Lögberg - 13.10.1949, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FíMTUDAGINN, 13. OKTÓBER, 1949.
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell þýddi. — LjóOin i þeasari aögu eru
þýdd af Dr. Big. Júl. Jóhannessgni.
Þannig stóð á, að andúð hófst á
milli þessara tveggja kvenna, án þess
að veruleg ástæða væri til þess, önnur
en sú, að á milli þeirra var menningar-
legt bil, vítt eins og hafið. Andúð annar-
ar stafaði frá því, að hún varð að viður-
kenna hana; hinnar frá því, að hún
naut aðeins embættislegrar viðurkenn-
ingar frá Rósalie.
Seinnipart dagsins, sem Rósalie
hafói ásett sér að negla krossinn aftur
á kyrkjuhurðina, kom Paulette í póst-
húsið til að spyrja um bréf, eftir að
póstafgreiðslu var lokið, og Rósalie
haföi sagt henni að hún væri of sein.
Þegar að Paulette sneri við, viidi svo
til, að Jó Portugais kom út úr skradd-
arabúðinni á móti. Hann sá Paulette
og stansaði. Slíkt hiö sama gerði hún.
Þeim brá einkennilega báðum, svo fór
hvort þeirra sína leið.
Rósalie var ailtaf að gá á klukk-
una. Henni fannst tíminn aldrei ætla/
að líða. Hún gekk hvað eftir annað út
í dyrnar og leit út. Hún reyndi að lesa,
en gat ekki fest hugann við það. Hún
tók rokkinn og fór að spinna, en liún
var svo skjálfhent að hún hætti við
það. Hún fór inn í pósthúsið og sortér-
aði öll bréfin. Hún tók bréfin, sem Paul-
ette hafði komið með, til mannsins í
Montreal, og horfði á það undrandi,
eins og hún hafði áður gjört á bréf
þessarar konu, sem ekki var neinum
öðrum lík. Henni fannst að það væri
eitthvað leyndardómsfullt við hana og
bréfin hennar.
Hún lét bréfið til baka aftur, þangað
sem það átti að vera, gekk út í búðar-
dyrnar og litaðist um. Það var kominn
tími fyrir'hana að halda á stað. Hún
dró hettu á höfuð sér og fór út í nátt-
myrkrið. Það var dálítið frost, þó komið
væri fram á vor og hún dró gróðurylm
jarðar og lofts að sér í ljúfum teygum.
Tunglið var nýgengið undir, en hér og
þar í hæðunum voru snjófannir óleyst-
ar, sem lýstu ofurlítið, en ekki nóg til
þess, að lýsa nokkuð verulega upp á
götunni, þar sem Rósalie gekk, svo að
hún sá ekki aðra persónu, sem á eftir
henni kom og gekk á grasinu meðfram
brautinni. Allt var kyrrt og hljótt á gisti
húsinu, eina húsið sem ljós sást í var
hús friðdómarans, hann var vanur að
vaka fram eftir nóttu við lestur, og jafn-
vel fiðlan hans Maximilion Cour bakar-
ans var þögnuð. Það sást ekkert ljós í
húsi prestsins, og kirkjan með hvíta
tinturninum, sem mændi yfir þorpinu
eins og varðengill, sást naumast í hinni
þögulu tign sinni.
Rósalie hélt áfram og hélt á kross-
inum í hendinni, unz að hún kom að
kirkjugarðinum. Hún opnaði sáluhliðið
og gekk rakleitt upp að hurð kirkjunn-
ar, sem var úr eik. Hún tók skrúfjárn
úr vasa sínum og nokkrar skrúfur og
þreifaði með fingrunum eftir gömlu
skrúfnaglaförunum í hurðinni. En því
miður voru skrúfnaglarnir, sem hún
hafði með sér, stærri en þeir gömlu
höfðu verið og það leið ekki á löngu
þar til erfitt reyndist að sökkva skrúf-
unum og að hún varð að beita öllu sínu
afli við þær Að. síðustu tókst henni
samt að sökkva skrúfunum þar til þær
voru sléttar við járnkrossinn og var
verki hennar þá lokið. Hún stansaði og
leit í kringum sig, og þó að hún sæi eng-
an var einhver óróageigur kominn í
hana og óstyrkur svo að hún hné niður
við dyrnar með fingurnar á krossinum
og bað innilega fyrir sjálfri sér, og
monsieur.
Allt í einu heyrði hún fótatak inni
í kirkjunni og að gengið var til dyranna
og að fótatakið færðist nær og nær.
Það greip hana svo mikil hræðsla fyrst,
að hún gat ekki hreyft sig. Svo spratt
hún á fætur, hljóðaði upp og hljóp út
að hliðinu, opnaði það, og þaut eins og
fætur toguðu áleiðis heim til sín, þrjú
hundruð álnir að minsta kosti. Þegar
hún kom þangað, stansaði hún og leit
til baka og sá fölan kringlóttan ljós-
glampa í kirkjudyrunum. Hún tók aftur
til fótanna og stansaði ekki fyrr en að
hún kom heim. Hún fór strax inn, læsti
dyrunum, flýtti sér upp í rúm, gleymdi
að lesa bænirnar sínar, og fól andlitið
í koddanum hrædd og móð.
Fótatakið, sem Rósalie heyrði í kirkj
unni var fótatak þeirra Jó Portugais og
prestsins. Presturinn hafði sent eftir
Jó til þess að ljúka við smíði á litlu alt-
ari, sem hann ætlaði að nota daginn
eftir í fyrsta sinni. Smiðirnir, sem fengn
ir voru til að smíða og skera út altarið,
höfðu drukkið sig fulla daginn sem þeir
áttu að ljúka við það og voru reknir
út úr kirkjunni og frá verki sínu af
prestinum, sem sendi svo eftir Jó. Rósa-
lie hafði ekki séð ljósið hjá þeim inni
í kirkjunni, því það var þeim megin í
henni, sem fjærst var þorpinu.
Þegar að þeir höfðu lokið við verk
sín, gengu þeir fram kirkjugólfið og bar
presturinn ljósið í hendinni. Þegar þeir
opnuðu kirkjudyrnar, þá heyrði Jó fóta-
tak persónunnar, sem var að hlaupa í
burtu. Þegar presturinn kom út þá leit
hann ósjálfrátt á hurðina þar sem kross
inn hafði verið. Hann varð svo hissa,
að hann nærri missti skriðbyttuna úr
hendi sér.
„Sjáðu, sjáðu, Portugais, krossinn
okkar iitla aftur!“
Jó kinkaði kolli.
„Það sýnist svo, herra prestur,“
sagði hann. í sama bili kom hann auga
á höfuðhettu, sem lá á stígnum, og á
meðan að presturinn hélt upp ljósinu
til að skoða krossinn, tók hann hettuna
upp og faldi hana í barmi sér.
„Undarlegt — mjög undarlegt!“
sagði presturinn. „Þetta hlýtur að hafa
verið gjört á meðan við vorum inni í
kirkjunni. Krossinn var ekki þarna
þegar við fórum inn“.
„Við fórum inn um skrúðhússdyrn-
ar“, sagði Jó.
„Satt er það“, svaraði presturinn.
„Hann kemur til baka eins og hann
fór“, sagði Jó. „Þú getur ekki gert þér
grein fyrir sumum hlutum“.
Presturinn snéri sér við og leit ein-
kennilega til Jó.
„Ert þú svona hjátrúarfullur Jó?,
Heimska, það eru hendur mannanna,
sem hér hafa verið að verki — mjög
mannlegar hendur“, sagði presturinn
raunalega.
„Það er ekkert að sjá hér“, sagði
presturinn, þegar að hann sá Jó vera
að skima í allar áttir.
„Eins og þú sérð, hr. prestur“.
„Já, þetta er leyndardómur, sem að
skýrist sjálfsagt með tímanum. Látum
okkur á meðan gefa Guði þakkir“, sagði
presturinn.
Þeir skildu. Presturinn fór heim til
sín, og Jó gekk út út kirkjugarðinum
um sama hliðið og Rósalie. Hann stans-
aði og leit eftir götunni, sem lá niður
í þorpið.
„Jæja, var sagt rétt við eyrað á hon-
um. Paulette Dubois stóð fyrir framan
hann.
„Svo það varst þá þú“, sagði hann
og leit illilega til hennar. „Hvað varstu
að gjöra við hann?“
„Hvað ert þú að gjöra með kven-'
hettuna í barminum á þér?“ sagði hún
og kastaði höfðinu aftur á bak og hló
ögrunarlega.
„Hver heldurðu að eigi hana?“
spurði ’Jó stillilega.
„Þú og skólakennarinn ortuð ljóð til
hennar einu sinni“.
„Það var hún Rósalie Elvantruer*,
sagði hann eins rólega og hann gat.
„Þú hefir hettuna — líttu á hana;
þú sást hana hlaupa ofan götuna. Ég
sá hana koma, tók ekki augun af henni
á meðan að hún stansaði og sá hana
fara. Hún er þjófur — hún fallega Rósa-
lie er þjófur og póstmeistari! Það er
víst lítill vafi á að hún stelur bréfum
líka“.
„Bréfunum, sem þú ert að bíða eftir
og aldrei koma — heldurðu það?“
Hún varð sótsvört í framan af reiði.
„Ég skal segja öllum heiminum að hún
sé þjófur;“ hvæsti kún.
„Hver heldurðu að trúi þér?“
„Þú gjörir það“. Hún var grimm og
harðgeðja, og leit óhrædd og ákveðin
á hann. „Það stendur víst ekki á þér,
að bera mér vitni, ef ég bið þig um
það“.
„Mér dettur ekki í hug að gjöra
neitt, sem þú biður mig um — ekki hið
minsta, þó ég ætti líf mitt að leysa“.
„Ég skal sanna, að hún sé þjófur,
án þín. Hún getur ekki borið á móti
því“.
„Ef þú reynir það, þá skal ég “
Hann þagnaði í ákafri geðshræringu.
„Drepa mig? Þú drapst hann og
varst ekki hengdur. Ó nei, þu mundir
ekki drepa mig, Jó“, bætti hún við fljótt
í breyttum málróm. „Þú er búinn að fá
nóg af slíku athæfi. Ef að ég hefði verið
í þínum sporum, þá hefði ég heldur kos-
ið gálgann — já, ég segi þér það satt;“
Hún færði sig nær honum og spurði:
„Hatarðu mig svo mjög, Jó — það
eru átta ár — hatar þú mig eins mikið
°g þú gerðir þá?“
„Láttu Rósalie í friði“, sagði liann
og snéri sér um hæl.
Hún greip í handlegginn á honum.
„Við erum bæði óhræsi, Jó. Getum við
ekki verið vinir?“ spurði hún áköf.
Jó svaraði engu.
„Reyndu ekki á konuþolrifið um of!“
sagði hún og beit í sundur orðin.
„Hótun! Svei!“ svaraði Jó. „Hvers-
lags manneskja heldurðu að ég sé?“
„Ég ætla mér nú að ganga úr skugga
um það“, sagði hún og sneri sér við og
hljóp í áttina til „Manor“ hússins.
Hvaða samband er á milli Rósalie
og krossins? spurði Jó sjálfan sig. Þetta
er hettan hennar, og hann tók hettuna
undan treyju sinni og leit á hana.
„Hvað var hún að gjöra með krossinn?“
Hann hélt áfram og þegar að hann
nálgaðist pósthúsið sá hann konu á
götunni. Hann hélt fyrst, að það kynni
að vera Rósalie, en þegar að hann kom
nær, sá hann að það var ekki hún. Kon-
an grét og talaði í sífellu við sjálfa sig
og ráfaði fram og til baka. Hann fór til
hennar, tók í handlegginn á henni og
leit framan í hana. Það var Margot
Potry.
XXIII. KAPÍTULI
Konan, sem þagði.
„Ó, monsieur, ég er hrædd“.
„Hrædd við hvað, Margot?“
„Dauðann, monsieur le Curé“.
„Sálin deyr aldrei — þú verður ekki
vör við aðkomu dauðans, Margot“.
Konan var óstyrk. „Ég kvíði ekki fyr
ir dauðanum. En ég er hrædd, það er
svo einmanalegt, hr. prestur“.
„Guð er með okkur, Margot“.
„Þegar að við fæðumst, þá finnum
við ekki til þess, því ábyrgðin hvílir þá
á öðrum. Þegar við deyjum hvílir hún
á okkur sjálfum, og við verðum að svara
til hennar“. „Er það svar svo erfitt,
Margot?“
Konan hristi höfuðið raunalega, en
svaraði engu.
„Þú hefir verið góð móðir, Margot“.
Hún þagði og hreyfði sig ekki.
„Þú hefir verið góður nágranni, og
breytt við aðra, eins og að þú vildir að
þeir breyttu við þig“.
Hún virtist naumast heyra.
„Þú hefir verið góður þjónn, — gjört
skylduverk þín, ár út og ár inn, ráðvönd,
réttsýn og sönn“.
Konan hreyfði hendurnar svolítið
til á rúmábreiðunni og hreyfði til hof-
uðið á koddanum þreytulega.
Prestinum lá við brosi, því að það
var eins og Margot findi til sektarmeð-
vitundar. En allir í Chaudiere vissu að
hún hafði lifað lastalausu lífi — ráð-
vöndu og viðmótsþýðu — vissu að auk
heimilisanna hennar sjálfrar, þá hafði
hún vakað nótt eftir nótt við beð þeirra
sjúku, en unnið á daginn hjá Louis Tru-
del.
„Ég skal bera vitni um hvernig að
þú hefir leyst skylduverk þín af hendi,
Margot“, sagði presturinn. „Þú hefir
verið góð dóttir kirkjunnar“. Hann
þagnaði um stund, og maður stóð upp
af stólnum, sem hann sat á út við her-
bergisgluggann og leit á sólina, sem
var að ganga til viðar. Það var Charley.
Konan í rúminu heyrði til hans og
renndi til hans augunum. „Viltu að
hann fari?“ spurði presturinn.
„Nei, nei, ó nei, monsieur“, sagði
hún með áherslu. Hún hafði allann dag-
inn verið að biðja um, að annað hvort
Charley eða Rósalie væri hjá sér í her-
berginu. Það var eins og að hún óttaðist
að hún mundi ekki geta þagað yfir
leyndarmálinu í sambandi við kross-
inn, nema að þau væru í herberginu
hjá henni. Charley hafði orðið við þess-
ari bón hennar, þó að honum væri það
á móti skapi. En hann fann til þess,
að það var hans leyndarmál, sem kona
þessi geymdi í hjarta sér — hans og
Rósalie — og átti þess vegna nokkurt
tilkall til aðstoðar frá honum.
Þegar að presturinn spurði Margot,
að þessari spurningu, þá sneri Charley
sér við vongóður um að losna. Honum
fanst samt spurningin nokkuð einkenni
leg undir kringumstæðunum — ein-
kennilegt, að presturinn skyldi vilja, að
hann væri þarna kyrr. Presturinn á
hinn bóginn var ánægður yfir því, að
hann skyldi verða fyrir áhrifum frá
kristinni konu, sem var aðframkomin
að dauða. En svo dró að því, að traust
deyjandi konu, var aðeins fyrir eyru
prestsins að heyra, en þangað til hafði
monsieur gott af að vera þarna inni.
„Herra prestur, verð ég að segja frá
öllu?“ spurði konan.
„Öllu hverju, Margot?“
„Öllu, sem er syndsamlegt“.
„Það er ekki um neitt verður að
ræða, Margot“.
„Ef að þú skyldir spyrja mig að “
Hún þagnaði og maðurinn við glugg-
ann leit til hennar með einkennilegu
augnaráði. Hann skyldi hvað í huga
hennar var; hafði hún rétt til þess að
deyja með vitneskju um glæp, sem aðr-
ir höfðu framið, í huga sér?
„Presturinn spyr ekki, Margot: Það
ert þú, sem að játar syndir þínar, og
um það, sem þú segir átt þú við Guð
einan“. Presturinn talaði einarðslega,
því honum var ant um að maðurinn við
gluggann skildi vel það, sem fram fór.
„En ef það eru syndir, sem aðrir
hafa framið og þú veist um og þú hefir
sálaróróa af, monsieur?“
„Syndir annara eru þér óviðkom-
andi. Það er nó að iðrast sinna eigin
synda. Prestinum eru allar syndir óvið-
komandi nema þær, sem syndarinn hef
ir sjálfur framið og skýrir honum frá.
Það eru þínar eigin syndir, Margot, sem
þú þarft að svara fyrir nú“.
Það sýndist létta yfir andlitinu á
konunni og hún renndi augunum til
mannsins við gluggann, með minni ótta
í þeim en verið hafði. Charley var að
hugsa um, hvort hún mundi hafa þrek
til að standa við orð sín eftir alla á-
reynsluna, hvort að ótti andans mundi
mega sín meira en siðferðilegt hug-
rekki. Hann var líka að hugsa um,
hvaða rétt að hann hefði til að leggja
slíka byrði á herðar þessarar konu, sem
var að berjast við dauðann.
„Hvað lengi sagði læknirinn að ég
gæti lifað?“ spurði hún eftír litla þögn.
„Þangað til í fyrramálið, Margot“.
„Mig langar til að lifa þangað til um
sólaruppkomuna“, sagði hún — „Þang-
að til eftir morgunmat. Hún Rósalie
býr til gott te“, bætti hún við glaðlega.
Prestinum lá við að brosa. „Það er
brauð lífsins dóttir“ sagði hann. Hún
kinkaði kolli. „En ég vildi að ég fengi að
sjá sólaruppkomuna, og sjá hana Rósa-
lie koma inn til mín með tebollann”,
sagði hún ákveðið.
„Jæja, Margot. Við skulum biðja til
Guðs, að hann veiti þér það“, sagði
presturinn.
Hugur hennar beindist aftur að
fyrra spursmálinu.
„Er það rangt, að þegja yfir leynd-
armáli?“ spurði hún og sneri sér frá
manninum við gluggann.
„Ef að leyndarmálið snertir synd,
. sem persónan sjálf hefir framið, þá er
það synd, Margot“, svaraði presturinn.
En ef að syndin er ekki þín eigin
synd?“ spurði Margot.
„Ef að þú ert þátttakandi í synd, og
að leynd hennar veldur öðrum óham-
ingju og skaða og að ranglæti hefir ver-
ið framið og að borgaraleg lög geta
bætt það órétti, þá átt þú aðgang að
lögunum, en ekki prestinum“.
Presturinn var áhyggjufullur og al-
varlegur, því að hann sá, að gamla kon-
an var orðin mjög óróleg.
En það létti á huga hennar og and-
litssvipurinn varð rólegri og hreinni og
hélst þannig. „Það hefir allt verið í þoku
og þvögu fyrir mér“, sagði hún og það
ætlaði að gera út af við mig, monsieur
„le Cure“, „en ég held að ég skilji það
nú. Ég er nú óhrædd og skal skrifta“.
Presturinn hafði gjört það skýrt fyr
ir henni, að hún gæti tekið leyndarmál-
ið um krossinn og til hvers að hann
hefði verið notaður í gröfina og haldið
loforð sitt, án þess að stofna hinni and-
legu velferð sinni í hættu. Hún var á-
nægð. Hún þurfti nú ekki lengur á að-
stoð Rósalie og monsieur að halda.
Charley fékk ósjálfrátt hugboð um hvað
í huga gömlu konunnar bjó og gekk að
rúminu til hennar.
„Ég skal minna ungfrú Rósalie á
te-ið“, sagði hann.
Hún leit á hann brosandi og sagði:
„Þakka þér fyrir kæri monsieur.
„Ég er nú reiðubúin til að skrifta, hr.
prestur“, sagði hún. Charley fór út úr
herberginu.
Margot vaknaði af stuttum
blund, þegar fór að morgna, og sá prest
inn, Rósalie og systir prestsins inni í
herberginu við rúmið sitt.