Lögberg - 28.04.1949, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. APRIL, 1949
7
EFTIR J. D. RATCLIFF:
Olíufjallið þ eirra í Vesturheimi
Bandaríkjamenn eru farnir að brjóta niður
fjall eitt í Colorado-fylki og vinna úr því olíu.
Þar sem gull eða olía hafa fundizt í jörðu hefir áframhaldið
ævinlega verið hið sama — gull eða olíuleitarmenn koma eins og
engisprettur, helga sér landssvæði og byrja að leita að hinum dýra
málmi eða gullinu fljótandi. Borgir verða til á einni nóttu og menn
verða milljónamæringar á fáeinum dögum.
En þannig er ekki umhorfs í
Colorado, þar sem olía hefir nú
fundizt. Er þó sennilega hægt að
fullyrða, að aldrei hafi fundizt
annað svæði, þar sem meira er
af olíu í jörðu. Hvað hafa menn
þá fundið? Fjall úr olíu.
Einhver einkennilegasta olíu-
vinnsla, sem sögur jara af, er
nú að hefjast vestan hafs.
Bandaríkjamenn ætla sér
hvorki meira né minni að
breyta heilu fjalli í benzín,
olíur o.fl. Úr skeljasandsmynd-
unum, sem eru í þrem fylkjum
þar vestra, er talið að hægt sé
að vinna um 300 milljarða
tunna af olíu.
I skeljasteinslági, sem þar hef-
ir fundizt, er talið að vera muni
nægileg olíu handa Bandaríkj-
unum um marga mannsaldra,
þótt aldrei fengizt dropi af olíu
annars staðar á því tímabili. Er
það ekki lítils virði fyrir Banda-
ríkin, því að þau eiga undir högg
að sækja hjá öðrum þjóðum að
því er olíu snertir.
Sex sinnum meira
en eytt hefir verið.
Til þess að menn geti gert sér
1 hugarlund, hversu miklill þessi
olíufundur, er má geta þess, að
þarna er talin meiri olía í jörðu
en heimurinn hefir notað síðustu
ár, síðan fyrsti olíubrunnur-
'nn var boraður í Pennsylvaníu-
fylki árið 1859. Ef þetta er talið í
dollurum, þá kemur það þannig
nt, að olían væri 700 milljarða
dollara virði, ef hún næðist öll.
Það hefir hinsvegar aldrei tekizt
að vinna hvern dropa úr nokk-
urum brunni, svo að minnka
verður þessa tölu nokkuð. — En
samt er þetta myndarlegasta
fjárhæð.
En það hefir ekki farið mikið
fyrir frásögnum af þessu í blöð-
Um og eru til þess ýmsar orsakir,
uieðal annars þær, að þarna er
ekki hægt að beita venjulegum
uðferðum við olíuvinnsluna.
Gamla lagið kemur ekki til
greina, heldur er það nýr iðnað-
Ur, sem verður að vinna þessa
elíu og gera hana verðmæta.
erkfræðingar, efnafræðingar,
Jarðfræðingar og allskonar,
Vjsindamenn leika aðalhlutverk-
m.
Olíuþörf Bandaríkjanna.
Undanfarin tíu ár hafa Banda-
^kin notað meira af olíum, en
Þau framleiða og eftirspurnin
er dagvaxandi. Hún er t.d. 18%
^iri í dag en árið 1945 og þótt
f, hafi slampazt í síðasta stríði,
Þa er hmtt við að illa fari, ef ný
f yrJöld brýst út. I síðasta stríði
Purfti herinn 1,75 millj. tunna á
ag. í því næsta verður þörfin á.
e ‘ 2 mifIj- tunna. Fái þau ekk-
r frá öðrum þjóðum, þá hafa
au aðeins 3 millj. tunna til allra
hers og iðnaðar. — Ein-
staklingar mundu ekki fá dropa.
Þegar þessa gætt, er hinn nýi
olíufundur í skeljasteininum
ákaflega mikils virði. Við gæt-
um svo sem byggt upp mikinn
iðnað til framleiðslu á oliu úr
kolum, en hann mundi verða enn
umfangsmeiri en sá iðnaður, sem
nú framleiðir allt stál okkar, bíla
og vinnur olíu úr jörðu. Senni-
lega er því fljótlegast og ódýrast
að ráðast á skeljasteininn. Ég
mun sýna fram á það að vörum
spori. En fyrst skulum við virða
skeljasteinslagið fyrir okkur sem
snöggvast.
Þegar sjávarbotn
verður að fjöllum.
Fyrir örófi alda lá sjór á þeim
stað, þar sem nú eru fylkin Col-
orado, Utah og Wyoming. í fimm
til átta millj. ára söfnuðust jurta-
leifar og dýra á botn hafa þess-
ara og smám saman breyttust
hin lífrænu efni í vaxkennt,
steinolíukennt efni, sem kallað
er “kerogen”.
Þegar þessir hafsbotnar hækk-
uðu og urðu að fjöllum, breyttist
þetta kerogen vegna þrýstings í
skeljasteinslag. — Þegar þetta
jarðefni er hitað breytist það í
benzín, dieselolíu o.s. frv. 1 sum-
um þessarra bergtegunda eru
allt að 300 lítrar.
Slík lög eru til í mörgum fylkj-
fylkjum Bandaríkjanna, en hin
stærstu samfelldu eru í Colorado,
Utah og Wyoming, því að þau
þekja samtals 40 þús. ferkíló-
metra. Hinir fyrstu landnemar
tóku eftir því, að þetta var ein-
kennilegt grjót, því að það brann
og var þó ekki kol, virtist bara
venjulegir steinhnullungar.
Var ekkert hugsað um mögu-
leikana á eldsneytisvinnslu úr
þeim fyrr en árið 1916 og skriður
komst ekki á ransóknirnar, fyrr
en árið 1944, þegar olíuþörf
Bandaríkjanna var í hámarki.
Fyrir nærri þremur árum var svo
farið að bora í jörð vestur í Col-
orado og kom þá úr dúrnum, að
sumsstaðar voru skeljasteinslög-
in hvorki meira né minna en 800
metrar á þykkt.
Hvernig átti að vinna þetta?
En mörgum spurningum var
enn ósvarað, þótt fengin væri
vissa fyrir auðlegð þeirri, sem
þarna var í jörð. Væri hægt að
vinna skeljagrjótið svo ódýrt, að
það borgaði sig að vina úr því
olíuna? Væri hægt að smíða
tæki, sem gætu unnið þrotlaust
að olíuvinnslunni? — Mundi
verða erfiðara að hreinsa olíu þá,
sem þarna fengist, en þá sem
menn voru vanir að eiga við?
Nú er verið að reyna að svara
fyrstu spurningunni. Námugöng-
in, sem gerð hafa verið í Kletta-
fjöllunum í Colorado, eru 70 fet
í þvermál. Námumennirnir nota
loftbora og síðan er steinninn
sprengdur, en frá námunni er
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Cerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
öragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
skilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN guðm u ndsson
Mávahlíð 37, Reykjavík.
honum ekið 9 km. leið á diesel-
knúnum bifreiðum, sem bera 15
smál., til lítillar tilraunaverk-
smiðju, sem vinnur olíuna úr
grjótinu. Eru vinnuaðstæður svo
erfiðar á þessum slóðum, að þótt
beitt væri nútímatækni Banda-
ríkjamanna við vegarlagninguna
frá námunni að tilraunastöðinni,
tók hún hvorki meiri né minni
en tvö ár.
Mikil vinnuafköst.
Vinnuafköst hafa reynzt furð-
anlega mikil þarna eða 40 smál.
af skeljasteini á dag á hvern
mann eða rúml. sjöföld afköst á
við kolanámamenn, sem vinna
venjulega 5,4 smál. úr jörðu á
dag. Þegar meiri æfing og reynsla
er fengin, munu afköstin þokast
upp í 60 smál. á dag. Eins og nú
standa sakir kostar það 60 cent
eða tæpar 4 kr. að vinna hverja
smálest úr jörðu.
Næsta vandamál var að smíða
“olíusuðuofna,” sem væru betri
en nokkrir þeirra, sem til eru í
heiminum, því að þarna átti allt
að vera á miklu stærri mæli-
kvarða en þekkist annars staðar.
Hefir nú tekizt að smíða ofn, sem
getur starfað þrotlaust, rétt eins
og hægt ier að kynda venjulegan
ofn langan tíma, án þess að hann
láti á sjá. Þessi ofn hefir þó ekki
verið tekinn í notkun á tilrauna-
staðnum, heldur mun ófullkomn-
ari, en þrátt fyrir það er hægt að
framleiða tunnu af slíkri “stein-
olíu” fyrir h. u. b. $2,30, eða tæp-
ar 15 kr.
En þetta er verðið þarna á
staðnum. Ef olíunni væri dælt
til Kaliforníu, mundi það kosta
33 cent á tunnu, til New York
helmingi meira, svo að komin
þangað mundi tunnan kosta
tæpa þrjá dollara. Verð á þung-
um olíum hefir verið um það bil
eða heldur meira undanfarið.
Bezt til hitunar.
Um þessar mundir er verið að
rannsaka, hversu mikill kostnað-
ur sé við að hreinsa þessa olíu og xns
vinna úr henni benzín og skyld
eldsneyti. — Það hefir komið í
ljós, að hún er ágæt sem ljósolía
eða til hitunar húsa o.þ.h. Benzín
er hinsvegar mjög erfitt að vinna
úr henni.
Sennilega mun “skeljaolía”
koma að mjög góðum notum sem
eldsneyti fyrir þrýstiloftshreyfla,
en þótt kostnaðurinn við að
vinna' úr henni allskonar fínni
eldsneyti verði mikill, þá eru
Bandaríkin samt að hugsa um að
taka stökkið. Þau telja, að þau
þurfi að verða sjálfum sér nóg
að ’því er eldsneyti á öllum svið-
um snertir og þarna er lausnin
fundin að nokkuru leyti. En dýrt
verður það. Á stríðsárunum kost-
aði það milljarð að koma upp
gerfigúmmíiðnaði, en þessi olíu-
iðnaður mun kosta tólffalt meira.
Vísir, 29. marz
“Að vestan
99
Svo heitir ritverk það, sem
Arni Bjarnarson á Akureyri er
að gefa út eftir Vestur-
íslendinga. Fyrsta bindið er nú
að koma á bókamarkaðinn innan
skamms. Eins og flestir hér
muna, kom Arni hingað vestur
árið 1946 og aftur 1947 til þess að
safna ýmissum fróðleik meðal
vestur-íslendinga í þeim tilgangi
að forða með því mörgun æfin-
týrum, sögnum og sögum úr lífi
þjóðarbrotsins hér, frá algjörðri
glötun.
Arni gekk vel fram í þessu
meðan hann dvaldi hér og varð
líka mikið ágengt, enda fann
hann, að hér var um auðugan
garð að gresja. Nú er árangurinn
af þessu starfi Arna að koma í
ljós með þessu fyrsta bindi, sem
hann kallar, “Þjóðsögur og
sagnir.”
En verkið er aðeins hafið. Nú
ríður á aðstoð Vestur-íslendinga,
að þeir geri sem þeim er unnt,
að létta undir að þetta stóra rit-
safn geti sem fyrst komist fyrir
almennings sjónir, að þeir liggi
ekki á liði sínu þar til það er
orðið of seint.
í formálanum að fyrstu bók-
inni sem Arni sendi mér getur
hann þess að áætlun og stærð
safnsins verði sem hér segir.
1. Flokkur, Þjóðsögur og sagn-
ir, tvö bindi.
2. flokkur, Sagnaþættir, tvö
bindi.
3. flokkur, Ferðasögur vestur-
fara, tvö bindi.
4. flokkur, Minningar frá Is-
landi, tvö bindi.
5. flokkur, Þættir úr lífi land-
nemanna, tvö bindi.
6. flokkur, Æfisögur, fjögur
bindi.
7. flokkur, Alþýðukveðskapur,
tvö bindi.
Hvert bindi áætlar hann að
verði 250 í fjögrablaða broti og
ef til vill meira, eftir því sem á
efni stendur.
Af þessu má sjá, að hér er um
veigamikið safn að ræða. En það
vantar mikið á, að allt sé fengið
fyrir þetta safn. Þess vegna er
það vinsamleg ósk útgefanda, að
allir íslenzkir, menn og konur
vestan hafs geri sitt bezta til
þess að hrinda þessu verki í
framkvæmd með því, að senda
allt sem þeir eiga í fórum sínum
og minni af sögnum, sögum og
æfintýrum og öðru góðmeti sem
fyrst svo greiðlega gangi. Arni
er duglegur og mun ekki liggja
á liði sínu ef honum berst nóg í
hendurnar til að moða úr.
Ég læt hér fylgja nokkur orð
eftir Arna sjálfan úr formála
hans fyrir þessu fyrsta bindi.
—En þótt allmikið hafi þegar
áunnist fyrir skilning og aðstoð
margra góðra manna vestan hafs
og austan, skortir þó enn stór-
lega á, að söfnunar starfinu sé
lokið, ef forða á því öllu frá
gleymsku, sem ennþá er óskráð
af íslenzkum sagnafróðleik, vest-
an hafs. Geysimargt mun þar
ennþá óskrifað. Með hverju ári
sem líður, fer þar margt forgörð-
um, sem vert hefði verið að
geyma komandi kynslóðum til
þekkingarauka á landnámi og
lífi Islendinga í Vesturheimi.
Óðum fækkar gömlu landnem-
unum, ■ og rpeð mörgum þeirra
fara í gröfina merkilegar heim-
ildir úr sögu þeirra og landnáms-
ásamt margskonar fróðleik
heiman frá Islandi, sem ekki
mætti glatast. Það er nú komið á
tólftu stundu, að bjarga því, sem
bjargað verður.” —
Síðar í þessum formála segir
hann.
“—Ég heiti því á alla Islend-
inga beggjamegin hafsins, er
þjóðlegum fræðum unna og eitt-
hvað eiga í fórum sínum skráð
eða óskráð, er tilheyrt gæti þessu
ritsafni, að leggja því lið, svo að
það verði sem varanlegust og
virðulegust minning um þann
sjötta hluta íslenzku þjóðarinnar
er hóf landnám I annari heims-
álfu fyrir nær þremur aldarfjórð-
ungum.—’
Það er metnaðarmál fyrir
okkur hér heima, að gera þessu
svo verðug skil sem unnt er. Enn-
þá höfum við unnið of lítið að
því að halda á lofti orðstýr vest-
urfaranna og styrkja þau bönd,
er tengja saman íslendinga
beggja vegna Atlandshafs.—”
Eins þið sjáið af orðum Árna
er honum það mikið áhugamál,
að safni þessu verði gerð góð skil
okkur ætti ekki síður að vera
það áhugamál, og ég veit, að öll-
um er það áhugamál, það þarf
aðeins að hressa sig upp, tína
það saman og senda það.
Bregðist vel við þessari mála-
leitan Islendingar vestan hafs.
Þið hafið svo mikinn auð af sögn-
um og sögum í fórum ykkar, að
allir geta sent nokkuð.
Ég veit að margir segja sem
svo. “Ég get ekki skrifað það
nógu vel.” Jú, þið getið það. Það
verður fært í stílinn og lagað án
þess að efnið tapi sér. Þið getið
sent allt sem þið viljið til mín
og ég skal senda það til Árna.
Þið getið líka sent það beint til
Árna Bjarnarsonar, Akureyri,
Iceland, ef þið viljið það heldur.
Aðeins liggið ekki á því sem þið
eigið og vitið. Sendið myndir
líka af fólki og húsum ef það á
við efnið.
Látið skríða til skarar!
Davíð Björnsson
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
V O R
Vorvinna útheimtir bæði vinnufólk og fjárframlög, sem
ekkert gefa í aðra hönd þar til uppskeran er komin á
markaðinn. í millitíðinni veitir Royal Bankinn lán til þess
að borga vinnufólki, útsæði, áðurð, amboð og viðgerðir á
löndum og byggingum. Bankastjórinn er ávalt reiðubúinn
að veita yður áheyrn.
THE ROYAL BANK OF CANADA
i