allt fram á þetta ár var því haldið fram af mörgum, bæði í ræðum og ritum, að þjóðin væri nú betur stæð og betur sett en nokkru sinni fyrr. Nú er það sannað mál að sýnilegt vá var fyrir dyrum þegar um síðustu áramót. Gjald- eyrisinnstæður þjóðarinnar voru þá að gufa upp og sjáanlegt var að dýrtíðin var að sliga atvinnu- vegina, og stéttir heimtuðu meira og meira hver til sín, og verkföll dundu yfir þegar kom fram á sumarið. En þjóð getur aldrei grætt á því, að skrökva að sjálfri s ér. Lífslygin hefn sín ævinlega í hverri mynd sem hún er. Og svo var þegnskapur margra lítill, þegar boðað var í haust að skammta ætti nokkrar vörur, að þeir reyndu að kaupa sem mest af öllum þeim vörur, sem þeir héldu að yrðu skammt aðar. Þá sýndist þetta vöruöfl- unaræði hafa gengið lengst í höf uðborginni eftir því sem blöð hennar skýra frá. En það er lágt menningarstig að vilja sölsa til sín mikið af þeim vörum, sem búast má við að fjölda manna vanti, en'eru brýnar nauðsynjar. Menn með þroskað þegnskapar- eðli kæra sig ekki um meiri lífs- nauðsynjar en samborgarar þeirra hafa. Sá vetur, sem nú fer í hönd, getur orðið örlagaríkur fyrir þjóð vora. Eins og ráðamenn þjóðarinnar hafa nú boðað, er þjóðfélagið að lenda fjárhags- lega í strand, ef ekkert verður aððert. Og nú reynir á, hvort hægt er að vekja þegnskapar- meðvitund þjóðarinnar eða ekki. Eg er ekki í nokkrum vafa um, að sýni þjóðin mannrænu og þegnskap, þá bjargar hún sér út úr örðugleikunum. En þá má ekki maður metast n ið mann eða stétt við stétt, heldur öll þjóð- in að vera samtaka í björgunar- starfinu og hlýða með þegnskap þeim fyrirskipunum sem forráða menn landsins segja fyrir, til þess að hægt sé að koma þjóðar- skútunni aftur á réttan kjöl. Og sérstaklega verður að vinna meira en gert hefir verið undan- farandi ár og uppræta vinnu- svikin. Þá verður og óhófið og eyðslan að hverfa. Hér bíður mikið starf presta og kennara. Frá öllum prédikun- arstólum landsins, verða að hljóma raddir, er hvetja menn til þegnskapar og sýna mönnum fram á, að þegnskapurinn einn sé þess megnugur að fleyta þjóð inni yfir brim og boða. Þeir verða að reyna að sannfæra menn um það, að þeir, hver og einn, græði sjálfir á því, að rækta í brjósti sínu þá sannfær- ingu og þann vilja, sem felst í boði meistarans, “það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, þá skuluð þér og þeim gera”. — Kennarar verða að kenna þetta í skólunum og sýna það með for- dæmum, því að fordæmin eru öll um prédikunum máttugri. Kenn- urum og prestum er skylt að berj ast gegn spillingu og villi- mennsku í hvaða formi, sem birtast. Meðan fjárgróðavima stríðs- áranna varaði, þá ætlaði íslenzka þjóðin sér mikið. Stórir laga- bálkar voru samdir, sem áttu að sýna hátt menningarstig, og — framfarirnar áttu að verða svo örar, að slíks yrðu engin dæmi hjá nokkurri þjóð veraldar, sízt hjá smáþjóð. En skattana varð líka að auka að miklum mun, enda eru þeir þegar að verða þjóðinni um megn, og verða höft á framtak manna. En áfengi og tóbak áttu samt að gefa drýgstan skilding til þess að halda uppi hinum mikla og dýra rekstri rík- isins. Enn átti þjóðin að græða blóðpeninga. Þegar ríkið ís- lenzka og íslenzka þjóðin gat ekki rakað saman fé á heimsó- friði, þá átti að raka fénu saman í ríkiskassann fyrir neyzlu þegn anna á tóbaki og áfengi. Þetta átti að vera ein stæusta styttan undir hinum dýra ríkisrekstri. Og meðan einhver eyrir er í buddunni, þá greiðir fjöldi manna hann fyrir slíkan varn- ing. Þegar sjómennirnir koma af sjónum eftir misheppnaða síld- arverðtíð, þá fara margir þeirra inn í áfengisverzlanirnar og fórna þar nokkrum hluta af sín- um litla sumarfeng. En er það þegnskapur að eyða peningum sínum á þennan hátt? Eða er það þegnskapur af löggjafans hálfu, að egna með áfengi til þess að ná peningum af fátækum mönnum, sem ánetjaðir eru spilltri drykkjuskapartísku? En jafn- framt pengingunum, sem þeir á þennan hátt greiða ríkinu, þá fá sumir þeirra'' sem uppbót að verða gistivinir fangahúsa. En er það heilbrigður þegnskapur löggjafa og ríkisvalds að byggja afkomu ríkissjóðs á slíkum tekj- um, á slíkum ríkisrekstri til þess að geta sett upp menningarstofn- anir, svo sem fávita- og drykkju- mannahæli? Og er þetta hag- fræðilega skynsamlegt? Væri ekki betra aði þjóðin lifði lífi sínu þannig, að hún þyrfti hvorki drykkjumannahæli eða fávita- hæli. Er það þegnskapur hjá þeim mönnum, sem sjálfir þykj- ast kunna að fara með áfengi, og vilja halda uppi áfengisnautn, að sýna fordæmi sín? Og hversu margir eru drottinhollir þegnar þjóðfélagsins í þessum pfnum? Þegar angu þjóðarinnar opn- ast að fullu fyrir því hve ábyrgð- arlaus hún hefir verið á stríðsár- unum og á árunum næstu eftir stríðið, þá er þess fyrst von, að þegnskaparhugsjón hennar geti þróast á ný, og fjárhagsvandræði þau, sem koma munu á næstu tímum, verða henni sem upp- eldisleg nauðsyn, og sem nokk- urskonar bólusetning fyrir vax- andi fjármálaspillingu. Heimsku legt stórlæti valdamanna og al- þýðumanna íslands, sem héldu að þetta litla þjóðfélag gæti á stuttum tíma stigið lengra fram- farastig, en áður hafði þekkzt, án sérstakra verulegra fórna, verður að læknast. Vér verðum að skilja, að vér erum þegnar mjög lítils þjóðfélags og þjóðin sjálf og ríkisvald hennar verða að sníða þjóðinni stakk eftir vexti hennar og hæfi. Allar fram farir verða að byggjast á grund- velli, sem þolir þær. Og þjóð, sem ætlar sér mikið, verður að vera siðferðislega sterk. Hún verður að starfa vel og mikið og vera hagsýn. Löggjöf um risa- vaxnar framfarir er barnaskap- ur, ef þjóðin byggir þær ekki á heilbrigðum grundvelli. Þrautir og þjanlngar eru oft sem nokkurskonar eldskírn. Þeir sem þola þá skírn, vaxa að dáð og dug. Vér megum ganga að því sem visu, að alls konar örðug- leikar bíða þjóðfélagsins á næsta tímum, en aðalvörnin fyrir þjóð- ina er að gæta vel heilbrigði sinnar og endurvekja fornar dyggðir, sem orðið hafa henni að beztu liði á umliðnum öldum á misjöfnum tímum. Fyrst og fremst þarf þjóðin að vinna vel og mikið. Mjög stuttur vinnu- tími og löng frí verka á tvennan hátt til tjóns: Minni afköst og meiri eyðsla. Og þegra eg tala um vinnutíma, þá á eg ekki við verkamenn eina, heldur flestar eða allar stétir þjóðfélagsisn, og hefi þá í huga ekki sízt opinbera skrifstofuvinnu og allskonar for- stjórnastörf. Hins vegar kemur mér ekki til hugar, að heppilegt sé a,ð lengja vinnutíma eins og hann var oft á fyrri tímum, þeg- ar menn fengu ekki líkt því nægi lega hvíld. Hér mun sem víðar meðalhófið bezt. Og þjóðin þarf að læra á nýjan leik að spara og vera nýtin. Þetta eru ekki ein- göngu fjárhagslegar nauðsynjar heldur líka siðferðilegar nauð- synjar. Það er óskynsamlegt að birgja augu sín fyrir hættum, en það er lítilmannlegt að æðrast, þótt hætta sjáist framundan. Góður þegn hefir áugun opin, en er æðrulaus. Ef þjóðin nú á þessum tímum sýnir ekki þegnskap, þá er vá fyrir dyrum. Ef þjóðin vill ekki leggja á sig erfiði til þess að halda þjóðarskútunni á réttum kili, þá er sýnilegt hvernig fer. Og ef við tökum nú þá leiðina, sem hægust er í bráðina, til þess að finna sem minnst til vaxandi örðugleika, þá gæti sú leið kost- að oss sjálfstæði vort. Eg á*við þá leið, að taka nú stórlán er- lendis. Þjóðskáldið Davíð Stefánsson segir í einu kvæði sínu: “Aðrir taka lífinu létt, kasta öllum kvíða. Ef frelsið glatast við Festarklett, er fjörtranna skammt að bíða”. Það er stundum hættulegt að “kasta öllum kvíða” og taka líf- inu of létt. Og þessi þjóð hefir reynzluna. Hún hefir áður glat- að frelsi sínu við Festarklett, — enda þ u r f t i hún þá skámma stund að bíða fjötrunna, og á þeim fjötrum var verið að herða í margar aldir, en fjöreggi sínu, máli og menningu glataði hún þó aldrei, en ef vér misstum nú á næstuni sjálfstæði vort, þá gæti svo farið, að það yrðu ekki eingöngu fjötrarnir sömu og áð- ur, sem lagðir yrðu á þjóðina, heldur gæti líka svo farið, að fjöregg hennar brotnaði, sérstæð menning hennar þurrkaðist út. Vakinn þegnskapur verður þjóðinni bezta vörnin. Og ef all- ir einstaklingar þjóðfélagsins sannfærast um það að þegnskap- arleysið grafi sjálfum þeim gröf, þá mun skynsemi þeirra vekja þegnskapinn. Einstaklingarnir verða að sannfærast um, að það sé þeirra eigin gróði og undir því sé komin framtíðarheill þeirra, að þeir hver og einn verði góðir þjóðfélagsþegnar. Og þá fyrst mun þjóð vorri að fullu borgið, og þá fyrst mun mannkynið komast af þeim refil- stigum, sem það oft hefir þrætt, þegar einstaklingar og þjóðir fara eftir kenninguni: “Það, sem þér viljið að mennirnir geri yð- ur, það skuluð þér og þeim gera”. —Tíminn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.