Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. DESEMBER, 1948 5 /ÍMJGAMÁL IWCNNA Ruínyyri INGIBJÖRG JÓNSSON Verndum íslenzku bækurnar frá glötun. Enn á ný endurprenta ég kafla úr ræðu þeirri, er hinn göfugi landsstjóri, Dufferin lávarður, flutti á Gimli árið/1877, tveim árum eftir að íslendingar hófu þar landnám. Ekki bið ég afsökunar á því, svo er ræða þessi hollráð, og í henni felst svo mikil viðurkennmg á manndómi forfeðranna og um leið hvöt til dáða til afkomenda þeirra, að hún er þess verð að við lærum hana utanað. Ræðu kaflanir snerta það mál sem eg vildi vekja áthygli á og þeir eru svona: “þér eigið í rik- ari mæli en fólk alment gerir sér grein fyrir, eitt það, sem er kjarn inn í og grundvöllurinn að, öllum yfirburðum, en það eru gáfur, mentun og fjölbreitt andlegt líf. Sannast sagna hefi ég ekki kom- ið í nofckurt það hús eða þann bjálkakofa í nýlendunni, sem ekki hefir að geyma bókasafn 20 til 30 bóka, hversu annars fá- tæklegt og fáskrúðugt, sem hús- ið hefir verið að öðru leyti inn- anveggja.—” “—þótt þér nú ger- ist Breskir þegnar, þurfið þér ekki að gleyma yðar eigin alda- virtu siðum, né hinum mynd- auðugu . sögum forfeðranna. Þvert á móti, treysti ég því að þér um aliar aldir unnið bók- mentum þjóðar yðar hugástum, og kynslóð eftir kynslóð læri börn yðar áfram að lesa í forn- sögum yðar um þá iðjusemi, dugnað, hugprýði, þrautsegju og það harðsnúna þol er einkent hefir hinn göfuga íslenzka kyn- stofn.” % Þetta eru falleg orð. — Vel má vera að við höfum ekki verið eins vel á verði um íslenzk menningarverðmæti eins og Dufferin Lávarður gerði sér vonir um, en þó ætla ég að við munum standast samanburð við flest önnur þjóðarbrot hér, í þeim efnum, og komist á kensla í íslenzkri tungu og íslenzkum fræðum við Manitoba Háskól- ann, höfum við að minsta kosti tryggt það, að ungmenni af ís- lenzkum stofni eigi kost á að afla sér fræðslu í þeim greinum um ókomnar aldir, ef þau æskja þess. En það, sem ég vildi sérstak- lega benda á er ummæli Duff- erin lávarðar um bækur land- nemanna. Bækurnar voru fjár- sjóðir þeirra, í þær sóttu þeir kjark, uppvörun og stundar fró- un frá veruleikanum, sem stund- um var næsta sár og erfiður, eins og þeim, sem kynt hafa sér sögu landnámsins er kunnugt um. Þessar bækur voru aðallega biblian Passiusálmarnir, Vídal- íns postilla, íslendinga sögurnar, og ljóða bækurnar. Við þessar bækur eru svo margar viðkvæm- ar minningar tengdar, að þær eru orðnar sem helgir dómar. Satt er það að hægt er að kaupa allar þessar bækur í endurprent- unum, en þeim fylgir ekki sú helgi, sú virðing, sem leikur um þessar gömlu bækur, er fluttust hingað vestur í kofortum land- nemanna — bækur, sem fylgdu eigendum sínum gegnum súrt og sætt; bækur, sem voru þeim svo dýrmætar að þeir fórnuðu ýmsu því, sem þeir þurftu til lífsvið- urværis, til þess að eignast þær, flytja þær með sér, og geyma þær. Hvar eru þessar bækur? Hvar eru þessir helgu dómar Vestur- íslendinga? Við vitum það ekki. — Eldra fólk hefir komið til okkar og sagt. “Eg vil gefa ykkur íslenzk- ar bækur; enginn les þær eftir að ég er farinn. Eg er hrædd um að þeim verði fleigt og ég get ekki hugsað til þess. Viljið þið eiga þær, og geyma þær — vel, mér er þægð í því?” Við höfum þegið þessar bækur með þakklæti og lofast til að koma þeim í trygga höfn, lofast til að þær fari á sínum tíma í ís- lenzka safnið við Manitoba Há- skólann; þar er þeim borgið. — Margar þessara íslenzku bóka, sem íslenzku landnemarnir fluttu með sér vestur um haf, hafa verið eyðilagðar. Sumar hafa verið sendar aftur til ís- lands. Það er að vísu m i k 1 u betra að senda þær þangað, en að fleigja þeim eða eyðileggja þær. En þessar bækur eiga heima, og hvergi annarstaðar heima, en í hinu íslenzka bóka- safni Manitoba Háskólans. Þar g e t a afkomendur vestur-ís- lenzkra frumherja, og allir þeir er kunna að meta íslenzk fræði, notið þeirra. Og þar eru þær komnar í höfn — örugga höfn; þar er engin hætta á því að þær verði eyðilagðar. Þótt kennarastóllinn við Mani- toba Háskólann sé enn ekki kom- inn á fót, þá hefir þegar myndast þar allstór vísir að íslenzku bókasafni. Á sínum tíma var s'kýrt frá í þessu blaði, hinni miklu bókasafnsgjöf frá Arn- ljóti Ólson. Síðan mun hafa bætst við bækur, sem hinn fram- sýni leiðtogi, séra Jón Bjarnason safnaði og ef til vill fleiri bæk- ur, sem mér er ekki kunnugt um. Enn munu margar bækur landnemanna, munaðarlausar og dreyfðar um byggir Islendinga. Hver, s e m ann íslenzku og íslenzkum fræðum ætti að leita þeirra og koma þ e i m þangað, sem að þær er virtar, þar sem að þeim verður hlynt, þar sem þær koma að notum. — Landnámsmennirnir g e r ð u meira en flytja með sér bækur; þeir rituðu sjálfir, þeir stofnuðu blöð, gáfu út tímarit og sömdu bækur. öllu þessu verðum við að safna saman og varðveita; ein- tök af hverju einasta blaði og tímariti og hverri einustu bók, sem gefin hefir verið út á ís- lenzku í Vesturheimi á að vera í íslenzka bókasafni Manitoba Há- skólans; við skuldum frumhérj- unum það. En sum þessara blaða og tímarita eru nú orðin fágæt og þá ekki síður bækumar; þess- vegna skrifa ég þessa grein nú. Eg leyfi mér að 1 e i ð a athygli allra, sem unna íslenzkum erfð- um, að því, að leggja sig alla fram að safna, hver í sínu byggð arlagi; íslenzkum bókum, blöð- um, tímaritum og handritum, sérstaklega ef hætta er á því að þessi verðmæti verði annars, eldi músum eða mel að bráð, og koma þeim á óhlutan stað. Þegar deildin í íslenzku verð- ur stofnsett við Manitoba Há- skólann, fær sú deild sérstakt herbergi til afnota fyrir íslenzkt bókasafn. — Við dáumst öll réttilega að hinu mikla Fiske bókasafni við Cornell háskólann; þar eru um 21 þúsund bækur um Island og íslenzka menningu. Landsbókasafn íslands eitt, á fleiri íslenzkar bækur en Fiske safnið, en ekkert safn í heimin- um á jafnmikið af bókum á er- lendum tungum um Island og ís- lenzka menningu. Cornell há- skóla safnið hefir réttilega verið nefnt útvörður og mentalind ís- lenzkrar menningar í Vestur- heimi. Að sjálfsögðu ber okkur LAUSARÍM Til Guttorms J. Guttormssonar P'ram-borið á sjötugahátíðinni hans, 14. nóvember, 1948 Háttvirti forseti! Heiðraða samkoma ! Hér er eg komin og spur — Hvað er hann Guttormur gamall? Þú svarar: Hann gerist nú sjötugur — Sko: Leikurinn um hann er leikinn í kvöld og hans ljóðstafa-völd — Sem hafa lif-mögnuð lifað Um liðlega hálfa öld — Og því er nú þetta skrifað, Og því er eg með hér í kvöld. Æskan er einnig hér — Aldið fljóð og ver — Karlarniir krúnka og tala, Konurnar mala: — Kaffi og fleira Mi«klæjar í eýra —. Gutlorm sé eg sitja nú Hjá sinni frú: Hann hlustar á kvæði Hann hlustar á ræður Hlustum nu sy^tur og bræður —. Eg sit hér sjálfur í næði Hjá silkislóð: Sem hefir hlýlegt blóð — Er hjarta-góð. Hver sem I hennar faðmlög féll Hann fann og heyrði smell — Nú óskum við Guttormi góðra daga Og gerum þær yfirbætur: Að hann megi eiga oft með Braga \ Árgeisla-bjartar nætur. Nú kyssi eg konuna hans — Og klappa svo hinum öllum —. Með stúlkunum stíg eg dans I stefnu að Víðivöllum ! JAKOB J. NORMAN Islendingar í Suður Kaliforníu SUNNUDAGINN 24. oktober s.l. hafði íslendingafélagið í Los Angeles samkomu í Danish Auditorium kl. 4 e.h. undir stjórn hins vinsæla og samviskusama forseta félagsins Johannesar Newt- on. Fimm manna hljómsveit spilaði á meðan allir nutu góðra veit- niga, sem að Amerískar og Islenskar rausnarkonur sáu vel um. Þá sýndu þeir Sumi Swanson frá Long Beach og Johannes Newton ágætar myndir sem að þeir höfðu tekið á Islandi síðastliðið sumar. Allir virtust vera sammála um að ennþá væri landið fagurt og frítt, og að þrátt fyrir allar bylt- ingar og breytingar, eða nýja siði með nýjum herrum væri þó Esjan og Ingólfsfjall eins og á Ingólfsdögum. Ungur Reykvik- inur„ Hreiðar Haraldsson, sýndi líka margar góðar myndir, sem hann hefir tekið víðsvegar í Californíu, en þar er nú af miklu *að taka. Undir stjórn Gunnars Matthiasonar sungu þau Pétur Fjeldsted, Jón Thorbergson, Olavía Doge og Helga Bxoshears úrvals íslenzka söngva sem að nutu sín dásamlega í vistlegum heimkynnum hinna Dönsku. Auk hinna sem eru sjálfsagðir á samkomum, voru þarna ýmsir fáséðir menn og konur. T v e i r gestir voru þarna frá Islandi, Valgard Ólafsson verslunarmað- ur og Ólafur Jónsson sjómaður; Valgerður og Royal Linden og að stefna að sama takmarki, að háskólinn í Manitoba þar sem ís- lendingar munu jafnan verða fjölmennastir, verði miðstöð og vörður íslenzkrar menningar. Við getum stuðlað að því að svo megi verða á ýmsan hátt og einn vegurinn er sá, að að safna ís- lenzkum bókum, blöðum og tíma ritum fyrir safnið og arfleiða safnið að öllum okkar íslenzku bókum ef engin nákominn vill eiga þær eða lesa. íslenzka deildin við Manitoba Háskólann mun verða lifandi minnismerki um íslenzku frum- herjana, sem ruddu brautina og sköpuðu niðjum sínum glæsilega framtíð í Vesturheimi. Gerum það minnismerki sem veglegast. •f Ritstjórnargrein úr Nation Nú þegar Aake Ording ei búin að segja stöðu sinni lausri, sem formaður “Alsherjar barna hjálpar” Sameinuðu Þjóðanna. Vonum við að athygli fólksins dragist að þeirri staðreynd, að Bandaríkin hafa ekki nógsam- lega stutt “Alþjóða barna hjálp- ina”. Er meðferð málsins einn af svörtustu blettum í sögu okkar. Utanríkismála ráðaneytið virðist að mikluleyti láta sér standa á sama um afdrif 230,000,000 hungraðra, veikra og klæðlitlra barna. Það virðist að minsta kosti ekki reiðubúið ða hjálpa öllum nauðstödcíum börnum. Hér fylgdu átta meðlimir úr Hag- fræðis og Félagsráðinu fordæmi fulltrúans frá Bandaríkjunum, og greiddu atkvæði með því að hætta við þessa alsherjar barna hjálp, sem Mr. Ording hafði skipulagt fyrir tveimur árum til taka við af U.N.R.R.A. Sök Bandaríkjanna snertir ekki einungis hina háu, heldur einnig hina lágu. Minna enn 10 prosentur af þeim $60,000,000, sem Bandaríkjunum var sett að greiða, fengust inn. Og það að- eins frá einni miljón mann. Til samanburðar, gáfu íslendingar 4 dollara á hvert mannsbarn í landinu til Barnahjálparinnar. Að áhugi annara þjóða fyrir þessu málefni, náði ekki til Bandaríkjanna, má aðallega eigna auðlegð vorri og vanþrosk- un. Sérstaklega þeim göllum sem fram hafa komið í framkvæmdar nefnd U.N.A.C. hérlendis. Skýringar Mr. Ordings, á því sem komið hefur fyrir í sam- bandi við Barnahjálpina í Bandaríkjunum og hjá Samein- uðuþjóðunum, m u n u birtast í næsta blaði. Um það leyti sem lesendur blaðsins fá það hefti í hendur, verður höfundur þessi kominn til Parísar, í þeim erind- um, að berjast fyrir viðreisn Barnahjálparinnar á Alþjóða þinginu. Til þess að geta barist fyrir þessu málefni sem óháður ein- staklingur, sagði hann af sér stöðunni. Alt rétthugsandi fólk mun óska þess að málefni hans beri sigur úr býtum. Þýtt úr, The Nation, Mrs. L. Sveinson, Lundar, Man. börn þeirra, en hún er d ó 11 i r Ólafs Ólafssonar skólastjóra á Þingeyri við Dýrafjörð og konu hans Kristínar Guðsmundsdóttir Efraseli í Hrunamannahreppni; Melvin og Svana Kristjánsdóttir Shafer frá Venice, er hún er sonardóttir Jóns Guðmundsdótt- ir, úr Reykjavík, Eugene og Olafía Dodge, h ú n er frá Reykjavík; Stanley Ólafsson ræðismaður Islendinga í Los Angeles; Johannes Nordal og kona hans, John Freeman frá Westwood, Margret Coleman frá Encino og sonur hennar Marsh- all, en með þeim var Margaret Egilson frá Hollywood (áður Brandon); Halldóra Sigurðson málleysingja kennari og systur hennar Rósa og Thelma; May Valdís Cook; Gilbert E. Owen og kona hans, en hún er dóttir Þorgils Ásmundssonar. Þar var líka bróðir hennar og kona hans hérlend. Frá Winnipeg var Ólaf- ur Ólafsson, en hér er nú all- margt fólk frá Winnipeg t.d. Sigrún og Hannes Lindal og flest börn þeirra, ennfremur Sylvia Hall og maður hennar Bill Einarsson; Leona og Larry og Thor (Lawrence Thorsteins- son) en hann er mjög afhaldinn sem þulur hjá Columbia Broad- casting System í Hollywood. Þá voru þarna Alice og Jacob Heid- erich (áður Thorvardsson) en með þeim var June Bering, en þetta fólk kom hingað frá Min- neapolis fyrir nokkrum árum síðan. Dansað var af og til alt kvöld- ið. Ákveðið var þarna að hafa samkomu aftur á annan í jólum á sama stað. Frú Steinunn Hayes er nýlega komin til Los Angeles eftir margra mánaða dvöl í Kína, én þar átti hún heima í 40 ár, en maður hennar Dr. Charles C. Hayes lést fyrir 2 árum síðan í Los Angeles. Skúli G. Bjarnason Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. H. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and lnsulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Minnist BCTCL í erföaskrám yðar The Swan Manufacturing Co. Manufacturers oí "SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James Sl. Phone 22 641 FREE STORAGE FOR YOUR SUMMER GARMENTS IN CANADA’S FINEST STORAGE VAULTS • “Celletone” Dry Cleaned • Free Minor Repairs • Fully Insured • Nothing to Pay Till Spring ALL FOR THE COST OF Regular Dry Cleaning Use Perih's Carry & Save or Phone 37 261 PERTH’S Vegna ALLRAR Heimabökunar kaupa GÓÐAR HÚSMÆÐUR Notið það í brauð, bollur, skorpusteik, kökur og aðra bakningu — notið það til allra hluta. Það er malað úr bezta Canada hveiti. Ifieteteietctcteietctetetete’eT'ctctctetetstetetstctste'neietetcieteteteieteteteietetSwei Œílbaltn )ólagjöf! Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin; það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna, og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menningarlegu sjónarmiði er.— Lögberg hefir um sextíu ára skeið haldið uppi þrotlauscri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr- ar tungu í þessu land, heilbrigðum þjóðræknislegum metn- aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara- legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa.— Jólagjafa- ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg og senda það vinum bæði hér og á íslandi. FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ: THE OOIiUMBIA PHKSS IiIMlTKI) 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Man. Sendið Lögberg vinsamlegast til: Nafn ........................................... Áritun ......................................... Hér með fylgja $3.00 ársgjald fyrir blaðið Nafn gefanda .................................... Árltun .........................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.