Lögberg - 13.10.1949, Blaðsíða 1
.ticts
PHONE 21 374 • L
íaV8 * =
a Complele
Cleaning
Insliluiion
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 13. OKTÓBER, 1949.
NÚMER 41
Ur borg og bygð
Látin er nýlega í Seattle,
Wash., frú Anna María Straum-
fjörð, kona Jóhanns H. Straum-
fjörðs gullsmiðs og skrautmuna
kaupmanns þar í borginni, mikil
hæf og göfug kona; auk eigin-
manns síns og tveggja dætra,
Díönu og Unnar, lætur frú
Anna María eftir sig þrjá hálf-
bræður, ísak byggingameistara
í Seattle, Gísla ritstjóra í Win-
nipeg og Gunnar fyrrum bónda
á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, og
tvo albræður, Einar Pál Jónsson
ritstjóra Lögbergs og séra Sigur-
jón á Kirkjubæ í Hróarstungu;
hin látna var dóttir Jóns Benja-
mínssonar á Háreksstöðum í Jök
uldalsheiði og seinni konu hans
Önnu Jónsdóttur.
☆
Hr. Grettir L. Jóhannson ræð-
ismaður fór suður til Minne-
apolis á laugardaginn, ásamt frú
sinn; var þeim hjónum boðið
þangað til að vera viðstödd af-
hjúpun veglegrar Leifstyttú, er
fram fór á sunnudaginn; flutti
ræðismaður við þetta tækifæri
kveðjur frá íslendingum; frá
Minneapolis fóru þau Grettir og
frú suður til Iowaríkis þar sem
frúin er borin og barnfædd; þau
ráðgerðu að vera um hálfsmán-
aðartíma að heiman.
☆
Laugardagsskólinn
er starfræktur á hverjum
laugardegi í Fyrstu lútersku
kirkju. Byrjar kl. 10 f. h. Kensl-
an ókeypis -Safn’ð sem fl«e+um
börnum og unglingum í skólann.
Virðuleg athöfn í St. Paul - glœsileg stytta Leifs
Eiríkssonar afhjúpuð að viðstöddu miklu fjölmenni
Að því er fréttaritara Lög-
bergs í Minneapolis segist frá,
fór áminst afhjúpunarathöfn
styttu Leifs Eiríkssonar fram í
St. Paul, Minn., síðastliðinn
sunnudag, að viðstöddu miklu
fjölmenni og með glæsilegum
hátíðisbrag. Valdimar Bjornson
vararæðismaður Islands fyrir
Minnesotaríki stjórnaði hátíða-
haldinu og flutti skörulega
ræðu, sem Lögberg væntir að
eæta flutt les^ndum sínum á
næstunni. í athöfninni tóku þátt
ríkisstjórinn í Minnesota og
Morgenstierne, sendiherra Norð
manna í Bandaríkjunum, ásamc
fleirum höfðingjum, svo sem
hervarnaráðherra Noregs, Jens
C. Hauge; á heiðursgestapaili
sátu meðal annara ræðismaður
íslands í Vestur Canada, G. L.
Jóhannson og .frú, Dr. Richard
Beck, vararæðismaður íslands í
North Dakota og hinn kunni
verkalýðsleiðtogi, Fred Fljozdal
frá Detroit.
Merkur Islendingur
Ágúst heftið af Rexall tímaritinu hefur á kápunni mynd af manni
en í kring um myndina er kort af Vestur Evrópu og Ameríku og
er þar víkingja skip á leiðinni frá Islandi til Ameríku. Eru svo
tveir staðir á kortinu merktir: Island og Minnesota. Maðurinn
á myndinni er apótekari A. S. (Ed) Sigurdson frá Moorhead, Min-
nesota, sem fæddist í Reykjavík á íslandi en kom kornúngur til
Ameríku með foreldrum sínum
en er nú eigandi og forstjóri
stórar lyfjabúðar í Moorhead þar
sem að hann gjörir afar mikla
verzlun. Er löng hól grein um
Mr. Sigurdson í þessu víðtæka
hefti og eru þar líka margar
myndir af búðinni, heimili,
verkafólki og fjölskyldu 'hans.
Tilefni als þess er að síðastliðið
ár var Ed Sigurdson forseti al-
heims félagsskapar Rexall lyf-
sala sem eru yfir tíu þúsund að
tölu og finnast um öll Bandarík-
in, í Canada, á Englandi og víðar.
Var svo góður rómur gjörður
framkoma Mr. Sigurdsons í em-
bætti þessu að hann var heiðrað-
ur í stóru samsæti í Minneapolis
að árinu liðnu og var honum gef-
in stór indæll bakki (tray) úr
ekta silfri.
Grein þessi fjallar mikið um
hvað Mr. Sigurdson sé fær kaup-
maður og hvað hann hafi og sé
að gjöra mikla og happasæla
vexzlun.
Er þar líka talið fram hvað
hann starfi mikið fyrir það opin-
bera og hvað han sé mannfélag-
inu þarfur maður. Hefur hann
verið forseti North Dakota lyf-
salafélagsins, og forseti bæði
Minnesota og N. Dakota Rexall
Clubs. — Hefur hann verið fram
kvæmdarstjóri hinna Sameinuðu
heildsölu lyfsala í Chicago. Líka
hefur 'hann verið forseti Moor-
head Chamber of Commerce,
Moorehead Rotary Club, og Re-
tail Merchants Association. Síð-
astliðið sumar, á fundi í Winni-
peg, var hann kosinn forseti
Rotary International Fellowship
og er hann líka framkvæmdar-
stjóri í Fargo-Moorhead Exec-
utive Club.
Er saga Ed Sigurdsonar skyld
sögum margra annara íslendinga
sem komu ungir frá íslandi og
hafa unnið sér frægð og frama
hér í nýju álfunni.
Kom Ed tíu ára gamall, til
Ameríku með foreldrum sínum
Sæmundi og Steinunni Sigurd-
son, er bjuggu mörg ár á Moun-
tain, North Dakota. Vóru þau
bæði ágætis manneskjur en eru
nú dáin fyrir mörgum árum. Lif-
ir ein dóttir þeirra, Kristín, Mrs.
Chris Gudmundson enn á Moun-
tain og svo er Sigurður sonur
þeirra apótekari í Bottineau,
Nort'h Dakota. Önnur börn þeirra
munu vera Norðvestur í Canada
og suður í Californíu.
Vann Ed við hitt og annað eft-
ir að til Ameríku var komið.
Hjálpaði hann járnsmiði þegar
hann var ellefu ára. Þurfti hann
þar að passa eldinn og gjöra önn
ur vikadrengs verk. Var það
bæði heit og óhrein vinna. Um
haustið þegar hann hætti til að
fara á skóla fékk hann tólf dali
fyrir sumar vinnuna. önnur
sumur vann hann stundum í búð
og stundum hjá bændum. Þegar
hann var seytján ára byrjaði
hann að vinna á ápoteki í Hensel,
North Dakota, og fyrsta árið var
kaupið bara fæði og herbergi.
Næsta árið var kaupið $25.00 á
mánuði en $16.00 fóru til baka
fyrir fæði og herbergi. Vann
hann seinna í apótekum í Valley
City og í Fargo.
Arið 1928 keypti hann búðina
Að viðstöddu geisifjölmenni í
afarstórri kirkju fór fram seinna
um daginn glæsileg og fjölbreytt
skemtiskrá, og þar íluttu fögur
kveðjuávörp þeir Grettir ræðis-
maður og Dr. Beck vararæðis-
maður, auk þess sem Óli Kardal
hreif hinn mikla mannfjölda
með fögrum söng.
Til sérstaks atburðar mátti
það teljast, að séra Sveinbjörn
.Ólafsson nýko.minn úr heimsókn
til íslands, sýndi á laugardags-
kvöldið kvikmyndir frá íslandi,
er hann sjálfur tók á ferðalag-
inu, er vöktu mikla hrifningu,
og voru þar margir íslendingar
viðstaddir, sem klöppuðu lof í
lófa.
Vegna þess hve áminst fregn
barst Lögbergi seint, og að blað-
ið var að mestu fullsett, er ekki
unt að flytja nánari greinargerð
af áminstu hátíðahaldi að sinni.
A. S. (Ed) Sigurdson
í Moorhead og hefur verið við
stýrið þar síðan. Nú í mörg ár
hefur búðin hans verið hæðst í
sölum af öllum Rexall búðum í
Minnesota. Kemur þetta af því
hvað Mr. Sigurdson er vingjarn,
hjálpsamur, áreiðanlegur og
sanngjarn. Er búðin smekkleg,
vel birgð með vörum og spegil
hrein.
Hann er giftur aðluðandi og
myndarlegri hjúkrunarkonu,
Ruth Nilles. Eiga þau þrjú efni-
leg börn: Mary Elizabeth, 10;
Katherine Anne, 8; Jon Edward,
6. Hafa þau einnig lítinn bróður-
son Mrs. Sigurdson sem misti
móðir sína þegar fárra vikna
gamall. Er heimili þeirra Sigurd-
sons mjög smekklegt og eru þau
bæði ágæt heim að sækja.
Islendingar mega vel vera
morítnir af Ed Sigurdson því
hann er mesta prúð og sóma
menni. Hann kemur alstaðar vel
fyrir og hefur virðingu og álit
allra sem þekkja hann. Er ekki
ofsagt um hann það sem grein-
in í Rexall blaðinu endar með:
„Menn í Minnesota og Norður
miðvestrinu eru fyrirhyggju,
og framtaksmenn með forsjón
—já— miklir menn. Ed Sigurd-
son er einn af þeim mestu og
bestu.“ K.O.T.
Lagafrumvarp
staðfest
Þann 6. þ. m., staðfesti Tru-
man Bandaríkjaforseti hina svo-
nefndu öryggislöggjöf, er í sér
fól $1.314,000,000 fjárveitingu til
herverndar þeim þjóðum, er að
Atlantshafsbandalaginu standa;
framgangur þessa máls í báðum
þingdeildum gekk að mun gre:ð
ar en búist var við.
Óhjákvæmileg ákvörðun
Útgáfa íslenzks vikublaðs í þessari álfu hefir af
skiljanlegum ástæðum jafnan verið miklum vanda bund
in og átt við rekstrarhalla að glíma frá ári til árs; jafn-
vel meðan íslenzka mannfélagið hér um slóðir var
langtum fjölmennara en það nú er, og þeir fleiri, sem
full not höfðu íslenzkrar tungu, hrukku þó ekki á-
skriftargjöld, að viðbættum auglýsingum, til að standa
straum af öllum þeim kostnaði, sem útgáfunni var sam-
fara; þetta bendir ljóslega til þess, að áskriftargjald ís-
lenzks blaðs hafi frá upphafi verið lægra en átt hefði,
og þurft hefði að vera; þetta er í sjálfu sér auðskilið
mál, því útgáfa blaðs er háð nákvæmlega sama efna-
hagslögmáli og önnur fyrirtæki; hún verður annaðhvort
að bera sig fjárhagslega eða leggjast niður.
Um marga áratugi hefir áskriftargjald Lögbergs hald
ist óbreytt og verið bundið við þrjá dollara hvernig, sem
til hefir hagað, hvort heldur innheimta gekk vel eða
illa; af þessum þremur dollurum varð að taka 52 cent
fyrir frímerki á blað hvers kaupanda yfir árið auk 30
centa af áskriftargjaldi til innheimtumanna um hinar
dreifðu nýbyggðir, og var þá heldur en ekki farið að
saxast á áskriftargjaldið; eins og nú hagar til, er þó
drjúgum alvarlegra umhorfs en áður var vegna hins
síhækkandi kostnaðar við útgáfuna, sem orðinn er ná-
lega 80 af hundraði hærri en hann var við lok síðustu
styrjaldar; þetta nær jafnt <il prentarakaups, pappírs,
prentsvertu og viðgerða þeirra véla, sem óhjákvæmi-
legar eru við útgáfu blaðs; það liggur þar af leiðandi í
augum uppi, að róttækar ákvarðanir þurfi að verða
teknar til að fyrirbyggja það slys, að Lögberg hætti að
koma út, og sýnist þá ekkert liggja nær en það, að
blaðið sé hækkað í verði og því komið í sína venjulegu
stærð, 8 blaðsíður á viku. Á undanförnum mánuðum
hefir Lögbergi borist allmargt bréfa frá áhugasömum
kaupendum, er talið hafa verðhækkun blaðsins sjálf-
sagða og bent á það samtímis -hve miklu haldbetri og
vinsælli sú leið myndi reynast, en að gefa út hálft blað
aðra hvora viku, er í rauninni væri einungis örþrifaráð.
Vegna allra okkar menningarmála og mannfélags-
samtaka má Lögberg ekki undir neinum kringumstæð-
um líða undir lok, og það gerir það heldur ekki séu ís-
lenzkir lesendur einhuga um að halda því við á hækk-
uðu verði og með reglubundinni greiðslu fyrirfram.
Þjóðræknismálin þurfa á Lögbergi að halda; varð-
veitzla okkar sígildu og tignu tungu þarf á blaðinu að
halda, og hið sama gildir um menningartengslin við
ísland. —
Nú benda flest eyktamörk til þess, að hinn mikli og
fagri draumur íslendinga vestanhafs, stofnun kenslu-
stóls í íslenzku og íslenzkum fræðum við Manitobahá-
skólann sé í þann veginn að rætast, þó enn sé á þeim
vettvangi djarfmannlegra átaka þörf unz lokamarki
verði náð; slík fræðsludeild þarf á hvatningu af hálfu
Lögbergs að halda með það fyrir augum, að námsfólk
af íslenzkum stofni færi sér kenslu hennar sem allra
almennast í nyt.
Baráttumál okkar eru mörg og mikilvæg, og þau
eru þess eðlis, að þau þurfa tíðum á lögeggjan að halda.
Öllu því, sém til heilla horfir á vettvangi manndóms-
og menningarmála okkar, vill Lögberg enn rétta örf-
andi hönd, og treystir því að samúðarríkur skilningur
Vestur-íslendinga geri blaðinu kleift, að halda þannig í
horfi um mörg ókomin ár.
Með skírskotun til þess, sem nú hefir sagt verið,
hefir útgáfunefnd Lögbergs tekið þá ófrávíkjanlegu á-
kvörðun, að frá 1. nóvember 1949 að telja, skuli blaðið
framvegis koma út vikulega í sinni venjulegu stærð,
seljast fyrir fimm dollara á ári og greiðast í öllum til-
fellum fyrirfram.
Mynd þessi er aj demantsbrúðhjónunum herra Jóni M. Borgfjörð og jrú Guðrúnu
Borgfjörð í Árborg, er heiðruð voru með virðulegu samsœti þar í bœnum, eins og
skýrt var jrá hér í blaðinu í fyrri viku.