Lögberg - 13.10.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.10.1949, Blaðsíða 7
7 Grjóti breytt í ull NÝR IÐNAÐUR Á ÍSLANDI Á hæðinni neðan við Geitháls í Mosfellssveit ,og rétt við þjóðveg- inn austur yfir fjall reisti ameríski herinn á sínum tíma stórt kvikmyndahús. Var það að mestu með herskálalagi, og á stærð við birgðaskemmur hersins, en betur frá því gengið að öllu leyti. Og mjög bar það af „bröggunum“ þar umhverfis svo að allir sem um veginn fóru hlutu að veita því sérstaka athygli. Nú er horfið herskálahverfið, sem þarna var, enn þessi bygg- ing stendur eftir. Og enn mun vegfarendum verða starsýnt á hana, og þeir munu brjóta heil- ann um það til 'hvers hún muni vera notuð. — Nokkurri svip- breytingu hefur hún tekið hið ytra. Eru komnir á hana sex strompar og reykháfur, sem þyrlar úr sér kolsvörtum reykj- armekki, en hingað og þangað sést gufu bregða fyrir. Af þessu hvoru tveggja má draga þá á ályktun að hér sé rekinn einhver iðnaður, máske vélsmiðja eða steypusmiðja. Ónej^ekki er það svo, en iðnaður er hér hafinn, iðnaður, sem ekki á sinn líka á landinu. Hér er verið að vinna ull úr grjóti. Hér er íslensku grjóti, gjallhrauni úr Rauðhólum og grágrýti, breytt í mjúka og voð- felda ullarflóka. Eg býst við að ein'hverjir reki upp stór augu þegar þeir lesa þetta og segi sem svo, að margt megi nú bjóða manni, en ekki slíka fjarstæðu sem þá, að hægt sé að breyta grjóti í ull. Þetta er þó hverju orði sannara, og munu menn brátt fá að þreifa á því, þegar farið verður að nota ullina um alt land. En hún er notuð til einangrunar í húsum og alls The Swan Manufacturing Co. Cor. AIíKXANDEK and EIjLEN Phone 22 041 Halldór M. Swan eigandi Helmlli: 912 Jessle Ave — 40 95S SONGS by S. K. HALL, B.Mus. “Songs of Iceland”, just published $1.75 “Icelandic Song Miniatures” $1.50 “My God, Why Hast Thou Forsaken Me?” .......... .50 All with piano accompaniment and Icelandic and English texts 8 SONGS IN EACH VOLUME On sale by MRS. ROSA VERNON 220 Maryland St. Or S. K. HALL Wynyard, Sask. staðar, þar sem einangrunar er þörf. Verksmiðja þessi hefur ekki farið á stað með brauki og bramli, eins og sum fyrirtæki. Það hefur verið hljótt um hana, enda er þessi iðnaðar enn á til- raunastigi, og svo vildi til það óhapp í vor, að eldur varð laus í húsinu og olli nokkrum skemd- um, og þó sérstaklega töf á rekstrinum. Forgöngumenn fyrirtækisins eru þeir Sveinbjörn Jónsson forstjóri Ofnaverksmiðjunnar, Kjartan Guðjónsson og Guð- mundur Gíslason. En Gunnar Pálsson söngvari hafði kynst þessari iðngrein í Ameríku og vakið athygli þeirra á henni. Þeir vissu að nóg hráefni var til fram- leiðslunnar á íslandi—hér skort- ir ekki grjót — og þeir gerðu ráð fyrir að vegna hinna síauknu húsbygginga hér á landi, mundi rekstur slíkrar verksmiðju geta borið sig. Voru svo fengnar vélar til hennar frá Ameríku og amer- ískur sérfræðingur fenginn til þess að koma þeim fyrir og setja verksmiðjuna á stað. Eg spurði forstöðumennina að því hve miklu verksmiðjan mundi geta afkastað og hvað þeir gerðu ráð fyrir miklum markaði fyrri steinull (sem þeir annars kalla gosull) hér innan lands. Þeir svöruðu því, að hægt væri að framleiða 10—12 smálestir á dag, en markaðsþörfin hér mundi nú vera eitt'hvað á milli 700 og 1000 smálestir á ári. Núna í vikunni sem leið fekk ég að koma inn í verksmiðjuna og líta á þetta nývirki. Úti í porti voru tvær stórar grjóthrúgur. í annari var brunagrjót úr Rauðhólum, sem eru þarna beint ,á' móti og örskamt frá, en í hinni grágrýtismulningur frá grjót- námi Reykjavíkurbæar. Þetta er hráefnið, sem ullin er unnin úr. —Við notuðum fyrst eingöngu gjallgrjótið úr Rauðhólum, segir Sveinbjörn, en nú erum við farn- ir að blanda það með grágrýti og finst okkur það gefa betri raun. En við erum enn að þreifa okkur áfram um það hver hlutföll sé GOOD TELEPHONE HABITS Teach them to avoid long talks and not to play with the telephone They may block the line when someone wants it urgently, F0R FASTER L0NG DISTANCE SERVICE Long Distance calling especially heavy just no’ For best service Call Between These Hou 6:00 p.m. and 4:30 a.m. AND ALL DAY S UNDA LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. OKTÓBER, 1949. heppilegust, ekki vegna vöru- gæðanna, því að þau eru syipuð, heldur vegna vinslunnar. Tveir menn moka grjóti á hjól- börur, ýmist gjallgrjóti eða grá- grýti. Hvejar börur eru vegnar til þess að hlutföllin sé alveg rétt, og svo er steypt úr þeim í stóran kassa við húsgafl. Þegar kassinn er fullur er hann dreginn upp á húsþak og þar steypt úr honum niður í eldhaf í gríðar stórum katli. Á eftir þessu fer svo annar- kassi fullur af koksi, það eru einnig tvær tegundir af því smátt koks og stórstykkjótt. Niðri í eldholinu brennur koksið og hitinn er þar 1500 stig. —Við þenna hita bráðnar grjót- ið eins og snjór og verður að þunnri og rauðglóandi leðju, svipaðri þeirri eldleðju, ' sem streymdi úr Heklu í seinasta gosi. Þessi eldleðja rennur nú út um tvær túður á kaltinum í mjóum straumum, Hkt og þegar helt er af flösku. En ekki fá bunurnar að fara langt, því að rétt þar fyrir neðan eru tvær aðrar túð- ur og streymir þar út gufa með geisiafli og hvin miklum og hvæsi. Kemur hún þvert á eld- leðjubunurnar og þeytir þeim inn í stórt geymsluhólf. Við þennan sterka gufublástur sundrast leðjan og teygist sund- ur í örfína þræði, sem eru álíka og mannshár. Og svo falla þessir þræðir niður í geymsluhólfið, hlaðast hver ofan á annan, lag eftir lag, og mynda þar geisi mik- inn ullarbyng. Þannig er því þá í sem fæst- um orðum lýst, hvernig farið er að því að breyta grjóti í ull. En þó er það ekki alveg svona ein- falt. Margs verður að gæta við þessa grjótbræðslu. Ofninn, sem hið mikla eldhol er í, mundi fljótt bráðna utan af eimyrjunni, ef ekki væri fundið ráð til að aftra því. Það er gert á þann hátt, að hann er tvöfaldur og í holið þar á milli er sífelt dælt köldu vatni neðan úr Hólmsá og sér maður á hinu heita afrensli frá honum, að hann þarf æði mikið vatn til að kæla sig og er ekki lengi að hita það. Mikillar að- gæslu þarf við útstreymi eldleðj- unnar, því að um leið og loft leikur um hana, fer hún að storkna. Myndast þá fyrst þunn skán á túðubörmunum, sem get- ur orðið að stíflu og fer þá bun- an ekki niður á réttum stað, heldur fram hjá blásturstúðun- um. Er því maður þar stöðugt á verði og beitir stálstöng hvar sem hann sér að kleprar ætla að fara að myndast svo að renslið geti haldist stöðugt og ótruflað. Eins vilja myndast kleggjar í kring um innblástursopið og verður að rífa þá af jafnharðan, svo að þeir trufli ekki „þráðas- puna“ gufunnar. Ekkert yrði nú heldur úr ullar- gerðinni ef gufukrafturinn og út- streymið væri ekki nægilegt. — Skamt frá er gufuketill og verð- ur að gæta þess að á honum sé altaf nægilegur gufuþrýstingur. Ketill þessi er einangraður að utan með steinullinni, 10 cm. þykku lagi, og þótt hitinn inni fyrir sé 100 gráður, þá er ytra borðið aðeins volgt. Það sýnir einangrunar hæfileika ullarinn- ar. Það er nógu gaman að standa þarna og horfa á aðfarirnar, sjá bráðið grjótið renna út úr ofnin- um. Það er ekki allskostar rétt að segja að það sé rauðglóandi og ekki heldur hvítglóandi. Lit- urinn á því er líkastur og þegar kvöldsól gyllir ský. Það kemur í mjóum bunum, eða taumum, en um leið og gufustrokan skell- ur á þeirn, tvístrast það í eld- glæringar eins og draugarnir forðum, og hverfur sem óðfluga gneistaregn gagnum innblásturs- opið. Þar. inni í safnhólfinu, sem er eins og löng stofa, er og ekki annað að siá en gneistaflug, því að þræðirnir sjást ekki. Þeir falla mjúkt og létt eins og köngulóar- vefur ofan á ullardyngjuna, sem mvndast hefur þar. Stundum fer eldleðjubunan fram hjá blásturstúðunni og Sigríður Friðriksson F. 1864 — D. 1948 Sigríður Þorleifsdóttir Frið- riksson var fædd 25. ágúst 1864, að Reykjum að Reykjarströnd í Skagáfjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru þau hjónin Þorleif- ur Jónsson og Sifc .ður Þorbergs dóttir. Sigríður kom til Kanada árið 1887 með fyrri manni sín- um Þórarni Jónssyni og þau sett ust að í Húsavík, tæpar fimm mílur fyrir sunnan Gimlibæ. Þremur árum síðar, um haustið, druknaði Þórarinn í Winnipeg- vatni, og um vorið flutti Sigríð- ur sig með tvö börn sín, Þóru og Jón, til foreldra sinna, sem þá bjuggu í Lögbergsbyggðinni, Sask. Árið 1894 giftist Sigríður Frið riki Friðrikssyni; þau stunduðu búskap í Lögbergsbyggðinni samfleytt í 33 ár. Friðrik mað- ur hennar andaðist 1927 og þetta sama ár flutti Sigríður sál. til Winnipeg. Börnin sem lifa móður sína eru, frá fyrra hjónabandinu: Mrs. Reynolds, til heimilis i Winnipeg; börnin frá síðara hjónabandinu eru: Sigríður, bú- sett í Vancouver; Mrs. Smolleck, býr í Winnipeg; Thorleifur á heima í Edmonton; Frid býr í Wataskawin, Alberta; Mrs. Cun- dal er til heimilis í Calgary og Anna stjúpdóttir hinnar fram- liðnu í Vancouver. Jón son- ur Sigríðar féll árið 1917 í fyrstu alheimsstyrjöldinni, og Sumar- rós dóttir hennar andaðist 1931. Líka lifa systir sína þrír bræður þeir Jóhann, Pétur og Jón og átta barnabörn. Það var öllum ljóst, sem Sig- ríði heit. voru samferða og sem henni kynntust, að hún væri ein af þeim sálum, þar sem ríki- dæmi andans mátti sín mest, því hennar glaðsinna hugarfar og hýra viðmót hafði andlega upp- örfandi áhrif á alla, sem henni Sigríður Friðriksson urðu samferða á lífsleiðinrú- Þess þarf ekki sérstaklega að minnast hér að Sigríður hafi fyllilega leyst af hendi allar þær skyldur, sem tilheyrðu henni sem eiginkonu, húsmóður, móður og góðum borgara lands síns og héraðs. Hún mátti ekkert aumt sjá og var fljót að hjálpa eftir beztu getu hverjum sem þurfti. Sigríður var sannur mannvinur. Minningarnar um trúfesti hinnar látnu við kirkju sína í Lögbergshéraðinu, þar sem hún var dyggur og veiga- mikill meðlimur safnaðarins í meir en þrjá áratugi mun lifa áfram. Þessi aldni fylgjandi hins betra lífs hafði því láni að fagna að sjá sinn mannvænlega barna hóp komast á legg og verða að nytsömum borgurum. Öll þau ár, sem Sigríður var á Betel lifði hún við varandi hlýhug og vinfengi þeirra, sem henni voru þar samferða; og eins og allir, sem þar eiga heima hafði hún notið hinnar kærleiks ríkustu umönnunnar allar stund ir. Sigríður sál. andaðist á Betel, 23. júlí s.l. eftir langa legu. Mrs. Reynolds dóttir hinnar fram- liðnu fór frá heimili sínu í Winni peg og hjúkraði móður sinni á banasænginni. Útför Sigríðar fór fram frá kirkju Lögbergssafnaðar 28. júlí s.l. Það var vel farið að hennar jarðnesku leifar hvíldu fyrir stund síðast í því musteri drott- ins, sem hafði verið hennar and- lega heimili svo lengi. Margir voru vinirnir, sem fylgdu vin- inum til hinztu hvíldar. Séra Skúli Sigurgeirson jarð- söng. „Ég veit, minn Ijúfur lifir, Lausnarinn himnum á; Hann ræður öllu yfir, Einn heitir Jesús sá; Sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó, og mér svo aumum manni, Eilíft líf víst til bjó“. S. S. Efnaverksmiðjur í Bandaríkj- unum leggja nú kapp á að vinna markað meðal Indíána í Suður- Ameríku. Eru gerðir út þangað sölumenn, sem ferðast langt inn í land og selja allskonar „pillur" og skamta. Þeir hæna fólk að sér með grammófón-músik og kvik- myndum. Á einhverjum stað var verið að sýna fræðslukvikmynd. Hún var tekin á baðstað, þar sem margt ungt fólk var saman kom ið og æfði dýfingar af kappi. En einum var svo illt í höfðinu að hann þorði ekki að steypa sér. Þá kom ung stúlka og gaf hon- um „aspirín“, og sjá! eftir nokkr ar sekúndur var hann albata og fór að stinga sér. Þetta átti að sýna ágæti og lækningamátt asperins. Og myndin hafði áhrif, að vísu á annan hátt en menn höfðu búist við. Einn af Indían- unum sagði við félaga sinn; „Þetta er töfralyf. Ef maður tek ur það inn, þá getur maður kaf- að“. myndar þá eins og glóandi streng niður að gólfi. En um leið og hún kemur niður, hverfur af henni glóandinn og hlaðast þar upp svartir haugar. Þetta bráðna grjót, sem niður fer, verður einna líkast hrafntinnu, en er stökt sem kol og gljáandi í sárið eins og gler. Ullin er aftur á móti ekki svört. Hún er úlfgrá eins og sam- kembingur. Átektar væri hún svipuðust venjulegri ull, ef ekki væri í henni smákorn, sem eru alveg eins og títuprjónshausar, hnöttótt, kolsvört og gljáandi. Það eru örður, sem ekki hafa „spunnist“ við blásturinn. Eftir því sem minna er af þessum örð- um í ullinni, því betur hefur íramleiðslan heppnast. Og hér hafa verið fundin ráð til þess að draga úr myndun þessara korna, enda er nú miklu minna af þeim í ullinni heldur en fyrst var, á meðan verið var að þreifa sig áfram. Kemur þar ýmislegt til greina, svo sem rétt hitastig á eldleðjunni og hæfileg seigja í henni. Ýmsir munu halda, að þessi ull arhár, sem gerð eru úr grjóti, mun vera svo stökk að þau molni niður um leið og komið sé við þau. En svo er ekki. Þau hafa talsvert þanþol og þess vegna er ullin voðfeld á borð við táinn hamp, og hægt er að vöðla henni milli veggja án þess að hún molni. Það væri einnig hægt að þjappa henni saman og gera út henni plötur, en við það missir hún nokkuð af einagrunargildi sínu. Þess vegna er best að þjappa henni ekki of mikið sam- an í veggjum. Besta ráðið er að blása henni inn á milli veggja. Er hún þá tætt niður í litla lagða í sérstakri vél, og þessum lögð- um blásið með annari vél á milli veggjanna. Fæst þá janfþétt og örugt tróð. Furðu lítill úrgangur kemur úr grjótinu við bræðsluna. Þó koma úr því annarleg efni, svo sem járn. En grjót það, sem þarna er bræt,t er ekki járnauðugt, síst grágrýtið. Dálítið er af járni í rauða grjótinu og sest það á botninn í katlinum. Það er víst alveg órannskað mál hvort nokk- urt gagn gæti orðið að þessu járni, hvort það gæti orðið auka- geta við framleiðsluna. En nú er víða farið að hugsa meira um það í allskonar verksmiðjurekstri en áður var, að hagnýta sem best alla úrganga. Og forstöðumönn- um er vel trúandi til þess að hag- nýta þennan úrgang, ef nokkur tök eru á því að hagnýta hann. Þessi aðferð við að breyta grjóti í ull, virðist mjög einföld, þegar horft er á vinnubrögðin og hvað þetta gengur greiðlega og umsvifalítið. En nokkurt hugvit hefur þó þurft til þess að finna upp aðferðina og margt hefði maður hugsað sér að hægt væri að gera úr grjóti, áður en honum hefði komið til hugar að hægt væri að breyta því í hár fína þræði. Nokkuð mun síðan byrjað var -á þessu í Ameríku, og sams- konar verksmiðjur og þessi eru komnar á Norðurlöndum og sjálf sagt víðar. Steinullin getur því tæplega orðið útflutningsvara hér, þótt nóg hráefni og nærtækt sé tii í landinu. En þetta, að hægt skuli vera að breyta grjótinu okkar í verslunarvöru, hefur víst fáa órað fyrir. Og hver veit nema hægt verði seinna að breyta því á ýmsan annan hátt í nauðsyn- legar vörutegundir? Það á máske eftir að koma upp úr kafinu að hraungrýtið hérna verði talið til landkosta. Á.Ó, Lesbók Mbl. JOHN J. ARKLIE Optorn etrijit and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARSRAVE Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 1S1 Rovaizos Flower Shop Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. 3. Rovatzos, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA "FREE WINTER STORAGE rr Send your outboard motor in now and have it ready for Spring. FREE ESTIMATE ON REPAIRS Specialists on . . . JOHNSON & EVINRUDE SERVICE Breen Motors Ltd. WINNIPEG PHONE 927734

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.