Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 2
2
LiÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. DESEMBER, 1948
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN:
Frá nyrztu ströndum í Þagnarskóg
MÉR VAR NÝLEGA gefin þriðja ljóðabók Krist-
jáns Einarssonar frá Djúpalæk á Langanesströndum.
Hún kom út í ár og beitir í þagnarskóg. Fyrsta bók bans
nefnist Frá nystzu ströndum, en Kristján or af Langa-
nesströndum, sunnan Gunnólsfvíkurfjalls, og er hann
því úr nyrzta hreppi Norður-Múlasýslu og samsveitung-
ur Arnar Arnarsonar. — Frá nyrztu ströndum kom út
árið 1943. Fyrir þremur árum kom út önnur ljóðabók
Kristjáns, Viltur vegar. Allar eru þessar bækur prent
aðar á Akureyri. Tvær þær fyrstu hefur Pálmi H. Jóns-
son gefið út, en bókaútgáfan Sindri þá síðustu.
Eg* keypti og las' fyrstu bok
Kristjáns, en næsta bók hans fór
einhvem veginn fram hjá mér.
Nú tók ég mig til og, las allar
bækur hans.
Kristján virðist maður, sem
geri sér þess nokkra grein, að
talsvert þ u r f i sá að hafa til
brunns að bera, sem takast eigi
á ungum aldri að vera sérstæð-
ur og merkilegur presónuleiki og
leggja eitthvað nýtt til mála á
vettvangi mannlífsins og bók
menntanna. Hann segir á einum
stað í Villtur vegar:
Er ég draumur löngu liðins
manns,
lítill glampi ‘ af sigurblysi
hans?
Og á öðrum stað í sömu bók:
Takmark þitt var frá byrjun
aðeins eitt,
ónumið land. En það er ekki til.
Enu ekki hefur Kristjá samt
talið sér trú um, að ef hann hætti
að nota stuðla, höfuðstafi og
hendingar, þá hellti stjarna
vizku og frumleika geislaflóði
yfir hann — og hann tæki þegar
að mæla spekimál — hvað þá,
að hann hafi tekið það til bragðs
að venda sér yfir í merkjaleysu
og smástafastefnu og tala síðan
abstrakt við mannskapinn !
Enda mun það fjari sanni, að
Kristján skorti rímgáfu, og
mundi hitt sönnu nær, að hon-
um væri svo létt um að forma
smíðaefni sitt í samræmi við
íslenzkar smíðareglur, að honum
yrði á að hamra það, áður en það
væri orðið nógu heitt og hann
sjálfur tekinn að liðkast af stirð-
leika hversdagsstritsins. Það
kemur til dæmis ærið oft fyrir,
sem nú verður vart tekið gott
og gilt í kveðskap, að áherzlur
lenda á samstöfum, sem eiga að
vera áherzlulausar og það í endi
ljóðlína.
Það var hægt að benda á marg-
an gallann í fyrstu bók Kristjáns
— og það í rauninni frá hvaða
hlið, sem á hana var litið, en
samt sem áður var þar eitthvað
meira en gerist og gengur hjá
þeim, sem setjast við að ríma,
tekst það sæmilega og telja svo,
að þarna sé komið anzi snoturt
kvæði. Lesandanum varð ljóst að
þama væri á ferð ungur maður,
sem hefði sinn sérsvip, þó að
andlitið væri lítt mótað og drætt-
irnir ekki sem skýrastir. Þessi
ungi maður væri viðkvæmur,
unnandi fegurðar og gróðrar —
yfirlætislaus og að sumu barna-
legur, vel hugsandi og vel vilj-
andi:
Eg vildi eg bæti björgum lífs-
ins bifað
og brotizt yfir örlaganna
hjam,
og síðan frjáls við litla bæ-
inn lifað,
leikið mér og alltaf verið barn.
Hann yrkir um bæinn sinn,
sveitina sína og um störfin og
fólkið þar, ungt og gamalt — og
rétt aðeins að ástum. í sveitinni
vill hann vera og telur sig hafa
ráð á að ráðleggja öðrum:
Þú finnur ei gæfuna í fram-
andi löndum,
og friðlaus þú reikar á ókunn-
um ströndum.
Því sælan er heima í sveit
þinni — hjá
syngjandi börnum og vinnandi
höndum . . .
Eg bágt er ástandið og sam-
rýmist illa hugsjón hans og tíl-
finningum:
Við sveitina tengir mig sifja-
band.
Þar er sál mín í gleði og harmi,
en ónumið bíður mín ekkert
land
né athvarf í hennar barmi.
í Villlur vegar er hann kom-
inn burt úr sveitinni, “gatan ber
og örtröð allt í kring” og enn er
ef til vill fróðlegra — eins og í
fyrstu bókinni — að fylgja höf-
undinum vegna einlægni hans og
vegna þess, hvað við fáum að
vita um sjálfan hann, heldur en
fyrir sakir snilli hans og orð-
kynngi. Hann unir sér illa við
“bera götuna” og við “ötröðina”,
við “vélagný” og “ryki mettað
loft”, og hann dreymir sig burt,
raular við barn:
Ef við kæmumst, ég og þú,
yfir garðinn háa,
fyndum við í ljósri laut
lambakónginn gráa.
Gaman væri að hafa í hönd
hrokkinkroppinn smáa,
finna góða lambalykt
og líta í augað bláa.
Og hann dreymir dagdrauma
og skógartúr einn fagran sumar-
dag, en
Skyldan gekk fram. Það dró
ský fyrir sól.
Hún skipar með háðsglott um
vör:
Að vinna í dag eins og vél, eins
og þræll,
það verður þín skógarför.
Hér er líka annað mat á öllu
en í sveitinni. Sannarlega vissi
skáldið þar, að maðurinn þarf
brauð, en fífusundið og brúnt
þangið og lambakóngurinn grái
veitti ekki ánægju vegna verð-
gildisins í gulli eða silfri. En
þama:
Því hef ég þráspurt mig sjálfan
þannig um nótt o% dag:
Er ekki rétt að reikna
rangt, sé það mér í hag?
Og um hið nýja mat h e f u r
skáldið ort athyglisvert kvæði:
Sjá, lítill drengur tók að tína
blóm
á túni föður síns um morgun-
stund.
Han valdi aðeins þau, sem feg-
urst fann
og fór að syngja björtum
drengjaróm:
“Eg ætla að gefa guði þessi
blóm”.
“Nei, stubbur”, sagði stóri bróð
ir hans
með stolti, “aldrei gef ég nokk-
urn hlut.
Við sjáum til, ég kaupi þau af
þér
með því sem bezt er til 1 eigu
manns”.
Og gylltan pening lagði í lófa
hans.
Það blóm er gott, sem breyta
má í gull.
í blindri ákefð tíndi hann fram
á kvöld.
En litla systir bað um aðeins
eitt,
og augu hennar stóðu af tár-
um full.
Hann sagði: “Áttu silfur eða
gull?”
Þairna kemur greinilega fram
hinn nýi verðmæli*. Og skáldið
verður þess vísara, að hann hef-
ur meinlega vaðið í villu og
svíma, þá er hann taldi sér trú
um, að allt mundi betra annars
staðar en heima . Það er ekki
bara vélagnýrinn, ötröðin, ber
gatan og andleysið við hin nýju
störf. Hann kemst einnig að því,
að þar sem hann í sveitinni vissi
allltaf, að meira en nóg störf
ivoru fyrir hendi, á hann þarna á
hættu, að ekki verði þörf fyrir
handtök hans á morgun. Meira
að segja, fólkið er sízt merkilegra
en heima:
Þú fórst um fjarlægar sveitir,
en fannst engan vísdóm þar,
því fólk reyndist hrjáðara en
heima
og heimskara ,ef nokkuð vair.
Og skáldinu, sem yfirleitt var
hresst í bragði á nyrztu strönd-
um og sá þar margt dýrlegt, för-
last nú bæði sýn og ráð, og hann
yrkiir stundum slík grátljóð, að
það má vinda úr þeim saltvatnið.
Og gegnum móðuna fálmar hann
og fálmar, unz fyrir honum verð-
ur þyrnikórróna rússnesku þjóð-
arinnar, og svo heldur hann þetta
þá vera, að mér skilst, blóms-
veig frelsis og framtíðarheillar.
Æ, skyldi hann e k k i bráðlega
stinga sig?
í þagnarskóg er talsvert ólík
hinum fyrir bókum höfundarins
Raunar er eðli hans ekki breytt.
Þarna er sama einlægnin, sama
hlýjan og viðkvæmnin, sama
löngunin til að njóta fegurðar
og gróanda, sama þráin til að
skilja rök mannlegs lífs og til
að mega verða öðrum til líknar
og gleði. En höfundurinn er
hljóðlátari, svipurinn mótaðri,
fasið fálmlausara. Þarna er
reyndar ennþá lítt af fastmótuð-
um mðurstöðum, en margt bend-
ir til vaxandi iranusæis, án tillits
til samúðar eða andúðar. Hann
yrkir kvæði um dísir gleði og
sorgar. Trúr eðli sínu m e t u r
hann m e i r a dís gleðinnar, en
hann lokar ekki augunum fyrir
því, að það er sorgardísin, sem
fyrst og fremst verður okkur
minnisstæð. Og kvæðið heitir
Sorgardísin, þó að það fjalli jöfn-
um höndum um þær “systur”
báðar. Það er og augljóst, að
hann sér dýpra en áður og einn-
ig yfir víðáttumeiri vettvang.
Þar um eru ljós vottur kvæði
eins og Friður, Morð, Skógur og
Slysaskot í Palesítnu. Hann sér
gerðir einstaklinga við ljós, er
lýsir yfir þau svið, sem mörg
um dyljast, og úr fögrum skóg-
arlundi birtist honum í einu
sjónbliki harmsaga íslenzks
gróðraríkis.
Smekkvísi hans er ennþá um-
talsvert umburðarlynd Hann seg
ir til dæmis.
Það nálgast, það nálgast.
Það brýtur sér veginn til baka.
Sjá brumknappa trjánna og
fræin í jarðskaulsins raka.
Og:
Og þó hefur Apríl ennþá
krúnuna og völdin . . .
Ennfremur:
Svo fast þig örlög bundu
heimabyggð
og bemskudagsins óraunhæíu
þrá . . .
En þrátt fyrir þetta hafa
formgáfa og smekkvísi skálds-
ins náð miklum mun meiri
þroska en kemur fram í fyrri
bókunum. Það sýna meðal ann-
FRÁ LIÐNUM DÖGUM:
T r ój uhestu rinn
BORGIN TRÓJA var á norðvesturströnd Litlu-Asíu skammt
fyrir sunnan Dardanellasundið. Eitt sinn fór París sonur Príamsar
Trójukonungs, í heimsókn til Menelaosar konungs í Spörtu og í
fjarveru Menelaosar hafði hann konu hans, Helenu fögru, á brott
með sér til Tróju. Grikkir hervæddust til þess að hefna þessarar
svívirðu, og undir forystu Agamémnons konungs, bróður Menela-
héldu þeir liði sínu yfir
vegna var nokkur hluti múrsins
rifinn niður. Hesturinn var því
næst dreginn inn í gegnum
skarðið, og fylkingin félt áfram
eftir götunum upp í borgina. Þar
var numið staðar með hestinn
fyrir framan hof verndargyðj-
unnar, til þess að allir gætu séð
hann og glaðst yfir honum. En
þegar nótt var komin og Tróju-
búar gengnir til náða, þá tók
osar, neidu peir noi smu
sundið til Tróju. Borgin var
mjög vel víggirt, og þar sem
Grikkir gátu ekki tekið hana í
fyrsta áhlaupi, þá settust þeir
um hana. Þar sem vistir
Grikja þrutu brátt, þá urðu
þeir að senda hersveitir til
þess að ræna nærliggjandi hér-
uð, en Trójubúar höfðu fengið
hjálp frá bandamönnum sínum
og vörðust þeir hraustlega.
Umsát þessi stóð í tíu ár sam-
fleytt með sífelldum orustum
og veitti ýmsum betur. Að lok-
um var það hinn ráðsnjalli Ód-
ysseifur, sem fann ráð til þess,
að Grikkir gætu tekið borgina.
Að undirlagi hans þá smíðuðu
Grikkir geysistóran tréhest og í
kviðarholi hans földu sig her-
skáustu og hraustustu hetjur
Grikkja. Því næst yfirgáfu
Grikkir herbúðir sínar og héldu
til skipa sinna. Sigldu þeir af stað
og gerðu sig þannig líklega til
þess að halda heim, en í stað þess
lögðu þeir skipunum bak við
eyju í nágrenninu. G r i k k i r
höfðu ekki fyrr haldið á brott,
en Trójubúar þustu í gleði sinni
út úr borginni og til herbúða
fjandamannanna. Þar komu þeir
auga á hestinn, en meðan þeir
ræddu <um, hvert þeir ættu að
fleygjá honum í sjóinn, brenna
hann eða flytja hann inn í borg-
ina, þá komu nokkrir hjarðmenn
með grískan mann, Sem þeir
höfðu handtekið. Grikkinn
sagði, að landsmenn sínir hefðu
ætlað að fórna sér, til þess að
þeim gengi vel á heimleiðinni,
en honum hefði tekizt að komast
undan og fela sig. Þetta var að-
eins kænskubragð til þess að
gabba Trójubúa, sem létu blekkj
ást og trúðu Grikkjanum. Hann
sagði þeim, að hesturinn væri
gjöf til þess að sefa hina reiðu
verndargyðju Trójuborgar. Ef
hægt væri að koma hestinum ó-
skemmdum iryi í borgina, þá
myndi borgin vera ^ósigrandi
upp frá því. Við þessi tíðindi
urðu Trójubúar harla glaðir og
vildu fyrir hvern mun k o m a
hestinum inn í borgina. Þ e i r
settu í skyndi hjól undir hann og
komu í hann dráttartaug, og
síðan beittu allir, bæði ungir
og gamlir, sér fyrir ækið. Það
kom í ljós, að hesturinn var svo
stór, að han komst ekki inn um
hiiðið á borgarmúrnum, og þess
hinn hertekni Grikki, sem gekk
laus, stiga og setti hann upp að
hlið hestsins. Grísku hetjunar
komu þar niður og hófu þegar
að brytja Trójubúa niður. Sam-
tímis komu Grikkir frá skipun-
um og varð nú ógurlegt blóðbað.
Engum var hlíft. Príamos kon-
ungr var sjálfur drepinn frammi
fyrir altarinu í húsi sínu. Kona
hans og allar aðrar konur 1 Tróju
voru fluttar burtu sem fangar.
Trója var brennd til ö s k u og
rústunum jafnað við jörðu.
Grikkir héldu heim eftir tíu ára
fjarvistir frá heimilum sínum,
með ríkulegt herfang og marga
fanga. En ein hetjan, hin ráðs-
njalli Ódysseifur, hraktist af leið
vegna óveðurs. Flæktist hann
víða um í tíu ár og rataði í mörg
ævintýri, áður en hann komst
heim aftur. Islendingur
Kristján Thorvarðarson
Hann var fæddur þann 12. dag
júní mánaðar árið 1865 á Geit-
hellum í Álftafirði í Suðurmúla-
sýslu á íslandi. Árið 1898 flutt-
ist hann til Canada. Settist fyrst
að í Nýja íslandi en var þar
stuttan tíma. Þaðan fór hann
til British Columbia og dvaldi
þar náma vinnu tvö ár. Árið
1901 kom hann austur aftur til
Winnipeg og það sama ár giftist
hann eftirlfandi ekkju sinni
Steinunni Stefánsdóttur Þau
fluttust til Grunnavatnsbygðar
og námu land skamt fra Otto
pósthúsi, þau bjuggu þar í 27 ár.
Árið 1929 hættu þau búskap og
fluttu inn til Lundar bæjar. Ár-
ið 1925 yarð Kristján fyrir slysi,
sem hann aldrei beið að fullu
bætur af. Snemma um sumarið
1941 veiktist Kristján af sjúk-
dómi þeim, sem dróg hann til
dauða þann 14. nóvember það ár.
Jarðarför hans fór fram frá
heimilinu og sambandskirkjunni
Kristján Thorvarðarson
á Lundar sunndaginn 16. nóv-
ember. Séra Guðmundur Arna-
son jarðsöng, Kristján og var
hann grafinní nýja grafeitnum á
Lundar.
ars öll þau kvæði, sem ég hef
þegar nefnt úr þessari bók og
ennfremur kvæðin Súld, Svanur
Málsháttur, Lesið á legstein og
Kvöld í maí. Eg vildi er í raun-
inni smekklegt kvæði, en barna-
skapur að senda það frá sér —
eins og allt er í pottinn búið, óska
leikurinn í kvæðinu öllum gam-
alkunnur úr kvæði Davíð, Eg
vildi, að ég væri— og hátturinn
sá sami og á Þjóðvísu Tómasar
Guðmundssonar. Hið þögla hús
og Ari eru hvorugt frumlega
formuð — og vart nógu saman-
þjappað efnið, en í þeim er lát-
laus og innileg tilfinning.
Bristján er nú kominn í Þagn-
arskóg frá nyrztu ströndum, eftir
að hafa farið villur vegar. Hann
situr nú í skóginum og hugsar,
rýnir og þlustar. Hann hefur
alltaf vitað, að hann skyldi stefna
í sólarátt, en ég gæti trúað, að
hann stæði ekki : fætur og héldi
áfram för sinni fyrr en hann
þættist nokkru fróðari orðinn
um leiðir og hefði mjög n á i ð
hlustað sig til, ef svo mætti segja,
þess hljóðfalls tilverunnar, sem
hæfði honum bezt sem eins kon-
ar göngulag.
Guðm. Gíslason Hagalín
Alþbl. sept.
Lífs er leiðin gengin;
ljósdýrðarvistin fengin.
Þökk sjé þér vinur minn,
þín var góð sambúðin.
Öllu sem lifir er einn dómur dæmdur.
Dagarnir líða uns skyggir af nótt.
Hinn blíði og hreini þá verður sæmdur
himneskum unað, af sérhverri drótt.
Þín sál var svo fögur, svo fáguð og hrein;
og frjálsleg lundin þín blíða.
Ást þína óskifta átti ég ein
gegnum allt, sem varðst þú að líða.
Eg lifi í von um það, vinur minn kær,
þótt vegirnir skiftist að sinni;
að síðar ég fái, að sitja þér nær,
Á síðustu kvöldvöku minni.
Minning þín er mér í hjarta svo hlý
sem hádegissólin er blómi;
það greiðast í burtu öll þunglyndis ský.
þín minning er framtíðar ljómi.
Undir nafni ekkjunnar
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísim. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
4- ♦ ♦ ♦ ♦ ♦