Lögberg - 13.10.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.10.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. OKTÓBER, 1949. Skáldið H. G. Wells lék sér að tindátum Eftir DERRICK GOODMAN Mér var sagt að maður, sem héti Wells væri væntanlegur og ætti að snæða miðdegisverð hjá okkur. Eg var ekki hrifinn af því. Það eitt hvernig fólkið nefndi nafn hans með lotningu og aðdáun, var ærið nóg til þess að ég fékk skömm á honum. Mamma var á þönum fram og aftur, færði til alla hluti í stofunum og var með þetta sama umstang eins og þegar hún átti von á frænkum sínum og álíka gestum. Svo gekk ég fram í eldhúsið og spurði vinnukonuna hvers konar sætamauk hún ætlað5 að hafa með tebrauðinu. Hún leit skelfd á mig og hélt að hún hefði annað að gera en hugsa um það, þegar von væri á sjálfum Wells. Og hún sagði þetta hátíðlega. Eg laumaðist þá út úr eldhúsinu, en var svo óheppinn að mamma sá mig í sama bili og skipaði mér að þvo mér og fara í hreina skyrtu. Þetta kórónaði allt saman. Eg fór inn í leikstofuna og skelti hurð- inni í lás á eftir mér. Eg leit út um gluggann. Það var húðar- rigning úti. Eg var ákveðinn í því að vera fúll. En þarna var enginn til að vera fúll við, svo að ég dró fram leik- föngin mín. Eg valdi tindátapa —það átti best við mig vegna þess hvað ég var í grimmum hug. Eg var niðursokkinn í leikinn og vissi ekki fyr til en að pabbi og Wells voru komnir inn í her- bergið. Eg varð að heilsa Wells eftir öllum listarinnar reglum, og þótt skömm sé frá að segja, var ég ekkert upp með mér af því. Svo ætluðu þeir að fara aft- ur, en þá tók Wells eftir tindát- unum mínum. Hann staðnæmd- ist skyndilega og sagði: „Leikur'þú sér að tindátum?“ Hann virti fyrir sér hvernig ég hafði skipað tindátunum og tautaði eitthvað við sjálfan sig. Það var auðséð að hér var eitt- hvað, sem honum líkaði ekki. Pabbi var vandræðalegur á svip og vissi ekki hvað hann átti að segja. „Hver sigrar?“ Það kom hik á mig og ég svar- aði: „Það er í rauninni hvorugur sem sigrar, en . . .“ „En þú hefur þó skipað þeim í tvær fylkingar“ sagði Wells. Svo varð löng þögn, Pabbi ræskti sig. Mér leið ekki vel. „Nei“. sagði ég. „Hefirðu ekki gert það?“ sagði Wells. „Það dugar ekki“. Svo lagðist hann á fjóra fætur og fór að athuga vígvöllinn. Sér- staklega virtist hann gefa gaum að fallbyssu, sem þar var. „Hvernig er þessi notuð?“ spurði hann. Eg sýndi honum Minnist •BETCL í erfðaskrám yðar glv HAGB0R6 FUtlJ^ PHOWE 21551 það. Hann hlóð byssuna og mið- aði henni vandlega á trumbus- lagarann, sem stóð dálítið afsíð- is. Svo hleypti hann af, og trumbuslagarinn féll. „Ágætt“, sagði hann. „Þetta var vel miðað. Áttu aðra fall- byssu?“ Eg benti honum á aðra fall- byssu, en sagði ekki neitt. Eg vissi ekki hvað þetta átti að þýða. Enginn fullorðinn maður átti að haga sér þannig, allra síst fræg- ur maður. Pabbi ræskti sig aftur. „Við skulum koma niður og drekka sérryglas áður en við borðum“, sagði hann, nærri því eins og í skipunartón. Wells lét sem hann heyrði það ekki, en tók að raða tindátunum upp í tvær fylkingar. Nú varð löng þögn. „Eigum við ekki að fá okkur sérryglas áður en við förum að borða?“ spurði pabbi aftur. En því svaraði Wells ekki, heldur spurðí pabba: „Leikið þér yður aldrei að tin- dátum?“ Það hummaði eitthvað í pabba og Wells sneri sér aftur að mér og sagði: „Þú átt altaf að skifta þeim í tvær jafnstórar fylkingar, eins og ég hefi gert hérna. Nú eru hér þrjátíu fótgönguliðsmenn, tuttugu riddarar og ein fallbyssa á hvora hlið, eins og þú sérð. Svo eigum við að láta þá gera árásir til skiftis. Fótönguliðsmennina má flytja um eitt skref og ridd- arana um tvö skerf í hvert sinn. Líka má skjóta fjórum skotum í staðinn fyrir framsókn. Þú verður að búa þér til þínar eigin hernaðarreglur, en þessari reglu fylgi ég vanalega.“ „Á ég að skilja það svo að þér leikið yður stundum að tindát- um?“ spuxði pabbi og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Wells færði einn hermanninn til. „Jú, vissulega. Hví skyldi ég ekki gera það?“ Til allrar óhamingju kom mamma nú og sagði að maturinn biði. Wells bað hana afsökunar, en lofaði mér því að hann skyldi koma til mín aftur eftir matinn. Hann efndi það. Hann iom og sýndi mér hvernig á að fara að því að leika sér að tindátum. Og þetta varð skemtilegasti dagur, þótt ég hefði kviðið fyrir honum. Mér sárnaði þegar Wells varð að skilja við mig til þess að tala við pabba — þeir voru að semja um útgáfuréttinn á einni af bókum hans. Þremur dögum seinna fékk ég sendingu með póstinum. Það var dálítill böggull og í honum voru tvær bækur um leika eftir Wells. Hann hafði skrifað nafn sitt og kveðju á þær . . . Fyrir nokkrum kvöldum fór ég Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness TrainingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG eftir fimtán ár að lesa aðra bók- ina. Hún er um hvernig á að leika stríð. Og þá varð mér það fyrst ljóst hvers vegna Wells lék sér að tindátum og hvers vegna hann hafið skrifað bók um það. Niðurlag bókarinnar er á þessa leið: — Og svo verð ég að brýna raustina að lokum. Hversu óend- anlega er þessi saklausi leikur betri heldur en alvaran. Þetta er læknislyf fyrir hinn hugmynda- ríkasta herforingja. Hér getur hann sýnt snilli sína og fengið fullnægt vígahug sínum, sigur- vonum og eyðileggingarþrá—án þess að limlesta menn, leggja borgir í rústir og umturna fögru landslagi. Hér er ekki hægt að fremja nein grimdarverk, hér þróast ekki heldur hatur og kvíði. Hér þarf maður ekki að fara á mis við alt, sem gerir lífið fagurt og unaðsríkt. Ekkert af hinu illa, sem vér hinir eldri vit- um að fylgir hverri styrjöld. Á frívaktinni Jón bóndi: Hvaða bölvuð læti eru þetta í hundinum. Hann hamast við að rífa og tæta upp moldargólfið úti í hundabyrginu. Gamla fólkið hefði sagt, Guðrún mín, að þvílík ósköp boðuðu dauðsfall innan fjölskyldunnar. Guðrún: Hamingjan góða, við skyidum þó aldrei missa hana Skjöldu nýborna? ☆ Maðurinn (les í blaði): Heyrðu, kona, hér stendur að Arabahöfð- ingi nokkur hafi eignazt tólf börn í sömu vikunni. Konan: Vesalings móðirin! ☆ Faðirinn: Hver var það, sem heimsótti þig í gærkvöldi, dóttir góð? Klukkan var orðin nokkuð margt þegar gesturinn fór. Dóttirin (sextán ára): Það var bara hún Stína vinkona mín. Við vorum að lesa saman undir próf- ið. Faðirinn: Einmitt það. Berðu henni kveðju mína og segðu henni, að hún hafi gleymt rekj- arpípunni sinni þarna á borðinu! ☆ Franska skáldið Tristan Bernard var háðfugl hinn mesti og gal- gopi. Var sagt, að honum yrði aldrei ráðafátt, hvað sem í skær- ist. Hann hafði mikið og fallegt skegg, allt niður á bringu. Dag nokkurn ætlaði hann að ferðast til Lyon. Þegar hann kom inn í lestina, sá hann að allt rúm í karlmannaklefunum var upptek- ið, en kvennasvefnklefi einn var hálftómur. Fór hann þangað inn sem ekkert væri, og hreiðraði þar makindalega um sig. Dömurnar, sem fyrir voru, vildu ekkert með þennan síðskegg hafa og báðu lestarþjón að koma honum burtu. Lestarþjónninn bað Bern- ard að gera svo vel og hypja sig, en hann svaraði: Mér dettur ekki í hug að fara héðan. Þekkið þið mig virkilega ekki? Eg er skegjaða konan frá Lyon! ☆ Fyrir rétti. Dómarinn: Hvernig getur yð- ur dottið í hug að koma með stóreflis kylfu inn í réttarsalinn? Ákærði (tröllaukinn beljaki); Síðast, þegar ég var hér, lét dóm- arinn einhvern lögfræðings-ræfil vera að nafninu til verjanda minn: Þessi aumingi gerði ekki neitt, ég var dæmdur og settur í tugthúsið. Nú ætla ég að verja mig sjálfur. ☆ Það er mikið um að vera í hús- inu. Heimasætan er komin með mannsefnið til að sýna það for- eldrum sínum og fá blessun þeirra. Móðirin (hátíðleg): Jæja, börn- in mín. Þið hafið okkar samþykki og blessunaróskir. Guð gefi að Heimurinn er nógu stór handa öllum. Vér æskjum öryggis og frelsis. Að undanteknum nokkr- um hugsjónauðum heimskingj- um æskjum vér allir, í öll um löndum, að mannkynið hafi eitthvað betra fyrir stafni held- ur en að apa eftir leik barna vorra. Vér viljum að alt sé gert til að koma mannkyninu á hærra þroskastig—að reistar sé fagrar borgir, samgöngur bættar, þekk- ing aukin, framtak aukið. Þess vegna kem ég með þennan leik, sem hefur sérstaka og hagnýta þýðingu. Lærum af honum að setja alla heimska stríðsæsinga- menn inn í stóran hernaðarskála með korkdúk, með trjám og hús- um, sem þeir geta leikið sér að velta um' koll, með borgum og vígjum og gnægð af tindátum, og látum þá böðlast með þetta eins og þá lystir, svo að vér höf- um frið fyrir þeim . . . Þessi bók var gefin út 1913, árið áður en fyrri heimsstyrjöld hófst. Skyldu menn nú taka meira mark á orðum Wells en þeir gerðu þá? Lesb. Mgbl. sól hamingjunnar megi skína á hjónaband ykkar, eins og hún hefur skinið á hjónaband okkar. Faðirinn (muldrar lágt): Já, þá fáið þið að minnsta kosti ekki sólsting. ☆ Hún: Að hugsa sér annað eins! Hún Pálína leikkona er skilin við þriðja manninn. Er það ekki hræðilegt? Hann: Jú, fyrir þann, sem verður númer fjögur. ☆ Drenghnokki stóð á þjóðvegin- um. Það var farið að skyggja. Drengurinn horfði hugfanginn og sem frá sér numinn á skæran bjarma, sem brá upp á himininn. Ókunnur maður kom að og virti fyrir sér drenginn, sem starði á kvöldroðann sem dáleiddur væri. —Þetta er dásamleg sjón, sagði ókunni maðurinn. —Já, sagði drengurinn af sann- færingu og hafði ekki augun af eldbjarmanum. —Eg held að þú verðir skáld, drengur minn, þú virðist svo hrifinn af náttúrufegurðinni. Horfirðu oft á kvöldroðann? —Kvöldroðann, sagði drengur- inn fyrirlitlega. Það er skólahús- ið ,sem er að brenna! ☆ Halli (tíu ára): Hver voru Ró- meó og Júlía? Faðirinn: Hvað er þetta, veiztu það ekki? Lærið þið ekki biblíu- sögur í skólanum? ☆ Hershöfðingi - nokkur hafði misst annan fótinn og gekk á tréfæti. í orustu einni kom kúla í tréfótinn og eyðilagði hann. Þá sagði hershöfðinginn: —Bölvaðir þorskarnir! Alltaf eru þeir jafn 'heimskir. Þeir vita víst ekki, að ég hef þrjá varafæt- ur undir skrifborðinu mínu. ☆ Tveir málaflutningsmenn hitt- ust á förnum vegi og tóku tal saman. —Heldurðu að tímarnir fari nú ekki eitthvað að batna? sagði annar. —Jú, þa,ð er ég sannfærður um. Eg hef þegar haft átta þrotabú til meðferðar í vetur, en ekki nema þrjú í fyrra. ☆ Sigurður sat ínni á veitinga- húsi og hafði pantað mat, en hafði ekki séð þjóninn aftur. Hann var orðinn óþolinmóður, kallaði á annan þjón og segir. —Hvernig er það! Ætli þjónn- inn hafi gleymt mér? —Augnablik, ég skal athuga málið. Skömmu síðar kom þjónninn til hans og segir: —Afsakið, herra minn, eruð þér ekki maðurinn með svín- slappirnar og kálhausinn? ☆ Það var í Noregi. Prófastur nokkur hafði efnt til kvöldboðs. Til hægri handar prófasti sat prestsekkja, sem nýlega hafði Landkönnuðurinn (Kvæði þetta er orkt til Vilhjálms Siefánssonar). Úr múghugans deyfð svífur mæringsins þrá, að markinu því, sem hann ætlar að ná. — Hinn rökvísi andi um ríki sitt brá þeim röðli, sem alheimi lýsti. í útjaðri veraldar ónumið lá það óðal, sem vonir hans hýsti. Hin óséða fjarlægð var eggjandi hrein, og önnur gafst huganum fróun ei nein. Á djúpin var horft, þar sem hafrokið hvein við háreistan jaka og öldu, og sögulaus auðnin við auganu skein, í ísrríki myrku og köldu. Með ættkjarna fróskan í sinni og sál, var sótt yfir brimhvítan, rjúkandi ál. Það er ekki í stefnunni ótti, né tál, sem aðra um leiðsögu biðji. Og óþektum hjara skaut undir sitt mál hinn íslenski háfjallaniðji. Á andvana helströnd í ofstopahríð skein íslenskur hugur, um daglausa tíð — þar fannst ekki af myrkri nein veröld svo við að víkingnum brygðist að lýsa. Um hafþökin tindraði hyggja svo fríð að hlýnaði um kólgu og ísa. I forystu þinni og fræknlegum þrótt, sem frægð sína hefur um íshöfin sótt, oss mætir hinn norræna goðmennskugnótt, sem gæddi þig ætterni sínu. Um bólstrandi hrannir og biksvarta nótt, skín bjarmi af atgerfi þínu. Gísli Erlendsson, Óðinsgötu 14. Lesbók Mgbl. misst manninn sinn, en á vinstri hlið trúboðafrú, og var maður hennar á trúboðsferðalagi suður í Kongo. Af því að prófastur var stund- um dálítið viðutan og þekkti auk þess konurnar lítið, gleymdi hann því fljótt, hvor þeirra var prestsekkjan og hvor prófasts- frúin. Það var mjög hlýtt í stofunni, og loks sagði prestsekkjan: —Mikill blessafm* hiti er þetta. Prófast minnti endilega að það væri trúboðafrúin, sem gerði þessa athugasemd, og svaraði um hæl: —Heitara er nú samt þar, sem maðurinn yðar er núna! Það leið yfir vesalings ekkj- una. ☆ Frægur prófessor í læknis- fræði hafði árum saman skipt við Bill slátrara á horninu á F- stræti, og líkað þau skipti ágæt- lega. Bill var dálítið einfaldur, en ákaflega samvizkusamur og seldi ekki nema fyrsta flokks kjöt. Dag nokkurn kom Bill til pró- fessorsins oð óskaði lækniskoð- unar. Prófessorinn tók því vel og skoðaði Bill rækilega. Að skoð- un lokinni sagði hann: —Þér eruð stálhraustur. —Ágætt, svaraði Bill, greiddi ríflega fyrir skoðunina og fór. Tveim mánuðum síðar kom hann aftur í sömu erindum. Að þeirri skoðun lokinni sagði prófessorinn: —Ef nokkuð er, þá virðist þér ennþá hraustlegri en áður. Hafið þér kennt yður einhvers meins? Nei, aldrei. En mér fannst ég verða að lofa yður að þéna ofur- lítiS á mér, því að þér hafið verið mér svo tryggur viðskiptavinur. ☆ Kona nokkur missti mann sinn, og var að vonum mjög sorg- bitin yfir fráfalli 'hans. Hún ákvað að reisa honum legstein og krafðist þess, að á hann yrði letr- að: Hvíl þú í friði — þangað til við finnumst aftur. Sjómannablaðið Víkingur Magrir menn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttur, nýtt fjör, þrek Hvílík unun, limir atyrkir, ðjöfnur sléttast, hálsin verður liðugur; líkam- inn ekki framar veiklulegur; þúsundir manna og kvenna hafa komist I góð hold; þetta fólk þakkar Ostrex töflum heilsubót sína; vegna hins mikla nær- ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta ft offitu, magurt fólki þyngist frft 5, 10, og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- ingalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem styrkja ifkamann. 1 öllum lyfjabúðum. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMiTED THE VIKING PRESS LIMITED KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.