Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGT.NN, 31. MARZ, 1949 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. Ben Cameron og menn hans hlógu, skutu einu sinni af byssum sínum út í loftið, húrruðu, sneru svo við og riðu hvatlega heim að réttarsalnum. En þar vildi enginn við þeim líta. Réttarskrifar- inn lét þá alla lausa, gegn tryggingu (Bail Bond) sem hann flýtti sér að út- búa og skrifaði nöfn þeirra, sem honum datt í hug þá í svipinn undir þau. Stoneman sendi annað símskeyti til Washington og Habeas Corpus lögin voru numin úr gildi, og herlög ákveðin í öllu ríkinu. Stoneman stórreiddist út af þessari meðhöndlun á ættmönnunum, en eink- um viðtökunum sem þeir fengu hjá her- mönnunum á árbakkanum, svo hann lét senda eftir tveimur Negra herdeildum til Columbia og lét þær standa á verði við dómsmálahúsið. Hann ásetti sér að brjóta á bakaft- ur framsóknar eldinn sem kviknaður var í huga og hjarta hvíta fólkisins hvað sem það kostaði. Hann lét senda eftir Bizzel til Cleveland, konu hans og krökkum, og honum var fylgt til ráð- hússins í Piedmont og settur inn í borg- arstjóra stöðuna með tilstyrk sjöhundr- uð hermanna. Stoneman lét Lynch senda eftir þúsund negrum úr nærlyggj- andi héruðum til þess að fylla hópinn á alsherjar samkomu sem halda átti í Piedmont. Hann lét festa upp auglýs- ingar um allan bæjinn sem á vóru prentuð persónréttar lögin og ákvæði forseta um að Suður Carolína væri und- ir valdi herlaganna. Ben var í þunguskapi út af þessum athöfnum. Hann fór nóttina eftir að auglýsing þessi var fest upp, og heim- sótti hvert einasta Den í héraðinu og lagði strangt bann fyrir, að nokkur “Klan”-félagi kæmi til Piedmont. Ben Cameron hafði varast frá fyrstu, að lenda í andstöðu við ríkis- valdið. Það var áríðandi, að halda mönnum hans frá, að aðhafast nokkuð það, sem gæti eyðilagt fyrirætlanir hans. Umram alt var honum ant um að slægi ekki í íllt á milli mannanna sinna og Stoneman. Þegar Negra hópurinn kom, til Piedmont sýndi hann undireins yfirgang og íllkvittni, enda var til þess ætlast. Þeir fóru í hópum um bæjinn, með ó- látum og yfirlæti. Margir þeirra voru öl- vaðir og þeir gengu þrír og þrír við hlið eftir götunum og ýttu mönnum og kon- um úr vegi og út á strætin. Þeir mættu Phil, sem var á leiðinni á gestgjafahúsið og ýttu honum útaf gangstéttinni. Hann sagði ekki orð en fór yi'ir .götuna keypti sér skammbyssu og lét hana í vasa sinn. Phil var ekki vinsæll á meðal Negranna, og tvisvar hafði verið skotið á hann þegar hann var seint á ferð frá myllunni og heim til sín og fundur þessi sem faðir hans átti að stjórna var honum ekki aðeins móti skapi, heldur andsytggð, svo hann var í vondu skapi. Ræða Lynch á samkomunni var djörf, beisk, og æsandi, og þegar henni var lokið, fóru Negra hermennirnir frá nærliggjandi héröðum sem voru orðnrir ölvaðir tveir og tveir saman út í bæ til að ílskast. í lok ræðunnar kallaði Stoneman á yfirmanninn yfir þessum hermönnum og sagði: ‘‘Majór, ég vil að þessi fundur sé yfirlýsing um yfirvald laganna og um fullnæging á janfgildi allar manna undir lögunum. Liðsmenn þínir eiga heimt- ingu á samrétti við alla hvíta menn. Ég hefi frétt, að máltíðir á gestgjafahúsinu hafi staðið hermönnunum sem eru nið- ur við ána til boða í allan dag endur - gjaldslaust. Þeir eru að endurgjalda kurteisina sem glæpamönnunum sem sýndu þeim æfingaraar var sýnd. Sendu tvo af Negra hermönnum þínum á gest- gjafahúsið til kveldverðar, og sjáðum um að veitt sé á þá. Ég vil að þetta sé til eftirbreytni í ríkinu. “Það er hættulegt fyrirtæki herra.” Sagði Majórinn. Stoneman gamli ýlgdi sig. “Hefurðu skipan um að gjöra, eins og ég skipa fyir.” “Það hefi ég herra,” sagði herfor- inginn og hneigði sig. “Gjörðu þá það sem ég segi þér,” sagði Stoneman stuttur í spuna. Ben Cameron hafði verið heima allan daginn, og tekið á móti fimtíu af vestur ríkja hermönnunum, sem höfðu sýnt honum vinsemd og inönnum hans. Margrét, sem ásamt móður sinni hafði staðið þessum hermönnum fyrir beina, sat í borðstofunni ein við að borða, en Phil beiö órólegur í setustofunni. Gestirnir voru allir farnir, þegar að tveir drukknir Negra hermenn komu inn. Þeir gengu fyrst að vatnsílátinu og fengu sér að drekka. Svo gengu þeir inn í borðstofuna og settust sinn við hvora hliðina á Margréti. Hún reyndi að rísa á fætur, og sagði reið: “Hví dyrfist þið, svörtu dónar?” Annar Negranna lagði handlegginn yfir bakið á stólnum sem Margrét sat í, leit framan í hana og sagði: “Flýttu þér ekki svona mikið. Sittu kyr og borðaðu með okkur.” Margrét hljóðaði upp og reyndi að rísa á fætur, en rétt í því kom Phil inn í dyrnar á borðstofunni með skammbysu í hendinni. Annar Negrinn skaut á hann, en hitti ekik, en féll á næstu mínútunni sjálfur dauður niður, en hinn stökk frá borðinu og steypti sér út um glugga, á borðsalnum, sem var opinn. Margrét, leit upp, sá Phil og bróður sinn í dyrunum og féll í öngvit. Ben flýtti sér að koma Phil út um bakdyr gestgjafahússins, og sagði hon- um, að það eina sem hann gæti gjört, væri að fara úr bænum undir eins. . “Þú verður að fara! við getum ekki átt það á hættu að allt fari hér í bál og brand. Það er ómögulegt að vita hvað fyrir kann að koma, ef uppþot yrði hér nú, þá koma mínir menn úr öllum áttum í bæjinn í nótt. Þú verður að fara, þang- að til að kyrð kemst á hér aftur.” “Ég fer ekki, ekki fet.” sagði Phil. “Komi hvað sem koma vill. Ég er ekki hræddur við það.” “Nei, en ég er.” Svaraði Ben þessir tvö hundruð Negrar eru vopnaðir og undir áhrifum víns og yfirmenn þeirra ráða ekkert við þá, og þeir geta lagt hendur á þig — farðu — farðu! Þú verð- ur að fara. Járnbrautarlestin fer eftir fimtán mínútur.” Ben hálf dróg og hálf bar Phil þang- að sem hestar voru bundnir á bak við gestgjafahúsið. Kom honum á bak og stökk á bak öðrum sjálfur, og skildi ekki við hann fyrri en hann var kominn inn í járnbrautarlestina, sem var rétt í þann veginn að leggja á stað norður. “Bíddu í Charlotte þangað til ég síma þér.” Var það síðasta sem Ben sagði við hann. Ben fór á bak hesti sínum og reið til McAllister, og fékk tvo af sonum hans til að fara tafarlaust og tilkynna Cyclop’s hinna tíu “Den” félaga að þeir skyldu ekki sina neinum frétum sem berast kynnu frá Piedmont, og sjá um, að allir þeirra menn héldu sig burtu úr bænum 1 tvo daga. Á heimleiðinni, mætti Ben fimm- hundruö hvítum ríkishermönnum sem tóku hann fastann. Negrinn sem komst lífs af úr gestgjafahúsinu frá viðureign- inni, hafði lagt eið út á, að það hefði ver- ið Ben Cameron sem skaut Negrann í gestgjafahúsinu. Á þrjátíu mínútum var hann yfirheyrður, af málamyndar her- rétti og dæmdur til dauða. VII Kapítuli SNARA VEIÐIMANNSINNS Mikil var ánægja Stonemans gamla yfir örlögum Ben Camerons. Dauða- dómur hans mundi óumflýjanlega skjóta mönnum hans skelk í bringu, og aftaka hans að morgni kosningadagsins sem var tveimur dögum seinna, myndi breyta allri aðstöðu, bjarga ríkismálun- um, og binda enda á, samband dóttir hans og Ben Cameron, sem hann hataði. Hann ásetti sér að sjá við hinu síð- asta og eina lífstækifæri Ben Camer- ons. Hann vissi að ættmennirnir, félag- ar Ben mundu reyna að koma honum til aðstoðar, og beita öllum brögðum, ær- legum og órærlegum, að undanteknu opinberu upphlaupi til að frelsa hann. Hann var ekki viss um hollustu rík- isdeildarinnar sem þar var í bænum, svo hann afréð að fara undireins til Spart- anburg og láta skipta á deildinni sem þar var, og þeirri sem sat í Piedmont, og þegar staðfestingin á dauðadóm Ben Camerons kæmi frá höfuðstaðnum, fá aftökna í hendur ókunnum manni, sem enga meðaumkvun hefði með þeim dæmda, eða vinum hans. Hann þekti fyrirliða í Spartanburg deildinni, sem til þessa versk vera vel fallinn hefnigj- arnann mann sem einu sinni hafði verið dæmdur af herrétti fyrir grmmd, og hataði innilega alla hvíta menn í suður- ríkjunum. Þessum manni ásetti Stone- man sér að fela á hendur, eftirlit á, og aftöku Ben Camerons. Stoneman leigði sér par af ágætum hlaupahestum, og hélt á stað eins hratt og hestarnir komust, því bæði var hon- um ant um að koma þessari fyrirætlan sinni í framkvæmd, og svo óttaðist hann dóttir sína, sem enn svaf, því þetta var snemma morguns, og vissi ekkert um það sem fyrir hafði komið, það var því um að gjöra, að komast í burtu, áður enn hún fengi fréttirnar, og áður en hún gæti leitað til hans með vægðarbón. Hann vissi, að hann mundi ekki geta staðist að sjá hana hrygga og grát- andi. Hann var sannfærður.um, að hún mundi ekki fást neitt um fjærveru sína fyr en dagur væri að kveldi kominn og þá gæti hún ekki náð til sín. Þegar Phil kom til Charlotte sá hann hóp af fólki standa fyrir framan skrifstofu blaðsins “Observer” og vera að stara þar á auglýsingu, eð frétt sem fest hafið verið upp, en fréttin var um það sem fyrir hafði komið í Piedmont, og hann varð bæði hryggur og reiður þegar að hann sá, að Ben Cameron hafði verið tekinn fastur fyrir verknað sem hann hafði framið. Hann flýtti sér á fund umboðs- mansjárnbrautarinnar í Charlotte og sagði honum hver hann væri, og söguna um það sem komið hafði fyrir í Pied- mont, eins og hún vár, og bað umboðs- manninn um sérstaka lest til að komast til baka. Umboðsmaðurinn, sem til- heyrði ættmanna sambandinu, félst ekki aðeins á, að gjöra það, heldur hófst handa svo sköruglega að, innan klukku- stundar hafði hann lestina tilbúna, og auk þess tvo fólksflutningsvagna vel skipaða með hraustum og einbeittum mönnum, honum til fylgdar. Phil sagði ekki orð. Spurði einkis. Hann vissi hvað þetta meinti. Lestin stansaði í Gastonia og Kings Mountain og í þeim bæjum bættust hundrað menn í hópinn. Það var farið að skyggja þegar lest- in kom til Piedmont. Phil flýtti sér á fund deildarstjórans, og kvaðst endilega þurfa að ná tali af Ben Cameron. “Til hvers herra?” spurði deildar- stjórinn. Phil, í þeirri von að deildarstjórinn vissi ekkert um meiningamun föður síns og sín, sagði: “Ég hefi skipun um að fá játningu frá fangnum, sem máske bjargaði lífi hans, en sem er lykillinn að eyðilegging ‘Klu Klux Klan’ félagsins.” Honum var undireins fylgt til fang- ans, og varðmönnunum boðið að hverfa frá, á meðan að á samtalinu stæði. Þeir Phil og Ben skiftu um pláss, og skitfu um föt, og Phil skrifaði föður sín- um bréf þar sem hann sagði honum his- purslaust frá því sem fyrir hafði komið og bað hann að skerast í leikinn. “Fáðu föður mínunl þetta bréf, og ég verð komin héðan út á tveimur klukkutímum.” sagði hann og rétti Ben bréfið. “Ég skal fara beint til hans.” svar- aði Ben. Varðmennirnir vöruðu sig ekki á þessu bragði og þar sem mennirnir voru eins líkir í sjón, og tvíburar, nema hvað hárið á öðrum var ofurlítið ljósara, svo Ben gekk út, án þess að á hann væri yrt, og fór strax heim til Stoneman, en á leiðinni þá mætti hann fimmhundruð hermönnum sem höfðu komið með sér- stakri járnbrautarlest frá Spartanburg. Hann varð alveg hissa á þessu, svo hann sneri við og eldri þá uns þeir stönsuðu við fangelsið. Þeir stönsuðu fyrir framan bygginguna, sem hann var ný farinn úr, og yfirmaður þeirra afhenti deildarstjór- anum í Piedmont, embættislegt bréf. Verðinum var skift og hinir nýkomnu hermenn röðuðu sér alt í kringum fang- elsið. Deildin í Piedmont hafði fengið skipun símleiðis, um að flytja sig til Spartan- burg og Ben heyrði trumbuslátt þeirra, er fylkingin marséraði í gegnum bæinn, á vagnstöðina. Ben tróð sér í gegn um þyrpinguna við fangelsið, og bað um að mega tala við yfirmann nýju deildarinnar. Svarið frá honum kom fljótt og á- kveðið. “Ég hefi verið varaður við öllum lyga þvöttingi og brögðum sem fólk þessa bæjar getur upp hugsað. Yfirmað- ur dauðavaktarinnar leyfir ekkert sam- tal við fangann, tekur ekki á móti nein- num gestum, hlustar ekki á neinar beiðnir, og leyfir ekki neitt samband við fangann þar til búið er að taka hann af lífi. Þú getur sagt þetta öllum að- standendum hans.” “En maðurinn sem þú ætlar að taka af lífi er ekki rétti maðurinn, þú hefir engann rétt til að lífláta hann,” sagði Ben. “Ég skal eiga það á hættu,” svar- aði hinn snúðugt. “Guð minn góður! stundi Ben í hljóði. Gamla flónið hefir veitt son sinn í neitið, sem hann ætlaði að flækja mig í. VIII Kapítuli LÍFREIÐ Þegar Ben fann hvorki Elsie né föð- ur hennar heima fór hann heim til sín, en gekk í skugga trjánna til þess að vera viss um að hann þekktist ekki, þó það væri ólíklegt, því svo var hann líkur Phil, að nákvæmlega eftirtekt hefði þurft til að þekkja þá í sundur, ekki síst þar sem Ben var klæddur í Phils föt. Þegar að han kom heim, fann hann móðir sína og Elsie í svefnherbergi móð- ur sinnar og hélt móðir hans Elsie grát- andi í faðmi sínum. Hann stansaði við dyrnar og hlust- aði. Aldrei hafði hann séð móður sína fegurri — andlitið rólegt, gáfulegt og lifandi, kórónað hári, sem farið var að grána. Hún stóð róleg og tignarleg og var að strjúka um hárið á stúlkunni grátandi, sem hún hafði lært að elska eins og sína eigin dóttir. Aðstaða henn- ar endurspeglaði trúmensku og dygð þá, sem hún hafði ummgengist mann kona! Hún sildi að stríð var óumflýjan- sinn, börn, og nágranna með. Hvílík legt og barðist eins og hetja í gegn um það, mitt í vonleysi negra valdsins, var hún enn, spákonan, og andlegur leið- togi tolksins, róleg, vongóð og örugg. Hún hafði sniðið ‘Grand Dragon’ bún- inginn handa síðasta syni sínum, og saumað leynilega nótt og dag til að út- búa menn hans. Og í gegnum alt þetta var hún svift allri umhygju og ástúð vandamann sinna, og þó var hin við- kvæma móðurlund hennar þýða viðmót, og framkoma öll, ótmóstaæðileg öllum sem áhrif hennar náðu til fjær og nær. “Ef hann deyr,” stundi Elsie upp, með ekka, þá get ég aldrei fyrirgefið sjálfri mér að ég skyldi ekki gefa mig á vald hans algjörlega og berjast með honum!” “Hann er ekki dauður enn,” svar- aði frú Cameron ákveðið.” Cameron læknir er á ferðinni og menn elskhuga þíns halda víst ekki kyrru fyrir í nótt — þessir ungu fullhugar Suðurríkjanna, sem bera lífið í höndum sér, með söng á vörum, og fyrirlitning á dauða í hjarta!” “Þá vil ég fara með þeim.” Sagði Elsie ákveðið og lyfti upp höfðinu. Ben sté inn í herbergið og Elsie hljóp fagnandi í fangið á honum. Frú Cameron stóð stein þegjandi unz að varir elskendanna mættust og sálir þeirra sameinuðust, í sigri kærleikans. “Hvernig gastu losnað svona fljótt?” Spurði móðirin stillilega, og á meðan höfuð Elsie lág enn upp við brjóst hans. “Það var Phil sem skaut óþokkann, og ég flýtti mér að senda hann burt úr bænum. Hann frétti um hvað fyrirkom og kom til baka með sérstakri lest, tók plássið mitt í fangelsinu og sendi mig að sækja föður sinn. Það hefir verið skift um varðmenn við fangelsið og það er ómögulegt, að sjá hann, eða ná tali af yfirmanninum.” Elsie brá mjög við og fölnaði. “Og faðir minn hefir falið sig, svo að ég næði eki í hann — miskunsami GUg — ef að Phil verður nú tekinn af lífi----” “Hann er ekki dauður enn,” sagði, < Ben og lagði handleginn utanum Elsie. En við verðum að bjarga honum, án blóðsúthellingar, ef það er mögulegt. Velferð okkar og allra getur verið undir því komin. Að lenda í stríði við Banda- . ríkja hermennina nú, gæti eyðilagt suð- urríkin með öllu.” “En þú ætlar að frelsa hann?” Spurði Elsie og leit á Ben tárvotum aug- um. “Já, eða þá að falla með honum,” svaraði Ben ákveðinn. “Hver er Marg- rét?” spurði hann. Framhald

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.