Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.12.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. DESEMBER, 1948 » Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON Jr. Málið hafði þegar haft óþægileg á- hrif á Howle.. Fréttin um það, að einn af áhrifamestu og þektustu mönnum ríkisins hefði verið settur í járn, hafði læst sig eins og eldur út um alt ríkið og orsakað hina fyrstu verulegu undiröldu. H o w 1 e sá, að það var fásinna ein að halda þannig áfram. Kosningarnar voru í aðsigi. Hann var ríkisstjóri og að árekstur á milli manna og málefna, voru honum til lítilla hagsbóta. Hann réði við sig að láta Cameron læknir laus ann tafarlaust og bað hann velvirðingar á frumhlaupi því sem orðiði hafði og fór með honum og Jake til Piedmont til þess að athuga ástandið í Ulster héraðinu. Eftir þrjátíu mínútna tal, vað Gilbert foringja, sem Howle átti var Gilbert far- inn að finna víðar til enn í nefinu. “En því léstu negla aftur hurðina á presbyterianisku kirkjunni?” Spurði Howle ísmeygilega. “Vegna þess að ungi spjátrungur- inn, sem að messar þar, hann McAlpin, var svo djarfur að koma hingað í búð- irnar og misbjóða mér útaf því, að eg lét taka Cameron læknir fastann.” “Eg á von á að þú hafir fyrirskipað að hann skyldi hætta að prédika.” sagði Howle. “Já, það gerði eg, og sagði honum, að hann skyldi líka verða settur í járn, ef hann opnaði á sér munninn aftur.” “Ágætt. Rússneska valdið þarf ekki að vera órólegt af því, að eiga ekki virðu legan arftaka. Nokkrar fleiri kirkjuleg- ar fyrirskipanir?” “Engar, nema í sambandi við eið- inn sem eg hefi fyrir skipað að prestarn- ir taki, áður en þeir fá að prédika.” “Gott! Það víst fellur þessum skosku Covenant-um vel í geð.” “Eg hefi látið þá beygja svírann, og þeir vita hverjir það eru sem stjórna hér í bænum, skal eg segja þér.” “Eg efast ekki um það. En að öllu má þó of mikið gjöra, jafnvel af þvi góða. Félagið The League var stofnað til að stjórna. En verkahringur ykkar hermannanna er, að hafa sig hæga, og aðstoða félagið þegar það þarf á því að halda.” “Við höfum sterka deild hér í bæn- um, þá sterkustu sem við höfum nokk- urstaðar í þessum parti ríkisins.” Sagði Gilbert yfirlætislega. “Svo er það. Deildin heldur fundi einusinni í viku. Við höfum lofað, þeim landinu sem eigendur þeirra áttu, og fullkomnu jafnrétti, bæði félagslega og stjórnmálalega. Negranir koma á fund- ina og hafa svo heræfingar á laugar-' dögum á almenningstorginu. Þeir hvítu eru hræddir við að skerast í leikinn — óttast að ef þeir gjöri það, að þá muni húsin þeirra, eða fjósin brenna. Þegar að Negrar hér eru teknir fyrir rétt, þá þurfa þeir ekki annað en að depia aug- unum tíT þess að þeim sé sleppt, og fríkendir. Það er ekki einasta einn Negri sem þorir að greiða atkvæði á móti okkur. Við höfum mynd^ð sérstakjt fé- lag á meðal negra kvennfólksins, og látið þær leggja eið útá að skilja við menn sína, það er að segja þær sem giftar eru, eða eiga menn, og þær sem ógiftar eru, að giftast ekki neinum þeim mönnum sem á móti okkur mæla, eða fylgja okkur ekki að málum, og við höf- um loforð frá safnaðrráðum allra Negra safnaðanna í þessu umdæmi, að reka hvern þann úr söfnuðum sínum, sem einhvern mótþróa sýnir. Hvers meira geturðu óskað?” “Svo er enn önnur hlið á þ e s s u máli,” tók Gilbert fram í. “Síðan að negranir tóku að sinna þessum félags- skap fyrir alvöru, þá hafa allir hvítu mennirnir snúið við því bakinu, að und- anteknum fáeinum slæpingjum sem auð sjáanlega eru að keipa eftir embættum en hvort heldur þeir menn eru í kirkju- legum, eða veraldlegum félagsskap þá eru þeir eitur. Hvernig á nokkur mensk- ur maður að geta þolað það? Eg hefi reynt að troða og merja þessa andlegu aðstöðu undir hælum mér, og nema því aðeins að mér takist að gjöra það, þá verða þeir þér sterkari með tíð og tíma. í Þú veröur að njóta stuðnings s u m r a þessara hvítu manna, eða bíða ósigur.” Ekki óttast eg það á meðan við höf- um hundrað þúsund negra undir vopn- um,” sagði Howle kímnilega. “Þá hefst gamanið fyrir alvöru. En á meðan ætla eg aö biðja þig að fara þér hægt í stjórn málunum, hvað þetta hérað snertri. Eg kom með manninn sem slóg þig niður til baka. Láttu hann í friði. Eg hefi gefið honum upp allar sakir. Það er öllum fyr- ir bestu, að sem minst sé um það sagt.” Eftir því sem nær dróg kosningun- um — fyrstu kosningunum undir endur- seisnar fyrirkomulaginu, óx og elfdist eftirvænting negranna, því umtal var mikið um hin sérstöku hlunnindi sem þeim stóð til boða. Hver einasti þeirra átti að fá fjörutíu ekrur af landi fyrir athvæði sitt. Ræöumennirnir, og kenn- arnir gjörðu þetta glæsilega fyrirheit enn girnilegra með því, að tilkynna að stjórnin ætlaði að gefa hverjum einn múlasna sem upphót, eða ofanálag á þessum fjörutíu ekrum. Sumir af negr- unum sem var um og ó, með þessar fjörutíu ekrur, því það þurfti auðvitað að vinna við þær, gátu ekki staðist lof- orðið um asnann. Svo var líka nauðsynlegt að giftast, til þess að erfingjarnir gætu lögumsam- kvæmt, erft óðulin og asnana og var það hvalreki fyrir frjálsra manna félagið (The Freeman’s Bureau) sem fékk $2.00 fyrir hvert giftingar leyfi. Hverjum e i n a s t a ókunnugum manni í Piedmont var veitt nákvæm eft- irtekt, því ekki var ólíklegt að þar væri að ræða um landmælingamann ‘ frá Washington sem sendur væri til að mæla þessar f jörutíu ekrur handa negr- unum. Og þess var heldur ekki langt að bíða, að þeir létu sjá sig. Uncle Aleck sem nú var fastur starfsmaður Free- man’s Bureau til að innkalla gjöld fé- lagsmanna og drekka brennivín sem hann borgaði fyrir m e ð pening- um féalgsins, var einn dag gangandi á leiðinni til Piedmont frá félagsfundi er haldinn var út í sveitinni og var að hugsa um fjörutíu ekrurn og múlasn- ann. Hann gekk þannig eftir götunni um tíma, þar til að honum varð litið upp og sá tvo menn á undan sér — það voru mælingamenn, því þeir höfðu með sér heilmikið af tré hælum sem málaðar voru á rauðar og bláar randir. Það voru auðsjáanlega menn frá norðurríkjunum, mannborlegir og vel klæddir — það var ekki hægt fyrir hann að villast á þess- um mönnum enda var ekki minsti efi í huga hans. Fyrirheitið var að rætast. Gus hneigði sig fyrir mælingamönn unurn og sagði: “Lofaður sé Guð! Sendi- boði hans er kominn ! Lengi hefi ég beð- ið, en nú sé eg hann, með mínum eiginn augum.” “Þú getur reitt þig á það, selurinn þinn,” svaraði sá, ar orð hafði fyrri þess um mönnum.” “Við erum á ferðinni tveir og tveir segir annar, eins og postul arnir forðum. Við höfum aðeins nokkra hæla eftir.” “Þeir eru að flýta sér drengirnir að ná í heimili handa sér alt sem þú þarft að gjöra, er að reka einn af þess- um hvítu og rauðu og bláu hælum niður við hornin á fjórutíu ekrunum af landi því sem þú vilt fá og það eru engir upp- reiysnar menn í landinu sem geta tekið þá upp.” “Hlustið þið bara til !” “Það er eins og eg sagði þér. Þeg- ar búið er að reka þessa hæla ofaní jörðina, þá er það eins og settar væru þúsund fallbyssur á hvert horn.” “Vill sendiboði drottins koma með mér undir eins til bugðunnar eða gils- ins þar sem ég hefi valið mér mínar fjörutíu ekrur ?” “Já við skulum gera það, ef að þú hefir það sem með þarf til þess að við getum lokið verkinu. Það kostar tvo dollara að reka hvern hæl, og við höf- um engan tíma til að eyða á óforsjálar meyjar, sem að hafa enga olíu á lömpum s í n u m. Brúðuminn er kominn. Sá sem hafði orð fyrir mælingamönnunum hafði auðsjáanlega verið prestur í norð- urríkjunum og helgi hljómur orða hans insiglaði vild hans, að því er negrann snerti, sem sjálfur, hafði verið prédik- ari, þó óvígður væri. Aleck fór að leita í vösum sínum þar sem hann geymdi tuttugu gull doll- ara sem félagið átti og honum var trúað fyrir. Hann tók átta af þeim og fékk mælinga mönnunum, en þeir h o n u m fjóra hæla í staðinn og sýndu honum hvernig að hann skyldi reka þá niður. Þegar að þeir höfu mælt um fjörutíu ekra blett af landi því sem Aleck hafði valið sér, sem var á Lenoir landareign- inni, og bestÞparturinn af láglendinu í gili sem var á landinu, og var unnin af börnum Alecks undir umsjón konu hans, en fyrir frú Lenoir, ráku þeir hælana niður, en Aleck hrópaði: “Lofaður veri Guð.” “Nú.” Sagði talsmaður mælinga- mannannna, þarft þú að fá eignar bréf með stóru rauðu stjórnar innsigli á og þá er þér borgið fyrir lífstíð. Eignarbréf- ið getur þú skrásett, í dómshúsinu.” “Hann dróg uppúr vasa sínum skjal með rauðu stóru innsigli á.” Augun ættluðu út úr höfðinu á .Uncle Aleck. “Er þetta eignarbréfið?” Það verður það, eftir að eg set. lýs- inguna á landinu á það og nafn þitt.” “Og hvað kostar það?” “Aðeins tólf dollara ! Þú getur tek- ið bréfiðtnúna, eða seinna. Það liggur ekkert á með það.” Hygginn maður geymir aldrei hluti til morguns, sem að han getur tekið með sér í dag. “Eg vil fá eignar bréfið nú þega, herrar mínir,” sagði Aleck og fékk mæl- inga manninum tólf dollarana sem eft- ir voru. “Fullgjörið þið bréfið núna í mínu nafni.” Mælingamaðurinn settist niður og ritaði bréfið gætilega. Svo skddu þeir. Mælingamannirn- ir héldu sína leið enn Uncle Aleck, til Piedmont og var heldur en ekki upp með sér yfir því að vera orðin land eig- andi. Hann gekk hnakkakertur heim að gestgjafahúsinu þar sem hann sé Marg- réti sitja á húspallinum og vera að lesa og Marion var á tröppum húsins og lék sér við skothund. Marion leit upp og sagði: “Það ert þú uncle Aleck ! Eg hefi ekki séð þig lengi.” Aleck rétti úr sér, og stóð eins réttur og hann gat og sagði: Ungfrú Marion eg ættla að biðja þig að hætta að kalla mig “uncle”; eg heiti Alexander Lenoir—” “Þangað til að Aunt Cindy er búin að tala við þig”, sagði Marion hlægjandi. “Þegar hún er búin sjð því, verður nafn þitt orðiði miklu styttrav uncle Aleck.” Aleck tvísteig, og horfði út á torg- ið. “Já, ungfrú. Þessvegna er eg hing- að kominn —eg kom til að segja henni móðir þinni, að láta þessa Cindy konu og börnin hennar fara burtu af landinu mínu. Eg ætla mér ekki, að láta einn draga leigu fé, eftir það lengur.” “Þitt land uncle Aleck? Hvenær eignaðist þú það?” spurði Marion. “Stjórnin gaf mér það í dag,” svar- aði Aleck og fór leita í vasa sínum og dróg fram skjalið. “Þú getur lesið það sjálf.” \ Hann rétti Marion skjalið og Marg- rét flýtti sér ofan tröppurnar og las það yfir öxlina á Marion. Báðar stúlkurnar fóru að skelli- hlægja. Aleck leit snögglega upp. “Veistu hvað stendur á þessu skjali Uncle Aleck?” spurði Margét. “Eg skyldi nú segja það. Það er eign arbréf fyrir landinu sem eg valdi mér— fjörutíu ekrunum sem eg merkti mér með hvítu, rauðu og bláu hælunum í gil- inu, sem eg fékk frá stjórninni.” “Eg skal lesa það fyrir þig”, sagði Margrét. “Bíddu svo lítið”, sagði Marion. “Eg vil að Aunt Cindy heyri það. Hún er inni hjá mömmu.” Hún hljóp til að sækja konu uncle Alecks. Aunt Cindy gekk í hægðum sín- um í kringum h ú s i ð og stansaði við tröppurnar að framan og leit fyrirlitlega til manns síns. “Hefir þú fengið eignarrétt, fyrir land blettinum, til þess að eg geti ekki borgað húsmóðurinni leigu fyrir land- blettinn sem börnin mín eru að vinna á. Þú ert þokka piltur, það má þó segja um þig. Látum okkur heyra hvað stendur í eignarbréfinu.” Aleck færði sig lítið fjær, og sagði: “Þarna er bréfið með stóra stjórnar markinu á.” Aunt Cindy snéri uppá sig. “Hvað stendur á því góða mín?” spurði hún Margréti . . .” Margrét las með uppgerðar alvöru leyndarmálið sem á skjalið var skráð. Til þesá sem þetta kemur við: Eins og Móse upphóf höggorminn á eyðimörkinni forðum fólki sínu til and- legs þroska, þannig hefi eg og lyft tutt- ugu gull doliurum úr vasa þessa einfalda negra. “Selha!” Þegar að uncle Aleck gekk í burtu, með “Þarna hefurðu það” á baki sér, frá vörum Cindy var hann bæði niður- lútur og ómannborlegur. VI Kapítuli HLJ ÓÐSKRAF Hrifningin sem gagntók negrana í suðurríkjunum á undan fyrstu kosn- ingunni í sambandi við endurreisn- ar fyrirkomulagið gekk brjálæði næst. Þegar æsingamenn frá noröurríkjunum komu, og fóru að æsa tilfinningar og ala upp— hefðar valdi negranna, þá mistu þeir það litla vald sem þeir höfðu á sjálf- um sér, þeir stukku frá plógunum og skildu þá eftir í strengnum í kringum, hentu hlújarnunum í görðunum og héldu að þúsundára ríkið væri komið. Negrar sem vinnusamning höfðu við “Freeman’s Bureau” hættu vinnu og tóku hesta og asna húsbændanna og riðu um allar sveitir að e 11 a æsinga- mennina. Tap á baðmullar framleiðslunni sem stafaði frá þessum ófögnuði var metið á $60,000,000.00. Það eina sem bjargaði frá algjorð- um vandræðum var, að hagsýnir bænd- ur höfðu geymt korn og garðávexti frá árniu á ð u r í hlöðum sínum, sem var þeim svo dýrmæt i n n s t æ ð a að þeir höfðu sett sérstaka vakt um það. Cam- eron læknir réði Jake til að líta eftir sinni. Hlaða hans var stór og vegleg og stóð um tvö hundruð faðma á bak við hús hans, og var uppáhalds skemtistað- ur Hughs og Marion. Hún hafði mikið uppáhald á hryssu ágætri sem Ben Cameron átti og hún fór þangað á hverj- um degi til þess að gæða henni á epplum og sykri, eða gefa henni hey og hryssan var orðin svo elska að henni að hún elti hana á röndum. Annað var það líka sem dróg Marion þangað, það var veiðitík sem Ben átti og hét Becky Sharp. Einn morgun kom hún til Marion mjög vina- leg, beit með tönnunum í kjól Marion og togaði hana í áttina til hlöðunnar, og þegar þangað kom togaöi hún Marion að auðum stalli sem þar var, og þar undir stallinum voru tíu, hvítir og s va r t i r hvolpar og sváfu. Marion hafði aldrei áður séð slík- ann hóp og varð stórhrifin af honum. Becky stóð og vaggaði rófunni ánægju- lega heldur en ekki uppmeð sér af fa- milíunni sinni ,og svo gerði hún þ e 11 a sama á hverjum morgni,til þess að heyra Marion hlægja og sjá hana strjúka hvolpunum. Hvað svo sem kosninga dagurinn meinti fyrir karlmennina, þá er það víst, að hann færði Marion ósegjanlega ánægju, því þá átti hún að fá að koma á hestbak, og fara á sinn fyrsta dansleik. Ben hafði kent henni að sitja á hestbaki og lofað henni að ljá henni queen, til að fara til “Lovers Leap” og til baka. Mar- ion hlakkaði mjög til þessarar ferðar og þegar hún fór til að sækja queen ljóm aði andlit hennar af ánægju. Hún leiddi hryssuna að uppsprettulind sem var rétt hjá húsinu og horfði á hana drekka silfurtært vatnið. Hún leiddi queen heim að dyrum hússins og Ben hjálpaði hénni á bak, og þegar að hún reið út úr garðs- hliðinu og lét fagurlega að hreifingum hryssunnar, sagði Ben: “Eg veit ekki hvor þeirar er yndis- legri, Marion eða Queen !” “Eg veit það,” Svaraði móðir Mar- ion sem stóð þar hjá. “Þær eru báðar dásamlegar,” sagði Ben og horfði með aðdáun á þær. “Bíddu þangað til þú sérð hana í kveld í fyrsta danskjólnum sínum,” sagði frú Lenoir lágt. Um miðjan dagin gengu þeir Phil og Ben Cameron til þess að sjá, hvernig að fyrstu kosningarnar u n d i r endur- reisnar fyrirkomulaginu gengju. Torg- ið var troðfullt með kjósendur — Negr- um sem stimpuðust hver við annan, hrópuðu hver á annan—af karlmönn- um, kvennfólki og krökkum. Það var heitt veður og mikill svita mugguþefur, fylti loftið. Um tvö hundruð Negrar skip uðu sér þétt utanum kassa er farands- ali stóð á, eða öllu heldur tveir menn. Annar gyllti vöruna, en hinn bjó um það sem seldist og afhenti það — það sem þeir voru að selja var ný tegund af rottu eitri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.