Lögberg - 18.08.1949, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. ÁGÚST, 1949
3
Áframhaldandi fylgistap kommúnista í Hollandi
Fóik snýr baki við ofbeldisstetnunm
EFTIR GEORGE FRANKS
Fréttaritara Reuters í Haag
Það er fyrirsjáanlegt að
kommúnistar halda áfram að
missa fylgi í Hollandi enda
standa aðrir flokkar á móti þeim
og vilja enga samvinnu eiga við
þá.
Það er lítill vafi á, að fylgis-
tap kommúnista kemur enn bet-
ur í ljós í bæjarstjórnarkosning-
unum í Hollandi, sem fram fara
nú í júnímánuði.
I kosningunum 1946 fengu
kommúnistar 16% atkvæða, en
úrslitin úr fyrstu bæjarstjórriar-
kosningunum nú sýna, að fylgi
þeirra stefnir niður á við.
Tökum til dæmis borgina
Deserta í Groningen héraði, þar
sem þeir fengu hreinan meiri-
hluta í kosningunum 1946. Við
kosningarnar nú hafa þeir misst
11%- atkvæð^ sinna og tapað
meiri hlutanum.
1 borginni Midwolda höfðu
þeir 30'% minna fylgi og töpuðu
eina bæjarfulltrúa sínum.
Borgirnar, sem þegar er búið
að kjósa í eru að vísu litlar, en
það er skoðun sérfræðinga, að
fylgistap kommúnista sé ekki
síður í stórborgunum.
Orðnir áhrijálitlir í
verkalýðshreyfingunni
Annað merki um minnkandi
áhrif kommúnista er að þeir
geta ekki lengur komið á póli-
tískum verkföllum. 1 maí s.l.
ætluðu þeir þannig að hefja
skemmdarstarfsemi með pólit-
ísku verkfalli í byggingarstarf-
inu, en það mistókst alveg og
verkamenn sinntu ekki verk-
fallsboði þeirra.
Það er að vísu helzt í Haag og
Amsterdam, sem nokkuð verk-
fall komst á um skeið, en aldrei
tóku fleiri en 1,500 manns þátt
í því.
Undirsamtök verkamanna
neituðu að styðja verkfallið 'og
gerðu jafnvel ýmislegt til að
hindra verkfall.
Þegar kommúnistar fundu, að
þetta mistókst hjá þeim, ákváðu
þeir að hætta í bili slíkum skæru
hernaði og vildu þeir nú, til þess
að reyna að vinna aftur fylgis-
tapið, sýna, að þeir væru frið-
samir borgarar. Þetta hefir líka
mistekist, því að flestir eru farn
ir að þekkja úlfinn undir sauðar
gærunni.
Kommúnistar hafa aldrei ver
ið mjög sterkir í Hollandi og
li’ggja tvær ástæður aðallega til
þess.
1) Verkalýðshreyfingin er öfl-
ug í landinu og hefir mikil áhrif
innan ríkisstjórnarinnar, svo að
fljótlega er fallist á réttmætar
kröfur verkamanna.
2) Siðalögmál kommúnismans
er svo andstætt siðalögmáli Kal
vinsku kirkjunnar, sem er mjög
sterk í Hollandi. Það er aðeins
í stórborgum eins og Rotterdam
og Amsterdam, sem kommúnist-
ar hafa náð nokkrum veruleg-
um völdum.
Fylgisaukning 1937, en nú er
blaðinu snúið við
I kosningunum 1933 náðu
kommúnistar ekki einu einasta
þingsæti.
í kosningunum 1937 unnu þeir
þrjú þingsæti í neðri deild en
ekkert í efri.
í kosningunum 1946, þegar
upplausnin eftir styrjöldina var
sem mest, unnu þeir 10 sæti í
neðri deild og fjögur í efri. En
þá var fylgi þeirra 500,000 at-
kvæði.
En eftir það var blaðinu snú-
ið við.
1 kosningunum 1948 höfðu
þeir misst 120,000 atkvæði og
fengu ekki nema 382.000. Við
þetta töpuðu þeir þó ekki nema
tveimur þingsætum.
Þessi ósigur varð þeim mun
meiri, að þeir höfðu fyrir kosn-
ingarnar mikið gumað af því,
að fylgi þeirra hefði aukist gíf-
urlega.
Eftir ósigurinn fór fram hrein
gerning í flokknum og átti það
að verða til þess að kommúnist-
ar stæðu sameinaðri en áður og
útiloka alla klofningsstefnu.
En ekkert hefir daugað. —
Flokksbundnum kommúnistum
hefir sífellt fækkað. Flokks-
stjórnin hefir lýst því yfir, að
flokksbundnir kommúnistar séu
130.000, en þeir sem vit hafa á
telja þá ekki fara fram úr 90.000.
Pólitískt verkfall,
sem mistókst
Til þess að sýna vald sitt komu
þeir af stað verkfallsöldu í árs-
byrjun. Það var látið líta út fyr-
ir, að verkföllin væru til að
knýja fram kjarabætur til handa
verkamönnum, en augljós var
hinn pólitíski tilgangur þeirra.
Þegar verkfallið var alvarleg-
ast tóku 4.500 starfsmenn þátt
í því, lang flestir í Amsterdam,
sem er nokkurs konar miðpunkt
ur kommúnista \í landinu.
Þeir, sem þátt tóku í verk-
fallinu voru helzt hafnarverka-
menn, skipasmiðir, tóbaksgerð-
armenn og konur við klæðaiðn-
að.
Alþýðusamband Hollands
studdi ekki þetta verkfall, held-
ur var til þess efnt eingöngu
af þeim kommúnistísku verka-
lýðsfélögum, sem gengið hafa
Alþýðusambandinu. Verk-
líka
ínnan
föllin hjöðnuðu
skamms niður.
Eftir þetta hafa kommúnistar
í Hollandi haft hægt um sig, ef
frá eru tekin skrílslæti í sam- gú breyting var gerð á stjórnar-
ur
bandi við þátttöku Hollendinga
í Atlantshafsbandalaginu og
mótmæli þeirra, þegar brezk
loftvarnarsveit kom til Hol-
lands til að æfa hollenska her-
inn í loftvörnum.
Fallnir menn,
sem hægt er að bjarga
Skömmu eftir valdarán komm
únista í Tékkóslóvakíu og þá
andúðaröldu á kommúnistum,
sem þá gekk yfir, þá lýstu- hol-
lensku stjórnarflokkarnir því
yfir, að bezta ráðið til að hamla
á móti kommúnismanum væri
að beita kommúnista ekki of-
beldi, heldur sýna þeim kristi-
legan bróðurkærleika, eins og
hverjum öðrum föllnum mönn-
um, sem hægt væri að vísa inn
á rétta braut. Þessari stefnu hef-
ir verið haldið síðan.
En þar sem vitað var um of-
beldishugsjónir kommúnista,
þótti þó betra að hafa vaðið
fyrir neðan sig og til að útiloka
alla ógn og ofbeldi af þeim,
var ákveðið að hafa alltaf til
taks ef á þyrfti að halda, um
10.000 manns til að styrkja ríkis
lögregluna.
Er rétt að banna flokkinn?
Það er skoðun ýmissa rót-
tækra manna, að kommúnism-
inn sé þjóðhættuleg stefna, sem
hafi það fyrir markmið að grafa
undan frelsi og stjórnarháttum
þjóðarinnar og því eigi að banna
flokk þeirra sem þjóðhættu-
legan.
Susiness and Professional Cards
Stjórnin hefir alltaf neitað að
stíga slíkt spor. En þó hafa eftir
farandi varúðarráðstafanir ver-
ið gerðar með nýjum lagasetn-
ingum:
Fyrst og þýðingarmest er, að
skránni að ríkisstjórnin getur
tekið sér víðtækt bráðabirgða-
vald yfir vissum hlutum lands-
ins, ef innanlandsóeirðir brjót-
ast út.
Þessi stjórnlagabreyting var
samþykkt einróma af þinginu,
en það hefir aldrei þurft að beita
heimildinni fram að þessu.
Annað atriðið er, að nú er
heimilt að víkja ofstækis og æs-
ingamönnum úr opinberum stöð
um.
Enga kommúnista
í þingnefndum
Auk þess heíir þingið sjáift
gert sínar varúðarráðstafanir,
þannig, að kommúnistar eiga
ekki lengur sæti í utanríkis-
málanefnd þingsins. Þeir hafa
einnig verið útilokaðir úr her-
málanefnd, Indónesíunefnd og
verzlunarnefnd þingsins.
Þó ekki sé algjörlega hægt að
líta fram hjá kommúnismanum
í Hollandi með 8% þingmanna
og um 350.000 kjósendur á bak
við sig, þá virðist sem stendur
ekki stafa af honum yfirvofandi
hætta. #
Ef til vill er fylgistap komm-
únista fram að þessu, að ein-
hverju leyti að kenna slæmu
skipulagi á flokknum, en megin
orsökin hlýtur þrátt fyrir það
að vera að fólk snýr baki við
sjálfri stefnunni. Mbl. 5. júlí
RUNÓLFUP SVEINSSON, (1931-1932)
ÚR sköla lifsins
GAMALT spakmæli segir:
„Svo lengi lærir sem lifir“.
Þetta getur þýtt, að lífið sjálft
sé skóli. Enda má slíkt til sanns
vegar færa. Þótt ýmsum kunni
að finnast störf sín hversdagsleg
og eins frá degi til dag, þá er
margt á hverjum degi nýtt, og
víst er, að engir tveir dagar eru
nákvæmlega eins. Gjarna má
því skoða hvern dag sem
kennslustund í skóla lífsins.
Hver dagur færir ný umhugsun
arefni, ný verkefni og ný úr-
lausnarefni. Og — „enginn veit
sína ævina fyrr en öll er“.
Enda þótt ég telji mig ekki
kominn á þann aldur, sem tal-
inn sé hæfilegur til að rita endur
minningar sínar eða ævisögu, þá
freistast ég til, að gefnu tilefni,
að senda Samvinnunni þrjá ör-
stutta þætti úr skóla míns eigin
lífs.
1. Smali.
Sveitastrákur, innan við skóla
skyldualdur, getur * orðið svo
dæmalaust lítill, ráðalaus og
vesæll við erfiðleika samala-
mennskunnar. Á vorin, þegar
hann á að sjá um að lömbin
ekki krókni í hretum, farizt í
lækjum, pyttum eða holum, þá
eru ærnar oftast svo ótrúlega
heimskar og jafnvel illa innrætt-
ar, að þær bera áveðurs, þótt
skjólið sé á næsta leiti, hlaupa
yfir lækina þar sem lömbunum
er bráður bani búinn, og eru
helzt á beit innan um holur og
gjótur, þar sem nýfædd lömb
næstum hljóta að fara sér að
voða. — Það er hvort tveggja
jafn hörmulegt og lítilmannlegt
fyrir smalann, að bera lambs-
skrokkana heim og að svo og
svo margar ær komi lamblausar
til rúnings.
Kvíærnar eru oftast óþægar.
Þær gátu fleiri og færri í hóp
falið sig á alveg ótrúlegum stöð
um. Það var eins og þær gætu
sokkið í jörðina og komið svo
upp, er þeim þóknaðist. Þannig
virtist það a. m. k. stundum
vera ef fullorðinn var spndur
til að leita að kvíaám, sem hafði
vantað. Þá komu þær ef til vill
rólandi heim á leið beint í fasið
á leitarmanninumv og eflaust
undrandi yfir því að hafa ekki
verið reknar til kvíanna á rétt-
um tíma, og eins og þær hefðu
alls ekki falið sig. Auðvitað hélt
fullorðna fólkið því blákalt
fram, að strákurinn hefði ,ekki
nennt að gmala almennilega.
Mér fannst þó á þeim tíma, að
kvíærnar hefðu veigamikla af-
sökun fyrir óþægð sinni. Hún
var sú, að lömbin voru tekin
frá þeim í heimildarleysi og rek
in langt norður á afrétti.
Þá voru kýrnar ekki barnanna
beztar. Alveg sérstaklega í þoku
og þegar hausta tók. Þá voru
þær vissar með að fara sem allra
lengst frá bæ og jafnvel á aðra
bæi og slást í hóp með afbæjar-
kúm. Ef þá var naut í þeim hópi,
var ekki alltaf árennilegt að
skilja kýrnar að og oft ekki auð-
velt. — Mér er minnisstætt
kvöld eitt síðla sumars, er ég
var sendur sem oftar að leita
kúnna. Þær höfðu ekki það
kvöld talið ómaksins vert að
skila sér heim undir eða verða
á vegi smalans. Eftir nokkra leit
í hausthúminu og miklar um-
þenkingar komst ég að þeirri nið
urstöðu, að kýrnar væru allar
inni í gluggalausu sauðahúsi
frá næsta bæ og hefðu búið þar
um sig til næturgistingar. Fjár-
hús þessi voru um það bil
klukkustundar gang að heiman.
Ég var kominn að húsunum og
var ekki um að villast, að þarna
voru baulur inni. 1 kvöldkyrrð-
inni gat ég glöggt heyrt stunur
þeirra, jórturhljóð og jafnvel
andardrátt. En með hvaða ráð-
um átti ég nú að fá þær út. Eða
voru þetta kýrnar af næsta bæ
og þá naut í þeim? Það gátu líka
verið huldukýr. Útlitið var
slæpit frá öllum hliðum skoð-
að. Eina ráðið, sem tiltækilegt
var, að hraða sér nú heim og
finna ekki kýrnar að þessu sinni.
Það kom líka stundum fyrir full
orðna fólkið, að það fann ekki
kýrnar og þá lágu þær bara
úti, sem voru mörg dæmi til.
En gaman væri nú að finna kýrn
ar og koma með þær heim, svona
seint. Vandræði mín voru samt
óleyst, og það virtist vonlaust að
mér tækist að koma þeim út úr
þessu myrkrahúsi. Ég hafði
reynt að hoppa og sparka á þekj
unni og hrópa höstugyrði til
kúnna, en án árangurs. Huldu-
fólkið í hæðunum í kring tók
líka undir öll hljóð, sem ég gaf
frá mér, og því varð ég að hætta.
Að fara inn í myrkrið var ægi-
legt fyrirtæki. Það hlaut að
vera fullt af draugum, aftur
göngum og öllu illu, og ekki
síður í hlöðukompunni inn af
húsinu. Þarna á fjárhúsþekj-
unni stóð ég ráðalaus. „Innvort
is“ var háð styrjöld á milli myrk
fælni og mikilmennsku. Að lok-
um sigraði hin síðarnefnda. Á-
kvörðun var tekin. Farðu nú inn
í hinn myrka kofa og rektu kýrn
ar út og heim. Vertu nú einu
sinni mikill maður. Ég leit inn
um dyrnar. Kolsvarta myrkur.
Nei! þarna stóð þá ein kýrin
alveg fram við dyr og leit ósköp
rólega og vinalega til mín, um
leið og hún fékk sér gúlfylli af
jórtri. Hún var víst ekki myrk-
fælin, og ekki voru þetta þá
huldukýr. Ég smeygði mér inn
og upp í garðann og fór að hotta
á kýrnar. Nú tók huldufólkið
ekki undir, og ég þekkti vel
hljóðin, sem bárust mér til
eyrna frá kúnum. Það brakaði
í klaufum þeirra og liðamótum,
þær stundu þungan er þær stáðu
upp, sem lagztar voru, másuðu
og byrjuðu að skreiðast út. Ég
stóð miðja vegu í garðanum og
sá skína í gegnum dyrnar. En
nú tók verra við. Dyrnar voru
ekki stærri en svo, að hver kýr
fyllti gjörsamlega út í þær, og
vel það um vömbina sverasta.
Mér virtist jafnvel svo, að sum-
ar kýrnar myndu vera fastar í
(Framh á blí. 7)
SELKiRK METAL PRODUCTS LTD.
Heykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeining, ný
uppfynding, sparar eldiviö,
heldur hita.
KEHIiY SVEINSSON
Stmi 64 3 5S.
187 Sutherland Ave., Wtimipcg.
S. o BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEAES
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 926 668
Res, 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LLB.
BarriHler, Solietfcor. efce
411 Chílds Bldg,
WIN.NIPEG CANADA
Also
447 Portage Ave,
123
TENTH ST.
BRANDON
Ph, 926 885
Phone 21 101
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDS0N
Asphalt Roofs and Insulated
Siding; — Repairs
632 Simcoe St.
Winnipeg, Man
DR. A. V. JOHNSON
Uentist
506 SOMERSET BUILDINO
Telephone 97 932
Horae Teiephone 202 398
Talslmi 926 826 Helmllls 63 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOingur i augna, eyma, nef
og kverha sjúkdómum.
209 Medlcal Arts Bldg.
Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h
DR. ROBERT BLACK
SérfrœOingur < augna, eyrna,
nef og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofusíml 923 851
Heímaslmi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER. N DAK
islenzkur lyfsali
Fölk getur pantaö meöul og
annaC meS pöBU.
Fljðt afgreiðsla
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur líkkistur og annast um öt-
farir. Allur útbúnaSur sá bezti.
Elnnfremur selur hann allskonar
mínnisvarSa og legsteina.
Skrifstofu talslml 27 324
Heimills talsimi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
SL Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 025
H. J. H. Palmason. C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
305 Confederation Llfe Bldg.
Winnipeg Manitoba
Phone 49 469
Radio Service Speciallsts
ELECTRONIC LABS,
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equlpment System.
692 ERIN SL WINNIPEG
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrisiers - Solicilors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Plione 923 561
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch, M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUPTE 6 — 652 HOME ST.
VlCtalstímt 3—ö eftir hádejn
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Oftlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Rea. 230
nrriop piioue
924 762
fles Phono
72« 116
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL A RTS BLDG
Office Hours: 4 p.m.—6 p.rri
and hy appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannhr.knar
406 TORONTO GEN TRUSI'B
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith 8t. !
Phone 926 952
WINNIPBG
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend"
Dl>. 1414« 297 Pbincbss Strebt
rn. /0404 Baif Block N. Logan
SARGENT TAXI
Phona 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308. AVENUE BLDG WPG
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgO
bifreiBaAbyrgö, o. s. frv.
Phone 937 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœOingar
209B/.NK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDSON
Four patronage will be appreclated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frssl
and Frozen Ftsh.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 9X7
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir,
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Simi 825 337
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH