Lögberg - 06.01.1949, Page 3

Lögberg - 06.01.1949, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JANOAR, 1949 3 NOKKUR MINNINGARORÐ UM Bertel Högna Gunnlögsson prófessor, Dr. Phil. "—Og dökni Væringi í suðrænni sól . ' ber hann sinni, undir skinni, sem norðrið ól, og minnlst að heima er lífs — trúar lindin.' (E.B.) ÍSLENDINGAR HAFA löngum víðföru'lir verið, útþráin er þeim í blóðið borin. Til forna hlaut þorvaldur Konráðsson auknefn- ið “hinn víðförli”, bar hann það nafn með fullum rétti eftir því er fornar sagnir frá herma. ---------------—— Á hjá liðnum öldufh og enn þann dag í dag, hefir margur ís- lendingur átt rétt til hins sama au'knefnis. Hér langar mig að minnast að nokkru eins slíks manns, sem eins og Þorvaldur forðum, bar hróður íslands víða um lönd, sakir óvenjulegrar fræðslu og lærdóms er hann hafði aflað sér; en mætti þeim örlögum, eins og margir þeir er langdvölum lifa með erlendum þjóðum að vera að mestu gleymdur samtíðarfólki á ætt- jörð sinni. Nærri full 30 ár eru nú hjáliðin síðan hann lagðist til hinztu hvíldar; er að eðlileg- leikum hljótt um minningu hans. Tiltölulega mun lítið hafa verið um hann ritað heima á ættjörð- inni, að því er ég bezt til veit, hefi ég þó gert mér nokkurt far að kynnast því en áragurslaust. Heimildir þær sem ég styðst við er aðalega ágæt og ítarleg grein- um Gunnlaögson sem birtist í mánaðarritinu “Öldin”, í Winni- peg, III árangur 12. desember 1895; er greinin sennilega eftir þáverandi ritstjóra þess tímarits Eggert Johannsson; uppistaðan í æfisögu hans er þar all-ítarlega rakin. Einnig í Marz og Maí hefti “Nýs Kirkjublaðs,” er studdist við upplýsingar sem séra Matt- hias Jochumsson lét ritinu í té úr bréfi frá Gunnlögson. Einnig styðst ég við sagnir um hann, er Dr. Phli O. A. Tingelstad, (þá ^pr^stur í Seattle) sagði mér; svo byggi ég á heimsókn minni til hans 1811, — og á bréfum er hann reit mér á árunum 1911— 1912. Vona ég að þessi mín ófull- komna tilraun að minnast þessa serkennilega manns mætti hýetja einhvem mér færari til að rita rækilega um þennan sannmerka fræðimann og ágæta son Islands, er unni landi sínu og þjóð æfilangt, og kynti ís- land meðal mentamanna samtíð- ar sinnar víða um heim, flestum öðrum fremur — þó langt sé til leitað. Bertel Högni Gunnlögsson var fæddur í Reykjavík 29 maí 1839. Sonur Stefáns land- og bæjar- fógeta Gunnlögssonar Þórðar- sonár presta á Hallormsstað Högnasonar. Móðir Bertels en fyrri kona Stefáns var Ragnhild- ur dóttir Benidikts yfirdómara Gröndals. Bertel og Benedikt Gröndal skáld og listamaður voru því systra synir; Mælt er að Bertel væri fyrsta bamið er hlaut skím í skírnarfonti þeim, er hinn frægi listamaður Albert Thorvaldsen gaf dómkirkjunni í Reykjavík, bar Bertel því nafn hans. — í “Annál 19 aldar,” eftir séra Pétur Guðmundson skáld og Grímseyjarprest er sagt að Ragn- hildur móðir Bertels dæi 1840, eða rúmu ári eftir að hann fædd- ist. Á efri árum sínum átti Bertel bréfaskifti við séra Matthías Jochumsson skáld. Þar minnist hann á bernskuár sín í Reykja- vík; ánægjuna af að skauta á tjörninni á tunglskinsbjörtum vetrarkvöldum, og synda bæði í sjónum og laugunum. Þá segist hann einnig hafa lesið allar ís- lendingasögurnar, er hann ávalt síðan í minni bar. En einmana segist hann hafa verið — Sökn- uðurinn yfir móðurmissi virðist að hafa mótað bernskár hans. Þetta áminsta bréf séra Matt- híasar birtist svo í “Nýju Kirkju- blaði,” í marz hefti ritsins 1913 — Þar getur Bertel þess að síð- asta sumarið sem hann var á Is- landi 1851, var hann í smásveina þjónustu á þjóðfundinum á þing- völlum; ber frásögnin það með sér hve hrifinn hann var af Jóni Sigurðsyni og framkomu hans þar. Stefán landfógeti fór af landi burt til Danmerkur haustið 1851; er ég ófróður um tildrög til þess; en skilst að hann lifði þaðanaf í Kaupmannahöfn við þröngan kost. Bertel hóf þar strax nám á latínuskóla, en mun ekki hafa fundið sig þar heima; bar hann æfilangt fremur þungan hug til Dana. Tveimur árum eftir kom- una til Danmerkur fer hann svo einn síns liðs, þá á 15 ári til Rómaborgar til náms. Sýnir þetta þróttmikla lund hans og útþrá. Séra Þórhallur Bjarnar- son getur þess til, að þessa suð- ur-göngu færi hann á vegum katólsku kirkjunnar; er á þeim árum lagði mikla áhrezlu á að fá unga efnilega Islendinga til náms á skálum sínum. Mig skort- ir öll gögn til að fara frekar út í þetta mál, en læt tilgátu Þór- hallar biskups fylgja hér með, sem er alls ekki ólíkleg eða fjærri sanni. í Rómaborg stundaði Bertel nám í 6 ár, eða til vorsins 1859. Þá fór hann til íslands og dvaldi þar sumarlangt. Um haustið fór hann til Edinborgar a Skotlandi og dvaldi þar um hríð. Þar kynt- ist hann Dr. Bichnell, lærðum og frægum vísindamanni, og fyrir hans meðalgöngu komst hann í kynni við ýmsa stórhöfðingja. Dönsk tunga og bókmentir voru þá í miklum hávegum meðal Breta, sökum tlivonandi tengda prins of Wales við Danakonung. Þótti það mjög svo móðins að læra eitthvað í danskri tungu, og nutu enda önnur norðurlanda- mál þar einnig góðs af. Af þessu leiddi að Bertel, þá rétt tvítúgur og ný útskrifaður stúdent, fékk mjög ákjósanlega kennarastöðu. Meðal nemenda hans þann vetur er sagt að væri ein af dætrum Victoríu drotningar, Helen Aug- ústa Victoría, er síðar giftist Frederick Christian, prinsi af Schlesvig-Holstein. Vorið 1860 bauð Dr: Bichnell honum að fylgjast með sér í ferð um Austurlönd, og þáði hann það boð með glöðu geði. Feruðuðust þeir um Grikkland, Litlu Asíu, Arabíu og Egyptaland. Fór Gunnlögsson svo til Neapel, og hóf þar brátt háskólanám, er hann stundað iaf miklu kappi. Aðalnámsgreinar hans úoru Austurlandamál, einkum Sansk- rít og Persneska og samanburð- ar málfræði. Hlaut hann fyrstu einkunn í þessum námsgreinum; vann þó fyrir sér að öllu leyti meðan á námi stóð. Kenslustörf- um hélt hann áfram í Neapel til ársins 1868. Á þessum árum hóf hann einnig annan aðalþátrt æfi- starfs síns; Þýðingar merkra rita úr erlendum málum á Itölsku; en þýðingar bóka og rita varð ann- að aðal æfistarf hans, lengst æf- innar þaðan. — Um áramótin 1868—1869 fór Bertel til Lundúha og settist þar að. Þar átti hann marga víni, suma mjög háttstandandi við hirðina og í þjóðfélaginu; einn- ig átti hann vini í hópi manna, er frægir voru í bókmenta heim- inum. — Fróðlegt væri að rann- saka þetta nokkru nánar, þó ekki hafi ég tök á því. — Það er verk- efni fyrir sérfræðing. Bertel dvelur í Lundúnum fram að 1880, mun þetta hafa verði blómatíð æfi hans, og ,hann notið betri lífsaðstöðu, en fyr eða síðar. Hann stundaði ritstörf og rita þýðingar, en kendi ávalt öðrum þræði. — Tungumálaþekking hans var svo víðfeðm og óvenju- leg, að fá slík dæmi munu mega fyrir finnast. Að eðlilegleikum var mikið úrval lærðra manna samansafnað á Bretlandi um þessar mundir víðsvegar að komnir — sem jafnan, — hinn einmana íslenzki fræðimaður vakti aðdáun og eftirtekt fyrir víðfeðma mentun á mörgum sviðum. Á sviði Austurlapdamálanna mun hann hafa átt fáa sina líka. (Frh. af bls. 2) legra framkvæmda heima, minn- ist ég þess sérstaklega, að miklir erfiðleikar voru á útvegun á vél- um og efni til hitaveitunnar í Reykjavík. Slíkur varningur var gulli dýrmætari á stríðsárunum, þegair hernaðarfrmaleiðslan varð að ganga fyrir öllu. Við vorum einnig sérstaklega óheppnir, þar sem tveim skipum var sökkt á leið til íslands, er bæði höfðu innan borðs mikið af vörum handa hitaveitunni. Hér voru einnig keyptar á stríðsárunum vélar til virkjunar á Soginu fyrir Reykjavík, á Laxá fyrir Akur- eyri og efni til rafveitanna til Keflavíkur, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Allt komst þetta heim, þótt seint gengi og erfitt reyndist að útvega 'efnið. Ennfremur má geta þess, að sumarið 1944 k e y p t i sendiráðið af flotastjóm Banda- ríkjanna einn Grumman flug- bát fyrir Loftleiðir h.f., og ári síðar annan fyrir Flugfélag ís- lands. Eins og að líkum lætur, hefur sendiráðið reynt að greiða fyrir Íslendingum, sem hingað hafa komið, t.d. um útvegun á hótel- plássi, leiðbeiningar um ferða- lög um landið, kaup farseðla og fleira slíkt. Eftir að við höfðum misst bæði farþegaskipin okkar, ‘Goðafoss” og “Dettifoss”, voru engin farþegaskip í förum til Is- lands. Þá voru engar almennar flugferðir til landsins, en her- stjórn Bandaríkjanna reyndist okkur þá hjálpleg og flutti á ár- unum 1945 og 1946 samtals um 330 Islendinga heim með flug- vélum sínum. Engin leið önnur var þá fær til að koma þessu fólki heim. Öll stríðsárin kom fjöldi íslenzkra stúdenta til náms og dreifðist um öll Bandaríkin. Það varð þá hlutsýipti sendiráðs- ins að útvega námsfólkinu skóla- vist og aðstoða það síðan á ýms- Um 1880 er það að hann fer til Vesturheims og sezt að í Chi- cago. — Ungur prestur er ég kyntist á dvalarárum mínum í Seattle, Rev. O. A. Tingelstad, (síðar dr. phil, og merkur skóla- maður) sem var hrifinn af þess- um aldraða fræðimanni sagði mér að tildrög til Ameríkufarar hans frá Lundúnum hefði verið þau, að bókaútgefendur í Chi- cago hefðu ákvarðað að gefa út vísindaleg lögfræðisrit frönsk, á ensku. Þeim hefði verið bent á Bertel sem hinn hæfasta mann fáanlegan til þess starfs. Mun hann hafa lokið því starfi á dval- arárunum í Chicago. — Einnig sagði dr. Tingelstad mér að hann hefði oft haldið námsskeið fyrir tungumálakennara við Chicago háskólann og aðra háskóla; eink- um í Sanskrít og Persnesku. — Arið 1883 fluttist Bertel vestur að Kyrrahafi og settist að í Ta- coma borg, í Washingtonríki. Tildrög til vesturfarar hans voru þau að hann réðist sem kennari í tungumálum á skóla, er Meþód- ista kirkjan starfrækti þar, og mig minnir að héti Pacific Uni- versity. Þar kendi hann um hríð, en mun ekki hafa sætt sig als- kostar við andrúmsloft það er þar ríkti. 1 áminstri grein í “Öld- inni”, er um það farið þessum orðum. “Gunnlögsson þolir alt betur en þröngsýni og fanatism- us, í hverju sem er, — og er hann sá að um tvent einungis var að tefla: hverfa frá skólanum eða fullnægja öllum kröfum þröng- sýnnar skólastjórnar, var hann ekki lengi að hugsa sig um hvað gera skyldi. Hann yfirgaf skól- ann, þótt aldurhniginn og þrevtt- ur væri orðinp, og tók að nýju að ryðja sér braut um frumskóg mannfélagsins á vesturströnd Ameríku. Hann tók enn að kenna og rita og innan skamms hafði hann dregið til sin mentafúsan nemendaflokk, sem ár frá ári (Frh. á bls. 7) an hátt. Árið 1942 kom sendiráð- ið 50 íslenzkum stúdentum fyrir við háskóla hér, og árið 1945 66 stúdentum. Um tíma annaðist sendiráðið fjárhald fyrir margt af námsfólkinu. Á_ stríðsárunum komu hingað margir sjúklingar, og kom sendiráðið þeim fyrir á sjúkrahúsum og gréiddi fyirir þeim. # Þegar sendiráðið var stofnað, var aðeins ein ræðismannsskrif- stofa í Bandaríkjunum, sem sé aðalræðismannskrifstofan í New York, sem launaður maður veitti forstöðu. I Kanada var einnig ein ræðismannsskrifstofa, •• í Winni- peg, og var ræðismannsstarfið þar ólaunað. Það hefur verið hlutverk sendiráðsins að velja góða menn til að gæta íslenzkra hagsmuna víðsvegar um Band%- ríkir> og Kanada. Við höfum nú ágætis menn sem ólaunaða ræð- ismenn á þessum 9töðum í Bandaríkjunum: Baltimore, Bos- ton, Chicago, Grand Forks Los Angeles, Minneapolis, New York, Philadelphia, Portland, San Francisco og Seattle. Sú breyting hefur orðið á um ræð- ismannsskrifstofuna í New York að ekki þótti ástæða til þess að hafa þar launaðan mann, og er því ræðismannsstarfið í New York nú ólaunað. í Kanada höf- um við ræðismenn í Halfax, Tor- onto, Vancouver og Winnipeg, og ennfremur höfum við ræðismann á Nýfundnalandi. Einnig höfum við ræðismann á Kúba, í Mexico og á tveim stöðum í Brasilíu. Allar þessar ræðismannsskrif- stofur standa í sambandi við sendiráðið. Við höfum verið sér- staklega heppnir með að fá marga ágætismenn af íslenzkum ættum í þessar stöður og má nú sega, að vegurinn um Vestur- heim sé víðsvegar vel varðaður til fyrirgreiðslu íslendinga. Niðurl. í næsta hefti. Störf íslenzka sendiráðsins . . . Business and Professional Cards SELKIfiK METAL PRCÐUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldivið, heldur hita. KELLY SVEINSSON .Simi 54 358, 187 Sutherland Ave., Winnipeg. JOHN A. HlLLSMAN, M.D., Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office 99 349 Home 403 288 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 94 624 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APT8. 594 Agnes St. Viötalstimi 3—6 eftlr hádegl Office Ph. 95 668 Res. 404 319 N0RMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solieitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Manitoba Fisheries WTNNIPEG, MAN. T. BerconHtch, framkv.stj. Verzla t heildsölu me6 nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.sími 25 355 Heima 56 462 --------------------------1 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPBJG DR. A. V. JOHNSON Dentiat 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Dr. Charles R. Oke TannlceknW For Appolntments Phone #4 #08 Offiee Hours 9—6 404 TORONTO GEN TRUSTS BUILDINO 283 PORTAGB AVE. Winnipeg, Man. Taislmi 96 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfrceOlngur i augna, eyma, nef og kverka ajúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur ( augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 93 851 Heimasíml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali F61k getur pantaO meOul og annaö meö p6sU. Flj6t afgreiOsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur likkistur og annast um Ot- farir. Allur útbúnaOUr sá bezti. Ennfromur selur hann állskonar minnlsvarOa og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Ph. 96 441 4 PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnipegv Canada Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. B. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Ledgja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgö, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrceOimgar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sfml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh Quality Fish Netttng 58 VICTORIA ST„ WINNIPE3G Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON íour patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fraeh and Frozen Flsh. 311 CMAMBBRS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pree. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 22T Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Bus. Phone 27 989 Bes. Phone 36 1S1 J Rovaizos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietreee Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANTTOBA

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.