Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. DESEMBER, 1948 3Logt)crg GefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtandskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. • 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa LUNDAR DIAMOND JUBILEE — 1887 to 1947 Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg, 176 bls., verð $2.00 Eins og vitað er, áttu íslenzku landsnámsbygðirnar við Manitobavatn, þær, er gengið hafa á íslenzku máli undir nafninu Alftavatns og Grunnavatnsbyðir, eigi alls fyrir löngu demantsafmæli sitt, sem haldið var hátíð- legt og með miklum virðuleik í Lundarbæ, sem kallast má höfuðstaður þessara farsælu bygða. Lögberg gerði á sínum tíma allítarlega grein fyrir afmælisfagnaðinum og hefir þar litlu við að bæta, nema ef vera skyldi að leggja enduráherslu á það, hve mikil- vægt, sögulegt gildi hátíðin hafði og hve mjög hún var bygðabúum og raunar íslenzka mannfélaginu í heild, til mikillar sæmdar. Almennan fögnuð mun það hafa vakið meðal ís- lendinga vesta hafs, er hljóðbært varð um að vænta mætti minningarrits í tilefni af áminstu demantsafmæli, því þar myndi eigi aðeins varðveitast heildarsýn yfir hátíðina sjálfa, heldur og eitt og annað verða dregið fram í dagsljósið úr margþættri viðburðakeðju hlutað- eigandi bygðarlaga, er hafa myndi víðtækt, menningar- sögulegt gildi; um það getur heldur engum blandast hugur, er afmælisbókina með gaumgæfni les. Að bók þessari, sem prýdd er hátt á annað hundrað mynda, standa tuttugu og fimm höfundar, sem hver um sig hafa hreint ekki svo lítið til síns ágætis, hvort sem um bundið mál eða óbundið ræðir; sagt er frá mönnum og málefnum öfgalaust, tildurslaust, hlutdrægnislaust, og eykur slíkt að sjálfsögðu mjög á sögulegt verðmæti bókarinnar. — Frá náttúrunnar hendi verður naumast annað sagt, en bygðarlög þessi væri harla óþjál viðureignar, að minstakosti framan af; land víða hrjóstrugt og grýtt; átök frumherjanna hafa vissulega verið Grettistök; um það vitna ljóslega þær svipbreytingar sem umhverfið hefir tekið; nú hefir villimörk breyzt í fögur gróðrar- flæmi; með nýjum hugsjónum og nýrri tækni, er alt af verið að endurnema löndin eða bújarðirnar, hvort heldur nafnið sem notað er, því aldrei lýkur lífið land- námi sínu á þessari fögru jörð. Fólkið í Alftavatns og Grunnavatnsbygðunum kom á fyrstu tíð landnámsins auga á þá staðreynd, að mað- urinn lifi ekki á einusaman brauða; að leggja bæri fylztu rækt við þróun hinna andlegu verðmæta; um þetta sannfærist lesandinn fjótt, er hann íhugar þann kafla bókarinnar, er lýtur að hinni fjölmennu og glæsilegu fylkingu ungra manna og kvenna úr áminstum bygðar- lögum, er hafa rutt sér braut til mikills frama á vett- vangi hinnar æðri mentunar; þetta ber vitni norrænni mannlund, norrænum metnaði, sem holt er að taka sér til eftirbreytni, hvar sem menn af íslenzkum stofni eru í sveit settir. % Nokkuð af því lesmáli, sem afmælisbók þessi hefir til brunns að bera, svo sem öll kvæðin og sumar ræðurn- ar, var þegar eftir hátíðina birt í íslenzku blöðunum, en þó er það einungis lítill hluti þess lesmáls, sem bókin hefir að geyma, og góð vísa á hinn bóginn sjaldan of oft kveðin; mikill hluti lesmáls kemur hér þó í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir, og munu lesendur fljótt ganga úr skugga um, að þar kenni margra girnilegra nytjajurta. Óhjákvæmilegt er að hugur leandans dvelji um hríð við myndirnar, sem bókin geymir; við þær tengist viðburðarík athafna saga og viðkvæm persónusaga; saga sviftibylja og sigurvinninga; saga óumræðilegrar fórnarlundar og sérstæðs framtaks. Formálsorð að áminstri afmælisbók ritar séra Halldór E. Johnson, en eftirmáli er saminn af Paul Reykdal, er miklum tíma mun hafa varið til þess að bókin kæmi út í tæka tíð, og yrði sem alira bezt úr garði ger; vel sé öllum þeim, er að verki þessu unnu og steina lögðu í grunninn. Lundar Diamond Jubilee er ákjósanleg jólagjöf, er verðskuldar sem allra almenn- asta útbreiðslu; bókin kostar aðeins $2.00, fæst hjá Paul Reykdal 979 Ingersoll Street, Winnipeg, og í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Avenue, Winnipeg. HÁLVEGIS BROSLEGT í litlu blaði á litlum stað, var nýlega gerð til þess ofur veikluleg tilraun, að varpa skugga á Liberalflokk- inn í þessu landi og spá honum feigð; skaut þá upp í huga vorum gamla máltækinu: “Svo mæla börn sem vilja.” Nei, sem aðrir vilja. — í stórblaðinu London Times, og um það blað er ekkert hálfvegis brogslegt. að segja, er nýverið farið fögrum orðum um fráfarandi forsætisráðherra þessa lands, Mr. King og Liberalflokkinn, er hann svo lengi veitti örugga forustu; þar er frá því sagt, að á tuttugu ára stjórnartímabili Mr. Kings hafi stjórnmálaflokkar víðsvegar um heim alveg lognast útaf, eða komist ná- lægt því að gefa upp öndina; um Liberalflokkinn í Can- ada sé það að segja, að hann sýnist enn í fullu fjöri og laus með öllu við ellimörk. Ögmundur Jónsson Bíldfell MINNINGARORÐ MIG LANGAR til að skrifa nokkur minningarorð um Ögmund J. Bíldfell, þó að ég finni að mig skorti flest sem til þess þarf, að gera það svo úr garði, sem verðugt væri. Eg kynntist honum dálítið fyrir meir en hálfri öld og mér féll hann þá strax mjög vel í geð. Síðan höfum við báðir alltaf átt heima í Winnipeg og fundum okkar hefir oft borið saman, og við hverja samfundi hefir það álit mitt á honum glæðst, að skapgerð hans hefði mátt vera öðrum mönnum til fyrirmyndar og ekki síður það, hvernig hann hagaði lífi sínu alla sína löngu og farsælu æfi. 1 Ögmundur er fæddur á Bílds- felli, í Grafningi í Árnessýslu 16. ágúst 1866 og voru foreldrar hans Jón Ögmundsson, og Þjóð- björg Ingimundardóttir, hjón sem þar bjuggu þá miklu og góðu búi, mun sú jörð lengi hafa verið vel setin og ekki síst í tíð þeirra hjóna Jóns og Þjóðbjarg- ar. Áttu þau hjón margt bama, en nú eru aðeins á lífi þeir tveir bræður Gísli J. Bíldfell bóndi í Foam Lake, Saskatchewan og Jón J. Bíldfell í Winnipeg. Árið 1885 dó Þjóðbjörg kona Jóns á Bíldfelli og m ó ð i r Ögmundar. Mun Jón hafa tekið sér konumissirinn naeri, eins og mörgum fyr og síðar hefir orðið, enda mun hann hafa unnað konu sinni hugástum. Hygg ég að hon- um hafi fundist sér nauðsyn að breyta alveg til og yfirgefa þann stað, þar sem hann hafði mætt sínum mikla harmi. Tók hann því það ráð tveim árum síðar 1887, að selja jörð sína og bú, og flytja með fjölksyldu sína til Canada. Bjó hann hér lengi og náði háum aldri. Vitanlega fóru börn hans frá honum, eins og gengur og gerist — sum út í dauðann, önnur til að sjá um sig sjálf — öll nema Gísli sem hjá föður sínum var, þar til að hann brá búi skömmu fyrir alda- mótin síðustu. Ögmundur fór til Winnipeg, þar sem hann var jafnan síðan, að undanteknu rúmu ári er hann dvaldi vestur á Kyrrahafsströnd: Árið 1897 kvæntist hann Sigríði Jónsdóttur Jónatansonar frá Flautafelli í Þistilfirði í Norður- Múlasýslu á íslandi og konu hans Guðrúnar Sveinungadóttir. Ágætri konu og h y g g ég, að hjónaband þeirra hafi verið, ekki aðeins óvana langt, heldur líka næstum óvanalega farsælt. Börn þeirra hjóna eru tvö Guðrún Þjóðbjörg, skólakennari í Winni- peg og Jón í Vancouver. Þau hlutu ágætt uppeldi á hinu prýði lega heimili foreldra sinna og var ekkert sparað, að koma þeim til menningar og þroska og veita þeim ágæta mentun, sem líka heppnaðist aðdáanlega vel, enda eru þau bæði prýðilega gefin og hafa bæði hagað lífi sínu þann- ig, að til fyrirmyndar er og njóta bæði virðingar og vinsælda allra sem þau þekkja. Eitt barnabarn, lætur Ögmundur eftir sig, Syl- víu Geraldine Jónsdóttur í Van- couver. Mesta allan sinn langa vinnudag vann Ögmundur hjá Wpg. Elec. Co. og það alt til þessa árs. Stundaði hann jafnan verk sitt með mestu árvekni og trú- mensku og naut líka trausts forráðamanna félagsins, • hann naut þess alstaðar og hjá öllum, sem honum kyntust. Hann var trúr og tryggur félagsmaður í þeim félögum sem hann til- hejrrði, en gaf sig ekki^mikið að félagsmálum, eða almennum málum, yfirleitt, en hitt má með sanni segja, að hann var ágætur heimilisfaðir, eiginmaður og fað- ir barna sinna og vinur v i n a sinna. Hann var einn af þessum kyrlátu mönnum, sem ekki láta mikið á sér bera. En maður get- ur ekki varist þeirri hugsun, á þessum ólgu og óróatímum, hve mannlífið væri miklu fallegra og göfugra, ef mikill meir.i hluti manna væri eins skapi farinn og Ögmundur og höguðu lífi sínu líkt og hann. Ögmundur var þannig skapi farinn, að ég hygg, að allir sem kyntust honum nokkuð að ráði munu eiga um hann góðar minningar og sakni hans og það er gott að hafa lifað þannig, að þeir sem eftir lifa, hafi mikils að sakna. Ögmundur J. Bílfell andaðist 8. nóvember 1948 á Winnipeg General Hospital á þriðja árinu yfir áttrætt og var jarðaður 12 s.m. — Sóknarpresturin séra Valdimar J. Eylands flutti út- fanar minninguna og jarðsetti hinn góða, gamla, dána mann, sem um margra áratugi hafði verði einn af hinum g ó ð u og staðföstu meðlimum Fyrsta lút- erska safnaðar í Winnipeg. Eg er viss um að a 11 i r sem kyntust Ögmundi Bíldfell á hans löngu æfi báru virðingu fyrir honum og einlæga góðvild til hans. Þannig er gott að hafa lifað — og dáið. Vertu blessaður og sæll Ömundur, við sem eftir lifum, söknum þín og gleymum þér ekki — og munum jafnan minn- ast þín er við heyrum gþðs manns getið. F. J. HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI NESKIRKJU í NORÐFIRÐI Neskirkja í Norðfirði minntist 50 ára afmælis síns þann 19. sept. síðastl. með fjölsóttri hátíða- messu. Sóknarpresturinn sr. Guðmundur Helgason messaði en kirkjukórinn söng undir stjórn organistans Sigdórs V. Brekkan kennara. Vöktu eink- um tvö lög er kórinn söng mikla athygli: “Dýrð í hæstum hæð- unv’ og “Faðir vor ’, bæði eftir Björgvin Guðmundsson tón- skáld, enda voru bæði lögin hríf- andi fögur og hátíðleg. Kirkjan var fagurjega skreytt blómum og fánum. Eftir messu var gengið í barna- skólhúsið og þar sezt að fagur- lega búnum kaffiborðum. Fóru þar fram rausnarlegar veitingar er framreiddar voru af söngkórn- um og nokkrum safnaðarkonum. Undir borðum fóru fram ræðu- höld og söngur. Formaður sókn- arnefndar, Sigdór V. Brekkan, bauð gesti velkomna. Flutti hann síðan erindi um sögu og starf kirkjunnar í 50 ár eða frá því hún var flutt frá Skorrastað og að Nesi. Guðjón Hermannsson oddviti í Skuggahlíð minntist kirkjunnar frá fyrrí öldum. — Gjaldkeri kirkjunnar, Eyþór Þórðarson kennari, gerði grein fyrir fjárhagsafkomu kirkjunn- ar fyrr og nú. Er fjárhagur henn- ar nú góður og hefur mikið verið unnið að endurbótum á kirkju- húsinu og umhverfi þess, hin síð- ari ár. Jón Björnsson bóndi í Mið bæ rakti ýmsar endurminningar frá vígsludegi kirkjunnar fyrir 50 árum. Þá talaði sóknarprest- urinn, sr. Guðmundur Helgason. Ræddi hann aðallega um þýð- ingu og g a g n kirkjulegrar og kristilegrar starfsemi meðal í síðustu Bandaríkjakosningum lögðust öll aftur- haldsöfl á eitt um það, að koma Demokrataflokknum fyrir kattarnef, en slíkt mistókst með öllu. Ætli sú verði eigi niðurstaðan, að við næstu sam- bandskosningar verði það enn á ný Liberalflokkurinn, sem mikill meiri hluti kjósenda fylki sér um, þrátt fyrir átök og andvökur afturhaldsaflanna? Margt ólíklegra hefir skeð en það. GUTTORMUR SKÁLD SJÖTUGUR Dottandi einhvern dag ég lá; dreymandi út í framtíð sá; fljúgandi yfir óra leið:— Enn þá hraðar en Lindberg skreið. Þá voru nokkur þúsund ár þotin fram hjá — og allar spár rættar til fulls. Og ráðin hver reynslu gáta sem markverð er. Islenzku kvæðin öllum gleymd. — einstöku vísa lemstruð geymd. — Bárust mér hljóð um heymar göng, heyrði ég einhvem fagran söng. Áður skildi ég engan söng; allan skildi ég þennan söng — “hann átti nótu í sjálfs míns sál. — Söngur þessi var alheims mál. Ýmist hann grætuir eða hlær. — íslenzkur finst mér þessi blær. — Ekkert ég sá, sem anda dró. — Út í bláinn ég spurði þó: Þessi söngur og þetta lag “þúsund árum fá breytt í dag.-- Seg mér hvar þeirra vagga var: — Viðkvæðið altaf “Sandibar” Svarið mér barst úr allri átt: Eilífa lífið hlýtur fátt. Þetta er eitt í þeirri iröð, þar er listin á hæstu stöð. Hér er undraverk íslenzks manns. — Erfitt að segja nafnið hans. — Kynslóðum öllum kunnur var: — Köllum hann “Mr. Sandibar.” SIG. JÚL. J ÓH ANNESSON manna á öllum tímum. Var þá staðið upp frá borðum og söfnuð- ust menn saman til samræðna og söngs. Voru sungin fögur sálma- log og almenn lög góða stund. Skemmtu menn sér hið bezta og var þetta mjög ánægjuleg sam- koma. Ættu menn oftar en á sjald- gæfum tímamótum að halda al- mennar kirkjuhátíðir til fagnað- auka og upplyftingar, t. d. ár- lega. Skildust menh síðar glaðir og ánægðir eftir mjög ánægju- ríkan dag. Kirkjublaðið ALDARAFMÆLI MÖÐRUVALLAKIRKJU í EYJAFIRÐI Sunnudaginn 24. október var minnst aldarafmælis Möðru- vallakirkju í Eyjafirði, er hófst með hátíðaguðsþjónustu í kirkj- unni. Séra Pétur Sigurgeirsson flutti bæn í upphafi guðsþjón- ustunnar, séra Sigurður Stefáns- son þjónaði fyrir altari en prédikun flutti séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. Lagði hann út af sama texta og þá er kirkjan var vígð fyrir öld síðan, en það voru þessi ritningarorð: “Guð er andi, og þeir, sem tlbiðja hann, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika”. í lok guðsþjónustunnar flutti sóknarpresturinn, séra Benja- mí» Kristjánsson erindi, þar sem hann rakti sögu kirkjunnar frá elztu tíð og fram til þessa dags. Kirkjukór Möðruvallakirkju og Grundarkirkju önnuðust kirkju- sönginn. Guðsþjónustan var mjög fjölmenn og áhrifarík. Eftir guðsþjónustuna buðu kirkjueigendurnir, þeir Valdi- mar Pálsson og Jóhann sonur hans, bændur á Möðruvöllum, kirkjugestum til veizlu, og voru margar ræður fluttar undir borð- um. Myndaleg viðgerð hafði farið fram á kirkjunni nú í sumar og var hún þá máluð bæði utan og innan. Kirkjubl. 1. nóv. GUNNAR VIÐAR KOSINN BANKASTJÓRI LANDS- BANKANS Á fundi bankaráðs Landsbank- ans 15. þ.m. var Gunnar Viðar hagfræðingur kosinn banka- stjóri í stað Péturs heitins Mag- nússonar. Gunnar Viðar er rúmlega fimmtugur að aldri, fæddur árið 1917, og lauk hagfræðiprófi árið 1924. Tók hann bankamál sem sérgrein við hagfræðinám sitt. Hann hefir í nokkur ár át sæti í bankaráði Landsbankans, og unnið auk þess ýms trúnaðar- störf fyrir bankann. Hann hefir í nær því tuttugu ár átt sæti í niðurjöfnunarnefnd Reykjavikur og verið alllengi formaður henn- ar. Hann hefir um langt skeið ver- ið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skattamálum og átt sæti í milli- þinganefndum fyrir hönd flokks ins er hafa með höndum skatta- og banakmál, og hefir fengið al- menningslof fyrir glöggskyggni í öllu því, er að hagfræðilegum efnum og fjármálum lýtur. ísl. 22. sept. HOUSEHOLDERS ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V/. BUILDERS' IJ SUPPLIES AND COAL Erin and Sargent Phone 37251

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.