Lögberg


Lögberg - 20.01.1949, Qupperneq 1

Lögberg - 20.01.1949, Qupperneq 1
PHONE 21374 iot & H -A VrvS! Clea*1 •■^^acTers I/luU ■fO'B- •** A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 IotA \ pTD Clea' .rveTS ttTvd_^"Gfi ndereTS L‘aU A Complele Cleaning Insliíulion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 20. JANÚAR, 1949 - NÚMER 3 MISS HELGA SIGURDSON Síðastliðið laugardagskvöld efndi Miss Helga Sigurdson, (Agnes, eins og vinir hennar þekkja hana bezt hér), til píanó hljómleika í Town Hall í New York, við afar mikla aðsókn og geysihrifingu áheyrenda; skrá viðfangsefna var harla fjölbreytt, klassísk, og lyrísk til skiptis; svo var hrifning mannfjöldans mikil, að Miss Sigurdson varð að leika þrjú aukanúmer. Strangir hljómlistardómendur í New York, sem ekki kalla alt ömmu sína, og ekki láta sér heldur alt fyrir brjósti brenna, luku lofsorði á frábæra tækni Miss Sigurdson og hljómlistarþroska hennar yfirleitt, þó þeir á hinn bóginn fyndi dálítið að einu og öðru, sem heldur var ekkert tiltöku- mál; réttmætar aðfinslur eru hollar, og benda á sígildi hins fornkveðna, að enginn verði óbarinn.biskup; annars voru aðfinslurnar í sambandi við leik Miss Sigurdson smávægi- legar í samanburði við lofsyrðin. Um áminsta hljómleika Miss Sigurdson í Town Hall má með fullum rétti segja: Hún kom, sá, sigraði. Draumur Helgu Sigurdson hefir ræzt; Draumar sifjaliðs hennar og annara vina hafa líka ræzt, hlutaðeigendum öllum til ósegjanlegs fagnaðar. Nú hafa þær báðar, Miss Pearl Palmason og Miss Helga Sigurdson, sannað hinum ströngustu dómendum í New York hvað í þeim búi og hvers þær megni í völundarhúsi þroskað- rar listar; þær eru báðar vestur-íslenzkar, hafa þegar orpið fögrum bjarma á vestur-íslenzka mannfélagið og íslenzka þjóðstofninn í heild. MÆTUR MAÐUR LÁTINN Síðastliðinn sunnudagsmorg- un, lézt á Gimli, Thorður Thorð- arson fyrrum kaupmaður þar i bænum, atorkumaður hinn mesti og valmenni að sama skapi; hann var fæddur að Gróttu á Seltjarn- w arnesi, fluttist til Canada árið 1907 og dvaldi eftir það svo að segja óslitið á Gimli. Thórður heitinn var freklega 71 árs, er dauða hans bar að. Auk ekkju sinnar frú Önnu, lætur Thórður eftir sig einn son, Jón, búsettan í Winnipeg og tvö barnabörn; einnig einn bróður, Sigurð, sem heima á að Gimli og tvær systur á íslandi. Séra Skúli Sigurgeirson flutti kveðjumál í lútersku kirkjunni á Gimli, en jarðsetning fer fram í Brooksidegrafreit við Winni- peg á föstudaginn kemur, kl. 1 e.h., undir umsjón Bardals. ALVARLEGT VANDAMÁL D a g b 1 ö ð Winnipegborgar fluttu í lok fyrir viku þau al- varlegu tíðindi, að kynstrin öll af vetrarfiskinum úr Winnipeg- vatni lægi fyrir skemdum vegna óviðráðanlegra erfiðleika við flutninga; stafa þessi vandræði einkum af því hve ísinn á vatn- inu hefir í vetur verið óvenju- lega viðsjáll og veikur, þannig, að ekki hefir verið unt að koma þungum flutningatækjum við Dr. S. O. Thompson, þingmaður Gimili kjördæmis í fylkisþing- inu, hefir látið þess getið, að um 800 fiskimenn (flest íslendingar) horfist í augu við ískyggilegt teknatap, ef stjórnarvöldin hlaupi eigi skjótt undir bagga; í sama streng tekur Mr. G. F. Jónasson forstjóri Keystone Limited, sem jafnframt er for- seti fiskiveiðasambands Sléttu- fylkjanna. Mr. Jónasson mót- mælir því stranglega, að járn- brautar félögunum verði heimil- uð flutningsgjalda hækkun á ferskum og frosnum fiski, er nemi 40 af hundraði frá 14. feb- rúar næstkomandi að telja; telur Mr. Jónasson að ef slík hækkun kæmi til framkvæmda, hlyti hún að hafa í för með sér afar alvar- legar afleiðingar fyrir fiskiiðnað Sléttufylkjanna í heild, og gæti beinlínis til þess leitt, að ókleift yrði að koma fiskframleiðslunni til hinna fjarlægari markaða. Mr. Jónasson vakti á því athygli hve hér væri mikið í húfi, þar sem árlega væri fluttar út úr Mani- toba yfir 40 miljónir punda af fiski. Mr. Jónasson telur það sýnt, NÍRÆÐUR A sunnudaginn þann 9. þ.m. átti Friðbjörn Frederickson, er um langt skeið var búsettur í Argylebygð, níræðismafmæli; að fiskimenn tapi sem svari hálfsárs tekjum nema ráðist verði í það nú þegar, að leggja flutningabraut fram með strönd- um Winnipegvatns milli Washau Bay og Matheson eyjar, vega- lengd þessi nemur um 60 mílum, og kostnaður við lagninguna metinn á 8 til 10 þúsund dollara. Mál þetta er í eðli sínu þannig vaxið og mikilvægt fyrir fram- tíð fiskimanna, að ætla má að hann er þingeyingur að ætt, bróðir Friðjóns heitins Freder- ickson og þeirar nafnkunnu syst- kina. Friðþjörn hefir alla ævi verið hinn mesti dugnaðarmað- ur, og lætur lítt á sjá, þrátt fyrir tugina níu, sem nú liggja honum að baki. Lögberg flytur afmæl- isbarninu hugheilar árnaðarósk- ir. hlutaðeigandi stjórnarvöld láti eigi sinn hlut eftir ligga til- skjótra úrbóta. KYNÞÁTTASTRÍÐ I Suður-Afríku standa yfir um þessar mundir erjur miklar, eða hálfgert kynþáttastríð milli Ind- íána og innfæddra blökkumanna í landinu; bera hinir innfæddu Indíánum það á brýn einkum kaupmönnum úr flokki þeirra, að þeir sjúgi úr þeim merg og blóð, og selji þeim lélegar, eða hálfónýtar vörur við svarta- markaðsverði; stjórn og hernað- arvöld hafa reynt að skakka leik inn, en eftir að róstunum hefir slotað á einum stað, hafa þær gosið upp og magnast á öðrum. 1 þessum kynþáttaerjum hafa um fjögur hundruð innfæddra blökkumanna látið lífið, en á annað þúsund sætt meiri og minni meiðslum; mest hefir kveðið að óspektunum í bænum Durban, þó einnig gæti þeirra nú nokkuð í Johannesburg. Það er raunar ekki nýtt að í brýnu slái milli innfæddra blökku- manna og Indíána í Suður Af- ríku, þó nú hafi tekist einna verst til. Morgunguðsþjónustu f r á Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- daginn þann 30. þ.m. kl. 11. verð- ur útvarpað yfir CBW útvarp- stöðina. NÝÁRSBÆN Gleðilegt nýár um gjörvallan heim guð sendi bjargræði öllum þeim sem harmkvæli og hungur líða. Veiti hugrekki, visku og náð Valdhöfum þjóða, styrk og ráð að uppbyggja veröld víða. Andi guðs verndi alheims bygð innræti mönnum traust og dygð og kœrleiksrík verk að vinna. Alheimi veiti lífsins Ijós, lífsstríði breyti í sigurhrós og hjálpi oss frið að finna. V. J. GUTTORMSSON Young City Pianist Encored in New York By FLORENCE FEILER (Special to The Winnipeg Tribune) NEW YORK, Jan. 17 (NANA)—An UNUSUALLY large and appreciative debut audience called Helga Agnes Sigurdson, young Winnipeg pianist, back for three encores Saturday in Town Hall at her first New York Recital. Her interpretation of the im- pressionistic composers in the last part of the program brought her the greatest applause. She brought warmth and vigor to Ravels’s “Une Barque sur L’- Ocean” and Debussy’s “Feux d’Artifice” as well as a nice musical feeling to nocturnes of Satie and Faure. Miss Sigurdson’s masterful technique was displayed in her discourse of Chopin’s “Impromp- tu in F Sharp Major” and “Polon aise in F Sharp Minor,” while Brahms’ “Intermezzo in B Flat Minor” and “Ballade in D Major” received careful readings. The program also included “Chorale in F Minor” by Bach- Busoni; “Prelude in E Major” by Back-Pick-Mangiagalli, and Beethoven’s “Sonata in A Major, Opus 101.” The pianist is competent and her talents may devlop even more in the future. At this point, however, she does need more of the polish of the seasoned per- former. Music critics of two New York newspapers indicated today they were impressed with M-iss Sig- urdson’s playing. The Times’ critic said her “assets proved to be an honest, unpretentious approach to the music at hand, strong, nimble fingers and considerable feeling for the flow of music.” “The evening as a whole was pleasant (but) Miss Sigurdson .. . failed to differentiate strong- ly the character of the various pieces. Beethoven’s Sonata had the same shapely, but superfi- cial quality as two Brahms int- ermezzi and two short Copin pieces,” the Times writer added. “She has ability, but needs to develop deeper understanding of musical meanings,” he conclud- ed. The Herald-Tribune critic said “Miss Sigurdson displayed a strong, well-founded technique” but added she was inclined to “pounding.” She “mistook loud- ness for vigor and haste for mo- mentum.” After the concert, numerous friends and well-wishers gather- ed backstage to greet Miss Sig- urdson, who was dressed in a pale green nylon gown with several tiers of ruffles. She wore a delicate lavaliere about her throat and a white hand- embroidered stole. Asked about her future sched- ule the pianist who is 23‘ said she had been asked to give a series of. concerts in French Morocco, which she hopes to do in 1950, and also to return to Iceland, where she completed a successful tour last summer. At present, she and her sister, Louise, a nurse, are looking for an apartment in New York. Miss Sigurdson now lives in Engle- wood,' N.J., with friends who have just bought a piano for her, and she is studying with Prof. Frank Sheridan. In her spare time she goes to the theatre, reads and visits art galleries. After the recital, Miss Sigurd- son was guest of honor at a re- ception given at the Canadian Club in the Waldorf-Astoria Hotel where Mr. and Mrs. A. F. K. Cannon, of the Canadian consulate-general, acted as hosts. Among the guests were Mrs. John David Eaton, of Toronto, and her sister, Mrs. Anna Mac- Kay of Winnipeg; A. K. Gee dir- ector of the Celebrity Concert series, and Mrs. Fred Gee; Arni G. Eggertson, chairman of the committee of the Icelandic Na- tional League of America, and Mrs. Eggertson; Hon. Thor Thors, minister of Iceland to the United States and Canada, and Mrs. Thors; Hannes Kjartansson, consul-general of Iceland in New York; and Vilhjalmur Stefans- son, famous Canadian explorer, and Mrs. Stefansson. Although her parents were unable to attend the concert, Miss Sigurdson’s brothers, Bald- ur of Montreal, and Fredrick of Toronto, and her sister, Thora, of Winnipeg came to New York for the Town Hall recital. Winmipeg Tribune, January 17 th ATVIKAVÍSUR Eftir PÁLMA I GAMNI OG ALVÖRU Líf þitt bjó þér sigur-sveig, sál þín hló við teiginn, svo við gló af “guða-veig” gékkstu mjóa veginn! GATA Mussolini blóðug blys bar til Hadis valinn, Hitler fór til Helvítis- hvert fer gamli Stalin? HATARARNIR Þeim til haturs Ijúf var leið, lífs í hvata mekki, gáfu Satan sína sneið svo þeir glatist ekki. SYNDAFALLIÐ Evu skœð var Skuldar-rún, sköpun næði að finna, því með slœðum huldi hún hitann œða sinna. GÓÐUR GESTUR Mr. Halvdan L. Thorlaksson, einn af yfirmönnum hinhar miklu Hudson’s Bay verzlunar kom vestan frá Vancouver síð- astliðið sunnudagskvöld til þess að sitja fund verzlunarfélagsins hér í borginni; hann gegnir vara- ræðismannsembætti í British Columbia fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar, og hefir um mörg ár tekið veigamikinn þátt í menningarlegum samtökum Is- lendinga í Vancouver; hann er bróðir hins víðfræga skurðlækn- is Dr. P. H. T. Thorlakson, pró- fessors við Manitobaháskólann, og þeirra systkina. Halvdan vararæðismaður er hið mesta glæsimenni eins og hann á kyn til, og nýtur vin- sælda og trausts hvar, sem leið hans liggur. Norður- Atlantshafssáttmálinn Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna gerði það lýðum ljóst á föstudaginn var, að vegna þrá- kelkni Rússa og ásælni þeirra, væri það lífsnauðsyn, að öryggs- sáttmála um Norður-Atlandshaf yrði hrundið í framkvæmd sem allar fyrst; sú árétting fylgdi og áminstri yfirlýsingu, að þeim þjóðum, sem enn hefðu eigi gerst aðiljar að slíkum sáttmála, væri visara að draga það ekki lengur, ef þær ætluðust til hern- aðarlegs stuðning ; mun þessu meðal annars, vera beint að Norðurlandaþjóðunum, Dan- mörku, Noregi, Islandi og Sví- þjóð; hafa forsætis- og utanríkis- ráðherrar þessara þjóða ilýlega settið ráðstefnu í Svíþjóð varð- andi lausn málsins. Miss Ása Guðjohnsen Fyrir nokkru birtist hér í blað- inu undurfögur grein um þessa glæsilegu stúlku eftir skáld- konuna frú Jakobínu Johnson í Seattle; en mynd Miss Guðjohn- sen, sem nú er hér birt, barst blaðinu svo löngu á eftir grein- inni, að það var farið að verða úrkulavonar um að fá hana. Eins og lesendur blaðsins vafa- laust rekur minni til, var Miss Guðjohnsen krýnd “Drotning ljóssins’ á jólafögnuði í Seattle, og fékk ókepyis flugferð til Sví- þjóðar. FRAMBOÐ TIL ÞINGS Mr. Stanley Knowles, sam- bandsþingmaður fyrir Mið-Win- nipeg kjördeild hið nyðra, hefir verið endurútnefndur sem merk- isberi C.C.F.-sinna í kjördæminu við næstu sambandskosningar. Talsími Dr. S. Júlíusar Jo- hannessonar er 724 944.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.