Lögberg - 28.07.1949, Síða 4
20
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLI, 1949
Tvö tímarit
Vestur-lslendinga
Hingað hafa nýskeð borist tvö
tímarit Vestur-íslendinga, og
eiga bæði merkisafmæli.
Annað er Tímarit Þjóðræknis
jélagsins og er þetta 30. árg.
þess. Ritstjóri er Gísli Jónsson,
eins og að undanförnu. Efni rits
ins er fjölbreytt að vanda og
frágangur hinn prýðilegasti.
Eru þar kvæði eftir Guttorm J.
Guttormsson (Brodd-Helgi),
Ríkarð Jónsson (Jón í Skjálg),
Þórodd Guðmundsson (1 Hauka
dal), Snæbjörn Jónsson (W. P.
Ker prófessor), Gísla Jónsson
(Litla stúlkan), J. Magnús
Bjarnason (ljóðabréf) og X
(Símon á staurnum).
Þá eru þarna greinar um
nokkra menn. Séra H. E. John-
son ritar um tónskáldið Jónas
Pálsson, Rishard Beck ritar um
Ríkarð Jónsson í tilefni af sex-
tugsafmæli hans, og dr. Stefán
Einarsson ritar um prófessor
Kemp Malone sextugan. Hann
er prófessor í enskum fræðum
við John Hopkins háskólann í
Baltimore, þar sem dr. Stefán
er prófessor í norrænum fræð-
um. Segir dr. Stefán að hann
ætti það skilið að vera Islend-
ingum miklu kunnari en hann
er. „Prófessor Malone hefir að
vísu aldrei haft tækifæri til að
kenna íslenzku. En hann hefir
skrifað einhverja hina nákvæm
ustu lýsingu, sem til er, af ís-
lenzkum framburði, hann hefir
lesið öll fornrit í bókum og
greinum, sem því miður eru
grafnar í fræðiritum bæði vest-
ans hafs og austan . . . Auð-
séð er, að það er ekki á neins
meðalmanns færi að hreyfa sig
innan um þennan myrkvið
hinna fornu sagna — á knús-
aðri miðalda latínu, íslenzku og
öðrum forngermönskum málum
— án þess að festa fót og falla
á sjálfs síns bragði. En það er
eigi aðeins undravert, hversu
mikið Malone verður úr því
litla, sem mönnum er kunnugt
um á þessum myrku sviðum og
má þar til nefna grein hans um
„Aegelmund og Lamicha“, sem
snertir Helgakviðurnar í Eddu
— heldur líka hitt, hve fádæma
fundvís hann er á þá hluti, sem
öðrum hefir með öllu sést yfir“.
Fylgir svo skrá yfir 34 ritgerðir
Malone, sem nota og skýra forn
norræn rit.
Dr. Sigurður Júl. Jóhannes-
son ritar um dr. Rich. Beck, sem
var varaforseti Þjóðræknisfé-
lagsins í sex ár og forseti þess
í önnur sex ár og hefir allra
manna mest unnið að sam-
heldni íslendinga austan hafs
og vestan og kynningu íslenzks
atgjörfis út á við, samhliða um-
fangsmiklum kenslustörfum við
háskóla. Segir dr. S. J. J. svo
um hann: „Kynningarstarf dr.
Becks er mikið og margbrotið,
en það er yfirleitt í þremur
liðum: Það er að kynna sem
nánast hvora öðrum Vestur- og
Austur-íslendinga og með því
að styrkja sem bezt samvinnu
og bróðurlegt hugarþel milli
þeirra; í öðru lagi að kynna Is-
lendingum hér og heima er-
lendar bókmenntir og erlenda
menningu; í þriðja lagi — og
umfram allt — að kynna hinum
enskumælandi þjóðum íslenzk-
ar bókmenntir, íslenzkan skáld-
skap yfirleitt og íslenzka nútíð-
armenningu“.
Séra Valdimar J. Eylands
skrifar grein, sem hann nefnir
„Hauður og haf“. Lýsir hann
þar hlýlega Suðurnesjum og
kynnum sínum af Suðurnesja-
mönnum þetta ár, sem hann var
prestur á Útskálum. Er það
skemmtileg grein, sem búast má
við að allir Suðurnesjamenn
vilji eiga, fjörlega rituð, krydd-
uð með smá frásögnum (s. s.
um Stapadrauginn), en umfram
allt sönn skyndimynd af þjóð-
lífinu.
Þá eru þarna útvarpserindi
Ástríðar Eggertsdóttur um
blindu stúlkuna í Kolmúla, hug-
leiðingar út af afmæli Guttorms
skálds, ritgerð um kvæðabók
Bjarna Þorsteinssonar frá Höfn
í Borgarfirði eystra og skýrsla
um 29. ársþing Þjóðræknisfé-
lagsins og störf þess.
Hitt ritið er Almanak Ólafs
S. Thorgeirssonar og er það 55.
árgangur. Ritstjóri þess er nú
Richard Beck. Eru þar greinar
um merka menn. Ritstjórinn
skrifar um Magnús Markússon
skáld, sem er nýlega látinn. —
Kannast flestir Islendingar við
ljóð hans. Hitt munu fæstir vita
að Magnús var mikill íþrótta-
maður á yngri árum. Vann hann
sér frægðarorð „fyrir sigur-
vinninga sína í kapphlaupum,
sem háð voru í Winnipeg, en
hann hlaut þrisvar sinnum
fyrstu verðlaun í þeim, og jók
með þeim hætti á hróður landa
sinna í Vesturheimi“. Mættu ís-
lenzkir íþróttamenn hér heima
halda því á lofti.
Þá er grein eftir séra Sigurð
Ólafsson um Pál Jónsson land-
námsmann að Kjarna í Geysis-
byggð. Páll . var ættaður frá
Heiði í Gönguskörðum, en fædd
ur á Álfgeirsvöllum 1884 og því
hundrað ára, þegar greinin var
rituð, og þá enn ern og við sæmi
lega heilsu.
Séra Sigurður Christophers-
son ritar um Oddnýju Magnús-
dóttur Bjarnason ljósmóður,
sem dó 1922. Hún var fædd í
Vestmannaeyjum 1855, en fór
til Vesturheims með manni sín-
um 1888 og settust þau að í
Saskatshewan. Vann hún sér
þar brátt almenningsálit fyrir
ljósmóðurstörf og var hennar
leitað af margra þjóðamönnum
nær og fjær. Alls tók Oddný á
móti 840 börnum, þar af 611 ís-
lenzkum.
Séra Sigurður Ólafsson ritar
um Ólaf Guðmundsson Nordal
og Margréti ólafsdóttur konu
hans, sem voru frumbyggjar í
Selkirk í Manitoba. Ólafur var
bróðir Jóhannesar Nordals ís-
hússtjóra. G. J. Ólason ritar
grein um séra Sigurð Ólafsson.
Þá er ferðasaga frá Vopna-
firði til Winnipeg 1889 eftir
Svein Árnason og sönn smá-
saga frá landnámsárunum og
heitir „I þreskingu“. Eyjólfur
var frá Fjósum í Laxárdal, Dala
sýslu og fluttist vestur 1888. Seg
ir hann hér frá því hve mjög
var litið niður á Islendinga
vestra fyrst í stað, og hvernig
einn landinn jafnaði um gúlana
á ribbalda nokkrum, og vann sér
og öðrum íslendingum álit
fyrir.
Bergur Jónsson Hornfjörð
skrifar um Kolbeinsey norður
og dregur þar saman ýmsar
heimildir. Bergur er frá Hafna-
nesi í Hornafirði og fór vestur
um haf 1902. Hefir hann unnið
að fræðilegum iðkunum í tóm-
stundum sínum og getur ritstj.
þess, að hann hafi sent sér tvær
stórar bækur (handrit) með alls
konar sögulegum fróðleik, er
BEZTU ÁRNAÐARÓSKIR FRÁ
BROS BEDDING & UPHOLSTERING
VERKSTÆÐINU
Við eriun sérfræðingar í að
yfirdekkja legubekki og end-
urnýja undir- og yfirsængur.
Nýir húsmunir og nýjar und
ir- og yfirsængur búnar til
samkvæmt ákvæðum eig-
enda.
Fljót afgreiðsla — Ábyggilegt verk — Sanngjarnt verð
PHONE 38 747 Winnipeg, Manitoba
N. WARCABA
VERUM SAMTAKA
Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu
ára afmæli þjóðminningardags þeirra
á Gimli 1. ágúst 1949.
North American Lumber & Supply
Company Limlted
E. LEIGH, Manager.
GIMLI MANITOBA
VERUM SAMTAKA
*
Beztu óskir til íslendinga á
sextugustu þjóðminningarhátíð
þeirra á Gimli 1. ágúst 1949.
★
EIGENDUR '.
THORKELLSON'S
GARAGE
UMBOÐSMENN FYRIR
Chevrolet, Pontiac, Oldsmobile og Buick Bifreiðar
Alla parta til viðgerðar á Bifreiðum.
Selja nýjar Bifreiðar, og gjöra ábyggilega við þær eldri.
ASHERN MANITOBA
VERUM SAMTAKA
Beztu óskir til íslendinga á
sextugustu þjóðminningarhátíð
þeirra á Gimli 1. ágúst 1949.
i
H. §&. jtobal
Jfuneral é»erbíte
843 SHERBROOK ST. WINNIPEG
Phone 27 324
hann hafði viðað að sér úr ýms-
um áttum, og úr því safni er
þessi grein. Er þetta enn eitt
dæmi þess, að í stétt íslenzkrar
alþýðú finnast enn fróðleiks-
menn, sem halda til haga ýmsu,
er glatast mundi að öðrum kosti.
Að lokum er annáll íslend-
inga vestan hafs 1947—48 og
mannslát á árunum 1945—48.
Nokkur eintök af almanakinu
hafa verið send hingað til sölu.
Það ber vott um þrautseigju
landans, að þetta rit skuli nú
vera orðið 55 ára gamalt. Hefir
því verið gefinn alltof lítill
gaumur hér á landi.
Morgunbl. 2. júní
VERUM SAMTAKA
Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu
ára afmæli þjóðminningardags þeirra
á Gimli 1. ágúst 1949.
William B. Migie
DRUGGIST
789 Portage Avenue, at Beverley
WINNIPEG, MANITOBA PHONE 37 772
VERUM SAMTAKA
Hamingjuóskir til íslendinga á ára afmæli þjóðminningardags á Gimli 1. ágúst 1949. sextíu þeirra
★
G. J. OLESON «St SONS
Umboðsmenn hinna alkunnu og ágætu International akur- yrkju verkfæra.
Glenboro Maniioba
CONGRATULATIONS!
To the Icelandic People on ihe Occasion
of their Sixtieth National Celebration
at Gimli. Monday. August lst. 1949.
Macdonald
'!
Shoe Store Ltd.
492-4 MAIN STREET
United Stores Ltd.
Stjórn og starfsfólk
United Stores Ltd. Glenboro
Manitoba, óskar (slendingum
til heilla og hamingju á sex-
tugasta þjóðminningardegi
þeirra á Cimli 1. ágúst 1949.
★
FREDERICKSON & CO.
FRED FREDERICKSON, Forstjóri
)
Glenboro Manitoba