Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374
teA
A Complele
Cleaning
Instilulion
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 12. MAÍ, 1949
NÚMER 19
Or borg og bygð
Mr. Leo Thorgeirson gullsmið-
ur og skrautmunasali frá Kenora
Ontario, var staddur í borginni
í fyrri viku ásamt frú sinni;
hann hefir dvalið í Kenora í átta
ár og átt þar vinsældum að
fagna; innan skamms ætlar Leo
að bregða sér vestur til Wynyard
í heimsókn til skyldmenna sinna;
þaðan mun svo ferðinni heitið
til Vancouver.
Leo bað Lögebrg að flytja vin-
um sínum í Kenora og Keewatin
hugheilar þakkir fyrir ánægju-
lega viðkynningu.
Séra Egill H. Fáfnis prestur
íslenzku safnaðanna í North
Dakota og f o r s e t i lúterska
kirkjufélagsins var staddur í
borginni í fyrri viku.
■f
Karl Júlíus Jónasson trésmíða-
meistari, 610 Alverstone Street
hér í borg, lézt síðafetliðinn fimtu
dag; hann var ættaður úr Suður-
þingeyjarsýslu, 65 ára að aldri;
hann var alllengi búsettur í
Arborg. Karl heitinn var hinn
mesti dugnaðarmaður meðan
heilsan leyfði; hann var einkar
bókhneigður og fylgdist vel með
straumum og stefnum í íslenzk-
um bókmentum; hann lætur eft-
ir sig eina dóttur barna, frú
Hugrúnu Munday. Útför Karls
fór fram frá Bardals á laugar-
daginn að viðstöddum fjölmenn-
um hóp vina. Séra Valdimar J.
Eylands jarðsöng; á mánudaginn
í sömu viku var kona Karls, eins
og þegar hefir verið skýrt frá
borin til moldar.
HQN. JOSEPH T. THORSON
Um undanfarnar nokkrar vikur hefir Hon. J. T. Thorson
dómsforseti fjármálaréttarins í Canada, verið á ferðalagi um
Vestur-landið í embættiserindum; hann hafði réttarhöld í
Winnipeg, Calgary, Regina, Saskátoon, Victoria og Vancouv-
er, en hélt heimleiðis síðastlðinn laugardag.
Ritstjóri Lögbergs átti alllangt tal við Thorson nokkru
áður en hann fór austur, en sá var ljóður á, að hann vildi
að sem allra minst yrði haft eftir sér, því nú væri hann ekki
lengur í hringiðu stjórnmálanna; en hann bað Lögberg að
flytja vinum sínum kveðjur, og kvað sér leika hugur á að
heimsækja íslenzku bygðarlögin á milli vatnanna áður en
langt um liði.
Thorson dómsforseti kvað sér það ósegjanlegt fagnaðar-
efni, hve framkvæmdum varðandi stofnun kenslustóls í
íslenzku við Manitobaháskólann miðaði vel áfram.
KVEÐJA ÚR VESTRI
Methúsalem Methúsalemsson á Bustarfelli sextugur
Starf til heilla lýö og landi
lifir meir en tugi sex.
Upp úr sporum eljumannsins
aldagróður fagur vex.
Leggi fram um ár og aldir
yl frá þínum veldisstól!
Enginn hefir annar betur
austfirskt setið höfuðból.
Áður fyr í ýmsu veðri
oft ég gisti bæinn þinn;
þaðan oft í útlegðinni
um mig hlýju streyma finn.
Hyllikveðja heiðursmanni
hljómi snjalt um óraveg;
rétta boðleið berist milli
Bustarfells og Winnipeg.
EINAR P. JÓNSSON
Merkur óðalsbóndi sextugur
Þann 27 apríl síðastliðinn átti Methúsalem Methúsalemsson
óðalsbóndi á Bustarfelli í Vopnafirði sextugs afmæli; hann er um
alt hinn mæstasti maður, enda af góðum stofni kominn í báðar
ættir; voru foreldrar hans þau merkishjónin Methúsalem Einars-
son og Elín ólafsdóttir, er um langt skeið bjuggu við risnu mikla
á hinu forfræga Bustarfells óðali.
Afmælisbarnið á Bustarfelli á
bróður í þessari borg, Halldór M.
Swan verksmiðjueiganda, sem
einnig er tengdur traustum
böndum við fæðingarstað sinn,
og í tilefni af sextugsafmæli
bróður síns, lét Halldór gera
gestabók forkunnarfagra, er
hann sendi honum að gjöf frá
sér og tveimur sytkinum, þeim
Ólafi verzlunarmanni á Akur-
eyri og frú Oddnýju í Ytri Hlíð
í Vopnfirði; er gestabók þessi
sérstæður minjagripur, er geym-
ast mun fram í aldir.
Forsíðu gestabókarinnar
skrautritaði Gizzur Eliasson
ásamt vísum Einar P. Jónssonar,
sem í bókinni standa.
í gestabókinni eru ágætar
myndir af foreldrum afmælis-
barnsins og því sjálfu og konu
þess.
SAMKOMA
verður haldin miðvikud., 18. maí
n.k., í lútersku kirkjunni í
Arborg, Man., undir umsjón
safnaðarnefndarinnar. S é r a
Valdimar J. Eylands flytur þar
skemtilegt og fróðlegt erindi um
fsland.
Gjafir í Skrúðvagnssjóðinn,
(Float) 75 ára afmæli
Winnipegborgar, 1949
Frá íslenzkum félögum:
Þjóðræknisfélag fsl. í
Vesturheimi $250.00
Skuld og Hekla, I.O.G.T. 250.00
íslendingad. nefndin 150.00
Icelandic Canadian Club 75.00
Jón Sigurðson Chapter 25.00
Sambandskirkjan 25.00
First Lutheran Church 25.00
SAMTALS $800.00
G. F. Jonasson $ 25.00
Bardal Funeral Home 25.00
Paul Bardal 15.00
Miss Sigurrós Vidal 5.00
Sigurþór Sigurðsson 5.00
Mrs. Albina Sigurðson 5.00
Björgúlfur Sveinson 5.00
Mrs. Elizabeth Polson 5.00
Mr. og Mrs. Guðmundur
Stefánsson 5.00
Miss Hlaðagerður
Kristjánsson 5.00
Sigurður Sigurbjörnson,
Leslie 1.00
Mrs. R. K. G. Sigurbjörns-
son, Leslie 1.00
SAMTALS $102.00
SAMTALS ALLS $902.00
We acknowledge with thanks
receipt of the above contribu-
tions; divided as they appear
into two classifications:
The response from our Ice-
landic community organizations
has been splendid, but that of
individuals not as encouraging
as it should be. Another $1000.00
at least is required and must
come from individual contribu-
tions BEFORE JUNE lst.
Please send your contributions
to David Björnsson, 702 Sargent
Avenue.
For the Finance Committee,
PAUL BARDAL, Chairman
Samgöngubanninu í Berlín létt af
Nýr forsætisráðherra
Þann 27. apríl síðastliðinn
héldu Progresive Conservatives
flokksþing í Toronto í því augna-
miði að velja foringja, er taka
skyldi við völdum í Ont. af Mr.
Kennedy, er ófús var á að gefa
kost á sér til flokksforustunnar,
en hann hafði eins og kunnugt
er, tekið við af Mr. Drew. Fyrir
vali varð Leslie M. Frost, sem
nú* hefir tekist á hendur stjórn-
arforustuna; hann er ættaður
frá Lindsay, þar sem hann um
nokkurt skeið gaf sig að mála-
færslustörfum; hann er 53 ára
að aldri. Mr. Frost gengdi fjár-
málaráðherraembætti í ráðuneyt
um þeirra Drews og Kennedy’s.
Er Mr. Kennedy lét af stjórn-
arforustunni, tókst hann á hend-
ur landbúnaðarráðherra embætt-
ið í því hinu nýja ráðuneyti, sem
Mr. Frost veitir forustu.
FUNDUR
Aðalnefndin, sem skipuð er
fólki úr Islenzku félögunum í
Winnipeg til þess að hafa umsjón
með þátttöku íslendinga í 75 ára
afmælishátíð Winnipegborgar, er
beðin að sækja fund kl. 3:00 e.h.
nœstkomandi sunnudag í Jóns
Bjarnasonarskóla byggingunni á
Home Street. Áríðandi er að allir
meðlimir nefndarinnar sæki
fundinn, því þá verður samþykt-
ur uppdráttur skrúðvagnsins
(float) og fjármálanefndin legg-
ur fram skýrslu sína. Ennfremur
verða þá kosnar aðrar nefndir,
sem hafa framkvæmdir með
höndum. Tíminn er orðin naum-
ur og endanlegar ákvarðanir
Þau mikilvægu tíðindi gerðust
í fyrri viku, að tilkynt var sam-
tímis frá Washington, London og
París og Moskow, að þann 12. þ.
m. yrði samgöngubanninu og að-
flutningsbanninu, sem þröngvað
hefir kosti Berlínarbúa í nálega
ellefu mánuði, létt af; málaum-
leitanir í þessa þótt höfðu staðið
yfir um nokkurt skeið í Wash-
ington af hálfu hlutaðeingandi
stjórnarvalda; kom fregnin því
í raun og veru fæstum á óvart;
í sömu andránni var tilkynt að
utanríkisráherrar Bretlands,
Frakklands, Rússlands og Banda-
ríkjanna, komi til fundar í París
þann 23. yfirstandandi mánuð til
þess að íhuga aðstæður Þýzka-
lands í heild með hliðsjón af
væntanlegum friðarsamningum
við þýzku þjóðina og jafnframt
mundu þar einnig verða teknir
til yfirvegunar væntanlegir frið-
arsamningar við Japan.
Nú hefir samin verið stjórnar
skrá fyrir fylkjasamband Vestur-
þýskanlands, sem víst er talið að
mjög bráðlega gangi í gildi; ekki
eru Rússar sagðir að vera als-
kosta ánœgðir með slíka ráð-
stefnu.
Utanríkisráðherra B r e t a ,
Ernest Bevin, var staddur í
Berlín um síðustu helgi og
kvaðst vongóður um, að fyrir-
hugaður Parísarfundur gæti leitt
til tvöhundruðára friðar.
verða því að vera gerðar á þess-
um fundi .
Uppljjsinganefnd,
Heimir Thorgrimsson„
Ingibjörg Jónsson.
SAMKOMA TIL HEIÐURS
ÖLDRUÐUM ÍSLEND-
INGUM
Hin árlega samkoma til heið-
urs öldruðum Islendingum í
Winnipeg, sem djáknanefnd
Fyrsta lútesrka safnaðar sér um
fyrir hönd safnaðarins, var hald-
in í samkomusal kirkjunnar síð-
astliðinn laugardag. Konurnar
framreiddu ljúffenga “Turkey”
máltíð og yfir 80 gestir sátu að
borðum, þar að auk voru sendar
máltíðir heim til 24 eldri manna
og kvenna, er ekki treystu sér
til að koma. Safnaðarmenn voru
nefndinni hjálplegir við að koma
máltíðunum til skila og að flytja
fólkið til og frá, sem lengst átti
að, eða erfitt átti með að kom-
ast.
Forseti djáknanefndar Árni G.
Eggertson K.C. var samkomu-
stjóri. Prestur safnaðarins séra
Valdimar J. Eylands flutti hlýtt
ávarp og skýrði jafnframt frá
því að Halldór Haldórsson hefði
nýlega gefið söfnuðinum hljóð-
nematæki, sem geri mögulegt að
endurvarpa messum heima hjá
þeim, sem ekki geta sótt kirkju.
Jóla og páskamessurnar voru
teknar á slíkt tæki og gafst
mörgum kostur á að hlusta á
þær á þennan hátt. — Mrs.
Eylands, sem var klædd hinum
fallega íslenzka samkvæmisbún-
ingi sínum, flutti kvæði. Mrs.
Margrét Stephensen, ávarpaði
gestina og mun hún flytja kveðj-
ur frá þeim til séra Eiríks
Brynjólfssonar og frú Guðrúnar,
þegar hún fer til Islands í næsta
mánuði. Einnig mun hún flytja
kveðjur til fólksins á elliheimil-
inu “Grund” Mrs. Unnur Simm-
ons söng marga íslenzka söngva.
Þetta var skemtilegt stund, rík
af góðvild og gleði.
í djúknanefndinni eru þessir:
Árni G. Eggertson, K.C., Mrs.
H. G. Henrickson, Miss Rannveig
Bardal, Mrs. G. K. Stevenson,
Mrs. Fred Thordarson, Fred
Bjarnason, Mrs. Gerða Ólafsson,
Mrs. Guðrún Magnússon, Hannes
Hannesson og John Thordarson.
Nefndin á þakkir skilið fyrir
sitt fagra og góða starf.
LEITAR
ENDURKOSNINGAR
RALPH MAYBANK
Síðastliðinn mánudag var
Ralph Maybank endurútnefndur
sem frambjóðandi Liberal flokks-
ins í Mið-Winnipeg kjördæminu
hinu syðra við kosningar þær til
sambandsþings, er fram fara
þann 27. júní næstkomandi.
Mr. Maybank hefir reynst
nýtur og hollráður fulltrúi á
sambandsþingi, og er alment tal-
inn í hópi hinna áhrifamestu
þingmanna úr Vestur-landinu;
hann hefir um nokkur undanfar-
inn ár verið aðstoðarmaður heil-
brigðismálaráðherrans á sam-
bandsþingi.
VÍSUR TIL GUNNARS B. BJÖRNSONAR
24. apríl 1949
Eftir PÁLMA
Það er Ijúft að leika sér, —
leita á brautir þínar:
Heill og sæll; Ég sendi þér,
sumars óskir mínar.
Sunnan yfir sjó og grund,
siglir á bláum skýjum,
, vors og æskú óska stund
yfir vonum nýjum.
Því skal láta léttann brag,
leika sér við blœinn;.
hreyfing hver og hjarta slag
hrópi: — Góðan daginn!
Þó að tímans hratt sé hljól,
hjartað vonir gista,
inn í blœinn sýng því sól
sumardagsins fyrsta.
Gráni hár á höfði þér,
hjartað býr að sjóði,
sem á skylt við alt sem er
ungt, í vorsins Ijóði.
Þó við stígum stig vor skamt,
og stritin gerist þyngri:
það er hægt að syngja samt
söng með hinum yngri!
Hvað sem trú þín tamdi þér,
traustara verður sporið,
þegar sumar blær þér ber
boðorð sín — um vorið.
Minninganna blíðu blak
birtir vorsins skíma,
þó enginn sigli aftur á bak
inn í liðinn tíma.
Enga lykkju leið vor á,
lengi þó við munum,
en gott er að njóta gleði frá
gömlu minningunum.
Elli tök þó verði vönd,
við skulum “taka slaginn”
og við sumar sólksins rönd
sigla inn í daginn!